Kalli hitar upp fyrir The Swell Season á Nasa.

Tónlistarmaðurinn Kalli ( Karl Henry úr Tenderfoot ) fær það verðuga verkefni að hita upp fyrir Óskarsverðlaunahafana í The Swell Season á Nasa fimmtudagskvöldið 28. október n.k.

Kalli hefur nýlokið upptökum á sinni annari sólóplötu Last Train Home og fóru upptökur fram í Nashville þar sem Kalli naut liðsinnis reyndra tónlistarmanna úr þessari höfuðborg sveitatónlistarinnar. Platan kemur út á vegum Smekkleysu mánudaginn 25. október n.k. og eflaust kannast margir við fyrsta útvarpslagið af plötunni “Nothing At All” sem hefur verið í töluverðri spilun á öldum ljósvakans undanfarið ásamt titillagi plötunnar “Last Train Home”.

The Swell Season er skipuð írska tónlistarmanninum Glen Hansard og tékknesku tónlistarkonunni Marketu Irglovu. Glen er meðal annars þekktur sem forsprakki írsku sveitarinnar The Frames og fyrir að hafa leikið í myndinni ‘The Commitments’ á unga aldri. Glen hefur einu sinni komið til Íslands áður er hann kom fram á ‘Iceland Inspires’ tónleikunum í Hljómskálagarði í sumar.

Meðfylgjandi eru tvö lög af væntanlegri plötu Kalla auk opnunarlags plötu Swell Season, Strickt Joy.

Kalli – Shine on me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kalli – This is goodbye

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Swell Season – Low Rising

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Denim: Viðtal

Liðsmenn Texas sveitarinnar White Denim, þeir James Petrelli, Steve Terebecki og Josh Block hafa spilað saman síðan árið 2006 og gefið út fjórar plötur, þar af tvær sjálfútgefnar og tvær undir formerkjum Full Time Hobby hljómplötuútgáfunnar (Timber Timbre, School of Seven Bells, Tunng o.fl.) Nýlega bættist svo við nýr meðlimur við hljómsveitina, gítarleikarinn Austin Jenkins og bandið því nú þéttara en nokkru sinni fyrr eins og heyra má á nýjustu plötu sveitarinnar Last Days of Summer.

Tónlist White Denim einkennist af mikill hljóðfæragleði og sveiflukenndum lagasmíðum með óhefðbundna nálgun á póst-bílskúrs rokkið/pönkið, nema í stað bílskúrs þá halda þeir félagar aðallega til í húsvagni trommarans og blúsa þar saman. Þessi fjögur ár sem hljómsveitin hefur starfað saman hafa lagasmíðarnar þróast og þroskast en þrátt fyrir að hafa fullorðnast þá hefur rokkið haldist hrátt og málmkennt og sem betur fer hafa meðlimir White Denim ekki gleymt húmornum, sem skín ávallt í gegn og sést það kannski best í tónlistarmyndböndum þeirra.

White Denim – Shake Shake Shake

Nýja platan frá þessu stórskemmtilega bandi samanstendur af lögum sem hljómsveitin samdi og tók upp síðastliðið sumar, en platan inniheldur efni sem hefur verið í vinnslu seinustu árin milli stærri verkefna. Platan er stútfull af skemmtilegum lögum og ekki frá því að rómatíkin svífi þar yfir vötnum í blúskenndum sumarfíling. Platan kallast sem áður segir Last Days of Summer og kom út 23. september síðastliðinn. Hægt er að hala henni niður í heild sinni frítt á heimasíðu hljómsveitarinnar (hér).

Liðsmenn White Denim eru óhræddir við að spila undir áhrifum uppruna síns og það er ekki frá því að maður sólbrenni á eyrunum við hlustun á afslappað sandrokk þeirra. Ekki verra þegar kólna fer hér á norðurslóðum.

Champ

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shy Billy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Josh Block trommari sveitarinnar gerðist svo almennilegur að svara nokkrum spurningum greinarhöfundar:

Frá vinstri: James Petrelli,Steve Terebecki og Josh Block

EFK: Nýja platan ykkar er ansi blíð við hlustun. Eruð þið félagar í rómantískum fíling um þessar mundir?

JB: Alltaf, og takk fyrir það.

EFK: Hversu mikið hefur umhverfi ykkar og uppruni áhrif á tónlist ykkar?

JB: Ég er farinn að halda að það sé farið að hafa meiri áhrif en það gerði í fyrstu. Ég held ekki að við séum að festa okkur í einhvern Texas (eða Austin) hljóm, en ég finn vissulega fyrir tengingu við umhverfi mitt. Það þarf að líða lengri tími þangað til að ég get svarað þessari spurningu almennilege, það verður auðveldara eftir tíu plötur eða svo.

EFK: Semjið þið lögin hver í sínu horni eða er þetta samvinna hjá ykkur?

JB: Það fer allt eftir því hvernig lögin koma til. Ég hef komið með nokkur lög til strákanna þar sem textinn er kannski ókláraður og þegar kom að því að þróa melódíuna þá settumst við niður og kláruðum lagið saman. James (Petralli) kemur oft með tilbúið demó sem vantar aðeins okkar framlag, þ.e. trommur og bassa. Allt getur þetta haft áhrif á uppbyggingu lagsins og sjálfa laglínuna. Það er því mjög breytilegt hvernig við högum lagasmíðunum.Við reynum að vinna úr öllum hugmyndum sem við fáum þannig að sjóndeildarhringur okkar sé sem víðastur. Og núna eftir að við bættum við öðrum hljómsveitarmeðlimi á ég von á enn meiri víðsýni hjá okkur.

EFK: Hvernig kom það til að þið ákváðuð að bæta nýjum manni við eftir öll þessi ár?

JB: Fyrst og fremst þá er (Austin Jenkins) fyrsta flokks gítarleikari og í öll þau skipti sem við höfum fengið tækifæri til að spila með honum áður þá hefur það verið frábært. Þetta var því auðveld ákvörðun og í rauninn bara spurning um tíma. Við erum líka með mikið af nýju efni sem hentar vel fyrir kvartett, og því var rökrétt að fá Austin inn sem fjórða mann. Svo er hann er líka bara ofursvalur gaur, sem er augljóslega plús.

EFK: Hvaða eiginleika þarf góður trommari að hafa og er eitthvað sem trommarar þurfa að forðast eins og heitan eldinn?

JB: Ég held að góður trommari þurfi að búa yfir sömu eiginleikum og aðrir tónlistarmenn, þ.e. einbeitingu og góðu vinnusiðferði. Svo er ágætt að hafa gott minni. Ef maður einbeitir sér og leggur hart að sér, þá kemur allt hitt með tímanum. Ég vona að þetta hafi ekki hljómað of væmið. Annars er mjög mikilvægt að missa aldrei tilfinninguna fyrir því sem maður er að gera hverju sinni og forðast löngunina að nota hvern einasta flotta taktbút sem maður finnur upp á og bæta honum inn hvenær sem færi gefst,  þótt manni finnist hann svalari en allt annað. Ég er sífellt að reyna að þroska eyrun svo að ég falli ekki í þá gryfju.

EFK: White Denim spilaði á Iceland Airwaves árið 2008? Veitti rokkeyjan Ísland ykkur innblástur?

JB: Við stoppuðum svo stutt og ég er ennþá að melta ferðina. Það gæti þó orðið. Ég útiloka ekkert.

EFK: Af því sem þú sást, hvað fannst þér um íslensku tónlistarsenuna?

JB: Við lékum með íslensku bandi sem var vægast sagt stórkostlegt (Retro Stefson). Tónleikar þeirra minntu mig  á táningsútgáfu af hljómsveit Jorge Ben. Þeir voru frábærir! Ef hátíðin gefur einhverja mynd af því hvernig tónlist er “neytt” á Íslandi, þá var ég mjög hrifinn. Ísland virðist vera með það á hreinu hvernig eigi að hvetja til listrænnar tjáningar.

EFK: Ef þú gætir spáð fyrir White Denim fyrir árið 2011, hvað myndi sú spá segja?

JB: “Tvær plötur í viðbót, frábær tónleikaferðalög á fallega staði og fullt af reynslu sem sameinar okkur sem tólistarmenn og sem vini.”

Takk fyrir það Josh Block.

Málmurinn sem White Denim er gerður úr er orðinn glóandi heitur eftir öll þessi ár og nú fer eitthvað stórt að gerast fyrir þessa pilta. Greinarhöfundur finnur það á sér.

Sitting (af plötunni Workout Holiday)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

My bubba & Mi

My bubba & Mi er sænskt-danskt-íslenskt stúlknatríó sem spilar nostalgíska popptónlist með kántrí, djass- og blúskeim. Sveitina skipa þær Guðbjörg Tómasdóttir, Íslandi  (söngur, gítar, banjó), My Larsdotter, Svíþjóð (söngur, gítar, borðharpa) og Ida Hvid, Danmörk (kontrabassi).

Stúlkurnar munu halda sína fyrstu tónleika hérlendis á komandi Iceland Airwaves hátíð, en tríóið hefur verið mjög virkt á meginlandi Evrópu og spilaði nú síðast á hollensku tónlistarhátíðinni Into the Great Wide Open, auk þess sem sveitin kom fram á Copenhagen Blues Festival í lok september.

Fyrsta hljóðversplata My bubba & Mi heitir How it’s Done in Italy. Platan, sem var tekin upp í Ghedi á Ítalíu,  kom út í mars á þessu ári í Evrópu og verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í byrjun komandi árs. Verður hún fáanleg í Smekkleysubúðinni, Laugarvegi frá og með n.k. mánudegi.

Tónleikar My bubba & Mi á íslandi verða í Iðnó föstudaginn (Iceland Airwaves) 15. október, kl 19:10, Norræna húsinu laugardaginn (off venue, Airwaves) 16. október, kl 14:00 og Listasafni Íslands sunnudaginn 17. október, kl. 20:00.

My bubba & Mi – Steamengeene

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Suðurríkja-ábreiður

Það atvikaðist þannig um daginn að ég rakst á þrjár frábærar ábreiður á lögum sem ég dýrka og dái með nokkra daga millibili. Þetta gerðist alveg fyrir slysni, en öll lögin eiga það sameiginlegt að vera stór skemmtileg og vel köntrískotin. Ábreiðu-öfuguggar hafa eflaust heyrt eitthvað af þessu áður en ég hef ekki verið svo lánsamur fyrr en nú. Því miður náði ég ekki að hafa uppá .mp3 skrám og verðum við því að láta You-Tube duga í þetta sinn.

Fyrsta lagið sem um ræðir er lag The Velvet Underground “Oh Sweet Nuthin” af Loaded sem suðurríkjasveitin My Morning Jacket þekur á hljómleikum.

Númer tvö er Robin nokkur Pecknold, söngvari hljómsveitarinnar Fleet Foxes, að flytja hið klassíska Dylan lag “It Ain’t Me, Babe” í stúdíói hjá BBC.

Og að lokum er það svo “Float On”, lag Modest Mouse, í flutningi bluegrass-sveitar að nafni Iron Horse. Sennilega frumlegasta útsetningin af þessum þremur lögum og til gamans má geta að það er til heil plata af köntrí-ábreiðum tileinkuðum Modest Mouse.

<object width=”425″ height=”344″><param name=”movie” value=”http://www.youtube.com/v/CsnpbldAcsI?fs=1&amp;hl=en_US”></param><param name=”allowFullScreen” value=”true”></param><param name=”allowscriptaccess” value=”always”></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/CsnpbldAcsI?fs=1&amp;hl=en_US” type=”application/x-shockwave-flash” allowscriptaccess=”always” allowfullscreen=”true” width=”425″ height=”344″></embed></object>

Twilite – Fire

Fyrir nokkru birtum við hér lag með hinni ágætu pólsku sveit Twilite sem heitir “Fire”. Nú hefur verið gert myndband við lagið og verður að segjast að það nær að fanga stemmninguna í því fullkomlega. Áhugasamir geta nálgast EP plötuna Else, sem lagið “Fire” er að finna á, frjálsa til niðurhals á Bandcamp síðu sveitarinnar.

Skúli mennski og hljómsveitin Grjót á Faktorý

Miðvikudagskvöldið 8. september ætlar Skúli Mennski og hljómsveitin Grjót að halda tónleika ásamt hljómsveitinni Munaðarleysingjarnir á Faktorý.
Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 22:00. 1000 kr. aðgangseyrir

Skúli Mennski sendi frá sér, um miðjan síðasta vetur, sína fyrstu breiðskífu, Skúli mennski og hljómsveitin Grjót, sem hefur að geyma tíu ný íslensk dægurlög um ástina, sorgina og lífið og eitthvað annað í bland. Auk þess að spila lög af plötunni leika Skúli og hljómsveit innlent og erlent efni úr ýmsum áttum t.d. blús, djass og þjóðlagatónlist.

Skúli Mennski – Heilræðavísa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Folk í fréttum : Jacob Faurholt

Á morgun mun danskur frændi vor, Jacob Faurholt, gefa út sína þriðju plötu og nefnist hún Are You In The Mood For Love? Um er að ræða ryðgaða og rykfallna, gotneska folk tónlist með spagettívestra kántrý áhrifum sem aðdáendur listamanna eins og Nick Cave og  Adrian Crowley ættu eflaust að heillast af.

Meðfylgjandi eru þrjú lög af plötunni sem Jacob sendi Rjómanum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Svo er bara spurning hvenær og hvort íslenskir tónlistaráhugamenn fái að sjá þennan ágæta listamann stíga á stokk hér á landi?

Jacob Faurholt – Rusty Country Cage

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jacob Faurholt – A Fish In A Bowl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jacob Faurholt – You Sing No Louder Than A Little Bird

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sunnudagstónlist

Það er eitthvað við sunnudaga sem fær mann til að vilja hlusta á ákveðna tegund tónlistar. Sunnudagar sem þessi, votur haustdagur, kallar á ljúfsár og jafnvel örlítið sorgleg lög. Ég setti saman smá mixtape handa ykkur til að ylja ykkur með kaffinu. Svo er bara að skríða undir sæng og láta ljúfa tónana leika um.

Lagalistinn er þessi:

1. Castaways með Shearwater
2. Oslo Novelist með Grand Archives
3. Young Bride með Midlake
4. Fables með The Dodos
5. King Of Carrot Flowers Part 1 með Neutral Milk Hotel
6. 100,000 Thoughts með Tap Tap
7. Just to See My Holly Home með Bonnie “Prince” Billy
8. Roots of Oak með Donovan
9. Safe Travels með Peter & The Wolf
10. The Monitor með Bishop Allen
11. Exodus Damage með John Vanderslice
12. God’s Highway með Tobias Froberg
13. And Now The Day Is Done með Ron Sexsmith

Ath. að lögin geta birst í annari röð en hér að ofan og að ekki er hægt aðhlaupa yfir nema 3 lög.

Folk í Fréttum: The Secret Sisters

Hljómsveitin The Secret Sisters er að verða ansi umtöluð í netheimum þrátt fyrir að hafa aldrei gefið neitt út og varla sé hægt að finna lag með þeim á netinu. Þannig vill hins vegar til að tvær tónlistarhetjur, þeir T-Bone Burnett og Jack White tóku höndum saman við að vinna að frumraun stelpnanna, sem kemur út í byrjun október. Báðir eru handvissir að þeir séu með gullmola í höndunum. Raddirnir hljóma sannarlega vel, en hvort að hér sé eitthvað virkilega áhugavert í gangi verður að koma í ljós.

Nýtt lag með Dad Rocks!

Snævar Njáll Albertsson a.k.a. Dad Rocks!

Í byrjun þessa mánaðar fjallaði ég hér um, við góðar undirtektir, sólópródjekt Snævars Njáls Albertssonar sem hann kallar Dad Rocks! Þann 27. næsta mánaðar mun koma út 7″ sem Dad Rocks! mun deila með amerísku sveitinni Heister. Á plötunni verður að finna meðfylgjandi óð Dad Rocks! til þýska ofurmódelsins og söngkonunnar dimmrödduðu Nico sem Andy Warhol skaut upp á stjórnuhimininn á sínum tíma. Lagið er reyndar upphaflega eftir Jackson Browne en þessi þekja er til heiðurs Nico og hennar útgáfu af laginu.

Dad Rocks! – These Days (Nico cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Campbell og Lanegan

Út er komin ný plata með hinni mjúkrödduðu Isobel Campbell og strigabarkanum Mark Lanegan. Platan nefnist Hawk og er sú þriðja frá þessum ólíklega, en magnaða dúett. Isobel öðlaðist fyrst frægð sem selló-isti og bakraddasöngkona Belle & Sebastian, en Mark með gruggbandinu Screaming Trees. Platan er í sama stíl og fyrri plöturnar tvær, undir miklum áhrifum frá skítugri Americana tónlist og gamlakalla-fantasíum Serge Gainsbourg. Nokkrir gestir koma við sögu m.a. James Iha (úr Smashing Pumpkins) og indíkántrýsöngvarinn Willy Mason. Fyrsta myndbandið er strax komið á netið, og er það við lagið You Won’t Let Me Down Again.

Hér er svo eitt annað tóndæmi af plötunni.

Isobel Campbell & Mark Lanegan – Come Undone

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dad Rocks!

Geimfarinn Snævar

Maður er nefndur Snævar Njáll Albertsson og listamannsnafn hans er Dad Rocks!. Hann er pabbinn sem rokkar en nafnið fékk hann frá barnungri dóttur sinni sem er einnig er hans helsti innblástur og andargift. Snævar blandar saman órafmögnuðum gítar, píanói, harmonikku, trompet, klappi og stappi og örlitlu hip-hoppi til að framkalla afar áhugaverða blöndu af psych-folk og lo-fi kántrí tónlist. Sem Dad Rocks! nefnir Snævar listamenn eins og Bill Callahan, Owen, Why?, Akron/Family og Do Make Say Think sem helstu áhrifavalda. Þó er ekki með góðu móti hægt að benda á beinar tilvitnanir í þessa listamenn í tónlist Dad Rocks! og er það vel.

Snævar er allra jafna söngvarinn í dönsku hljómsveitinni Mimas en hefur nú stigið fram á sjónarsviðið einn síns liðs og hefur þegar gefið út EP plötuna Digital Age sem fáanleg er stafrænt bæði á gogoyoko og Bandcamp. Einnig má nálgast físískt eintak á vef Kanel Records.

Dad Rocks! – Aroused by Hair

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dad Rocks! – Nothing Keeps Up

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jóhann Kristinsson – Tigers (live)

Um daginn héldu Jóhann Kristinsson og Jón Þór Ólafsson (Isidor, Lada Sport, Dynamo Fog) tónleika á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Flutningur þess fyrrnefnda var tekinn upp og er kominn í heild sinni á netið. Um að gera að tjekka á því, sem og nýju plötunni hans Tropical Sunday, enda gæðstöff.

Wovenhand – The Threshing Floor

Ein áhugaverðasta plata sem ég hef heyrt nýlega er The Threshing Floor með Denver sveitinni Wovenhand. Var hún stofnuð fyrir rétt rúmum áratug af David Eugene Edwards, fyrrverandi forsprakka alt-country sveitarinnar 16 Horsepower og hafa einar átta plötur litið dagsins ljós síðan þá. Tónlist Wovenhand er einstök og mikilfengleg blanda af amerískri þjóðlaga- og sveitatónlist, austurlenskum og frumbyggja (indíána) áhfrifum, industrial post-rokki og afar trúarlegum yrkisefnum. Útkoman er tilfinningarík, þung, myrk og afar tilkomumikil. Hér er sannarlega á ferð plata sem vert er að kynna sér nánar.

Wovenhand – The Threshing Floor

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wovenhand – His Rest

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úr pósthólfinu

Þá er komið að því að kíkja í pósthólfið og sjá hvað Rjómanum hefur borist vænlegt tónlistarkyns. Ætti án ef að vera kræsilegt enda af nógu að taka.

Kensington – Safe
Hollenskt áferðafagurt indie rokk. Lagið er af EP plötunni Youth sem kom út fyrir nokkru. Væntanleg er breiðskífa með sveitinni með haustinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Mary Onettes – The Night Before The Funeral
Nýjsta smáskífa þessarar ágætu draumpoppsveitar frá Jönköping.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

NEDRY – A42
Áhugaverður elektrópopp/dubstep bræðingur frá þessu breska tríói.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

My Education – Oars
Instrumental geim rokk frá Texas. Minnir á Explosions in The Sky.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The New Loud – Heaven
Ágætis rafpopp frá þessir Millwaukee-sveit. Er af EP plötunni Can’t Stop Not Knowing.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Holly Golightly & The Brokeoffs – Forget It
Einstaklega töff, blúsað og stílfært kántrý sem myndi án efa sóma sér vel í mynd eftir Quentin Tarantino.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Gary – Eyes In The Taproom
Texas-sveit sem spilar frekar beinskeitt verkamanna indie rokk.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City

Í tilefni dagsins finnst mér viðeigandi að fjalla örlítið um hina mögnuðu sveit Naked City sem leidd var af jazzgeggjaranum John Zorn. Sveitin var starfandi á árunum frá 1988 til 1993 og gaf út 6 plötur auk safnplötu og heildarsafns verka sinna á þeim tíma. Zorn hefur sjálfur lýst Naked City sem einhverskonar tónlistarlegi tilraunaeldhúsi þar sem þolmörk hinnar hefðbundnu hljómsveitar (með hefðbundinni hljóðfæraskipan) voru könnuð.

Óhætt er að segja að útkoman hafi verið slík að sjaldan eða aldrei hefur annað eins heyrst á plötu fyrr né síðar. Tónlist Naked City má  helst lýsa sem stjarnfræðilega tilraunakenndri og trylltri blöndu af jazz, avant-garde, grind core, dauðarokki, country, surf, rockabilly og nánast öllum öðrum mögulegum tónlistarstefnum. Til að blanda gráu ofan á svart, er tónlistinni svo pakkað inn í einhverskonar hryllings, sadó-masó, anime pakka af japanskri fyrirmynd. Tónlistarleg fyrirmynd Naked City er hinsvegar að hluta að finna í tónsmíðum Carl Sterling, sem samdi tónlist fyrir teiknimyndir Warner Bros. um miðja síðustu öld, en þaðan sótti John Zorn hugmyndir sínar.

Naked City var skipur þeim John Zorn, Bill Frisell, Wayne Horvitz, Fred Frith, Yamatsuka Eye og Joey Baron. Þess má svo geta að Mike Patton kom oft fram á tónleikum með sveitinni en hann hefur oft nefnt Zorn og Naked City sem einn stærsta áhrifavald sinn í tónlistinni.

Hér eru nokkur tóndæmi með Naked City en þau er öll að finna á plötunum Torture Garden og Grand Guignol.

Naked City – NY Flat Top Box

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Snagglepuss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Speadfreaks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Blood Duster

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cash með nýja plötu handan grafar

Þó að næstum sjö ár séu liðin síðan Johnny Cash kvaddi jarðlífið þá er enn verið að draga fram óútgefnar upptökur með honum. Cash var einstaklega athafnasamur síðustu æviárin og tók upp ógrynni laga ásamt Rick Rubin sem komið hafa út undir merkjum American Recordings merkisins. Flestir héldu að með Unearthed safnkassanum væri restin af þessum lögum komin út síðla árs 2003, en síðan kom American V: A Hundred Highways (2006) og nú í næstu viku er American VI: Ain’t No Grave væntanleg. Eins og á hinum American plötunum rifjar Cash upp nokkur af sínum uppáhaldslögum auk þess að takast á við verk yngri listamanna, þó að slíkt sé í minni hluta hér. Aðeins eitt frumsamið lag, “I Corinthians 15:55”, prýðir plötuna og ber það þess merki að höfundurinn var orðinn vel aldraður. Þó að platan sé kannski ekki eins mögnuð og margar af hinum American plötunum þá er flutningur Cash alltaf jafn heillandi og má vel mæla með gripnum fyrir þá sem gaman hafa af kappanum

Johnny Cash – Ain’t No Grave (Gonna Hold This Body Down)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.