Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Gísli Þór Ólafsson

Gillon

Gísli Þór Ólafsson er merkilegur listamaður. Í vor kom út 4. sólóplata Gísla Þórs sem nefnist Gillon og er nefnd eftir flytjandanafni hans. Á plötunni eru 8 lög eftir Gísla og á hann sex af textunum, en tveir af þeim eru ljóð eftir Ingunni Snædal úr ljóðabók hennar Komin til að vera, nóttin (2009).

Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla í hljómsveitinni Contalgen Funeral. Sigfús hefur stjórnað upptökum á öllum hljómplötum Gísla.

Í tilefni af 10 ára útgáfuafmæli Gísla Þórs og útgáfu bókarinnar Safnljóð 2006-2016 hefur verið opnuð síðan á karolinafund.com til að styðja við útgáfuna. Í boði er árituð bók og einnig allar bækurnar áritaðar. Auk þess eru allar bækurnar og allir diskarnir í boði á einstöku tilboði, allt áritað, eða 10 titlar á aðeins 13.000 kr.

Ný ábreiða frá Skurk – Gaggó Vest

Skurk

Akureyska hljómsveitin Skurk ákvað að fagna 70 ára afmæli Gunnars Þórðarsonar og 30 ára stórafmæli lagsins “Gaggó Vest” með því að taka það upp og deila með þeim sem vilja hlusta. Með Skurk eru söngvararnir Magni Ásgeirsson, Valur Hvanndal og sérstakur gestur er Björgvin (Böbbi) Sigurðsson. Haukur Pálmason tók upp og hljóðblandaði ásamt Herði Halldórssyni gítarleikara Skurk sem sá um upptökustjórn.

Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu

Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu
Í fréttatilkynningu segir

Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ opnar fyrstu sérsýningu sína laugardaginn 14. mars. Fyrsti listamaðurinn sem tekinn verður fyrir er stórsöngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar – Einksafn poppstjörnu“. Hann fagnar einmitt 45 ára afmæli sínu þann 16. mars og er því tilvalið að opna yfirlitssýningu yfir líf hans og störf þessa ákveðnu helgi.

Páll Óskar er mikill safnari og mun sýningin vera sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni verða allir sérhannaðir búningar og fatnaður af tónleikum hans – allt frá Rocky Horror sýningu leikfélags MH frá árinu 1991 til dagsins í dag, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull- og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Persónulegir munir Palla verða ekki langt undan og gefst gestum meðal annars kostur á að skoða hinn fræga Nokia 6110 síma sem hann átti í ein 14 ár!

Sýningin verður gagnvirk. Gestir geta skellt sér í hljóðeinangraðann söngklefa, valið sér tóntegund og sungið Pallalögin í þar til gerðu hljóðveri og fengið upptökuna með sér heim. Einnig geta gestir prófað að hljóðblanda nokkur vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum og gert eigin útgáfu af völdu lagi.

Þá geta gestir komið sér huggulega fyrir og horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og hlustað á gamla útvarpsþætti Palla eins og “Sætt og Sóðalegt” og “Dr. Love”.

Sýningin verður opnuð formlega þann 14. mars kl. 15:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Helgina 14.-15. mars er Safnahelgi á Suðurnesjum en þá helgi verður ókeypis inn á öll söfn á Suðurnesjum og verður opnun sýningarinnar „Páll Óskar – Einksafn poppstjörnu“ hluti af Safnahelgi. Sýningarstjóri er Björn G. Björnsson.

Record Records fagnar 5 ára afmæli

Óháða hljómplötuútgáfan Record Records er afkvæmi hins unga og atorkusama tónlistarunnanda Haralds Leví Gunnarssonar. Starfsemi útgáfunnar hófst síðla árs 2007 og var í byrjun mjög smá í sniðum enda var Haraldur eini starfsmaður útgáfunnar og útgáfan upprunalega hugsuð sem tómstundargaman. Hann starfaði á þeim tíma sem starfsmaður í hljómplötuverslun og lamdi húðir í rokksveitinni Lada Sport. Í frístundum sínum lagði hann svo drög að því hvernig væri hentugast að halda úti óháðri hljómplötuútgáfu í litlu landi með nánast engri yfirbyggingu. Til að byrja með dreifði hann fyrir upprennandi tónlistarmenn og var lagerinn í bílskúr foreldra hans í Hafnarfirði. Enginn asi var á að drífa í fyrstu útgáfunni heldur að fara rólega í sakirnar og bíða frekar eftir réttu hljómsveitinni. Rétt tæpu ári eftir stofnun leit fyrsta útgáfan dagsins ljós sem var önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Mammút, Karkari.

Á starfsferli sínum hefur útgáfan náð að vaxa hægt og þétt og af mikilli alúð. Heildarútgáfa Record Records nálgast þriðja tug breið-, smá og þröngskífur með hljómsveitum á borð við Of Monsters and Men, Retro Stefson, Moses Hightower, Ojba Rasta, Tilbury, Agent Fresco, Sykur, Ensími o.fl.

Frá stofnun útgáfunnar hefur Haraldur haft að örfá markmið að leiðarljósi og þau eru að vinna vel og náið með tónlistarmönnum, sýna heiðarleika og heiðarleika í samskiptum og starfi og aldrei að gefa út tónlist nema hún sé á einhvern máta áhugaverð og framúrskarandi.

Þrátt fyrir farsælt gengi Record Records er yfirbyggingin enn þann dag í dag jafnt sem engin og auk Haralds starfar einn starfsmaður í dreifingu á geisladiskum og vínilplötum fyrir íslenskan markað. Record Records gefur eingöngu út og dreifir plötum á Íslandi.

XIII leikur plötuna Salt í heild sinni föstudaginn 13.

Í tilefni af 18 ára afmæli hljómsveitarinnar XIII og þess að 17 ár eru liðin frá útgáfu hljómplötunnar SALT mun sveitin leika þennan frumburð sinn í heild sinni í fyrsta skipti í sögunni.

“Þetta er nú bæði vegna óska þeirra sem sýnt hafa XIII áhuga og okkur sjálfum til gamans” segir Hallur Ingólfsson söngvari XIII. “Þetta verður ekki endurtekið. Þeir sem hafa verið að óska eftir lögum af Salt á tónleikum ættu því að grípa tækifærið núna. Við höfum verið að sinna sögunni ágætlega á tónleikum og eins með útgáfu Black Box þó vissulega hafi ný lög verið þar í forgrunni og þau gömlu verið “re-masteruð”. Ég held að við förum eftir þessa tónleika að leggja áherslu á að búa til nýtt efni”.

Tónleikarnir fara fram á Faktorý (áður Grand Rokk) föstudaginn 13. Maí 2011. Húsið opnar kl. 23:00 og er miðaverð aðeins 1000 kr.

Sérstakir heiðursgestir á tónleikunum verða hljómsveitirnar In Memoriam og Hoffman.

XIII – Salty Taste

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

XIII –  No, Not Anymore

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sagan bakvið lögin – Heiða

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Ragnheiður Eiríksdóttir, betur þekkt sem Heiða í Hellvar og áður Heiða í Unun, er fertug um þessar mundir. Stúlkan hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hún sló rækilega í gegn með Unun um miðjan 10unda áratuginn, en hún byrjaði sinn hljómsveitarferil árið 1987 í Útúrdúr en þar lék á bassa Sverrir sem enn er að spila með henni í Hellvar og sem var í Texas Jesús sælla minninga. Sóló verkefnið Heiða Trúbador hefur verið til frá ’89 og ’93-4 var hún í Sovkhoz með töppum eins og Magga úr Dýrðinni og Jónasi úr Soma Og síðan hefur hellingur gerst, Unun, Heiða og Heiðingjarnir, harðkjarnasveitin Dys,  Eurovision og nú síðast Hellvar sem hún stofnaði árið 2004 með unnusta sínum, hinum geitaskeggjaða Elvari. Það væri til að æra óstöðugan að gera þessu góð skil hér, svo við snúum okkur bara að tónlistinni sjálfri.

Þar sem öllum landsmönnum og ömmu þeirra líka, hefur verið boðið á afmælistónleika Heiðu í kvöld, föstudaginn 28. janúar á Bakkus (sem er í sama húsi og Gaukurinn var), þá datt okkur í hug að fá Heiðu til að líta aðeins yfir smá hluta af ferlinum og spila nokkur tóndæmi í leiðinni, þrjú myndbönd og þrjú lög. Gefum Heiðu orðið:

 

Vé la gonzesse” með hljómsveitinni Unun. Lag eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson. Það kom út á Æ sem var fyrsta plata Ununar og kom út árið 1994. Það var gaman að taka upp þessa plötu, vann í sjoppu á daginn og fór á kvöldin upp í stúdíó og söng, fannst allt sem ég sagði halló, því Gunni og Þór voru svo reyndir í svona stúdíóvinnu og ég bara súkkulaðikleina. Stóð mig prýðilega samt. Í þessu lagi hjálpaði ég heilmikið við textagerðina, enda tala ég frönsku eftir að ég bjó í Marseille. Vé la gonzesse er einmitt Marseille-slangur og þýðir “Sjáðu þessa gellu þarna”. Það voru einhverjir afskaplega frjóir og listrænir einstaklingar sem tóku það upp á sitt eindæmi að myndskreyta lagið og sendu okkur svo bara vhs-spólu með myndbandinu.

Ég vildi að einhver gerði svona fyrir Hellvar líka, það er svo mikið vesen að gera myndband. Við í Hellvar reyndum sko að taka upp myndband við lagið “Nowhere” og eigum nokkrar HD-spólur með efni, en klikkuðum á því að klippa saman. Ef einhver kann á myndbandagerð og vill klippa fyrir okkur myndband úr efninu sem til er (ókeypis) eða gera skreytingu eftir eigin höfði við lag að eigin vali (ókeypis) þá bara segi ég já takk!

Dauði kötturinn“. Lag sem Örlygur Smári og ég sömdum fyrir bíómyndina Didda og dauði kötturinn eftir Kikku, textinn er eftir Kikku (Kristlaugu Maríu Pétursdóttur). Myndin er frá árinu 2003 og myndbandið var tekið upp sumarið á undan. Man hvað það var ótrúlega frábært að taka þetta myndband upp, það var fullkomið veður og þessir krakkar þarna voru allir meira og minna ofvirkir og klifrandi í trjánum og hoppandi og skoppandi. Þetta hafði afar smitandi áhrif á mig og ég var orðin alveg snar-ofvirk sjálf þegar myndbandið var tilbúið. Mæli svo með myndinni við alla, hún er glæpamynd fyrir börn á öllum aldri.

Onthology and booze“. Lag og texti eftir mig. Óútkomið og verður á Heiðu trúbador-plötu sem er í vinnslu. Lagið er samið úti í Berlín eina andvökunóttina þegar ég var að hugsa allt of mikið. Hugsa stundum allt of mikið, og þá koma lög. Pælingin með textanum kom út frá hugtakinu “nýjar byrjanir” og “hálfnað verk þá hafið er”. Þú byrjar á einhverju og þá er það hálfnað, en hvað svo? Ég bið um að fá að klára hluti sem ég byrja á (eins og kannski þessa trúbadoraplötu). Svo er eitt erindi í laginu bæði á ensku og íslensku.

Like oatmeal cake and tea
I am in search of me
Onthology and booze
I am in search of you

á íslensku hljómar það:

Hafrakex og smér
ég er að leita að mér
Verufræði og vín
ég er að leita þín

Þess má geta að ég er við það að ljúka Meistararitgerð minni í heimspeki, og skrifa þar um þýska verufræði, svo bón mín í textanum hefur ef til vill borið árangur.

Þetta myndband er tekið á Trúbatrix off-venue-giggi á Airwaves 2008, og það voru hrikalega háværir Svíar á fylleríi þarna. Lét þá heyra það, og þá steinhéldu þeir kjafti.

Heiða – 103. mars (af plötunni Svarið, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag er skemmtilegt af rosalega mörgum ástæðum fyrir mig persónulega. Það var samið þegar ég bjó á Hávallagötunni í kjallara og hafði fengið gamalt 4-track reel-to-reel tæki lánað hjá Andrew McKenzie, vini mínum. Ég elska svona græju og fannst svo gaman að fá þetta gamla hlýja teip-sánd í heima-upptökur af demóum. Lagið og textinn birtust nánast í heilu lagi, og svo þegar ég var að gera 1. sólóplötuna mína Svarið með Curver árið 2000, þá ákváðum við að taka þetta upp á mjög furðulegum stað. Ég fékk hljómsveitina Geirfuglana til að mæta á neðanjarðarkvennaklósettið í Bankastræti og þar vorum við búin að setja upp stúdíó. Svo var bara talið í og lagið spilað og sungið inn þar. Ástæðan fyrir því að Bankastrætisklósettið varð fyrir valinu er að ég hafði verið að syngja eitthvað meðan ég var að þvo mér um hendurnar eftir pisserí einu sinni, og ég áttaði mig á þvi hvað það var flott náttúrulegt bergmál þarna. Röddin hljómaði bara rosalega vel þarna inni. Það er því lítið sem ekkert búið að eiga við röddina sem við heyrum á upptökunni, þetta er bara gamla góða Bankastrætisklósettsándið.

Þetta er lag og texti eftir Elvar minn, og samið fyrir hljómsveitina Heiðu og Heiðingjana, sem gerði plötuna 10 fingur upp til guðs árið 2003. Textinn er nú eitthvað djók bara, en lagið er sjúklega grípandi og auðvitað er soldið Sonic í þessu, án þess að það sé eitthvað afgerandi. Það furðulega við þetta lag er að það er bæði hrikalega einfalt og mjög flókið því það er kafli þarna í miðjunni þar sem eitt hljóðfæri heldur fjórskiptum takti en hin eru öll í þrískiptum takti. Það hefur eflaust verið hugmynd frá Bigga Baldurs, sem trommaði með Heiðingjunum. Ég var sú sem hélt fjórskipta á móti hinum öllum og það var sjúklega erfitt að gera það læf, þurfti alveg að kreista aftur augun og hætta að spila með hinum í bandinu og bara telja í hausnum 1,2,3,4,1,2…..en það tókst alltaf.

Nowhere er góð samvinna milli mín og Elvars og kom út á Hellvar-plötunni Bat out of Hellvar árið 2007. Upprunalega lagahugmyndin er frá Elvari og svo gerði ég einhverja sönglínu sem honum fannst ljót og ég þurfti svoleiðis að berjast fyrir, því mér fannst hún einmitt ekki ljót heldur flott. Honum fannst hún svo rosaflott skömmu síðar, því hún nefnilega vinnur á, og þetta er sönglínan í laginu í dag. Textinn er minn og fjallar um sálarástand nútímamannsins sem verður fyrir áreiti útvarps, sjónvarps, vef- og prentmiðla og finnst hann vera að kafna. Allt þetta áreiti leggst á taugakerfi fólks í dag og sumir bara höndla það ekki. Ég upplifði þetta soldið sterkt þegar ég kom aftur til Íslands eftir að hafa verið í Berlín í eitt ár, þar sem ég var ekki með sjónvarp og útvarp og skildi ekki þýskuna það vel, svo prentaðar auglýsingar höfðu ekki eins sterk áhrif á mig heldur. Ég slakaði alveg svakalega á og fannst ég frjáls undan einhverjum klafa, þar sem alltaf er verið að segja mér hvað ég eigi að gera: Keyptu þetta, farðu þangað, gerðu þetta,….ég fékk nett áfall þegar ég kom aftur til Íslands og skriðan féll á mig af fullum þunga. Svo hefur mig langað að semja lagatexta sem heitir NOWHERE síðan ég sá þetta orð skrifað á vegginn á kvennaklósettinu á Thomsen einu sinni. Finnst það lúkka svo vel, þetta orð.
 Hellvar

Og hvað er svo framundan hjá Hellvar?

Hellvar tók upp plötu fyrir síðustu jól sem nú er verið að dúlla við, mixa og gera umslag og svoleiðis. Platan mun heita Stop that Noise eftir einu laginu sem þar verður að finna. Stop that Noise sáum við á plaggati frá vinnueftirlitinu sem var að minna fólk á að nota eyrnahlífar, þetta var eitthvað svona heyrnarverndarátak. Á íslenska plaggatinu stóð Niður með hávaðann! en ég heillaðist af Stop that Noise og fannst einmitt að ég gæti samið texta sem fjallaði um svona noise sem fólk heyrir inni í hausnum á sér þegar það er að missa vitið. Ég sem gjarnan texta um fólk sem er ekki í andlegu jafnvægi, finnst það mjög auðvelt….hmmm? Segir það eitthvað um mig? Ja, það gæti sagt eitthvað um mig stundum, en ég er líka oft alveg pollróleg bara í jóga að dreypa á tebolla. En stelpan í textunum mínum er semsagt alltaf alveg að fara að snappa. Aftur að nýju Hellvar-plötunni: Fyrsti singull er lagið Ding an sich sem er þýskt heimspekihugtak ættað frá Immanuel Kant og þýðir Hluturinn í sjálfu sér. Textinn er um einhvern frumkraft sem allir hafa inni í sér og birtist í mismunandi myndum. Minn frumkraftur er rokk og ról og ég þarf að næra hann og senda hann út í heiminn. Platan er soldið góð, held ég. Aron Arnarsson tók hana upp og það er gaman að vinna með honum. Hann er mjög ákveðinn en á sama tíma virkilega hugmyndaríkur upptökustjóri. Hann kallaði fram það besta í öllum í Hellvar, og gerði það að verkum að upptökusessjónið, sem var ein helgi, varð bara eins og draumur. Nú bíðum við spennt eftir að fá fleiri mix og að platan verði tilbúin. Hún kemur út í mars, en fyrr á rafrænu formi á gogoyoko, en þar er núna hægt að fara og versla sér Ding an sich.

Njótið!

Hellvar, og hin stórkostlega æðislega Elana frá New York, spila á Bakkus í kvöld kl 21.15. Allir velkomnir og kostar ekkert inn. Aldurstakmark er þó eflaust í gildi, 20 ár hljómar t.d. skynsamlega. Bakkus er í sama húsi og gamli Gaukurinn, Sódóma er á efri hæðinni.

Heiða á afmæli og Hellvar með nýtt lag

Í dag, þriðjudaginn 25. janúar, heldur Ragnheiður Eiríksdóttir upp á fertugsafmælið sitt. Flestir þekkja hana betur sem Heiðu sem er tónlistarmaður, heimspekingur, móðir, rokkari, grallari, trúbador, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Hellvar. Og auðvitað var hún líka í Unun og spilaði á Wembley Arena fyrir fimmtán árum síðan á 25 ára afmælisdeginum sínum – geri aðrir betur!

Í dag verða engir stórtónleikar en hlustendum Rásar 2 gafst kostur á að heyra í afmælisbarninu ásamt hljómsveitinni Hellvar um klukkan 10:00 í morgun. Þar flutti Hellvar nokkur lög ásamt því að frumflytja splunkunýtt lag, “Ding an Sich”, af nýrri plötu sveitarinnar Stop That Noise sem er væntanleg í mars og kemur út hjá Kimi Records. “Ding an Sich” er sannkallaður óður til rokktónlistarinnar og þýðir einfaldlega „Hluturinn í sjálfum sér“. Stop That Noise var tekin upp í desember síðastliðnum og það var Aron Arnarsson sem sá um upptökur og hljóðvinnslu.

Næstkomandi föstudagskvöld, þann 28. janúar, heldur hljómsveitin Hellvar afmælistónleika á skemmtistaðnum Bakkus og hefjast þeir stundvíslega klukkan níu. Allir eru velkomnir sér að kostnaðarlausu.

Hellvar – Ding an Sich

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Matador myndbönd

Jaðarútgáfan Matador fagnaði 21 árs afmæli sínu með ýmsu húllumhæi um daginn, t.d. 3 daga tónleikaveislu í Las Vegas og 6-diska afmælisboxi. Útgáfan hefur svo sannarlega ástæðu til að vera stolt af afrakstri sínum enda hefur ótrúlegur fjöldi af frábæru tónlistarfólki gefið út á vegum Matador undanfarna tvo áratugi, t.d. Pavement, Yo La Tengo, Belle & Sebastian, Pizzicato 5, Modest Mouse, Interpol, Mogwai, Cat Power, Matmos, Teenage Fanclub, Boards of Canada, Arab Strap, The Fall og Sonic Youth – svo fáein nöfn séu nefnd.

Á tíunda áratugnum fylgdist ég af athygli með því sem Matador gaf út og þegar ég rifjaði upp gamlar minningar um daginn í tilefni afmælisins mundi ég hversu mikið af frábærum myndböndum kom frá fyrirtækinu á sínum tíma. Þar sem útgáfan var smá og peningalítil var frekar lagt upp úr góðum hugmyndum en peningaustri þegar myndbönd voru framleidd – og útkoman var alla jafnan stórskemmtileg … rifjum upp nokkur:

Jon Spencer Blues Explosion – Flavor (feat. Beck) (af Experimental Remixes EP, 1995)

Chavez – Break Up Your Band (af Gone Glimmering, 1995)

Yo La Tengo – Tom Courtenay (af Electr-O-Pura, 1995)

Cat Power – Cross Bone Style (af Moon Pix, 1998)

Pavement – Cut Your Hair (af Crooked Rain, Crooked Rain, 1994)

Guided By Voices – Bulldog Skin (af Mag Earwhig!, 1997)

Pizzicato Five – It’s A Beautiful Day (af Happy End of the World, 1997)

Jóhann G. og Óðmenn

Í ár eru 40 ár liðin síðan tvöfalda albúm Óðmanna, sem var fyrsta íslenska „double albúmið“, kom út og því tímabært að fagna tímamótunum. Þessi samnefnda plata varð eina breiðskífa sveitarinnar áður en samstarfinu lauk en hún hefur þó lifað góðu lífi í manna minnum allt frá því hún kom út. Platan var tekin upp í Kaupmannahöfn um haustið 1970 og var valin plata ársins af gagnrýnendum sama ár.

Þessi merki gripur var endurútgefinn á heimsvísu fyrr á árinu á vegum Normal Records sem, auk þess að gefa út Bollywood tónlist, virðist sérhæfa sig í endurútgáfu sígildra rokkplatna.

Óðmenn – Orð-Morð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Óðmenn – Þær Sviku

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars er það að frétta af fyrrum forsprakka Óðmanna, Jóhanni G. Jóhannssyni, sem hóf farsælan sólóferil eftir að Óðmenn hættu, að hann gaf nýverið út plötuna Johann G in English sem er heildarsafn laga hans á ensku. Með honum á plötunni eru fjöldinn allur af kunnustu flytjendum landsins og má m.a. nefna Daníel Ágúst, Stefán Hilmarsson, Emilíu Torrini, Stínu Ágústsdóttur og systkynin KK og Ellen.

Plötur Jóhanns og Óðmann má nálgast á Broadjam vef Jóhanns en þar er einnig að finna flestar ef ekki allar útgáfur á vegum þessa afkastamikla lagasmiðs.

JohannG – No need for goodbyes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stina August – Dead man’s dance

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG og Stefanía Svavarsdóttir – Critic song

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG – Gone forever

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Orri Harðar og The Swell Season í Rokklandi á morgun

Orri talar um nýju plötuna sína Albúm og Glen Hansard, karl-helmingur The Swell Season (sem spilar á Nasa fimmtudaginn 28. október nk.) talar um vin Bono sinn ofl.

Rokkland fagnar um þessa mundir 15 ár afmæli. Fyrsti þátturinn fór í loftið 7. október 1995. Gestir þess þáttar voru Pulp, LLoyd Cole, Paul McCartney, Paul Weller, Lou Reed, Salad, Manfred Mann, Tori Amos og The Police.

Rjóminn óskar Ólafi Páli Gunnarssyni, keisara Rokklands til hamingju með árin 15, og þakkar fyrir kærlega fyrir samfylgdina.

Orri Harðarson – Perfekt par

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Swell Season – Paper Cup

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Yoko og John og Jónas í Rokklandi á morgun

Jú, Lennon hefði orðið sjötugur í dag og Yoko er mætt með sitt skelfilega plastband og plöggmaskínuna út í Viðey. Jónas gefur út meistarverk sitt Allt er eitthvað þann 10.10.10 næstkomandi en hann mun fræða Óla Palla og hlustendur um hvers vegna allt er í raun eitthvað. Verið stillt!

John Lennon – Woman

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ómar Ragnarsson

Hið eina sanna óskabarn þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson, er sjötugur í dag. Af því tilefni hafa Pollapönkararnir ákveðið að gefa frítt til niðurhals óð um þennan mikla meistara sem heitir að sjálfsögðu “Ómar Ragnarsson”. Lagið má nálgast á Tónlist.is og hljómar það einnig hér að neðan.

Til hamingju með daginn Ómar!

Pollapönk – Ómar Ragnarsson

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kimi Records fagnar afmæli sínu

Útgáfufélagið Kimi Records verður þriggja ára þann 11. september og mun fagna því í Havarí laugardaginn næstkomandi. Hljómsveitirnar Reykjavík!, Morðingjarnir og Nolo munu leika þar fyrir gesti milli 14-17. Að sjálfsögðu verða í boði afmælisveitingar. Í tilefni af afmælinu munum við efna til sérstakrar afmælisútsölu í kjallara Havarí á geisladiskum, vínylplötum og öðrum varningi (aðallega bolum). Þar verður hægt að fylla á plötusafnið á kostakjörum.

Opnunartímar útsölu eru sem hér segir:

Föstudagur 10. september milli 12-18
Laugardagur 11. september milli 12-18
Föstudagur 17. september milli 12-18
Laugardagur 18. september milli 12-18

Kimi Records hefur verið starfandi síðan á haustmánuðum 2007 og gefið út jaðarmúsík af ýmsum stærðum og gerðum. Kimi dreifir einnig plötum fyrir fjölmargar útgáfur (innlendar sem erlendar) og tónlistarmenn á Íslandi. Kimi Records hefur einnig staðið að útgáfu á erlendum mörkuðum og hefur gefið út níu plötur í Evrópu og Bandaríkjunum. Á næstu mánuðum koma tvær til viðbótar. Fyrirtækið rekur einnig menningarmiðstöðina Havarí í samvinnu við Svavar Pétur Eysteinsson og Berglindi Häsler (úr Skakkamanage) og sinnir tónleikahaldi og öðrum viðburðum. Félagið er með aðstöðu í miðborg Reykjavíkur og útjaðri Gent í Belgíu.

Reykjavík! – Cats

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Morðingjarnir – ’81

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nolo – Pretty Face

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skakkamanage & Prins Polo – Partyþoka

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar og endurkoma Þeysara

Í dag eru 100 ár liðin frá útkomu fyrstu íslensku hljómplötunnar með íslensku sönglagi en það var “Dalvísur” með Pétri A. Jónssyni. Að því tilefni verður slegið upp veglegri dagsskrá í Norræna húsinu auk þess sem söguleg sýning á íslensku hljómplötunni verður í anddyri og stendur frá 23. – 27. ágúst.

Dagskrá:

13:15 Skiptimarkaður í anddyri þar sem safnarar og aðrir unnendur tónlistar hittast og bera saman plötur sínar.
14:00 Barnadagskrá – Gradualekór Langholtskirkju flytur syrpu af þekktum barnalögum frá 1965 – 1985.
14:50 Ómar Ragnarsson heiðraður fyrir textagerð.
15:10 Einsöngur – Garðar Thor Cortes syngur Dalvísur og önnur lög af íslenskum hljómplötunum.
15:40 Ólafur Þór Þorsteinsson flytur erindi um fyrstu íslensku hljómplötuna og sögu 78 snúninga plötunnar.
16:10 Ragnar Bjarnason flytur nokkur lög sem komu út á fyrstu íslensku 45 snúninga plötunum.
17:10 Jónatan Garðarsson fjallar um íslenskar smáskífur og rokktímann milli 1950–1960
17:50 Fjórtán Fóstbræður syngja nokkrar lagasyrpur.
18:10 Gunnar Svavarsson ræðir um hæggengar hljómplötur – LP og SG hljómplötur.
19:00 Skiptimarkaður í anddyri þar sem safnarar og aðrir unnendur tónlistar hittast og bera saman plötur sínar.
21:00 Hljómsveitin Þeyr flytur frumsamið efni í tilefni 30 ára starfsafmælis en hljómsveitin kom fyrst fram í Norræna húsinu 18. Nóvember 1980.
23:00 Lok

Aðgangur að dagskránni er ókeypis.

Kynnir á dagskránni verður Dóri DNA (Halldór Halldórsson)

Þeyr – 2999

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þeyr – Killer Boogie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

17. júní

Í dag er þjóðhátíðardagurinn og venju samkvæmt höldum við hann hátíðlegan með ofkældum lúðrasveitum, ljóðum eftir löngu dauða kalla, hoppuköstulum, candyfloss og blöðrum og allskonar drasli með merkjum einhvers símafyrirtækis. Og auðvitað grilluðum pylsum. Hvað er þjóðlegra en það?

Í tilefni dagsins er hér óhefðbundið 17. júní lag að hætti Rjómans. Íslenskt að sjálfsögðu.

Til hamingju með daginn!

Dýrðin – 17. júní

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog

Einn af áhugaverðustu tónlistarmönnum síðustu aldar var án efa hinn bandaríski Louis Thomas Hardin (1916-1999) sem alla jafna gekk undir listamannanafninu Moondog. Í tilefni fæðingardags hans fann ég mig knúinn að rifja stuttlega upp snilligáfu þessa sérstæða furðufugls – en hann hefði orðið 94 ára í dag.

Moondog missti sjónina 16 ára gamall og var að mestu sjálflærður í tónlist. Hann varð þekktur fyrir að standa nær ætíð á sama horninu í New York, klæddur heimasaumuðum víkingabúningi, og flytja þar tónlist sína og skáldskap. Tónlistin hans var ansi sérstæð en hann blandaði saman áhrifum úr frumbyggjatónlist, jazzi og klassískri tónlist og voru óvenjulegir hrynjandar hans aðalsmerki.

Moondog – Death, When You Come To Me (af Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – All Is Loneliness (af More Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog út fjölda smáskífna, ep-planta og breiðskífna á árabilinu 1949-1957, sem innihalda frábærar taktpælingar sem og undursamlegar lagasmíðar. Eftir mikla útgáfutörn dró Moondog sig í hlé frá hljómplötuútgáfu og stóð næstu tólf árin á 6. breiðgötu í Manhattan áður en forsvarsmenn Columbia útgáfunnar drógu hann inn í stúdíó árið 1969 til að taka upp. Hann var að sjálfsögðu orðin mikil költ-fígúra á þessum tíma og hafði m.a. Janis Joplin tekið lagið hans “All Is Loneliness” upp en með útgáfu Moondog (1969) og Moondog 2 (1971) glæddist áhugi á tónlist hans töluvert. Á þeirri fyrrnefndu er líklega frægasta lag hans “Lament I, ‘Bird’s Lament'” en það átti óvænta endurkomu á dansgólfum fyrir nokkrum árum og heyrist nú á hverjum virkum degi í Ríkisútvarpinu sem upphafsstef útvarpsþáttarins Víðsjár.

Moondog – Lament I, ‘Bird’s Lament’ (af Moondog, 1969)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – Down Is Up (af Moondog 2, 1971)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog gat nú loksins uppfyllt draum sinn um að flytja til Evrópu og frá árinu 1974 og til dauðadags bjó hann í Þýskalandi. Hann byrjaði fljótlega að semja og taka upp tónlist á ný og þar gerði hann 10 plötur til viðbótar. Þessar skífur eru æði fjölbreyttar, t.d. gerði hann plötur með kammersveit, orgelspili, big-bandi, saxófónsveit eða bara sjálfum sér að syngja og spila á píanó.

Moondog – Do Your Thing (af H’arts Songs, 1978)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog  & The London Saxophonic – Paris (af Sax Pax for a Sax, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er því af nógu af taka af tónlist eftir Moondog og flest er framúrskarandi. Ef einhverjir vilja kynna sér tónlist hans betur má mæla með safnplötunum The Viking Of 6th Avenue, sem er frábært yfirlit tónlist hans, og The German Years 1977-1999 þar sem fókusinn er á seinni hluta ferilsins.

Því miður eru til ansi fá myndskeið með Moondog, en þetta stutta klipp hér er úr kvikmyndinni The Moving Finger (1963):

Ornette Coleman áttræður

Við skrifum nú ekki oft um jazz hér á Rjómanum og mættum ef til vill gera meira af því. Eins og af fyrirsögninni má ráða er ansi góð ástæða fyrir þessum skrifum því nú í dag á bandaríski saxófónleikarinn Ornette Coleman stórafmæli og fagnar 80 árum á þessari jarðkringlu. Fyrir þá sem ekki þekkja er Ornette Coleman einn af helstu frumkvöðlum jazz tónlistarinnar og hefur verið í framvarðarsveit framúrstefnujazzins í yfir 50 ár.

Þekktasta og áhrifamesta hljómplata Coleman er líklega The Shape of Jazz to Come (1959) en í allt hefur hann gefið út um fimmtíu plötur á ferlinum en fyrir síðustu plötu sína, Sound Grammar (2006), hlaut Coleman bæði Grammy og Pulitzer verðlaunin.

Ornette Coleman hefur haft gífurleg áhrif, bæði í jazzi sem og í öðrum tónlistarstefnum, og meðal fjölmargra ólíkra tónlistarmanna sem tilgreint hafa hann sem áhrifavald eru  John Zorn, Frank Zappa, Lou Reed, Patti Smith, Sonic Youth, Moby, Red Hot Chili Peppers og Yo La Tengo.

Við óskum Ornette að sjálfsögðu til hamingju með afmælið og rifjum upp nokkur gömul lög úr smiðju meistarans.

Ornette Coleman – Eventually (af The Shape of Jazz to Come (1959))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ornette Coleman – Kaleidoscope (af This Is Our Music (1960))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ornette Coleman – Rock The Clock (af Science Fiction (1972))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gamalt og gott með Tom Waits

Ég gat ekki setið á mér að bæta þessu sígilda myndskeiði við umfjöllun Péturs hér að neðan um sextugsafmæli meistara Tom Waits. Hlustið sérstaklega eftir því þegar hann kemur með snilldarlínuna “I’d rather have a bottle in front of me than a frontal lobotomy“. Svona gullmolar koma bara frá hreinræktuðum snillingum!