Beggi Smári – Mood

Beggi Smári hefur gefið út plötuna Mood. Platan er nefnd eftir hljómsveitinni sem Beggi hefur spilað með síðustu ár og samanstendur af 12 lögum en rauði þráðurinn í henni blús. Fyrsta smáskífan fór í spilun í vetur og heitir “Warm & Strong”. Það lag var á topp 30 á Rás 2 í samfellt 12 vikur og í mikilli spilun á Bylgjunni. Lagið kom nýlega út á plötunni Pottþétt 55. Sena dreifir plötunni Mood og er hún fáanleg rafrænt á tonlist.is.

Meðlimir hljómsveitarinnar Mood eru: Beggi Smári (gítar/söngur), Ingi S. Skúlason (bassi), Friðrik Geirdal Júlíusson (trommur) og Tómas Jónsson (hljómborð).

Auk þeirra spila á plötunni þeir Einar Scheving á trommur, Ingi Björn Ingason á bassa og Daði Birgisson á hljómborð.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mood.is

Beggi Smári og Mood halda tónleika á Rosenberg annað kvöld, föstudaginn 1. júlí, klukkan 21:00 og verða þar spiluð lög af plötunni.

Beggi Smári – Warm and Strong

Ferlegheit, Eldberg og The Vintage Caravan á Sódómu

Hljómsveitin Ferlegheit mun troða upp á Sódóma á fimmtudagskvöldið en hún spilar skemmtilegt sjöunda áratugs blúsrokk í anda gömlu meistaranna. Sveitin hefur verið að fá gríðarlega góða dóma fyrir bæði nýju plötu sína og fyrir skemmtilega sviðsframkomu. Ásamt Ferlegheit stígur sveitin Eldberg á svið og ungstirnin í The Vintage Caravan.

Húsið opnar klukkan 21:00 og kostar 1000 kr. inn.

Reykjavik Music Mess: Mugison

Skeggjaði vestfirðingurinn Örn Elías (Mugison) hefur ekki beinlínis farið huldu höfði á síðustu árum. Með glænýja breiðskífu í bígerð og fimm skífur á bakinu, hefur Mugison skipað sér sess sem einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands.

Mugison hefur verið duglegur að boða fagnaðarerindið víðsvegar um heiminn en vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu Aldrei Fór Ég Suður hátíðarinnar þetta árið, sem fram fer næstu helgi. Sendi Mugison svo frá sér fyrstu smáskífu af komandi plötu fyrir skömmu, lagið Haglél. Lagið sem er værukjært bluegrass-skotið kántrý með íslenskum texta, nálgast einsemd, ristað brauð, trúarleg hálsmen og dauðar flugur en umfram allt forgrunn þess sem margir Íslendingar finna fyrir áður en gengið er út úr híbýlum í haglél. Lagið hefur fundið sig vel á topplistum útvarpsstöðva hér á landi en lítið virðist vera um þann trega sem oft hefur einkennt tónlist Mugison og þess í stað virðist kveða við frábrugðinn tón. Bæði hvað varðar söngstíl og lagasmíðar. Eykur það án efa spennu landans og erlendra aðdáenda Mugison vegna komandi plötu og það er bara gaman.

Mugison stígur á svið á slaginu 21.00 í Norræna húsinu á sunnudagskvöldið.

Nýtt frá Timber Timbre

Kandamaðurinn Taylor Kirk og vinir, í myrkraverka-fólkbandinu Timber Timbre senda frá sér nýja plötu þann 5.apríl næstkomandi í samvinnu við Arts & Crafts útgáfuna í Toronto. Platan nefnist Creep On Creepin’ On. Þeir sem fíluðu síðustu plötu, sem var samnefnd sveitinni, munu eflaust rífa þessa gotnesku þjóðlagasnilld í sig af mikilli græðgi. Hljómurinn á Creep er jafnvel enn myrkari heldur á fyrri plötum: meira drungalegt reverb, meiri tregafullur rennigítar og meira einmanalegt píanóspil. Þetta dót fær hiklaus meðmæli frá Rjómanum.

Timber Timbre – Black Water

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Timber Timbre – Woman

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Miðasala er hafin á Blúshátíð í Reykjavík 2011

Blúshátíð í Reykjavík 2011 verður haldin í áttunda sinn 16. – 21. apríl. Haldnir verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica , þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld í dymbilviku. Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 16. april, þegar miðborgin fyllist af blús. Blúslistamaður ársins verður heiðraður, blúsvagnar Krúserklúbbsins keyra um bæinn, framinn verður blúsgjörningur og tónleikar um kvöldið.

Dagskrá Blúshátíðar og miðasala er á Miði.is

The White Stripes hætta

Hinn gríðarlega magnaði systkina og/eða hjónadúett The White Stripes hefur opinberlega lagt upp laupana.  Í gær birtu þau Jack og Meg White tilkynningu á heimasíðu sinni þess efnis að ekki kæmu út fleiri nýjar plötur frá sveitinni, né kæmi hún fram á tónleikum aftur. Ástæðurnar eru ekki ljósar, en samkvæmt fréttatilkynningunni er það ekki vegna listræns ágreinings, skorts á vilja til að halda áfram né heilsubrests sem þau hætta, heldur einfaldlega til að halda í það fallega sem bandið hefur gert. Barnæskan hefur verið gegnumgangandi þema hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, og því kannski skiljanlegt að hún hafi hætt um leið og komið var inn á táningsaldurinn.

The White Stripes – I fought Piranhas [af The White Stripes]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Hello Operator [af De Stijl]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes var stofnuð í Detroit í Michigan-fylki Bandaríkjanna árið 1997 og því komin á fjórtánda árið. Upprunalega spilaði sveitin pönkað blúsrokk, einfaldar trommur Meg slógu taktinn undir skrækri rödd og skítugum gítar Jacks. Fyrstu tvær plöturnar voru frábærar í öllum sínum hráleika, en sveitin slóg fyrst í gegn með þriðju plötu sinni White Blood Cells, en þá var hljómurinn orðinn poppaðri og slípaðri, og í stað gamallra delta-blúskóvera kom hættulega grípandi gítarrokk. The White Stripes voru strax sett í flokk með öðrum bandarískum rokkböndum sem komu fram á svipuðum tíma, böndum sem litu aftur í tímann eftir áhrifavöldum, voru retro í bæði hljóm og útliti og hétu allar The [eitthvað].

The White Stripes – Hotel Yorba [af White Blood Cells]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Stripes slitu sig þó fljótt úr þeirri skilgreiningu, á meistaraverkinu Elephant gerðu þau ýmsar tilraunir með hljóminn, og sömdu í leiðinni mest grípandi melódíu hins nýja árþúsundar í laginu “Seven Nation Army”. Hljómsveitin varð æ skrýtnari, Jack White undarlegri í háttum, en á sama tíma mikilvirkari. Hann kastaði út sífellt fleiri plötum með hinum fjölmörgu aukaverkefnum sínum, og var í rauninni orðið ljós fyrir þónokkru að White Stripes væri ekki lengur aðal.

Hljómsveitin gaf út 6 breiðskífur á ferlinum, þá síðustu Icky Thump árið 2007. Það er óhætt að segja að meistaraverkin White Blood Cells (2001), Elephant (2003) munu lifa góðu lífi þangað til að dúettinn tekur kombakk eftir ca. 30 ár.

The White Stripes – Bone Broke [af Icky Thump]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Little Ghost [af Get Behind Me Satan]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Black Math [af Elephant]

Wanda Jackson og Jack White

Drottning rokkabillýsins, hin 73 ára gamla Wanda Jackson, er í miklum ham þessa dagana, enda var hún að gefa út sína 34. breiðskífu.  Platan nefnist The Party Ain’t Over og heldur hinn ofvirki Jack White um stjórntaumana; spilar á gítar, stjórnar upptökum og gefur út á eigin útgáfu, Third Man Records. Fyrsti singúllinn er blússlagarinn “Thunder on the Mountain” eftir Bob Dylan (lagið er reyndar byggt að stórum hluta á lagi eftir Memphis Minnie).

Það er að sjálfsögðu gott framtak hjá Jack White að kynna hina klassísku tónlist Wöndu fyrir nýrri kynslóð, en persónulega finnst mér útkoman frekar slöpp (a.m.k. ekkert í líkingu við snilldina sem hann gerði með kántrýgoðsögninni Loretta Lynn).

Ikea Satan

Ikea Satan spilar léttan satanískan blúsmetal og var að gefa út sína fyrstu smáskífu hjá litlu vinalegu útgáfunni Ching Ching Bling Bling. Smáskífan ber nafnið Sound of the planet og inniheldur þrjú lög. Hægt er að nálgast þau til hlustunar eða kaups inn á gogoyoko.com

Unnur Kolka (Rollan) trommar, Pétur Úlfur (Pornopop, Black Valentine, Peter and wolf etc.) syngur og leikur á gítar og nýlega bættist við Hannes Þór (Spírandi Baunir, Skorpulifur)á bassa.

Bandið var stofnað í fyrra. Við æfingar einn sumardag rann skipuleggjandi Eistnaflugs á hljóðið, heillaðist upp úr skónum og bauð sveitinni að leika á hátíðinni. Eftir þá ævintýraferð var ekki aftur snúið. Ikea Satan hefur haldið tónleika hér og þar en er nú að vinna efni fyrir stóru plötuna sem kemur út um miðjan mars.

Eins og glöggt má sjá á myndinni þá aðhyllist bandið heilbrigðan lífsstíl, stundar jóga þrisvar í viku og er undir áhrifum frá rithöfundinum Thomas Campbell (My Big TOE, Binaural Beats), lífskúnstnernum Terence McKenna (Psychedelic Drugs and their Role in Society) og rótaranum Steve Albini (Big Black). Eiga þau það til að vitna í þessa meistara og þeirra verk í textum sínum. Nema Hannes. Hann er lesblindur.

Ferlegheit

Ofan af Skaga berast blúsaðir og fjörugir síðrokkstónar með fönkuðu og sækadelísku ívafi. Það er ungur og efnilegur sex manna flokkur sem kallar sig Ferlegheit sem framkalla þessa tóna en þau gáfu út sína fyrstu plötu, You can be as bad as you can be good, þann 3. janúar síðastliðinn og munu útgáfutónleikar verða haldnir í Tjarnarbíó fimmtudaginn 20. næstkomandi.

Frumburð sveitarinnar má að sjálfsögðu nálgast á gogoyoko.

Rjómajól – 17. desember

Áður en byrjað var að rokka í kringum jólatréð, var blúsað í kringum það.

Upp úr jóladagatali Rjómans spretta nú þrír frábærir blústónlistarmenn, allir fæddir fyrir ca.120 árum.

Arthur ‘Blind Blake’ hefur verið kallaður konungur Ragtime-gítarsins. Hann tók upp u.þ.b. 80 lög á árunum 1926-32 þeirra á meðal Lonesome Christmas Blues.

Blind Lemon Jefferson hafði áhrif á nánast alla blúsara sem á eftir honum komu, og samdi einn magnaðasta blússlagara allra tíma; See That My Grave is Kept Clean.  Christmas Eve Blues kom út árið 1928 og á bakhliðinni á smáskífunni var annað hátíðarlag Happy New Year Blues. Blind Lemon lést ári eftir upptökuna, 36 ára gamall.

Þjóðlagablúsarinn Leadbelly var dæmdur fyrir morð árið 1918 og sá fram á að eyða ævinni í fangelsi en var náðaður af ríkisstjóranum eftir að hafa samið lag um hann og flutt á fangelsisskemmtun. Eða svo segir sagan. Leadbelly var mikill barnavinur og samdi þónokkuð af barnalögum, þar á meðal On a Christmas Day.

Blind Blake – Lonesome Christmas Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blind Lemon Jefferson – Christmas Eve Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leadbelly – On a Christmas Day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 1. desember

Já! Rjómajólin, eins og Jóladagatal Rjómans er kallað, er nú haldin heilög annað árið í röð. Hugmyndin með Rjómajólunum er að rifja upp kynni við skemmtileg, sjaldheyrð og/eða áhugaverð jólalög. Nú eða bara sína fram á að jólalög þurfa ekkert endilega að vera gjörsamlega óþolandi. En fyrst og fremst erum við auðvitað að reyna að lokka fram jólaskapið í fólki og hressa það á þessum dimmustu tímum ársins. Daglega munum við opna einn glugga þar sem finna má jólalegt góðgæti úr ýmsum áttum. Ég vil benda lesendum á að með því að velja flokkinn Jól er hægt að fá allar færslurnar á eina síðu, ásamt því að hægt er grúska í Rjómajólum ársins 2009. Vonandi njótið þið vel og eigið notalega aðventu!

Þegar við opnum gluggann í dag má sjá mynd af einum af (sér)vitringunum þremur. Það er meistarinn Tom Waits vafinn í jólaseríu með sitt stórkostlega lag “Christmas Card From A Hooker In Minneapolis”. Lagið kom fyrst út á plötunni Blue Valentine frá árinu 1978. Jólakort portkonunnar er nú kannski ekkert sérstaklega jólalegt en við látum það liggja á milli hluta í þetta skiptið.

Tom Waits – Christmas Card From A Hooker In Minneapolis

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laura Marling

Á leið sinni um Bandaríkin í sumar stoppaði hin tvítuga Laura Marling við í hljóðveri Jack White í Nashville. Í einni töku hljóðrituðu þau tvö lög sem eru hluti af svokallaðri Blue Series frá Third Man Records. Lögin sem Marling spilaði á meðan White fiktaði í tökkunum voru “Blues Run the Game” eftir Jackson C. Frank og “The Needle and the Damage Done” eftir sjálfan Neil Young. Hið síðarnefnda var hennar fyrsta ábreiða en pabbi hennar kenndi henni lagið. Þau koma út 9. nóvember á 7” vínyl plötu og verður áhugavert að heyra útkomuna. Á meðan má hlusta á Marling flytja “The Needle and the Damage Done” og einnig upprunalegu útgáfuna af “Blues Run the Game” frá 1965.

Alla seríuna má svo skoða og versla hér http://store.thirdmanrecords.com/blueseries.aspx

Laura Marling – The Needle and the Damage Done

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jackson C. Frank – Blues Run The Game

White Denim: Viðtal

Liðsmenn Texas sveitarinnar White Denim, þeir James Petrelli, Steve Terebecki og Josh Block hafa spilað saman síðan árið 2006 og gefið út fjórar plötur, þar af tvær sjálfútgefnar og tvær undir formerkjum Full Time Hobby hljómplötuútgáfunnar (Timber Timbre, School of Seven Bells, Tunng o.fl.) Nýlega bættist svo við nýr meðlimur við hljómsveitina, gítarleikarinn Austin Jenkins og bandið því nú þéttara en nokkru sinni fyrr eins og heyra má á nýjustu plötu sveitarinnar Last Days of Summer.

Tónlist White Denim einkennist af mikill hljóðfæragleði og sveiflukenndum lagasmíðum með óhefðbundna nálgun á póst-bílskúrs rokkið/pönkið, nema í stað bílskúrs þá halda þeir félagar aðallega til í húsvagni trommarans og blúsa þar saman. Þessi fjögur ár sem hljómsveitin hefur starfað saman hafa lagasmíðarnar þróast og þroskast en þrátt fyrir að hafa fullorðnast þá hefur rokkið haldist hrátt og málmkennt og sem betur fer hafa meðlimir White Denim ekki gleymt húmornum, sem skín ávallt í gegn og sést það kannski best í tónlistarmyndböndum þeirra.

White Denim – Shake Shake Shake

Nýja platan frá þessu stórskemmtilega bandi samanstendur af lögum sem hljómsveitin samdi og tók upp síðastliðið sumar, en platan inniheldur efni sem hefur verið í vinnslu seinustu árin milli stærri verkefna. Platan er stútfull af skemmtilegum lögum og ekki frá því að rómatíkin svífi þar yfir vötnum í blúskenndum sumarfíling. Platan kallast sem áður segir Last Days of Summer og kom út 23. september síðastliðinn. Hægt er að hala henni niður í heild sinni frítt á heimasíðu hljómsveitarinnar (hér).

Liðsmenn White Denim eru óhræddir við að spila undir áhrifum uppruna síns og það er ekki frá því að maður sólbrenni á eyrunum við hlustun á afslappað sandrokk þeirra. Ekki verra þegar kólna fer hér á norðurslóðum.

Champ

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shy Billy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Josh Block trommari sveitarinnar gerðist svo almennilegur að svara nokkrum spurningum greinarhöfundar:

Frá vinstri: James Petrelli,Steve Terebecki og Josh Block

EFK: Nýja platan ykkar er ansi blíð við hlustun. Eruð þið félagar í rómantískum fíling um þessar mundir?

JB: Alltaf, og takk fyrir það.

EFK: Hversu mikið hefur umhverfi ykkar og uppruni áhrif á tónlist ykkar?

JB: Ég er farinn að halda að það sé farið að hafa meiri áhrif en það gerði í fyrstu. Ég held ekki að við séum að festa okkur í einhvern Texas (eða Austin) hljóm, en ég finn vissulega fyrir tengingu við umhverfi mitt. Það þarf að líða lengri tími þangað til að ég get svarað þessari spurningu almennilege, það verður auðveldara eftir tíu plötur eða svo.

EFK: Semjið þið lögin hver í sínu horni eða er þetta samvinna hjá ykkur?

JB: Það fer allt eftir því hvernig lögin koma til. Ég hef komið með nokkur lög til strákanna þar sem textinn er kannski ókláraður og þegar kom að því að þróa melódíuna þá settumst við niður og kláruðum lagið saman. James (Petralli) kemur oft með tilbúið demó sem vantar aðeins okkar framlag, þ.e. trommur og bassa. Allt getur þetta haft áhrif á uppbyggingu lagsins og sjálfa laglínuna. Það er því mjög breytilegt hvernig við högum lagasmíðunum.Við reynum að vinna úr öllum hugmyndum sem við fáum þannig að sjóndeildarhringur okkar sé sem víðastur. Og núna eftir að við bættum við öðrum hljómsveitarmeðlimi á ég von á enn meiri víðsýni hjá okkur.

EFK: Hvernig kom það til að þið ákváðuð að bæta nýjum manni við eftir öll þessi ár?

JB: Fyrst og fremst þá er (Austin Jenkins) fyrsta flokks gítarleikari og í öll þau skipti sem við höfum fengið tækifæri til að spila með honum áður þá hefur það verið frábært. Þetta var því auðveld ákvörðun og í rauninn bara spurning um tíma. Við erum líka með mikið af nýju efni sem hentar vel fyrir kvartett, og því var rökrétt að fá Austin inn sem fjórða mann. Svo er hann er líka bara ofursvalur gaur, sem er augljóslega plús.

EFK: Hvaða eiginleika þarf góður trommari að hafa og er eitthvað sem trommarar þurfa að forðast eins og heitan eldinn?

JB: Ég held að góður trommari þurfi að búa yfir sömu eiginleikum og aðrir tónlistarmenn, þ.e. einbeitingu og góðu vinnusiðferði. Svo er ágætt að hafa gott minni. Ef maður einbeitir sér og leggur hart að sér, þá kemur allt hitt með tímanum. Ég vona að þetta hafi ekki hljómað of væmið. Annars er mjög mikilvægt að missa aldrei tilfinninguna fyrir því sem maður er að gera hverju sinni og forðast löngunina að nota hvern einasta flotta taktbút sem maður finnur upp á og bæta honum inn hvenær sem færi gefst,  þótt manni finnist hann svalari en allt annað. Ég er sífellt að reyna að þroska eyrun svo að ég falli ekki í þá gryfju.

EFK: White Denim spilaði á Iceland Airwaves árið 2008? Veitti rokkeyjan Ísland ykkur innblástur?

JB: Við stoppuðum svo stutt og ég er ennþá að melta ferðina. Það gæti þó orðið. Ég útiloka ekkert.

EFK: Af því sem þú sást, hvað fannst þér um íslensku tónlistarsenuna?

JB: Við lékum með íslensku bandi sem var vægast sagt stórkostlegt (Retro Stefson). Tónleikar þeirra minntu mig  á táningsútgáfu af hljómsveit Jorge Ben. Þeir voru frábærir! Ef hátíðin gefur einhverja mynd af því hvernig tónlist er “neytt” á Íslandi, þá var ég mjög hrifinn. Ísland virðist vera með það á hreinu hvernig eigi að hvetja til listrænnar tjáningar.

EFK: Ef þú gætir spáð fyrir White Denim fyrir árið 2011, hvað myndi sú spá segja?

JB: “Tvær plötur í viðbót, frábær tónleikaferðalög á fallega staði og fullt af reynslu sem sameinar okkur sem tólistarmenn og sem vini.”

Takk fyrir það Josh Block.

Málmurinn sem White Denim er gerður úr er orðinn glóandi heitur eftir öll þessi ár og nú fer eitthvað stórt að gerast fyrir þessa pilta. Greinarhöfundur finnur það á sér.

Sitting (af plötunni Workout Holiday)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

My bubba & Mi

My bubba & Mi er sænskt-danskt-íslenskt stúlknatríó sem spilar nostalgíska popptónlist með kántrí, djass- og blúskeim. Sveitina skipa þær Guðbjörg Tómasdóttir, Íslandi  (söngur, gítar, banjó), My Larsdotter, Svíþjóð (söngur, gítar, borðharpa) og Ida Hvid, Danmörk (kontrabassi).

Stúlkurnar munu halda sína fyrstu tónleika hérlendis á komandi Iceland Airwaves hátíð, en tríóið hefur verið mjög virkt á meginlandi Evrópu og spilaði nú síðast á hollensku tónlistarhátíðinni Into the Great Wide Open, auk þess sem sveitin kom fram á Copenhagen Blues Festival í lok september.

Fyrsta hljóðversplata My bubba & Mi heitir How it’s Done in Italy. Platan, sem var tekin upp í Ghedi á Ítalíu,  kom út í mars á þessu ári í Evrópu og verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í byrjun komandi árs. Verður hún fáanleg í Smekkleysubúðinni, Laugarvegi frá og með n.k. mánudegi.

Tónleikar My bubba & Mi á íslandi verða í Iðnó föstudaginn (Iceland Airwaves) 15. október, kl 19:10, Norræna húsinu laugardaginn (off venue, Airwaves) 16. október, kl 14:00 og Listasafni Íslands sunnudaginn 17. október, kl. 20:00.

My bubba & Mi – Steamengeene

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Airwavesband #2: Timber Timbre

Hvar: Listasafni Íslands
Hvenær:
Laugardaginn 16. október kl.19:30
Á sama tíma:
Hellvar, Cynic Guru, Esoteric Gender, Reason to Believe, Helma, Lazy Blood.

Timber Timbre
er (einsmanns-)lagamaskína knúin áfram af Kanadamanninum Taylor Kirk. Eina plata “sveitarinnar” sem ég hef náð að sökkva mér ofan í er sú nýjasta, þriðja breiðskífan sem kom út í fyrra.  Sú plata nefnist einfaldlega Timber Timbre, og er glettilega góð.

Tónlistin er oft á tíðum myrk og blúsuð, sveitaskotin ný-þjóðlagatónlist. Hljómurinn er einstaklega hlýr og notalegur, einkennist af órafmögnuðum hljóðfærum í bland við endurómandi (e. reverbing) rafgítara. Fyrstu upptökur Taylors fóru fram í fjallakofa einhversstaðar í miðju Kanada og var nafnið Timber Timbre (ísl. Viðarkenndur Hljómblær) einmitt tekið upp vegna þess hljóms sem einkenndi þær upptökur.

Það er nánast ómögulegt að sleppa líkingu við Bon Iver, þrátt fyrir að hljómurinn sé meira gamaldags og almennt sé minna væl og meira myrkur í textunum. Þetta kristallast meðal annars í laginu “Demon Host” sem ég hef nú þegar nefnt hér á rjómanum. Eðal stöff.

Ég er reyndar frekar óhress með að stjórnendur Airwaves-hátíðarinnar hafi ákveðið að setja tónleika Timber Timbre í Listasafnið, þann bölvaða tónleikasal (Concrete Timbre, einhver?). Listasafnið getur hýst stór rokkbönd, sinfóníupopp og gleðitónlist, en lágstemmdur tilraunablús á miklu frekar heima í Iðnó eða Tjarnarbíói.

Timber Timbre – Until the Night is Over (af Timber Timbre [2009])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Timber Timbre – Trouble Comes Knocking (tekið upp þann 6.jan 2010 fyrir Daytrotter Sessions)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Í Airwaves flokknum hér, og til hægri á valmyndinni er hægt að lesa um öll Airwavesbönd Rjómans® og allar fréttir um hátíðina.

Tónleikahald næstu daga

Miðvikudagsblús er í kvöld á Café Rósenberg þar sem Blue Monday og Beebee and the bluebirds leika listir sínar. Blue monday var stofnuð um mitt ár 2009 til þess að svala spilaþorsta meðlima á ýmiskonar blústónlist, allt frá Snooks Eaglin og Leadbelly til yngri spámanna allt til dagsins í dag. Beebee and the bluebirds var stofnuð í lok síðasta árs og spila þau fjölbreyttan blús og blússkotna tónlist ásamt frumsömdu efni.

Leadbelly – Black Betty

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fimmtudagskvöldið 23. september verður rafmagnað á Faktorý. Á neðri hæðinni verður Full Moon partý með Dj Tomma White & Sir Dancelot. Á efri hæðinni munu svo Tonik, Ljósvaki og Futuregrapher halda tónleika. Frítt er inn á alla þessa skemmtun og fjörið hefst stundvíslega kl. 22:00 á báðum hæðum.

Futuregrapher – Yellow Smile Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laugardaginn 25. september heldur hljómsveitin Ask the Slave útgáfutónleika á Faktorý til að fagna útgáfu af sinni annari breiðskífu, The Order of Things. Ask the Slave hefur frá fæðingu sinni 2004 fundið sér heimili í íslenskri þungarokkssenu og öðlast þar goðsagnakendan orðstír fyrir frumleika og kraftmikla sviðsframkomu. Hljómsveitin hefur spilað með ógrynni íslenskra og erlendra hljómsveita og verið ómissandi þáttakandi á þugnarokkshátíðinni Eistnaflug í gegnum árin. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessum tónleikum meðal íslenskra rokkhunda. Um upphitun sér hljómsveitin Malneirophrenia og byrja tónleikarnir kl 23.00.

Lára Rúnarsdóttir, Lifun og Klassart á Faktorý

Lára Rúnarsdóttir, Lifun og Klassart ætla að halda tónleika á Faktorý fimmtudagskvöldið 16. september. Efri hæðin opnar kl. 21:00 en tónleikar hefjast stundvíslega kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1000 kr.

Lára Rúnarsdóttir er ung tónlistarkona sem hefur gefið út þrjár plötur. Sú fyrsta kom út árið 2003 hjá útgáfufyrirtækinu Geimsteinn og bar nafnið Standing Still. Árið 2006 kom platan Þögn út undir merkjum Senu. Þriðja plata Láru kom út á síðasta ári hjá Record Records og heitir Surprise. Platan hefur hlotið góða dóma og fjöldi laga af plötunni hafa skorað hátt á íslenskum vinsældarlistum.

Lára – In between

Lifun var stofnuð í byrjun árs 2008 og núna á næstu dögum er von á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar, Fögur fyrirheit. Áður hefur Lifun sent frá sér lögin “Hörku djöfuls fanta ást” og “Fögur fyrirhei”t en núna heyrist lagið “Ein stök ást” á öldum ljósvakans. Nýlega tók Margrét Rúnarsdóttir systir Láru Rúnarsdóttur við kyndlinum sem aðalsöngkona hljómsveitarinnar en þær tvær deila með sér lögunum á plötunni.

Lifun – Ein Stök Ást

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Systkinahljómsveitin Klassart gaf út sína aðra breiðskífu á dögunum, Bréf frá París, og á henni má finna “Gamla grafreitinn” sem er vinsælasta lag landsins um þessar mundir. Flest lögin á plötunni eru eftir Smára Klára gítarleikara sveitarinnar og flestir textar eftir Fríðu Dís söngkonu. Þriðja systkinið er Pálmar sem plokkar bassann. Aðrir textar á plötunni eru til dæmis eftir Braga Valdimar Skúlason og Vigdísi Grímsdóttir. Systkinin hafa loksins komið sér upp tónleikabandi sem þau spila með til að fylgja eftir plötunni.

Klassart – Örlagablús