Árslistinn 2006

Topp 10 íslenskar plötur 2006

17 stig

#10

Eberg

Voff voff

Tvímælalaust ein skrítnasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Platan er allt í senn; framsækin, krúttleg, hressandi og síðast en ekki síst frumleg.

-Hildur


20 stig

#9

Toggi

Puppy

Einhver vandaðasta frumraun sem hefur komið fram í langan tíma. Flott lög sungin af fínum söngvara sem birtist allt í einu ofan úr mekka menningarinnar, Breiðholti.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

-Björgvin


20 stig

#8

Jóhann Jóhannsson

IBM 1401, a User’s Manual

Jóhann Jóhannsson er í framvarðasveit nýklassíkera með Yann Tiersen og Max Richter og gefur þeim ekkert eftir. Frábær plata sem hægt er að hlusta á aftur og aftur – og við öll tækifæri.

ausersmanual.com

-Særún


23 stig

#7

Telepathetics

Ambulance

Stórgóð frumraun frá einni hressustu hljómsveit Íslands. Platan er stútfull af flottum slögurum og einkennist af mikilli spilagleði sem kemur glöggt fram þegar maður sér hljómsveitina á tónleikum.

Rjómadómur

Telepathetics á Myspace

-Hildur


29 stig

#6

Ókind

Hvar í hvergilandi

Hvar í hvergilandi er stutt en ótrúlega heillandi plata. Hún á sér sterkar rætur í gamla íslenska rokkinu auk þess að blanda nýja hljómnum við auk þess að Steingrímur Karl Teague er með óhefðbundanri söngvurum landsins og gefur því sveitinni ferskan blæ.

Rjómadómur

Ókind á Myspace

-Halldór


32 stig

#5

Benni Hemm Hemm

Kajak

Önnur plata Benna endurspeglann tíðarandann jafn vel og sú fyrsta. Lögin bæði flókin og grípandi í senn og það er augljóst að ég á bát.

-Björgvin


33 stig

#4

Hafdís Huld

Dirty Paper Cup

Hafdís Huld lét sig hverfa í nokkur ár en endurkoman var sannarlega glæsileg. Með þessu lágstemmda indiepoppi leyfir hún sér að vera í aðalhlutverki í hverju einasta lagi og stendur merkilega vel undir því. Hugvitsamur undirleikur spilar einnig stóra rullu í plötu hennar og melódíurnar eru hverri annari betri. Mun betri plata en ég þorði að vona.

Rjómadómur

-Halldór


37 stig

#3

Reykjavík!

Glacial Landscapes, Religion, Oppression & Alchohol

Hrá, hávaðasöm, sveitt og karlmannleg. Þetta eru þau orð sem ég myndi nota til að lýsa fyrstu plötu Reykjavík!urmanna, en Glacial Landscapes, Religion, Oppression & Alcohol ætti ekki að bregðast neinum sem hefur gaman af ærslafullu rokki með smá pönkívafi.

Rjómadómur

-Hildur


43 stig

#2

Lay Low

Please Don´t Hate Me

Þessu bjóst ég ekki við. Ketsý, blússkotin og melódísk en umfram allt skemmtileg.

Lay Low á Myspace

-Sveinn


60 stig

#1

Pétur Ben

Wine For My Weakness

Frumburður Péturs Ben – Wine For My Weakness – er plata sem vex og dafnar við hverja hlustun. Pétur sýnir að hann er hæfileikaríkur á mörgum sviðum og vandar verk sitt. Wine For My Weakness stóðst fyllilega mínar kröfur og gott betur en það. Skyldueign á hvert tónelskt heimili!

Rjómadómur

Pétur Ben á Myspace

-Hildur

Topp 20 erlendar plötur 2006

Í annað sinn birtir Rjóminn lista yfir plötur ársins heima og heiman. Uppskeruhátíð tónlistarunnenda um áramót er hefðbundin með allra handa uppgjörum vefmiðla, tímarita og áhugamannanna sjálfra eins og sjá má meðal annars á samantekt Metacritic á árslistum héðan og þaðan. Í ár fengu 88 erlendar og 33 innlendar plötur atkvæði sem er heldur meiri dreifing en í fyrra. Baráttan var á margan hátt jafnari en í fyrra. Toppplöturnar úti í hinum stóra eru til að mynda alls ekki jafn afgerandi í forystunni í ár og Sufjan Stevens, Antony and the Johnsons og Bright Eyes voru á lista ársins 2005.

Það er snúið að gera svona lista en skemmtilegt um leið. Varast skal lýsingaorðaklám eins og Árni Matt kallar það. Okkur tekst það nú ekkert alveg enda eina leiðin til þess að fara leið Árna og birta einfaldlega bara myndir af plötunum en enga umfjöllun sem skara þóttu fram úr.

Tónlist snýst auðvitað um annað og meira en uppraðaða lista en svona listar eru svo skemmtilegir, hressandi og hvetjandi fyrir áhugamenn um að vera duglegir að kynna sér meira. Meðfylgjandi okkar lista eru tenglar á síður listamannanna þegar við því má verða, tenglar á dóma Rjómans um plöturnar þegar þá er að finna og tóndæmi á stundum. Við skorum á ykkur lesendur að kíkja á rjómann af tónlistarárinu 2006 að mati Rjómans.

Með ósk um gleðileg tónlistarjól og farsælt komandi tónlistar- og tónleikaár,
Rjóminn


13 stig

#20

The Raconteurs

Broken Boy Soldiers

Broken Boy Soldiers er frumburður strákanna í The Racounters með hinum e.t.v. skrýtna Jack White í fararbroddi. Gleðin er við völd á þessari plötu og þó hún sé stutt þá er hún alveg dúndurskemmtileg út í gegn! Flott samspil, frábær söngur og gamaldags hljómur.
Tónlist sem fær mig til að dilla mér og syngja hástöfum með.

Reconteurs á Myspace

-Sara


13 stig

#19

Panic! At the Disco

A fever you can’t sweat out

Við fyrstu hlustun er hér komin ungæðisfull en miðlungs partýsveit sem, þrátt fyrir greinilegan metnað, færist of mikið í fang. Hvað svosem veldur því þá er þetta hljómsveit sem vex gífurlega við hverja hlustun og eftir smá tíma áttar maður sig á því að þessi hljómsveit jaðrar við fullkomnun. Fullkomin partýhljómsveit.

Rjómadómur

-Halldór


13 stig

#18

Ghostface Killah

Fishscale

Ein heilsteyptasta hip hop plata sem undirritaður hefur heyrt í langan tíma. Lögin eru fjölbreytt, stútfull af sál og fönki og í textunum segir Ghostface okkur sögur úr lífi sínu og það er ýmislegt sem hefur gerst.

Rjómadómur

-Óttar


14 stig

#17

Mates of State

Bring it back

Hjón sem harmónera um eigið samband? Hefði getað orðið ægilega væmið, en í staðinn fáum við plötu sem er, jú sæt, en afar grípandi og umfram allt stórskemmtileg. Ein af betri plötum ársins.

Rjómadómur

Mates of State á Myspace

-Særún


15 stig

#16

Sufjan Stevens

The Avalanche

Hvern hefði grunað að b-hliða plata kæmist á topplista yfir plötur ársins 2006? Sufjan Stevens á tvímælalaust óvæntustu plötu ársins, en b-hliðaplatan The Avanlanche jafnast alveg á við fyrri plötur hans. Án efa krúttlegasta platan í ár.

-Hildur


15 stig

#15

Deftones

Saturday Night Wrist

Deftones halda áfram að ýta rokkinu í nýjar áttir á frábærri plötu. Manni líður eins og þegar White Pony hljómaði í græjunum í fyrsta skipti fyrir meira en sex árum. Skyldueign á betri heimilum, og tryggt að þetta verður ekki spilað á FM957, enda hágæðarokk.

Rjómadómur

Deftones á Myspace

-Sveinn Friðrik


15 stig

#14

Bob Dylan

Modern Times

Bob Dylan gefur út bestu plötu sína til margra ára og því augljóslega meðal bestu platna ársins. Að mínum dómi sú allra besta. Frábær lagahöfundur sem geislar af lífsgleði. Nútími Dylans er ekki síðri en Chaplins.

-Björgvin


16 stig

#13

Yo la Tengo

I Am Not Afraid of You and I Will Beat Your Ass

Nýjasta plata New Jersey sveitarinnar er eins og rússíbanareið í gegnum tónlistar-söguna. Hún hljómar því stundum eins og safnplata og krefst vissulega mikillar þolinmæði af hálfu hlustenda en trúið mér; það er vel þess virði.

-Árni Viðar


16 stig

#12

Neko Case

Fox Confessor Brings The Flood

Neko Case er rauðhærður engill. Hún er sannur sögumaður, semur falleg lög og hefur rödd sem hneppir manni í álög.

Rjómadómur

-Guðmundur


17 stig

#11

The Knife

Silent Shout

Sænska systkinatvíeykið Karin og Olav þróa hljóminn úr útvarpsvænu elektrópoppi yfir í dimmt og drungalegt. Æðisleg plata sem er nauðsynlegt að hlusta á í heild sinni til að finna hversu sterk hún er.

Rjómadómur

The Knife á Myspace

-Ari


18 stig

#10

Red Hot Chili Peppers

Stadium Arcadium

Ég var löngu búinn að afskrifa RHCP. Ég var viss um að þeir hefðu náð hápunktinum með Blood Sugar Sex Magik fyrir mörgum árum síðan. Var ekkert hrifinn af síðust 2 plötum með þeim og því kom það mér skemmtilega á óvart hvað Stadium Arcadium er góð. 28 lög á 2 diskum og kannski ekki nema 4 sem ég er ekki yfir mig hrifinn af. Restin af plötunni er hreinræktað RHCP alveg eins og það á að vera.

Rjómadómur

-Kristinn


20 stig

#9

Justin Timberlake

Future Sex, Love Sounds

Sírópshjúpaði drengurinn okkar hefur breyst í metnaðarfullan dansdjöful sem ætlar sér langt. Með yndisfagra rödd að vopni og bítmeistaranum Timbaland sér til fulltingis hefur félögunum tekist að
búa til plötu ólíkri nokkurri annarri. Future Sex / Love Sounds er samfelld tónlistarveisla sem þróast úr einu bítinu yfir í annað, fær bossann til að dillast og hjartað til að slá.

Justin Timberlake á Myspace

-Alexandra


21 stig

#8

Regina Spektor

Begin To Hope

Regina sendir frá sér frábæra plötu með asnalegu plötukoveri. „Summer in the city“ er í mínum bókum eitt af lögum ársins og önnur lög á plötunni eru bara örlítið síðri. Regina er töffari.

Rjómadómur

Regina Spektor á Myspace

-Björgvin


24 stig

#7

Tool

10.000 days

Það er óhjákvæmilegt að Tool sé á toppi árslista míns ef þeir á annað borð gefa út plötu. Þeir eru einfaldlega að spila í annarri deild en þeirra samtímamenn í tónlist, hvort sem litið er til hljóðfæraleiks eða tónsmíða. Fullt hús.

Rjómadómur

-Sveinn


24 stig

#6

Joanna Newsom

Ys

Joanna er nútímaálfadrottning sem spilar undurfallega á hörpuna sína og segir okkur sögur sem draga má mikinn lærdóm af. Á nýjustu plötunni
hennar Ys eru færri og lengri lög en áður sem gera það að verkum að maður dregst þeim mun dýpra inn í töfraheiminn hennar. Joanna er
einfaldlega of sérstök til að hægt sé að líta framhjá henn

-Alexandra


25 stig

#5

Hot Chip

The Warning

Troðfull plata af fílgúdd og smellum, töktum og æðibunugangi. „Over and Over“ er besta lag ársins og Boy From School er ekki langt þar á eftir. Árið 2006 verður samofið Hot Chip í minningunni.

Rjómadómur

Hot Chip á Myspace

-Ari


28 stig

#4

Incubus

Light Grenades

Incubus eru smátt og smátt að þróast burtu frá fönkinu og ballöðunum yfir í alvöru rokkband. Það kom bersýnilega fram á þeirra síðustu plötu og er ennþá greinilegra hér. Platan hefst á lagi sem, ef Thom Yorke væri að syngja, gæti verið með Radiohead. Það er ekkert “Drive” eða “Wish You Were Here” á þessari plötu og kannski truflar það suma. Plata sem vinnur sífellt á.

Incubus á Myspace

-Kristinn


30 stig

#3

Thom Yorke

The Eraser

Söngvari Radiohead sýnir á sér nýjar hliðar með magnaðri sólóplötu. Thom Yorke fer ótroðnar slóðir á The Eraser og er ekki hræddur við að prófa sig áfram. Þessi plata er meistaraverk. Tvímælalaust ein besta plata ársins – eða jafnvel næstu 10 ára.

Rjómadómur

-Hildur


35 stig

#2

Islands

Return to the Sea

Nick Diamonds sýnir að það er líf eftir The Unicorns og festir sig í sessi sem einn hugmyndaríkasti tónlistarmaður sinnar kynslóðar. Galsinn er allsráðandi og það er stundum lygilegt hvað Islands komast upp með.

Rjómadómur

Islands á Myspace

-Árni Viðar


62 stig

#1

Belle & Sebastian

The Life Pursuit

Ég útnefni Belle & Sebastian hljómsveit ársins eftir magnaða tónleika hér á landi og útgáfu bestu breiðskífu sinnar síðan ‘If You’re Feeling Sinister’. Frábær poppplata frá frábæri hljómsveit sem virtist vera búin að missa það fyrir nokkrum árum.

Rjómadómur

-Árni Viðar