Tilbury

Hljómsveitin Tilbury var sett saman af trommaranum Þormóði Dagssyni (Skakkamanage, Jeff Who?, Hudson Wayne) sumarið 2010. Upphaflega var um sólóverkefni að ræða sem nefndist Formaður Dagsbrúnar en fljótlega eftir að upptökur hófust á fyrstu breiðskífunni leit hljómsveitin Tilbury dagsins ljós.

Sveitin spilar eitthvað sem kalla mætti dramatískt þjóðlagapopp sem einkennist af hljóðgervlum Kristins Evertssonar (Valdimar) og sixtís rafmagnsgítarhljómi Arnars Eldjárns (Brother Grass). Bassaleikarinn Guðmundur Óskar (Hjaltalín) prýðir hljóminn með fransk-ættuðum bassalínum og trymbillinn Magnús Trygvason Elíasen (Sin Fang, Amiina, Moses Hightower) bindur svo allt saman með dínamískum trommuleik sem fer í allar áttir. Fyrsta breiðskífa Tilbury nefnist “Exorcise” og kemur út hjá Record Records í maí á þessu ári.

Meðfylgjandi er spáný smáskífa sveitarinnar sem nefninst “Tenderloin”.

Nýtt lag og myndband frá Prinspóló

Prinspóló sendi í dag frá sér nýtt lag og heitir það “Landspítalinn”. Lagið er meðal annars óður til upphafs- og endastöðvar þeirra Íslendinga sem kjósa að fæðast á Landspítalanum. Þetta er ekki fyrsta þemalagið sem Prinspóló sendir frá sér því á plötunni Jukk er að finna lagið “Mjaðmir” sem er stuðningslag fótboltafélagsins KF Mjöðm, en það er önnur saga.

Til að kóróna allt saman þá kemur líka út myndband við lagið en það er hin konunglega hirð sem græjaði það. Hægt er að horfa á myndbandið á heimasíðunni www.prinspolo.com en lagið er svo fáanlegt til kaups og niðurhals á www.gogoyoko.com, nema hvað!

Samverkafólk Prinsins við gerð lagsins og myndbandsins voru Berglind Häsler, Árni Rúnar Hlöðversson, Kristján Freyr Halldórsson, Guðm. Kristinn Jónsson, Birgir Jón Birgisson, Baldvin Esra Einarsson, Loji Höskuldsson og einhverjir fleiri.

Síðasta kvöld Músíktilrauna lokið

Fjórða og síðasta undankvöld Músíktilrauna er búið þar sem dómnefnd valdi hljómsveitina The Lovely Lion áfram og salurinn valdi hljómsveitina White Signal.

Eftirfarandi hljómsveitir eru því komnar í úrslit, auk ofangreindra, Þoka, Glundroði, Hindurvættir, Funk that Shit!, Retrobot og Aeterna.

Einnig getur dómnefnd valið allt að fjórar hljómsveitir aukalega við þessar sem verður tilkynnt á www.musiktilraunir.is í dag. Úrslitakvöldið, sem er á laugardaginn næsta, byrjar kl 17:00 og er útvarpað í beinni á Rás2.

Hægt er að kaupa miða á www.midi.is

White Signal – Foreign Places

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Retrobot – Electric Wizard

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Funk That Shit – Stop!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þoka – Leó

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Glundroði – Andvökunótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hindurvættir – Hindurvættir 1

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Aeterna – Domain

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sigur Rós – Ekki múkk

Hér er nýjasta lag Sigur Rósar og myndband við, unnið af Ingu Birgisdóttur systir Jónsa, sem ber heitið “Ekki múkk”. Lagið er af væntanlegri plötu sveitarinnar sem ber heitið Valtari og ætti hún að fást gegn gjaldi einhverntímann í maí.

Cheek Mountain Thief

Cheek Mountain Thief er spáný hljómsveit leidd af Mike Lindsay (úr Tunng) og inniheldur meðlimi sem eiga rætur að rekja til Húsavíkur (undan Kinnafjöllum) en þar var væntanleg plata hljómsveitarinnar tekin upp og samin. Cheek Mountain er væntanleg í búðir á næstu misserum á vegum Kimi Records og enska útgáfufélagsins Full Time Hobby. Meðal gesta á plötunni eru Mugison, Sin Fang, Mr. Silla og Kaffibarskórinn. Cheek Mountain Thief er svo á leið í tónleikaferð til að kynna plötuna, bæði um Ísland og svo Bretland.

Cheek Mountain Thief – Cheek Mountain

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokk í Reykjavík tribute 24. maí

Íslandsvinurinn belgíski Wim Van Hooste hefur í gegnum tíðina látið sig íslenska tónlist miklu varða, og lagt á sig ómælda vinnu, svo ekki sé meira sagt, við að kynna hana á margvíslegum bloggsíðum sínum. Wim er læknir að mennt og starfaði hér á landi á sínum yngri árum. Síðan þá hefur hann haft annan fótinn hér á landi og þá iðulega á tónleikum. Eflaust hefur hann slammað með vídeókameruna á tónleikum hjá hverri einustu núlifandi hljómsveit hér á landi.

Nú ætlar pilturinn að halda upp á 41 árs afmæli sitt þann 24. maí næstkomandi á Gauknum (eða hvað sem sá staður kemur til með að heita þegar þar að kemur). Það verður auðvelt að muna það enda ber þetta upp á daginn fyrir hinn víðfræga “Towel Day” þann 25. maí. En í tilefni afmælisins efnir Wim til Rokk í Reykjavík Tribute sem við hefðum átt að auglýsa hérna fyrir lifandis löngu síðan, en það fer nú hver að verða síðastur til að taka þátt. Við gefum Wim orðið:

Every Icelandic musician, every musician living in Iceland, everybody on Earth is invited to bring a tribute to the Rokk í Reykjavík Rockumentary made by director Friðrik Þór Friðriksson in the period 1981-1982.

Put a video on Vimeo or YouTube between 1. January and 31. March 2012 with the tags “Rokk”, “Rock”, “Reykjavík”, “Reykjavik”, “Tribute”, “2012” and “Contest”.

Best Videos will be screened @ Gaukurinnvenue on 24. May 2012 between 18:00-19:30.

Afterwards, between 20:00 – 00:00 there will be a private birthday party of WIHO at this venue. The selected, invited artists are challenged to bring a cover on stage. The bands or musicians with a very good video will also be asked to perform their track on stage of the famous venue Gaukurinn.

Meira má lesa um þetta verkefni á reykjavikrocks.blogspot.com, en nú þegar hafa sex listamenn skilað inn myndböndum sem sjá má á síðunni. Draumurinn er að gefa efnið út á geisladisk og/eða DVD, ef peningur safnast, en Wim hefur einni hleypt af stokkunum söfnun fyrir því.

The money on the Save Ice Bank account will be used to produce a DVD and CD of this tribute concert and tribute videos, to be finished in 2013.

Hérna má sjá eitt cover lagið, og áhugasamir geta vingast við Wim, eða fengið meiri upplýsingar, hér.

Asonat gefur út Love in Times of Repetition og stuttskífuna On the Other Side

Rafsveitin Asonat gefur út sínu fyrstu breiðskífu, Love in the Times of Repetition, um miðjan næsta mánuð, en hefur nú tekið forskot á sæluna og gefið út stuttskífu þar sem hægt er að hlýða á afrakstur samvinnu dúósins, ásamt vel völdum endurhljóðblöndunum. Skífan ber nafnið On the Other Side og voru endurhljóðblandanir í höndunum á íslendinganna Murya (Guðmundur Ingi Guðmundsson) og Muted (Bjarni Rafn Kjartansson) og hinum ítalska My Dry Wet Mess (Giovanni Civitenga).

Þó nafnið Asonat komi spánskt fyrir sjónir, þá er þetta samvinnuverkefni tveggja reynslubolta í raftónlistarsenunni. Annars vegar er það Jónas Þór Guðmundsson, sem hefur verið best þekktur í undirheimum raftónlistarinnar undir dulnefninu Ruxpin og hins vegar Fannar Ásgrímsson, sem er annar helmingur rafpoppsveitarinnar Plastik Joy. Á stuttskífunni njóta þeir aðstoðar frönsku söngkonunnar Oléna Simon, en hún er einnig tíður gestur á komandi breiðskífu sveitarinnar. Aðrir sem koma við sögu á breiðskífunni eru japanska söngkonan Chihiro og Kjarr (Kjartan Ólafsson) úr hljómsveitinni Ampop. Bandaríska útgáfufyrirtækið n5MD sér um útgáfuna, en báðir fastir meðlimir Asonat hafa gefið út sínar síðustu breiðskífur þar.

Útgáfudagur fyrir stuttskífuna On the Other Side var 13. mars síðastliðinn og er hún fáanleg á stafrænu formi með „Pay with a tweet“ fyrirkomulaginu. Skífuna er því hægt að nálgast án endurgjalds á heimasíðu n5MD.

Útgáfudagur fyrir breiðskífuna Love in the Times of Repetition er þann 17. apríl næstkomandi og kemur hún bæði út á geisladisk og á stafrænu formi. Umslag geisladisksins er hannað af hinum margrómaða Bobby Breiðholt og inniheldur diskurinn alls 13 frumsamdar rafballöður.

Gillon kominn á hljómplötu

Út er komin platan Næturgárun með tónlistarmanninum Gillon. Nætugárun er safn 9 laga sem samin voru á tímabilinu 1997-2010. Platan var tekin upp af Sigfúsi Arnari Benediktssyni í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki.

Öll lög og textar eru eftir Gísla Þór Ólafsson nema lagsins „Næturkossar“ þar sem Óli Þór Ólafsson er meðhöfundur. Auk þess eru tvö ljóð á plötunni eftir aðra höfunda, „Gyðjan brosir“ eftir Geirlaug Magnússon og „Um mann og konu“ eftir Jón Óskar.

Höfundur hefur áður gefið út 5 ljóðabækur á tímabilinu 2006-2010, seinast Sæunnarkveðju – sjóljóð, en Næturgárun er hans fyrsta plata.

Útgáfan er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.

AMFJ sendir frá sér BÆN

Hljómplatan BÆN verður fáanleg í öllum betri hljómplötuverslunum 21. mars næst komandi. Platan er þriðja útgáfuverkefni AMFJ (Aðalsteins MotherFucking Jörundssonar) og það fyrsta sem kemur út á geisladiski. Tónlist AMFJ er að öllu jöfnu lýst sem óhljóðatónlist og/eða listrænt ágengri raftónlist. Platan er ágeng og hávær en AMFJ sækir innblástur víða og meðal annars til íslenskrar samtíðar, dauðarokks og þjóðsagna. Á plötunni er ekki fetaður meðalvegur heldur takast á brjálæðislegar hæðir og tilfinningaþrungnar lægðir. Það er því ekki hægt að segja að platan sé aðgengileg fyrir hinn dæmigerða tónlistarneytanda. BÆN er krefjandi plata fyrir lengra komna.

BÆN var unninn í samvinnu við Valdimar Jóhannsson (Reykjavík!, Lazyblood) og gefin út af FALK Í desember 2011.

Músítilraunir 2012 : annar hluti

Þá er það annar hluti yfirferðar Rjómans yfir þátttakendur í Músiktilraunum 2012. Í þetta skiptið kynnum við eftirfarandi listamenn til sögunnar:

Blind Bargain

Sveitarfélag: Vestmannaeyjar
Hannes Már Hávarðarson – Söngur/gítar
Skæringur Óli Þórarinsson – Gítar/Back raddir
Þorgils Árni Hjálmarsson – Bassi
Kristberg Gunnarsson – Trommur

Blind Bargain – Pull The Plug

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Klysja

Sveitarfélag: Ísafjörður
Ísak Emanúel Róbertsson – Trommur
Benjamín Bent Árnason – Hljómborð/söngur
Arnar Logi Hákonarson – Söngur
Þormóður Eiríksson – Lead rafmagnsgítar
Mateus Samson – Bassi
Hákon Ari – Rhythm rafmagnsgítar

Klysja – Vonlaust

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BenJee

Sveitarfélag: Reykjavík
Benjamin Hrafn Böðvarsson – Gítar/söngur
Samúel Örn Böðvarsson – Bassi
Hjalti Þór Kristjánsson – Trommur
Gunnar Vigfús Guðmundsson – Solo gítar
Steindór Dan Jensen – Píanó

BenJee – Lonely Nights

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Grower

Sveitarfélag: Vestmannaeyjar
Geir Jónsson – Gítar/söngur
Gísli Rúnar Gíslason – Trommur
Arnar Geir Gíslason – Bassi

Grower – Shooting a pic

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Aeterna

Sveitarfélag: Hafnafjörður og Kópavogur
Örvar Ingi Óttarsson – Raddbandabeitir
Samúel Örn Böðvarsson – Bassi
Magni Freyr Þórisson – Gítar
Elvar Bragason – Gítar
Hjalti Þór Kristjánsson – Slagverk

Aeterna – Domain

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Young And Carefree

Sveitarfélag: Stokkseyri
Fjölnir Þorri Magnússon – Hljómborð
Jón Kristján Jónsson – Hljómborð/kassagítar
Gunnar Már Hauksson – Dj Sett

The Young And Carefree – Castles In The Sand

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músítilraunir 2012 : fyrsti hluti

Músíktilraunir 2012 byrja með fjórum undanúrslitakvöldum 23. – 26 mars en sjálft úrslitakvöldið er laugardaginn 31. mars. Í ár mun Rjóminn birta lag með öllum listamönnum sem hafa skráð sig til þátttöku og hefst yfirferð sú hér með.

Miða á Músiktilraunir má nálgast á Miði.is

Functional Foundation

Sveitarfélag: Húsavík
Axel Flóvent Daðason – Gítar & söngur
Brynjar Friðrik Pétursson – Trommur
Jón Ásþór Sigurðsson –  Bassi & bakraddir

Functional Foundation – Escape

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Daedra

Sveitarfélag: Hafnafjörður
Jón Þór Sigurleifsson – Gítar
Þyri Ragnheiður Björgvinsdóttir – Söngur
Anton Freyr Andreasen Röver – Trommur
Drífa Örvarsdóttir – Fiðla
Lilja Hlín Pétursdóttir – Hljómborð

Deadra – Minningar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cosmos

Sveitarfélag: Kópavogur
Jóhannes Helgi Friðriksson – Hljómborð/Tölva
Viktor Franz Jónsson – Gítar
Magnús Óli Sigurðsson – Gítar

Cosmos – Coma

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Í FimmtaVeldi

Sveitarfélag: Fjallabyggð
Brynhildur Antonsdóttir – Söngur
Snjólaug Anna Traustadóttir – Bassi
Erla Vilhjálmsdóttir – Trommur
Hulda Vilhjálmsdóttir – Gítar

Í Fimmta Veldi – Are You Ready to Say

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hindurvættir

Sveitarfélag: Akureyri
Ingi Jóhann – Bassi og söngur
Benedikt N Bjarnason – Gítar og söngur
Jón Haukur Unnarsson – Slagverk

Hindurvættir – Hindurvættir 1

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Glundroði

Alexander Freyr Olgeirsson -Rafgítar, kassagítar, harmonika,píanó og söngur
Anton Guðjónsson – Rafgítar, kassagítar, banjó og söngur
Skúli Gíslason – Trommur og slagverk
Gunnar Guðni Harðarson – Fiðla, Bassi, Söngur
Aron Geir Ottóson – Bassi, Banjó, Rafgítar, Kassagítar

Glundroði – Andvökunótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Pale Man Made

Pale Man Made frá Newcastle í Bretalandi er hljómsveit sem hefur áður birst á síðum Rjómans, og sem ég spái heimsyfirráðum á næstu mánuðum þótt ekki njóti þau almennrar hylli enn sem komið er. Þau voru rétt í þessu að hlaða inn á YouTube nýju myndbandi við lagið “In Your Bed”. Hlýðum á það og kíkjum svo á eitt gamalt myndband með þeim sem rokkar líka.

Facebook

Nýtt frá Beach House: Myth

Hljómsveitin Beach House birti óvænt í morgun nýtt lag á heimasíðu sinni. Lagið “Myth” mun væntalega vera á næstu skífu sveitarinnar, sem verður sú fjórða sem bandið sendir frá sér (eins og lesendur muna þá var Teen Dream plata ársins hér á Rjómanum árið 2010 og Devotion skoraði einnig hátt á árslistanum 2008).

Enn sem komið er hafa hvorki sveitin né útgáfufyrirtækið Sub Pop sent frá sér tilkynningu um plötuna, en óstaðfestar munnmælasögur segja að gripurinn komi út um miðjan maí og muni bera heitið Bloom.

En þangað til … streymið “Myth” hér…

Myrra Rós gefur út Kveldúlf

Eftir langa meðgöngu er loksins komin út fyrsta breiðskífa Myrru Rósar. Hún ber nafnið Kveldúlfur en samnefnt lag hefur einmitt fengið spilun í útvarpi allra landsmanna síðustu vikur.

Platan var tekin upp í Hljóðrita, Upptökuheimili Geimsteins og hinum ýmsu heimilum og skúmaskotum hér og þar. Á meðan upptökuferlinu stóð óx sumum útsetningum ásmegin en smekklegar strengjaútsetningar eru áberandi á plötunni. Meðal þeirra sem koma fram í aukahlutverki á plötunni eru þjóðlagasöngvarinn KK en hann spilar á kassagítar og reggísveitin Hjálmar sem spilar undir í tveimur lögum.

Útkoman er þessi frábæra, angurværa og þægilega plata en allir þeir sem hafa séð Myrru á tónleikum vita við hverju má búast þar sem að hún lætur engan ósnortinn.

Nýtt lag frá Arcade Fire

Hljómsveitin Arcade Fire á lag í kvikmyndinni The Hunger Games sem væntanleg er í kvikmyndahús innan skamms. Lagið “Abraham’s Daughter” mun víst hljóma undir lokatitlum lagsins en meðal annara sem eiga munu lag á hljóðskori myndarinnar eru The Decemberists og Neko Case.

Arcade Fire – Abraham’s Daughter

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

 

Tvö ný Radiohead lög

Radiohead hóf tónleikaferð um Bandaríkin nú í vikunni og á heillangri dagskránni – sem allt í allt taldi 24 lög – voru tvö glæný lög. Stykkin nefnast “Identikit” og “Cut A Hole” og nú er bara spurning um hvort sveitin sé strax farin að huga að nýrri plötu – þó varla tæpt ár sé liðið síðan King of Limbs kom út.

Radiohead – Identikit (Live 2-27-12)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Radiohead – Cut A Hole (Live 2-27-12)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars mun sveitin vera á túr meira og minna út árið og er þegar uppselt á allfelsta tónleikana. Ef einhverjir eru þó spenntir fyrir að leggja land undir fót og fara í pílagrímsferð á Radiohead tónleika má sjá hvar enn er hægt að fá miða á heimasíðu sveitarinnar.

 

Nýtt með Spiritualized

Geimmaðurinn og félagar í Spiritualized senda frá sér nýtt stykki um miðjan Apríl. Verkið heitir – þó það mætti halda af plötuumslaginu að nafnið væri Huh?

Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar síðan hin ágæta Songs in A&E kom út árið 2008, en í millitíðinni hafa Spiritualized meðal annars endurútgefið meistaraverk sitt, Ladies and Gentlemen We Are Floating in Space, í margfaldri viðhafnarútgáfu. Sveitin heimsótti svo Ísland líka, bæði til myndbandagerðar og til að spila á Iceland Inspires tónleikunum.

Spiritualized hafa nú sent frá sér lag af nýju plötunni, “Hey Jane” – nærri níu mínútna rokkópus!