Nýtt frá Beach House: Myth

Hljómsveitin Beach House birti óvænt í morgun nýtt lag á heimasíðu sinni. Lagið “Myth” mun væntalega vera á næstu skífu sveitarinnar, sem verður sú fjórða sem bandið sendir frá sér (eins og lesendur muna þá var Teen Dream plata ársins hér á Rjómanum árið 2010 og Devotion skoraði einnig hátt á árslistanum 2008).

Enn sem komið er hafa hvorki sveitin né útgáfufyrirtækið Sub Pop sent frá sér tilkynningu um plötuna, en óstaðfestar munnmælasögur segja að gripurinn komi út um miðjan maí og muni bera heitið Bloom.

En þangað til … streymið “Myth” hér…

Nýtt lag frá Arcade Fire

Hljómsveitin Arcade Fire á lag í kvikmyndinni The Hunger Games sem væntanleg er í kvikmyndahús innan skamms. Lagið “Abraham’s Daughter” mun víst hljóma undir lokatitlum lagsins en meðal annara sem eiga munu lag á hljóðskori myndarinnar eru The Decemberists og Neko Case.

Arcade Fire – Abraham’s Daughter

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

 

Belle and Sebastian þekja Primitives

Í mars er væntanleg ný plata í LateNightTales útgáfuröðinni, sem eru safndiskar sérlega settir saman af ákveðnum hljómsveitum. Belle and Sebastian sjá nú í annað skiptið um valið, en meðal annarra sem komið hafa að útgáfuröðinni eru Air, MGMT og Flaming Lips.

Þema útgáfuraðarinnar er einfaldlega að gera safnplötur sem henta síðla um kvöld – og er hljómsveitunum því gefinn nokkur veginn lausur tauminn í lagavali. Yfirleitt láta þær svo fylgja eins og eitt áður óútgefið lag til að laða enn frekar að aðdáendur. Fyrir nýjustu LateNightTales þakti Belle and Sebastian því lag “Crash” sem breska jaðarpoppsveitin The Primitives gaf út árið 1988.

Úr herbúðum Belle and Sebastian er það þó helst að frétta að fyrirliðinn Stuart Murdoch er á fullu að undirbúa söngva- og dansamynd byggða á God Help The Girl plötunni. Ef nægir peningar safnast mun kvikmyndin vera tekin upp í sumar og jafnvel frumsýnd strax næsta vetur.

Nýtt með Spiritualized

Geimmaðurinn og félagar í Spiritualized senda frá sér nýtt stykki um miðjan Apríl. Verkið heitir – þó það mætti halda af plötuumslaginu að nafnið væri Huh?

Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar síðan hin ágæta Songs in A&E kom út árið 2008, en í millitíðinni hafa Spiritualized meðal annars endurútgefið meistaraverk sitt, Ladies and Gentlemen We Are Floating in Space, í margfaldri viðhafnarútgáfu. Sveitin heimsótti svo Ísland líka, bæði til myndbandagerðar og til að spila á Iceland Inspires tónleikunum.

Spiritualized hafa nú sent frá sér lag af nýju plötunni, “Hey Jane” – nærri níu mínútna rokkópus!

Mouse on Mars snúa aftur til jarðar

Músabræðurnir þýsku í Mouse on Mars munu nú seinna í mánuðnum senda frá sér nýja breiðskífu – Parastrophics. Þetta er að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir rafkúnstnera enda eru komin 6 ár síðan hin hressa Varcharz kom út. Í millitíðinni komu reyndar út hin snarfrábær samstarfsplata sveitarinnar með Fall fyrirliðanum Mark E. Smith árið 2007 svo og frekar fríkað hljóðskor við útvarpsleikritið Die Abschaffung der Arten í fyrra.

Nú er hinsvegar loks komið að nýju efni frá Mouse on Mars og má heyra formsmekkinn af plötunni, “Polaroyced” hér að neðan:

Mouse on Mars – Polaroyced

 

Svo er nú um að gera að rifja upp eitt gamalt myndband frá sveitinni – þetta er af hinni stórskemmtilegu Niun Niggung (1999):

Gamlar hugmyndir og nýjir vinir

Leonard Cohen er líklega ódauðlegur. Hann virðist að minnsta kosti skrimta fram í það óendanlega og því til sönnunar sendi hann frá sér nýja plötu nú á dögunum. Skífan heitir Old Ideas og er tólfta hljóðversplata Cohens á 45 ára ferli. Í tilefni útgáfunnar hefur Columbia útgáfufyrirtækið fengið nokkra yngri listamenn til að þekja lög kallsins og  nefnist uppátæki Old Ideas With New Friends. Meðal þeirra sem taka þátt eru Cults, Cold War Kids, Mountain Goats og Deerhunter/Atlas Sound forsprakkinn Bradford Cox, en búast má við að fleiri þekjur bætist við á síðuna á næstu vikum.

 

Tónlistartímaritið MOJO er líka með puttann á púlsinum og safnaði saman ýmsum fínum Cohen þekjum fyrir nýjasta tölublaðið sitt. Búta má finna á Soundcloud:

Nýtt lag frá Air – Beach House í heimsókn

Frakkarnir knáu í Air senda frá sér nýja breiðskífu í febrúar komandi og mun gripurinn heita Le Voyage Dans La Lune. Vísar nafnið til samnefndrar kvikmyndar Georges Méliès frá 1902, en platan mun vera óður til þessa meistaraverks þögla tímans.

Fyrsta sönglinum af skífunni var hleypt lausum í dag en þar heimsækir Victora Legrand úr Beach House tvíeykið. Lagið nefnist “Seven Stars og má hlusta á í handtækum spilara hér að neðan:

Nýtt lag frá Jónsa

Já, þó að Inni Sigur Rósar sé enn glóðvolg þá opinberaði Jónsi nýtt lag nú í vikunni. Um er að ræða lagið “Gathering Stories” sem hann samdi ásamt leikstjóranum Cameron Crowe, en lagið er einmitt að finna í væntanlegri kvikmynd Crowe’s We Bought A Zoo. Jónsi sér reyndar um allt hljóðskorið og er það væntanlegt á diski þann 13. desember. Diskurinn er 15 laga og inniheldur að mestu ný lög og stemmur auk nokkurra kunnuglegra vina, en “Boy Lilikoi”, “Go Do” og “Sinking Friendships” af Go og “Hoppípolla” af Takk Sigur Rósar er einnig að finna þar.

Jónsi – Gathering Stories

Uppvakningahátíð & kvikmyndatónleikar

Aðdáendur uppvakningamynda hafa nú ástæðu til að gleðjast því kammerpönksveitin Malneirophrenia og Bíó Paradís standa fyrir Uppvakningahátíð og kvikmyndatónleikum 29. og 30. október næstkomandi.

Malneirophrenia hefur valið fimm sígildar uppvakningamyndir sem verða sýndar yfir tvö kvöld. Þar að auki heldur sveitin kvikmyndatónleika í tilefni 100 ára afmælis þögla meistaraverkisins L’Inferno (1911), fyrstu ítölsku kvikmyndarinnar í fullri lengd. Rafdúettinn Radio Karlsson hitar upp fyrir sýninguna.

Dagskrá:

29. október

18:00 Night of the Living Dead (1968)
20:00 Kvikmyndatónleikar – L’Inferno (1911)
(Malneirophrenia og Radio Karlsson)
22:00 The Grapes of Death (1978)

30. október

18:00 White Zombie (1932)
20:00 Let Sleeping Corpses Lie (1974)
22:00 Zombi 2 (1979)

1000 kr stök sýning / 2000 kr kvöldið / 3500 kr bæði kvöldin

Nánari upplýsingar á bioparadis.is og malneirophrenia.com. Einnig á facebook!

 

Stelpur æla

Hin frábæra sveit Girls gefur út sína aðra breiðskífu, Father, Son, Holy Ghost, um miðjan september. Ef mark er takandi á frumburðinum Album frá 2009 og EP-inu Broken Dreams Club sem kom út í fyrra má vænta þess að platan eigi eftir að gleðja mörg eyru nú í haust. Girls hafa verið óhræddir við tilvísanir hingað og þangað í tónlistarsöguna og eiga auðvelt með að flakka milli undirstefna rokksins áreynslulaust. Fyrsta lagið sem heyrist af skífunni væntanlegu ber þess vel merki, því nú ferðast Girls enn um nýjar lendur. Í laginu, sem ber hið hugljúfa nafn “Vomit”, má heyra sveitina dufla við progg og sletta svo smá gospel inn. Nokkuð góð æla bara …

Girls – Vomit

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Er svo ekk um að gera að rifja upp eitt gamalt myndband með stelpunum:

Nýtt lag frá Björk

Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þá er hún Björk alveg að fara að gefa út nýja plötu sem heita mun Biophilia. Nú  á dögunum var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið “Crystalline”, gert opinbert og gefur góð fyrirheit. Ef marka má enda lagsins þá hefur Björk verið að grufla í rafmúsík eins og hún gerðist best á seinni hluta 10. áratugarins og er það gleðilegt að einhver sé að rifja upp gamla takta.

Björk – Crystalline

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hér að neðan má svo sjá myndband frá upptökum syríska tónlistarmannsins Omar  Souleyman fyrir remix á “Crystalline” og verður spennandi að heyra hvernig þetta mun hljóma fullfrágengið.

Arcade Fire með plötu ársins á Grammy’s

Kanadísku góðkunningjar Rjómans í Arcade Fire unnu óvænt verðlaun fyrir plötu ársins á Grammy hátíðinni í gærkvöldi fyrir The Suburbs. Hljómsveitin skaut meðal annars Eminem og Lady Gaga ref fyrir rass en þau þóttu bæði sigurstrangleg í flokknum.

Valið kom flestum á óvart, enda virtust fæstir í salnum vita hvaða hljómsveit var þarna á ferðinni og í kjölfarið fylltist Twitter af skilaboðum frá vonsviknu “tónlistaráhugafólki” sem hafði aldrei heyrt á Arcade Fire minnst. Nokkur skemmtileg tvít hafa verið tekin saman á síðunni whoisarcadefire.tumblr.com; Rosie O’Donnell segist aldrei hafa heyrt um þau, hljómsveitin Fall Out Boy segir að Arcade Fire hefði átt að vinna “stupid name award” í staðinn (öhömm) og sumir virðast reyndar halda að sveitin heiti The Suburbs!

Það voru Barbara Streisand og Kris Kristofferson sem veittu verðlaunin og Streisand sjálfri brá svo mikið að hún gat varla hikstað nafninu upp úr sér. Sjá má Arcade Fire taka við verðlaununum og spila “Ready To Start” hér:

Útsendingu lokið – Trish Keenan látin

Það voru miklar sorgarfréttir sem bárust í dag þegar Warp útgáfan sendi út þá fréttatilkynningu að Trish Keenan, söngkona Broadcast, hefði látist í morgun. Hljómsveitin hafði verið á tónleikaferðalagi í Ástralíu í desember og smitaðist Keenan þar af fuglaflensu og fékk í kjölfarið lungnabólgu. Hún hafði legið á sjúkrahúsi í Bretlandi í rúmar tvær vikur þar til hún lést í morgun.

Broadcast – Come On Let’s Go (af The Noise Made By People, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast var stofnuð í Birmingham árið 1995 og í kjölfar nokkurra smáskífna gerði sveitin samning við Warp plötufyrirtækið. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tilraunakennda popptónlist sína þar sem áhrifum úr hinum ýmsu áttum var blandað saman á skemmtilegan hátt. Eftir sveitina liggja breiðskífurnar The Noise Made By People (2000), Haha Sounds (2003) og Tender Buttons (2005), auk fjölmargra smáskífna og EP platna sem safnað hefur verið saman á plöturnar Work and Non Work (1997) og The Future Crayon (2006).

Broadcast – Micheal A Grammar (af Tender Buttons, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lítið heyrðist frá sveitinni um tíma þar haustið 2009 þegar EP platan Mother Is The Milky Way og samstarfsplata með Focus Group, Broadcast and The Focus Group Investigate Witch Cults of the Radio Age, komu út. Seinasta útgáfa sveitarinnar var svo stuttskífan Familiar Shapes and Noises (einnig gerð með Focus Group) sem kom út síðastliðið sumar. Ný breiðskífa hefur verið væntanleg um nokkurn tíma en ekki hefur enn verið uppgefið hvort eða hvenær sú plata muni koma út.

Rjóminn minnist Trish og Broadcast og vonar að sú frábæra tónlist sem þau færðu okkur gleymist ekki í bráð.

Broadcast – The World Backwards (af Work and Non Work, 1997)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Look Outside (af The Noise Made By People, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Pendulum (af Haha Sounds, 2003)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Broadcast – Tears In The Typing Pool (af Tender Buttons, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 23. desember

Nú í næstsíðasta glugga Rjómajólanna koma nokkrir góðkunningjar Rjómans. Fyrst ber að nefna Sufjan Stevens, sem hefur verið ansi duglegur í jólalagaframleiðslu eins og lesendur Rjómans ættu að þekkja. Fyrir nokkrum árum kom út box sett með jólastuttskífum með Sufjan og sögusagnir segja að fleiri slíkar jólaplötur séu til óútgefnar. Jólaplata númer 8 lak þannig á netið fyrir nokkrum árum, en plötur númer 6 og 7 eru enn sveipaðar dulúð – tja þar til núna. Á dögunum voru nefnilega The National bræðurnir Aaron og Bryce Dessner í heimsókn á BBC að spila jólalög af plötum, þar á meðal tvö óútgefin lög sem þeir tóku upp með Sufjan og Richard Parry úr Arcade Fire. Sagan segir að þetta efni sé að finna á hinni enn óútgefnu Song For Christmas Vol. 6 – Gloria! og verðum við ekki bara að trúa því? Lagið “Barcarola (You Must Be a Christmas Tree)” er frumsamið af Sufjan og ætti að gleðja þá sem bíða í ofvæni eftir að týndu jólaplöturnar hans leki í netheima.

Sufjan Stevens – Barcarola (You Must Be a Christmas Tree)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hitt lagið í rjómajóladagatalaglugga dagsins er hinsvegar glænýtt og það er hinn ofurofvirki Bradford Cox, eða Atlas Sound, sem flytur “Artificial Snow”. Fyrir utan að vera á fullu með Deerhunter þá gaf Atlas Sound út heilar fjórar plötur á jafnmörgum dögum fyrir um mánuði og því kemur varla á óvart að Cox lætur sér ekki nægja að gefa út eina útgáfu af laginu, heldur má hlaða niður heilum fimm mismunandi útgáfum af “Artificial Snow” á vefsíðu Deerhunter.

Atlas Sound – Artificial Snow (Notown Version)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 20. desember

Ég veit ekki hvort það er mjög jólalegt um að líta í Atlanta, Georgíu í desember en það stöðvar að minnsta kosti ekki Íslandsvina í of Montreal að semja jólalög. Að þessu sinni eru jólalög dagsins tvö, í hinu fyrra syngja Kevin Barnes of félagar um uppáhalds jólin sín á meðan í því síðara velta þau fyrir sér stöðu dýranna um jólin, ekki er vanþörf á!

of Montreal – My Favorite Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

of Montreal – Christmas Isn’t Safe For Animals

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beefheart þakinn

Eins og fram hefur komið hér á Rjómanum lést Captain Beefheart nú fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir hreint ótrúlega einkennilegar og flóknar lagasmíðar þá hafa fjölmargir listamenn spreytt sig á verkum Beefheart í gegnum tíðina. Hér höfum við því týnt til þekjur héðan og þaðan af nokkrum Captain Beefheart lögum, njótið!

Sonic Youth – Electricity

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Party Of Special Things To Do

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Ashtray Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Beatle Bones ‘N’ Smokin’ Stones

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Kills – Dropout Boogie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Trumans Water – Hair Pie: Bake 2

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Cramps – Hard Workin’ Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Black Keys – I’m Glad

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mercury Rev – Observatory Crest

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 19. desember

Um árabil hef ég sankað að mér svokölluðum moog plötum þegar ég hef rekist á. Um er að ræða hljómplötur sem komu út undir lok 7. áratugarins og vel fram á þann 8. og innihéldu allskyns tónlist spilaða á Moog hljóðgervilinn margfræga. Svo skemmtilega vill til að árið 1970 komu út tvær jólamoogplötur, Christmas Becomes Electric með The Moog Machine og Switched On Santa með Sy Mann, og er jólarjómi dagsins tileinkaður þeim. Plöturnar innihalda báðar synthískar útgáfur af þekktum jólaslögurum og ættu að koma fólki í rafmagnaða jólastemmningu.

Sy Mann – Rudolf The Red-nosed Reindeer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sy Mann – Jingle Bells

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Moog Machine – Carol Of The Bells

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Moog Machine – Deck The Halls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt lag frá Danielson

Það er orðið langt um liðið síðan nýtt efni barst frá Danielson (sem líka hefur gengið undir nöfnunum Tri-Danielson, Br. Danielson og Danielson Famile), en síðasta hljóðsversskífa var Ships sem kom út árið 2006. Nú í lok febrúar næstkomandi er ný plata væntanleg, Best Of Gloucester County, og meðal gesta eru Sufjan Stevens, Jens Lekman o.fl. Danielson hafa hleypt einu lagi út á netið til þess að hressa og kæta, tékkum á því:

Danielson – Grow Up

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.