Weezer flytja Paranoid Android

Hér að ofan er, að ég best veit, nýleg upptaka af lúða-rokkurunum Weezer þar sem þeir flytja Radiohead-slagarann “Paranoid Android” með miklum bravör. Miðað við útkomuna hefði maður haldið að síðasta áratug eða svo hefði Weezer betur eytt í að taka cover-lög heldur en útgáfu á þessum átakanlega slæmu plötum sínum. Eða hvað?

Þessu tengt minni ég svo á frábæra samantekt Stereogum á 20 bestu þekjum Radiohead.

El Camino

El Camino er áhugaverð hljómsveit frá Vestmannaeyjum sem spilar surf og rockabilly garage rokk með miklum tilþrifum. Sveitina skipa þeir Gunnar Geir Waage á gítar, Bogi Gonzales Rúnarsson á bassa og húðirnar lemur Elvar Þór Eðvaldsson trymbill. Meðfylgjandi eru nokkur vel valin lög sem El Camino hefur deilt með okkur á Alnetinu og þar á meðal stórgóð þekja af gamla slagaranum “Master of Puppets” af samnefndri plötu Metallica.

El Camino – Súrkál

El Camino – Búgívúgí

El Camino – Master of Puppets

Nýtt og nýlegt erlendis frá.

Það er búið að vera með rólegra móti hér á Rjómanum undanfarið og er önnum ritstjórnarmeðlima í leik og starfi þar um að kenna. Með hækkandi sól ætti að fara að hægjast um hjá okkur og í kjölfarið fara ljúfir tónar og tónlistarumfjöllun hverskonar að vonandi að birtast í auknum mæli.

Á meðan við náum okkur aftur á strik eru hér nokkur vel valin lög erlendis frá sem vert er að gefa gaum. Njótið vel.

Ben Folds – Sleazy (Ke$ha cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Small Sins – Why Dont You Believe Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Flock of Dimes – Prison Bride

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Am – Dark Into Light

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The New Pornographers – A Drug Deal of the Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cults – Abducted

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný eða nýleg plata frá Sudden Weather Change

Ég rak upp stór augu þegar ég rambaði fyrir slysni inn á nýja plötu frá rokksveitinni Sudden Weather Change. Hún heitir því undarlega nafni SWC gho stigital. Það mætti útfæra sem Sudden Weather Change Goes Digital – með greinilegri vísun í Ghostigital. Nú, eða Sudden Weather Change Ghostigital.

Það er nefnilega þannig að á Airwaves í fyrra tók sveitin sig til og lék nokkrar ábreiður af Ghostigital lögum á tónleikum í Tjarnarbíó – uppákoma sem ég var svo óheppinn að missa af. Sjóvið var hinsvegar hljóðritað, upptökurnar voru sendar til Curvers, sem er búsettur í New York, og hann krukkaði í þeim uns það varð til EP-plata.

SWC gho stigital samanstendur af fjórum lögum. Fyrstu þrjú eru tekin af annarri breiðskífu Ghostigital, In Cod We Trust, en það síðasta, “Suicide”, er opnunarlag fyrstu plötu dúetsins. Lögin fjögur eru bræðingur af passlega súrri elektróník í bland við kröftugt rokk Sudden – fremur girnilegt hanastél þar á ferð! Plötuna má heyra hér, nú eða kaupa fyrir litlar 400 krónur.

Solaris Sun Glaze

Atla Bollason kannast tónlistarunnendur íslenskir eflaust við en kappinn sá elur nú manninn í Kanada og fremur þar tónlist undir listamannsnafninu Solaris Sun Glaze. Nýverið tók hann gamla Belle & Sebastian B-hlið, “Winter Wooskie” og setti í glansdansbúning og einhenti á veraldarvefinn. Þetta ætti nú að framkalla fiðring í fótum tjúttglaðra sem inn um gleðinar dyr í kvöld, ekki satt?

Solaris Sun Glaze – Winter Wooskie

Wanda Jackson og Jack White

Drottning rokkabillýsins, hin 73 ára gamla Wanda Jackson, er í miklum ham þessa dagana, enda var hún að gefa út sína 34. breiðskífu.  Platan nefnist The Party Ain’t Over og heldur hinn ofvirki Jack White um stjórntaumana; spilar á gítar, stjórnar upptökum og gefur út á eigin útgáfu, Third Man Records. Fyrsti singúllinn er blússlagarinn “Thunder on the Mountain” eftir Bob Dylan (lagið er reyndar byggt að stórum hluta á lagi eftir Memphis Minnie).

Það er að sjálfsögðu gott framtak hjá Jack White að kynna hina klassísku tónlist Wöndu fyrir nýrri kynslóð, en persónulega finnst mér útkoman frekar slöpp (a.m.k. ekkert í líkingu við snilldina sem hann gerði með kántrýgoðsögninni Loretta Lynn).

Nýtt og nýlegt erlendis frá

Þá er nýtt tónlistarár hafið og leitin að öllu því nýja, ferska, spennandi og áheyrilega heldur áfram. Meðfylgjandi eru nokkur ný og nýleg lög af erlendri grundu (fyrir utan eitt) sem annað hvort rötuðu ekki fyrir sjónir og heyrnir manns á árinu sem leið eða eru nýsprottin fram í dagsljósið.

Njótið vel!

PS I Love You – Facelove
Af tvískiptri 7″ Diamond Rings / PS I Love You (kom reyndar út 2009 en við látum það slæda í þetta skiptið).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mean Wind – Kingdom Come
Af EP plötunni The The Guests Guests Are Are Gone Gone Gone Gone sem kom út þann 6. des síðastliðinn og má heyra hér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bleached Palms – Been Asleep
Tekið af Festive/Destructive EP.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peter Gabriel – My Body Is a Cage (Arcade Fire cover)
Ein allra besta þekjan frá síðasta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bon Iver – Come Talk to Me (Peter Gabriel cover)
Fyrst verið er að fjalla um þekjur og Peter Gabriel þá verður þessi útgáfa Bon Iver á lagi þess fyrrnefnda að fylgja með en hún er einnig frá síðasta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Panda Bear – Last Night at the Jetty
Tekið af samnefndri sjötommu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mogwai – Death Rays
Tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar, Hardcore Will Never Die, But You Will, sem kemur út þann 15. febrúar næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 22. desember

Fyrir Jólin 2004 gáfu Þráinn Óskarsson (úr Hudson Wayne) og Þórir Georg Jónsson (My Summer As A Salvation Soldier) út fjögurra laga heimabruggplötu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að hún sé ófáanleg í dag.

Á henni var að finna eitt frumsamið lag eftir hvorn tónlistarmann fyrir sig, en einnig tóku þeir báðir ábreiður af þekktum jólalögum.

Brothætt rödd Þóris gerði stuðlag Mariuh Carey, All I Want For Christmas Is You, að jólaballöðunni sem það hefði átt að vera.

Þráinn beitti hins vegar sínum djúpa bassa á nostalgíusöng Irvines Berlin White Christmas, með  mínimalískum slæd-gítar undirleik.

Þráinn Óskarsson – White Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þórir Georg Jónsson -All I Want For Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sin Fang sendir frá sér sjö tommu

Sin Fang (áður þekktur sem listamaðurinn Sin Fang Bous) var að senda frá sér sjö tommu smáskífuna Landslide / The Only Living Boy in New York hjá þýska plötufyrirtækinu A number of small things. Sin Fang er hliðarverkefni Sindra Más Sigfússonar, gítarleikara og söngvara Seabear, og hefur hann áður sent frá sér breiðskífuna Clangour, en hún kom út árið 2008.

Smáskífan inniheldur ábreiðurnar “Landslide” úr smiðju Fleetwood Mac og “The Only Living Boy in New York” eftir Paul Simon. Þessar ábreiður eru töluvert langt frá þeim hljóðheimi sem Sin Fang er þekktur fyrir og mun lágstemmdari og einfaldari en verður að vænta af næstu breiðskífu. Sú skífa kemur út þann fjórða mars næstkomandi á vegum Kimi Records og mun bera heitið Summer Echoes.

Sjö tomman Landslide/The Only Living Boy in New York fæst nokkrum vel völdum verslunum.

Beefheart þakinn

Eins og fram hefur komið hér á Rjómanum lést Captain Beefheart nú fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir hreint ótrúlega einkennilegar og flóknar lagasmíðar þá hafa fjölmargir listamenn spreytt sig á verkum Beefheart í gegnum tíðina. Hér höfum við því týnt til þekjur héðan og þaðan af nokkrum Captain Beefheart lögum, njótið!

Sonic Youth – Electricity

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Party Of Special Things To Do

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Ashtray Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Beatle Bones ‘N’ Smokin’ Stones

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Kills – Dropout Boogie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Trumans Water – Hair Pie: Bake 2

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Cramps – Hard Workin’ Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Black Keys – I’m Glad

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mercury Rev – Observatory Crest

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þekjulagasafn frá Jeff Lewis

Ég var farinn að halda að árið 2010 yrði árið sem Bandaríski andþýðutónlistarmaðurinn (anti-folk) og költhetjan Jeffrey Lewis gæfi ekkert út. Hann hefur verið þekktur fyrir margt annað en leti, og hafa útgáfurnar hans hrannast upp, a. m.k. ein á ári í næstum því fimmtán ár.

En sem betur fer er iðnin ekki uppurin og á dögunum gaf Jeff aðdáendum sínum safn af ábreiðum og fleira dóti.  Hann nennti ekki að díla við útgáfufyrirtæki um að gefa safnið út og henti því bara inn á netið.

Upptökurnar koma víða að; af tónleikum, úr útvarspviðtölum, og svo eru þarna lög sem komust ekki inn á Crass-ábreiðuplötuna sem hann gaf út árið 2007.  Jeff breiðir m.a. yfir Bítlana, Stephen Malkmus og Frank Sinatra í The Ramones-stíl og tekst misvel til.

Plötuna má sækja á zip-skjali hér.

Jeffrey Lewis – Bata Motel (Crass cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis & Laura Marling – Brain Damage (Enimem cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Erlent úr öllum áttum

Meðfylgjandi er nýtt erlent efni úr öllum áttum, stefnum og straumum. Athygli skal vakin á nýju lagi frá frá Dan Bejar og félugum í Destroyer en hann virðist seint ætla að verða uppiskroppa með grípandi og áheyrilegt popp kappinn sá. Svo er þarna í lokin forvitnileg upptaka frá BBC þar sem Gorillaz þekja The XX slagarann “Crystalised”. Allt þarna á milli er svo auðvitað hlaðborð hlaðið kræsingum fyrir skilningarvitin.

Destroyer – Chinatown

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The High Dials – Uruguay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blackbird Blackbird – Modern Disbelief

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sane Smith – Not In Love (Crystal Castles ft. Robert Smith Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Conner Youngblood – Monsters

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Foster The People – Pumped Up Kicks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pains Of Being Pure At Heart – Heart In Your Heartbreak

Tom Williams & The Boat – True Love Will Find You In The End (Daniel Johnston Cover)

Gorillaz – Crystalised (The XX Cover)

Girl/Boy Song

Ein magnaðasta tónsmíð raftónlistarsögunnar að mínu mati er lagið “Girl/Boy Song” af samnefdri EP plötu Richard D. James, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Aphex Twin, sem kom út árið 1996. Lagið hefur getið af sér óguðlegt magn af remixum en einnig hefur fjöldi tónlistarmanna spreytt sig á því og nær sá hópur langt út fyrir allar stefnur og strauma.

Hér að neðan er lagið sjálft eins og það kom af kúnni en einnig í flutningi Adem Illhan, þar sem laginu er blandað saman við “To Cure a Weakling Child” sem finna má á Richard D. James Album sem kom út sama ár,  og Andreas Kapslis Trio auk flutnings hjá meistaranum sjálfum á Roskilde hátíðinni 1997.

Aphex Twin – Girl/Boy Song

Adem – To Cure A Weakling Child/Girl-Boy Song (Aphex Twin Cover Combo)

Andreas Kapslis Trio – Girl/Boy Song (Aphex Twin Cover)

Aphex Twin – Girl/Boy Song (Live at Roskilde Festival 1997)

The xx þakin

Naumhyggjupoppsveitin The xx er vissulega ein af áhugaverðari hljómsveitum sem fram hafa komið undanfarin ár og áhrif frá þeim eru nú farin að heyrast hér og þar. Eitt aðalsmerki sveitarinnar er hljómur hennar og en lögin sjálf standa fyrir sínu og vel það. Það kemur því varla á óvart að ýmsir tónlistarmenn líta hýrum augum að lögum sveitarinnar og eru nú þegar þónokkrar þekjur af þeim komnar á ról í netheimum … þó vissulega megi deila um gæði sumra þeirra.

Gorillaz – Crystalised

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Antlers – VCR

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beerjacket – VCR

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

OMD – VCR

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El Perro Del Mar – Shelter

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shakira – Islands

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bang Gang í Rokklandi á sunnudaginn

Barði kemur í opinbera heimsókn í Rokkland á morgun og því ætti enginn að missa af. Rokkland er á dagskrá Rásar 2 á sunnudögum kl. 16.05 og er endurtekinn á þriðjudagskvöldum kl. 22.10. Svo má auðvitað hlusta á vefnum í 4 vikur eftir flutning hér : http://dagskra.ruv.is/nanar/10726/

Eins og lesendur Rjómans vita eflaust er nýútkomið safn bestu laga Bang Gang en þar má einnig finna þekjur fjölda listamanna á lögum sveitarinnar. Meðal þeirra er þessi magnaða útgáfa Singapore Sling á laginu “One More Trip” og hljómar það hér að neðan.

Singapore Sling – One More Trip (Bang Gang cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plötuklúbbur Beck

Það eru ekki ný tíðindi að internetið er frábært. Eitt af því sem gerir það frábært er plötuklúbburinn hans Beck Hansen. Hér á Rjómanum hefur áður verið minnst á klúbbinn en allir vita hvað sagt er um góðar vísur… Hafi einhver ekki enn ráfað inn er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að ráða á því bót. Fyrir þá sem ekki vita fær Beck til liðs við hina og þessa tónlistarmenn og -konur til að taka upp þekktar plötur á einum degi. Sem stendur eru komnar fimm plötur í sarpinn og vonandi er Beck ekki hættur.

Ein þessara platna er Oar sem Skip Spence gaf út árið 1969. Ferill Skip Spence var þyrnum stráður en hann stoppaði meðal annars við á bakvið trommurnar í Jefferson Airplane. Spence var fíkill og plagaður af geðsjúkdómum og náði sér í raun aldrei almennilega á strik vegna þessa og lést 54 ára gamall árið 1999. Hann hafði þó töluverð áhrif á marga tónlistarmenn og m.a. á Beck sem og reyndar Tom Waits. Á meðal þeirra sem koma við sögu á ábreiðuplötunni eru Jeff Tweedy úr Wilco, Feist, Jamie Lidell og trommarinn James Gadson, sem kominn er á áttræðisaldur.

Látum fylgja með tvö gjörólík dæmi af plötunni, annars vegar “Broken Heart” sem er einstaklega fallegur dúett þeirra Tweedy og Feist og hins vegar “Book of Moses” þar sem Jamie Lidell og sérstaklega Gadson fara á kostum.

Record Club: Skip Spence “Broken Heart”

Record Club: Skip Spence “Books Of Moses”

A.Skillz tætir í sig Bítlana

Meðfylgjandi er eitt allra besta Bítlamix sem undirritaður hefur heyrt lengi. Mixið gerði enski plötusnúðurinn og raftónlistarmaðurinn A.Skillz (heitir réttu nafni Adam Mills) fyrir heimildaþátt á BBC Radio 1 sem heitir “The Beatles & Black Music” og í því má m.a. heyra viðtöl við Paul McCartney, Q-tip, Questlove, Common, Benga og Roots Manuva.

The Good Natured

Ég verð að játa að ég er alltaf svoldið svag fyrir reffilegu og grípandi poppi og þá sérstaklega ef það er svoldið hrjúft og greddulegt. Ég steinlá því skiljanlega fyrir Sarah McIntosh og hennar hárbeitta rafpoppi en hún fremur tónlist undir listamannsnafninu The Good Natured.

Eftir útgáfu fyrstu smáskífu hennar, “Your Body Is A Machine”, og endurútgáfu heimagerðra EP platna, hefur þessi 19 ára breska söngkona og lagasmiður fengið verðskuldaða athygli tónlistarpressunar og á Alnetinu, nánar tiltekið á YouTube, hefur myndbandið við lagið fengið yfir 100.000 áhorf.

Nýjasta smáskífa The Good Natured er hinn opinskái og kraftmikli ástaróður “Be My Animal” og kom hún út þann 1. þessa mánaðar. Meðfylgjandi er umrædd smáskífa, ásamt B-hliðinni “Prisoner”, og mögnuð þekja af lagi Sufjan Stevens “For The Widows In Paradise, For The Fatherless In Ypsilanti”.

Ég verð seint talinn spámannlega vaxinn en ætla engu að síður að halda því fram að það rætist heldur betur úr þessari snót. Hún á eftir að gera það gott, sannið til.

The Good Natured – Be My Animal

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Good Natured – Prisoner

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Good Natured – For The Widows In Paradise, For The Fatherless In Ypsilanti (Sufjan Stevens Cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.