Undir áhrifum – Helgi Mortal Kombat

 

helgimortal1

Helgi Mortal Kombat er listamannsnafn Helga Kristjánssonar. Hann hefur gefið út tónlist undir merkjum Bluesanct og TimTimTonTrager og sjálfur gaf hann út skífuna “Chocolate milk star dust” árið 2012, sem nú er uppseld, en má hlaða niður frítt hér.

“Ég er að spila yfir leitt svona rafmagnað noise í anda Black Dice og Bordoms og kannski líka Masona, Merzbow og stundum Bugskull.” segir Helgi um tónlist sína, en hann hefur verið mestmegnis búsettur erlendis seinustu árin og iðinn við að koma fram bæði í Lettlandi og Þýskalandi, meðal annars Rote Flora í Hamborg (sem nú er illu heilli verið að loka), og líka á noise festivölum í Leipzig.

“Ég byrjaði fyrst að spila opinberlega 2010 og þá voru það oftast svona meira hljóðgjörningar og meira drone og ambiant. Var þá mestmegnis með heimatilbúin circuitbenduð hljóðfæri og leikföng (er núna mest megnis að vinna með samplera, lúppu effecta, pitchbender og margt fleira í bland við það sem ég byrjaði að nota).”

Helgi er einnig meðlimur í sveitinni Spy Kids 3d, en það er þriggja manna pönk band sem spilar tónlist í ætt við The 3d´s, Get up Kids, Homostubits, Dinosaur jr. og Trumans Water. Með honum í þeirri sveit eru Fannar Karlsson á trommur, sem einnig er í Ofvitunum, og Hallvarð Guðbrandsson úr hljómsveitinni Elwis á bassa. Þeir gáfu út kassettu árið 2012 og önnur er á leiðinni.

Hann skorar svo á Þóri Georg að segja frá sínum áhrifavöldum næst.

Black Sabbath – Planet Caravan

Ég hlustði mikið á Black Sabbath sem unglingur og þetta lag hefur alltaf setið mjög í mér. Man þegar ég heyrði það fyrst fannst mér það vera með því furðulegasta sem ég hafði heyrt. Ég hef sennilega verið svona 14 eða 15.

Trumans Water – Strat-as-fear

Benni Karate (eða Benson is fantastic) benti mér á þessa hljómsveit eitt skiptið þegar ég var að leita mér að disk í Smekkleysu. Ég held hún hafi breytt lífi mínu til þess betra og haft mikil áhrif að því hvernig ég geri tónlist án þess að ég geri mér jafnvel grein fyrir því. Ég viss ekki að post punk gæti verið svona tilraunakennt og óreglulegt. Benni hefur líka endalaust breytt lífi minu til þess betra, bæði með Karate og bara sjálfur.

Sun City Girls – Radar 1941

Jólin 2003 held ég fékk ég í jólagjöf dagbók Kurt Cobain. Ég var bara unglingur og Nirvana var nokkurnvegin það eina sem ég hlustaði á (og kannski pixies) og var því himinlifandi að sjá að bókin er stútt full af listum yfir hans uppáhald hljómsveitir og plötur og listar yfir mix tape sem hann var að gera og svona. Þar kynntist ég Black Sabbath, The Stoogies, Sonic Youth, Kleenex, Dinosaur jr, My Bloody Valentine og The Frogs og mörgu fleira. Ég var ekki alveg farinn að fatta internetið á þessum tíma þannig að ég fór oft á tíðum með bókina með mér í Smekkleysu og Geisladiskabúð Valda. Flest á þessum listum var samt ekkert til.

MF DOOM – Beef Rap

Það eru alltaf furðulegustu hljóðin og svölustu lúppurnar í hipp hopp tónlist. Sama hversu mikið tónlist breytist með tímanum þá er oftast hægt að treysta á rapp tónlist eða allavegana á MF Doom, hann er bestur. Sérstaklega þegar hann var í KMD. Lúppan úr þessu lagi er úr gömlum spider-man þáttum sem gerir það líka enn betra fyrir vikið.

Black Dice – Snarly Yow

Ég varð eiginlega að hafa eitt lag með Black Dice á listanum því ég held að ég sé svo auðheyranlega undir áhrifum frá þeim. Áður fyrr gerði ég meira drone og svona industrial noise eins og Whitehouse.

BANDCAMP

Undir áhrifum – Steinunn Eldflaug – dj. flugvél og geimskip

dj_2

Steinunn Eldflaug hefur sannarlega komið eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf. Hún er í allavegana þremur hljómsveitum og rekur auk þess útgáfuna Eldflaug Records þar sem allar útgáfur eru á einhvern hátt tileinkaðar geimferðum.

dj. flugvél og geimskip var að gefa út geisladisk 19. október síðastliðinn, sem ber heitið GLAMÚR Í GEIMNUM. Þar er að finna fjöruga raftónlist sem var öll tekin upp á fullu tungli. Steinunn er bara ein í hljómsveitinni dj. flugvél og geimskip og býr til alla tónlistina sjálf, spilar , syngur og tekur upp. Lögin fjalla um furður alheimsins og óravíddir geimsins. Næstu tónleikar hennar verða 12. desember á Dillon ásamt Sushi Sub,  Dick Vegas og Kælunni Miklu.

Skelkur í bringu er að vinna að nýrri plötu og munu spila á áramótatónleikum á nýarsnótt á Dillona – líklega ásamt Muck og Mammút. Skelkur í bringu er rokkhljómsveit og spilar hrátt pcycadelik rokk pönk noise. Sveitin spilar 28. desember á Gauknum með Grísalappalísu, Muck og Pink Street Boys, og er einnig bókuð á Eistnaflugi næsta ár sem og á nýrri tónlistarhátíð sem heitir Norðanpaunk 2014.

SPARKLE POISON er furðuhljómsveit skipuð Steinunni og Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur. SPARKLE POISONE er ekki bara tónlistar-hljómsveit heldur líka vídjó-hljómsveit, galdra-hljómsveit og ýmislegt fleira, og engir tvennir tónleikar eru eins og engin tvö lög hvort öðru lík. Þær eru núna að vinna að kvikmynd sem verður sýnd í Bíó Paradís þegar hún er tilbúin, og hafa gefið út kassettu í Berlín hjá Steak Au Zoo records.

“Svo er ég að reyna að hafa samband við Lady Gaga til að hita upp fyrir hana í geimnum 2015 – því framtíðarplön dj. flugvél og geimskip eru tónleikar í geimnum – að sjálfsögðu” bætir Steinunn við kokhraust.

Þessi stórhuga stúlka skilaði af sér 6 lögum í stað 5, en það virðist vera í samræmi við annað sem hún tekur sér fyrir hendur, hún gengur alltaf skrefinu lengra. Og hver skyldi hún skora á næst? Lesið til enda og það kemur allt í ljós!

The Prodigy – Out Of Space

Þetta lag er svakalega hressandi! og vídjóið kemur mér alltaf í gott skap, gaman að sjá Prodigy gaurana þegar þeir eru ennþá litlir. Ég heyrði Prodigy fyrst þegar ég var 11 ára hjá Pétri frænda mínum. Hann bjó í Englandi og kom með tónlist til íslands til að hlusta á á sumrin. Prodigy var fyrsta tónlistin sem ég eignaðist á geisladisk. Þetta lag er líka um geiminn sem er gott því ég elska geiminn. Max Romeo lagið er líka skemmtilegt en það er ekki með svona frábærum danstakti. Vildi að þetta lag væri endalaust (flest lögin sem mér finnast skemmtileg eiga það sameiginlegt)

Joe Meek – I Hear A New World

Ég heyrði þetta lag fyrst þegar ég var í tjaldferðalagi með pabba mínum og Katrínu systur minni. Við komum í Mjóafjörð um miðja nótt niður af þoku-heiði. Við vorum stödd í öðrum heimi, það var myrkur og logn og ekkert heyrðist nema þessi tónlist sem pabbi spilaði úr ghetto-blaster.
Það var enginn þarna annar, og stjörnubjartur himin yfir okkur. Mér fannst við vera ein í allt of stórum heimi.
Síðan þá hefur þetta verið ein af uppáhalds tónlistinni minni. Angurvær, framandi og einmanaleg. Tónlist sem í fyrstu virðist glaðleg en ef maður hlustar betur rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds.
I Hear a New World er ein uppáhalds platan mín. Nafnið á henni segir líka allt sem segja þarf um tónlist. Það er hægt að heyra aðra heima.
Það er margt sem er engin leið að nálgast eða upplifa nema í gegnum tónlist. Allt sem ekki verður lýst eða skilið með öðrum hætti.

Nino Rota – O Venezia, Venaga, Venusia

Þegar ég var lítil bað ég mömmu og pabba oft að setja á þessa plötu. Fyrir mér var þetta álfa-músík. Hún hlaut að vera frá öðrum heimi. Þegar ég hlustaði á hana fór ég þangað; eitthvert lengst lengst í burtu – og geri enn. Stemningin í þessari tónlist er ólýsanleg. Öll hljóðin eru mjúk dáleiðandi og þyngri en andrúmsloftið í kringum þau. Í þessu lagi er líka spilað á eitt uppáhalds hljóðfærið mitt, gler-harmonikku (veit ekki alveg hvað það heitir á íslensku) sem á ensku er stundum kallað crystallophone.

Til að útskýra kenningar Einsteins er oft sýnd mynd af neti – þar sem tími og rúm eða tímatúm sveigjist niður í miðjunni, ég held að þessi tónlist geri það þegar hún er spiluð. Þessi tónlist er því mjög góður farskjóti um aðra heima.

2NE1 – I am the Best

Þetta lag er uppáhalds popp-lagið mitt. Ég væri mjög til í að ná þessari stemningu í mína tónlist sem dj. flugvél og geimskip. Flottur danstaktur og óvægin bassalína – svona á þetta að vera. Svo eru þessar gellur líka í cool fötum með gadda og halda á mjúkum dýrum og allt glansar og lýsir. Mér finnst þetta myndband, lag og hljómsveit til fyrirmyndar. þægileg bassatromma, einfalt og töff.
Svo fær líka gervi-fiðla að vera með í lokin og spila austræna laglínu. Ég er mjög hrifin af gervihljóðfærum og finnst mér það fullkomna lagið.

Guitar Wolf – Summer Time Blues

Þetta lag er reyndar eftir Eddie Cochran en þetta var fjörugasta vídjóið sem ég fann. Það voru nokkur önnur vídjó sem mig langaði að velja, m.a. eitt þar sem eldur kemur útúr míkrófóninum hjá Guitarwolf (VÓ! YEAH!) en þau voru í svo litlum gæðum að ég valdi þetta. Það sést líka vel í þessu vídjói hvað er brjálað stuð á tónleikunum þeirra! Guitarwolf (svo eru líka drumwolf og basswolf en upprunalegi basswolf dó 2005) hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds hljómsveitum. Þeir eru sannir rokkarar.

Guitarwolf er líka mjög cool. Hann sagði þetta í viðtali: “I always, I like, I need noise. Because we are no skill. Our skill is no good. No technique. We need…Basic rock and roll is: Number one is looks; Number two is guts, tension; Number three is action; Maybe four, five nothing; Six is skill, technique.”

Þetta eru mjög góðar leiðbeiningar sem ég hef haft í hávegum í öllum hljómsveitum sem ég er í: dj. flugvél og geimskip, Skelk í bringu og SPARKLE POISON – og líka í öllu öðru sem ég geri.

Dum Maro Dum – Asha Bhosle – R.D. Burman (lagið endar á mín 2:29)

Asha Bhosle er uppáhalds söngkonan mín og Rahul Dev Burman er einn uppáhalds tónlistarmaðurinn minn eða tónskáld öllu heldur. Hann samdi tónlist við mjög margar Hindi myndir (Indverskar myndir, flestar framleiddar í Bombay og flokkast unir Bollywood myndir) og Asha Bhosle (konan hans) söng flest lögin sem han samdi. Hún og systir hannar Lata Magneskar sungu í yfir 1000 myndum hvor!

Pabbi R.D. Burman er S.D. Burman. Hann samdi líka tónlist við bollywood myndir og tónistin hans er ekki síður frábær og stórkostleg.

Mamma og pabbi áttu tónlist úr Bollywood myndum á geisladiskum sem ég hlustaði mikið á þegar ég var yngri og geri enn. Bollywood tónlist hefur haft mikil áhrif á mig og ég söng oft með þegar ég hlustaði á hana – ég lærði sem sagt að syngja meðal annars með því að hlusta á bollywood tónlist.

Tónlistin í Bollywood myndum, sérstaklega 60´s og 70´s finnst mér stórkostleg. Það eru mjög flóknir dansvænir taktar og oft margir trommarar. Svo eru líka djúpar trommur sem sem ég veit ekki hvað heita sem láta beinin titra. Það eru oft mjög skemmtilegar bakraddir og kórar og einhver alveg brjáluð dans-stemning og spilagleði sem ég haf gaman af. Hraðir flóknir taktar, mjúkur bylgjandi bassi og háar skrautraddir – þegar ég hlusta á þessa tónlist langar mig aldrey að hún hætti.

Þetta vídjó er bara eitt af mörgum sem ég elska, ég vissi ekkert hvaða lag ég átti að velja en það var svog gott partý þarna að ég valdi þetta.

Takk fyrir mig – ég vona að þið sem lesið þetta hafið gaman af þessum lögum og ég skora á Helga Mortal Kombat að kynna 5 lög næst sem honum finnast skemmtileg!

 

GOGOYOKO | FACEBOOK | YOUTUBE

Undir áhrifum – Þórir Bogason (Just Another Snake Cult)

thorir3

Þórir Bogason í hljómsveitinni Just Another Snake Cult tók áskorun Jóns Lorange og listar hér upp fimm mikilvæg lög í sínu lífi. Hljómsveitin var auk þess einmitt að gefa út glænýjan sjóðheitan disk í seinustu viku, sem ber heitið Cupid makes a fool of me. Skífuna má hlusta á hérna, og versla í flestum plötubúðum. Og það verður að segjast að hún hljómar bara skrambi vel! Best er náttúrulega að versla beint frá bandinu og má setja sig í samband við þau Þóri og Helgu í gegnum facebook síðu sveitarinnar.

En við skulum skoða hvaða tónlist heldur Þóri gangandi. Hann bjó lengst af í Bandaríkjunum og skrifar pistilinn á ensku sér til hægðarauka. Þórir skorar svo á Steinunni Harðadóttur í hljómsveitinni DJ Flugvél og Geimskip að taka slaginn næst.

It was hard to limit to five, but I kept it to what I thought was most interesting and relevant to our latest album.  Honorable mentions:  Abba, Angelo Badalamenti, Arthur Russell, Belle and Sebastian, Caribou, Charles Manson, Cryptacize, David Bowie, Dexys Midnight Runners, Brian Eno, Broadcast, Grimes, Elliott Smith, François de Roubaix, Joe Meek, Leonard Cohen, Michael Andrews, múm, Of Montreal (especially Satanic Panic and Sunlandic Twins), Paavoharju, R Stevie Moore, Tame Impala, Timber Timbre, The Beach Boys, and first couple albums from The Shins.

Magnetic Fields – All The Umbrellas In London

The Magnetic Fields is one of the first “indie” bands I discovered as a teenager, and, they were probably ingrained into my subconscious long before that as a kid watching The Adventures of Pete and Pete. Essentially, it’s the project of songwriter Stephen Merrit, who makes experimental home recordings of these really poignant and concise pop songs. The production is decidedly lo-fi, but beautiful and highly creative. The lyrics are witty and often heart-breaking. Throughout the years their songs become more and more varied, dabbling in everything from synth-pop to shoegaze to acoustic folk. I recommend everything they did through 2004.  Holiday (1994) is a good starting point. They really set the path for me musically — if not directly stylistically, in methodology, and in showing me how beautiful and moving exploring territory outside-of-the-box can be.

James Rabbit – Coast to Coast

The biggest influences in my life have been from my friends. One of those is Tyler Martin who since 1997 has been home recording pop albums under the name James Rabbit. To date he’s recorded more than 60 full-length albums. I’d say every other album is a work of genius (and other people pick the albums I don’t). His pop compositions are often ridiculously catchy yet highly intricate and ambitious. We often nerded over home recording together, and I played in the band over the span of a couple albums. During that time I grew tremendously as a musician, took in a lot about song structure and arrangement. Friends like Tyler (James Rabbit), Rachel Fannan, John (Goodbye the Band)–just to name a few–also serve as a sobering reminder that people don’t get what they deserve in the music world. They can work hard for years and years and never get a drop of recognition despite their incredible talents.

OMD – The New Stone Age

Orchestral Manoeuvres in the Dark started by cranking out a couple catchy early synthpop albums. These were followed by their best two albums, “Architecture and Morality” and “Dazzle Ships,” which feature a compelling synthesis between avant garde electronic music and catchy-as-hell pop.  They go back and forth from abrasive to ambient, discordant to lulling. These contrasts create an amazing mood.

Yoko Ono – Looking Over From My Hotel Window

I actually haven’t listened to any other Yoko Ono album than Approximately Infinite Universe, but it is fantastic. I like how the melodies seem like they’re elongated when she has something more to say — it’s musical, yet follows the flow of spoken language, which is something I like to play with as well. She has a great voice, great attitude.  Very expressive.

The Space Lady – Strawberry Fields

The Space Lady is a street musician who has been performing for decades.  Because her husband dodged the Vietnam draft, they had to find some way to get by under the radar, and so she took to street performing.  As you can see, she dons a viking helmet, plays a casio through a phasing effect, and sings mostly 60s psychedelic pop songs with a delightfully spacey vocal delay. With such simple tools she has created some of the nicest sounds I’ve heard in a long time.  
FACEBOOK | HEIMASÍÐA | BANDCAMP

 

 

 

 

Pönk og ska frá Bretalandi á Gauknum – The Activators og Kill Pretty

acti

Laugardaginn 26. október blása ensku hljómsveitirnar The Activators og Kill Pretty til tónleika á Gamla Gauknum við Tryggvagötu. Íslensku sveitirnar Caterpillarmen, Fivebellies og Dýrðin koma einnig fram.

The Activators er tíu manna sveit sem spilar einslags bræðing af ska,  reggae, pönki og þjóðlagatónlist. Textar sveitarinnar eru pólitískir og  tekið er á hinum ýmsu samtímamálum. Tónleikar Activators eru ávallt  bráðskemmtilegir, afar fjörugir og alltaf má reikna með einhverju óvæntu og spennandi.

Kill Pretty hefur vakið töluverða athygli í Manchester senunni að  undanförnu. Sveitin spilar hrátt pönkað rokk og er óhætt að segja að  tónleikar hennar séu einstök upplifun. Kill Pretty hefur nýlokið vinnu  við næstu plötu sína sem kemur út snemma árs 2014.

Caterpillarmen er tónlistaráhugamönnum að góðu kunn. Sveitin vinnur að útgáfu nýs  efnis og reikna má með að tónleikagestir fái að heyra eitthvað af því.  Fivebellies spila ábreiður, mestmegnis frá pönktímabilinu en annað fær  stundum að fljóta með. Dýrðin leikur svo dísætt nördapopp eins og þeim er einum lagið.

Það er Lesbian Lighthouse samsteypan sem stendur fyrir komu ensku sveitanna, rétt eins og þegar  The Activators komu hingað til tónleikahalds fyrir tveimur árum. Helsta  markmið samsteypunnar er að berjast gegn meginstraumum og bjóða  tónlistaráhugafólki upp á eitthvað dásamlegt og öðruvísi af jaðrinum.  Vonast er til að hægt verði að halda fleiri skemmtilega viðburði áður en langt um líður.

Tónleikarnir á Gauknum hefjast upp úr kl. 22 og standa fram eftir nóttu. Aðgangseyrir er kr. 1500.

kill

Undir áhrifum – Jón Lorange (Nolo)

nolo2

Áfram halda vonarstjörnur íslenskrar tónlistar að fræða lesendur um áhrifavaldana í tónlistarlífi sínu. Í seinustu viku skoraði Sindri Eldon á Jón Gabríel Lorange úr hljómsveitinni Nolo að draga nokkur lög upp úr kistunni. Nolo er á fullu að vinna að nýrri plötu og munu spila talsvert á Iceland Airwaves, m.a. á Harlem á miðvikudeginum 30. okt. kl. 23:20 og í Listasafninu á laugardeginum 2. nóv. kl. 20:00. Svo verður fjöldinn allur af utan-venue tónleikum líka.

Jón skorar svo á Þóri í hljómsveitinni Just another Snake Cult!

 

The Beatles – Strawberry Fields Forever

Ég vissi að ég vildi hafa eithvað eitt bítlalag á þessum lista því þeir hafa haft ómælanleg áhrif á mig. Sérstaklega John Lennon. Þetta lag fær mig alltaf til að gráta. Slide-Gítarinn í viðlaginu gerir eiginlega lagið að mínu mati. Hann er eithvað svo minimalískur en samt svo áhrifamikill. Það heyrist best í þessari útgáfu af laginu.

Dirty Projectors – About to die

Ég hafði ekkert hlustað á þessa hljómsveit fyrr en ég sá þau á Airwaves í fyrra í Listasafninu. Það voru eftirminnilegustu tónleikar sem ég hef farið á. Ég hef eiginlega ekki hætt að hlusta á þau síðan. Ég valdi þetta lag því það er mitt uppáhalds með þeim. Það besta við þetta lag er þegar bassinn kemur inn á 0:30 og 1:00. Hann er eithvað svo sexy og sleipur.

Daniel Johnston – Honey I sure miss you

Daniel Johnston er bara frábær. Hann fær mig til þess að gráta jafn mikið og John Lennon. Ég mæli með kvikmyndinni The Devil and Daniel Johnston.

Chopin – Nocturne op. 9 no. 1 in B flat minor (Rubinstein)

Þetta lag er eitt það fallegasta sem ég hef heyrt. Gott að hlusta á það og horfa út um gluggann með kaffibolla og gleyma öllu.

Brian Eno – An Ending (Ascent)

Brian Eno er minn mesti áhrifavaldur þessa dagana. Ég fyllist alltaf af einhverri dularfullri tilfinningu að hlusta á ambient plöturnar hans. Ég set þetta lag því það er stutt og svo ótrúlega fallegt. Annars mæli ég sérstaklega með plötunni Thursday Afternoon.

Nolo á Facebook

Undir áhrifum – Sindri Eldon

sindri1

Undir áhrifum liðurinn hefur verið í dvala undanfarið, en snýr nú aftur fílefldur. Sú nýbreytni verður á þessu að hver sá sem skrifar pistilinn í það og það skiptið, mun geta skorað á annan tónlistamann að skrifa þann næsta. Í dag fengum við hinn smáa en knáa Sindra Eldon til að opinbera áhrifavalda sína en hljómsveitin hans, Sindri Eldon and the The Ways, hefur verið iðin við að spila undanfarið, og getið sér gott orð fyrir hressilega tónleika þar sem gítarrokk a la Weezer leikur stórt hlutverk. Þeir eru í óða önn að taka upp plötu og munu koma fram allavegana fimm sinnum á komandi Airwaves hátíð, fjórum sinnum utan-venue. Við mælum með að kíkja á tónleika hjá þeim, þeir eru bara þrír í bandinu en spila með orku og hávaða á við tíu. Eða fimm allavegana.

Sindri skorar svo á Jón Gabríel Lorange úr hljómsveitinni Nolo að taka næsta pistil.

Placebo – Slave to the Wage

Kannski ekki lag sem ég hlusta á á hverjum degi þessa dagana, en er óneitanlega partur af mér. Ég fattaði aldrei þegar ég var unglingur hversu geðveikur textasmiður Brian Molko er! Annars elska ég alla þessa plötu, og sérstaklega lög eins og þetta, þar sem að angurvær texti blandast við sykursætar melódíur til að skapa þennan ‘bittersweet’ fílíng sem er bara besti fílíngurinn í rokki. “Sick and tired of Maggie’s farm / she’s a bitch with broken arms…” geri aðrir betur. Svo er það líka þessi stóri catchy krókur í viðlaginu, “It’s a race, a race for rats to die” sem kenndi mér kraftinn í einfeldni. Placebo voru aldrei mikið í því að flækja málin, og það hefur hjálpað þeim að eldast vel í gegnum árin.

Jeff Buckley – Yard of Blonde Girls

Þetta eru eiginlega allt lög sem ég hlustaði mikið á þegar ég var unglingur, og þetta er engin undantekning. Þetta er eiginlega enn þann dag í dag uppáhalds Buckley lagið mitt by far (hef aldrei verið mikill Buckley maður), og svo er þetta víst ekkert eftir hann. Ég reyndi að komast að því hver ætti það, og það hefur enn ekki skilað neinum niðurstöðum utan nafnsins Inger Lorre, sem enginn virðist vita hver er. Alla vegana, ég elska laid-back fílinginn í trommunum og gítarnum, og hverning sándið skapar svona grand og mikinn hávaða án þess í rauninni að gera nokkurn skapaðan hlut. Töff stöff.

Deftones – Damone

Ég hef alltaf verið mikill Deftones maður, og þetta lag á sér spes stað í mínu hjarta. Það er eitthvað mjög pure við kraftinn í þeim þegar þeir detta í svona skömmustulausar emo-pælingar. Svo þegar ég reyndi að detta eitthvað almennilega í emo seinna meir, fann ég í rauninni ekkert sem gat toppað þetta power. Fokking röddin hans Chino og þessi þvílíki veggur af gítarsándi sem Terry Date býr til eru svakaleg… ég fæ gæsahúð enn þann dag í dag, örugglega svona 12-13 árum eftir að ég heyrði lagið fyrst.

Marilyn Manson – Tourniquet

A, já, svo er það Manson. Einhvern tímann var ég að útsetja lag, þú veist, ákveða hvert millikaflinn færi og hvernig gítar ætti að vera í öðru erindinu og svona, og fattaði að ég læri eiginlega öll mín útsetningartrix á að hlusta á Manson. Enn og aftur er það líka bittersweet fílíngurinn að koma sterkur inn í þessu lagi, og bam, þú hefur lag sem hefur tekið mjög stóran þátt í að móta mig tónlistarlega. Þetta bend í lead gítarnum var líka mikilvæg lexía fyrir sjálflærðan gítarleikara.

Olga Guðrún – Ryksugan Á Fullu

Ég held að leið mín í lífinu hafi verið ákveðin nokkuð snemma. Þetta var alltaf by far uppáhalds lagið mitt á þessari margblessaðri plötu: glaðlega poppað og einfalt rokklag með óskömmustulega hressum gítar og catchy bridgum. Ef ég hefði eitthvað að segja um það, myndu öll mín lög hljóma eins og Ryksugan Á Fullu.

 

Facebook | Utan-venue á Airwaves | Soundcloud

 

Tónleikar 15 – 19. maí

16. maí

Dillon – Daniel’s Acoustic Introspection – F
Volta – Murrk, Óregla – voltareykjavik.is
Íslenski Rokkbarinn – Aunt Peg, Distort City, Mojo Boutique, The Royal Slaves – F

17. maí

Dillon – BeeBee and the Bluebirds – F
Faktory – Babies, Boogie Trouble, Daniel Higgs (US), Just Another Snake Cult – F og F
Gaukurinn – Saktmóðigur, Norn, In the Company of Men, Pungsig – F
Bar 11 – Jón Þór, Knife Fights – F (Cancelled)

18. maí

Gaukurinn – Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Ultra Mega Technobandið Stefán – F
Dillon – Azoic – F
Faktory – Sísí Ey, Oculus, Kid Mistik, Sean Danke – faktory.is

19. maí

Volta – Retrobot, The Big Band Theory – voltareykjavik.is

Tónleikar framundan 7. maí – 12. maí

7. maí

Faktorý – Witch Mountain (US), Plastic Gods, Tundra – faktory.is

8. maí

Gamli Gaukurinn – Mosi Frændi, Hellvar, Skelkur í Bringu, Fræbbblarnir, Saktmóðigur – F
Volta – Ojba Rasta, Mammút, Geimfarar – voltareykjavik.is

9. maí

Loft Hostel (Bankastræti 7) – Útidúr – F

10. maí

Faktorý – Dikta, Friðrik Dór – F
Íslenski Rokkbarinn – Nirvana Tribute – F
Gamli Gaukurinn – Guns n’ Roses heiðurstónleikar – F
Dillon – Texas Muffin – F

11. maí

Faktorý – FM Belfast, Vök – F
Græni Hatturinn Akureyri – Guns n’ Roses heiðurstónleikar – F
Dillon – Langi Seli og Skuggarnir – F

12. maí

Tónleikar framundan 29. apríl – 5. maí.

Bætum inn í þetta eftir því sem upplýsingar berast.

29. apríl

Faktorý – Sóley – Frítt – F

30. apríl

Harpa – Ólafur Arnalds útgáfutónleikar – 3200 kr – midi.is

1. maí

Volta – Moses Hightower, Nini Wilson – 1500 kr. – F

2. maí

Austurbær – Sólstafir, Dimma – 2900 kr – midi.is

3. maí

Dillon – Pink Street Boys, Foma, Lord Pussywhip – Frítt – F
Íslenski Rokkbarinn – Riffrildi, Pungsig – Frítt – F
Faktorý – Sónn, Klaus – Frítt – F

4. maí

Volta – Oyama, Muck, The Heavy Experience, Boogie Trouble – 1000 kr – F
Dillon – Kontinuum – Frítt – F
Íslenski Rokkbarinn – Langi Seli & Skuggarnir, Blackbird – 1000 kr – F
Gamli Gaukurinn – Brain Police, Alchemia, Why not Jack – 1500 kr – F

Tónleikar framundan 17-21 apríl

Fyllum út í þetta eftir því sem upplýsingar berast …

Miðvikudagur 17. apríl

Stúdentakjallarinn – Gogoyoko / Mammút – Frítt – F
Íslenski Rokkbarinn hfj – Opnunarhátíð Ísl. Rokkbarsins / Gunnbjörn & Jakob, Brendan, Munro, Gímaldin, Hek, María Einarsdóttir, Guðjón Heiðar – Frítt – F

Fimmtudagur 18. apríl

Dillon – Audio Nation – Frítt – F
Gaukur á Stöng – Trust the Lies, In the Company of Men, Wistaria, Auðn – F
Cafe Meskí – Thin Jim – F
Íslenski Rokkbarinn hfj – Opnunarhátíð Ísl. Rokkbarsins / Pungsig, Norn, Sindri Eldon and the Ways, The Wicked Strangers, Elín Helena, Fræbbblarnir – Frítt – F

Föstudagur 19. apríl

Íslenski Rokkbarinn hfj – Opnunarhátíð Ísl. Rokkbarsins / Weird Illusions, Auðn, In the Company of Men, Why not Jack, Axeorder, Trust the Lies, Wistaria – Frítt – F
Dillon – Ste McCabe (UK), Klikk – Frítt – F

Laugardagur 20. apríl

Cafe Haiti – Jussanam Quartet – 2000 kr – F
Volta – Plastic Gods, The Heavy Experience, Tundra, Godchilla – 1000 kr – voltareykjavik.is
Íslenski Rokkbarinn hfj – Opnunarhátíð Ísl. Rokkbarsins / Siggi Lauf, Urban Lumber, Rekkverk, Sushi Submarine, Morgan Kane, Morning after Youth, Alchemia, Noise – Frítt – F

Ábendingar eru vel þegnar á netfangið rjominn (hjá) rjominn.is eða gegnum facebook síðu Rjómans.

For english speaking the setup of this list is as follows:

Venue – Event / Artists – Cost – Link

Tónleikar framundan 10-14 apríl

Miðvikudagur 10. apríl

Rósenberg – Dusty Miller – 1000 kr – F

Fimmtudagur 11. apríl

Volta – Grísalappalísa, Oyama, Nolo – 1000 kr – F
Íslenski Rokkbarinn – Casio Fatso, Treisí, We Met In Amsterdam – Frítt – F
Kex Hostel – Gogoyoko Wireless / Borko – 1500 kr – midi.is / F
Rósenberg – Gálan útgáfutónleikar – F
Þjóðmenningarhúsið – Ólöf Arnaldsd – mbl.is
Faktorý – Snorri Helgason, Pétur Ben, Mr. Silla – 1000 kr – faktory.is
Gaukur á Stöng – Pearl Jam acoustic tribute #2 – 1500 kr. – F
Bar 11 – Kjurr, Moonwork – Frítt – F

Föstudagur 12. apríl

Volta – Leaves, Monototwn, Stafrænn Hákon – 1500 kr – voltareykjavik.is
Harpa – Undiraldan / Vök og Berglind Ágústsdóttir – Frítt – F
Faktorý – Styrktartónleikar Regnbogabarna / FM Belfast, Prins Póló, Úlfur Úlfur, Kjurr, Vök – 1500 kr  – faktory.is
Íslenski Rokkbarinn – Eflum Íslenskt Tónlistarlíf kvöld  #2 / In the Company of Men, Pungsig, Jötunmóð, Dynfari, Blood Feud – Frítt – F
Dillon – Indigó – Frítt – F

Laugardagur 13. apríl

Bar 11 – Rokkfest 2013 / Mammút, Casio Fatso, Japanese Supershift and the Future Band, Sindri Eldon and the Ways, Dorian Gray, Treisí – Frítt – F
Gaukur á Stöng – Kontinuum, Momentum, We Made God – 1500 kr – F
Lucky Records – In-store gig / Muck, In the Company of Men, Klikk – Frítt – F
Dillon – Knife Fights, Spy Kids 3d – Frítt – F
Rósenberg – Kristján Hrannar, Þoka, Smári Tarfur – 1500 kr – F

 

Ábendingar eru vel þegnar á netfangið rjominn (hjá) rjominn.is eða gegnum facebook síðu Rjómans.

For english speaking the setup of this list is as follows:

Venue – Event / Artists – Cost – Link

Ljósmynd tengd þessum pósti á forsíðu tók starfsmaður Rjómans á tónleikum Jóns Þórs á Bar 11 síðastliðinn laugardag.

 

Tónleikar framundan 3-7 apríl

Miðvikudagur 3. apríl

Rósenberg – Dætrasynir – 1500 kr. – F
KEX Hostel – Grúska Babúska útgáfutónleikar, Mikael Lind – 1500 kr. – F

Fimmtudagur 4. apríl

Paddy’s Keflavík – Paddy’s Forever 1. kvöld – Oddur, Hellvar, Tommygun Preachers, Valdimar – Frítt – F
Faktorý – Agent Fresco, Kiriyama Family – 1500 kr – F
Volta – Legend, Muck, Japam – 1000 kr – voltareykjavik.is
Dillon – Kjurr, In The Company Of Men – F
Kex Hostel – Grísalappalísa – F

Föstudagur 5. apríl

Paddy’s Keflavík – Paddy’s Forever 2. kvöld – Æla, Koja, Klaus, Tokyo Megaplex – Frítt – F
Íslenski Rokkbarinn – Noise, Alchemia, At Breakpoint – 1000 kr – F
Faktorý – Babies, Beatless – 1000 kr. – faktory.is
Dillon – Dorian Gray – Frítt – F
Bar 11 – Dimma – Frítt – F

Laugardagur 6. apríl

Paddy’s Keflavík  – Paddy’s Forever 3. kvöld – Killer Bunny, Medúsa, Mystery Boy and The Mistery BoyBand, The Big Bang Theory – Frítt – F
Faktorý – Mammút, Ojba Rasta, Oyama, Samaris – 1500 kr. – faktory.is
Dillon – Contalgen Funeral – Frítt – F
Harpa – Wacken Metal Battle – Skálmöld, In the Company of Men, Moldun, Abacination, Azoic, Ophidian I, Blood Feud – 3500 kr. – midi.is
Bar 11 – Jón Þór – Frítt – F

 

Vinsamlegast skrifið athugasemd við færsluna ef þið viljið láta okkur vita af tónleikum sem vantar hér inn.

 

 

Tónleikar framundan 27-30 mars.

27. mars – Dillon- Brain Police – Frítt – F
27. mars – Faktorý – Jónas Sigurðsson, Prins Póló, Sin Fang, Borko – 2000 kr. – Midi.is
27. mars – Gaukur á Stöng – Eflum íslenskt tónlistarlíf! – NOISE, Morgan Kane, Sushi Submarine, Morning after Youth, Casio Fatso, The Wicked Stranger – F
28. mars – Gaukur á Stöng – Styrktartónleikar Páls Sverrissonar, Sniglabandið – F
28. mars – Volta – Stephen Steinbrink (US), Snorri Helgason, Just another Snake Cult – 500 – F
28. mars – DESIBEL kvöld á Dillon – World Narcosis, Skelkur í Bringu – Frítt –  F
29. mars – Gaukur á Stöng – Fell Voices & Ash Borer (US), Azoic, NYIÞ – F
30 mars – Gaukur á Stöng – Cosmic Call, Jón Þór, Waveland – F
30. mars – Dillon – Biggi í Maus og hljómsveit – F

Sendið okkur línu í athugasemdakerfinu ef eitthvað vantar hér inn.

Tónleikar framundan 20-24. mars

Tónleikadagskrá helgarinnar er að lænast upp eins og sagt er á góðri íslensku. Eins og áður viljum við gjarnan fá ábendingar um fleiri tónleika. Tenglar á nánari upplýsingar fylgja með ef við á, en í stað þess að skrifa hundrað sinnum “Facebook” þá er Facebook tengill hér eftir auðkenndur með “F”.

21. mars – Rósenberg – Hymnalaya, Júlíus Meyvant – 1500 kr. – F
21. mars – Faktorý – Kjurr, Camp Keighley – Frítt – F
21. mars – Dillon – Vintage Caravan – Frítt – F
21. mars – Bar 11 – For Colourblind People – F
22. mars – Dillon – Dusty Miller – Frítt – F
22. mars – Faktorý – Biggi Hilmars (úr Ampop) – 1500 kr. – F
22. mars – Bar 11 – Fears (UK) – Frítt – F
22. mars – Grapevine Grassroots – Hemmi og Valdi – F
22. mars – Íslenski Rokkbarinn hfj – Weird Illusions, Biggi Trúbador, Rekkverk, Audio Nation – Frítt – F
22. mars – Stúdentakjallarinn – Boogie Trouble, 1860, Kanilsnældur – Frítt – F
23. mars – Stúdentakjallarinn – Oyama, Nolo – Frítt – F
23. mars – Bar 11 – Rockabillyband Reykjavíkur
23. mars – Harpa – Með kærri kveðju til Kulusuk – Frítt – DV
23. mars – Gaukur á Stöng – Fears (UK), Bloodgroup, Lára Rúnars – 1500 – F
23. mars – Dillon – Boogie Trouble – Frítt – F
23. mars – Faktorý – Ojba Rasta – 1000 kr. – F
24. mars – Tjarnarbíó – Nóra útgáfutónleikar, Jara – 1900 kr –  F

Undir áhrifum – Heiða Eiríks

heida copy

Heiða Eiríks, ef einhver vissi það ekki, er forsprakki hljómsveitarinnar Hellvar ásamt unnusta sínum Elvari. Þó þekkja kannski einhverjir Heiðu sem “Heiðu í Unun” þótt langt sé um liðið síðan Unun var og hét. Hellvar átti að mati undirritaðs eina af betri plötum ársins 2011, Stop that Noise, og er líka með eindæmum öflugt tónleikaband. Gítarhávaðinn sem þau framleiddu seinast þegar ég sá þau, á Gauknum fyrir tveimur vikum, var slíkur að hárið fauk nærri af tónleikagestum, enda fjórir gítarar í gangi í einu, hver að keppast um að yfirgnæfa hina. Heiða varð við ósk okkar um að tefla fram nokkrum áhrifavöldum sínum í þessum (ó)reglulega pistli okkar á Rjómanum.

Ég þurfti að beita ómannlegum styrk til að fá listann niður í 5 lög, og endaði á að velja lög sem mér fannst ólíklegast að einhver þekkti, af þeim lögum/listamönnum sem hafa á einhverjum tímapunkti haft áhrif á mig. Þar af leiðandi er ekkert lag með Bítlunum á listanum, og ekkert heldur með Bowie, Neil Young, Cure, Led Zeppelin, Sonic Youth, My bloody Valentine eða Human League. Svo útilokaði ég íslensk lög til að stytta enn fremur, og þá reyndist ég samt með svona tíu lög. Að lokum er listinn því þessi fimm lög og vonandi þekkiði fá þeirra.

 The Aryan Aquarians- My secret gardener

The Aryan Aquarians var flipp-próject og samstarfsverkefni David Tibet úr Current 93 og Hilmars Arnar Hilmarssonar. Sex laga platan „The Aryan Aquarians –meet their Waterloo“  er illfáanleg og David Tibet hefur opinberlega beðist afsökunar á henni, en þetta lag er samt alveg svakalega heillandi. Heyrði það á kasettu hjá vini mínum, „it blew me away“ eins og maður segir á góðri íslensku. Ekki til á youtube, en grooveshark kemur sterkt inn, þar er platan reyndar flokkuð sem Current 93, sem hún er ekki.

Johnny Thunders – Hurt me

Johnny Thunders var í hljómsveitunum The New York Dolls og The Heartbreakers, en hann lést 38 ára gamall árið 1991. Johnny gerði órafmögnuðu plötuna „Hurt me“ árið 1983  og nokkrum árum síðar var þáttur á Rás 2 sem ég tók upp á kassettu. Í þættinum var platan látin ganga í heild sinni en kynningin var búin þegar ég byrjaði að hlusta, svo ég vissi ekki hvað þetta var en hlustaði mikið á upptökuna. Það var mikil gleði þegar ég fann hvað þetta var, fjöldamörgum árum síðar. Hér er titillagið, en platan er öll stórfengleg. Hrár gítarleikurinn hafði ótrúlega sterk áhrif á mig, og lagið er frábært.

Cocteau Twins – hvaða lag sem er af plötunni Garlands

Ég elska fyrstu plötu skosku sveitarinnar Cocteau Twins frá 1982, og ég þreytist ekki á því að segja frá því hvað söngkonan Elizabeth Fraser er mikill snillingur. Ég átti Garlands á kasettu en virðist hafa týnt henni bara núna í síðustu flutningum, og sakna hennar. Vona að hún sé í kassanum sem er niðri í geymslu. Mig hefur langað til að vera í trommuheilahljómsveit síðan ég heyrði þessa plötu. Ef ég neyðist til að velja eitt lag af henni þá tek ég „But I‘m not“ sem er bæði stysta lagið á plötunni og með geðveiku afturábak-reverbi á röddinni. Ég gat varla valið lag sko, önnur sem börðust um að komast að voru: Wax and Wane, Shallow than Halo, og Garlands.

Beach Boys – Sail on, sailor

Já, það þekkja allir Beach Boys, en það virðast ekki allir þekkja þetta lag, sem er að finna á plötunni „Holland“ frá 1973. Pabbi átti live-plötu með Beach Boys þar sem þeir tóku alla slagarana, California Girls og Surfin‘ USA og allt það en ég var alltaf lang-hrifnust af þessu lagi. Það er smá svona Billy Joel-fílingur í því (er mikill Billy Joel-aðdáandi) og sándið er bara svo hlýtt og notalegt seventís, útsetningin löðrandi í smáatriðum eins og til dæmis bakröddum sem búa til nýja fleti á laglínunni og gítarlínum sem hvirflast um allt. Lang-besta lag Beach Boys, af bestu plötu þeirra.

Mrs. Miller – Downtown

Þessi útgáfa af laginu „Downtown“ sem Petula Clark gerði vinsælt, er besta skammdegisþunglyndislyf í heimi, og ég hef notað það óspart til að minna mig á að það á að vera gaman, alltaf. Maður má ekki selja sér þá hugmynd að vera fastur í einhverju leiðinlegu. Textinn við lagið er auðvitað snilld, en Mrs. Miller bætir við frelsinu til að vera maður sjálfur. Andrew vinur minn tók þetta upp á kasettu fyrir mig og sendi ég honum hér með þakklætiskveðjur, því lagið er einn af mínum stærstu áhrifavöldum, kannski ekki í söng, en í viðhorfi til hlutanna.

Tónleikar næstu daga

Allt að gerast. Látið okkur vita í athugasemdum ef þið vitið um fleiri tónleika eða ef einhver mis-skráning á sér stað hér. Allt sett inn eftir okkar bestu vitund.

13. mars – Kex Hostel – Cheek Mountain Thief, Þórir Georg – 1500 kr. – Facebook
14. mars – Iðnó – Bloodgroup útgáfutónleikar, Samaris – 1500 kr. – Midi.is
14. mars – Gamli Gaukurinn – Sushi Submarine, Urban Lumber, Ferja – Frítt – Facebook
14. mars – Faktorý – Kajak, Dreamcast – Frítt – Facebook
14. mars – Dillon – Stone Stones – Frítt – Facebook
15. mars – Kaffistofan – Sindri Eldon and the Ways, Tamarin, Helgi Mortalkombat – Facebook
15. mars – Bar 11 – Jan Mayen, Morgan Kane – Frítt – Facebook
15. mars – Íslenski Rokkbarinn Hfj – Moldun, In the Company of Men – Frítt – Facebook
15. mars – Gamli Gaukurinn – Diamond Thunder, Retrobot, Morgan Kane, Alchemia, Why not Jack?, Morning After Youth, Wicked Strangers, Fræbbblarnir, Mercy Buckets – 1500 kr. – Facebook
15. mars – Paddýs Keflavík – Dimma – 1000 kr. – Facebook
15. mars – Dillon – Nóra – Frítt – Facebook
15. mars – Græni Hatturinn Akureyri – Ojba Rasta –
15. mars – Volta – Midland (UK), Skeng, Jon Edvald – 1000 kr – Facebook
16. mars – Dillon – Muck – Frítt – Facebook
16. mars – Faktorý – Ryan Hope (UK), Bensol, Kanilsnældur – Frítt –
16. mars – Græni Hatturinn Akureyri – Bloodgroup útgáfutónleikar, Samaris – Facebook
17. mars – Volta – Colin Stetson (US), Úlfur – 3990 kr. – Facebook
17. mars – Músíktilraunir, 1sta undanúrslitakvöld – Facebook

Tónleikar næstu daga

Fjöldamargir tónleikar eru á döfinni þessa helgina. Hérna er einfaldur listi tekinn saman í fljótheitum. Endilega látið okkur vita af fleiri tónleikum í athugasemdakerfinu.

7-9. mars – Reykjavik Folk Festival – KEX Hostel – Dagskrá
7. mars – Hemmi og Valdi – Unnur Sara og dj. flugvél og geimskip – Frítt – Facebook
7. mars – Cafe Haiti – Heiða og Búddabítlarnir – Frítt – Facebook
7. mars – Gaukur á Stöng – Alchemia, Why not Jack? – Frítt – Facebook
7. mars – BAR 11 – World Narcosis, Klikk – Frítt – Facebook
8. mars – Gaukur á Stöng – Project Lonewolf útgáfutónleikar, Noise, We made God – Frítt – Facebook
8. mars – Faktorý – Árstíðir, 1860, Hjalti Þorkelsson – 1500 kr. – Facebook
8. mars – Faktorý – GP! og Kippi Kanínus – 1000 kr. – Facebook
8. mars – VOLTA – Dream Central Station, Nolo, Oyama – 1000 kr. – Facebook
8. mars – Bar 11 – Trust the Lies útgáfutónleikar, Mercy Buckets, Moldun – Frítt – Facebook
8. mars – Dillon – Low Roar – Frítt – Facebook
9. mars – Dillon – Lockerbie – Frítt – Facebook
9. mars – Gaukur á Stöng – Skálmöld
9. mars – Bar 11 – Leaves – Facebook
9. mars – Íslenski Rokkbarinn – Mercy Buckets, We made God, Sushi Submarine – Frítt – Facebook

Undir áhrifum – Hallur Kristján Svarfdal

hallur1

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að sú eitilharða dansgrúppa Bloodgroup var að senda frá sér nýja plötu, Tracing Echoes. Þetta er þriðja plata sveitarinnar og þau spila á næstunni á þrennum tónleikum; á Bar 11 2. mars og svo verða tvennir útgáfutónleikar, í Iðnó 14. mars og á Græna Hattinum 16. mars.

Við náðum að króa af meðlim sveitarinnar, Hall Kristján Svarfdal Jónsson og spyrja hann spjörunum úr um hvaða tónlist heldur honum gangandi.

Ég tek undir með Halla Valla sem valdi sín fimm lög hér nýlega að þetta er ekki eins einfalt og maður heldur. Það er svo ótrúlega mikið af tónlist sem hefur haft áhrif á mann á einn eða annan hátt. En hér er listi yfir fimm lög sem ég tel að hafi haft eitthvað að segja fyrir mig í gegnum árin.

Þursaflokkurinn – Gegnum holt og hæðir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta var ein af fyrstu plötunum sem ég hlustaði á þegar ég var lítill, setti hana á fóninn aftur og aftur. Þessi plata “Gæti eins verið” og plöturnar Ísland (græna platan) með Spilverki Þjóðanna og Dark side of the moon eru plöturnar sem ég spilaði til skiptis.

Peter Gabriel – Sledgehammer

Ég keypti mér plötuna “So” í Austurríki þegar ég var á ferðalagi með foreldrum mínum og litla bróður þegar ég var 10 ára. Reynar var það kassetta. Ég keypti mér tvær spólur í plötubúð í ölpunum, þessa og Best Of Elvis Presley og setti í tvöfalda kassettutækið mitt. Svo var bara repeat.

Tricky – Christiansands

Ég hlustaði gríðarlega mikið á þessa plötu “Pre Millennium Tension” og hún er frábær. Ég sá hann svo læf á Reading ’95 sem voru alveg magnaðir tónleikar.

John Frusciante – Lever Pulled

Ég get eiginlega ekki valið eitthvað eitt lag af þessari plötu “Curtains”, en þetta er uppáhaldsplatan mín frá upphafi tíma.

Trabant – Maria

Mig langaði að gera raftónlist eftir að ég heyrði í Trabant fyrst svo það er við hæfi að telja þá upp í þessum áhrifavaldalista. Stórkostleg hljómsveit sem ég sakna!

 

———- Eldri “Undir áhrifum” ———-

Daði Freyr Pétursson (Retrobot)
Halli Valli (Æla)
Elíza Newman
Jón Þór
Úlfur Alexander Einarsson (Oyama)