Nýtt lag frá MMJ

Nú styttist óðfluga í Circuital, sjöttu breiðskífu suðurríkjarokkaranna í My Morning Jacket. Platan kemur út þann síðasta maí-dag á vegum ATO-útgáfunnar, og að öllum líkindum Rough Trade í Evrópu. Rétt í þessu var bandið að senda út dánlód-kóða á fyrst singúl plötunnar, en það er titillagið Circuital. Þetta auga hér að ofan er svo koverið á plötunni.

Við fyrstu hlustun er ljóst að bandið er farið að leit svolítið aftur í ræturnar, í átt að fyrri verkum sínum. Hér er á ferðinni köntrískotið rokk, svolítið 70’s þematískt. Sönglínum Jim James er svo drekkt í reverb-i, en lítið hefur farið fyrir slíku á síðustu tveimur skífum bandsins. Herlegheitin eru svo skreytt með strengjum. Ekki dónalegt það! Eflaust munu margir aðdáendur bandsins gleðjast yfir þessari þróun, því á síðustu plötu, Evil Urges, var bandið vægast sagt í ruglinu.

My Morning Jacket – Circuital

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný plata frá Southeast Engine

Indí-fólkrokkararnir frá Ohio í Southeast Engine áttu einn óvæntasta glaðning ársins 2009, plötuna From the Forest to the Sea. Ég reyndi að koma lesendum Rjómans á bragðið það sama ár með þessari færslur – en veit svosem ekki hvernig það tókst.

En nóg um það. Í dag leit sjötta breiðskífa kvarettsins dagsins ljós, Canary. Líka og áður sækir bandið stíft í arf “Appalachian” þjóðlagatónlistar en engu síður er gúmmelaðið framreitt í vel indískotnum búningi. Canary er víst ‘concept-plata’ í einhverjum skilningi – ég veit ekki með ykkur, en oft er það hálfgert “törn-öff” fyrir mig. Canary fjallar sumsé um fátæka fjölskyldu í Ohio á tímum kreppunar miklu. Ef við lítum hinsvegar framhjá því, þá er hér á ferðinni stórgott fólkrokk sem vel er þess virði að kynna sér svolítið betur.

Southeast Engine – New Growth (af Canary)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Southeast Engine – The Quest for Noah’s Ark (af From the Forest to the Sea)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Timber Timbre

Kandamaðurinn Taylor Kirk og vinir, í myrkraverka-fólkbandinu Timber Timbre senda frá sér nýja plötu þann 5.apríl næstkomandi í samvinnu við Arts & Crafts útgáfuna í Toronto. Platan nefnist Creep On Creepin’ On. Þeir sem fíluðu síðustu plötu, sem var samnefnd sveitinni, munu eflaust rífa þessa gotnesku þjóðlagasnilld í sig af mikilli græðgi. Hljómurinn á Creep er jafnvel enn myrkari heldur á fyrri plötum: meira drungalegt reverb, meiri tregafullur rennigítar og meira einmanalegt píanóspil. Þetta dót fær hiklaus meðmæli frá Rjómanum.

Timber Timbre – Black Water

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Timber Timbre – Woman

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Seedy Seeds

Það kemur alltaf reglulega fyrir að maður heyrir á flakki sínu um króka og kima Alnetsins hljóma fagra sem falla fullkomlega, eins og þeyttur rjómi við súkkulaðið hennar ömmu, að hlustum manns. Í þetta skiptið koma umræddir hljómar frá Cincinatti hljómsveitinni The Seedy Seeds en hún spilar, að eigin sögn, svokallað süperfolkelectroindiepop. Fyrir mér hljómar sveitin þó eins og bræðingur af Mates of State, Andrew Bird og  The Rentals með dágóðum “dass” af rafskotnu rauðhálsaköntrý (ef það útskýrir þá eitthvað).

Heyrn er þó sögu ríkari og læt ég því stórskemmtilega plötu sveitarinnar, Verb Noun, sem koma á út næstkomandi þriðjudag, fylgja með hér að neðan. Mæli sérstakelga með titillaginu!

Robin Pecknold færir okkur gjafir

Robin Pecknold, söngvari hljómsveitarinnar Fleet Foxes, er rétt eins og My Morning Jacket í gjafmildu skapi þessa dagana. Á Feisbúkkar-síðu sveitarinnar deildi Robin hlekk á þrjú ný lög sem hann tók nýverið upp í Los Angeles ásamt félaga sínum Noah og Ed Droste úr Grizzly Bear. Lögin eru samtals þrjú, þar af tvö frumsamin en það þriðja er ábreiða. Hérna getið sótt herlegheitin ykkur að kostnaðarlausu og hér að neðan má heyra dúett þeirra Pecknold og Droste. Ekki amalegt það!

Robin Pecknold (feat. Ed Droste) – I’m Losing Myself.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt og gamalt frá My Morning Jacket

Köntrírokkarnir frá Kentucky, My Morning Jacket, tilkynntu útgáfu þeirra sjöttu breiðskífu nýverið. Circuital, eins og platan mun nefnast, lendir í hillum verslanna í snemma í vor. Jibbí! Þar til platan lítur dagsins ljós ætlar sveitin að létta aðdáendum biðina með vikulegu fríkeypis góðgæti. Um er að ræða hljómleikaupptökur með sveitinni sem hægt verður að sækja á heimasíðu MMJ. Þetta mun standa í fimm vikur eða til 12. apríl þegar fyrsta smáskífan af plötunni kemur út.

Hér að neðan má heyra fyrsta lagið í seríunni; “Butch Cassidy” sem upprunalega kom út á Tennessee Fire, fyrstu plötu þeirra félaga. Ætla má að næsta lag tilheyri At Dawn, það þriðja It Still Moves, og svo framveigis.

My Morning Jacket – Butch Cassidy (Live at Terminal 5)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 3. desember

Í þriðja þætti af Jóladagatali Rjómans má heyra tvö indíbönd sem eiga fátt annað sameiginlegt en að koma frá vesturstönd Bandaríkjanna og hafa útbúið huggulega ábreiðu af gömlu jólalagi.

Það er nú alveg viðeigandi að The Decemberists eigi eins og eitt desemberlag. Fyrir einhverjum fimm árum eða svo tók bandið sig til og lék gamla John Denver slagarann “Please, Daddy (Don’t Get Drunk On Christmas)”. Vissulega svolítið kostulegt val – en útkoman engu að síður krassandi. Lagið birtist á EP-plötunni Connect Sets sem gefin var út rafrænt.

The Decemberists – Please, Daddy (Don’t Get Drunk On Christmas)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vælurokkararnir í Death Cab for Cutie fetuðu í fótspor fjölmargra listamanna og þöktu lag Phil Spectors “Christmas (Baby Please Come Home). Lagið birtist á plötunni Maybe This Christmas Tree en þar slógu fleiri indíbönd í púkk, s.s. Polyphonic Spree og The Raveonettes. Þið kannist nú eflaust við lagið en Death Cab tekst bara býsna vel að gera það að sínu. Eigum við ekki bara að hlusta?

Death Cab for Cutie – Christmas (Baby Please Come Home)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 2. desember

Það eru öðlinganir úr suðrinu, My Morning Jacket, sem leika fyrir okkur jólalög í dag. Árið 2000 gaf sveitin út jóla-EP sem nefndist My Morning Jacket Does Xmas Fiasco Style. Platan innihélt fimm lög, m.a. “X-mas Curtain” sem síðar kom út á annarri breiðskífu bandsins, At Dawn. Á plötunni voru þrjú frumsamin lög ásamt ábreiðum af lögum Nick Cave og Elvis Presley. Hér fyrir neðan má heyra brot af herlegheitunum.

Auk þess rakst ég einhverntíman á upptöku af Jim James, forsprakka sveitarinnar, að leika “O, Holy Night”. Ég hef raunar ekki hugmynd um hvaðan upptakan kemur en það breytir litlu: lagið er vel áheyrilegt í meðferð Jims og smellur fullkomlega við tæra rödd söngvarans.

My Morning Jacket – X-Mas Curtain.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

My Morning Jacket – Santa Claus is Back in Town (Elvis Presley).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jim James – O, Holy Night.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Göngutúr með Iron & Wine

Fólkrokkarinn fúlskeggjaði Samuel Beam, betur þekktur sem Iron & Wine, hefur loksins sent frá sér hljóðdæmi af sinni langþráðu fjórðu breiðskífu. Lagið nefnist “Walking Far From Home” og mun vera opnunarlag plötunnar. Platan sjálf er nefnd Kiss Each Other Clean og er væntanleg í lok janúar á næsta ári á vegum Warner útgáfunnar (en fyrstu þrjár breiðskífur Iron & Wine komu út hjá hinu goðsagnakennda Sub Pop). Beam lýsir plötunni sem poppaðri og útvarpsvænni og verður virkilega spennandi að heyra hvernig kappanum lukkast með þá formúlu sína.

Iron & Wine – Walking Far From Home.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Útgáfutónleikar Kalla í Fríkirkjunni

Tónlistarmaðurinn Kalli (Karl Henry í Tenderfoot) hefur nýlokið við upptökur á sinni annarri sólóplötu. Upptökur fóru fram í Nashville, Tennessee í Bandaríkjunum en á plötunni nýtur Kalli liðsinnis reyndra tónlistarmanna frá Nashville.

Þar ber helst að nefna bassaleikarann Bob Moore sem er klárlega einn af þekktustu bassaleikurum allra tíma og á hann um eða yfir 17.000 hljóðritunar „session“ að baki með aragrúa heimsþekktra tónlistarmanna. Bob Moore er sennilega þekktastur fyrir að hafa verið bassaleikari hjá Elvis Prestley í 11 ár. Ásamt því að hafa spilað inn á plötur með Elvis hefur hann leikið með tónlistarmönnum á borð við Jerry Lee Lewis, Bob Dylan, Reba McEntire, Kenny Rogers, Johnny Cash, Roy Orbison, Dolly Parton, Quincy Jones, Simon & Garfunkel og Patsy Cline svo fáir séu nefndir. Bob var valinn besti bassaleikari í heimi af Life Magazine og var tekin inn í frægðarhöll tónlistarmanna árið 2007.

Á plötunni leika einnig með Kalla pedal steel gítarleikarinn Lloyd Green sem hefur spilað með mönnum eins og J.J. Cale og Paul McCartney, Jeff Taylor sem er m.a. harmonikkuleikari Elvis Costello og trommarinn J.D. Blair sem er sennilega þekktastur fyrir trommuleik sinn með Shania Twain.

Kalli mun halda útgáfutónleika, ásamt hljómsveit, í Fríkirkjunni á föstudaginn, 26. nóvember. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur við dyrnar en 1.500 krónur í forsölu á Miði.is.

Nýtt frá Dad Rocks!

Á gogoyoko er nýlent 7″ split með Dad Rocks! og amerísku sveitinni Heister. Dad Rocks! er, eins og lesendur Rjómans eflaust vita, aukasjálf Snævars Njáls Albertssonar en hann gerir út frá Árhúsum í Danmörku. Dad Rocks! á opnunarlag plötunnar og heitir það “Take Care”.

Snævar hefur undanfarið verið upptekinn við að túra um Bretland og víðsvegar um danmörku og mun m.a. hita upp fyrir Field Music á afmælisdaginn þann 15. næstkomandi.

Nýtt íslenskt á gogoyoko

Kalli – Last Train Home
Kalli, sem flestir þekkja sem söngvara Tenderfoot, gaf þann 1. september síðastliðinn út sólóplötuna Last Train Home á vegum Smekkleysu. Hér er á ferð einstaklega ljúft, fágað og áheyrilegt kántrý.

Ensími – Gæludýr
Þessi fornfræga rokksveit er vöknuð af átta ára útgáfudvala og gefur í dag út þennan merkigrip. Skylduhlust!

Ólöf Arnalds – Innundir Skinni
Frábær plata frá Ólöfu sem á allt gott skilið enda er hún án efa einn af okkar fremstu lagasmiðum.

amiina – Puzzle
Stúlknasveitin er orðin að kvintett og hljómar fyrir vikið heilsteyptari og þéttari. Mjög góð plata!

Gus Gus – 15 ára
Safnplata frá þessum höfðingjum sem spannar feril þeirra síðustu fimmtán árin.

Orphic Oxtra – Orphic Oxtra
Eldhress og ölvuð balkan- og klezmer gleði frá einni efnilegustu sveit landsins.

Nýtt efni frá The Decemberists

Fólk-rokkaranir knáu í The Decemberists stefna að útgáfu nýrrar breiðskífu í byrjun næsta árs. Platan, sem nefnist The King is Dead, mun vera sú sjötta í röðinni en síðasta plata bandsins, The Hazards of Love, kom út í fyrra. Fyrsta smáskífan af albúminu leit dagsins ljós í byrjun nóvember og var lagið skírt “Down by the Water”. Þar fær hljómsveitin bluegrass söngkonuna Gillian Welch til liðs við sig, en hún hefur áður unnið með músíköntum á borð við Alison Krauss, Ryan Adams og Mark Knopfler. Við skulum rétt vona að þessi nýja plata þeirra verði svolítið feitari en sú síðasta!

The Decemberists – Down by the Water

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lay Low ásamt hljómsveit og gestum á Faktorý

Það er ekki á hverjum degi sem jafn ljúf og góð tónleikadagskrá sést hér á landi. Næsta fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikar á Faktorý með Lay Low, Rökkurró og Of Monsters And Men. Efri hæðin opnar kl. 21:00 en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1000 kr sléttar.

Engin forsala, miðasala í hurð, mætið tímanlega!

Lay Low – By and By

Laura Marling

Á leið sinni um Bandaríkin í sumar stoppaði hin tvítuga Laura Marling við í hljóðveri Jack White í Nashville. Í einni töku hljóðrituðu þau tvö lög sem eru hluti af svokallaðri Blue Series frá Third Man Records. Lögin sem Marling spilaði á meðan White fiktaði í tökkunum voru “Blues Run the Game” eftir Jackson C. Frank og “The Needle and the Damage Done” eftir sjálfan Neil Young. Hið síðarnefnda var hennar fyrsta ábreiða en pabbi hennar kenndi henni lagið. Þau koma út 9. nóvember á 7” vínyl plötu og verður áhugavert að heyra útkomuna. Á meðan má hlusta á Marling flytja “The Needle and the Damage Done” og einnig upprunalegu útgáfuna af “Blues Run the Game” frá 1965.

Alla seríuna má svo skoða og versla hér http://store.thirdmanrecords.com/blueseries.aspx

Laura Marling – The Needle and the Damage Done

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jackson C. Frank – Blues Run The Game

Karen Elson

Það byrja sjálfsagt allar tónlistargreinar um Karen Elson á þeirri staðreynd að hún er gift Jack White enda erfitt að líta framhjá því. Þau kynntust við tökur á myndbandi við “Blue Orchid”, lag The White Stripes. Hún á að baki langan og mjög farsælan feril sem fyrirsæta og hafði lítt spreytt sig í tónlist þar til nú. Hvött áfram af eiginmanni sínum, gaf hún út sína fyrstu plötu á árinu. Hann gerði þó meira en að hvetja hana því hann stjórnaði upptökum, spilaði á trommur og gaf hana út undir merkjum Third Man Records.

Það hafa margar fyrirsæturnar mistigið sig og dottið á andlitið á tónlistarbrautinni – ég kýs þó að líta á björtu hliðarnar og nefni Nico og Cörlu Bruni sem dæmi um fyrirsætur sem hafa átt velgengi að fagna í tónlistinni. Það er þó alger óþarfi að draga fram einhvern fyrirsætuferil þegar talað er um Karen Elson því tónlistin talar alveg fyrir sig sjálf en þáttur Jack White er þó greinanlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið – besta útskýringin á því felst í að hlusta á lögin sem hér fylgja. Þau eru nokkuð keimlík, annars vegar er hérna “The Ghost Who Walks” sem er rótsvöl drápsballaða sem textalega minnir á hinn magnaða dúett Nick Cave og Kylie Minogue og hins vegar er það “The Truth is in the Dirt”. Rótsvalt

Karen Elson – The Ghost Who WalksKaren Elson – The Truth is in the Dirt

Anaїs Mitchell – Hadestown

Einkunn: 4,5
Útgáfuár: 2010
Útgáfa: Righteous Babe

Fyrr á árinu kom út platan Hadestown með Anaїs Mitchell og er þetta hennar fjórða stóra plata. Hér er þó engin venjuleg plata á ferðinni. Fyrir það fyrsta er hún kynnt sem folk opera og er afrakstur margra ára vinnu Mitchell og félaga hennar, jafnt á sviði sem og í hljóðveri. Efni plötunnar byggir á grísku goðsögunni um Orfeus og Evridísi en á sér stað í Ameríku á tímum mikillar kreppu. Mitchell sjálf tekur sér hlutverk Evridísar en með hlutverk Orfeusar fer Justin Vernon, betur þekktur sem Bon Iver. Önnur helstu hlutverk eru í höndum Greg Brown sem Hades, sem í upprunalegu útgáfunni er guð undirheima og dauða, Ani DiFranco sem Persefóna, kona Hadesar og Ben Knox Miller úr the Low Anthem sem sendiboðinn Hermes.

Í sem stystu máli gerist sagan í heimi fátæktar og Evridís efast um hvort Orfeus geti fætt hana og klætt. Orfeus er draumóramaður og hefur engar slíkar áhyggjur enda muni fagur söngur hans framfleyta þeim. Evridís er forvitin um hinn dimma Hadestown hvar nóg er af auðæfum og Hades ræður ríkjum. Hades tælir Evridísi en Orfeus er ákveðinn í að endurheimta ástina sína. Hann syngur harmkvæði sín um Evridísi og nær til Persefónu sem biðlar til Hadesar um að leyfa Orfeusi að fara burt með Evridísi. Hades samþykkir með semingi en leggur gildru fyrir Orfeus; hann þurfi að ganga á undan Evridísi og megi ekki líta tilbaka fyrr en þau bæði séu komin útúr Hadestown, annars verður hún honum töpuð að eilífu…

Platan er bræðingur svo ólíkra tilfinninga, tónlistarstefna, persóna, söngstíla og radda að það er mesta furða að þetta gangi upp en staðreyndin er sú að þetta meira en gengur upp. Þrátt fyrir að lögin standi flest vel ein og sér þá er summa heildarinnar klárlega meiri en summa hlutanna og þessi marglaga plata verðlaunar ríkulega sé henni gefinn gaumur. Þó að textarnir séu hluti af stærri sögu er snert á ýmsum þemum. Þar má nefna þverrandi siðgæði á harðindatímum og hvernig samfélög sem girða sig frá nágrönnum sínum. Það er vert að gefa sér tíma í að lesa textana því þeir eru einstaklega ljóðrænir og hjálpa auðvitað til við að njóta sögunnar til fullnustu.

Lögin á plötunni eiga kannski ekki eftir að toppa neina vinsældarlista en platan sjálf á heima meðal þeirra efstu á árslistum 2010. Ekki bíða eftir árslistunum – hlustaðu á plötuna strax.

Anais Mitchell – Flowers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Anais Mitchell – Wait

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.