Bedroom Community kynnir Folie à Deux, frumraun breska tónskáldsins Emily Hall

Folie à Deux by Emily Hall

Bedroom Community kynnir með stolti útgáfu Folie à Deux, frumraun breska og margverðlaunaða tónskáldsins Emily Hall. Platan kom út 20. júlí síðastliðinn.

Með útgáfu þessari bætist tíundi listamaður við útgáfufyrirtækið og önnur kona þess. Það er ekki oft sem Bedroom Community bætir við sig listamönnum og er þetta því gleðiefni, sér í lagi að rétta kynjahlutfallið aðeins.

Plötuna má nálgast á Bandcamp þar sem einnig er hægt að streyma laginu “mantra”, en hin virta vefsíða BlackBook Magazine hafði þetta um lagið að segja:

The wonderfully-composed song starts off soft and gradually builds in its sweet intensity—adding to the album’s acute emotional understanding and sensory “investigation into love and loneliness within a relationship.

Folie à Deux inniheldur texta eftir Sjón og var unnin í Gróðurhúsinu hljóðveri með Valgeir Sigurðsson við stjórnvölinn. Platan er konseptplata um tvo elskendur og var upphaflega verkið pantað af Mahogany Opera Group. Flytjendur eru hin sænska söngkona Sofia Jernberg, breski tenórinn Allan Clayton, hörpuleikarinn Ruth Wall og slög frá Mira Calix. Emily Hall notast við nýtt hljóðfæri sem hún lét útbúa sérstaklega fyrir verkið, svokallaða raf-hörpu, sem ljáir plötunni sérstakt hljóð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.