Skúli mennski og hljómsveitin Grjót á Faktorý

Miðvikudagskvöldið 8. september ætlar Skúli Mennski og hljómsveitin Grjót að halda tónleika ásamt hljómsveitinni Munaðarleysingjarnir á Faktorý.
Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 22:00. 1000 kr. aðgangseyrir

Skúli Mennski sendi frá sér, um miðjan síðasta vetur, sína fyrstu breiðskífu, Skúli mennski og hljómsveitin Grjót, sem hefur að geyma tíu ný íslensk dægurlög um ástina, sorgina og lífið og eitthvað annað í bland. Auk þess að spila lög af plötunni leika Skúli og hljómsveit innlent og erlent efni úr ýmsum áttum t.d. blús, djass og þjóðlagatónlist.

Skúli Mennski – Heilræðavísa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Campbell og Lanegan

Út er komin ný plata með hinni mjúkrödduðu Isobel Campbell og strigabarkanum Mark Lanegan. Platan nefnist Hawk og er sú þriðja frá þessum ólíklega, en magnaða dúett. Isobel öðlaðist fyrst frægð sem selló-isti og bakraddasöngkona Belle & Sebastian, en Mark með gruggbandinu Screaming Trees. Platan er í sama stíl og fyrri plöturnar tvær, undir miklum áhrifum frá skítugri Americana tónlist og gamlakalla-fantasíum Serge Gainsbourg. Nokkrir gestir koma við sögu m.a. James Iha (úr Smashing Pumpkins) og indíkántrýsöngvarinn Willy Mason. Fyrsta myndbandið er strax komið á netið, og er það við lagið You Won’t Let Me Down Again.

Hér er svo eitt annað tóndæmi af plötunni.

Isobel Campbell & Mark Lanegan – Come Undone

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blúskvöld á Faktorý

Hljómsveitirnar Klassart og Stone Stones slá upp í fría blúsveislu á Faktorý fimmtudagskvöldið 12. ágúst. Efri hæðin opnar kl. 21 og byrja tónleikarnir stundvíslega kl. 22. Frítt inn.

Klassart sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu, sem er að fá alveg hreint frábærar viðtökur aðdáenda sveitarinnar. Þess má geta að platan er plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna og lagið “Gamli grafreiturinn” annað vinsælasta lag sömu stöðvar.

Meðfylgjandi er upptaka af flutningi Klassart á lagi eftir Tom Waits með texta eftir Braga Valdimar Skúlason Baggalút.

Folk í Fréttum: Pokey LaFarge and The South City Three

Ef þú fílar gamaldags amerískt folk í anda Woody Guthrie og tónlistina sem þú myndir heyra í glymskröttum suðurríkjanna á fyrri hluta síðustu aldar, þá er um að gera að tjekka á Pokey LaFarge og The South City Three. Pokey tekur nostalgíulúkkið og hljóminn alla leið og hefur þess vegna verið líkt við bæði Bessie Smith og Pee-Wee Herman. Þetta ruggar vonandi einhverjum bátum á þessum einstaklega hýra laugardegi.

Johnny Stronghands – Good People of Mine

Einkunn: 3,5
Útgáfuár: 2010
Útgáfa: Sjálfútgefið

Djammviskubit Johnnys

Eins og þungarokksbandið sem málar sig og klæðir sig í svart og syngur um dauðann, fer Jóhann Páll Hreinsson líka í sérstakan búning þegar hann grípur í gítarinn og breytist í Johnny Stronghands: hann setur á sig hatt, fyllir glasið af viskí og byrjar að syngja um kvennaskort og vín. Textarnir eru uppfullir af blúsklisjum og tónlistin gamaldags deltablús, en guð minn góður hvað hann lifir sig inn músíkina svo það er nánast ómögulegt að hrífast ekki með.

Blúsinn er bundinn ströngu hljómfræðilegu formi og kannski örlítið lúmskara, en þó ekki minna ströngu, textalegu formi. Í svo föstu formi er falið ákveðið öryggi, sem leysir tónlistarmanninn frá því að þurfa að hugsa út fyrir þann ramma. Þetta er að vissu leyti kostur, maður veit að hverju maður gengur, en að sama skapi er það galli, þar sem fátt óvænt eða spennandi gerist.

Það er kannski það fyrsta sem maður tekur eftir við plötu Johnny Stronghands, Good People of Mine, hún ræðst ekki á þig með valdi og þröngvar þér til að hlusta. En ef þú ert tilbúinn til þess að gefa þig henni á vald sjálfviljugur munt þú svo sannarlega fá heilmikið fyrir þinn snúð. Þetta er ekki nauðgun, heldur innilegar ástarlotur.

Hingað til hefur íslenskur blús verið að mestu fastur í tengslum við Jazz eða Rokk. Blúsinn hefur orðið einskonar opinn vettvangur hæfileikra hljóðfæraleikara til þess að sýna fingrafimi og færni innan fasts forms. Svo við höldum áfram með kynlífslíkinguna þá er þeirra blús sjálfsfróun.

En nú er ég kominn út á hálan ís. Ein helsta gryfjan sem listgagnrýnendur eiga til að falla í þegar þeir fjalla um verk listamanna er að þröngva sinni eigin merkingu upp á verkin, horfa ekki á hvað tilgangur og markmið verksins er í sjálfu sér, heldur krefjast þess að það uppfylli þá staðla og mælikvarða sem þeir vilja fá út úr listinni.

Pönk á ekki að hljóma vel og lounge-tónlist á ekki að vera tilfinningarík, það er ekki aðalatriðið. Að sama skapi á sá blús sem Johnny Stronghands spilar hvorki að vera flókinn né frumlegur. En hvernig ætlum við þá að meta plötu sem reynir þetta hvorugt?

Við getum til dæmis athugað hvað tónlistarmaðurinn segir sjálfur og notað það sem mælikvarða.

Jóhann sagði í viðtali við Rás 2 að allir bestu blúslistamennirnir finndu sér sinn eigin einkennisstíl. Ef þú heyrir í Muddy Waters, Skip James eða Blind Willie McTell, þá veistu strax frá fyrstu tónunum hver á í hlut. Það er það sem Johnny er búinn að gera, hann hefur skapað sér sinn eigin letilega sunnudagsstíl, með falsetturödd og naumhyggjulegu gítarspili. Stór plús fyrir það.

Hann hittir sjálfur naglann á höfuðið þegar hann viðurkennir í sama viðtali að tónlistina hans vanti ákveðna greddu sem baðmullarblúsarar suðurríkjanna voru svo uppfullir af. Þá var tónlistin upp á líf og dauða, eina leiðin út úr volæðinu, hinn sanni farvegur tilfinninga, bitrar reiði og vonbrigða, en einnig æstrar gleði og kynferðislegrar orku, sem er bæld og fær aðeins útrás í dulkóðuðum textum og frummannlegum hrópum – ,,you can squeeze my lemon ’til the juice runs down my leg” söng Robert Johnson. Sem betur fer reynir Johnny Stronghands ekki að gera sér upp slíka greddu, greddu sem ungur íslenskur karlmaður getur líklegast ekki fundið, kynferðislega orkan er ekki bæld, og biturðin sem fylgir kynþáttahatri og stéttaskiptingu er ekki til staðar Þó að tónlistin sé þessvegna ekki jafn beitt og blúsaranna forðum, er hún heiðarleg, en í mínum bókum er það líklega besti eiginleiki sem hægt er að eigna tónlist. Lífið er ekki blús, heldur er blúsinn lífið.

Það er erfitt að gera upp á milli laganna enda eru þau öll vel samin og vel spiluð, ekki einni nótu er ofaukið og innlifunin algjör. Svo ég nefni aðeins nokkra af hápunktum plötunnar þá tekst honum m.a. að gera laginu ,,What’s the matter now?”, eftir blúsgoðsögnina Mississippi Fred McDowell, góð skil, það er helst að maður sakni stelpuskrækjanna sem fylla bakgrunninn í upprunalegu útgáfunni. En þetta er ekki endurgerð, heldur endurtúlkun, og hún er full af tilfinningu. Jafnvel þegar Jóhann syngur ,,bring me my pistol honey bring me my shotgun too” og kveður svo elskuna sína í hinsta sinn, þá skín alvaran úr rödd hans. Einmanalegur gítarinn styður við laglínuna og fóturinn heldur taktinn, maður finnur fyrir nærveru Johnnys. Á þessu augnabliki þakka ég fyrir að hann ákvað að vera ekki að fikta við upptökurnar meira, bæta við aukahljóðfærum og óverdöbbum.

,,Got’s to leave” er annar gullmoli en þar treður Johnny flöskuhálsi á fingur sér og ,,slædar” upp og niður gítarinn með góðum árangri. Ég er nokkuð viss um að ég hafi heyrt afbrigði af melódíunni í einhverju popplagi, en það dregur ekki úr gæðum lagsins (er það ekki líka bara saga þjóðlagatónlistarinnar í hnotskurn?).

,,Nine Girl Night” er stuðslagari plötunnar, skemmtileg hrakfallasaga kvennabósa með kröftugu gítarsólói.

Plötunni lýkur svo með hinu ljúfsára, ,,Lay It All On Me” sem er sungið frá sjónarhóli einnar af hetjum hversdagsins.

Good People of Mine verður seint talin frumleg, en hún er persónuleg og falleg. Johnny þekkir blúshefðina út ystu æsar og þess vegna gengur þetta upp hjá honum, hann lifir og andar blúsnum. Þó að sögurnar séu kannski ekki sannar, meinar Johnny hvert orð; hver nóta kemur frá dýpstu rótum hjarta hans. Hann sannar hér að þrátt fyrir að formið sé gamalt er ennþá hægt að tjá sig heiðarlega í gegnum það.

Johnny Stronghands – Ain’t it hard?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Johnny Stronghands – Nine Girl Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Janis Joplin Tribute með Bryndísi Ásmundsdóttir og hljómsveit

Söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir mun ásamt hljómsveit flytja lög eftir Janis Joplin á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík, föstudags og laugardagskvöldin næstkomandi. Á laugardagskvöldinu mun svo sjálf rokkamma Íslands, Andrea Jónsdóttir, sjá um að þeyta skífum bæði fyrir og eftir tónleika en hún er einnig mikill aðdáandi Joplin, þannig að búast má við mikilli tónlistarveislu um helgina.

Bryndís túlkaði rödd Janis í rokksöngleik í Íslensku Óperunni sem að byggður var á ævi Janis Joplin, og þótti flutningur hennar einstaklega góður. Hún hefur svo fylgt því eftir reglulega með Janis Joplin Tribute tónleikum við miklar vinsældir.

Í hljómsveit með Bryndísi eru svo Ingi Björn Ingason á bassa, Kristinn Snær Agnarsson á trommum, Egill Antonsson á hljómborð, Ragnar Örn Emilsson og Kjartan Baldursson á gítar. Tónleikar hefjast upp úr miðnætti bæði kvöld og kostar litlar 1200 kr inn.

Janis Joplin – Kozmic Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Janis Joplin – Mercedes Benz

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ET Tumason í Póllandi

ET Tumason birtist um daginn í viðtali og flutti lag fyrir pólsku útgáfuna af netþáttaröðinni BalconyTV. Sá sem viðtalið tekur setur ný viðmið í vandræðaleika og froðusnakki, en lagið, “The Fly”, er hins vegar magnað. Hljómurinn er greinilega að þróast hjá ET sem hingað til hefur verið þekktur fyrir að flytja skítugan delta-blús með nóg af slædi og headslammi. Hvort að ný plata sé á leiðinni veit ég ekki. Það síðasta sem ég heyrði var að í maí 2008 fór ET í stúdíó í Berlín og tók upp helling af lögum undir styrkri upptökustjórn Antons Newcombe úr The Brian Jonestown Massacre. Vonandi fáum við að heyra útkomuna sem fyrst.

Bluesveisla á Sódómu Reykjavík

Fimmtudaginn 6. maí gefst einstakt tækifæri fyrir tónlistaráhugafólk að sjá og heyra í bluessveitinni BluesAkademiunni.  Sveitin hefur getið sér einkar gott orð fyrir frumlegan og kraftmikinn flutning á þekktum og óþekktum standördum auk flutnings á eigin efni.

BluesAkademiuna skipa Sigurður Sigurðarson munnhörpuleikari og söngvari, Tryggvi Hübner gítar, Pjetur Stefánsson gítar og söngur, Jón Borgar Loftsson trommur, Páll Elfar Pálsson bassi. Sérstakur gestur akademíunnar þetta kvöld verður Jens Hansson hljómborðs og saxafónleikari.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Úr pósthólfinu

Þá er komið að því að kíkja í pósthólfið og sjá hvað Rjómanum hefur borist vænlegt tónlistarkyns. Ætti án ef að vera kræsilegt enda af nógu að taka.

Kensington – Safe
Hollenskt áferðafagurt indie rokk. Lagið er af EP plötunni Youth sem kom út fyrir nokkru. Væntanleg er breiðskífa með sveitinni með haustinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Mary Onettes – The Night Before The Funeral
Nýjsta smáskífa þessarar ágætu draumpoppsveitar frá Jönköping.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

NEDRY – A42
Áhugaverður elektrópopp/dubstep bræðingur frá þessu breska tríói.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

My Education – Oars
Instrumental geim rokk frá Texas. Minnir á Explosions in The Sky.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The New Loud – Heaven
Ágætis rafpopp frá þessir Millwaukee-sveit. Er af EP plötunni Can’t Stop Not Knowing.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Holly Golightly & The Brokeoffs – Forget It
Einstaklega töff, blúsað og stílfært kántrý sem myndi án efa sóma sér vel í mynd eftir Quentin Tarantino.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Gary – Eyes In The Taproom
Texas-sveit sem spilar frekar beinskeitt verkamanna indie rokk.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Johnny Stronghands gefur út sína fyrstu breiðskífu

Fréttatilkynning

Þann 12. apríl n.k. kemur út fyrsta breiðskífa deltablúsarans Johnny Stronghands og ber hún heitið Good People Of Mine.

Platan inniheldur 12 lög og voru þau valin úr hópi 19 laga sem tekin voru upp á einni nóttu í Stúdíó Sýrlandi s.l. haust.

Johnny Stronghands fetar með tónlist sinni í fótspor gömlu delta blúsaranna og þeirrar tónlistarhefðar sem upprunin er í og við Clarksdale í Missisippi á þriðja áratug síðustu aldar. Á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því Johnny Stronghands hóf að koma fram á tónleikum, hefur hann spilað á rúmlega 50 slíkum, bæði hérlendis og utan landhelgi. Johnny Stronghands er hliðarsjálf hins 22 ára vesturbæings Jóhanns Páls Hreinssonar.

Good People Of Mine er dreift af Kimi Records og verður hún fáanleg í öllum helstu plötuverslunum frá og með útgáfudegi.

Útgáfutónleikar Good People Of Mine

Útgáfutónleikar fyrir frumburð Johnny Stronghands fara fram á Café Rósenberg við Klapparstíg, fimmtudaginn 15. apríl n.k. Húsið opnar kl 20:00 og hefjast tónleikarnir kl 21:00. Upphitun verður í höndum Snorra Helgasonar, en plata hans I’m Gonna Put My Name On Your Door kom út síðasta haust hjá Borginni plötuútgáfu, einnig koma fram, Myrra Rós, Elín Ey og Halla Norðfjörð, sem koma fram saman. Miðaverð er 1000ISK.

Good People of Mine verður fáanleg á sérstöku útgáfutilboðsverði á tónleikunum, fyrir litlar 1000ISK.

Johnny Stronghands – Johnny’s Wimmen

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blúshátíð í Reykjavík 2010

Blúshátíð í Reykjavík 2010 verður haldin 27. mars – 1. apríl. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða Super Chikan and the Fighting Cocks, sem koma sjóðheit frá Mississippi; stórstjarnan Billy Branch frá Chicago og blúsdívan Deitra Farr.  Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, og fjórar dívur syngja í Fríkirkjunni á pálmasunnudag, 28. mars.

Sunnudag 28. mars kl. 20 – Fríkirkjan í Reykjavík
Fjórar dívur:  Deitra Farr, Kristjana Stefáns, Ragnheiður Gröndal og Brynhildur Björnsdóttir.

Þriðjudag 30. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Deitra Farr, þessi stórkostlega blússöngkona frá Chicago tryllir gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Deitra er ekta blússöngkona og syngur blús eins og hann gerist bestur. Á tónleikunum kemur einnig fram Nordic All Stars Blues Band með nýrri áhöfn skipaðri úrvali norrænna blúsmanna.

Miðvikudag 31. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Billy Branch, goðsögn úr Chicago blúsnum; fyrrum munnhörpuleikari Willie Dixon og Chicago Blues  All Stars kemur í fyrsta skipti fram á Blúshátíð í Reykjavík.  Billy Branch er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims í dag, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi. Á tónleikunum kemur einnig fram íslenska stórsöngkonan Ragnheiður Gröndal og syngur blús.

Fimmtudag 1. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Super Chikan and the Fighting Cocks, koma beina leið frá Mississippi og eru líkleg til að gera allt vitlaust.  Þeir sem hafa upplifað tónleika þeirra eiga ekki orð af hrifningu. Super Chikan, er tilnefndur til fernra blúsverðlauna í ár. Hann er einstakur og litríkur tónlistarmaður og tónleikar hans eru mögnuð upplifun. The Fighting Cocks skipa þrjár frábærar blúskonur, LaLa Craigdelong, Heather Tackett og Jamiesa Turner.

Blúsmiðinn
Handhafi Blúsmiðans hefur aðgang að öllum þrennum tónleikunum á Hilton Reykjavik Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

Miðasala á Miði.is

ATH: Miðasala fer einnig fram við inngang alla daga hátíðarinnar.