Rúnar Þórisson heldur útgáfutónleika á Café Rosenberg

Rúnar Þórisson og hljómsveit

Rúnar Þórisson heldur útgáfutónleika á Café Rosenberg, Klapparstíg 27. föstudaginn 15. janúar n.k. Eftir að hafa spilað með hljómsveitinni Grafík um langt skeið þá hóf Rúnar árið 2005 að gera sólóplötur og eru þær nú orðnar fjórar talsins auk þess sem hann hefur verið að spila töluvert á tónleikum og tónlistarhátíðum, nú síðast á Iceland Airwaves. Nýjasta platan Ólundardýr kom út 7. nóvember s.l. en að baki útgáfunni lá ákveðin hugmynd og hvati sem hófst í 12. janúar s.l. að fyrsta lagið kom út á vefnum og í kjölfarið eitt lag á mánuði þar til 7. nóvember að afraksturinn er allur gefinn út en þann dag hefði faðir Rúnars orðið áttræður. Umsagnir og dómar um Ólundardýr hafa verið mjög lofsamlegir og hefur hún ratað á nokkra lista yfir bestu plötur ársins 2015, m.a. hér á Rjómanum.

Ákveðin sérstaða er fólgin í því að með Rúnari vinna í tónlistinni tvær dætur hans, Lára og Margrét sem syngja, radda og spila á hljómborð en þær hafa báðar líka gefið út plötur á síðasta ári, Lára plötuna Þel og Margrét plötu með hljómsveitinni Himbrimi. Hljómsveit Rúnars skipa einnig Arnar Þór Gíslason á trommur og Birkir Rafn Gíslason á gítar og Guðni Finnsson á bassa en þeir hafa einnig leikið með hljómsveitum eins og Ensími, Himbrimi, Pollapönk og Mugison.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.