Músíktilraunir : Johnny Midget

Johnny Midget er sex manna sveit frá Akureyri sem var stofnuð síðla árs 2008. Hljómsveitin  hefur farið í gegnum fjöldamargar nafnabreytingar og skipt út mannskap, en núna skipa sveitina þau Ármann Óli Halldórsson bassaleikari, Arnar Scheving söngvari og gítarleikari, Haraldur Helgason gítarleikari, Fríða Kristín Hreiðarsdóttir söngkona, Bjarki Freyr Jónsson trommari og Þorsteinn Sævar Kristjánsson hljómborðsleikari. Þau eru á aldrinum 16-21 árs.

Johnny Midget – The One

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Johnny Midget – Free

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músíktilraunir : For The Sun Is Red

For The Sun Is Red eru fimm strákar af Reykjavíkursvæðinu. Hljómsveitin hét áður Castor eins og sjá má á facebook síðu sveitarinnar. Helstu áhrifavaldar þeirra félaga eru sveitir eins og Cliff Clavin, Placebo, Muse, Nirvana, Foo Fighters og Rammstein. Allt þeirra efni er að sjálfsögðu frumsamið en textar sveitarinnar eru á ensku.

Sveitina skipa Elvar Laxdal trommari, Matthías Pétursson hljómborðsleikari, Páll Grétar Bjarnason og Birkir Ísak Einarsson, gítarleikarar, Davíð Páll Svavarsson söngvari og Snæbjörn Sigurður Steingrímsson á bassa.

For The Sun Is Red – Ocean Waves

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

For The Sun Is Red – A Night Out

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músíktilraunir : Primavera

Krakkarnir í Primavera eru ekkert að stressa sig of mikið á löngum lýsingum. Textinn sem fylgir tóndæmum þeirra er einfaldega svona:

Við erum Primavera. Við spilum tónlist. Við elskum ykkur.

Og það þarf svo sem ekkert meira en það. Hitt gat ég svo grafið upp að sveitina skipa eftirtaldir: Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir syngur; Oddur Ingi Kristjánsson leikur á gítar, og sömuleiðis Guðbjartur Ingi Sigurbergsson. Stefán Guðmundsson lemur á trommur og Friðrik Þór Bjarnason plokkar bassa. Þau eru á aldrinum 16-17 ára.

Hlýðum á tóndæmi:

Primavera – Never Again

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Primavera – Insomnia

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músíktilraunir : Orycto

Orycto er metal hljómsveit sem samanstendur af strákum á aldrinum 14 til 18 ára. Þeir voru einungis fjórir þangað til í byrjun þessa árs þegar að bassaleikarinn bættist við. Fyrstu lögin voru tilbúin í byrjun janúar og hafa þeir undanfarið verið að semja eins og brjálæðingar til þess að geta spilað opinberlega og halda tónleika. “Tónlistinni sem við spilum hefur verið líkt við Groove/progressive/hardstyle technometal en þó flokkum við okkur bara sem progressive metal …” urra þessir knáu flösuþeytarar, þegar þeir eru spurðir nánar út í tónlistarstefnuna.

Sveitina skipa Björn Rúnarsson, 15 ára trommari, Snorri Freyr Þórisson, 16 ára söngvari (og bongótrommari), Bjarni Friðrik Garðarsson 17 ára leikur á bassa, og Sævar Örn Kristjánsson (15) og Þorkell Ragnar Grétarsson (14) leika á rafgítara.

Orycto – Construction of the Fenek

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Orycto – The Day Today

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Prids

The Prids er band frá Portland í Oregon sem fyrst greip hlustir mínar þegar datt niður á myndband við lagið “Break” og var undir eins minntur á ágæta íslenska sveit sem heitir Botnleðja. Það er ekki leiðum að líkjast, þótt líkindin nái reyndar ekki ýkja langt og þeim er alla jafna líkt við The Cure og/eða My Bloody Valentine. En hérna er lagið sem minnti mig á Botnleðju, og látum reyna á það hvort einhver líkindi heyrast:

Sveitin var stofnuð árið 1995 í Missouri af hjónakornunum David Frederickson og  Mistina la Fave. Þau fluttu sig síðar um set til Portland og hafa síðan skilið að borði og sæng en spila enn saman í hljómsveitinni. Þriðja plata þeirra kom út í fyrra og bar nafnið Chronosynclastic, og þar er á ferðinni eðal shoegaze plata sem óhætt er að mæla með. 

Árið 2008 lentu þau í hræðilegu bílslysi á leið frá San Fransisco til Los Angeles, og slösuðust þau öll nokkuð mikið utan að missa öll hljóðfæri og græjur. Vinir þeirra og aðdáendur rökuðu saman jafnvirði 16.000 dollara til að hjálpa til við sjúkrakostnað og græjukaup, og meðal annars var gefin út tribute plata þar sem t.d. A Place to Bury Strangers tóku lög þeirra upp á arma sína til að safna pening.

Hérna er svo glænýtt bullandi kraumandi sizzlandi myndband við annað lag af Chronosynclastic:

The Prids á Facebook | Opinber síða sveitarinnar

Hitt og þetta nýlegt

Ég var eitthvað að velta fyrir mér um daginn hvað hefði orðið um hið stórskemmtilega band I’m from Barcelona, en þessi stórsveit (27 manns núna) náði mér gersamlega á sitt vald með fyrstu plötu sinni, Let me introduce my friends, árið 2006. Hæst bar þar bráðsmellið lag sem heitir “We’re from Barcelona” sem er svo frábært að ég gerði það að hringitón í símanum mínum, og núna þoli ég ekki að hlusta á það þar sem mér finnst alltaf að það sé verið að hringja í mig.

Hljómsveitin, sem er nota bene frá Svíþjóð en ekki Spáni, gefur út sína þriðju plötu í apríl og mun hún heita Forever, Today. Hér er forsmekkur að því sem koma skal, grípandi sænskt sólskinspopp sem minnir mig meira en lítið á íslandsvinina í Junior Senior. 

Ég minntist um daginn á ágæta hljómsveit frá Chile sem heitir Dënver. Það er allt á uppleið hjá þessu ágæta fólki og reyndar virðist popptónlist frá Chile eiga vel upp á pallborðið hjá tónlistarunnendum þessa dagana. Nýlega kom út safnplata með spænskumælandi böndum á vegum veftímarits sem heitir Plástica (held ég, skil ekki spænsku), og þar er meðal annars nýtt lag frá Dënver sem heitir “De Explosiones y Delitos“.

Safnskífan heitir “Plásticos y Etéreos 2011 Vol​.​1” og má hlýða á alla skífuna á þessum link og ýmislegt annað  spennandi má finna þarna. Myndband við lagið er hér, og fyrir þá sem halda illa athygli við myndbandaáhorf má benda á að dinglumdangl og bossar koma eilítið við sögu, og þetta fer ekki óklippt í MTV frekar en önnur myndbönd þeirra.

Ringo Deathstarr er eitt af mínum uppáhaldsböndum, þótt ekki væri nema bara fyrir nafnið. En þau standa reyndar fyllilega fyrir sínu að öðru leyti líka, þótt þetta nýjasta lag sé ekki að fá alveg 10 stig hjá þessum shoegaze aðdáanda. Þau voru að gefa út fyrstu breiðskífu sína núna nýverið, Colour Trip, og hérna er lag af henni:

Nú og krakkarnir í The Pains of Being Pure at Heart eru alveg að fara að unga út nýrri plötu sem á að heita Belong og mun koma út 29 mars næstkomandi. Helst í fréttum varðandi þessa plötu ku vera að hún er pródúseruð af Mark nokkrum Ellis sem gengur einnig undir heitinu Flood. Nú var ég ekki nógu mikill spekúlant til að kveikja á ljósaperum við þessar fréttir, en hann mun hafa með-pródúserað allar bestu plötu Nick Cave, og einnig skífur með Depeche Mode, Charlatans, U2, Nine Inch Nails og Smashing Pumpkins, en mörgum þykir einmitt fyrstu singullinn af þessari nýju skífu Pains minna um margt á Graskerin. Jú og svo hljóðritaði þessi gaur plötuna Með suð í eyrum við spilum endalaust með þekkri íslenskri dægurlagahljómsveit. Hérna er titillagið af væntanlegri plötu Pains, “Belong”:

Ta ta …

Íslensk bönd óskast á tónlistarhátíðir

Folkelarm-ráðstefnan auglýsir eftir tónlistarmönnum sem spila þjóðlaga- eða heimstónlist til að koma fram á ráðstefnunni í ár.

Um er að ræða norska þjóðlaga- og heimstónlistarráðstefnu sem fer fram 29. september til 1. október í Osló en ráðstefnan miðar að því að kynna norræn verkefni fyrir lykilaðilum í tónlistargeiranum og erlendum fjölmiðlum. Á ráðstefnunni fá tónlistarmenn tækifæri til að koma fram fyrir framan fjölda áhorfenda en þar á meðal eru um 150 fjölmiðlar og lykilaðilar úr tónlistargeiranum. Það er ekki amalegt. Ráðstefnan auglýsir nú eftir tónlistarmönnum til að koma fram á ráðstefnunni í ár en umsóknarfresturinn rennur út 28. febrúar.

Hægt er að sækja um hér.

En það er ekki allt því að þýska tónlistarhátíðin Umsonst & Draussen verður haldin 23.-26. júní. Um 100 þúsund gestir sækja hátíðina ár hvert, og nú auglýsir hátíðin eftir íslenskum hljómsveitum.

Nokkrir íslenskir tónlistarmenn hafa komið fram á Umsonst & Draussen í gegnum árin, þar á meðal Ólafur Arnalds og Benni Hemm Hemm. Skipuleggjendur hátíðarinnar bjóða upp á ferðakostnað frá flugvelli og hótelgistingu. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á post (at) umsonst-und-draussen.de og láta eftirfarandi fylgja með í umsókninni:

1. Nafn hljómsveitar/listamanns
2. Hlekkir á vefsíður (vefsíðu hljómsveitar, Myspace, Youtube o.s.frv.)
3. Nafn tengiliðs, símanúmer og netfang
4. Ágrip um hljómsveit/listamann og ljósmyndir

Umsóknafrestur rennur út 10. febrúar. Heimasíða hátíðarinnar er hér.

Sagan bakvið lögin – Heiða

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Ragnheiður Eiríksdóttir, betur þekkt sem Heiða í Hellvar og áður Heiða í Unun, er fertug um þessar mundir. Stúlkan hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hún sló rækilega í gegn með Unun um miðjan 10unda áratuginn, en hún byrjaði sinn hljómsveitarferil árið 1987 í Útúrdúr en þar lék á bassa Sverrir sem enn er að spila með henni í Hellvar og sem var í Texas Jesús sælla minninga. Sóló verkefnið Heiða Trúbador hefur verið til frá ’89 og ’93-4 var hún í Sovkhoz með töppum eins og Magga úr Dýrðinni og Jónasi úr Soma Og síðan hefur hellingur gerst, Unun, Heiða og Heiðingjarnir, harðkjarnasveitin Dys,  Eurovision og nú síðast Hellvar sem hún stofnaði árið 2004 með unnusta sínum, hinum geitaskeggjaða Elvari. Það væri til að æra óstöðugan að gera þessu góð skil hér, svo við snúum okkur bara að tónlistinni sjálfri.

Þar sem öllum landsmönnum og ömmu þeirra líka, hefur verið boðið á afmælistónleika Heiðu í kvöld, föstudaginn 28. janúar á Bakkus (sem er í sama húsi og Gaukurinn var), þá datt okkur í hug að fá Heiðu til að líta aðeins yfir smá hluta af ferlinum og spila nokkur tóndæmi í leiðinni, þrjú myndbönd og þrjú lög. Gefum Heiðu orðið:

 

Vé la gonzesse” með hljómsveitinni Unun. Lag eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson. Það kom út á Æ sem var fyrsta plata Ununar og kom út árið 1994. Það var gaman að taka upp þessa plötu, vann í sjoppu á daginn og fór á kvöldin upp í stúdíó og söng, fannst allt sem ég sagði halló, því Gunni og Þór voru svo reyndir í svona stúdíóvinnu og ég bara súkkulaðikleina. Stóð mig prýðilega samt. Í þessu lagi hjálpaði ég heilmikið við textagerðina, enda tala ég frönsku eftir að ég bjó í Marseille. Vé la gonzesse er einmitt Marseille-slangur og þýðir “Sjáðu þessa gellu þarna”. Það voru einhverjir afskaplega frjóir og listrænir einstaklingar sem tóku það upp á sitt eindæmi að myndskreyta lagið og sendu okkur svo bara vhs-spólu með myndbandinu.

Ég vildi að einhver gerði svona fyrir Hellvar líka, það er svo mikið vesen að gera myndband. Við í Hellvar reyndum sko að taka upp myndband við lagið “Nowhere” og eigum nokkrar HD-spólur með efni, en klikkuðum á því að klippa saman. Ef einhver kann á myndbandagerð og vill klippa fyrir okkur myndband úr efninu sem til er (ókeypis) eða gera skreytingu eftir eigin höfði við lag að eigin vali (ókeypis) þá bara segi ég já takk!

Dauði kötturinn“. Lag sem Örlygur Smári og ég sömdum fyrir bíómyndina Didda og dauði kötturinn eftir Kikku, textinn er eftir Kikku (Kristlaugu Maríu Pétursdóttur). Myndin er frá árinu 2003 og myndbandið var tekið upp sumarið á undan. Man hvað það var ótrúlega frábært að taka þetta myndband upp, það var fullkomið veður og þessir krakkar þarna voru allir meira og minna ofvirkir og klifrandi í trjánum og hoppandi og skoppandi. Þetta hafði afar smitandi áhrif á mig og ég var orðin alveg snar-ofvirk sjálf þegar myndbandið var tilbúið. Mæli svo með myndinni við alla, hún er glæpamynd fyrir börn á öllum aldri.

Onthology and booze“. Lag og texti eftir mig. Óútkomið og verður á Heiðu trúbador-plötu sem er í vinnslu. Lagið er samið úti í Berlín eina andvökunóttina þegar ég var að hugsa allt of mikið. Hugsa stundum allt of mikið, og þá koma lög. Pælingin með textanum kom út frá hugtakinu “nýjar byrjanir” og “hálfnað verk þá hafið er”. Þú byrjar á einhverju og þá er það hálfnað, en hvað svo? Ég bið um að fá að klára hluti sem ég byrja á (eins og kannski þessa trúbadoraplötu). Svo er eitt erindi í laginu bæði á ensku og íslensku.

Like oatmeal cake and tea
I am in search of me
Onthology and booze
I am in search of you

á íslensku hljómar það:

Hafrakex og smér
ég er að leita að mér
Verufræði og vín
ég er að leita þín

Þess má geta að ég er við það að ljúka Meistararitgerð minni í heimspeki, og skrifa þar um þýska verufræði, svo bón mín í textanum hefur ef til vill borið árangur.

Þetta myndband er tekið á Trúbatrix off-venue-giggi á Airwaves 2008, og það voru hrikalega háværir Svíar á fylleríi þarna. Lét þá heyra það, og þá steinhéldu þeir kjafti.

Heiða – 103. mars (af plötunni Svarið, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag er skemmtilegt af rosalega mörgum ástæðum fyrir mig persónulega. Það var samið þegar ég bjó á Hávallagötunni í kjallara og hafði fengið gamalt 4-track reel-to-reel tæki lánað hjá Andrew McKenzie, vini mínum. Ég elska svona græju og fannst svo gaman að fá þetta gamla hlýja teip-sánd í heima-upptökur af demóum. Lagið og textinn birtust nánast í heilu lagi, og svo þegar ég var að gera 1. sólóplötuna mína Svarið með Curver árið 2000, þá ákváðum við að taka þetta upp á mjög furðulegum stað. Ég fékk hljómsveitina Geirfuglana til að mæta á neðanjarðarkvennaklósettið í Bankastræti og þar vorum við búin að setja upp stúdíó. Svo var bara talið í og lagið spilað og sungið inn þar. Ástæðan fyrir því að Bankastrætisklósettið varð fyrir valinu er að ég hafði verið að syngja eitthvað meðan ég var að þvo mér um hendurnar eftir pisserí einu sinni, og ég áttaði mig á þvi hvað það var flott náttúrulegt bergmál þarna. Röddin hljómaði bara rosalega vel þarna inni. Það er því lítið sem ekkert búið að eiga við röddina sem við heyrum á upptökunni, þetta er bara gamla góða Bankastrætisklósettsándið.

Þetta er lag og texti eftir Elvar minn, og samið fyrir hljómsveitina Heiðu og Heiðingjana, sem gerði plötuna 10 fingur upp til guðs árið 2003. Textinn er nú eitthvað djók bara, en lagið er sjúklega grípandi og auðvitað er soldið Sonic í þessu, án þess að það sé eitthvað afgerandi. Það furðulega við þetta lag er að það er bæði hrikalega einfalt og mjög flókið því það er kafli þarna í miðjunni þar sem eitt hljóðfæri heldur fjórskiptum takti en hin eru öll í þrískiptum takti. Það hefur eflaust verið hugmynd frá Bigga Baldurs, sem trommaði með Heiðingjunum. Ég var sú sem hélt fjórskipta á móti hinum öllum og það var sjúklega erfitt að gera það læf, þurfti alveg að kreista aftur augun og hætta að spila með hinum í bandinu og bara telja í hausnum 1,2,3,4,1,2…..en það tókst alltaf.

Nowhere er góð samvinna milli mín og Elvars og kom út á Hellvar-plötunni Bat out of Hellvar árið 2007. Upprunalega lagahugmyndin er frá Elvari og svo gerði ég einhverja sönglínu sem honum fannst ljót og ég þurfti svoleiðis að berjast fyrir, því mér fannst hún einmitt ekki ljót heldur flott. Honum fannst hún svo rosaflott skömmu síðar, því hún nefnilega vinnur á, og þetta er sönglínan í laginu í dag. Textinn er minn og fjallar um sálarástand nútímamannsins sem verður fyrir áreiti útvarps, sjónvarps, vef- og prentmiðla og finnst hann vera að kafna. Allt þetta áreiti leggst á taugakerfi fólks í dag og sumir bara höndla það ekki. Ég upplifði þetta soldið sterkt þegar ég kom aftur til Íslands eftir að hafa verið í Berlín í eitt ár, þar sem ég var ekki með sjónvarp og útvarp og skildi ekki þýskuna það vel, svo prentaðar auglýsingar höfðu ekki eins sterk áhrif á mig heldur. Ég slakaði alveg svakalega á og fannst ég frjáls undan einhverjum klafa, þar sem alltaf er verið að segja mér hvað ég eigi að gera: Keyptu þetta, farðu þangað, gerðu þetta,….ég fékk nett áfall þegar ég kom aftur til Íslands og skriðan féll á mig af fullum þunga. Svo hefur mig langað að semja lagatexta sem heitir NOWHERE síðan ég sá þetta orð skrifað á vegginn á kvennaklósettinu á Thomsen einu sinni. Finnst það lúkka svo vel, þetta orð.
 Hellvar

Og hvað er svo framundan hjá Hellvar?

Hellvar tók upp plötu fyrir síðustu jól sem nú er verið að dúlla við, mixa og gera umslag og svoleiðis. Platan mun heita Stop that Noise eftir einu laginu sem þar verður að finna. Stop that Noise sáum við á plaggati frá vinnueftirlitinu sem var að minna fólk á að nota eyrnahlífar, þetta var eitthvað svona heyrnarverndarátak. Á íslenska plaggatinu stóð Niður með hávaðann! en ég heillaðist af Stop that Noise og fannst einmitt að ég gæti samið texta sem fjallaði um svona noise sem fólk heyrir inni í hausnum á sér þegar það er að missa vitið. Ég sem gjarnan texta um fólk sem er ekki í andlegu jafnvægi, finnst það mjög auðvelt….hmmm? Segir það eitthvað um mig? Ja, það gæti sagt eitthvað um mig stundum, en ég er líka oft alveg pollróleg bara í jóga að dreypa á tebolla. En stelpan í textunum mínum er semsagt alltaf alveg að fara að snappa. Aftur að nýju Hellvar-plötunni: Fyrsti singull er lagið Ding an sich sem er þýskt heimspekihugtak ættað frá Immanuel Kant og þýðir Hluturinn í sjálfu sér. Textinn er um einhvern frumkraft sem allir hafa inni í sér og birtist í mismunandi myndum. Minn frumkraftur er rokk og ról og ég þarf að næra hann og senda hann út í heiminn. Platan er soldið góð, held ég. Aron Arnarsson tók hana upp og það er gaman að vinna með honum. Hann er mjög ákveðinn en á sama tíma virkilega hugmyndaríkur upptökustjóri. Hann kallaði fram það besta í öllum í Hellvar, og gerði það að verkum að upptökusessjónið, sem var ein helgi, varð bara eins og draumur. Nú bíðum við spennt eftir að fá fleiri mix og að platan verði tilbúin. Hún kemur út í mars, en fyrr á rafrænu formi á gogoyoko, en þar er núna hægt að fara og versla sér Ding an sich.

Njótið!

Hellvar, og hin stórkostlega æðislega Elana frá New York, spila á Bakkus í kvöld kl 21.15. Allir velkomnir og kostar ekkert inn. Aldurstakmark er þó eflaust í gildi, 20 ár hljómar t.d. skynsamlega. Bakkus er í sama húsi og gamli Gaukurinn, Sódóma er á efri hæðinni.

Spjallað við Dënver

Maður er sí og æ að rekast á góða tónlist á þessu undarlega fyrirbæri, internetinu, en það vill brenna við að maður sé búinn að gleyma nýja uppáhaldsbandinu sínu jafnharðan. Sú varð ekki raunin þegar ég kynntist hljómsveitinni Dënver núna nýverið, og tveimur vikum síðar er það enn mitt fyrsta verk í vinnunni að kveikja á tónlistinni þeirra. Það kallast nú ágætt á þessum seinustu og verstu tímum að hlusta daglega á sömu sveitina í tvær vikur.

Það eru skötuhjúin Milton Mahan og Mariana Montenegro sem skipa þennan dúett og þau eru frá Chile af öllum stöðum. Rjóminn hitti sveitina yfir kaffibolla í vikunni og rakti úr þeim garnirnar.

Þau Milton og Mariana hittust fyrst árið 2005 í gagnfræðaskóla í bænum San Felipe sem er um 150 km. norður af Santiago, höfuðborg Chile. Þau hófu að gera tónlist saman vopnuð kassagítar og hljómborði, og tóku upp fyrstu EP plötuna sína, Solenoide, á fjögurra rása upptökutæki heima hjá sér. Þau fluttu síðar til höfuðborgarinnar í leit að frægð og frama, gáfu út breiðskífuna Totoral árið 2008 og í fyrra kom út önnur breiðskífan; Música, Gramática, Gimnasia. Mér lék forvitni á að vita hvernig sveitin hefði þróast á þessu tímabili…

“Between the first EP and our last work we could evolve in production features, from home-made 4 track recordings to a studio with session musicians playing our arrangements. It also has an impact on our live show, we used to play in a duo format, but now we have a band consisting of two guitars, bass, drums, synth and sometimes, in some big gigs, a brass section.”

Myndbönd sveitarinnar hafa vakið talsverða athygli, sér í lagi “Lo que quieras” og “Los Adolescentes“. Í því fyrra sést grunsamlegt par á ferðalagi, veifandi riffli og akandi um á ljómandi fallegum bíl (finnst mér). Það kemur von bráðar í ljós að þau eru með illa fenginn, meðvitundarlausan og blóðugan farangur í skottinu og svo æsast leikar og enda með ósköpum. Skemmtileg uppbygging í myndbandinu helst í hendur við uppbyggingu lagsins. Í “Los Adolescentes” ber eitthvað á nekt og káfi, sem við Íslendingar tökum svo sem ekki nærri okkur, en það er hæpið að MTV spili þetta óklippt. Hérna er blóðuga myndbandið:

“… our songs are about the things that happen around us, especially in San Felipe. We try to work on that imagery, but without falling into caricature or cliché, which is very common around here. We prefer to approach a more marginal world, in a expressive way.

The video for the song “Lo que quieras” (Whatever you want) tries to bring this idea to images. It is about boys who pack their stuff and go to do what they want. A lot of things in the lyrics are very extreme, so it made a lot of sense to me and Bernardo Quesney, who directed the video, to do this kind of road movie. We needed some kind of epic end because the song starts to grow musically, so the images also had to grow.”

Tvær og hálfa mínútu inn í lagið fara strengjahljóðfæri á mikið flug, og mér þótti laglínan kunnugleg en kom henni ekki fyrir mig. Milton og Mariana játa upp á sig sökina…

“The string section is a quote from a part of the John Williams’ melody for Jurassic Park. It is not a sample, it was actually played by a string octect. For us, the theme of the film makes a lot of sense with the theme of the song, and also fitted perfectly.”

Þau segjast undir áhrifum frá ABBA, Carly Simon, Magnetic Fields, Neu!, Yo La Tengo, Rosario Bléfari og Parade. En hvað er að gerast spennandi í Chileskri tónlistarsenu?

“The Chilean scene has grown a lot in the last years. During 2010 a lot of high quality albums were released, the best of all is of course “Mena” by Javiera Mena, but here are some other great musicians like Gepe, Fakuta, Maifersoni, Protistas or Felipe Cadenasso among others.”

Kíkjum að lokum á seinna myndbandið við dónalega lagiðLos Adolescentes“. Ég spái því að þetta band fari langt, og sé þess virði að hafa auga með. Sérstaklega ef margir skrifa álíka lofrullu og þessa, sem virðist reyndar vera tilfellið.

Dënver á Fésbókinni

Twee Tími – Onward Chariots

Bandaríska sveitin Onward Chariots var að gefa út glænýja sjóðheita smáskífu hjá spænsku útgáfunni Elefant sem er öllu áhugafólki um indiepopp og twee að góðu kunn. Hljómsveitin varð til árið 2008 uppúr annari sveit sem hét Infinite Orchestra. Að eigin sögn þá spilaði sú sveit “really complicated music”, en lagasmiðurinn Ben varð þreyttur á flækjustiginu og velti fyrir sér hvað myndi gerast ef hann færi að semja ofureinfalda melódíska popptónlist. Þeir tóku upp tónlistina heima hjá sér og unnu hörðum höndum að því að koma sér á framfæri á netinu í stað þess að spila á tónleikum. Útgáfan Tweefort gaf út smáskífu á netinu, þeir fengu að hafa lög á allskonar litlum safnplötum og var svo boðið að spila á tónlistarhátíðinni Indietracks í Bretlandi í sumar og eftir það fór allt af stað. Elefant útgáfan er sérdeilis virt í þessum bransa og þykir líklegt að leiðin liggi bara upp á við eftir það.

Save me Maryann” heitir nýja smáskífulagið og þeir félagar hafa gert ágætis stop-motion myndband við lagið þar sem ætla má að þeir félagar séu útlærðir í listinni að fljúga. Rjóminn hafði samband við sveitina og spurði hvernig þeim hefði tekist að láta fólkið fljúga í myndbandinu:

“… Shawn, our guitarist, has been able to fly since birth, so of course we had to use that in the video.  Katie, though, as you guessed, had to jump up and down for a few hours…

Lagið er ástaróður forsprakkans Ben til norskrar stúlku:

“I started writing “Save Me Maryann” after meeting a wonderful Norwegian girl named Marianne while staying in Bayreuth, Germany.  I was traveling around Europe on my own, and after I had to leave Bayreuth and continue the journey I really missed her, and I kept calling her from various places in Germany… the whole thing was quite exciting and I began to write this impossibly complicated song.  It uses all sorts of musical and lyrical tricks to try to be as exciting as possible all the time; something is always happening!  It took months to get it all to work out.  Unfortunately I couldn’t really sing and play the song without making a mess out of it, and it took the talents of Dan, Shawn, and Rus to make the song make such sense in Onward Chariots!

I felt lonely and intense during much of this otherwise magical trip, and, without much money to buy proper food, I ended up losing a lot of weight and rushing around rather frantically.  Thus the song is a combination of thrills and desperation: when I said “Save Me Maryann”, I really meant it.”

Kíkjum á þetta. Og vonum að Ben hitti stúlkuna einhverntíman aftur.

Myspace | Facebook

Nýtt frá The Pains of Being Pure at Heart

Stuðboltarnir í The Pains of Being Pure at Heart eru í óða önn að taka upp nýja plötu sem á að líta dagsins ljós hjá Slumberland Records í mars á næsta ári. Í gær birtist fyrsta lagið af skífunni á netinu, “Heart in you Heartbreak” og má heyra á því að sveitin er ekkert að gefa eftir í gæðum. Tékkið á klappinu og eighties hljómborðinu í lokin, það lætur hörðustu rokkhjörtu bráðna eins og smjör á poppkorni.

Þetta lag kemur svo út á sjö tommu þann 14. desember hjá bæði Fortuna Pop og Slumberland.

Acid House Kings með nýtt efni

Í september síðastliðnum skrifaði ég lofrullu um sænsku einsmanns sveitina The Legends sem er hugarfóstur hins hæfileikaríka Johan Angergård. Pilturinn er í fjölda hljómsveita sem allar eru gefnar út af hinni sænsku Labrador útgáfu sem hann einmitt rekur sjálfur. Acid House Kings er ein af hljómsveitum Johans, en þess ber að geta strax að tónlist þeirra á ekkert skylt við acid house, heldur er þetta ekta sænskt sólskinspopp.

Næsta plata sveitarinnar er núna  í vinnslu og væntanleg innan skamms, en fyrsta lagið af henni hefur verið gert opinbert; “Are we lovers or are we friends?“.

Hlustum á nýja lagið með Acid House Kings, og kíkjum á gamalt myndband af Sing along… plötunni.

Acid House Kings – Are we lovers or are we friends?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo er að sjá að Acid House Kings hafi reiknað út hvernig öðlast skuli vinsældir og selja grimmt. Það er bara einn pínu galli …

Hljómsveitin er mjög skipulögð, en hérna má sjá hvernig gengur að taka upp nýju skífuna.

FacebookLabrador

Gamalt og gott 80’s stöff – Naked Eyes

Á unglingsárum mínum þegar Pixies voru að sigra heiminn féll mikið af eighties poppi útbyrðis og var lítt saknað. Poppinu var snarlega afneitað þegar maður uppgötvaði snillinga eins og Throwing Muses og My Bloody Valentine, og eldri spámenn eins og Einsturzende Neubauten og Birthday Party. Einhverjar plötur fengu þó að gista áfram í plötusafninu, s.s. Howard Jones, Thompson Twins, Adam and the Ants sem og gestir okkar í þessum pistli, Naked Eyes. Blessunarlega henti ég ekki þessari skífu og hef seinustu árin aftur haft mjög gaman af að bregða henni á fóninn.

Naked Eyes gáfu út tvær plötur á gullaldarárum sínum (1983-4) og nutu mikilla vinsælda vestanhafs meðan sveitin var svo að segja óþekkt í heimalandi sínu, Bretlandi.

Þeir félagar Peter Byrne (söngur) og Rob Fisher (hljómborð) stofnuðu sveitina eftir að hafa verið saman í hljómsveitinni Neon ásamt Roland Orzabal og Curt Smith sem síðar stofnuðu Tears for Fears. Þeir slógu í gegn svo að segja strax með útgáfu lagsins “Always something there to remind me” sem var reyndar ábreiða af Burt Bacharach lagi. Seinni platan, Fuel for the Fire rataði í plötusafnið mitt á sínum tíma. Sú plata þótti á sínum tíma mun síðri en frumburðurinn, og hljómsveitin hætti störfum fljótlega eftir útgáfu hennar.

Rob Fisher gekk síðar til liðs við söngvarann Simon Climie og saman stofnuðu þeir Climie Fisher sem átti m.a. smellinn “Love changes (everything)”.

Rob lést árið 1999, 42 ára að aldri, eftir magauppskurð. Daginn áður hafði fyrrum félagi hans úr Naked Eyes landað samningi sem átti að koma Naked Eyes á kortið aftur.

Peter Byrne starfaði sem session söngvari á ýmsum plötum, og tók svo aftur upp nafnið Naked Eyes. Árið 2007 kom út undir því nafni plata með ábreiðum ýmiskonar, Fumbling with the Covers, og seinustu fréttir hermdu að ný plata væri væntanleg á þessu ári, undir heitinu Piccadilly.

En tékkum á tveimur rjómandi fínum smellum frá sveitinni, af plötunni Fuel for the Fire. Þetta eru alveg magnaðar trommuheilapælingar!

Naked Eyes – (What) In the Name of Love

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked Eyes – No Flowers Please

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Vandelles á og af Airwaves um helgina

Algjör þögn er best, en góður hávaði er góður líka. Þetta vita krakkarnir í New York bandinu The Vandelles mæta vel, en þau ætla að skafa úr okkur eyrnamerginn á tvennum tónleikum næstu helgi. Þetta háværa New York band er á mála hjá hinni virtu útgáfu Spoilt Victorian Child eins og annað band sem þið þekkið mæta vel núna; Ringo Deathstarr. Og eins og félagar þeirra í RD, þá halda The Vandelles mikið upp á Jesus and Mary Chain, sem og The Ronettes. Það er því ekki laust við að maður heyri samlíkingu við íslandsvinina í The Raveonettes, nema hvað þetta eru miklu meiri læti.

The Vandelles spila á Airwaves í Iðnó, föstudaginn klukkan 20.00, og “off-venue” á laugardaginn, á Bar 11 klukkan 21.00. Þá er bara að finna Bar 11 aftur, en hann er víst fluttur af Laugaveginum.

Hérna er lagið “Lovely Weather”, bæði myndband og MP3. Og hækkið dálítið í græjunum!

The Vandelles – Lovely Weather

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sækja lagið hér | Vandelles á Myspace | Á Facebook

Allt á uppleið hjá The Way Down

Flestir lesendur Rjómans muna eflaust eftir hinum knáa bassaleikara Ara Eldon, sem gerði fyrst garðinn frægan í Sogblettum, og síðar með Gunnari Hjálmarssyni í Bless. Síðar skaut hann einnig upp kollinum í mjög svo skemmtilegri hljómsveit sem hét Rut+, en sú sveit byrjaði feril sinn sem einhverskonar harðkjarna pönksveit í anda Jesus Lizard og söðlaði svo um og fór að spila brimbrettarokk a la Dick Dale.

Núna heldur Ari úti sveitinni The Way Down ásamt konu sinni Riinu Finnsdóttur og Orra Einarssyni trommuleikara. Á föstudaginn kom út önnur skífa sveitarinnar, Icelandic Democracy, og er hún fyrst um sinn einungis fáanleg á gogoyoko.com. Rjóminn kíkti í te til Ara:

Þetta er önnur platan okkar, sú fyrsta, See You In Hell kom út 2007. Nafnið Icelandic Democracy var upphaflega einkabrandari til að reka sjálfan mig áfram við gerð plötunnar; tilvísun í 15 ára vinnsluferli Chinese Democracy hjá Guns‘n‘Roses. Icelandic Democracy varð svo á endanum ofaná sem titill plötunnar, getur vísar jafnt í ástandið í kringum okkur og innan bandsins, eða bara verið merkingarlaus einkabrandari, allt eftir smekk. Semsagt einhverskonar öfugmæli, íslenskt lýðræði er ekki til, er það nokkuð?

Þau byrjuðu að taka plötuna upp í janúar, á mjög stuttum tíma en með löngum hléum. Ókjör af gestaleikurum eru á plötunni, Sigrún úr Kolrössu, Pétur úr Pornopop, Gísli Bacon-liði og fleiri og fleiri. Einnig spila á plötunni bróðir Ara, Þór Eldon sykurmoli, og Danny Pollock en þeir kumpánar sáu einnig um upptökur og mix og Aron Arnarsson masteraði.

Þessi gestaleikaramergð er kannski það sem setur mestan svip á plötuna, við gerðum engar kröfur til þeirra aðrar en að mæta og spila, svo þeir ná að lita lögin hver á sinn hátt, sem ég er ánægður með. Þetta gerði gerð plötunnar líka skemmtilega fyrir vikið, meira svona partý andrúmsloft frekar en að við værum bara ein að vesenast í þessu, sem skiptir mig máli, það þarf alltaf að vera partý ef ég á að nenna þessu.

Áhrifavaldar sem Ari nefnir til sögunnar eru aðallega 60’s og 70’s low-fi rokk og pönk.

… ég er kannski minnst fær um að meta frá hverjum ég er að stela þá og þá stundina. Ég er samt ekki með neitt eitt band sem fyrirmynd og er að vona að við náum að skapa okkar eigin stíl smátt og smátt.

Tvö tóndæmi fylgja hér með, og umsögn Ara um lögin:

The Way Down – Heart over Soul

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Fyrir 20 árum gaf bróðir minn mér tvær Ramones plötur í afmælisgjöf, It‘s Alive og þá fyrstu samnefndu. Ég hafði fram að því sniðgengið Ramones samkvæmt minni meginreglu sem var að hlusta aldrei á síðhærðar hljómsveitir, ágæt regla sem ég lagði þó af eftir að hafa þarna frelsast til Ramones-trúar, held því enn fram að It‘s Alive sé ein albesta rokkplata allra tíma og Ramones eitt albesta band í sögunni.

Lagið “I love her so” með Ramones er svo kveikjan að “Heart Over Soul”, ég misheyrði textann hjá Ramones þannig í fyrstu og varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum þegar ég áttaði mig á því að lagið hét ekki “Heart Over Soul” eftir allt saman, fannst það mun betra viðlag og sá fullt af meiningum í þeim frasa. Það er svo ekki fyrr en núna sem ég loksins kom mér í að gera þetta lag, semsagt tuttugu ára sköpunarferli hér á ferð og eins gott að þetta sé sæmilegt lag.

The Way Down – Leee Black Childers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leee er ljósmyndari sem var áberandi í New York senunni í kringum 1970, og er reyndar enn. Hann var alltaf ofursvalur og poppaði upp á ótrúlegustu stöðum, tók mikið af myndum af David Bowie og var um tíma umboðsmaður hans, til dæmis. Mér fannst hann alltaf áhugaverður og vel klæddur gaur (sjá hér, annar frá vinstri) og einhvern veginn æxlaðist það svo að fyrsta lagið með The Way Down varð óður til hans.

Ég klikkaði hins vegar á að tékka á því hvort hann væri enn á lífi og fékk svona nett áfall þegar ég sá að hann skrifaði eitthvað um lagið á netinu. Ég setti mig í samband við hann til að fyrirbyggja einhvern misskilning og úr varð að hann bauð okkur að spila í New York á afmælinu hans, sem er nokkuð massífur viðburður og við gerðum það í ágúst 2008, spiluðum á fernum tónleikum í NY og hittum meistarann. Það var virkilega fínt og ógleymanlegt afmælið þar sem fullt af krumpuðum NY rokkhundum mættu að fagna með honum.

Myndir úr afmælinu má sjá hér | The Way Down á Facebook | Platan Icelandic Democracy á Gogoyoko | “I love her so” með Ramones á Youtube

Rjóminn þakkar Ara fyrir spjallið, og óskar The Way Down alls hins besta í framtíðinni. Þess má svo einnig geta að bandið spilar í Dauða Galleríinu kl 18.00 á laugardaginn kemur! Það mun vera á laugavegi 29, fyrir þá sem eru ekki svo hipp að vita það nú þegar.

Ringo Deathstarr með nýtt efni

Allir sem hafa eitthvað gaman af öldnum snillingum á borð við My Bloody Valentine ættu að hafa áhuga á bandarísku sveitinni Ringo Deathstarr. Þessi sveit er frá Austin í Texas og státar af vægast sagt miklum áhrifum frá meistara Kevin Shields sem og Jim Reed og félögum í Jesus and Mary Chain. Og er það vel. Má segja að Ringo Deathstarr sé í framvarðasveit bylgju sem sumir kalla nu-gaze, sem er nú bara fínt orð yfir sveitir sem að mestu leyti spila gamla góða shoegaze-ið með tilheyrandi delay-um og chorusum.

Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg í febrúar á næsta ári, en hún hefur hingað til gefið út nokkrar EP plötur. Nú þegar er komið út myndband við lag af plötunni, “Imagine Hearts”:

Það kann svo góðri lukku að stýra að hlusta á eldri lög sveitarinnar, hér eru þrjú stykki sem ég mæli alveg einstaklega mikið með fyrir forfallið shoegaze áhugafólk, og reyndar alla aðra og mömmu þeirra líka. Það er oft eitthvað við gott shoegaze sem lætur mig fá fiðring í magann, þetta gerist sérstaklega undir lokin á laginu “Sweet Girl”. Takið líka eftir flottum kafla circa eina mínútu inni í “Swirly” sem minnir all svakalega á eðal bandið Slowdive. Mikið er nú gaman af hljómsveitum sem flagga svona áberandi áhrifum sínum og ferst það svona vel úr hendi.

Ringo Deathstarr – In Love

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ringo Deathstarr- Sweet Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ringo Deathstarr – Swirly

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Og hér má sækja MP3 af nýja laginu:

Ringo Deathstarr á Myspace | Á Facebook

Sænski hjartaknúsarinn Juni Järvi í léttu spjalli

Fyrir svona tveimur árum síðan var ég að flakka stefnulaust um Myspace að leita að einhverri áhugaverðri tónlist. Það reyndist á brattann að sækja þar til ég rak augun í myndina hér vinstra megin. Þarna var þessi laglegi jakkafataklæddi herramaður með Shadows-gítarinn sinn í sixties-stól og með eitthvað dautt dýr á höfðinu. Þetta hlyti að vera eitthvað svo frámunalega vitlaust að gaman væri að tékka á því. Kom þá uppúr kafinu að þetta er sænski hjartaknúsarinn Juni Järvi, og hann er bara alls ekki svo slæmur, heldur þvert á móti, pilturinn er með frambærilegri tónlistarmönnum Svíþjóðar í dag og ég er núna mesti aðdáandi hans.

Juni Järvi heitir réttu nafni Mikael Bengtsson og á þessum tíma hafði hann þegar gefið út eina breiðskífu sem hafði rúllað undir radarinn hjá flestum ef ekki öllum. Og þetta er alls ekki mynd af honum heldur vinkonu hans. Rjóminn leit í kaffi til Mikael og togaði meira upp úr honum, m.a. um myndina góðu:

“It’s a dear friend of mine who is a drag king-artist. She starred in the video to “The stars above Indian lake” from my first album too, and was also acting me on the press photos from the same album. I don’t know, I guess I like to mess with stereotypes in general and with gender stereotypes in particular. And I’ve always disliked the way bands and artists usually portraits themselves on posters, photos and covers. It was a way for me to do something different.”

Mikael hefur gjarnan verið líkt við angurværa poppara eins og landa sinn Jens Lekman, sem og Stephin Merrit forsprakka The Magnetic Fields. “Crooner” er eina orðið sem mér dettur í hug þegar ég hlusta á tónlistina hans, textarnir eru vonlaust rómantískir, sumir dapurlegir en aðrir svo klikkæðislega hressir að stappar nærri ólíkindum.  Lagið sem fyrst greip athygli mína heitir “If we just want to” og inniheldur mest grípandi (og einföldustu) bassalínu þessa áratugar, hristur, tambúrínu, mellótron, ukulele, banjó og ógrynni af fuglasöng:

Juni Järvi – If we just want to

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“The song is about two great days in my life. Things hadn’t been great for quite some time and then I had this walk with a very close friend of mine, moreover a very special person, on a beautiful spring day. And after that things started to change to the better. About a month later I celebrated my birthday. We had a picnic and went to the movies, it was a great day. So I just had to write a song about it.”

Eins og sönnum indie gaur sæmir þá rekur hann sína eigin útgáfu, Everlasting Records, og gefur plötur sínar út sjálfur. Núna nýverið kom svo út önnur platan hans, The Gospel as written and performed by Juni Järvi. Eins og áður segir er Mikael upptekinn af staðalímyndum og fékk vinkonu sína til að sitja fyrir á promo myndum og jafnvel leika sig í myndböndum, en núna er hann sjálfur í aðalhlutverki og skartar þar augnhárum sem eru svo löng að hægt væri að rispa sig á þeim ef maður sæi hann hinu megin við götuna. En þrátt fyrir alltumlykjandi rómantíkina núna þá á hann sér dimma og drungalega fortíð.

“I’ve always liked to sing a lot. Not on stage or in a choir or such. But I’ve been singing to myself a lot sice I was a kid. In the showers, when I’m out walking, on the busses and subway. Everywhere and anytime really. But what actually inspired me to write songs was social injustice. I started out my music career as a punk. Then I moved on to metal, drifting to the more extreme part of it just to realize it is pop I’ve been doing all along! Just in different forms, with different frames. But the melodies have always been there. I refer to much music as pop even though I guess a lot of people would label it as Hip-hop, Rock, Metal or folk music.

Spurður að því í hvaða hljómsveitum hann var, og hvort maður ætti að þekkja þær, svarar hann:

“I’m pretty confident that at least 3 or 4 people remeber those bands.. No, it was… how should I put it.. a brief period of my musical history. Anyway the punk band was called Sladd and the doom metal band was called Amalthea.

But it wasn’t just punk and metal really.. I also managed to play some swedish folk music (on violin I might add) and classical guitar too. And since I realised that pop was the love of my life I’ve done pop music in a lot of different constellations. I used to do bit-music on the gameboy and commodore 64, power-pop in a great band called Sisu, a few DnB songs and even some euro-techno too.”

Það mætti færa rök fyrir því að Mikael sé fjölhæfur tónlistarmaður. Á nýju plötunni fær hann ennfremur aðstoð frá öðrum málsmetandi tónlistarmönnum, s.s. Anniku Norlin úr Hello Saferide, og Markus Krunegård.

Juni Järvi – (I love it when you call me) Baby (… með Anniku Norlin)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“There are some artists who can write and sing the word baby with such grace but still with a hint of nonchalance. Then we have the rest and unfortunately they outnumber the other with 99 to 1. Still I wanted to write a song singing the word baby without sounding noramtive and dull. So it suddenly occurred to me that I could write a song about how good it feels when someone I like calls me baby!!

Annika and me have friends in common but we had never met before. I simply sent Annika a mail on facebook and a few weeks after that we had recorded one of the finest pop duets of 2010.”

Nýja platan barst mér í pósti fyrir stuttu og óhætt er að mæla með henni, mér dettur stundum í hug Nick Cave eða Frank Sinatra, auk Jens Lekman og Stephin Merrit. Sum lögin virðast eiga heima á kokteilbar í Hawaii, önnur eru full vonleysis með einmana píanó sem undirleik og eitt lagið myndi sóma sér vel á prógramminu hjá The Pogues nema hvað textinn gerist í Helsinki. Því meira sem ég hlusta á plötuna því gáttaðri verð ég á vönduðum en einföldum útsetningunum, og bara öllu þessu skammlausa og skemmtilega poppi. Tékkum á einu lagi í viðbót, sem er ekki jólalag þótt svo gæti hljómað í fyrstu.

Juni Järvi – Walk right into the fire

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“This song is inspired by a auto biography about the women who started the Fogelstad citizen school for women. It was back when women had no right to vote in Sweden. But these women went their own way. It’s a song about love and the will to fight for what you believe in.”

Kíkjum svo á bullandi-kraumandi-sizzlandi heitt myndband við lagið “Looking at you is like looking at the sun”, þar sem vinkona hans í draginu leikur ástfanginn skipstjóra á stuttbuxum af miklu listfengi. Svo er bara að halla sér aftur í sólstólnum, súpa á sangria og láta sólina baka sig!

Heimasíða Juni Järvi | Á Facebook

S.H. Draumur snýr aftur, spjallað við Gunnar Hjálmarsson

Uppstillir fyrir Viku-viðtal við Jóa Motorhead rétt eftir að Biggi byrjaði í bandinu 1986
Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að hin goðsagnakennda hljómsveit S.H. Draumur snýr aftur núna um miðjan mánuðinn og leikur þá á Iceland Airwaves. Í dag kemur út rafrænt spikfeitur pakki með efni sveitarinnar undir heitinu Goð+ og svo dettur kassinn í verslanir þann 13. þessa mánaðar. Rjóminn hafði samband við forsprakka sveitarinnar, Gunnar Hjálmarsson, og rakti úr honum garnirnar. Aukinheldur fljóta hér með nokkur tóndæmi, ásamt athugasemdum doktorsins.

Ég er forvitinn að vita, þótt ég hafi lesið eitthvað um það á vefsíðu þinni áður, hvað er í boxinu? Bútaðir Leggir? Hvaðan eru tónleikaupptökurnar? Er búið að laga sándið á áður útgefnu efni mikið? Mér finnst nefninlega ljómandi fínt sánd á “Allt heila klabbið”, er það lagað meira en þar?

Pakkinn heitir Goð+. Þetta eru tveir diskar í “kassa” og rosa bæklingur með öllum textunum og sögu hljómsveitarinnar, eins og ég man hana, fylgir. Á diski 1 er Goð platan. Á hinni eru öll lögin af EP-plötunum þremur sem við gerðum (samtals 10 lög) og svo 14 lög í viðbót, bæði upptökur af æfingum og frá tónleikum. Eitthvað smá af því kom á Bútaðir leggir, sem var kassetta í takmörkuðu upplagi.

Mér fannst ömurlegt sánd á Allt heila klabbið, enda var ekkert unnið í sándinu þar heldur dótið bara keyrt inn á digital format. Nú var að sjálfssögðu forðast að búa til eitthvað ömurlegt cd-súputeninga-sánd, heldur bara nútíma tækni beytt til að ná sem allra bestu sándi út úr þessum gömlu teipum. Ég tókst alveg frábærlega að mínu mati. Ég er gríðarlega ánægður og hreinlega bara stoltur með þennan pakka!

Hvar er Steini gítarleikari búinn að vera öll þessi ár?

Um það leyti sem EP platan Bless kom út þá hafði hann misst  alla rokklöngun og hellti sér út í klassík. Hann lærði í Rvk, fór síðan til Bergen í Noregi í framhaldsnám. Hann ílengdist þar og eignaðist samtals 4 börn. Svo fluttu þau heim, bjuggu fyrst í Hafnarfirði, en nú býr Steini á Egilsstöðum og er skólastjóri Tónlistarskólans þar.

Að spila fyrir 2000 manns í Astoria, London

Þegar ég pæli í því þá veit ég líka voðalega lítið hvað Biggi hefur verið að gera, þó man ég eftir honum að spila með Heiðu og Heiðingjunum.

Biggi fór í Sálina hans Jóns míns og spilaði með þeim inn á allar bestu plöturnar þeirra. Hann hefur svo bara lifað af tónlist og trommuleik. Hann spilar með ýmsum, t.d. Röggu Gröndal um þessar mundir. Hann býr á Akranesi og kennir í tónlistarskólanum. Hann hefur komið mikið við sögu í minni sögu, var náttúrlega í Bless, spilaði svo með Unun, inn á Abbababb! plötuna, sem hann hafði líka mikil áhrif á tónlistalega, spilaði með mér í Abbababb! sýningunni og tók upp og trommaði sólóplötuna mína, Inniheldur, sem ég gaf út 2008.

Eru einhver plön um að endurútgefa Bless efni síðar meir? Meltingu? Það er eins og mig minni þú hafir verið lítið hrifinn af Gums eins og hún kom út, og hún hefði að ósekju mátt vera t.d. hrárri, og sungin á íslensku. Einhverjar pælingar með að endurgera það?

Jú ætli það komi ekki einn daginn líka. Gums er til á tonlist.is. Mér finnst Melting (7 laga EP plata) alveg fín en er ekki nógu hrifinn af Gums. Fyrir það fyrsta er hún sungin á ensku sem er alveg ömurlegt. Fáránlegur framburður og rugl. Það var dáldið verið að reyna að poppa okkur upp í stúdíóinu, en það var svo sem ok. Verst var að við vorum píndir til að spila eftir “klikk-trakki”, sem geldi spilamennskuna mikið og hamlaði almennilegum fílingi.  Svo voru textarnir bara eitthvað ástarvæl í mér og Ari Eldon bassaleikari hefur oft grínast með það að þessi plata hefði átt að heita “Hildur – The Album”.

Á síðustu tónleikum bandsins, að hita upp fyrir Pere Ubu í Tunglinu 1988.

Hlýðum þessu næst á nokkur tóndæmi af Goð+ og athugum hvað Gunnar hefur að segja um lögin. Fyrst ber að kynna til sögunnar “Glæpur gegn ríkinu” sem er með bestu lögum Draumsins að mati undirritaðs:

S.H. Draumur – Glæpur gegn ríkinu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég man nú bara ekkert hvernig þetta lag varð til. Það kom allavega til sögunnar skömmu eftir að Biggi trommari gekk í bandið (maí 1986) svo hann á eflaust eitthvað í því með þessum magnaða trommuleik. Riffið er augljóslega útúrsnúningur á Smoke on the water, ég veit ekki alveg hvaða flipp það var. Á öllum mínum uppvaxtarárum þótti þungarokk mjög hallærislegt og enn þann dag í dag hef ég engan húmor fyrir þungarokki. Textinn er svo náttúrlega alveg frábær og einn af mínum uppáhalds. Algjört verksmiðjuþunglyndis- og samfélags-haturs stuð með smá súrrealísku ívafi. Ég var mikill aðdáandi súrrealístanna í Medúsu hópnum og það síaðist alltaf smá inn í textagerðina. Við tókum þetta fyrst upp um vorið 1987 i Stúdíó Stöðinni með Axel Einarssyni, sem hafði áður verið í m.a. hljómsveitinni Icecross. Eina plata þeirra selst nú á einhverja hundrað þúsund kalla enda gott og fágætt doom-rokk. Hann sagði auðvitað að við minntum sig á Icecross. Þessi útgáfan er af plötunni Goð, tekið upp í ág/sept í stúdíó Gný með Sigurði Inga Ásgeirssyni, sem var bara einhver maður út í bæ sem fylgdi stúdíóinu. Hann stóð sig vel, en það runnu reyndar á mig tvær grímur í upphafi upptaknanna þegar hann setti Brothers in Arms með Dire Straits á fóninn til að fá sándlegt viðmið. Ég held ég hafi m.a.s. sagt að við hljómuðum nú ekkert líkt og Dire Straits! Það var alltaf sérlega gaman að spila Glæp gegn ríkinu á tónleikum.

S.H. Draumur – Engin ævintýri

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag er líka á Goð. Ég man ekki heldur hvernig þetta lag varð til, það getur samt verið að það sé undir smá áhrifum af laginu These Boots are made for Walkin’ sem Nancy Sinatra söng. Byrjunin er stæling á byrjuninni á laginu Ævintýri með Bjögga og félögum í Ævintýri, bara negatífan af henni. Biggi og ég sömdum textann saman í herberginu mínu að Álfhólsvegi 30a, eða svo segir hann allavega, ekki man ég það. Hann segir að við höfum samið sitt hvora línuna í þessu, en ekki man ég eftir því. Textinn er náttúrlega undir miklum áhrifum af snilldarmyndinni Skytturnar, sem var ný þegar textinn varð til. Við fylgjumst með ferðum undirmálsmanns í landi og inn í textann blandast andfélagslegt svartagall: “Svona líða árin hjá manninum á móti / Svona líða árin hjá helvítis þjóðinni”. Ég átti mjög andfélagslega vini og var gríðarlega andfélagslegur og neikvæður á þessum árum eins og má sjá í gömlum viðtölum. Ég man alltaf eftir því að einn vinur minn óskaði þess heitast að flugvélin með Icy hópnum myndi hrapa á leiðinni út svo hann væri laus við þjóðrembuna sem gekk á á þessum tíma! Nú í kreppunni eru eiginlega allir orðnir andfélagslegir og and-þjóðrembdir, svo ég þarf eiginlega að vera þveröfugt ef ég á að halda í þá góðu dyggð að vera alltaf á annarri skoðun en meirihlutinn.

S.H. Draumur – Dýr á braut

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta er mjög flott lag en eins og oft áður þá man ég bara ekki hvernig það varð til. Þetta var allavega eitt af allra síðustu lögunum sem við sömdum, það varð til eftir að Goð var tekin upp og kom út á 4-laga EP-plötunni Bless 1988. Við vorum búnir að ákveða að hætta, aðallega vegna þess að Steini gítarleikari var ekki í rokkstuði lengur, kominn með konu, son og á leið í stíft klassískt gítarnám. Textinn er ýkt dýraverndunar-sinnaður, hér er verið að berjast fyrir réttindum dýra sem eru send út í geim til tilraunaverkefna. Á þessum tíma stóð yfir mikið stapp um hvalveiðar í fjölmiðlum og þetta var okkar lóð á vogarskálinar þeirrar umræðu. Ég held samt að enginn berjist í alvörunni fyrir réttindum geimdýra.  Sigurjón Kjartansson í Ham og Sveinn bróðir hans tóku upp Bless-plötuna og þetta var best sándandi platan okkar. Upptökur fóru fram í Sýrlandi, sem þá var til húsa í bílskúrnum hjá Agli Ólafssyni á Grettisgötu, minnir mig.