Bangoura Band – Asante

Bangoura Band er 9 manna hljómsveit sem hefur verið starfrækt síðan í ársbyrjun 2013. Hún spilar afríska tónlist og er stofnandi hljómsveitarinnar frá Guineu í vestur afríku. Meðfylgjandi er myndband við fyrstu smáskífuna af væntanlegri fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem ætti að sjást í hillum verslana nú rétt fyrir jól.

Hljómsveitina skipa:

Albert Sölvi Óskarsson – Baritone saxophone
Atli Þór Kristinsson – Guitar
Baba Bangoura – Congas
Cheick Ahmed Tidiane Bangoura – Bongo / Shekere
Elvar Bragi Kristjónsson – Trumpet
Pétur Daníel Pétursson – Drums
Sindri Magnússon – Bass
Sólveig Morávek – Tenor saxophone
Valbjörn Snær Lilliendahl – Guitar

Ný plata frá Samúel Jón Samúelsson Big Band

Samúel Jón Samúelsson Big Band sendir frá sér sína 4. hljómplötu stútfulla af sjóðandi hrynheitri músík. Tónlistin sem er eftir Samúel er undir áhrifum frá Nígerísku Afróbíti, Eþíópískum jazzi, brasilískum samba töktum, bandarísku funki og stórsveitarjazzi blandað við íslenska veðursveiflu og eyjaskeggja þrjósku.

Platan, sem heitir 4 hliðar, mun koma á 2 vinilplötum annars vegar og 2 geisladiskum hins vegar og hefur 4 album cover.

Útgáfutónleikar verða í Gamla Bíó fimmtudag 20.12. árið 2012 kl 20:12
miðasala á www.midi.is

Rjómalagið 31.október: A-Cads – Down the Road

Suður-Afríska 60’s bílskúrsrokkbandið A-Cads átti a.m.k. einn megahittara í heimalandinu “Hungry for Love” en náði ekki að slá í gegn annars staðar í heiminum og varð bandið mjög skammlíft. Ég man ekkert hvar ég rakst fyrst á “Down the Road” en lagið hefur ítrekað fengið að hljóma í iTunes-inu mínu síðan. Það heitir í sinni upprunalegu útgáfu “(That Place) Down the Road a Piece” og er eftir lagahöfundinn og skemmtikraftinn Don Raye. The Rolling Stones, Chuck Berry og Jerry Lee Lewis hafa allir spreytt sig á laginu en engum tekist jafn vel til og A-Cads.

A-Cads – Down the Road

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

p.s. þessi útgáfa er reyndar frekar geggjuð líka.

Rjómalagið 26.ágúst: X Plastaz – Kutesa Kwa Zamu

Það er eitthvað svo yndislegt við að hlusta á rapp á tungumálum sem maður skilur ekki. Sérstaklega þegar það er gott rapp. Ungverskur maður í Danmörku sagði mér frá Tansaníska hip-hop bandinu X Plastaz (talandi um alþjóðavæðingu), og hefur það ítrekað ratað í spilarann minn síðan þá – enda eðal stöff. X Plastaz rappa ýmist á Swahili eða Haya, en blanda því við tónlist og söngva Maasai-fólksins. Þessi stíll hefur verið kallaður því skemmtilega nafni Bongo Flava, eða þá Masaai Hip Hop