Hugar ft. Arnór Dan – Waves

Hugar

Dúóið Hugar hefur sent frá sér sína fyrstu smáskífu þar sem Arnór Dan úr Agent Fresco kemur fram sem gestasöngvari. Huga skipa þeir Bergur Þórisson og Pétur Jónsson en þeir hafa báðir verið viðriðnir tónlistarsköpun hverskonar hér á landi frá blautu barnsbeini.

Hugar koma fram á Iceland Airaves í kvöld, miðvikudaginn annan nóvember í Kaldalóni Hörpu kl. 22:20 og svo off-venue í Stúdentakjallaranum á föstudaginn kl. 16:00.

Vök sendir frá sér lagið Show Me

Vök - Show me

Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýja smáskífu sem ber heitið “Show Me”. Lagið er það fyrsta sem þau gera með breska upptökustjóranum Brett Cox (Jack Garratt, Tusks) sem hefur verið að vinna með þeim að þeirra fyrstu breiðskífu sem mun líta dagsins ljós snemma á næsta ári.

Vök kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst í næstu viku þar sem hún spilar í Listasafni Reykjavíkur föstudagskvöldið 4. nóvember kl. 21:50. Þá spilar sveitin einnig á „off venue“ tónleikum á Slippbarnum fimmtudaginn 3. nóv.

MIRI gefur út nýtt lag og myndband

Hljómsveitin MIRI gaf nýverið út nýtt lag sem nefnist “When you look in my eyes do you see the fire that burns in me?” og myndband við. Er þetta fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar í ein fimm ár, eða allt frá því að breiðskífan Okkar kom út á vegum Kimi Records hér á Íslandi og í evrópu og Bandaríkjunum í samstarfi við þýska útgáfufyrirtækið Morr Music.

Eftir að hafa legið í dvala er MIRI tekin til starfa af fullum krafti og mun hún meðal annars koma fram á Iceland Airwaves í nóvember næstkomandi.

kimono og Pink Street Boys með tónleika á Kex

Kimono

Reykvísku rokksveitirnar kimono og Pink Street Boys munu koma fram á tónleikum á Kex Hostel næstkomandi miðvikudag, 29. október.

Tilefni tónleikanna er útgáfa sjötommu vínylplötu kimono sem inniheldur smáskífuna “Specters” á A-hlið og ábreiðu þeirra af landsþekktu lagi Þeysaranna á B-hlið. Auk þess eru kimono og Kex Hostel nágrannar og ekki er útilokað að leti við að róta græjum ráði valinu á tónleikastaðnum.

Að auki eru þessir tónleikar líka sérstök upphitun Kex Hostels og hljómsveitanna tveggja fyrir Iceland Airwaves tónleikahátíðina sem hefst 5. nóvember.

Aðgangur er ókeypis og munu Pink Street Boys stíga á svið kl. 21:00 og kimono kl. 22:00.

Stærsta off-venue dagskrá Iceland Airwaves til þessa kynnt

Airwaves 14

Skipuleggjendur Iceland Airwaves hafa kynnt svokallaða off-venue dagskrá sem fer fram samhliða hátíðinni dagana 5. til 9. nóvember. Off-venue dagskráin er haldin á 52 stöðum víðs vegar um borgina, m.a. á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og á fjöldamörgum veitingastöðum, kaffihúsum, hótelum og verslunum. Alls verða haldnir 675 tónleikar en off-venue dagskrá Iceland Airwaves hefur aldrei verið jafn stór. Hana má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar (PDF) og í glænýju appi.

Meðfylgjandi er veglegur playlisti samansettur af aðstandendum hátíðarinnar þar sem heyra má lög með vel flestum listamönnum sem þar koma fram.

My bubba heldur í tónleikaferðalag ásamt Damien Rice

My Bubba ©Karólína Thorarensen2

Íslensk sænska hljómsveitin My bubba, skipuð Bubbu (Guðbjörgu Tómasdóttur) og My Larsdotter eru á leið í tveggja mánaða tónleikaferðalag til að kynna nýjustu plötu sína Goes Abroader sem kom út hjá Smekkleysu sl. maí, bæði á geisladisk og vinyl. Ferðinni er heitið til Hollands, Belgíu, Danmerkur, og Þýskalands þar sem hljómsveitin mun m.a.hita upp fyrir Damien Rice.

Áður en My Bubba leggur land undir fót verða hádegistónleikar í Mengi 10. október kl. 12:00 og svo mun dúóið einnig leika í Hörpunni á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember.

Nýtt Iceland Airwaves app

Left Menu

Nú styttist óðum í Iceland Airwaves en nú má nálgast glænýtt app sem fáanlegt er fyrir bæði iOs og Android. Appið gerir notendum kleift að skoða dagskrá hátíðarinnar dagana 5.-9. nóvember, setja saman eigin dagskrá, hlusta á tónlist og skipuleggja sig vel fyrir einn stærsta tónlistarviðburð ársins á Íslandi.

Undirbúningur Iceland Airwaves er í fullum gangi en von er á um fimm þúsund erlendum gestum til landsins yfir hátíðina. Miðasala gengur mjög vel og útlit er fyrir að miðar seljist upp á allra næstu dögum. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Iceland Airwaves.

Laser Life – Ný íslensk raftónlist

Laser Life

Breki Steinn Mánason nefnist raftónlistarmaður sem nú hefur kveðið sér hljóðs undir listamannsnafninu Laser Life. Breki er ættaður frá Egilsstöðum en hefur alið manninn í Reykjavík síðustu fjögur ár. Breki var áður gítarleikari í þungarokkhljómsveitinni Gunslinger en sveitin sú ákvað að taka sér pásu í fyrra og hefur Breki dundað sér við að gera raftónlist síðan. Tónlist Laser Life er innblásin af hljóðheimi gamalla leikjatölva á borð við NES og Gameboy í bland við baritone gítarleik.

Hér að neðan hljómar nýtt lag frá Laser Life sem nefnist “Shark” en EP plata mun vera væntanleg í byrjun nóvember næstkomandi. Breki mun vera bókapur á nokkur Airwaves off-venue gigg og ættu áhugasamir endilega að hafa upp á kappanum.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Airwaves 14

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu rétt í þessu fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

 • FM Belfast
 • Son Lux (US)
 • Kwabs (UK)
 • Árstíðir
 • Lay Low
 • Agent Fresco
 • kimono
 • Rachel Sermanni (SCO)
 • Ezra Furman (US)
 • Jessy Lanza (CA)
 • Phox (US)
 • Benny Crespo’s Gang
 • Kiriyama Family
 • Íkorni
 • Strigaskór nr 42
 • Odonis Odonis (CA)
 • Tremoro Tarantura (NO)
 • In the Company of Men
 • Júníus Meyvant
 • Elín Helena
 • HaZar
 • Krakkkbot
 • Reptilicus
 • Stereo Hypnosis
 • Ambátt
 • CeaseTone
 • Reykjavíkurdætur
 • DADA
 • Döpur
 • Inferno 5

Hér að neðan má heyra tóndæmi frá öllum þeim erlendu listamönnum sem bættust við að þessu sinni.

Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú í morgunsárið fleiri listamenn sem fram koma á hátíðinni í ár. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

Af þeim listamönnum sem bætast við föngulegan hópinn ber helst að nefna The War on Drugs, Caribou og Future Islands, en myndband af flutningi þeirra á laginu “Seasons (Waiting On You)” í þætti David Letterman hefur vakið mikla athygli á netinu undafarið. Það er best að láta umrætt myndband fylgja með og ylja sér við tilhugsunina að fá að sjá þessa snillinga stíga á stokk í vetur.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

 • The War on Drugs (US)
  Sveitin sú mun loka hátíðinni ásamt Flaming Lips sunnudaginn 9. nóvember.
 • Caribou (CA)
 • Future Islands (US)
 • Oyama
 • Farao (NO)
 • Kaleo
 • Zhala (SE)
 • Spray Paint (US)
 • Rökkurró
 • Emilie Nicolas (NO)
 • Endless Dark
 • Kippi Kaninus
 • King Gizzard & The Lizard Wizard (AU)
 • Brain Police
 • Beneath
 • Þórir Georg
 • Fufanu
 • Epic Rain
 • Skurken
 • AMFJ
 • Kontinuum
 • Ophidian I
 • Var
 • Atónal Blús
 • Mafama
 • Vio
 • Lucy in Blue
 • Conflictions

Miðasala á Iceland Airwaves hefst á morgun

Airwaves 2014Miðasala á sextándu Iceland Airwaves hefst á hádegi á morgun, sunnudaginn 1. desember, á heimasíðu hátíðarinnar og verður sérstakt forsöluverð í boði fyrir þá fyrstu sem kaupa en miðaverð helst óbreytt á milli ára. Í ár seldust miðar upp tveimur mánuðum fyrir hátíð og hefur fjöldi erlendra gesta sem heimsóttu Reykjavík á Iceland Airwaves aldrei verið meiri.

Hátiðin verður haldin dagana 5. til 9. nóvember árið 2014 og er undirbúningur þegar hafinn og verða fyrstu listamennirnir kynntir til leiks snemma á næsta ári.

Nú er um að gera að sýna smá fyrirhyggju og kaupa sér miða tímanlega auk þess sem maður sparar sér talsverðan pening á því.

Meðfylgjandi er svo lagalisti frá Airwaves með þeim listamönnum sem frá komu á hátíðinni í ár.

My Brother is Pale off venue á Iceland Airwaves

Hljómsveitin My Brother is Pale mun spila tvisvar á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Tónleikarnir eru “off venue” og er því frítt inn á þá báða.

Sveitin mun frumflytja nokkur glæný lög af plötu sem hún er með í vinnslu og einnig mun glænýr gítarleikari verða kynntur til sögunnar.

Tónleikarnir fara fram á eftirfarandi stöðum:

18:00 á Kofa Tómasar Frænda
19:15 á Hressingarskálanum

Bedroom Community á Airwaves

BedCom Airwaves

Líkt og fyrri ár blæs Bedroom Community útgáfan til metnaðarfulls tónlistarprógramms í tengslum við Airwaves-hátíðina sem fram fer í þessari viku.

Meðal nýjunga í ár eru fyrstu tónleikar Airwaveshátíðarinnar í Hallgrímskirkju, en einvalalið tónlistarmanna mun koma þar fram á ‘off-venue’ á miðvikudagskvöld frá 19 – 21. Tónleikarnir eru opnir öllum og frítt er inn og er auðvelt að lofa eftirminnilegu kvöldi enda kirkjan með eindæmum glæsileg og hljómmikil.

Fram koma:

James McVinnie
Ben Frost & Reykjavík Sinfonia
Nadia Sirota
Daníel Bjarnason
Valgeir Sigurðsson & Strengir

Jafnframt mun gefast kostur á að sjá tónleika með hefðbundnara sniði í Kaldalóni, Hörpu – föstudaginn 1. nóvember:

20.00-20.30 – Nadia Sirota
23.20 – 00.00 – Daníel Bjarnason

Önnur nýjung í ár er sérstök frumsýning heimildarmyndarinnar The Whale Watching Tour, en hún inniheldur tónleika útgáfunnar í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð 2010 sem meðal annars uppskáru 5 stjörnur í Fréttablaðinu. Frumsýningin fer fram á heldur óhefðbundnum – en hentugum – stað: Hvalaskoðunarbátnum Eldingu við Reykjavíkurhöfn, sunnudaginn 3. nóvember frá 16 – 19. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn og munu Bedroom Community meðlimir þeyta skífum eftir frumsýningu.

Everything Everywhere All The Time (Official Trailer) from Bedroom Community on Vimeo.

Að lokum má benda á að hið árlega ‘off-venue’ útgáfunnar á Kaffibarnum – Bedroom Community & Vinir – er þéttskipað í ár – frá fimmtudegi til laugardags – en þeir tónleikar eru ókeypis og öllum opnir:

Fimmtudagur:
16.15-16.45 – Sóley
17.15-17.45 – Nadia Sirota
18.15 – 18.45 – Imago (Gyða Valtýsdóttir, múm)

Föstudagur:
16.15-16.45 — Conor O’Brien (Villagers)
17.15-17.45 — James McVinnie
18.15 – 18.45 — A. Rawlings, Wide slumber for Lepidopterists

Laugardagur:
16.15-16.45 — Mariam The Believer
17.15-17.45 — Valgeir Sigurðsson & Strengir
18.15 – 18.45 — Shahzad Ismaily

Til að taka forskot á sæluna og koma sér í rétta gírinn býður útgáfan upp á frítt niðurhal með þeim listamönnum hennar sem koma fram á Airwaves. Nálgast má plötuna í gegnum spilarann hér að neðan.

Yfir 600 ókeypis tónleikar á off-venue dagskrá Iceland Airwaves

Airwaves 2013

Þeir eru margir sem bölva því að komast ekki á Iceland Airwaves hátíðina nú um mánaðarmótin (þó auðvelt hefði verið að redda sér miða tímanlega á hagstæðu verði) og sjá listamenn á borð við Kraftwerk, Emilíana Torrini, Yo La Tengo, Midlake, múm, Omar Souleyman, Ásgeir, John Grant, Fucked Up, Gold Panda, AlunaGeorge ofl. stíga á stokk.

En það er óþarfi að örvænta því off-venue dagsrkáin er sérlega skipuð þetta árið og verða yfir 600 ókeypis tónleikar haldnir víðsvegar um borgina í tengslum við hátíðina. Dagskránna má nálgast í allr sinni dýrð á vef Iceland Airwaves (pdf).

Hér er svo sérlega glæsilegur lagalisti í boði Airwaves til að smjatta á með skilningsvitunum.

30 nýjir listamenn kynntir fyrir Airwaves

Airwaves 2013

Nú rétt í þessu voru 30 nýjir listamenn kynntir sem koma munu fram á næstu Airwaves hátíð.

Þeir eru :
Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson.

Hvað íslensku deildina varðar verður gaman að sjá ungfrú Torrini aftur og gleðjast eflaust margir yfir að sjá hana á þessum lista. Hvað erlend atriði varðar er Rjóminn einna spenntastur fyrir Midlake en þessi folk-rokk sveit frá Texas hefur lengi verið í uppáhaldi hér á bæ. Eins og flestir eflaust vita kó-pródúsuðu Midlake og spiluðu inná fyrstu plötu John Grant, Queen of Denmark, og verður því spennandi að sjá hvort Grantarinn stigi ekki á svið með þeim og flytji eins og eitt eða tvö lög.

Eins og heyra má hér að neðan skyldu Midlake handbragð sitt óneitanlega eftir á einum helsta smelli John Grant.

Miðasalan er í fullum gangi á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur alla til að tryggja sér miða sem fyrst. Í alvöru, það er að seljast upp!

Kraftwerk bæta við tónleikum á Íslandi

Kraftwerk

Hin víðfræga Kraftwerk, sem mun loka Iceland Airwaves, hefur bætt við aukatónleikum í Hörpu mánudaginn 4. nóvember. Tónleikarnir í Eldborg verða stórkostleg þrívíddarupplifun en Kraftwerk hefur fengið glimrandi dóma fyrir þessa samblöndu sjónarspils og tónlistar.

Miðasala hefst á hádegi mánudaginn 6. maí en miðahöfum á Iceland Airwaves gefst tækifæri að kaupa miða frá hádegi föstudaginn 3. maí en miði.is sendir miðahöfum sérstakan kóða. Ekki er nauðsynlegt að eiga miða á Iceland Airwaves til að kaupa miða á þessa aukatónleika Kraftwerk.

Miðaverð á tónleikana er 12.900, 11.900 og 8.900 krónur og fer eftir staðsetningu í Eldborg.

Fyrri tónleikar Kraftwerk verða sunnudaginn 3. nóvember og veitir Iceland Airwaves miði aðgang að tónleikunum með sama hætti og á aðra tónleika hátíðarinnar en takmarkað magn af miðum verður í boði. Miðum á tónleika Kraftwerk verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 1. nóvember kl. 16 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Kraftwerk.

Miðasalan er í fullum gangi á heimasíðu Iceland Airwaves og geta félagar í Vildarklúbbi Icelandair fengið miða á betri kjörum en Icelandair er helsti styrktaraðili hátíðarinnar og hefur verið frá upphafi.