Útgáfutónleikar Endless Dark

Endless Dark ættu flestir að kannast við úr rokksenu landans þessi misseri en þessa unga sveit fór sem fulltrúi Íslands í Global Battle of The Bands hér um árið og hlaut þar 2.sæti. Hljómsveitin hefur unnið að EP plötu á öðru hundraðinu síðan þá en í millitíðinni hefur hún verið iðin við tónleikhald bæði hér heima og erlendis.
Sveitin lék ásamt nokkrum íslenskum sveitum á Eurosonic hátíðinni í Hollandi í ár og þótti skila sínu og meira en það. Sömuleiðis átti sveitin góðu gengi að fagna á Sonisphere rokkhátíðinni í fyrra.

Endless Dark áætlar að halda útgáfutónleika sína í tilefni EP plötu sinnar, Made of Glass, á Sódóma annað kvöld (19.febrúar) en tónleikarnir eru liður af svokölluðum Tvípunkti Rásar 2. Hljómsveitin kemur fram ásamt Helga Val klukkan 16.00 og eru tónleikarnir opnir öllum aldurshópum en kirkjuklukkan glymur síðar um kvöldið eða klukkan 22.00 þegar sveitin hyggst koma fram ásamt Blazroca og Helga Val.
Tvípunktar Rásar 2 eru áætlaðir einn laugardag í hverjum mánuði en næstir í röðinni eru Agent Fresco þann 19.mars nk.

Rjóminn hvetur rokkara sem rappara að líta við á Sódóma Reykjavík annað kvöld og athuga málið.

Skálmöld rokkar

Íslenska rokksveitin Skálmöld lék fyrir húsfylli sveittra unnenda rokksins á Paddy´s í Keflavík í gærkvöld. Skálmöld sendi frá sér frumburðinn Baldur þann 15.desember sl. og fékk platan feikigóða dóma í pressunni. Seldist fyrsta upplag plötunnar loks upp en platan er nú aftur orðin fáanleg fyrir þyrsta.

Skálmöld kom fram ásamt Wistaria, Dánarbeð, Mystic Dragon, Earendel og Ask Yggdrasils á Paddy’s í gærkvöldi og lék nokkur lög við góða undirtekt sveittra og æstra gesta. Fyrsta lag sveitarinnar (sem ég man ekki hvað heitir) vakti ekki mikla lukku hjá undirrituðum en bandinu óx ásmegin með hverri nótunni eftir það og hreif loks undirritaðan með sér í folk/víking-metal stemmingu sem samanstóð af vel útsettum söng og öruggum hljóðfæraleik. Kryddaði sveitin góðan fjölbreytileika í geiranum og sérstakur gestur, Aðalbjörn Tryggvason (Sólstafir) tók lagið með drengjunum. Afbragðs rokksjóv með tilheyrandi flösuþeytingu og pung.

Hljómsveitin heldur útgáfutónleika sína í Tjarnarbíói þann 24.febrúar nk. en uppselt er á þá tónleika. Hyggur sveitin þá í víking til Færeyja á G!Festival en einnig áætlar sveitin að koma frá á komandi Wacken hátíð. Sveitin ætlar þá að heiðra unnendur Baldurs með nærveru sinni á Eistnaflugi á Neskaupsstað í júlí. Skálmöld er einnig tilnefnd fyrir besta plötucover á Íslensku tónlistarverðlaunum í ár.

Plötuna Baldur má nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko.com

Eistnaflug 2011

Aðstandendur rokkhátíðarinnar Eistnaflug 2011 hafa nú tilkynnt um forsölu miða á heimasíðu sinni Eistnaflug.is. Hátíðin fer fram á Neskaupsstað dagana 7. – 9.júlí nk.

Miðaverð í forsölu eru 9.000 krónur en eftirtaldar hljómsveitir hafa boðað komu sína á hátíðina 2011:

 • Agent Fresco
 • Alice in Chains (Tribute)
 • Ask The Slave
 • Atrum
 • Beneath
 • Benny Crespo´s Gang
 • Black Earth
 • Carpe Noctem
 • Celestine
 • Chao
 • Dánarbeð
 • Dimma
 • Dr.Spock
 • Eiríkur Hauksson
 • Elín Helena
 • Gone Postal
 • HAM
 • Hamferð
 • Innvortis
 • Mammút
 • Manslaughter
 • Momentum
 • Muck
 • Offerings
 • Plastic Gods
 • S.H. Draumur
 • Sakmóðigur
 • Secrets of The Moon
 • Skálmöld
 • Sólstafir
 • The Monolith Deathcult
 • Trassar
 • Triptykon
 • Witches

Það sem kitlar þó einna helst við þessa uppröðun sveita á heimasíðu hátíðarinnar er endurkoma hinnar stórkostlegu Brain Police. Eins og flestum er kunnugt sendi hljómsveitin frá sér tilkynningu hér um árið að hún væri hætt til óráðins tíma en nú geta aðdáendur bakaranna og rokkhundanna í Brain Police tekið gleði sína á ný og tekið stefnuna á Neskaupsstað þann 7.júlí nk. Virðist listinn þó ótæmandi af áhugaverðum hljómsveitum og dregur nærvera þessara sveita alla aldurshópa austur í sumar.

Rjóminn hvetur lesendur sína til að fylgjast grannt með gangi mála en Eistnaflug er orðin ein vinsælasta rokkhátíð landans og er um að gera að halda þroska og þróun hennar áfram til lengri tíma.

Ham á Nasa

Forsala er hafin á midi.is á tónleika Ham sem haldnir verða á Nasa föstudaginn 25. febrúar nk. Þar mun sveitin koma fram með sérstökum gestum – sem er ekki hljómsveit – heldur sérstakir gestir sem verða kynntir til leiks þegar nær dregur. Miðaverði er stillt í talsvert hóf eða 2.000 kr. í forsölu sem er ódýrara að en við hurð hvar miðinn kostar 2.500 kr. ef ekki verður uppselt löngu áður.

Ham þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hóf feril sinn árið 1988. Sveitin málaði bæinn rauðan með tónleikahaldi og krafti næstu ár, það eru ugglaust margir sem ósjálfrátt fara að hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu þegar þeir rifja um tónleika í Norðurkjallara MH eða á Duus húsi.

Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og er hún fyrir marga hluti merkileg. Þar má finna lög eins og: “Hold”, “Svín”, “Auður Sif”, “Transylvanía” og “Trúboðssleikjari” en Hrafn Gunnlaugsson, sem þekktur er fyrir annað en tepruskap, bannaði sýningu myndbandsins í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt fyrir hæfileika, frábært efni og síðast en ekki síst frábæra sviðsframkomu varð ekkert úr heimsfrægð Ham.

Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins 1988 til 1993, Dauður Hestur og tónleikaplöturnar: Ham lengi lifi, CBGB‘s 7. ágúst 1993 og Skert flog.

Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sl. haust þar sem hún þótti fara á kostum og flutti m.a. 6 ný lög.

Ham – Transylvania

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Muckfest 2011

Öfgarökkhljómsveitin Muck mun halda einstaklega frískandi tónleika föstudaginn næstkomandi (4.febrúar) á Faktorý. Sveitin er að safna pening upp í plötu sem á að koma út í vor, svo sannarlega gott málefni enda Muck ein öflugasta þungarokkshljómsveit landsins. Mammút, Sudden Weather Change, Swords of Chaos og Me, The Slumbering Napoleon munu veita þeim hjálparhönd og er því vona á þrusu giggi. Húsið opnar 21:00 og munu tónleikarnir byrja stundvíslega klukkan 21:30. Aðgangseyrir er litlar 1000 krónur, og verða eiturferskir nýjir bolir til sölu á spottprís.

The Memorials

Undratrymbillinn Thomas Pridgen yfirgaf herbúðir hinnar ótrúlegu sveitar The Mars Volta í október 2009 og sneri sér strax að nýju verkefni. Hljómsveitinni The Memorials.

Pridgen fékk til sín félaga úr Berklee College of Music þau Viveca Hawkins (söngur) og Nick Brewer (gítar) og hóf vinnu að fyrstu plötu sveitarinnar, samnefndri sveitinni, sem kom út þann 18.janúar sl.
Hljómsveitin leikur þungarokk með Pridgen í frammi en truflaður trommuleikur Pridgen vakti fyrst athygli þegar Pridgen var aðeins 9 ára gamall þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann trommukeppni Guitar Center.

Kynnið ykkur þetta band sem fer ekki leynt með lífernið og virkar áhugavert með nóg af sál og þunga. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband um hljómsveitina og tilkomu hennar ásamt nýjasta tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið We Go To War.

Nýtt frá I’m Being Good

Það er mikið stuð á Andrew Clare og vinum hans í bresku hávaða-reiknibillí-sveitinni I’m Being Good þessa dagana. Samkvæmt heimasíðu Infinite Chug eru tvær nýjar plötur frá bandinu nánast tilbúnar til útgáfu ef hentugt fyrirtæki fæst í verkið.

Lagið Thaddeus, Mask of Thaddeus er komið í dáleiðandi myndbandsform, og mælir Rjóminn hiklaust með ítrekaðri hlustun (ítrekað áhorf gæti hins vegar valdið svima),  sem og upprifjun á eldri snilld þeirra félaga.


Ný plata frá Earth

Sumir þekkja tónlistarmanninn Dylan Carlson eingöngu út af haglabyssu. Byssan hafði ófyrirsjánleg (a.m.k. fyrir eiturlyfjafíkil með bullandi fráhvarfseinkenni) áhrif á rokksöguna eftir að Dylan seldi hana góðvini sínum og kollega, Kurt Cobain.

Sem betur fer verður hans þó ekki einungis minnst fyrir þessi sorglegu byssuviðskipti, heldur hefur hann í 22 ár haldið úti einhverju magnaðasta rokkbandi jarðarinnar (ég veit); Earth.

Earth eru frumkvöðlar stefnu sem nefnd hefur verið drone-metal (nið-málmur) eða drone-doom (dómsdags-niður), sem er minimalískt, geigvænlega þungt, hægt og oftast ósungið afbrigði af öfgarokki, einhvers konar þunga-framúrstefna. Tónlistarlegir afkomendur hljómsveitarinnar eru m.a. Sunn O))), Burning Witch, Nadja, og hin íslenska The Heavy Experience.

Ný plata frá Dylan og félögum kemur upp á yfirborð jarðar 7.febrúar og nefnist því epíska (og Earth-lega) nafni Angels of Darkness, Demons of Light I. Framhaldið: AoD, DoL II, á svo víst að koma seinna á árinu.

Platan á víst að vera undir áhrifum frá bresku þjóðlagakrökkunum í Fairport Convention sem og Malí-sku hirðingjunum í Tinariwen. Hún fylgir því líklega í fótspor snilldarverksins The Bees Made Honey in the Lion’s Skull frá 2008, sem var ekki jafn þung en á sama tíma mun þjóðlaga-, sýru- og jafnvel vestra-kenndari en fyrri verk. Hinn einkennandi heimsendafílíngur verður þó á sínum stað, ef fyrsta lagið “Old Black” gefur rétta mynd af skífunni.

Liðskipan hljómsveitarinnar er síbreytileg (fyrir utan Carlson) en núna skipa bandið sellóleikonanan Lori Goldstein (sem lék með Nirvana á sínum tíma), bassaleikarinn Karl Blau (sem er innvígður í K-útgáfumafíuna og hefur m.a. leikið með The Microphones/ Mt.Eerie og Lauru Veirs fyrir utan að spila sína eigin tónlist) og trommuleikkonan Adrienne Davies.

Earth – Old Black

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Deftones – Diamond Eyes

(Löngu tímabær dómur)

Útgáfurár: 2010
Label: Reprise/Warner Bros

Sjötta breiðskífa Deftones frá Sacramento er svo sannarlega ein af betri rokkplötum síðasta árs. Hljómsveitin snýr hér aftur eftir fjögurra ára fjarveru frá útgáfu en þeirra síðasta plata, Saturday Night Wrist, kom út á haustdögum árið 2006. Árið 2008 bárust fregnir um að hljómsveitin hefði klárað plötu. Platan hafði hlotið nafnið Eros og horfði hljómsveitin fram á útgáfu snemma árs 2009. Hljómsveitin ákvað að hætta við útgáfu og setja plötuna á hilluna þegar bassaleikari sveitarinnar, Chi Cheng, lenti í hræðilegu bílslysi seint árið 2008. Liggur Cheng víst enn í dái en þó er kappinn eitthvað að braggast.

Árið 2009 var lagst í tveggja mánaða vinnu í hljóðveri ásamt bassaleikaranum Sergio Vega og úr varð platan Diamond Eyes.

Diamond Eyes heilsar hlustanda með virkilega vænni sprengju. Eitt allra besta rokklag ársins 2010, Diamond Eyes, býður upp á það besta sem Deftones hefur fram að færa. Harka mætir melodíu og tilfinningaþrunginn er greinilegur. Hér má einnig finna fyrir nærveru Frank Delgado (hljómborðsleikara/plötusnúð sveitarinnar) mun meira en oft áður. Frábært stykki til að byrja rússíbanann.
Lögin Royal og CMND/CTRL henda manni aftur um nokkur ár og koma fyrri verk eins og Adrenaline (1995) og Around The Fur (1997) upp í hugann. Það er ekkert nema yndislegt. Chino Moreno leiðir hesta og gæsahúðin ætlar vart að láta undan.

You´ve Seen The Butcher er fjarkinn og með því besta á plötunni. Delgado er hér aftur ögn framar í mixinu en áður og grúvið og þunginn er brilliant. Týpísk gæsahúð og lagið virkar ótrúlega vel á tónleikum. Var þetta eitt af þeim sem stóð upp úr eftir tónleika sveitarinnar í Stokkhólmi í nóvember sl. Ekki skemmir myndbandið fyrir!

Deftones plata er ekki Deftones plata nema það komi smá grúv/rólegheit inn á milli. Í laginu Beauty School bremsar sveitin sig örlítið af og poppar sig ögn í mallann og Sergio Vega smyr bassann vel í  Prince og bæði lögin virka vel með sing-a-long viðlögum og allt í góðu grúvi (Verst hvað sænskir tónleikagestir geta verið latir og súrir).
Þunginn kraumar þó alltaf undir og fer Chino Moreno á kostum hér eins og annars staðar og félagarnir Stephen Carpenter (gítar) og Abe Cunningham (trommur) eiga erfitt með að valda vonbrigðum.

Fyrsta smáskífa plötunnar, Rocket Skates, róar ekkert niður og lætur hlustanda langa til að hoppa um sveifla höndum og hreinlega missa vitið í smástund (fínt i lyftingarsalinn fyrir þá sem vilja?). Viðlagið “Guns, razors, knives…fuck with me!” segir allt sem segja þarf og þó töluvert sé um endurtekningu í laginu skemmir það ekki fyrir.
Stuð og reiði í bland svæfa loks hlustanda í skýjaborgum og fegurð í laginu Sextape og minnir lagið ögn á meistaraverkið White Pony (2000). Einfalt og gott fyrir lokakafla þessarar brjálæðu plötu.

“This one´s for Chi!” kallaði Moreno í mækinn í Arenan í Stokkhólmi áður en sveitin renndi í níunda lag plötunnar, Risk. Hér talar Moreno beint til vinar síns og hljómsveitarfélaga Chi Cheng og lagið grúvar vel og textinn er þrælfínn og hreinskilinn. Sveitin er orðin gríðarleg sem hljómsveit á sviði og eftir að hafa ekki séð Deftones frá því á Roskilde 2006, ætlaði ég vart að trúa hvað sveitin datt í mörg gömul og góð og hvað allt hljómaði stórkostlega vel.

Diamond Eyes tekur lokasnúning með lögunum 976-Evil og This Place Is Death. 976-Evil er poppaðasta lag plötunnar og minnir gítar Carpenter dálítið á 90´s pop/rock stílinn í stað hans hefðbundna stíls. Ekkert skemmandi en þó rís lagið ekki mjög hátt og hverfur í skuggann. Falsettur Moreno og yfirvegun lagsins heillar þó án efa marga og þá sérstaklega kvenaðdáendur sveitarinnar að mínu mati.
Frank Delgado opnar This Place Is Death og nær lagið að binda vel fyrir þessa frábæru plötu. Líðandi grúv en líkt og 976-Evil rís lagið ekki eins hátt og forverar þess á plötunni og skilur hlustanda eftir þyrstan í meira en þó, sáttan við heildarverkið og meira en það.

Diamond Eyes er svo sannarlega besta verk Deftones í áratug. Hún státar af hörku Adrenaline, grúvi Around The Fur og mjúkri melodíu White Pony en færir einnig fram nýjar og spennandi stefnur. Eftir að hafa bæði kynnt mér plötuna í meira en hálft ár og séð sveitina lifandi á sviði seint á árinu, get ég með fullri samvisku sagt að þetta sé ein besta rokksveit okkar tíma og að þessi plata sé ein besta rokkplata ársins 2010. Út í búð, núna!

Einkunn: 4,5

noise – Divided

Hljómsveit: noise
Plata: Divided
Útgefandi: noise (2010)

Í nær áratug hefur hljómsveitin noise sett svip sinn á rokksenu Íslands. Allt frá því að hafa skriðið úr bílskúrnum árið 2001 og tekið þátt í Músíktilraunum með ágætum árangri. Hljómsveitin gaf svo út sína fyrstu breiðskífu tveimur árum síðar og nú, árið 2010, sendir hún frá sér sína þriðju; Divided.

Tvíburabræðurnir Einar Vilberg og Stefán Vilberg Einarssynir hafa leitt sveitina áfram í breytilegu formi allt frá útgáfu fyrstu plötu en nú hafa bræðurnir tekið höndum saman við þá Arnar Grétarsson og Egil Rafnsson, sem fóru mikinn með rokksveitinni Sign.

Divided tekur á móti hlustanda með mun meira poppi en sveitin er þekkt fyrir. Stab In The Dark byggir á fínni laglínu sem sest ofan á einfaldan og þungan gítar sem fleytir laginu loks í verulega grípandi viðlag. Lagið, sem hefur fengið þónokkra útvarpsspilun, er hreint, einfalt og grípandi popp/rokk sem boðar þónokkrar breytingar í herbúðum noise.

Hljómsveitin má sannarlega eiga það að hún kann að grúva vel í rokkinu og koma sveitir á borð við Silverchair ,Velvet Revolver og oftar en ekki Alice in Chains (svo eitthvað sé nefnt) upp í hugann en þó helst sveitin þétt og sjálfstæð. Sea of Hurt lyktar vel af áhrifum frá Ástralíu á 10.áratuginum og Beautiful Distraction tengir sveitina við yngra rokk stórsveita í kringum aldamót. Áhrifin eru greinileg en þó engan veginn kæfandi.

Lögin The Brightest Day og Divided eru einna sterkust þegar fram í sækir á plötunni. Hröð og þungt riff í bland við sterkan söng gera lögin grípandi, dáleiðandi og oftar en ekki að örlitlum fiðringarvald fyrir neðraveldið.

noise heldur rígfast í klassíska orgíu (ef ég má orða það á þann veg) gítars, bassa og slagverka en nú eru lögin frekar skreytt harmoníum og raddútsetningum og rödd Einars er orðin mun meira hljóðfæri en áður. Textar eru ágætir á plötunni og örlítið opnari en áður. Heavy Mellow er auðskiljanlegt og endar plötuna eins og góðum rokkskífum sæmir; með góðri ballöðu í anda rokkgoða 9.áratugarins.

Platan er ekki sú frumlegasta en er heldur ekki að reyna að finna upp hjólið. Hér er einfaldlega verið að tala um þétta, grúví, grípandi og vel hljómandi rokkplötu sem ætti ekki að svíkja neinn aðdáenda rokksins né sveitarinnar sjálfrar. noise hefur hér gefið út sitt besta efni hingað til og tók það ágætis tíma að fullkomna verkið. Þetta er það sem þeim greinilega hentar best og þeir finna sig best í og það er ekkert nema gott. Plötuna má að sjálfsögðu nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko og í öllum helstu plötuverslunum.

noise fagnar útgáfu Divided á Sódóma Reykjavík í kvöld og opnar húsið kl. 22. Miðaverð er 1000 krónur við hurð og sjá Ten Steps Away og Coral um upphitun.

Einkunn: 4

Lokatónleikar Retron

Í miðjum Airwaves æsingnum barst Rjómanum þær sorglegu fréttir að hetjurokksveitin Retron mun spila á sínum síðustu tónleikum (í mjög langan tíma að minnsta kosti) á föstudagskvöldið á Bakkus. Af þessu tilefni sendu þeir frá sér þessa stórkostlegu video-tilkynningu.

15 plötur á 15 mínútum

Eitt vinsælasta athæfið meðal tónlistarunnenda þessa dagana, þá sérstaklega á Facebook, er að búa til lista með yfirskriftinni “15 plötur á 15 mínútum”. Ritstjóri ákvað að misnota stöðu sína og taka þátt í fjörinu og þá auðvitað með tilheyrandi tóndæmum eins og Rjómans er von og vísa.

1. Kiss – Destroyer
Fjórða plata Kiss sem kom út 1976 og var pródúseruð af Bob Ezrin sem m.a. gerði The Wall með Pink Floyd. Þessi mun ávallt vera mín uppáhalds plata.

Kiss – God of thunder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2. Weezer – Weezer
Fyrsta plata Weezer (sú bláa) er af flestum talin þeirra besta plata. Verður bara betri með tímanum.

Weezer – The World Has Turned And Left Me Here

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Rentals – The Return of The Rentals
Eftir að Matt Sharp, fyrrum bassaleikari Weezer, sagði skilið við sveitina stofnaði hann hljómsveitina The Rentals og gaf hún út þessa mögnuðu plötu sem er stútfull af ljúfsáru og grípandi rokki.

The Rentals – Friends of P

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4. Public Enemy – It Take A Nation of Millions To Hold Us Back
Án nokkurs efa ein merkasta og mikilvægasta hip-hop plata sem út hefur komið. Náði 48 sæti á lista Rolling Stone yfir bestu plötur sögunnar.

Public Enemy – Don’t Believe The Hype

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5. Beck – Mellow gold
Platan sem fangaði tilvistarkreppu og tilgangsleysi hinnar svokölluðu X-kynslóðar, sérstaklega með laginu “Loser”.

Beck – Loser

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

6. Radiohead – OK Computer
Magnum opus þeirra Thom Yorke og félaga í Radiohead. Ein besta plata sem gerð hefur verið.

Radiohead – Let Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

7. Mates of State – Bring it Back
Ljúf og grípandi plata frá hjónakornunum og Íslandsvinunum Gardner og Hammel sem teljast verður þeirra besta til þessa.

Mates of State – Fraud in the ’80s

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

8. Interpol – Antics
Þó platan sé í raun beint framhald af forvera sínum, Turn On The Bright Lights, ber hún vitni um aukið öryggi í útsetningum og lagasmíðum og sýnir að með útgáfu hennar náði sveitin að fullkomna hljómheim sinn og ímynd.

Interpol – Last Exit

9. Squarepusher – Hard Normal Daddy
Fyrsta plata Squarepusher hjá Warp útgáfunni. Er hún óður til rave senunnar í Chelmsford, þar sem Tom Jenkinson ólst upp, og er að mörgum talin ein áhrifamesta platan innan IDM og drum n’ bass stefnunnar.

Squarepusher – Beep Street

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

10. Vampire Weekend – Vampire Weekend
Hin heillandi og frumlega planda of barrokk – og afrópoppi og grípandi tónsmíðar eru blanda sem fáir gátu staðist. Þar á meðal ég.

Vampire Weekend – M79

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

11. The Moody Blues – In Search of The Lost Chord
Þemaplata af psychedelic timabili sveitarinnar sem kom út 1968. Á henni sýnir sveitin allar sínar bestu hliðar og fjölhæfni í tónsmíðum og flutningi.

The Moody Blues – House of Four Doors

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

12. Figurines – Skeleton
Önnur breiðskífa þessarar dönsku indie rokk sveitar sem fengið hefur skammarlega litla athygli utan heimalandsins.

Figurines – Other Plans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

13. Flaming Lips – Clouds Taste Metallic
Wayne Coyne voru að mínu mati upp á sitt allra besta á síðasta áratug síðust aldar. Þessi sjötta breiskífa sveitarinnar er með aðgengilegri verkum sveitarinnar og stútfull af létt geggjuðum og grípandi poppsmellum.

Flaming Lips – Bad Days

14. Pixies – Doolittle
Það þarf nú varla að fjölyrða um hana þessa. Klassík!

Pixies – Where Is My Mind?

15. Metallica – Master of Puppets
Hér eru Metallica upp á sitt allra besta og Cliff heitinn Burton í fullu fjöri. Áhrif hans á lagasmíðar sveitarinnar voru ómetanleg og eftir ótímabært fráfall hans árið 1986 tók að margra mati að halla undan fæti hjá Metallica. Meðfylgjandi lag er til vitnis um hversu frjótt samstarf þeirra Hetfield, Ulrich og Burton var.

Metallica – Orion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gavin Portland og Fist Fokkers á Kaffistofunni

Besta íslenska rokksveit síðari ára að mínu mati er án vafa harðkjarnasveitin Gavin Portland.

Þeir laumuðu út langþráðri plötu í febrúar, sem nefnist hinum upplífgandi titli Hand in Hand With Trators, Back to Back With Whores.
Platan er þeysireið um heima þungarokks, pönks og indís knúin áfram af heimshryggð, tilfinningum og reiði.

Sveitin kemur sjaldan fram og er það því gleðiefni fyrir rokkhunda landsins að fá loks tækifæri að bera hana augum. Tónleikarnir fara fram annað kvöld, fimmtudaginn 26.september í Kaffistofunni, Nemendagalleríi Listaháskólans á Hverfisgötu.

Ásamt Gavin Portland kemur skíta-pönkdúettinn Fist Fokkers fram, en þeir koma víst klyfjaðir nýju efni eftir allt of langa pásu.

Tónleikarnir hefjast 19:30 og kostar litlar 500 krónur inn. Örfá eintök af nýju plötunni með GP verða til sölu, svo það er um að gera að mæta snemma og tryggja sér gúmmelaðið.

Gavin Portland – February

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gavin Portland – Holy Terror, Hidden Hand (á Menningarnótt 2010)