Azoic – Gateways

Azoic er ný íslensk þungarokkssveit sem inniheldur m.a. meðlimi úr Atrum, Beneath og Offerings. Azoic stefnir á að gefa út sýna fyrstu plötu, Gateways, á næstu misserum og mun hún verða gefin frítt á Netinu þegar að því kemur.

Meðfylgjandi eru tvö lög af plötunni og er um að gera að hækka alveg upp í ellefu svo flösuþeytarinn í manni vakni nú örugglega af værum blundinum.

Azoic – Apeiron

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Azoic – Monasterium

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kontinuum gera samning við Candlelight Records

Íslenska trega-rokk sveitin Kontinuum hefur skrifað undir plötusamning við hið fornfræga þungarokks útgáfufyrirtæki Candlelight Records sem hefur gefið út marga áhrifaríka listamenn þungarokksins s.s Opeth, Emperor, Killing Joke og nú Orange Goblin, Fear Factory ofl. Sveitina skipa Birgir Már Þorgeirsson, Ingi Þór Pálsson, Engilbert Hauksson og Kristján Heiðarsson.  Meðlimir sveitarinnar eru ekki nýgræðingar í öfgarokki, þeir eru bendlaðir við sveitirnar Potentiam, Dark Harvest, I Adapt og Ask the Slave. Von er á fyrstu plötu sveitarinnar Earth Blood Magic innan tíðar.

Entombed snýr aftur!

Gleðjast nú flösuþeytarar nær og fjær! Entombed snýr aftur!

Entombed kemur frá Svíþjóð og var stofnuð 1987 fyrst undir nafninu Nihilist. Hér er á ferðinni ein vinsælasta dauðarokksveit frá upphafi og hefur sveitin áður heimsótt Ísland við mikla hylli rokkara.

Með ellefu breiðskífur og fjöldan allan af stutt- og smáskífum útgefnum er Entombed ein reynslumesta sveitin í heiminum í dag með þúsundir tónleika um allan heim að baki. Hér er á ferðinni alvöru dauðarokkstónleikar á heimsmælikvarða.

Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 9. júní næstkomandi á Gamla Gauknum og er miðasala hafin á Miði.is

Entombed – State of emergency

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Potentiam

Potentiam er ein af fyrstu Íslensku svart-rokk hljómsveitunum en lítið hefur farið fyrir sveitinni síðustu ár. Potentiam hefur gefið út þrjár plötur í fullri lengd síðan sveitin hóf störf 1997. Fyrstu tvær skífurnar voru gefnar út í gegnum Avantgarde Music en sú þriðja í gegnum Schwarzdorn Productions í Þýskalandi. Potentiam vinna nú að fjórðu plötunni sem mun vonandi líta dagsins ljós fljótlega á nýju ári.

Meðfylgjandi er endurhljóðblandað, óútgefið lag með svietinni sem frjálst er til niðurhals.

Potentiam – Shapes of Illicit Flows

Myndband með Logn

Út er komið myndband við lagið “Blóðormar” með þungarokksveitinni eiturfersku Logn.  Lagið verður á væntanlegri breiðskífu Logn: Í fráhvarfi ljóss, myrkrið lifnar við. Myndbandið gerði einn meðlimur hljómsveitarinnar Ægir Sindri Bjarnason með hjálp frá Fritz Hendrik Bernden og Sindri Ström. Þetta er stöff til að brjóta tennur við.

Sólstafir með hlustunarveislu á Bakkusi

Rokkhljómsveitin Sólstafir stendur fyrir hlustunarveislu þar sem nýjasta platan þeirra, Svartir Sandar, verður spiluð í heild sinni fyrir utan eitt lag sem hljómsveitin mun spila “live”. Platan verður til sölu á staðnum og léttar veitingar í boði.

“Við erum mjög sáttir við viðtökurnar sem platan hefur fengið”, segir Sæþór Maríus Sæþórsson, gítarleikari hljómsveitarinnar, en nýjusta afurð Sólstafa hefur víða fengið fullt hús stiga hjá gagnrýnendum og fyrsta upplag er uppselt í forsölu. Platan kemur út föstudaginn 14. október í Evrópu og 18. október í Bandaríkjunum.

Fjöldi gesta úr ólíkum áttum koma fram á plötunni. Þar má nefna Gerði G. Bjarklind útvarpsþulu, Ragnheiði Eiríksdóttur úr Hellvar, Steinar Sigurðsson saxófónleikara, Halldór Á. Björnsson úr Esju (og Legend) og Hallgrím Jón Hallgrímsson sem áður var í Tenderfoot.

Hlustunarveislan verður á Bakkusi laugardaginn 15. október á milli kl. 18.30 og 20.00.

Sólstafir – Fjara

Iceland Airwaves ’11: Liturgy

Allir verða að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Og metal- og aðrir harðkjarnahausar ættu geta fengið eitthvað fyrir sinn hjá amerísku svartmáls sveitinni Liturgy. Bandið á að baki sér tvær breiðskífur; Renihilation, frá árinu 2009, og Aesthethica sem kom út í maí á þessu ári á vegum Thrill Jockey. Músíkin er níðþung, riffin þéttofin og sem betur fer: engir vandræðalegir, sinfonískir tilburðir. Þeir sem eru með blæti fyrir líkfarða verða því miður að leita á önnur mið, því eftir því sem ég best veit þá eru hér á ferðinni fjórir, Brooklynskir stælgæjar (þýðing á enska orðinu hipster, fundin í orðabók).

Liturgy þeyta flösunni aðfaranótt sunnudags kl. 00.20 á Amsterdam.

Liturgy – Returner (af Aesthethica)

Sólstafir – Fjara

Sólstafir senda frá sér tvöfalda plötu þann 14. október næstkomandi hjá Season of Mist útgáfunni. Mun hún heita Svartir Sandar og verður meðfylgjandi lag, “Fjara”, þar að finna. Ef eitthvað er að marka þetta fyrsta lag sem tónlistarunnendur fá að njóta af plötunni væntanlegu er ljóst að von er á góðu frá þessum mögnuðu rokkurum.

Sólstafir – Fjara

Nokkrar áhugaverðar útgáfur í september

Annie Clark, betur þekkt sem St. Vincent, sendi frá sér sína þriðju hljóðversplötu í vikunni. Spekúlantar höfðu beðið skífunnar af mikilli óþreygju enda hefur stúlkan stimplað sig inn sem sérlega hugmyndríkur og frambærilegur lagasmiður á síðustu árum. Platan ber titilinn Strange Mercy og hefur raunar hlotið einróma lof gagnrýnenda á undanförnum dögum. Lagið hér að neðan, “Surgeon”, er fyrsti singúll plötunnar og gefur fögur fyrirheit.

St. Vincent – Surgeon

Spencer Seim og Zach Hill eru aðalsprautur stærðfræðirokksveitarinnar Hella. Tripper, fimmta breiðskífa bandsins, kom út núna á dögunum og getur undirritaður vottað að platan er full af eðal gítarhávaða og taktrúnki. Á síðustu breiðskífu dúetsins var dúettnum breytt í kvintett en á þessari skífu eru félagarnir aftur orðnir tveir. Hlýðið á fyrstu smáskífuna, “Yubacore”, hér að neðan.

Hella – Yubacore

Bandaríski tónlistarmaðurinn Toro y Moi kom og lék fyrir Airwaves-gesti í fyrra. Þá til að kynna sína fyrsu breiðskífu Causers of This. Núna er númer tvö komin út, Underneath the Pine, og gefur hún þeirri fyrri ekkert eftir. Toro y Moi framreiður hrærigraut af rokki, poppi, elektróník og fólki og er útkoman nokkuð hressileg. “How I Know” er þriðja smáskífa plötunnar.

Toro y Moi – How I Know

Wilco, með Jeff Tweedy fremstan meðal jafningja, gefur út sína áttundu hljóðversplötu í lok mánaðarins. The Whole Love kallast gripurinn og er það dBpm, útgáfufélag Wilco-manna, sem gefur út. Fyrsta lagið af plötunni, “I Might”, hefur nú fengið sjálfstætt líf á netinu og ber lagið þess merki að dulítil stefnubreyting eigi sér stað frá síðustu plötu. Allt gott og blesssað.

Wilco – I Might

Svo er um að gera að kíkja á ögn eldri færslur, ef þær skildu hafa farið framhjá ykkur, því:

Sóley í hljómsveitinni Seabear gaf út sína fyrstu breiðskífu, We Sink, á dögunum.

Rokkafarnir í Ham sendu frá sér Svik, Harm og Dauða.

Hljómsveitin 1860 gáfu út sína Sögu.

Hermigervill gaf út ábreiður af vinsælum íslenzkum lögum.

Hellvar smellti í breiðskífuna Stop the Noise.

RÓ – The Battle of Brothers

Út er komin platan The Battle of Brothers með tvíekinu en það skipa þeir Ómar Emilson og Ragnar Sólberg Rafnsson. Þann síðarnefnda þekkja eflaust margir sem forsprakka rokksveitarinnar Sign. The Battle of Brothers er þó langt frá því að vera hreint og beint rokk og hljómar helst eins og einhverskonar bræðingur af því sem kæmi frá Trent Reznor og Tom Waits, þegar þeir félagar væru að koma í tón og takt sínum myrkustu hugsunum.

Nýtt lag frá Trust the Lies

Íslenska post-hardcore sveitin Trust The Lies hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir “Remember These Moments”. Það var ekki minni maður en sjálfur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem sá um upptökur en lagið verður að finna á væntanlegri sjálftitlaðri plötu sveitarinnar sem væntanleg er í lok árs.

Trust The Lies – Remember These Moments

HAM – Svik, harmur og dauði

Eftir rétt um 20 ára bið hélt hin goðsagnakennda sveit HAM loks í hljóðver og tók upp nýja plötu! Platan hefur hlotið nafnið Svik, harmur og dauði og kemur út á vegum Smekkleysu þann 1. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu eiginlegu hljóðversplötu HAM frá því að Buffalo Virgin kom út árið 1989 og því ljóst að margir hafa beðið lengi með eftirvæntingu eftir nýju efni frá hljómsveitinni.

Nú þegar hefur landanum gefist tækifæri á að heyra forsmekkinn af því sem koma skal með laginu „Ingimar“ sem hefur trónað ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðvana undanfarnar vikur. Þá hefur hljómsveitin sent frá sér nýtt lag sem má gera ráð fyrir að fái að hljóma á öldum ljósvakans, en það er lagið „Dauð hóra“.

Til að fagna langþráðri bið munu HAM-liðar blása til heljarinnar útgáfutónleika þann 8. september næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir á Nasa og sér hljómsveitin Swords of Chaos um upphitun.

Á menningarnótt næstkomandi laugardag gefst aðdáendum sveitarinnar tækifæri til að taka forskot á sæluna og panta plötuna áður en hún kemur í verslanir. Það er hægt að gera í verslun Smekkleysu við Laugaveg þar sem hægt verður að forpanta plötuna á sérstöku tilboðsverði og fá um leið kóða til niðurhals. Einnig verður þar hægt að tryggja sér miða á útgáfutónleikana á tilboðsverði jafnt sem tónleikamiði og plata verða seld saman með sérstökum afslætti. Miðasala fer einnig fram á midi.is frá og með laugardeginum nk.

HAM – Ingimar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ferðin til Heljar á Sódóma

Færeyska doom metal hljómsveitin Hamferð og Skálmöld munu leggja í tveggja vikna tónleikaferðalag í júlí. Fyrri vikunni verður varið á Íslandi þar sem sveitirnar munu spila í Reykjavík, Húsavík og á Eistnaflugi. Seinni vikuna munu hljómsveitirnar spila í Tvøroyri, Þórshöfn og á G!Festival í Færeyjum.

Hamferð var stofnuð í Færeyjum að hausti til árið 2008. Frumraun þeirra, Vilst er síðsta fet, var gefin út af færeysku útgáfunni Tutl í desember á síðasta ári. EP-ið þeirra hefur fengið frábæra dóma um allan heim og hafa þeir verið lofaðir fyrir frammistöðu sína á tónleikum. Í desember á síðasta ári var Hamferð tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin í Færeyjum á Planet Awards verðlaunahátíðinni. Þetta tónleikaferðalag er í fyrsta skipti sem Hamferð spilar utan Færeyja.

Skálmöld þarf vart að kynna fyrir rokkþyrstum Íslendingum, en fyrsta plata þeirra, Baldur, var einnig gefin út af Tutl. Skálmöld undirrituðu nýlega samning við Napalm Records um útgáfu á plötu sinni um allan heim og þeir hafa verið staðfestir á Wacken Open Air og Heidenfest á þessu ári.

Sveitirnar munu koma fram á tvennum tónleikum á Sódóma Rvk á morgun, þriðjudaginn 5.júlí. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 17:30 og eru þeir fyrir alla aldurshópa og verður aðgangseyrir 1000 kr.

Seinni tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir inn á þá tónleikar 1500 kr.

Hamferð – Harra Guð Títt Dýra Navn og Æra

Angist á Sódóma í kvöld

Hljómsveitin Angist hefur undanfarið verið að taka upp sína fyrstu plötu, EP sem inniheldur fimm ný lög. Verið er að leggja lokahönd á plötuna og ætlar hljómsveitin því að halda fjáröflunartónleika til þess að koma gripnum út.

Angist til halds og trausts verða hljómveitirnar Chao, Bloodfeud, Bastard og Abominor og verður þetta því heljarinnar veisla!

Það kostar 1000 kr. inn og opnar húsið kl 22:00 og fyrsta band fer á svið stundvíslega klukkan 22:30.

Eistnaflug 2011

Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í Neskaupstað dagana 7. til 9. júlí næstkomandi. Slær þar upp rjóminn af íslenskum rokkhljómsveitum ásamt fjórum erlendum sveitum: Triptykon frá Sviss, The Monolith Deathcult frá Hollandi, Secrets of the Moon frá Þýskalandi og Hamferð frá Færeyjum.

Af íslenskum sveitum er einna helst að nefna Eirík Hauksson sem treður upp ásamt hljómsveit settri saman af meðlimum Skálmaldar og Ham, svo auðvitað Skálmöld og Ham, Sólstafir, Dr. Spock, Brain Police, Atrum, Beneath, Mammút, Momentum, Sign og svo mætti lengi áfram telja. Allar aðrar hljómsveitir, dagskrá hátíðarinnar sem og aðrar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.eistnaflug.is.

Triptykon – Shatter

The Monolith DeathCult – Wrath of the Ba’ath

Ham – Transylvania

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sólstafir – Köld

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Saktmóðigur græta Guð

Föstudaginn 1. júlí gefur hljómsveitin Saktmóðigur út 10 laga geislaplötu sem heitir Guð hann myndi gráta. Hljómsveitin sem stofnuð var árið 1991 hefur áður gefið út fimm titla á ýmsu formi; kasettu, tvær tíu tommu vínilplötur og tvær geislaplötur í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998). Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum.

Útgefandi er Logsýra, en platan mun vera fáanleg á helstu sölustöðum tónlistar. Saktmóðigur mun leika á rokkhátíðinni Eistnaflug í byrjun júlí en formlegir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir síðar í sumar.

Meðfylgjandi er lag af nýju plötunni, “Nonni ninja”.

Saktmóðigur – Nonni Ninja

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.