Iceland Airwaves á Akureyri

Fréttatilkynning frá Iceland Airwaves:

Iceland Airwaves heldur norður til Akureyrar og stendur fyrir tónleikum á Græna Hattinum laugardaginn 27. ágúst nk. Fram koma: Of Monsters and Men, Contalgen Funeral og Ljósvaki. Húsið opnar kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast skömmu síðar. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Hin annálaða 101 Reykjavík hátíð, Iceland Airwaves, hristir af sér malarstimpilinn og heldur norður. Með í för verða Skagfirðingarnir í Contalgen Funeral og höfuðborgarbúarnir í Ljósvaka og Of Monsters and Men. Markmiðið er að skemmta Norðlendingum og Akureyringum ekki síst með frábærum tónlistaratriðum auk þess sem boðskapur Iceland Airwaves hátíðarinnar verður borinn út. Tónlistarmenn og tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu horfa með öfundaraugum til Græna Hattsins sem er einn albesti tónleikastaður landsins og þó víðar væri leitað. Forsvarsmenn Iceland Airwaves myndu án efa nýta sér staðinn fyrir hátíðina ef hann væri bara 300 km nær miðabæ Reykjavíkur en raun ber vitni. Það er ekki síst þess vegna sem við höldum Norður – ef Múhameð kemur ekki til fjallsins þá fer fjallið til Múhameðs!

Það verður hreint frábært stuð á laugardaginn á Græna Hattinum!

Contalgen Funeral – Pretty Red Dress

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

50 nýjir listamenn kynntir á Airwaves

Aðstandendur Airwaves hátíðarinnar kynntu í vikunni 50 nýja listamenn sem bætast við föngulegan hóp þeirra sem þegar hafa boðað komu sína. Upptalning á þeim er hér að neðan og líkt og áður þá birtum við tóndæmi með þeim erlendu listamönnum sem bætast við hópinn.

Nýjustu viðbætur við Airwaves lænöppið eru: Clock Opera (UK), Jóhann Jóhannsson, Hjaltalín, Lay Low, Active Child (US), The Ghost Of A Saber Tooth Tiger (US), Esmerine (CA), Random Recipe (CA), 22-Pistepirkko (FI), HAM, Reykjavík!, Árstíðir, Hauschka (DE), Nedry (UK/JP), Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar, Lára, Prins Póló, Lights on the Highway, Sudden Weather Change, Benjamin Francis Leftwich (UK), Rich Aucoin (CA), Mazes (UK), Veronica Falls (UK), MI-GU (JP), We Were Promised Jetpacks (UK), Stafrænn Hákon, Cliff Clavin, PORQUESÍ, Saktmóðigur, Weapons, Consortium Musicum (US), Epic Rain, Coral, Andvari, Fönksveinar, Dad Rocks! (DK), Einar Stray (NO), Iiris (EE), Angist, Carpe Noctum, Náttfari, Dustin O’Halloran (UK), The Twilight Sad (UK), Kreatiivmootor (EE), Steve Sampling, Subminimal, Tonik, Jón Þór, Gunslinger, Gímaldin og félagar.

The Twilight Sad – Reflection Of The Television

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Clock Opera – Lesson No. 7

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Active Child – Hanging On

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kreatiivmootor – Avanejad

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ghost of a Saber Tooth Tiger – Jardin du Luxembourg

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Esmerine – A Dog River

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Random Repice – Ship Wreck

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hauschka – Lipstick Race

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rich Aucoin – Brian Wilson is A.L.I.V.E.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Iiris – Astronaut

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dustin O’Halloran — We Move Lightly

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mazes – Most Days

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nedry – Clouded

We Were Promised Jetpacks – Act On Impulse

Benjamin Francis Leftwich – Atlas Hands

Einar Stray – Chiaroscuro

Veronica Falls – Bad Feeling

Rjómalag dagsins 5.ágúst: John Grant – Jesus Hates Faggots

Rjómalag dagsins í dag er með verðandi íslandsvininum John Grant, sem spilar á Airwaves hátíðinni í Október. Grant, sem var áður í hljómsveitinni The Czars, gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra: hina frábæru “Queen of Denmark”. Á plötunni gerir hann upp erfiða fortíð sína – alkóhólisma, eiturlyfjafíkn og fordóma vegna kynhneigðar – í samvinnu við eðalbandið Midlake. Það er kannski við hæfi að Gay Pride helgin hefjist á laginu Jesus Hates Faggots, frábæru en átakanlegu lagi sem segir okkur að enn þann dag í dag sé til fólk sem þarf að berjast við eigin fordóma og annarra, bara til að fá að vera það sjálft.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Þá er búið að kynna nýjann hóp listamanna sem heiðra munu okkur með nærveru sinni á Airwaves hátíðinni sem fram fer í október næstkomandi.

Erlendis frá bætast við Yoko Ono Plastic Ono Band, Owen Pallett, Glasser, Zun Zun Egui og Other Lives.

Yoko Ono Plastic Ono Band – Rising

Owen Pallett – Lewis Takes Off His Shirt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Glasser – Home

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Other Lives – For 12

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Zun Zun Egui – Fandango Fresh

Viðbættir íslenskir listamenn eru GusGus, For a Minor Reflection, Kippi Kaninus, Sykur, Vicky og Mógil.

Björk flytur Biophilia á Iceland Airwaves

Þá hefur það verið kunngert að Björk mun mæta með sitt margslungna og fjölbreytta verk Biophilia á Iceland Airwaves. Með í för verður 24 manna stúlknakór og fjöldinn allur af sérsmíðuðum hljóðfærum, þar á meðal stafrænt pípuorgel og 30 feta pendúll sem notar segilsvið jarðar til að framkvæma hlóð.

Alls verða sýningar Bjarkar á Biophilia sex talsins og fara þær fram sem hér segir:

12. okt. – Iceland Airwaves (Harpa)
16. okt. – Iceland Airwaves (Harpa)
19. okt. – Harpa
22. okt. – Harpa
25. okt. – Harpa
28. okt. – Harpa

Nánari upplýsingar á www.icelandairwaves.is

Björk – Crystalline

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fleiri listamenn tilkynntir á Airwaves

Aðstandendur Iceland Airwaves hafa tilkynnt 12 nýja listamenn, innlenda og erlenda, sem heiðra munu okkur með nærveru sinni á hátíðinni. Erlendis frá hafa boðað komu sína Dale Earnhardt Jr. Jr., Secret Chiefs 3, Jenny Hval, Team Me, K-X-P og Touchy Mob.

Dale Earnhardt Jr Jr – Morning Thought

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Secret Chiefs 3 – Akramachamarei

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Team Me – Dear Sister

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

K-X-P – 18 Hours (of Love)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Touchy Mob – Atlantic Back

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jenny Hval Video Portrait

Þeir íslensku listamenn sem bætast við fjölbreytta flóruna eru Ólöf og Ólafur Arnalds, Berndsen, Oculus, Just Another Snake Cult og Hoffman.

Það þarf varla að taka það fram enn og aftur, en við gerum það þó, að með þessari nýjustu viðbót stefnir Airwaves hátíðin í að verða glæsilegri en nokkru sinni fyrr.

Roskilde 2011: John Grant

Fyrrum The Czars (hætt 2004) leiðtoginn og Denver búinn John Grant mun koma fram á komandi Hróarskelduhátíð. Grant sendi frá sér sóló frumburð sinni, The Queen of Denmark, í apríl árið 2010 en það er plötufyrirtækið Bella Union sem gefur kappann út. Félagar Grant úr hljómsveitinni Midlake skreyttu plötuna með hugljúfum harmoníum en lagið Marz var talið eitt það besta árið 2010 í tónlistarheiminum og kveikti vel undir vinsældir John Grant.
Grant, sem er samkynhneigður, lýsir The Queen of Denmark sem uppgjöri við erfiðleika fortíðarinnar þar sem áfengi, eiturlyf og afneitun kynhneigðar sáu til þess að sólin skein ekki eins björt og gengur og gerist.

Rjóminn hvetur lesendur sína til að athuga málin og hlýða á hjartnæmar og ljúfar melodíur John Grant á Hróarskeldu 2011

Enn bætist við Airwaves

Aðstandendur Airwaves hátíðarinnar hafa bætt 14 nýjum atriðum við föngulegan hóp listamanna sem stíga munu á stokk á þessari mestu og bestu tónlistarhátíð okkar íslendinga. Erlendis frá koma Dope D.O.D. og De Staat frá Hollandi, SUUNS frá Quebec, rokkabillykaninn JD McPherson, Niki and the Dove, berlínarbúarnir Tar Haar og svo Sheffield-rokkararnir The Violet May.

Suuns – Up Past The Nursery

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Violet May – What You Say

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dope D.O.D. – What Happened

Niki and The Dove – The Fox

De Staat – Sweatshop

J.D. McPherson – North Side Gal

Ter Haar – Yatzy

Samlandar okkar sem boðað hafa komu sína eru stúlkurnar í Pascal Pinon, Útidúr, Hljómsveitin Ég, Benny Crespo’s Gang, lo-fi dúóið Nolo, weirdcore fánaberinn Futuregrapher og síðast en ekki síðst hávaðarokkararnir í Swords of Chaos.

Það þarf því varla að hafa orð á því, þó við gerum það nú samt, að allt stefnir í glæsilegustu Airwaves hátíð til þessa. Svo verða herlegheitin að mestu haldin í tónleikabákninu Hörpu og ætti það eitt að vera nóg til að æra óstöðugan tónlistarunnandann.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2011

Frá Bandaríkjunum kemur hin tilraunakennda en jafnframt dásamlega hljómsveit tUnE-yArDs. Þau hafa verið að vekja gríðarlega athygli ekki síðst fyrir tónleikaframmistöðu sína þar sem að þau fara skemmtilegar leiðir í flutningi og notast við allskyns tæki og tól til að kalla fram magnaðann hljóðheim. Elektró tríóið Austra kemur frá Kanada og frá Bretlandi mæta grímuklæddir SBTRKT sem spila grípandi elekró popp og hafa meðal annars verið að vinna með tónlistarmönnum á borð við Franz Ferndinand og Basement Jaxx. Kanada bíður einnig upp á draumkennt popp Young Galaxy sem koma sterk inn á þessu ári með plötuna Shapeshifting en þau hafa m.a. túrað með hljómsveitum á borð við Arcade Fire og Death cab for Cutie.

tUnE-yArDs – Gangsta

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Austra – The Choke

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Young Galaxy – Open Your Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BTRKT – Hide Or Seek

Hin finnska Murmansk er aftur á móti í rokkaðri kantinum og hefur þeim verið líkt við hljómsveitir á borð við My Bloody Valentine og Sonic Youth. Norska hávaða tríóið Deathcrush mun án efa rokka feitt á meðan kanadísku hindu-popparnir Elephant Stone eru mildari. Karkwa frá Kanada býður hins vegar upp á stórt sánd sem fer víða en þess ber að geta að sveitin vann Polaris verðlaunin í Kanada í fyrra og skaut þar sveitum á borð við Broken Social Sceane og Caribou ref fyrir rass.

Elephant Stone – Strangers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Karkwa – Les Chemins De Verre

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Murmansk – Moth

Deathcrush – Lesson #2 (for Cliff Burton)

Íslendingarnir sem kynntir eru til leiks núna eru Airwavesvinirnir: Wistaria, Snorri Helgason og The Vintage Caravan ásamt YodaRemote og sigurvegurum Músíktilrauna 2011 Samaris. Það er síðan tilhlökkunarefni að sjá hvað Sóley mun gera á hátíðinni en ekki síður hvað kemur frá goðsagnakenndum Megasi og Senuþjófunum nú eða poppstirninu Páli Óskari.

Ný og glæsileg heimasíða er komin í loftið. Þar er hægt að kaupa miða og pakkaferðir auk þess sem allar helstu upplýsingar um hátíðina og listamenn sem þar koma fram er að finna. Á næstu vikum verður tilkynnt um fleiri listamenn en um miðjan ágúst ætti að liggja fyrir hvaða 200 listamenn koma fram á Iceland Airwaves 2011.

Miðasala er í fullum gangi og fer hver að verða síðastur að kaupa miða á vildarkjörum en sölu líkur á miðnætti þann 31. maí nk. Þess ber að geta að síðustu ár hefur verið uppselt á hátíðina nokkrum vikum áður en hún hefst. Þannig varð uppselt um miðjan september í fyrra.

Beach House spilar á Airwaves

Aðstandendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag að draumapoppsveitin Beach House muni troða upp á hátíðinni í ár. Verður þetta að teljast mikið fagnaðarefni fyrir íslenska tónlistarunnendur og hvalreki mikill.

Auk Beach House var staðfest að Totally Enormous Extinct Dinosaurs, Honningbarna og Matthew Hemerlein hafi verið bætt í föngulegan hóp erlendra listamanna sem koma munu fram á hátíðinni.

Einnig var tilkynnt um að fjölgað hefði í hóp íslenskra listamanna sem staðfest hafa komu sína og munu Kira Kira, Retro Stefson, Friðrik Dór og brassaða poppbandið Valdimar láta tóna sína fljóta um vanga hátíðargesta.

Því má svo bæta við að lokum að töllaukna tónlistarbáknið Harpan mun hýsa hluta hátíðarinnar í ár og er það vel.

Beach House – Norway

Zebra and Snake

Á komandi Airwaves hátið munu stíga á stokk finnska tríóið Zebra and Snake en það er skipað þeim félugum Matti, Tapio og Markus. Spila þeir afar grípandi rafpopp með nokkuð sterkum 80’s áhrifum sem ætti að falla vel að hlustum hátíðargesta. Hafa lög þeirra hljómað síendurtekið hjá undirrituðum og fannst mér annað synd en að deila góðmetinu með lesendum Rjómans.

Meðfylgjandi er nýjasta nýtt frá Zebra and Snake og mæli ég sérstaklega með hinum stórgóða smelli “Now and Forever”.

Iceland Airwaves tekur á móti hljómsveitarumsóknum

Iceland Airwaves auglýsir eftir umsóknum frá íslenskum hljómsveitum sem hafa hug á að spila á hátíðinni sem fram fer í Reykjavík dagana 12.-16. október.

Tekið verður á móti umsóknum til 8. júlí og eru íslenskar hljómsveitir sem vilja koma fram á hátíðinni hvattar til að sækja um hér.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið veitir Egill Tómasson í síma 771 8895 eða hjá egill@icelandairwaves.is.

Fleiri sveitir staðfesta komu sína á Airwaves

Það stefnir allt í gómsætustu og ljúffengustu Airwaves hátíð sem sögur fara af. Í dag staðfestu fleiri listamenn komu sína á næstu hátíð, sem fram fer 12 -16 október, og eru þeir ekki af verri endanum.

Frá bandaríkjunum kemur John Grant, sem Rjóminn fjallaði um nýlega, en plata hans Queen of Denmark féll heldur betur í kramið hjá gagnrýnendum í fyrra.

John Grant – I wanna go to mars

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Frá Svíþjóð kema goðsagnakenndu sækadelíku rokkararnir í Dungen og getum við lofað að íslenskir tónlistaráhugamenn verða ekki fyrir vonbrigðum með þá mögnuðu hljómsveit.

Dungen – Du E For Fin For Mig

Frá danmörku kemur sólskins sækadelíkubandið Treefight For Sunlight en Rjóminn fjallaði einmitt um þá ágætu sveit ekki fyrir löngu.

Treefight for Sunlight – What Became of You and I

Að auki hafa Svissneska undrið OY og finnsku raffrændur vorir Zebra and Snake staðfest nærveru sína og upptroðning á hátíðinni.

Af íslenskum listamönnum er það að frétta að bæði Sin Fang og Agent Fresco munu stíga á stokk en áður höfðu sveitir eins og Who Knew, Of Monsters and Men og Endless Dark staðfest komu sína.

Sin Fang – Always Everything

Fyrstu bönd ársins staðfest á Airwaves

Þó mörgum finnist eflaust eins og Airwaves sé nýafstaðin hafa aðstandendur hátíðarinna þegar staðfest komu fyrstu erlendu og innlendu listamannanna.

Erlendis frá má fyrsta nefna The Vaccines,  heitasta band bretlandseyja um þessar mundir, en við íslendingar eigum nú smá í henni því þar mundar samlandi okkar, Árni Hjörvar Árnason, bassagígjuna. Hinar erlendu sveitirnar sem þegar hafa verið bókaðar eru black metal sveit nokkur frá Brooklyn sem nefnist Liturgy og þýska ungmennasveitin Sizarr.

The Vaccines – Wreckin’ Bar (Ra Ra Ra)

Sizarr – Fake Foxes

Íslensku sveitirnar sem þegar hafa staðfest komu sína eru Of Monsters and Men, Who Knew og hið mjög svo efnilega rokkband Endless Dark.

Við tónlistarunnendurnir fögnum þessum frábæru fréttum og bíðum auðvitað spennt og sveitt eftir að fleiri listamenn verði tilkynntir. Tilfinningin, að bíða svona og sjá hverja Grímur og co. ná að lokka til landsins, er óneitanlega ansi lík því að vera eins og barn á Jólum sem bíður spennt eftir að sjá hvað kemur upp úr pökkunum. Þvílík gleði!

Of Monsters and Men – Little Talks

Who Knew

Útvarpsstöðin KEXP FM 90.9 ber út fögnuð íslenskrar tónlistar í Bandaríkjunum á árinu 2010

Bandaríska útvarpsstöðin KEXP FM 90.9 frá Seattle í Bandaríkjunum hefur verið ötul við að kynna íslenska tónlist í þáttum sínum og á alheimsvefnum á þessu ári sem senn líður undir lok.

KEXP sendi út frá Iceland Airwaves í október sl. og gerði mynd- og hljóðupptökur með tuttugu og tveimur íslenskum tónlistarmönnum og hljómsveitum. Yfir sjálfa hátíðina voru teknir upp þrír útvarpsþættir sem sendir voru út í Norður Ameríku og var kynnir þáttanna sjálfur Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður og borgarfulltrúi í samstarfi við Kevin Cole einn fremsta tónlistar útvarpsmann Bandaríkjanna. Upptökur fóru fram í hljóðveri 12 í Ríkisútvarpinu sem voru afar hjálpsamir við þetta verkefni. Útvarpsmennirnir tóku rúntinn vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og heimsóttu bílskúra, æfingarhúsnæði, heimahús, kaffihús o.s.frv. og tóku upp tónlist og spjölluðu.

Þetta er í annað skiptið sem KEXP og útvarpsmennirnir Jim Beckmann og Scott Raymond Holpainen koma á hátíðina gagngert til þess að sjá, taka upp og kynna íslenska tónlist á KEXP sem er stærsta háskólaútvarpsstöðin á Norðvesturströnd Bandaríkjanna og ein af stærstu vefútvarpsstöðvum Norður Ameríku.

Tónlistaratriðin sem tekin voru upp voru eftirfarandi: Seabear, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, S/H Draumur, Kimono, Mínus, Retro Stefson, Stafrænn Hákon, Miri, Mammút, Who Knew, Pétur Ben, Rökkurró, For A Minor Reflection, Reykjavík!, Sudden Weather Change, Markús & The Diversion Sessions, Amiina, FM Belfast, Ólafur Arnalds, Zach & The Foes, Orphic Oxtra og Of Monsters and Men.

Myndbandsupptökur hafa verið sendar út á bloggi útvarpstöðvarinnar og á Youtube-rás KEXP og hafa undirtektirnar verið mjög jákvæðar. Upptökumenn voru eins nefndir eru fyrir ofan Jim Beckmann og Scott Raymond Holpainen ásamt hljóðmanninum Matt Ogaz.

Tæknimenn hjá Ríkisútvarpinu voru þeir Ragnar G. Gunnarsson og Georg Magnússon sem voru afar liðlegir kann KEXP-fólk þeim bestu þakkir fyrir.

Bloodgroup – My Arms (Live on KEXP)

Seabear – Cold Summer (Live on KEXP)

Kimono – Get Ready (For Some Pain To Have) & Tomorrow (Live on KEXP)

Retro Stefson – Senseni (Live on KEXP)

S.H.Draumur – Nótt Eins Og Þessi & Eyðimörk (Live on KEXP)

Rökkurró – Sólin mun skína

Of Monsters and Men – Little Talks

Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar – Hamingjan er hér

Pétur Ben – I’ll Be Here

Útidúr og Rökkurró allan hringinn

Á nýafstaðinni Airwaves hátíð voru hljómsveitirnar Rökkurró og Útidúr fengnar í svokallaðar Binaural upptökur. En þær eru ekki aðeins í steríó, heldur fara allan hringinn, er í surround. Það er því nauðsynlegt að hlusta á lögin í heyrnatólum til þess að upplifa stemmninguna fullkomlega, eða eins og góður maður sagði “Þetta er eins og Avatar fyrir eyrun”. Upptökur beggja hljómsveitanna eru teknar í heima í stofu (og eldhúsi) og því einstaklega kósí og heimilslegar.

Útidúr mun einmitt fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, This Mess We’ve Made, í Iðnó í kvöld.  Húsið opnar 20:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar. Miðinn kostar 1000 krónur í forsölu í Havarí, en 500 krónum meira við hurðina. Platan verður svo á sérstöku tilboðsverði.

Fjölgun erlendra gesta á Iceland Airwaves

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) vann í samstarfi við Höfuðborgarstofu könnun á meðal erlendra gesta á nýliðinni Iceland Airwaves-hátíð. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að erlendir gestir vörðu samtals 313 milljónum króna í Reykjavík á meðan dvöl þeirra stóð og þá er ekki meðtalinn kostnaður við flug til landsins eða önnur útgjöld utan borgarinnar. Niðurstöður sýna að hver erlendur gestur eyddi að meðaltali 25 þúsund krónum á dag í Reykjavík. Í könnuninni voru gestirnir beðnir um að leggja mat sitt á hversu miklu þeir vörðu í gistingu, mat og veitingastaði, næturlíf, samgöngur, verslun og svo framvegis. Kostnaður vegna flugs þeirra hingað til lands er áætlaður um eða yfir 130 milljónir.

Allt um Airwaves á RjómanumSambærileg könnun var gerð árið 2005 en þá kom í ljós erlendu gestirnir eyddu um 185 milljónum króna, eða um 260 milljónum miðað við verðlag nú. Er aukningin því um 22% þegar tillit er tekið til vísitölu neysluverðs.

Athyglisvert er að 2215 erlendir gestir sóttu hátíðina í ár en það er um 33% aukning frá því árið 2005. Erlendir gestir voru 48% af heildarfjölda þeirra sem sóttu hátíðina í ár og gistu þeir að meðaltali 5,5 nætur á Íslandi.

Í könnuninni sögðu 73% Iceland Airwaves-hátíðina vera aðalástæðuna fyrir komunni. Þá var mikil ánægja með hátíðina en 98% svarenda sögðust annaðhvort ánægðir eða mjög ánægðir með hátíðina.

Ljóst er að ferðaþjónustuaðilar í kringum Reykjavík njóta einnig góðs af hátíðinni og má þar nefna Bláa Lónið, Gullfoss, Geysir, bílaleigur, veitingastaði, gististaði og fólksflutningafyrirtæki o.s.frv. Þá er einnig ótalið það fé sem Íslendingar verja á meðan á hátíðinni stendur.

Þrátt fyrir heimskreppu heldur íslensk tónlist áfram að sækja í sig veðrið á alþjóðavettvangi og skapa þjóðarbúinu tekjur.

Skýrslu Tómasar Young sem framkvæmdi könnunina er að finna á www.uton.is.