Robin Pecknold færir okkur gjafir

Robin Pecknold, söngvari hljómsveitarinnar Fleet Foxes, er rétt eins og My Morning Jacket í gjafmildu skapi þessa dagana. Á Feisbúkkar-síðu sveitarinnar deildi Robin hlekk á þrjú ný lög sem hann tók nýverið upp í Los Angeles ásamt félaga sínum Noah og Ed Droste úr Grizzly Bear. Lögin eru samtals þrjú, þar af tvö frumsamin en það þriðja er ábreiða. Hérna getið sótt herlegheitin ykkur að kostnaðarlausu og hér að neðan má heyra dúett þeirra Pecknold og Droste. Ekki amalegt það!

Robin Pecknold (feat. Ed Droste) – I’m Losing Myself.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt og gamalt frá My Morning Jacket

Köntrírokkarnir frá Kentucky, My Morning Jacket, tilkynntu útgáfu þeirra sjöttu breiðskífu nýverið. Circuital, eins og platan mun nefnast, lendir í hillum verslanna í snemma í vor. Jibbí! Þar til platan lítur dagsins ljós ætlar sveitin að létta aðdáendum biðina með vikulegu fríkeypis góðgæti. Um er að ræða hljómleikaupptökur með sveitinni sem hægt verður að sækja á heimasíðu MMJ. Þetta mun standa í fimm vikur eða til 12. apríl þegar fyrsta smáskífan af plötunni kemur út.

Hér að neðan má heyra fyrsta lagið í seríunni; “Butch Cassidy” sem upprunalega kom út á Tennessee Fire, fyrstu plötu þeirra félaga. Ætla má að næsta lag tilheyri At Dawn, það þriðja It Still Moves, og svo framveigis.

My Morning Jacket – Butch Cassidy (Live at Terminal 5)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Af Battles

Þó svo að Tyondai Braxton, annar forsprakki stærðfræði-rokksveitarinnar Battles, hafi nýverið sagt skilið við bandið eru þeir ekki dauður úr öllu æðum enn. Sveitin greindi nefnilega frá því á dögunum að ný plata væri í bígerð. Þessi síða fór svo í loftið í dag þar sem Battles gefur upp plötutitilinn, útgáfudag, lagalista og samverkamenn. Platan mun sumsé heita Gloss Drop, inniheldur 12 lög, og líkt og fyrri plötur sveitarinnar þá kemur hún út á vegum Warp-útgáfunnar. Nokkrir góðir gestir ætla að kíkja í heimsókn til Ian Williams & co; væri þar helst að nefna raftónlistarmanninn og frumkvöðulinn Gary Numan og Kazu Makino, söngkonu Blonde Redhead.

Ekki hafa heyrst hljóðdæmi af plötunni enn sem komið er, en Rjóminn mun að sjálfsögðu deila slíku með ykkur um leið og bandið sjálft gefur okkur grænt ljós. Á meðan getið þið kíkt á þessa snilld:

Battles – Hi/Lo (Live)

Ný plata frá TV on the Radio

Brooklyn-rokkararnir óútreiknanlegu í TV on the Radio tilkynntu í gær útgáfudag á sinni fjórðu breiðskífu. Platan mun kom út þann 12. apríl næstkomandi og ber hið hressilega nafn Nine Types of Light. Þrjú ár eru nú liðin síðan hin stórgóða Dear Science kom út, en hún endaði einmitt á Árslista Rjómans það sama ár. Þessari tilkynningu fylgdi svo eitt stykki lag, gripurinn kallast “Will Do” og má heyra hér að neðan.

TV on the Radio – Will Do

Fimmtíu plötur á eiturlyfjum

Einhver mælti þau fleygu orð eitt sinn, að tónlistarmenn á eiturlyjum væru eins og íþróttamenn á sterum. Hvort sú skoðun stenst læt ég liggja á milli hluta en geri mér fyllilega grein fyrir því að ýmislegt sniðugt hefur nú verið brasað á dópi.

En hverju sem því líður, þá tók breska tónritið NME nýverið saman lista yfir 50 dópuðustu plötur sögunnar. Þarna er að finna gallsúr og dópkeyrð ferðalög á borð við Piper at the Gates of Dawn með Pink Floyd, White Light/White Heat með Velvet Underground, Loveless með My Bloody Valentine, Junk Yard með Cave og félögum í The Birthday Party, og fleira og fleira. Listan getið þið skoðað í heild hér.

Að sjálfsögðu er listinn ekki tæmandi og eru raunar fjöldinn allur af titlum sem ég sakna þarna inni. Í fljótu bragði dettur mér í hug plötur eins og Live/Dead með Grateful Dead, Sgt. Pepper’s með Bítlunum, Closer með Joy Division, Boces með Mercury Rev, Druqks með Aphex TwinMerriweather Post Pavilion með Animal Collective.

En hvað segja lesendur – hver er dópaðasta plata sögunnar?

Death From Above kemur aftur saman

Rjóminn greindi frá því nýverið að kanadíska subbu-rokksveitin Death From Above 1979 hefði tekið sig saman í andlitinu og ætlar að leika á eitt gigg á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu. En það er ekki allt og sumt, því í dag tilkynnti bandið endurkomu sína í tónlistarheiminn á heimusíðu sinni. Í tilkynningunni kemur fram að 11 ár séu síðan bandið kom saman fyrst og 5 ár liðin síðan bandið lék síðast á tónleikum. Nú sé hinsvegar kominn tími til að hefja byltingu og spila þungt rokk, eins og þeir orða það. Ekkert kemur þó fram um hvort bandið sé með plötu í bígerð, en maður leyfir sér að vona það enda var fyrsta og eina breiðskífa bandsins, You’re a Woman, I’m a Machine, mikil snilld. Spurning hvað James Murphy hjá DFA segir við þessu?

Death From Above 1979 – Going Steady, Romantic Lights (Live)

Meira af Mugison

Meistari Mugsion stóð við stóru orðin, en í viðtali við Rjómann nýverið lofaði hann brakandi fersku og glænýju lagi á næstu vikum. Smíðin er nú komið á heimasíðu vestfirðingsins sérvitra og má hala því niður án endurgjalds. Við fyrstu hlustun lofar lagið bara skrambi góðu: textinn ortur á hinu ylhlýra, gítarglamrið vel köntrískotið og svei mér þá ef mirstrumentið kíkir ekki í smávegis heimsókn. Lagið nefnir hann “Haglél”, og þú lesandi kær, getur sótt það á þessari slóð ef þú lofar Muga að hann megi senda þér póst annaðslagið. Það verður virkilega spennandi að heyra framhaldið.

Mugison – Haglél

Safnplata til stuðnings Wikileaks

Bandarískur tónlistarmaður að nafni C. J. Boyd er nú í óðaönn að safna lögum á plötu sem komin er út til stuðnings lekasíðunni Wikileaks. Þegar ég segi ‘er að safna … á plötu sem er kominn út,’ þá á ég við að gripurinn er sumsé í sísköpun: hægt og rólega munu lög bættast í hópinn og platan mun gildna. Verkefni kallar C. J. Like Badgers and Birds og er aðgengilegt á netinu – nánar tiltekið hér.

Þess má geta að nýjasta viðbótin á plötunni er frá sænska íslendingnum Mikael Lind en það er lag sem ber titilinn “Iver och hets”. Lagið vann Mikael í samstarfi við Önnu Finnbogadóttur, sellóleikara, en Paul Evans sá um hljóðblöndun.

Ekki er þó vitlaust að benda lesendum á, að fleiri íslenskum böndum er guðvelkomin að taka þátt í verkefninu hafi þau eitthvað nýtt efni fram að færa til stuðnings Wikileaks. Hægt er að hafa samband við C. J. Boyd á emilinn: clintonjboyd(hjá)gmail.com. Eina skilyrði fyrir þátttöku eru að lagið sé áður óútgefið – og tja, áheyrilegt?

Hér að neðan er lag Mikaels og á þessum hlekk má fjárfesta í þeim lögum sem nú hafa safnast á plötuna.

Mikael Lind – Iver och hets

Seefeel snúa aftur

Hin hálf-goðsagnakennda Seefeel lagði upp laupana árið 1997, skömmu eftir að þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar leit dagsins ljós hjá útgáfufélagi Aphex Twin. Það hafa eflaust verið mikil vonbrigði fyrir suma, enda hafði bandið ekki verið að nema í 5 ár eða svo – en engu að síður komið út þremur þrusu breiðskífum af einstaklega áheyrilegu raf-rokki. Það gladdi því undirritaðann sérlega að heyra um endurkomu bandsins árið 2008 og sérstaklega þegar Seefeel fór að lofa nýrri breiðskífu.

Nú styttist óðfluga í að þessi fjórða breiðskífa bretanna líti dagsins ljós, en það mun vera eins og í lok mánaðarins. Platan mun einfaldlega heita Seefeel og kemur út á vegum Warp, rétt eins og önnur plata sveitarinnar gerði. Fyrir skemmstu var fyrsti singúllinn afhjúpaður, “Dead Guitars”, og gefur hann fögur fyrirheit um framhaldið. Eigum við ekki bara að hlýða á?

Seefeel – Dead Guitars

Nýtt frá Explosions

Síðrokksveitin Explosions in the Sky tilkynnti í dag um útkomu sinnar sjöttu breiðskífu. Síðast heyrðist í þeim félögum frá Austin árið 2007 en þá gáfu þeir út plötuna All of a Sudden, I Miss Everyone. Nýja platan mun bera titilinn Take Care, Take Care, Take Care og er væntanleg í lok apríl. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að platan hafi verið tekin upp á búgarði í Texas, að hún innihaldi sex lög og hafi verið gerð í samvinnu við John Congleton. Fyrir þá sem ekki þekkja til hans, þá hefur hann pródúserað bönd á borð við Modest Mouse, Polyphonic Spree, Okkervil River, Bill Callahan og fleiri og fleiri. Hér fyrir neðan má svo sjá “teaser” fyrir þessa væntanlegu plötu, þar sem heyra má einhverskonar hljóðdæmi sem og sjá meðlimi sveitarinnar ýmist rokka eða spila körfubolta af mikilli áfergju.

Take Care, Take Care, Take Care from Explosions in the Sky on Vimeo.

Akústískur J Mascis

Gítargoðið J Mascis, hin gráhærða aðalsprauta Dinosaur Jr., hefur um tíma unnið að nýrri sólóplötu og nú loksins sér fyrir endan á þeirri vinnu. Platan, sem kemur út á vegum Sub Pop, hefur bæði fengið nafn, Several Shades of Why, sem og og útgáfudag, en það mun vera hinn 15. mars. Hér er á ferðinni akústískt fólk-rokk, harla ólíkt þeirri músík sem  Mascis hefur framreitt með böndunum sínum Dino, Sweet Apple og Witch. Þónokkrir nafntogaðir indírokkarar koma við sögu á plötunni, mætti þar nefna Kurt Vile, Sophie Trudeau úr Godspeed, Kevin Drew úr Broken Social Scene og Ben Bridwell úr Band of Horses.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Mascis gefur út sólóstöff en árið 2006 kom út platan J and Friends Sing and Chant for Amma – sú plata var einnig að hluta til akústískt. Og svo hefur hann gefið út tvær plötur undir nafninu J Mascis and the Fog, sem eru raunar líka  sólóplötur þrátt fyrir að My Bloody Valentine-limurinn Kevin Shields komi töluvert við sögu.

Fyrst lagið af Several Shades of Why er komið út, það nefnist “Not Enough” og má heyra hér að neðan. Þess má geta að listamaðurinn Marq Spusta hannar hið stórskemmtilega kover sem fylgir disknum, rétt eins og fyrir síðustu plötu Dinosaur Jr., Farm.

J Mascis – Not Enough.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

J and Friends Sing and Chant for Amma

Enn styttist í Tomboy

Enn heldur tónlistarmaðurinn Panda Bear áfram að ‘tísa’ aðdáendur sína. Undanfarna mánuði hefur hann verið að demba inn einu og einu lagi að væntanlegri plötu sinni – svona nokkurnvegin fyrirvaralaust. Í þetta skiptið er það lagið “Atiba Song” sem heyra má í þessu hjólabrettamyndbandi hér að neðan, sem menn að nafni Jefferson og Evans útbjuggu. Ekki er mér að full ljóst hversvegna kappinn kaus að fara þessa leið, en ég kvarta þó ekki yfir að fá að taka forskot á sæluna. Breiðskífan, sem hlotið hefur nafnið Tomboy, er væntanleg þann 19. apríl og kemur út vegum Paw Tracks.

Hérna getið þið svo heyrt hin lögin þrjú sem Panda Bear hefur lekið á netið.

Panda Bear – Atiba Song

Ducktails þrjú

Nýlega barst mér til eyrna tónlistarprójekt New Jersey-búans Matthews Mondanile. Matthew þessi er betur þekktur sem forsprakki indípopp-grúbbunnar Real Estate sem gerði það einmitt gott á þarsíðasta ári með frumburði sínum og EP-plötu til viðbótar. Þetta verkefni kallar hann Ducktails og hefur verið nokkuð iðinn við að gefa út undir listamannsnafninu undanfarin ár; til að mynda komu út 4 misstórar útgáfur árið 2009. Nýjasta afurð Ducktails er breiðskífan Ducktails III: Arcade Dynamics en hún leit dagsins ljós í byrjun þessa árs og voru það hinir ætíð-nösku Woodsist sem gáfu út. Ducktails framreiðir á þessari plötu vinalegt og dreymandi indípopp sem ég get fullvissað ykkur um að er vel áheyrilegt. Einhver gestagangur er nú á plötunni, Animal Collective-limurinn Panda Bear kemur einmitt við sögu í laginu hér að neðan.

Ducktails – Killin’ the Vibe

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt efni frá Bright Eyes

Bright Eyes-flokkurinn með Conor Oberst í fararbroddi stefnir að útgáfu sinnar tíundu breiðskífu í febrúar á afmælisdegi söngvarans, sem er víst sá fimmtándi. Lagið “Shell Games” verður að finna á plötunni en það var einmitt að lenda glóðvolgt á neti intersins. Eftir hafa hlýtt á smíðina er það ljóst að Conor er að feta í spor fleiri þjóðlagasöngvara sem undanfarið hafa notast æ meira við elektrónísk hljóðfæri en áður, s.s. Iron & Wine á væntanlegri plötu sinni og Sufjan Stevens á Age of Adz. Ætli að þetta sé einhver ný bóla?

Skífa Bright Eyes mun víst bera titilinn The People’s Key og kemur að vanda út á vegum Saddle Creek útgáfunnar. Nokkuð er víst um gestagang á plötunni en eru það aðalega vinir Oberst sem eru þar á ferðinni og spilla margir þeirra í lítt þekktum rokkböndum sem óþarft er að nefna hér.

Bright Eyes – Shell Games

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lög ársins – Guðmundur

Mér þykir hugmyndin um að taka saman lista yfir “lög ársins” í rauninni fremur fáránleg. Hvernig í ósköpunum á að færa rök fyrir því að eitt stakt lag sé endilega betra en eitthvað annað án samhengis eða einhverskonar afmörkunar? Sérstaklega ef þau koma nú úr sitthvorri áttinni, eru sett fram á gjörólíkan hátt eða með ólíkum markmiðum? Þessvegna kýs ég að kalla þennan lista “Upphálds lögin mín frá árinu 2010“. Ég er að tala á persónulegum nótum, gera grein fyrir persónulegri upplifun og hirði lítið um rökfærslur eða argúment. Ég vona bara að þið hafið gaman af – því það er akkúrat tilgangur þessarar færslu.

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Íslenskt:

10. Jónsi – Animal Arithmetic

“Animal Arithmetic” er að mínu mati sterkasta popplag Jónsa á frumburði hans, Go. Samuli, finnski trommarinn knái, fer á kostum í laginu og Jónsi rekur hverja melódíuna á fætur annarri. Textinn er reyndar vandræðalega vondur, en það breytir því ekki að hér er á ferðinni virkilega flott og grípandi lag.

9. Skúli Sverrisson – Her Looking Back

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skúli Sverrisson útbýr dulúðlega stemningu á annarri plötu sinni í Seríunni. “Her looking back” er sú smíð sem hreyf hvað mest við mér. Seyðandi hljóðfæraleikurinn og draumkenndur hljóðheimurinn í bland við grípandi melódíurnar mynda dásamlega fagra heild.

8. Útidúr – Fisherman’s Friend

Fyrsta plata stórsveitarinnar Útidúr inniheldur ansi marga efnilega kandídata, s.s. hina þrælíslensku “Ballöðu” og titillag plötunnar, “This Mess We Made”. “Fisherman’s Friend” stendur þó uppúr – hressandi heilalím framreitt í poppskotnum búningu en þó undir framandi áhrifum. Flutningur að öllu leiti til fyrirmyndar, grípandi og skemmtilegt.

7. Prinspóló – Skærlitað gúmmelaði

Fyrst þegar ég heyrði “Skærlitað gúmmelaði” hélt ég að The Dodos væru að flytja fyrir mig nýtt lag. Þegar prinsinn Svavar fór að syngja varð það þó ljóst að afurðin var alíslensk. Hrár krafturinn og hófstilltur tryllingurinn gera þetta lag að einu því hressasta sem út hefur komið í ár. Prinsinum tekst líka að sýna fram á að það þarf ekkert að vera að flækja hlutina til að smíða skemmtileg lög. Ekkert jukk hér á ferð!

6. Ólöf Arnalds – Crazy Car

Dúett Ólafar með Rassa Prump er afar lágstemdur og fallegur. Rétt eins og lagið hér á undan, þá liggur galdurinn í einfaldleikanum og einlægum fluttningi. Áður en ég vissi af var ég farinn að blístra lagið í strætó án þess að skammast mín og raula það á bókhlöðunni.  Rólegt og rómantískt, í krúttskilningnum þó. Bara gott, gott.

5. Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þessi singúll númer tvö hjá Jónasi og Ritvélunum hans vann á mig með hverri hlustuninni. Þetta er ofboðslega flott og vandað popplag – og svo er textinn svona dásamlega margræður og spennandi. Virkilega vel gert.

4. Sudden Weather Change – The Whaler

Djöfull er Sudden ógeðslega kraftmiklir og flottir í þessu lagi! Þéttur gítarmúrinn kallar fram gæsahúð á völdum köflum og keyrslan fær mann til að hrista höfuðið svolítið duglega. Ég bið ekki um mikið meira en það.

3. Miri – Draugar.

“Draugar” er eina sungna lag plötunnar Okkar og að mínu mati það best heppnaða. Þetta er alveg ekta “allt-í-botn-lag”; Örvar í Múm leiðir okkur í gegnum draumkenndan gítarheim og svo skellur keyrslan á manni af fullum krafti undir lok. Sándið, sem er í höndum Curvers, er algjör bölvuð snilld.

2. Seabear – Cold Summer

Það er langt síðan ég hef heyrt lag sem jafn fallega byggt upp og “Cold Summer”. Það grípur kannski ekki við fyrstu hlustun, en þegar maður er farinn að kannast við sig í þessu nöturlega sumarlagi, þá fara blómin að springa út í allri sinni dýrð.

1. Apparat Organ Quartet – Pólýnesía

Lag ársins á Orgelkvartettinn Apparat. Hér er ýmislegt kunnuglegt á ferð en Apparat er samt enganveginn að endurtaka sig. Aldrei bjóst ég við að heyra þá félaga svona poppaða – en það klæðir þá bara vel!

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Erlent:

10. MGMT – Flash Delerium

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég var lítt hrifinn af Congratulations, nýjustu plötu MGMT. Aftur á móti tók ég ástfóstri við þennan fyrsta singúl bandsins. Þó svo að stíft sé sótt í arf rokksins, þá er eitthvað ofboðslega ferskt og hressandi við þetta lag. Ég meina, hvað er langt síðan þið hafið heyrt blokkflautusóló í índírokklagi? Ætli að það hafi bara ekki verið The Unicorns árið 2003?

9. Avey Tare – Laughing Hieroglyphic

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag Avey Tare er afskaplega ávanabindandi á mjög undarlega hátt. Kannski er það taktsmíðin, eða hljóðgervlarnir, eða sönglínurnar. Eða eitthvað allt annað. Ég er bara ekki viss. En eitt veit ég þó: Avey Tare stendur sig vel einn og óstuddur.

8. Broken Social Scene – World Sick

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Opnunarlag Forgiveness Rock Album er dýrðlegt dæmi um hvernig hægt er að nostra við og skreyta einfalda lagasmíði. Að vanda er pródúsering á bandinu til fyrirmyndar; frumleg og áhugaverð. Þetta lag er glöggt dæmi um sköpurnargleði Broken Social Scene.

7. Vampire Weekend – Diplomat’s Son

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Diplomat’s Son” sameinar aðalsmerki og einkenni Vampire Weekend í einu lagi. Það er glaðlegt en samt pínu angistarfullt, undir greinilegum afro-beat áhrifum en sver sig samt í ætt við amerískt indírokk, melódíur stíga dularfullan dans við hrynjandi og textinn er svo fullkomlega einfaldur og naív. Og þessar taktbreytingar! Þær gera mig alveg vitlausan.

6. Four Tet – Sing

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um “Sing”. Þetta er besta fyrirpartí sem ég hef lent í þetta árið. Það er bara svo einfalt.

5. Beach House – Silver Soul

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dúónum Beach House er að takast að festa sig í sessi sem ein af mínum uppáhalds böndum síðustu ára. Bandið virðist vera ótæmandi brunnur sköpunnar; hver snilldarplatan kemur á fæti annarrar. “Silver Soul” af Teen Dream er tregafullt og fallegt popplag sem ég hreinlega fæ ekki nóg af.

4. LCD Soundsystem – All I Want

Þessi óður James Murphy til David Bowie er hápunktur þriðju plötu LCD Soundsystem. Bandið sækir í fornan popparf og endurvinnur á sinn frumlega máta. Útkoman er dansvænt og áhugavert rafpopp sem flestir ættu að getað tengt eða dillað sér við. Ég vona svo sannarlega að This is Happening sé ekki síðasta plata LCD Soundsystem líkt og lýst var yfir.

3. Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyond Mountains)

Þegar ég heyrði “Sprawl númer tvö” í fyrsta sinn, þá ætlaði ég alveg að vera með stæla út í það. Ég skildi ekki alveg hvað Arcade Fire voru að reyna að áorka með þessu Blondie-lagi sínu. En svo þýddi bara ekkert að vera með stæla: þetta er ógeðslega grípandi og gott popplag!

2. Caribou – Odessa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Sing” er besta fyrirpartí þessa árs en “Odessa” er hinsvegar besta partíið. Caribou klippir og límir saman snilldarlegt stuðmósaík sem auðvelt er að hrífast af. Sömplin eru svöl, bassalínan er feit, taktarnir þéttir og söngur Daniels Snaith er eitthvað svo yndislega ámátlegur.

1. Titus Andronicus – A More Perfect Union

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sko. Fyrst þrumar Abraham Lincoln yfir þér, svo tekur við ný-pönk stemning í anda Against Me!, eftir það ómar eðal gítarrokk að hætti Dinousaur Jr. – svona heldur þessi ófyrirsjáanleg atburðarás endalaust áfram. Hinar og þessar stefnur rokksins eru ýmist endurskapaðar, skopstældar eða afbakaðar í þessu sjö mínútna verki. Titus Andronicus útbýr hér lag sem er allt í senn kraftmikið, grípandi, óþolandi, eitursvalt, melódískt, kaótískt, fyndið, frumlegt, kunnuglegt,  … ég er læt þetta gott heita. Hlustið bara á þessa snilld!

Rjómajól – 21. desember

Rjómajólin verða þjóðlagaskotin í dag. Fyrst heyrum við í Texas-bandinu Okkervil River sem tileikna Otis Redding þetta jólalag sitt. Lagið fékk ég upp í hendurnar á vafri um daginn, og hef raunar ekki hugmynd um af hvaða plötu lagið er tekið af. Það síðara er leikið og samið af fólkrokkurunum í Blitzen Trapper. Lagið nefnist “Christmas is Coming Soon” og er tekið af plötunni I’ll Stay ’til after Christmas þar sem listamenn á borð við Au Revoir Simone, Parenthetical Girls, Au, ásamt fleirum leggja í púkk.

Okkervil River – Listening to Otis Redding at Home During Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blitzen Trapper – Christmas is Coming Soon

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 11. desember

Það eru skosku síðrokkararnir í Mogwai sem blasa við okkur í glugga dagsins. Það verður nú seint sagt að Mogwai sé jólaleg sveit, kannski fyrir utan það að vera nefnd eftir hinni ójólalegu jólamynd Gremlins. Hljómsveitin hefur þó samið eitt jólalag sem nefnist einfaldlega “Christmas Song” og er að finna á þriðju EP-plötu bandsins sem heitir einfaldlega EP. Semsagt, allt frekar beisikk. Eigum við ekki bara að hlýða á?

Mogwai – Christmas Song

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 7. desember

Sjöundi gluggi dagatalsins er tileinkaður New York pönkurunum í Ramones. Um jólaleitið 1987 kom lagið “Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight)” út sem B-hlið á smáskífu. Í dag er lagið raunar orðið þekktara en sjálf A-hliðin. Merkilegt nokk þá nær jólastuðið að skila sér í gegnum einfalt pönkið – sem er bara gott og blessað.

Ég ætla svo að leyfa ábreiðu af laginu að fljóta með. Það er Asobi Seksu, önnur New York sveit, sem breiðir yfir lagið og lukkast það bara bærilega hjá þeim. Bandið gaf smellinn út á sjö tommu árið 2007 á vegum One Little Indian.

Ramones – Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Asobi Seksu – Merry Christmas (I Don’t Want To Fight Tonight).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.