Nýtt efni frá KAJAK

KAJAK

Nýjasta smáskífa rafpoppsveitarinnar KAJAK hefur litið dagsins ljós og ber nafnið “Wake up”. Lagið er það síðasta sem finna má á fyrstu opinberu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem er væntanleg á helstu tónlistarveitur veraldarvefsins á næstu vikum.

Nónfjall með Skurken komin út

Skurken - Nónfjall

Raftónar hafa gefið út breiðskífuna Nónfjall með raftónlistarmanninum Skurken. Um er að ræða fjórðu breiðskífu hans og er hún allt í senn myndræn, dýnamísk og stemningsfull – og haldbær sönnun þess að hið hreinræktaða “heiladansform” lifir enn góðu lífi.

Jóhann Ómarsson (Skurken) er fæddur í Reykjavík árið 1977. Hann hefur lengi vel verið einn virtasti raftónlistarmaður landsins og eftir hann liggja þónokkrar útgáfur. Síðasta breiðskífan hans Gilsbakki, sem kom út á vegum Möller Records árið 2011, fékk rífandi dóma hjá gagnrýnendum. Jóhann er einnig einn af stofnendum Möller Records, sem hafa staðið að útgáfu á íslenskri raftónlist í hartnær fjögur ár.

Útgáfan verður fáanleg á geisladisk, sem og stafrænt.

Mixophrygian fagnar útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu á KEX Hostel

Mixophrygian

Eins manns hljómsveitin Mixophrygian heldur útgáfutónleika á Kex Hostel miðvikudagskvöldið 2. September kl. 21:00. Hljómsveitina skipar Daði Freyr Pétursson.

Platan kemur fyrst út eingöngu á netinu, verður fáanleg á iTunes og Bandcamp, einnig verður hægt að streyma henni frítt í gegnum Spotify og Soundcloud. Seinna á þessu ári kemur hún síðan út á tvöfaldri vínylplötu í 300 eintökum sem var fjármagnað með crowdfunding síðunni Indiegogo.

Þetta er 14 laga consept plata, þar sem lögin eru sett upp eins og saga þegar hún er spiluð í heild sinni. Þetta verður í fyrsta og jafnvel eina skyptið á Íslandi sem platan verður tekin í heild sinni í réttri röð. Sagan fyrir hvert lag verður líka sögð. Þetta verða einu tónleikar Mixophrygian á Íslandi í ár þar sem viku eftir tónleika fer Daði út til Berlínar þar sem hann stunda nám við DBs music skólann, en þar verða haldnir fleiri tónleikar á þessu ári.

Meira má finna á heimasíðunni www.mixophrygia.com

Ný plata og tónlistarmyndband frá Mosi Musik

Í fréttatilkynningu segir:

Fyrsta plata Mosi Musik kom út þann 25. apríl og ber hún nafnið I am you are me. Um er að ræða 12 laga plötu sem spannar nokkrar tónlistastefnur. Hljómsveitin er þekkt fyrir fjölbreytileika í sinni músík en oft hefur reynst erfitt að skilgreina tónlist Mosi Musik í einu orði og hefur hún verið kölluð allt frá “Epic power disco” (Chris Sea fyrir Rvk Grapevine) yfir í “The future sound of pop music” (Lewis Copeland) en hljómsveitin kallar sjálf tónlistina “Electro Power Pop Disco”.

Mosi Musik frumsýndi nýtt tónlistarmyndband 18. Maí við lagið “I Am You Are Me” en í laginu rappar hún Krúz með sveitinni.

Jón Teitur Sigmundsson og Hollendingurinn Joost Horrevorst leikstýra myndbandinu en sem framleitt er af Nágranna.

MSTRO

Stefán Ívars heitir ungur listamaður sem undanfarið hefur gefið út tónlist undir listamansnafninu Maestro. Nú hefur Stefán uppfært sitt tónlistarlega sjálf og gefur út sitt fyrsta lag, ásamt myndbandi, undir nafninu MSTRO.

Myndbandið gerði Stefán sjálfur ásamt bróðir sínum auk þess sem hann sér sjálfur um útlit og hönnun tengda tónlistarútgáfu sinni.

Plata er væntanleg frá MSTRO þann 14. febrúar næstkomandi.

Þriðja breiðskífa FM Belfast kemur út

FM Belfast - Brighter Days

Gleðisveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu 22. apríl næstkomandi og hefur henni verið gefið nafnið Brighter Days. Record Records gefur breiðskífuna út á Íslandi og er þetta fyrsta breiðskífa FM Belfast sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins.

Þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl mun hún vera fáanleg í plötubúðum laugardaginn 19. apríl af því tilefni að þá er hinn alþjóðlegi dagur plötubúðanna (e. Record Store Day).

FM Belfast hefur um langt skeið verið ein líflegasta tónleikasveit landsins til þónokkurra ára og hefur henni tekist vel að koma glaðværðinni til skila á plasti og í frísklegum myndböndum sínum. Fjórða smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum. Áður hafa komið út smáskífurnar „Delorean“,„We Are Faster Than You“ og er lagið „The End“ endurgerð á laginu „Öll í kór“ sem FM Belfast samdi sérstaklega fyrir Unicef á Degi rauða nefsins.

Ný plata væntanleg frá FM Belfast. Nýtt lag komið út!

FM Belfast - Brighter Days

Gleðisveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu 22. apríl næstkomandi og hefur henni verið gefið nafnið Brighter Days. Record Records gefur breiðskífuna út á Íslandi og er þetta fyrsta breiðskífa FM Belfast sem kemur út á þeirra vegum. FM Belfast annast útgáfu plötunnar á erlendri grundu og er henni dreift í gegnum þýsku hljómplötufyrirtækið Morr Music. Útgáfufélag hljómsveitarinnar heitir World Champion Records og gaf það einnig út fyrstu breiðskífu sveitarinnar, How To Make Friends.

FM Belfast hefur um langt skeið verið ein líflegasta tónleikasveit landsins til þónokkurra ára og hefur henni tekist vel að koma glaðværðinni til skila á plasti og í frísklegum myndböndum sínum. Fjórða smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum.

Forsala á Brighter Days er hafin á heimasíðu Record Records og verða allar forpantanir áritaðar af sveitinni.

Nýtt myndband frá UMTBS

“Babylo”n er nýjasta afurð Ultra Mega Technobandsins Stefáns af rétt óútkominni plötu sem hlotið hefur nafnið ! og er jafnframt önnur plata sveitarinnar. Mun platan vera væntanleg í lok mánaðarins.

Arnór Dan úr Agent Fresco syngur með UMTBS að þessu sinni og var myndbandið tekið upp í Flórens á Ítalíu en Unnar Ari sá um leikstjórn og klippti.

Platan ! verður frumflutt í heild sinni í fyrsta sinn í hlustendapartý sem haldið verður á skemmtistaðnum Harlem fimmtudaginn 24. október næstkomandi.

KAJAK

KAJAK

KAJAK er nýtt raftónlistardúó frá Reykjavík. Hljómsveitina skipa frændurnir Hreinn Elíasson og Sigurmon Hartmann Sigurðsson. Þeir gáfu nýverið út sína fyrstu smáskífu sem hægt er að nálgast á heimasíðunni þeirra www.wearekajak.com sem frítt niðurhal og streymi.

KAJAK spila að eigin sögn “dansvænt og grípandi frumbyggjapop sem iðar af lífi”. Lagið þeirra “Gold Crowned Eagle” hefur unnið sér inn gott orðspor í sumar á útvarpsstöðvum landsins og skemmtistöðum borgarinnar. Þessa stundina eru þeir að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína sem kemur út í haust.

Coco Bundy

Coco Bundy

Íslenski stuðdúetinn Coco Bundy gefa nýlega út sína fyrstu smáskífu en hún ber heitið “My little box”. Í laginu ræður poppaður og dansvænn “eitís” fortíðarljómi ríkjum sem fær mann helst til að vilja gera gamla Henson gallann klárann og skaka á sér óæðri endanum.

Lagið er frjálst til niðurhals í gegnum spilarann hér að neðan.

Snooze Infinity – Didn´t know / Beam

Snooze Infinity - Didn´t know / Beam

Nýlega kom út platan Didn’t know / Beam með íslenska raftónlistarmanninum Snooze Infinity. Snooze Infinity er listamannsnafn Emils Svavarssonar, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið víða við á tónlistarferli sínum, t.d. sem annar helmingur tvíeykisins Yoda Remote. Tónlist Snooze Infinity er dansskotin (house/garage) sem fær hæglátasta fólk til að hreyfa á sér bossann.

Platan kemur út á vegum Möller Records. Um tónjöfnun sá Jóhann Ómarsson.

Nýtt lag frá Ruddanum ásamt Heiðu Eiríks

Hljómsveitin Ruddinn er á ferðinni aftur í sumar með dansvænan poppsmell, sem heitir “Chrome like mirror”. Bertel Ólafsson er eini meðlimur hljómsveitarinnar en hefur á undanförnum árum fengið söngkonuna Heiðu Eiríks til samstarfs við sig, og söng hún, ásamt Bertel sjálfum, mörg þeirra laga sem finna má á síðustu breiðskífu Ruddans, I need a vacation, sem kom út á síðasta ári.

Bertel hefur verið að fást við tónlistarsköpun í fjölda ára og hefur sent frá sér 3 stórar plötur, ásamt fjölda smáskífa. Nýja lagið, sem er undanfari plötu í vinnslu, er taktfast syntapopp, og ef til vill örlítið skref í átt að enn dansvænni raftónlist en hann hefur gert hingað til.

Ruddinn – Chrome like mirror

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ný íslensk raftónlist : Fyrsti hluti

Ég myndi seint telja mig einhvern sérfræðing um íslenska raftónlist en mín tilfinning er þó sú að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikil gróska innan þessarar tónlistarstefnu, og undirflokkum hennar, og einmitt nú.

Hér að neðan, og í komandi færslum, máli mínu til einhvers stuðnings, eru nokkur dæmi um nýlegar útgáfur raftónlistar hér á landi.

Subminimal – Microfluidics
Þann 28. maí síðastliðinn kom út stuttskífan Microfluidics með raftónlistarmanninum Subminimal (Tjörvi Óskarsson) en hún ku vera önnur slíkrar gerðar frá honum. Hér munu vera á ferð frumlegar trommu og bassa æfingar af bestu gerð.

Bistro Boy – Sólheimar
Stuttskífan Sólheimar er fyrsta útgáfa raftónlistarmanninn Bistro Boy (Frosti Jónsson) en hann hefur verið að gera tónlist í mörg ár og er nú loksins að koma fram með sitt fyrsta verk. Möller Records gefa út og er þetta ellefta útgáfa þeirra.

Dusk
Hljómsveitin Dusk er skipuð þeim Bjarka Hallbergssyni og Jakobi Reyni Jakobssyni en nýverið gáfu þeir út örstuttskífuna AndskoDanz hjá útgáfufyrirtækinu Noize. Hér er á ferð kraftmikill tóna-, trommu- og bassagrautur ætlaður til útflutnings (lesist “meik”) og bragðast hann vel.

Viktor Birgiss – Wonderings
Wonderings er frumburður FreeRotation Records, sem er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki, rekið af Viktori sjálfum og Jónbirni Finnbogasyni. Hér er á ferð dansvænt “djúp hús” með sumaryl og gleði. Það ætti enginn að yfirgefa teitið þitt ef þú básúnar þessu yfir mannskapinn.

Nýtt myndband frá FM Belfast

Hljómsveitin FM Belfast gaf út myndband við lagið “Stripes” um helgina og hefur því, sögn aðstandenda, verið tekið með “dansi og almennri gleði um víða veröld”. Steinar Júlíusson leikstjóri myndbandsins skapar skemmtilega stemmningu í pappakassa sem er á floti úti á hafi.

Hljómskálinn

Hinn ágæti tónlistarþáttur Hljómskálinn hefur farið vel af stað hjá ríkissjónvarpinu. Í hverju þætti koma saman tveir ólíkir og óskyldir listamenn sem flytja saman frumsamið lag og er útkoman ansi skemmtileg. Alls eru lögin orðin þrjú en meðfylgjandi er lagið “Feel So Fine” þar sem FM Belfast og Jóhann Helgason leiða saman hesta sína.

FM Belfast & Jóhann Helgason – Feel so Fine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.