Árslistinn 2011

Nú er árið 2011 að lokum komið og tími til að líta yfir farinn veg. Eins og venjulega þá hafa Rjómverjar tekið saman sínar uppáhaldsplötur frá árinu sem nú er að líða og afraksturinn eru topp 20 íslensku og erlendu plötur ársins.

Rjóminn óskar lesendum sínum nær og fjær farsæls komandi árs með von um að tónlistarárið 2012 verði jafn gjöfult og áhugavert og það sem nú er að líða.

-Rjóminn

 

Topp 20 íslenskar plötur 2011

#20

FM Belfast – Don’t Want to SleepStuðgjafarnir í FM Belfast halda partýinu áfram á plötu númer tvö. Kannski ekki eins smellafull og fyrri skífan en samt af nógu af taka fyrir dansþyrsta Íslendinga.

– Pétur

 

 

#18-19

GusGus – Arabian Horse

 Poppaðasta plata GusGus í billjón ár, en engu að síður tilraunakennd og spennandi. Inniheldur fullt af skeggi, útpæld bassatrommuhljóð, þrjá söngvara og helling af Kaffibarsslögurum.

– Kristján

 

 

#18-19

ADHD – ADHD2

 Nokkrir af fremstu tónlistamönnum landsins kanna mörkin milli djass tónlistar og rokks. Útkoman er vægast sagt yndisleg og með því áheyrilegasta sem boðið hefur verið uppá í þessum geira.

– Egill

 

 

#14-17

Sólstafir – Svartir Sandar

 

 


Tilfinningaríkt pungarokk? Ég héllt að ég myndi aldrei heyra þessi tvö orð saman í einni setningu. Svartir sandar er myrk en melódísk þungarokkskífa (í fornum skilningi orðsins) sem bíður áheyrenda upp í hressilegt, gítardrifið ferðalag. Þetta er besta, og umfram allt aðgengilegasta, plata helstu málmsmiðju Íslendinga.

– Guðmundur

SOLSTAFIR – Fjara

 

 

#14-17

Of Monsters and Men – My Head is an Animal

 

 

Upplífgandi, grípandi og upphefjandi þjóðlagapopp með stóran og alltumliggjandi hljóm. Mögulega næsta stóra meikið? Hver veit?

– Egill

Little Talks by Of Monsters and Men

 

 

#14-17

Lay Low – Brostinn strengur

 

 

Brostin stengur er þroskaðast og besta plata Lay Lowar til þessa. Tónlistarkonan víkur sér að mestu frá köntríi og blús og ef eitthvað er að marka þessa plötu þá hafa stefnunar einfaldlega verið að halda aftur að henni. Lögin er mörg hver vel ort og pródúseringin er til fyrirmyndar. Ekki skemmir fyrir að lögin prýða ljóð eftir íslenskar skáldkonur.

– Guðmundur

Vonin by lovisalaylow

 

 

#14-17

Fist Fokkers – Emilio Estavez

 

 

 


Fyrsta EP-plata pönkdúettsins The Fist Fokkers er skítug, hrá, hávær, fyndin og sjúklega grípandi.

– Kristján

 

 

#11-13

Þórir Georg – Afsakið

 

 

Afsakið er fyrsta plata hins mikilvirka en ekki nærri því nógu mikils virta söngvaskálds Þóris Georgs á íslensku. Tónlistin er berstrípað kassagítarpopp sem tekst á við hráslagaleika hins hversdagslega lífs, en þá list hefur Þórir nánast fullkomnað á þeim fjölmörgu plötum sem hann hefur gefið út undanfarin ár.

– Kristján

 

 

#11-13

Ragga Gröndal – Astrocat Lullaby

 

 Sköpunagleðin og tilraunamennskan er allsráðandi á þessari mögnuðu plötu. Ekki er hægt að komast hjá samlíkingu við meistara Kate Bush en Ragga á þessa plötu engu að síður skuldlaust. Óvæntasta plata ársins.

– Egill

 

 

#11-13

Mugison – Haglél

 

 

Mugison söng sig inn í hjörtu landsmanna með upphafstónum Hagléls. Á plötunni kennir ýmissa grasa, en rólegar og blúsaðar lagasmíðar hafa nú tekið við af tilraunakenndri elektróníkinni sem áður réði ríkjum. Sum lögin taka á reggíkennt flug- en þó eru það viðkvæmu lögin með brothættu sönglínurnar sem gerir Haglél að einni bestu plötu ársins.

– Hildur

 

 

#8-10

Ofvitarnir – Stephen Hawking / Steven Tyler

 

 

 

Lestu mikið, horfðu á költbíómyndir, vertu pönkari, gefðu allt út sjálfur, elskaðu indírokk frá níunda og tíunda áratugnum, ekki drekka, settu rívörb á röddina, vertu svo einlægur að sumir myndu segja að þú sért emó (þér er alveg sama), fílaðu myndasögur, vísaðu í vísindamenn, hafðu alltaf distortion á gítarnum, ekki flækja hlutina, ef þú spilar á bassa vertu þá stelpa, semdu fáránlega grípandi lög. Vertu ofviti.

– Krisján

Ofvitarnir – Time the elevator

 

 

#8-10

Low Roar – Low Roar

 

 

Lágstemmd, ljúfsár og tilfinningaþrungin plata um upphaf, endalok, söknuð og ást lætur engan ósnortinn. Low Roar er nafn sem þið ættuð að leggja á minnið.

-Egill

 

 

#8-10

Helgi Hrafn Jónsson – Big Spring

 

 

Plata sem kemur virkilega á óvart. Tilfinningamikið eðalpopp með klassískum undirtón sem falla ætti ljúft að eyrum hvers einasta tónlistarunnanda.

-Egill

 

 

#7

Jóhann Jóhannsson – The Miners’ Hymns

 

 


Á hljóðskorinu við kvikmynd Bill Morrison The Miners’ Hymn heldur Jóhann Jóhannsson áfram að þróa stíl sinn og byggir nú upp spennu með löturhægum brassútsetningum sem með hæglátum krafti kalla fram himneskan þunga.

– Pétur

 

 

#6

Ben Frost & Daníel Bjarnason – SÓLARIS

 

 

Þemaplata Daníels Bjarnasonar og Ben Frosts byggir á vísindaskáldsögunni Sólaris eftir Stanislav Lem og samin undir kvikmynd Tarkovskys sem byggir einnig á bókinni. Verkið er þó sjálfstæð heild sem að með mínimalísku samspili píanós og strengjahljóðfæra myndar einkar drungalega stemmningu og lætur manni líða eins og einhver óskilgreind ógn liggi bak við nóturnar – líkt og tilfinningin sem einmana geimfari upplifir þegar hann hættir að greina muninn á blekkingu og raunveruleika.

– Kristján

 

 

#5

Nolo – Nology

 

 Nology er frumraun og manifesto tónvísindamannanna í Nolo. Retro orgvélar og skemmtarar halda uppi stemningunni í bland við kæruleysislegan söng og grípandi gítarlínur. Allt mjög unggæðinslegt – og þá jákvæðan hátt. Frumleg og flott plata.

– Guðmundur

 

 

#4

HAM – Svik, harmur og dauði

 

 

Eftir allt of langa bið senda HAM frá sér nýja plötu og afraksturinn er betri en nokkur þorði að vona. HAM eru synir næturinnar og færa hlustendum svik, harm, dauða og margt annað skuggalegt af slíkum þunga sem fáir geta leikið eftir.

– Pétur

 

 

#3

Björk – Biophilia

 

 Á Biophiliu er Björk tilraunakenndari en oft áður, en er jafnframt melódískari en á hinni mistæku Voltu. Platan er ekki sú auðveldasta áheyrnar en verðlaunar hlustendur í sífellu með framsæknri nálgun við popptónlist.

-Pétur

Björk – Crystalline

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

 

#2

Sin Fang – Summer Echoes

 

 


Ókrýndur konungur íslensku indísenunnar sendir hér frá sér enn eitt góðmetið. Summer Echoes er rökrétt framhald plötunnar Clangour og státar af nokkrum af bestu lagasmíðum Sindra frá upphafi.

-Hildur

 

#1 Sóley – We Sink

Á fyrstu breiðskífu Sóleyjar í Seabear er boðið upp á vandað og metnaðarfullt fullorðinspopp. Ljúfsár lögin eru keyrð áfram af strengjum, aðallega píanói, vinalegri röddu Sóleyjar og einkar smekklegum, elektrónískum skreytingum. Útsetningar eru skemmtilegar og oft mikill leikur í þeim. Virkilega góð plata frá ungri og efnilegri tónlistarkonu.

– Guðmundur

 

 

Topp 20 erlendar plötur 2011

#19-21

Timber Timbre – Creep On Creeping On

 

 


Afturganga Roy Orbisons hefur tekið sér bólfestu í líkama Kanadamannsins Taylor Kirk og stjórnar myrkum huga hans og gítarplokkandi fingrum. Hvert einasta lag á Creep On Creeping On er kynngimagnað.

– Kristján

Timber Timbre – Black Water

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

 

#19-21

Noah And The Whale – Last Night On Earth

 

 Innilegt, aðgengilegt og grípandi lúðapopp sem heillar jafnt húsmæður og hipstera. Svo inniheldur platan auðvitað ofursmellinn “L.I.F.E.G.O.E.S.O.N.” sem fáir komust hjá að fá “á heilann”.

– Egill

Noah and the Whale – L.I.F.E.G.O.E.S.O.N.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

 

#19-21

John Maus – We Must Become the Pitiless Censors of Ourselves

 

 

John Maus hefur getið sér gott orð eftir að hafa unnið með Ariel Pink og Animal Collective en á þó sjálfur að baki nokkrar plötur. Sú nýjasta, We Must Become The Pitiless Censors Of Ourselves, á vonandi eftir að breikka aðdáendahóp kappans til muna enda frábær plata sem verðskuldar sannarlega athygli. Bestu lög: “…And the rain”, “Hey Moon” og “Cop Killer”.

– Hildur

John Maus – Believer

 

 

#15-18

Sandro Perri – Impossible Spaces

 

 

Kanadamanninum Sandro Perri (áður þekktur sem Polmo Polpo) tekst á lúmskan hátt að blanda saman tilraunamennsku og pabbatónlist. Hann notar jazzhljóma, pólýryþma, blásturshljóðfæri og elektróník til að búa til marglaga og vinalega dramatískt þjóðlagapopp. Kannski hljómar þetta ekki spennandi, en stundum eru það einmitt hlutirnir sem virka ekki á blaði sem virka fullkomlega í hljómi. Þetta er yndisleg plata. Ég lofa.

– Kristján

 

 

#15-18

Mastodon – The Hunter

 

 

Þeir þurfa nú ekki að gera mikið til að gleðja flösuþeytarann í manni þessir en engu að síður gefa þeir allt í botn og skila af sér enn einu meistaraverknu. Svona á rokk að vera!

– Egill

Curl Of The Burl by mastodonrocks

 

 

#15-18

Fleet Foxes – Helplessness Blues

 

 

Önnur breiðskífa Fleet Foxes veldur alls ekki vonbrigðum. Á þessari plötu er minna köntrí og meira fólk. Lagasmíðarnar eru fjölbreyttari og hljóðheimurinn stærri en á fyrri plötunni. Helplessness Blues gefur fögur fyrirheit um framhaldið og útilokar þann mögulega að Fleet Foxes sé bara einna-plötu-band.

– Guðmundur

Fleet Foxes – Helplessness Blues

 

 

#15-18

Cults – Cults

 

 

Cults er hárprúð hljómsveit. Ég sá sveitina tvisvar á tónleikum á árinu og í seinna skiptið var búið að skipta út stutthærðu aukameðlimunum fyrir gaura með sítt hár. Ég er ekki frá því að sveitin komist í meira stuð eftir því sem meðalhárlengdin eykst. En annars, þá er platan þeirra líka helvíti skemmtileg.

– Pétur

Cults – Abducted

 

 

#11-14

Various Artists – Drive (Original Motion Picture Soundtrack)

 

 

Flott, myrk og örlítið drungaleg raftónlist sem hljómar á köflum eins og ekta 80’s spennu sándtrakk frá Jan Hammer. Hápunkturinn er lagið “A Real Hero”, sem Toronto tvíeikið Electric Youth flytja, en það lag útskýrir að miklu leiti aðal persónu myndarinnar og hvaða persónu hann hafði að geyma.

– Egill

Cliff Martinez – Bride Of Deluxe

 

 

#11-14

Thurston Moore – Demolished Thoughts

 

 

Ólíkt flestu sem Thurston Moore, gítarleikari og söngvari Sonic Youth, hefur snert á áður byggir Demolished Thoughts á lífrænni áferð frekar en rafmögnuðum óhljóðum. Undir styrkri upptökustjórn Becks svífa lögin dreymandi um í tregafullri en tilraunakenndri sjálfsskoðun Moores.

– Kristján

 

 

#11-14

Kurt Vile – Smoke Ring For My Halo

 

 

Kurt Vile er hetja slæpingjanna. Hvað er annað hægt en að reykja sig fullann, drekka sig hásann og stara út í loftið þegar Smoke Ring For My Halo snýst letilega í hringi á 33 snúningum. Fyrst og fremst er platan þó uppfull af frábærum lagasmíðum sem hægt og sígandi taka sér bólfestu í undirmeðvitundinni og sýna á sér ekkert fararsnið.

– Pétur

 

 

#11-14

Fucked Up – David Comes To Life

 

 

Kanadísku pönkararnir í Fucked Up poppa sig upp á David Comes To Life. Platan, sem mætti lýsa sem einskonar rokk-óperu, fjallar um titlpersónuna David of ástarsamband hans við stelpu að nafni Veronica og er útkoman stórskemmtileg. Meira svona, takk!

– Hildur

 

 

#8-10

WU LYF – Go Tell Fire to the Mountain

 

 

WU LYF er eitthvað það ferskasta sem hefur komið út úr bresku rokksenunni lengi vel. Músíkinni væri best lýst eitthvað á þessa leið: Ungur Rod Stewart að öskra úr sér lungnun yfir delay-drekktum gítar, orgvél og orustu trumbum. Sjálfir lýsa þeir tónlistinni sem “heví-poppi”. Svona myndu Sigur Rós sennilega hljóma ef þeir væru á krakki.

– Guðmundur

Wu Lyf – We Bros

 

 

#8-10

Kimya Dawson – Thunder Thighs

 

 

 

Thunder Thighs markar á vissan hátt endurkomu einlægasta lagasmiðs okkar tíma eftir heimsfrægð, barnaplötugerð og barnagerð. Dawson stundar listræna búkhreinsun í besta mögulega skilningi þeirra orða. Persónuleiki Kimyu skín í gegn og mótar tónlistina svo greinilega að það er varla hægt að skilja milli þessara tveggja hluta. Fagurt viðhorf til lífsins, ást og umhyggja, jafnvel þegar staðið er frammi fyrir erfiðleikum, endurspeglast í einfaldri tónlistinni og smitar alla þá sem hlusta. Þetta er tónlist til að bæta heiminn við.

– Kristján

Walk Like Thunder by kimyadawson

 

 

#8-10

Girls – Father, Son, Holy Ghost

 

 

Strákarnir í Girls eru sérfræðingar í stílflökti. Á frumburði þeirra fyrir tveimur árum hoppuðu þeir hnökralaust milli helstu blæbrigða rokksins og Father, Son, Holy Ghost bæta þeir um betur; hræra öllu saman á hugvitsaman hátt og vitna hingað og þangað í tónlistarsöguna svo unun er á að hlíða.

– Pétur

 

 

#6-7

PJ Harvey – Let England Shake

 

 

 

Það er auðvelt að týna sér í nýjustu plötu PJ Harvey, Let England Shake. Hún er ekki popp heldur fíkn (svolítið eins og sígarettur fílar þú hana ekki endilega strax). Rödd og innlifun PJ Harvey, ásamt frábærum drungalegum lagasmíðum, margslungnum ljóðrænum textum og naumhyggjulegum útsetningum gera þessa undurfögru stríðsþemaplötu að þeirri bestu á árinu að mínu mati.

– Kristján

Written On The Forehead by pjharvey

 

 

#6-7

M83 – Hurry Up, We’re Dreaming

 

 

Hurry Up, We’re Dreaming er bæði kandídat í partíplötu ársins sem og státar af ljúfsárum lagasmíðum sem láta engan ósnortinn. “Midnight City” gaf tóninn fyrr á árinu og er að margra spekinga mati besta lag ársins (…þetta saxafónsóló!) á meðan önnur lög sem vert er að minnast á eru t.d. intro plötunnar ásamt Zola Jesus og hið fallega “Wait”.

– Hildur

Midnight City by M83

 

 

#3-5

Youth Lagoon – The Year of Hibernation

 

 

Vorum við ekki komin með nóg af ljúfsáru svefnherbergispoppi? Nei, greinilega ekki! Á The Year of Hibernation blæðir Trevor Powers (aka Youth Lagoon) tilfinningum, sorgum og vonum. Með dreymnu og hráu byrjendaverki stillir Youth Lagoon sér upp sem helstu vonarstjörnum næstu kynslóðar indísins.

– Pétur

Cannons by Youth Lagoon

 

 

#3-5

tUnE-YaRdS – W H O K I L L

 

 

Frumlegasta erlenda plata ársins að mínu mati. Bandið er einnig frábært á sviði eins og glögglega mátti sjá á Iceland Airwaves hátíðinni nú í haust.

– Egill

 

 

#3-5

Destroyer – Kaputt

 

 

Kaputt var víst samin að stórum hluta í byrjun tíunda áratugarins. Og það heyrist greinilega. Á Kaputt framreiðir Destroyer hallærislegt indípopp sem er raunar svo hallærislegt að það fer hringinn. Lögin er einkar melódísk og skemmtileg og útsetningar kalla fram undarlega nostalgíu. Silkimjúk poppplata fyrir kröfuharða.

– Guðmundur

Destroyer – Kaputt

 

 

#2

Battles – Gloss Drop

 

 

Margir höfðu áhyggjur af brottför Tyondai Braxton úr Battles. Það var víst algjör óþarfi að örvænta, því Gloss Drop gefur fyrri verkum Battles ekkert eftir. Hér er á ferðinni sérviskulegt stærðfræðirokk með þó nokkrum poppuðum útúrdúrum. Samverkamenn bandsins, s.s. Matias Aguayo og Kazu Makino, styrkja svo bestu lög plötunnar enn frekar. Án nokkurs efa: besta rokkplata þessa árs.

– Guðmundur

Ice Cream (Featuring Matias Aguayo) by BATTLES

 

 

#1 Bon Iver – Bon Iver

Fólk víða um heim hélt í sér andanum þegar nýju Bon Iver plötunni var skellt á fóninn í fyrsta sinn. Strax í upphafslaginu “Perth” var þó ljóst að engu var að kvíða. Eftir gríðarlega velgengni For Emma, Forever Ago senda Justin Vernon og félagar frá sér grip sem er engu síðri. Einfaldleikinn fær að víkja en ekkert tapast í ferlinu og lagasmíðarnar eru gríðar sterkar út alla plötuna. Og jú – að mati Rjómans er “Beth / Rest” æðislegt lag!

– Hildur

Holocene by boniver