Risaeðlan kemur saman á ný

Risaeðlan

Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um næstu páska. Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum.

Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar.

Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni við þetta tilefni.

Dead Sea Apple

Rokksvetin fornfræga Dead Sea Apple, sem legið hefur í dvala undanfarin ár, er nú farin að láta á sér kræla aftur og mun fagna 20 ára tilvist sinni í ár með plötuútgáfu. Platan sú, sem heita mun Dead Sea Apple III, mun innihalda lög sem tekin voru upp 2001-2002 í Stúdíó 12 hjá RÚV en voru aldrei gefin út. Hér er eflaust á ferð mikil happafengur fyrir íslenska gruggrokkara á besta aldri og hver veit nema sveitin nái að heilla rokkara af yngri kynslóðinni um leið?

Hér að neðan eru tvö lög af umræddri plötu en áhugasamir geta nálgast fleiri lög á Soundcloud síðu Dead Sea Apple.

Nevermind á Gauknum

Í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Nevermind eftir hina goðsagnakenndu sveit Nirvana hefur hópur tónlistarmanna tekið sig saman og hyggst halda heiðurstónleika á Gauk á Stöng (áður Sódóma Reykjavík) annað kvöld. Nevermind, sem út kom þann 24.september árið 1991, hefur lengi verið talin ein áhrifamesta rokkplata 20.aldarinnar en platan hefur nú selst í ríflega 26 milljónum eintaka út um allan heim. Platan hlaut ekki síður vægi eftir andlát Kurt Cobain árið 1994 og lifir góðu lífi enn þann í dag. Það eru þeir félagar Franz Gunnarsson (Ensími/Dr.Spock), Þórhallur Stefánsson (Lights On The Highway) og Jón S. Sveinsson (Hoffman) sem leika gruggið þetta kvöldið en þremenningarnir þessir ættu að vera orðnir flestum kunnir eftir heiðurstónleika hljómsveita á borð við Alice in Chains, Stone Temple Pilots og Smashing Pumpkins (svo eitthvað sé nefnt). Það er þó í hlutverki Einars Vilbergs Einarssonar að túlka hinn goðsagnakennda Kurt Cobain á sinn eigin hátt en Einar ættu flestir að þekkja sem forsprakka rokksveitarinnar noise. Ekki þarf að hamra á hollustu þessara félaga til Nirvana en allir hafa þeir verið undir miklum áhrifum þessarar sveitar í sínum eigin lagasmíðum í gegnum árin. Auk þeirra mun Agnar Eldberg úr hljómsveitunum Lights on The Highway og Klink vera sérstakur gestur.

Nú þegar 20 ár eru liðin frá útgáfu einnar áhrifamestu rokkplötu sögunnar er ekki seinna vænna en að halda niður á Gauk á Stöng, ungnir sem aldnir og taka þátt í gleðinni. Dyrnar opna á slaginu 22:00 og er miðaverð 1500 kr. Aldurstakmark að þessu sinni eru 18 ár. Fuglinn hvíslar að hljómsveitin mundi sín vopn á slaginu 23.30.

Rjóminn hvetur lesendur til að fikta við nostalgíuna, þeyta flösu og athuga hvernig Gaukur á Stöng lítur út eftir endurlífgun.

 

 

Rjómalagið 21. september : Mono – Life In Mono

Af skiljanlegum ástæðum áskil ég mér þann rétt að eigna mér Rjómalagið í dag. Mun það vera einssmellsundrið “Life in Mono” með  bresku tip-hop sveitinni Mono en lagstúfurinn sá tröllreið ófáum viðtækjum tónlistarunnenda undir lok síðustu aldar. Finnst mér þetta lag mikil snilldarsmíð og án efa eitt af því allra besta sem svokallað 90’s tímabil gat af sér.

Matador myndbönd

Jaðarútgáfan Matador fagnaði 21 árs afmæli sínu með ýmsu húllumhæi um daginn, t.d. 3 daga tónleikaveislu í Las Vegas og 6-diska afmælisboxi. Útgáfan hefur svo sannarlega ástæðu til að vera stolt af afrakstri sínum enda hefur ótrúlegur fjöldi af frábæru tónlistarfólki gefið út á vegum Matador undanfarna tvo áratugi, t.d. Pavement, Yo La Tengo, Belle & Sebastian, Pizzicato 5, Modest Mouse, Interpol, Mogwai, Cat Power, Matmos, Teenage Fanclub, Boards of Canada, Arab Strap, The Fall og Sonic Youth – svo fáein nöfn séu nefnd.

Á tíunda áratugnum fylgdist ég af athygli með því sem Matador gaf út og þegar ég rifjaði upp gamlar minningar um daginn í tilefni afmælisins mundi ég hversu mikið af frábærum myndböndum kom frá fyrirtækinu á sínum tíma. Þar sem útgáfan var smá og peningalítil var frekar lagt upp úr góðum hugmyndum en peningaustri þegar myndbönd voru framleidd – og útkoman var alla jafnan stórskemmtileg … rifjum upp nokkur:

Jon Spencer Blues Explosion – Flavor (feat. Beck) (af Experimental Remixes EP, 1995)

Chavez – Break Up Your Band (af Gone Glimmering, 1995)

Yo La Tengo – Tom Courtenay (af Electr-O-Pura, 1995)

Cat Power – Cross Bone Style (af Moon Pix, 1998)

Pavement – Cut Your Hair (af Crooked Rain, Crooked Rain, 1994)

Guided By Voices – Bulldog Skin (af Mag Earwhig!, 1997)

Pizzicato Five – It’s A Beautiful Day (af Happy End of the World, 1997)

Gildran á Sódóma

Ein ástsælasta rokksveit Íslands fyrr og síðar, Gildran, fagnar 30 ára starfsafmæli í ár. Í tilefni af því kom út tónleikaplatan Vorkvöld – Live 1. maí 2010, en hún inniheldur upptökur af afmælistónleikum Gildrunnar í Hlégarði í Mosfellsbæ. Platan hefur fengið góðar viðtökur hjá aðdáendum hljómsveitarinnar svo og gagnrýnendum og hafa tónleikar sveitarinnar verið vel sóttir að undanförnu og var t.a.m. fullt út úr dyrum á tónleikum þeirra í Austurbæ fyrir hálfum mánuði síðan. Því hefur hljómsveitin ákveðið að bjóða upp á tónleika á Sódóma nk. föstudagskvöld 26. nóvember þar sem aðdáendum Gildrunnar býðst að sjá þá á kröftugum bar-tónleikum. Þeim til aðstoðar er Vignir Stefánsson á hljómborð og stjörnuhljóðmaðurinn Bjarni Friðriks í daglegu tali nefndur Biffi Mojo.

Húsið opnar kl 22:00 og Gildran hefur leika kl 23:00.

Gildran – Vorkvöld í Reykjavík

Gildran – Mærin

Bubbi – Sögur af ást, landi og þjóð

Í ár eru 30 ár síðan fyrsta sólóplata Bubba Morthens kom út en það var platan Ísbjarnarblús sem kom út 17. júní 1980. Af því tilefni er nú komin út þreföld plata með 60 lögum Bubba frá öllum ferlinum og eru hljómsveitirnar þá taldar með, Utangarðsmenn, Ego, Das Kapital, MX 21 og GCD.

Þessi glæsilega ferilsútgáfa kemur einnig út í sérútgáfu í takmörkuðu upplagi sem inniheldur plöturnar þrjár ásamt DVD-mynddiski með myndböndum frá ferlinum og völdum tónleikaupptökum. Ferilspakkinn inniheldur 60 lög, eins og áður sagði og er eitt nýtt lag á meðal þeirrra en það er nýja lagið “Sól” sem hefur heyrst á útvarpsstöðvum landsins undanfarnar vikur og hefur fengið afar góðar viðtökur.

Með útgáfunni fylgir veglegur bæklingur með myndum frá ferlinum og mikið af áður óbirtum myndum. 30 ára ferilsútgáfa Bubba fékk nafnið Sögur af ást, landi og þjóð en með því heiti er vísða til ýmissa minna í útgáfum og textagerð Bubba í gegnum árin.

Bubbi – Blindsker (með Das kapital)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Af fingrum fram með Ragga Bjarna og Jóni Ólafs í Salnum

Vinsælasti söngvari íslenskrar dægurlagasögu, Ragnar Bjarnason, verður gestur Jóns Ólafssonar á sviði Salarins í Kópavogi, n.k. fimmtudag, 18.nóvember en þessi “spjallþáttur á sviði” , Af Fingrum Fram, fór aftur af stað í byrjun mánaðarins þegar Gunnar Þórðarson sat fyrir svörum auk þess að fara í gegnum sín vinsælustu lög.

Það sama verður uppi á teningnum í tilfelli Ragnars sem er orðinn 76 ára og hefur því marga fjöruna sopið á gríðarlega löngum og gifturíkum ferli. Kvikmynd um feril Ragnars, Með Hangandi Hendi, er nú sýnd í kvikmyndahúsum og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Hann er flytjandi vinsælasta lags landsins í dag, “Allir eru að fá sér”, ásamt þeim BlazRoca og XXXRotweiler. Rappararnir munu heiðra Ragnar með nærveru sinni þetta kvöld og flytja þennan smell með honum. Auk þessu munu Ragnar og gestgjafinn Jón leika og syngja öll þekktustu lög söngvarans síunga auk þess sem skemmtisögur verða ekki skornar við nögl.

Herlegheitin hefjast kl.20.30.

Ragnar Bjarnason – Nótt í Moskvu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ragnar Bjarnason – Vörkvöld í Reykjavík

Ragnar Bjarnason – Smell Like Teen Spirit

Dagskrá helgarinnar á Sódóma

Fimmtudagur 11. nóv:
Deep Purple Tribute og Eyþór Ingi á Sódómu

Eyþór Ingi og félagar hafa ákveðið að henda upp öðrum tónleikum á Sódómu vegna fjölda áskorana. Síðast var mega rokk og ról stemning og ætlunin er að toppa fyrra skiptið, sem var fyrir rúmum mánuði. Tónleikarnir hefjast kl 22:00. Miðasala við dyrnar aðeins 1200 kr.

Deep Purple – Child in Time

Föstudagur, 12. nóv:
Pearl Jam Heiðurstónleikar

Tónleikar til heiðurs bandarísku rokksveitinni Pearl Jam. Leikin verða lög af nánast öllum plötum sveitarinnar ásamt lögum sem hafa ratað í kvikmyndir. Hljómsveitin Vintage Caravan hitar upp. Húsið opnar kl. 22:00 og hefst fjörið kl. 23:00. Engin forsala. Miðaverð: 1500 kr.

Pearl Jam – Jeremy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laugardagur 13. nóv:
Sólstafir, XIII, Stafrænn Hákon & Skálmöld

Sólstafir & XIII munu leika fyrir alla aldurshópa kl 16:00 að degi til á Sódómu Reykjavík laugardaginn 13. nóvember.
Aðgangseyrir verður litlar 500 kr.

Síðar um kvöldið munu bæði böndin endurtaka leikinn ásamt Stafrænn Hákon sem fer á svið á slaginu 00:00 og svo ætla Skálmöld að loka kvöldinu með alvöru íslensku víkinga metali! 1000 kr inn.

Sólstafir – Köld

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stafrænn Hákon – Temporality

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jóhann G. og Óðmenn

Í ár eru 40 ár liðin síðan tvöfalda albúm Óðmanna, sem var fyrsta íslenska „double albúmið“, kom út og því tímabært að fagna tímamótunum. Þessi samnefnda plata varð eina breiðskífa sveitarinnar áður en samstarfinu lauk en hún hefur þó lifað góðu lífi í manna minnum allt frá því hún kom út. Platan var tekin upp í Kaupmannahöfn um haustið 1970 og var valin plata ársins af gagnrýnendum sama ár.

Þessi merki gripur var endurútgefinn á heimsvísu fyrr á árinu á vegum Normal Records sem, auk þess að gefa út Bollywood tónlist, virðist sérhæfa sig í endurútgáfu sígildra rokkplatna.

Óðmenn – Orð-Morð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Óðmenn – Þær Sviku

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars er það að frétta af fyrrum forsprakka Óðmanna, Jóhanni G. Jóhannssyni, sem hóf farsælan sólóferil eftir að Óðmenn hættu, að hann gaf nýverið út plötuna Johann G in English sem er heildarsafn laga hans á ensku. Með honum á plötunni eru fjöldinn allur af kunnustu flytjendum landsins og má m.a. nefna Daníel Ágúst, Stefán Hilmarsson, Emilíu Torrini, Stínu Ágústsdóttur og systkynin KK og Ellen.

Plötur Jóhanns og Óðmann má nálgast á Broadjam vef Jóhanns en þar er einnig að finna flestar ef ekki allar útgáfur á vegum þessa afkastamikla lagasmiðs.

JohannG – No need for goodbyes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stina August – Dead man’s dance

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG og Stefanía Svavarsdóttir – Critic song

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG – Gone forever

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Best of Bang Gang

Hljómsveit Barða Jóhannssonar, Bang Gang ætti að vera landsmönnum að góðu kunn. Eftir að hafa starfað í rúman áratug við góðan orðstír er nú búið að safna bestu lögum sveitarinnar á eina plötu Best of Bang Gang. Bestu Bang Gang lögin inniheldur m.a. “Sacred Things”, “So Alone”, “Sleep”, “Stop In the Name of Love”, “The World Is Gray”, “I Know You Sleep”, “So Alone”, “Find What You Get” sem öll hafa hljómað í viðtækjum landsmanna og því orðin eins og fjölskylduvinir.

Þetta samansafn af bestu lögum sveitarinnar hefur einnig að geyma annan geisladisk þar sem fremstu flytjendur landsins gera lög Bang Gang að sínum eigin. Hljómsveitirnar og flytjendurnir sem eru í þessum pakka eru: Dikta, Mammút, Daníel Ágúst, Páll Óskar, Bloodgroup, Ourlives, Singapore Sling, Eberg, Bjarni Þór Jensson (Cliff Clavin) og Arnar Guðjónsson (Leaves).

Til þess að gera útgáfuna ennþá veglegri má finna mikið af aukaefni á Tónlist.is. eða samtals 13 aukalög. Fylgja þau lög bæði með geisladisknum og eins ef diskarnir eru keyptir beint á tónlist.is eru þetta hvort tveggja endurhljóðblandanir og óútgefið efni.

Bang Gang – So Alone

Bang Gang – Stop in the name of love

Suede í Rokklandi

Í næsta Rokklandi mun æðsti prestur, forseti og menningarmálaráðherra landsins, Sr. Ólafur Páll, fjalla um bresku sveitina Suede í predikun sinni. Mun hann án efa fjalla um hina stórmerkilegu plötu sveitarinnar Dog Man Star sem kom út árið 1994 og lifir enn góðu lífi í minnum manna og dýra. Svo verður eitthvað fjallað um Billy Bragg, Band of Horses og einhvern náunga sem kallar sig Elvis.

Suede – We Are The Pigs

Written in Blood Vol. 1 – 5

Eins sú hyldjúpasta tónlistarlega gullnáma sem ég hef haft þá ánægju að kafa ofan í nýlega birtist mér í formi safnplatnanna Written in Blood sem maður að nafni Nate Ashley setti saman. Segir sagan að hann hafi verið allan síðasta áratug að safna saman tónlistinni í þetta stórmerkilega safn en það inniheldur sjaldgæfa, óútgefna og illfáanlega tónlist úr hryllingsmyndum síðustu hálfrar aldar.

Safnið inniheldur vel yfir 100 lög og er þar að finna verk eftir meistara eins og Ennio Morricone, Johan Soderqvist, Lalo Schifrin, François de Roubaix, Hans Zimmer, Roy Budd og John Carpenter.

Erfitt er að nálgast Written in Blood safnið en áhugasömum bendi ég á að athuga vef Nate Ashley, www.lefthandedlabel.com, eða tónlistarbloggið Ghostcapital en þar er sérstök kynning á safninu.

Ég hvet alla alvöru tónlistaráhugamenn, grúskara, safnara og tónlistarnörda að kynna sér þetta einstaka safn og verða sér úti um eintak sé þess kostur. Hver myndi annars ekki vilja eiga gullmola eins og þá sem hér fylgja í safninu?

Ennio Morricone – Magic and Ecstacy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lalo Schifrin – Scorpio’s Theme

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

François De Roubaix –  Les Dunes D’Ostende

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bruno Nicolai – La Dama Rossa Uccide Sette Volte (Preludio & Titoli)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Superchunk og Pavement eru snúin aftir

Tvær goðsagnakenndar og áhrifamiklar rokkveitir frá tíunda áratugnum eru komnar aftur og hafa á síðustu vikum verið að gera sig digrar. Þetta eru Slacker-kóngarnir í Pavement og Pönk-poppkrakkarnir í Superchunk. Bæði böndin eiga það sameiginlegt að hafa verið í forsvari fyrir uppreisn óánægðra unglinga gegn vinsælli tónlist þess tíma, uppreisn sem fólst í upphafningu á sköpunarkrafti og sjálfstæði í stað upptökutækni og útlits. Pavement voru að gefa út BestOf-plötu um daginn og komu af þeirri ástæðu fram hjá grínistanum Stephen Colbert á Comedy Central, en Superchunk sem voru að gefa út plötuna Majesty Shredding heimsóttu spjallþáttarstjórnandann Jimmy Fallon og tóku lagið. Óháð því hvað segja má um áhrif eða gæði hvors bands fyrir sig, þá er alveg á hreinu hvort bandið er skemmta sér betur.

Takið eftir John Darnelle úr The Mountain Goats í mega stuði á hristunni og bakröddum.

15 plötur á 15 mínútum

Eitt vinsælasta athæfið meðal tónlistarunnenda þessa dagana, þá sérstaklega á Facebook, er að búa til lista með yfirskriftinni “15 plötur á 15 mínútum”. Ritstjóri ákvað að misnota stöðu sína og taka þátt í fjörinu og þá auðvitað með tilheyrandi tóndæmum eins og Rjómans er von og vísa.

1. Kiss – Destroyer
Fjórða plata Kiss sem kom út 1976 og var pródúseruð af Bob Ezrin sem m.a. gerði The Wall með Pink Floyd. Þessi mun ávallt vera mín uppáhalds plata.

Kiss – God of thunder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2. Weezer – Weezer
Fyrsta plata Weezer (sú bláa) er af flestum talin þeirra besta plata. Verður bara betri með tímanum.

Weezer – The World Has Turned And Left Me Here

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Rentals – The Return of The Rentals
Eftir að Matt Sharp, fyrrum bassaleikari Weezer, sagði skilið við sveitina stofnaði hann hljómsveitina The Rentals og gaf hún út þessa mögnuðu plötu sem er stútfull af ljúfsáru og grípandi rokki.

The Rentals – Friends of P

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4. Public Enemy – It Take A Nation of Millions To Hold Us Back
Án nokkurs efa ein merkasta og mikilvægasta hip-hop plata sem út hefur komið. Náði 48 sæti á lista Rolling Stone yfir bestu plötur sögunnar.

Public Enemy – Don’t Believe The Hype

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5. Beck – Mellow gold
Platan sem fangaði tilvistarkreppu og tilgangsleysi hinnar svokölluðu X-kynslóðar, sérstaklega með laginu “Loser”.

Beck – Loser

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

6. Radiohead – OK Computer
Magnum opus þeirra Thom Yorke og félaga í Radiohead. Ein besta plata sem gerð hefur verið.

Radiohead – Let Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

7. Mates of State – Bring it Back
Ljúf og grípandi plata frá hjónakornunum og Íslandsvinunum Gardner og Hammel sem teljast verður þeirra besta til þessa.

Mates of State – Fraud in the ’80s

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

8. Interpol – Antics
Þó platan sé í raun beint framhald af forvera sínum, Turn On The Bright Lights, ber hún vitni um aukið öryggi í útsetningum og lagasmíðum og sýnir að með útgáfu hennar náði sveitin að fullkomna hljómheim sinn og ímynd.

Interpol – Last Exit

9. Squarepusher – Hard Normal Daddy
Fyrsta plata Squarepusher hjá Warp útgáfunni. Er hún óður til rave senunnar í Chelmsford, þar sem Tom Jenkinson ólst upp, og er að mörgum talin ein áhrifamesta platan innan IDM og drum n’ bass stefnunnar.

Squarepusher – Beep Street

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

10. Vampire Weekend – Vampire Weekend
Hin heillandi og frumlega planda of barrokk – og afrópoppi og grípandi tónsmíðar eru blanda sem fáir gátu staðist. Þar á meðal ég.

Vampire Weekend – M79

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

11. The Moody Blues – In Search of The Lost Chord
Þemaplata af psychedelic timabili sveitarinnar sem kom út 1968. Á henni sýnir sveitin allar sínar bestu hliðar og fjölhæfni í tónsmíðum og flutningi.

The Moody Blues – House of Four Doors

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

12. Figurines – Skeleton
Önnur breiðskífa þessarar dönsku indie rokk sveitar sem fengið hefur skammarlega litla athygli utan heimalandsins.

Figurines – Other Plans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

13. Flaming Lips – Clouds Taste Metallic
Wayne Coyne voru að mínu mati upp á sitt allra besta á síðasta áratug síðust aldar. Þessi sjötta breiskífa sveitarinnar er með aðgengilegri verkum sveitarinnar og stútfull af létt geggjuðum og grípandi poppsmellum.

Flaming Lips – Bad Days

14. Pixies – Doolittle
Það þarf nú varla að fjölyrða um hana þessa. Klassík!

Pixies – Where Is My Mind?

15. Metallica – Master of Puppets
Hér eru Metallica upp á sitt allra besta og Cliff heitinn Burton í fullu fjöri. Áhrif hans á lagasmíðar sveitarinnar voru ómetanleg og eftir ótímabært fráfall hans árið 1986 tók að margra mati að halla undan fæti hjá Metallica. Meðfylgjandi lag er til vitnis um hversu frjótt samstarf þeirra Hetfield, Ulrich og Burton var.

Metallica – Orion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The DJ Shadow Remix Project

DJ Shadow, sem teljast verður með frægari plötu- og takkasnúningamönnum sögunnar, hefur um árabil safnað í kringum sig stórum hópi aðdáenda sem margir hverjir hafa sent honum remix og ábreiður af hans eigin lögum. Skuggasnúður hefur nú tekið saman úppáhalds remixin sín og gefið út á safnplötunni The DJ Shadow Remix Project en hún fæst gefins með hverjum keyptum hlut úr búðinni hans.

Meðfylgjandi er stykkið í heild sinni en þarna er að finna nokkrar magnaðar útgáfur af þekktum lögum meistarans eins og “Organ Donor” og “Building Steam with a Grain of Salt”.

The DJ Shadow Remix Project

Fortíðarhyggja og vit í Weezer?

Heyrst hefur að rokknördarnir í hljómsveitinni Weezer ætli sér að fylgja endurútgáfu plötunnar Pinkerton eftir með tónleikaferð þar sem einungis sú plata verður leikin. Kemur þetta fram í samtali við bassaleikara sveitarinnar Brian Bell en sveitin vinnur nú hörðum höndum að furðulega verkefni sínu Hurley. Eins og flestir hafa án efa tekið eftir sem fylgjast með sveitinni, prýðir hinn mikilfengni Hugo Hurley Reyes, persóna sjónvarpsþáttanna Lost plötuhulstrið sem og platan er nefnd eftir honum. Hefur þetta valdið talsverðri ringulreið í hugum margra.

Þó má hugga sig við þá tilhugsun að Weezer fari á tónleikaferðalag með plötuna Pinkterton frá árinu 1996 í farteskinu, enda fínasta skífa það!

Weezer – Across The Sea

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Weezer – Pink Triangle

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.