Suðurríkja-ábreiður

Það atvikaðist þannig um daginn að ég rakst á þrjár frábærar ábreiður á lögum sem ég dýrka og dái með nokkra daga millibili. Þetta gerðist alveg fyrir slysni, en öll lögin eiga það sameiginlegt að vera stór skemmtileg og vel köntrískotin. Ábreiðu-öfuguggar hafa eflaust heyrt eitthvað af þessu áður en ég hef ekki verið svo lánsamur fyrr en nú. Því miður náði ég ekki að hafa uppá .mp3 skrám og verðum við því að láta You-Tube duga í þetta sinn.

Fyrsta lagið sem um ræðir er lag The Velvet Underground “Oh Sweet Nuthin” af Loaded sem suðurríkjasveitin My Morning Jacket þekur á hljómleikum.

Númer tvö er Robin nokkur Pecknold, söngvari hljómsveitarinnar Fleet Foxes, að flytja hið klassíska Dylan lag “It Ain’t Me, Babe” í stúdíói hjá BBC.

Og að lokum er það svo “Float On”, lag Modest Mouse, í flutningi bluegrass-sveitar að nafni Iron Horse. Sennilega frumlegasta útsetningin af þessum þremur lögum og til gamans má geta að það er til heil plata af köntrí-ábreiðum tileinkuðum Modest Mouse.

<object width=”425″ height=”344″><param name=”movie” value=”http://www.youtube.com/v/CsnpbldAcsI?fs=1&amp;hl=en_US”></param><param name=”allowFullScreen” value=”true”></param><param name=”allowscriptaccess” value=”always”></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/CsnpbldAcsI?fs=1&amp;hl=en_US” type=”application/x-shockwave-flash” allowscriptaccess=”always” allowfullscreen=”true” width=”425″ height=”344″></embed></object>

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2007, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, við góðar undirtektir gagnrýnenda enda stórkostlega plata þar á ferð. Undanfarið hefur hann svo verið að gera ansi góða hluti á öldum ljósvakans með lagi sínu “Hamingjan er hér”. Eflaust eru margir orðnir þyrstir í að heyra meira en biðin er senn á enda þar sem önnur breiðskífa Jónasar er væntanleg. Platan ber nafnið Allt er eitthvað og kemur í búðir á föstudaginn næstkomandi, 1. október. Jónas hefur þó tekið forskot á sæluna og smellt inn einu lagi af plötunni á netið en það nefnist “Allt er eitthvað”, rétt eins og skífan sjálf. Þið getið hlustað á lagið á heimasíðu Jónasar, nú eða bara hérna fyrir neðan.

Þess má svo geta að Jónas heldur tónleika í Tjarnarbíó, þriðjudaginn 12. október, til að fagna útkomu plötunnar. Ritvélar framtíðarinnar, hið sjö manna band Jónasar, mun að sjálfsögðu leika með honum þar og er því von á góðu grúvi. Tvöþúsund krónur mun kosta inn og fara miðar fljótlega í forsölu á miða.is og í miðasölu Tjarnarbíós. Ég mæli eindregið með að þið takið þennan dag frá.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar – Allt er eitthvað (af Allt er eitthvað).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar – Hamingjan er hér (af Allt er eitthvað).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Belle and Sebastian skrifa um ást

Nú styttist óðfluga í að áttunda breiðskífa skosku indípopparanna í Belle and Sebastian komi út á vegum Rouge Trade. Platan ber nafnið Write About Love og er væntanleg í hillur verslanna 11. október næstkomandi. Upptökustjórinn Tony Hoffer vann að plötunni ásamt bandinu rétt eins og á þeirra síðustu skífu, The Life Pursuit, sem kom út árið 2006. Bandið fær svo til sín fleiri gesti, jazz/popp-söngkonuna Noruh Jones og lítt þekkta breska leikkonu að nafni Carey Mulligan. Fyrsti singúllinn hefur litið dagsins ljós, en það er titillag plötunnar “Write About Love”. Einnig ætla ég að leyfa laginu sem Belle and Sebastian flytja ásamt fröken Jones að fljóta með svona fyrir forvitnis sakir.

Belle and Sebastian – Write About Love.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Belle and Sebastian feat. Norah Jones – Little Lou, Ugly Jack, Prophet John.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vel sýrt myndband frá Grinderman

Nick Cave og félagar hans í pungarokksveitinni Grinderman sendu nýverið frá sér aðra breiðskífu sína sem ber hið látlausa nafn “2“. Tónlistinni verður þó seint lýst sem látlausri og það sama má raunar segja um myndbandið við lagið “Heathen Child”. Þar má meðal annars sjá meðlimi Grinderman íklædda forn-grískum hermannabrynjum að skjóta leysigeislum með augunum, nakinn kvenmann í baði og Nick Cave í gervi indverska guðsins Krishna. Sjón er sögu ríkari, en fyrst verður þú víst að logga þig inn á You-Tube.

Svolítil raftónlist á föstudegi

Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Markus Popp og þýsku félögum hans í Oval síðan einhverntíman í byrjun síðasta áratugs. Þögnin hefur þó loksins verið rofin með útkomu sjöundu breiðskífu bandsins, O, sem kom út nú á dögunum. Greinilegt er að Oval er að fara í gegnum endurnýjun lífdaga sinna í takt við nýjan áratug en þó er mínímalískur og tilraunakenndur hljóðheimurinn enn til staðar. Eigum við ekki bara að hlusta?

Oval – Ah (af O).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fyrir skemmstu barst mér til eyrna raftónlist Kaliforníu-búans Will Wiesenfelds, eða Baths eins og hann kýs að kalla sig. Tónlistinni mætti lýsa sem mósaíkverki unnið úr hip-hop-töktum, sömplum, draumkenndum hljóðgervlum og dísætum söng á vel völdum köflum. Minnir ef til vill svolítið á þá bresku Bibio og Four Tet. Anticon gaf út Frumburð Baths í byrjun júlí en gripurinn nefnist Cerulean.

Baths – Hall (af Cerulean)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dúettinn The Books sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu nú í lok sumar eftir rúmlega fimm ára bið. Fyrir þá sem ekki þekkja til bandsins, þá ætla ég mér ekki einu sinni að reyna að lýsa tónlistinni. Ég get þó svo sannarlega mælt með að þið kynnið ykkur nýju skífuna, The Way Out, sem og hina frábæru Lost and Safe frá árinu 2005.

The Books – Chain of Missing Links (af The Way Out)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Books – Be Good to Them Always (af Lost and Safe)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gagnvirk Arcade Fire

Kanadísku indíhetjurnar í Arcade Fire sitja ekki auðum höndum þessa dagana. Bandið á fullt í fangi með að fylgja eftir sinni stórgóðu The Suburbs, fyrst í Bandaríkjunum og Kanada, en svo á meginlandi Evrópu og Bretlandi. Nú dögunum leit svo dagsins ljós gangvirk kvikmynd, eða tónlistarmyndband öllu heldur, við lagið ‘We Used to Wait’. Myndin, sem ber nafnið The Wilderness Downtown, er hægt að horfa á hér. Notendur verða þó að hafa Google Chrome vafrarann uppsettann á tölvunni til að geta notið myndar og hljóðs.

Tristram

Líkt og Rjóminn greindi frá ætlar breski tónlistarmaðurinn Tristram að heimsækja landið og halda tónleika á Sódómu á laugardaginn næstkomandi í boði OkiDoki. Tristram gaf nýverið út sína fyrstu plötu, EP-ið Someone Told Me A Poem, við góðar undirtektir. Tristram framreiðir angurvært og þjóðlagaskotið indí-popp og hefur kappanum gjarnan verið líkt við tónlistarmenn á borð við Nick Drake og Conor Oberst. Er ekki bara málið að taka forskot á sæluna og heyra nokkur tóndæmi?

Tristram – Someone Told Me A Poem (af Someone Told Me A Poem EP)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tristram – Me and James Dead (af Someone Told Me A Poem EP)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tónleikarnir hefjast kl.21.00, miðaverð er litlar 1000 krónur og 18 ára aldurstakmark er inn á tónleikana. Ásamt Tristram leika íslensku böndin Rökkurró, Miri og Nolo.

Smá stærðfræði

Ég tók saman nokkur hressandi hljóðdæmi frá böndum sem eiga það eitt sameiginlegt að þvæla saman einhversskonar stærðfræðirokki og elektróník með vel þokkalega áheyrilegri útkomu. Sumt er nýútkominð en annað væntanlegt. Já, enn kemur fyrir að ferskir vindar gusti um póstrokk-heiminn . . .

The Redneck Manifesto er ekki frá suðurríkjunum líkt og ætla mætti heldur frá Dyflinni á Írlandi. Í mars kom út þriðja breiðskífa Íranna, Friendship, og er alveg óhætt að mæla með þeim grip. Platan er full af dásamlegu gítarrúnki, tíðum kaflaskiptum og elektrónískum skreytingum.

The Redneck Manifesto – Black Apple (af Friendship)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kanadamennirnir í Holy Fuck hafa hlotið mikið fyrir lof sitt einkar dansvæna rokk en önnur breiðskífa bandsins, LP, sem kom út 2007 var einn af óvæntustu glaðningum þess árs. Um miðjan maí lítur svo þriðja breiðskífa bandins dagsins ljós og nefnist sú Latin.

Holy Fuck – Latin America (af Latin)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þó svo að þýska sveitin To Rococo Rot hneigist nú fremur í átt að raftónlist en rokki má hún alveg fljóta með. Tríóinn gaf nýverið út sína níundu breiðskífu sem nefnist Speculation. Bandið hefur starfað í nærri tvo áratugi og reis frægðarsól bandsins eflaust hæst árið 1999 við útkomu The Amateur View – albúm sem að mínu mati er skildueign í öllum góðum plötusöfnum.

To Rococo Rot – Horses (af Speculation)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nú í byrjun apríl kom út á vegum Warp útgáfunnar frumburður Portland sveitarinnar Nice Nice en platan er nefnist Extra Wow. Nice Nice-liðar hafa nú reyndar spilað saman í rúman áratug ekkert hefur þó verið fest á plasti fyrr en nú. Extra Wow tók þrjú ár í vinnslu, samkvæmt meðlimum hljómsveitarinnar, og er uppskera þessarar vinnu vel áþreyfanleg. Flott og frammúrstefnulega plata hér á ferð!

Nice Nice – Nien (af Extra Wow)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fanfarlo í Bræðslunni

Hið sænsk/breska indípopp band Fanfarlo hefur staðfest komu sína á Bræðsluna 2010. Bandið gaf út frumburð sinn í fyrra, plötuna Reservoir, sem fékk fína dóma hjá gangrýnendum og endaði m.a. í 6.-8. sæti á Árslista Rjómans. Hljómsveitin komst svo raunar í fréttirnar hér á landi, ekki fyrir tónlist sína heldur sökum þess að stúlkan Sigurrós (sem bandið er nefnt eftir) prýðir plötukoverið.

Bræðslan er nú haldin í fimmta árið í röð á Borgarfirði Eystri. Undanfarin ár hafa listamenn á borð við Belle and Sebastian, Emílíönu Torrini og Damien Rice troðið þar upp. Hátíðin verður haldin í lok júlí í gamalli fiskibræðslunni í þessum fagra firði austur á landi. Þess má geta að forsvaramönnum hátíðarinnar var afhent Eyrarrósin snemma á þessu ári.

Auk Fanfarlo, hafa Dikta, KK & Ellen og 200.000 Naglbítar staðfest komu sína þetta árið.

Fanfarlo – Luna

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fanfarlo – Fire Escape

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fullar stelpur á LCD

Stuðboltarnir í LCD Soundsystem, með hinn miðaldra James Murphy í forsvari, eru á síðustu metrunum með sína þriðju breiðskífu. Plötunni hefur ekki verið gefið nafn en þó hefur skífan fengið útgáfudaginn 17. maí. Murphy hefur lýst því yfir að þetta verði besta en jafnframt síðast plata LCD Soundsytem – sumsé, bæði góðar og slæmar fréttir. Fyrsta lagið af þessir ónefndu plötu hefur nú ratað inn á netið og nefnist ”Drunk Girls”.

Hvað segir þið – er þetta það besta sem hefur heyrst frá LCD?

LCD Soundsystem – Drunk Girls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég ætla að leyfa einu lagi James Murphy að fljóta með. Það er tekið úr sándtrakki sem Murphy samdi við myndina Greenberg eftir leikstjórann Noah Baumbach. Platan kom út í mars og í bland við lög Murphys eru slagarar eftir The Sonics, Duran Duran, Albert Hammond og Nite Jewel.

James Murphy – Oh You (Christmas Blues)

Meira nýtt frá Broken Social Scene

Já, það styttist í Rokk-plötu fyrirgefningarinnar. Eins og Rjóminn greindi frá, þá gefur súpergrúbban Broken Social Scene út sína fjórðu breiðskífu í byrjun maí. Á plötunni verður víst mikið um gestagang, og m.a. kíkir John McEntire úr Tortoise í heimsókn.

Það er ekki langt síðan BSS sleppti tauminum af “World Sick”, einu lagi af væntanlegri plötunni. Nú hafa kanadabúarnir svo bætt inn tveimur lögum af nýju plötunni á heimasíðu sína. Þau eru skírð “All to All” og “Forced to Love”. Þetta kyndir svo sannarlega í áþreigufullri eftirvæntingunni . . .

Woodsist

Plötur hins öfga lo-fi, indí útgáfufélags Woodsist nutu töluverða vinsælda á meðal tónspekúlanta á síðastu tveimur árum. Mætti þar helst nefna Wavves, Kurt Vile og Real Estate. Þetta árið er Woodsist með þónokkrar plötur í bígerð en spenntastur er ég fyrir væntalegri breiðskífu Woods og frumburði sveitarinnar White Fence.

Woods, eigendur Woodsist, gáfu út frábæra plötu í fyrra, Songs of Shame, sem endaði á ansi mörgum árslistum 2009 – og þar á meðal  í 18. – 21. sæti á árslista Rjómans. Nýja skífan mun bera nafnið At Echo Lake og kemur út í maí. Af eina hljóðdæminu sem lekið hefur af plötunni má heyra að Woods eru að feta sama slóða og á síðustu plötu: sérstaklega sérviskuleg blanda af kántrímúsík og lo-fi indírokki.

Woods – I Was Gone (af At Echo Lake)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Woods – Military Madness (af Songs og Shame)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Fence er hugarfóstur Tims nokkurs Presley og er bandið gert út frá San Francisco. Á ferð sinni flækist White Fence um hinar og þessar períódur tónlistarsögunnar: heimsækir Syd Barret-tímabil Pink Floyd, bresku pönksenuna, bandarískt sýrurokki frá sjöunda áratuginum og þýska klámmynda tónlist – svo eitthvað sé nefnt. Platan mun bera sama nafn og bandið sjálft og kemur út í apríl.

White Fence – The Love Between (af White Fence)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Fence – Destroy Everything (af White Fence)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bob gefa okkur plötu

Hin alíslenska skógláps-rokksveit Bob hefur ákveðið að gefa tónþyrstum hina stórgóðu frumraun sína á síðunni Jamendo.com – alveg frítt! Platan ber nafnið dodbobqoqpop og kom út eftir langa bið árið 2006. Fátt annað að segja en: nýtið ykkur tækifærið, sækið plötuna hérna, styrkið Bob og njótið vel og lengi.

Bob -Behold or Be Old

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rómantískur Jim

Jim James, forsprakki My Morning Jacket, hélt á Valentínusardag afar rómantíska tónleika í heimbæ sínum, Louisville. Þar lék hann ný lög í bland við gömul og spilaði nokkrar ábreiður (t.d. Buddy Holly) – allt í órafmögnuðum útgáfum. Fæstir voru nú svo heppnir að fá tækifæri til að hlýða á kappann þetta kvöldið en einhver snillingur hafði fyrir því að taka tónleikana upp og setja þá inn á netið. Hægt er að hlusta á tónleikana í heild hérna í þokkalega góðum gæðum. Afar notalegt í vetrar stemningunni sem nú ríkir á íslandi.

Jim James – Bermunda Highway (acoustic & live)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jim James – It Beats 4 U (acoustic & live)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það besta árin 2000-2009?

spoonph2Í desember gerði vefsíðan Metacritic upp fyrsta áratug þessarar aldar í nokkrum ansi skemmtilegum topplistum. Þar kemur meðal annars fram að strákarnir okkar í Sigur Rós eru 2. besta hljómsveit áratugarins samkvæmt gangrýnendum. Þeir fylgja á eftir amerísku indírokkurunum í Spoon sem hljóta þar af leiðandi titilinn ‘Besta sveit áratugarins’. Bronsið hreppir svo Super Furry Animals. Þar að auki eru teknir saman listar yfir bestu listamennina eftir tónlistastefnum. Til að mynda er Outkast valin besta hiphop-bandið, Four Tet besti raftónlistarmaðurinn og Bob Dylan besti ‘singer-songwriter’.

smilebrianwilsonEinnig er farið út í stök verk og hreppir Brian Wilson titilinn ‘Besta plata áratugarins’ fyrir Smile. Besti frumburður tónlistamans þykir vera Boy In Da Corner eftir Dizzee Rascal. Elephant eftir White Stripes þykir besta indí-plata þessara 10 ára og Stankonia þeirra Outkast-liða sú besta í flokki hiphops.

Einna áhugaverðastur þykir mér þó listinn yfir þá tónlistamenn sem dala hvað mest með árunum. The Dandy Warhols trjóna þar á toppnum, Badly Drawn Boy lendir í fjórða sæti og The Strokes í því fimmta. Ég get nú alveg verið sammála þessu: öll þrjú böndin eiga frábæra skífu árin 2000 og 2001 en svo versna plöturnar bara og versna.

Fyrir áhugasama þá má sjá listann í heild hérna.

Jájájá

jajajajajÁ Lexington-klúbbnum í Lundúnum hafur verið haldin mánaðarleg tónleikaveisla sem ber nafnið Jajaja. Tónleikaröðin einblínir á upprennandi, norræna tónlistarmenn sem ýmsir stórfiskar í bresku tónlistarpressunni fá til þess að spila. Fjögur íslensk nöfn hafa nú þegar tekið þátt en það eru Sudden Weather Change, Kira Kira, Bloodgroup og Leaves. Jajaja-liðar hafa svo sett inn viðtöl og tónleikaupptökur á YouTube-rás sína til að gefa þeim sem ekki komast smjörþefinn af herlegheitunum. Sjáum hvað þau hafa að segja:

Jajaja #2 : Kira Kira, I Was a King, TV Off.

Jajaja #2 : Bloodgroup, Sofia Talvik, Harry’s Gym.

Jajaja #3 : Leaves, Sudden Weather Change, Simon Say No.

Af Animal Collective

2r5uqypSýrupopparnir í Animal Collective frumsýndu á Sundance kvikmyndahátíðinni verkið ODDSAC. ODDSAC er sumsé sjónræn plata, eins og fjórmenningarnir orða það, og hefur verið í vinnslu í um fjögur ár. Danny nokkur Perez sér um myndefnið en hann hefur áður leikstýrt nokkrum myndböndum fyrir bandið. Hljóðrásinni úr myndinni hefur verið leikið á netið og getur undirritaður staðfest að um er að ræða vel súrt og sækadelískt ferðalag. Við íslendingar fáum nú sennilea ekki tækifæri til að sjá myndina (eða réttara sagt plötuna) á hvítu tjaldi en stefnt er að DVD-útgáfu í júní.

Stikla fyrir ODDSAC

Laginu hér að neðan verð ég svo að skjóta að. Það er tekið á nýútkominni breiðskífu hins þýska Pantha du Prince. Platan heitir Black Noise og kom út á vegum Rough Trade í dag, 8. febrúar. Það er þó ekki frásögu færandi nema fyrir það að hér mætir Animal Collective-meðlimurinn Panda Bear og leikur gestahlutverk.

Pantha du Prince feat. Panda Bear – Stick to My Side

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Miri endurhljóðblandaðir

6771_111629377898_111626857898_2139930_7844759_nAustfirski rokk-kvarettinn Miri vinnur nú hörðum höndum að fyrstu breiðskífu sinni sem væntanleg er á vegum Kimi Records í apríl. Til að stytta tónþyrstum íslendingum biðana ætla þeir að gefa út remix-skífu. Á henni má heyra marga af uppáhalds íslenskum tónlistamönnum hljómsveitarinnar endurhljóðblanda lögin þeirra. Platan verður fáanlega á miðnætti þann 7. febrúar á heimasíðu Kimi Records og kostar heilar 0 kr.

Rjóminn mælir svo auðvitað með að fólk skelli sér á Karamba á laugardagskvöldið 6. febrúar til þess að fagna útgáfunni með Miri-mönnum og pródúsernum þeirra, Curver. Rétt eins og platan þá verður aðgangur fríkeypis.