Rjómalagið 19. september: The Like Young – Out To Get Me

Já tíminn líður hratt. Og það gerir þetta lag líka! Hress og skemmtilegur popp-orkubolti frá hljómsveitinni The Like Young sem illu heilli er nú hætt störfum. Hjónakornin Amanda og Joe Ziemba skipuðu þessa sveit en þau spiluðu saman í hinum og þessum böndum frá 1997 – 2006. Það kemur að því á næstunni að þessum sveitum verði gerð betri skil í ræðu og riti, en þangað til er hérna forsmekkurinn, ein mínúta og 15 sekúndur af hressleika. Að Amerískum sið þá er orðið “fucking” ritskoðað þarna á einum stað, athugið hvort þið finnið hann.

Stockholm belongs to us – sumargjöf frá Labrador

Allt er vænt sem vel er sænskt, segir máltækið. Svíar eru  algerir snillingar í að gera grípandi popptónlist, og fátt virðist klikka sem þeir taka sér fyrir hendur á listasviðinu yfirleitt. Labrador Records er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gefa út grípandi sænska popptónlist, ekki síst tónlist eftir sjálfan stofnanda fyrirtækisins, Johan Angergård, en hann er forsprakki hljómsveitanna The Legends, Club 8, Acid House Kings og Pallers. Þess utan gefur Labrador út eðal poppsveitir eins og The Radio Dept., Sambassadeur, The Mary Onettes og fleiri og fleiri.

Það er alltaf ástæða til að leggja við hlustir þegar Labrador sendir nýtt efni frá sér, en nýverið kom út á netinu safnplata 22 laga með fjölda listamanna sem fyrirtækið gefur út. Þetta kostar okkur ekki krónu, enda er fyrirtækið ágætlega meðvitað um að það er hægt að sækja þetta allt frítt einhversstaðar, aðalatriðið er að gefa hljómsveitum tækifæri á að láta heyrast í sér.

Ég tók saman nokkur vel valin lög af þessari safnplötu handa ykkur, en gripinn í heild sinni má sækja hér:

http://www.labrador.se/stockholm/

The Radio Dept. – Heaven’s on fire

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Club 8 – Dancing with the mentally ill

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

[Ingenting] – Halleluja

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sambassadeur – Days

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Legends – Seconds away

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pelle Carlberg – I love you, you imbecile

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Mary Onettes – Puzzles

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shoegaze á sunnudegi – Burrrn

Algjör þögn er best. En góður hávaði er góður líka! Svo kvað skáldið hér forðum daga og japanska hljómsveitin Burrrn hefur komist að þessari sömu niðurstöðu. Þessa sveit hef ég rekist á fyrir nokkru síðan og sett í spjaldskrána undir “hlusta á seinna”, og þegar loksins varð af því mundi ég ekki hvar ég fann tónlistina, og fann fátt gáfulegt um hljómsveitina á netinu, enda vill svo til að hún heitir sama nafni og nokkuð algengt forrit sem notað er við brennslu á geisladiskum. Það var því upp á von og óvon sem ég sendi þeim skilaboð í gegnum Myspace án þess að eiga von á miklu, en viti menn, eftir nokkra daga barst mér svar á skemmtilega bjagaðri ensku.

Þá kemur upp úr kafinu að Burrrn var stofnuð fyrir 6 árum síðan í Tokyo, og þau telja upp My Bloody Valentine, Sonic Youth og Velvet Underground sem helstu áhrifavalda. Árið 2007 kom út EP platan “Song without words” og núna nýverið fyrsta breiðskífa sveitarinnar, “Blaze down his way like the space show”. Skífan sú er að sjálfsögðu gefin út af þeirra eigin útgáfu sem heitir Rrrrecords

Ég spái því að við heyrum brátt meira af þessari sveit, í það minnsta í Shoegaze heiminum, enda hafa þau nýverið túrað um Japan með þeirri stórmerku sveit Die!Die!Die! (sem ku ekki vera þýsk). Mér finnst þó heldur merkilegra að Burrrn spilaði með hinni frábæru sveit Ceremony sem fjallað hefur verið lofsamlega um hér á rjómanum áður.

Hérna er allavegana lagið sem kveikti í mér, og svei mér þá ef það eru ekki smá MBV áhrif á ferðinni hér! Þetta er eiginlega bara alveg klikkað, og skal að sjálfsögðu spila á hæsta mögulega styrk.

Burrrn – Shut my eyes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vefsíða sveitarinnar

 

Nýtt myndband frá The Pains of Being Pure at Heart

Rokklingarnir í The Pains of Being Pure at Heart voru að senda frá sér nýtt myndband við lagið “The Body” af annarri breiðskífu sinni, Belong. Hérna er söknuður eftir barnæskunni í fyrirrúmi, sem og andstæða hennar við tilbreytingarleysi fullorðinsáranna. 

  

Shoegaze á sunnudegi – Hartfield

Sumt shoegaze er poppaðra en annað, og er þá stundum kallað Tweegaze eða Noise Pop. Japanska sveitin Hartfield getur flokkast undir þessa kategoríu og ekki laust við að bakraddirnar minni á Beach Boys meðan annað er meira í ætt við t.d. Ride eða Boo Radleys.

Hartfield var stofnuð árið 2000 og fyrstu árin birtust lög með þeim á hinum og þessum safnplötum þar til þau gáfu út fyrstu breiðskífuna, True Color True Lie árið 2003, og EP plötuna L.I.B.R.A árið eftir. Sveitin kom fram sem heildstæð hljómsveit en það voru hinsvegar parið Takateru og Yukari sem voru aðalsprauturnar í bandinu, og taldist sveitin því vera dúett í raun. Þau náðu að túra um Japan, Kóreu og Bandaríkin, meðal annars með A Place to Bury Strangers, en seinustu fréttir af bandinu benda til að þau hafi hætt í fyrra þegar útséð var með að það fyndist útgefandi að þriðju plötunni.

Hartfield – She Knows (af plötunni L.I.B.R.A., 2004)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hartfield – Reason (af plötunni True Color True Lie, 2003)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hartfield – Blow Away (af True Color True Lie)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Today Forever (af L.I.B.R.A.):

Shoegaze á sunnudegi – Ceremony

Photo: Chris Becker

Ceremony er dúett frá Fredericksburg í Virginia, sem samanstendur af þeim félögum Paul Baker og John Fedowitz. Þeir félagar gerðu garðinn frægan í hljómsveitinni Skywave á árunum 1998 – 2003 ásamt Oliver Ackerman, en leiðir þeirra skildu þegar Oliver flutti til New York. Hann sló síðan rækilega í gegn með hljómsveit sinni A Place to Bury Strangers ásamt því að reka effekta-pedala fyrirtækið Death By Audio.

Meðan þessar tvær hljómsveitir eru um margt líkar, þá þykja Ceremony nokkuð melódískari og ekki eins fókusaðir á að framleiða hávaða og sprengja hátalara. Nægur er þó hávaðinn þó eins og heyra má í meðfylgjandi tóndæmum, en mörg laga þeirra minna mig hinsvegar á New Order eða Slowdive. Sjálfur er ég meira hallur undir hávaðann og hef valið lögin dálítið eftir því hversu vel þau fræsa burt eyrnamerg, en lagið “Clouds” hér að neðan er gott dæmi um Slowdive áhrifin. Þeir félagar eru sérdeilis duglegir að setja myndbönd á YouTube og til gamans má geta að sonur Johns, Max Fedowitz, sér um myndatökuna í mörgum þeirra, en hann er núna á tíunda ári.

Sveitin gaf út tvær frábærar plötur hjá Safranin Sound útgáfunni, en flutti sig svo til Killer Pimp sem gaf út breiðskífuna Rocket Fire í fyrra, og það má segja að þá fyrst hafi hjólin farið að snúast. Það er ekki hægt annað en að mæla með þessu fyrir áhugafólk um hávaða og feedback í anda Jesus and Mary Chain og My Bloody Valentine. Ég á bágt með að velja á milli laga og hef því frekar fleiri en færri, en “Stars Fall” þykir mér hinsvegar sérstaklega vænt um.

Ceremony – I heard you call my name (af plötunni Disappear, 2007)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ceremony – Clouds (af plötunni Ceremony, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Marrianne (af EP plötunni Our Last Goodbye, 2007):

Stars Fall (af plötunni Rocket Fire, 2010):

Silhouette (einnig af Rocket Fire):

Facebook | Killer Pimp

Shoegaze á sunnudegi – Cruyff in the Bedroom

Við höldum okkur við Japan enn um sinn í umfjöllun okkar um shoegaze hljómsveitir. Cruyff in the Bedroom er í fullu fjöri og þeir félagar virðast almennt álitnir einskonar konungar skóglápsins í Japan. Þeir hafa meðal annars hitað upp fyrir The Pains of Being Pure at Heart, Asobi Seksu og Ringo Deathstarr í tónleikaferðum sveitanna þarlendis.

Nafnið vekur furðu, sér í lagi ef maður þekkir ekkert til fótbolta eins og ég, en það var valið til heiðurs Hollenskum fótboltakappa sem heitir Johan Cruyff. Ég hef aldrei heyrt á hann minnst áður, og hef ekki grænan grun um hvað hann þeir félagar telja hann vera að bralla í svefnherberginu sínu. Það er þó ljóst að fótbolti spilar stóra rullu hjá hljómsveitinni en hún var sett á laggirnar árið 1998, sama ár og Japan tók fyrst þátt í HM í fótbolta. Fyrsta platan þeirra kom út á fyrsta degi lokariðils HM í fótbolta árið 2002, og á geisladisknum sjálfum var mynd af fótbolta. Sum myndbönd þeirra skarta líka títtnefndum bolta í aðalhlutverki.

En nóg um sparktuðrur. Cruyff in the Bedroom hefur í það heila gefið út fjórar breiðskífur hjá sinni eigin hljómplötuútgáfu, Only Feedback, sem einnig gefur út Plastic Girl in Closet. Hérna fylgja með tvö myndbönd, og nokkur sérvalin tóndæmi að auki. Það er sérdeilis forvitnilegt  að sjá effectaúrvalið í seinna myndbandinu.

Og þetta á að sjálfsögðu að spila á hæsta styrk.

Clear light, white cloud (af plötunni Saudargia, 2008):

Ukiyogunjou (af samnefndri plötu, 2010):

Cruyff in the Bedroom – I see the moonlight (af Ukiyogunjou, 2010)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cruyff in the Bedroom – Eurio (af Saudargia, 2008)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cruyff in the Bedroom – Sunflowers bloom in dark (af Hikarihimawari, 2003)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Facebook

Shoegaze á sunnudegi – Plastic Girl in Closet

Þá er komið að fyrsta hluta af væntanlega vikulegum pistlum um Shoegaze hljómsveitir, lífs og liðnar. Hefjum leik í Japan, en þar, sem og víðast hvar í austur-asíu, er shoegaze í fullu fjöri og mikið af spennandi hljómsveitum.

Fyrir þá sem lítið þekkja til þá er Shoegaze tónlist gjarnan hávær í meira lagi, og ber þá mest á gítörum eðlilega (frekar en ofboðslega háværum xylophonum eða munnhörpum!), effectapedalar eru í hávegum hafðir og söngur er angurvær og stundum drukknar hann undir, tjah, flóðbylgjum af rifnum gítar og feedbacki. En “shoegaze” nafnið er upprunalega tengt því að tónlistarmennirnir störðu gjarnan niður fyrir sig á tónleikum, kannski á skóna sína, en líklegast hefur athyglin meira beinst að effectasúpunni á gólfinu.

Plastic Girl in Closet er shoegaze band frá Japan, nánar tiltekið frá Morioka í norður-Japan, en borgin varð að því er virðist nokkuð illa úti í hamförum þeim sem dunið hafa á landinu undanfarið. Yuji Takahashi stofnaði bandið árið 2003 þegar hann var í menntaskóla, og ári seinna fékk hann til liðs við sig skvísuna Ayako Sugai sem spilar á bassa og syngur. Þannig skipuð gaf sveitin út sína fyrstu plötu á seinast ári hjá Only Feedback Records í Japan. Í kringum áramótin gáfu þau út nokkrar stafrænar smáskífur og myndböndin hér að neðan eru við tvö af þeim lögum, en hljóðdæmin eru af breiðskífunni Toy.

Stilla hátt!

Plastic Girl in Closet – Black Bear Magcup

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plastic Girl in Closet – Stars Falling Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plastic Girl in Closet – Like a Strawberry

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Heimasíða | OnlyFeedback.net

Jón Þór – Tímavél

Jón Þór Ólafsson, fyrrum söngvari og gítarleikari Lada Sport og Dynamo Fog, er mættur til leiks á ný og er nú að semja brakandi ferskt efni fyrir sína fyrstu sólóplötu. Sumarið hyggst Jón Þór að nota til að kynna nýtt efni á tónleikum, en fyrsta smáskífan er komin á netið og inniheldur tvö lög, “Tímavél” og “Hjartastingur”.

Hann hefur hér fengið til liðs við sig Birgi Örn Árnason bassaleikara hinnar sálugu Ókindar, Þorvald sem trommar í Coral, og Heklu Magnúsdóttur úr Bárujárni sem spilar á þeramín og munu þau öll leika með honum á tónleikum sumarsins. Birgir Örn er ennfremur upptökumaður. Rjóminn spurði Jón út í smáskífuhittarann:

“Lagið Tímavél varð til með kassagítar uppi í rúmi. Þannig verða oftast lögin til sem ég er hvað ánægðastur með. Morgnar og kvöld eru bestu tímarnir til að semja. Tímavél var kvöldnegla. Textinn er síðan óður til alls kyns nostalgíuiðju, eins og grúsks uppi á háalofti eða niðri í geymslu, í gömlu drasli, dagbókum eða sjónvarpsvísum. Síðan er mjög mikilvægt að taka göngutúra reglulega um sínar bernskuslóðir. Jafnvel þó að það sé efra-breiðholtið, eins og í mínu tilviki.”

Rjóminn hlakkar til að fylgjast með framhaldinu og bíður spenntur eftir breiðskífunni sem á að verða “stútfull af 3ja mínútna indí rokki, blanda af einhverju yndislega korní sem og kraumandi noiseterror”.

Jón Þór á Facebook

Músíktilraunir : IRONY

Hljómsveitin IRONY hefur verið starfandi í tæp 3 ár og þetta er í annað skiptið sem þær taka þátt í músíktilraunum. Í fyrra mættu þær á músíktilraunir sem söngkonur IRONY en þetta árið ætla þær að tækla þetta allt sjálfar. Þær stunda allar nám við Tónskóla Fjallabyggðar og flestar þeirra spila á 2 eða fleiri hljóðfæri. Hljómsveitina skipa Hulda Vilhjálmsdóttir 14 ára (gítar) Erla Vilhjálmsdóttir 13 ára (trommur) Snjólaug Anna Traustadóttir 13 ára (bassi) Anna Lára Ólafsdóttir 14 ára (gítar) Brynhildur Antonsdóttir 14 ára (söngur) og Lóa Rós Smáradóttir 14 ára (söngur).

Irony – I will try to forget you

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músíktilraunir : Confident in Science

Confident in Science sendu okkur ljósmynd af einhverju sem gæti verið kind í afar vondum málum. Þeir taka sig mátulega alvarlega piltarnir, en þeir heita Gunnar Gunnarsson og Daði Rúnarsson. Æviágrip hljómsveitarinnar hljómar í grófum dráttum svona:

“Þessi hljómsveit byrjaði fyrst árið 1998, þegar við ákváðum að byrja að spila suður-amerískt teknó á götum Bulawayo í Zimbabwe. Skömmu eftir að hafa spilað á tónleikum í Bulawayo kom upp ágreiningur okkar á milli sem innihélt fjóra apa og sjö kassa af vindlum og leiðir okkar skildu.

Við hittumst svo aftur fyrir hreina tilviljun á götu markaði í Tokyo tólf árum síðar og ákváðum að taka höndum saman aftur og byrja að spila eðal tónlist, þó með smávegis breytingum á stefnu.”

Tékkum á því hvað piltarnir eru að fást við núna, en þeir koma fram á fjórða undankvöldi Músíktilrauna á mánudaginn:

Confident in Science – Devil’s Pranks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Confident in Science – Little John

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músíktilraunir : Synir Íslands

Synir Íslands eru þrír kátir piltar frá Reykjavík, Pétur Eggerz syngur, Gísli Már Guðmundsson rappar og Edison Banushi sér um taktana. Þeir troða upp á Músíktilraunum á laugardagskvöldið. Þeir eru allir 17 ára og hérna er fyrsti smellurinn frá þeim, lag um einelti, draumóra og ofurhetjur:

Synir Íslands – Ofurhetja

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Elíza í skýjunum – nýtt myndband

Elíza Geirsdóttir Newman var rétt í þessum töluðu orðum að birta á vefnum glænýtt myndband við titillag plötunnar Pie in the Sky, sem kom upprunalega út hjá Smekkleysu árið 2009. Ástæðan er sú að þann 4. apríl næstkomandi verður platan a tarna gefin út aftur, og í þetta sinn út um allan heim. Rjóminn tékkaði aðeins á Elízu og spurði út í lagið, og hvað væri framundan:

“Lagið var síðasta lagið sem ég tók upp og samdi fyrir plötuna og var í raun svona aukalag sem breytist í titil lag! Ég tók upp sönginn í einu teiki með ukuleleinu og svo byggði ég og Gísli producer lagið upp í kringum það. Ég ákvað að nefna plötuna Pie in the Sky út af því að þetta lag í raun nær að toga saman þá stemmingu sem ég vildi skapa á þessari plötu, smá angurværð, smá fyndið, smá pop, smá von og smá folk. Textinn fjallar í raun um að að sleppa takinu á einhverju og leyfa sér að vera draumóra manneska eða svona “pie in the sky”!”

Elíza hefur svo tökur á nýrri plötu núna í vor og kemur hingað á klakann og spilar með Helga Björns í tónleikaröðinni Fuglabúrið á Rósenberg þann 18. apríl.

Facebook

Músíktilraunir : Kver

Sindri Jón Grétarsson og Kristinn Arnar Sigurðsson leika báðir á gítar og hafa spilað saman í nokkur ár. Þeir tóku meðal annars þátt í Ljóðaslammi í fyrra og gekk ágætlega að eigin sögn. Þeim hefur nú bæst liðsauki þar sem Haraldur Örn Haraldsson leikur á hristu og tambúrínu og þannig skipaðir munu þeir troða upp á fjórða undanúrslitakvöldi Músíktilrauna þann 28. mars. Allir eru þeir 16 ára.

Kver – Tilhugsun

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kver – Sæmundur

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músíktilraunir : Alis

Hljómsveitin Alis var stofnuð í fyrra af þeim félögum Stefáni Óla Bessasyni og Þorkeli Ólafssyni. Halldór Darri Guðjónsson og Tryggvi Þór Traustason bættust svo við í febrúar síðastliðnum, og þannig mönnuð er sveitin nú tilbúin að taka heiminn í nefið með glys-skotnu melódísku þungarokki! Hlýðum á tvö harðsoðin og gauðrifin lög:

Alis – Nótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Alis – Opnaðu Augun

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músíktilraunir : Postartica

Hafsteinn Þráinsson, Ninna Rún Pálmadóttir, Tumi Snær Gíslason og Alexander Örn Númason skipa sveitina Postartica sem á rætur sínar að rekja til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hljómsveitin hefur bara starfað í þrjá mánuði, og verður að teljast nokkuð góður árangur að ná þeim þéttleika sem einkennir upptökurnar sem hér fylgja.

Hljómsveitin segist spila rokk með áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum. Það er ekki laust við að þetta minni undirritaðan eilítið á Agent Fresco, eða hvað finnst ykkur?

Postartica – Dreams

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Postartica – Nýja Lagið

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Papa Topo

Unglingarnir í Papa Topo slógu rækilega í gegn (á Spáni) í fyrra með hinu gjörsamlega óþolandi, og grípandi, lagi “Oso Panda“, og fylgdu því eftir með sykursætu sumarpoppi sem útlagðist á íslensku “Það besta við sumarið er að borða ís” (Lo que me gusta del verano es poder tomar helado). Það er ekki loku fyrir það skotið að ég hafi heillast eilítið af barnslegri einlægni þeirra og fullkomnu kæruleysi, en í tónlist þeirra er áberandi alveg arfaslakur trommuheili, hljómborð sem eru við það að gefa upp öndina, ógrynni af handklappi og ómótstæðilegar laglínur og raddanir.

Sveitin hefur enn ekki gefið út plötu, en önnur smáskífa þeirra er að detta í verslanir og myndband við lagið “La Chica Vampira” leit dagsins ljós á miðnætti á sunnudagskvöldið. Þau hafa nú varpað sætleikanum fyrir róða, miðað við aldur og fyrri störf í það minnsta, og nú er þetta bara brjálað pönk, surf og blóð. Já og fólki drekkt í klósetti. Það er ekki að ósekju að þau hafa verið kölluð “teenage monsters in twee clothing”. *

Það er áfram gamli góði trommuheilinn, rifnari gítar og alveg ógrynni af grípandi línum. Og auðvitað syngja þau bara á spænsku og enginn skilur neitt, og það er bara alveg frábært. Hérna er nýja myndbandið:

Papa Topo á Facebook | Elefant Records
* blog.mtviggy.com

Músíktilraunir : My Final Warning

My Final Warning eru fjórir 16 ára guttar frá Selfossi með gítarsólóin á hreinu. Þeir byrjuðu að spila saman árið 2008 og tóku þá aðallega ábreiður (cover lög semsagt) en hafa undanfarið samið talsvert af eigin efni. Þeir hafa líka spilað undir í söngvakeppnum og á jólatónleikum, og tróðu meðal annars upp á Samfés hátíðinni í Laugardalshöll um seinustu helgi. Rokk er matseðill dagsins hjá þessum köppum, sem heita Tómas Smári Guðmundsson, Markús Harðarson, Bergsteinn Sigurðarson og Hlynur Daði Rúnarsson.

My Final Warning – Too Much Perfection

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

My Final Warning – That Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.