Sykur sendir frá sér nýja breiðskífu

Record Records gaf í gær út aðra breiðskífu hljómsveitarinnar Sykur. Nýja skífan heitir Mesópótamía og fylgir á eftir frumburði sveitarinnar, Frábært eða frábært, frá árinu 2009.

Sykur var stofnuð árið 2008 og hefur komið fram með ýmsum söngvurum síðan þá, má þar nefna; BlazRoca, Rakel Mjöll Leifsdóttir (Útidúr) og Katrína Mogensen (Mammút). Nú nýverið gekk til liðs við sveitina nýr fullgildur meðlimur sem sér um söng, hún heitir Agnes Björt Andradóttir og hefur vakið mikla lukku og athygli með sveitinni undanfarið og nú síðast á nýliðinni Iceland Airwaves hátíð þar sem sveitin fékk mjög góða dóma í erlendum fjölmiðlum.Sykur fær þó gesti til liðs við sig á nýju plötunni í tveimur lögum en Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast syngur fyrstu smáskífu plötunnar, “Shed Those Tears” og Kormákur Örn Axelsson syngur lagið “7am”.

Sykur sá um upptökur plötunnar en Styrmir Hauksson hljóðblandaði og tónjafnaði. Myndskreyting og hönnun umslags var í höndum Sigga Odds.

Iceland Airwaves ’11: SBTRKT

Fyrir þá sem ætla að reima á sig dansskónna á Airwaves ættu ekki að láta SBTRKT framhjá sér fara. SUBTKT, eða Subtract, er listamannsnafn bresks plötusnúðs sem vill helst að fólk viti sem minnst um sig. Þessvegna klæðist hann einhverskonar bangsagrímu á tónleikum og talar sem minnst um persónu sína viðtölum. Á síðustu þremur árum hefur hann gefið frá sér fjöldann allan af smáskífum, endurhljóðblöndunum og stuttskífum. Það var svo núna í lok júní að fyrsta breiðskífan leit dagsins ljós – en hún er samnefnd listamanninum. Á plötunni ægir saman ýmsum stefnum raftónlistarinnar með einkar dansvænni útkomu. Á tónleikum kemur kappinn venjulega fram einn og óstuddur – og reynir að eigin sögn að gera eitthvað meira en að fikta í lapptoppnum til að koma áhorfendum í stuð.

SBTRKT verður á NASA kl. 00.30 á aðfaranótt sunnudags.

SBTRKT – Wildfire

SBTRKT – Pharaohs

Rjómalagið 29. september: Gold Panda – An Iceberg Hurtled Northwards Through Clouds

Rjómalagið í dag er dansvænt sökum þess að fimmtudagur er hinn nýi föstudagur, að mér skilst. Það kemur úr smiðju breska raftónlistarmannsins Derwin Panda, eða Gold Panda, eins og hann vill víst láta kalla sig. Lagið er tekið af væntanlegri plötu sem kappinn vann fyrir DJ Kicks seríuna.

Gold Panda – An Iceberg Hurtled Northwards Through Clouds

James Murphy (DJ Set) á Airwaves

Ef það er eitthvað sem ætti að verða til þess að þeir örfáu miðar sem eftir eru á Iceland Airwaves seljist upp, þá er það fréttatilkynningin sem barst Rjómanum í dag.

James Murphy mun koma fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í haust! Það þarf vart að kynna Murphy fyrir tónlistaráhugafólki en hann hefur verið fyrirferðarmikill sl. áratug bæði á sviði útgáfu (DAF) og sem listamaður í ýmsum verkefnum þó frægastur sé hann án efa fyrir sólóferil sinn og hina mögnuðu sveit LCD Soundsystem. Það verður dansað alla nóttina þegar James Murphy mætir á svæðið – það er ljóst!

Nánar um James Murphy hér: www.lcdsoundsystem.com

Extreme Chill Festival 2011: Undir Jökli. Fyrri hluti

Snæfellsjökull heilsaði hvítur, fagur og máttugur þegar komið var inn að Hellisandi á fimmtudagskvöldið. Sólin var að setjast og eitthvað lá í loftinu en þó, engar geimverur sjáanlegar. Önnur Extreme Chill raftónlistarhátíðin var að hefjast. Leiðinni var haldið að fallegu, svörtu timburhúsi þar sem snemmboðnir gestir voru boðnir velkomnir með heitri og sterkri fiskisúpu, köldum bjór og útsýni yfir hafið sem auðveldlega bræddi hjörtu hörðustu manna. Slökunarstemming tók völdin og einkenndist fyrsta kvöld hátíðarinnar af einstaklega mjúkri raftónlist, sófakúri skipuleggjanda (þeirra Andra M. Arnlaugssonar, Pan Thorarensen og fjölskyldu) og nærstaddra, kertaljósum og rólegheitum. Sannkallað logn á undan storminum.

Næsta dag tók að bæta í fjöldann og heimildir voru um að helgarpassar, sem seldir voru í forsölu á miði.is, væru að klárast. Aðstandendur héldu niður að Félagsheimilinu Röst þar sem áætlað var að hýsa hátt í 30 innlenda, sem erlenda raftónlistarmenn, næstu tvö kvöld. Gamla félagsheimilið breyttist hægt og rólega í tónleikahöll í hæsta klassa þar sem Óli Ofur og hljóðkerfi hans tók að fylla sviðið og myndlistarmaðurinn Guðmundur Þór “Mummi” Bjargmundsson kom fyrir sýningartjöldum. Á meðan aðstandendur og fjölskylda gerðu að fiskisúpu morgundagsins í eldhúsi félagsheimilisins og kláruðu síðustu pússanir, héldu hátíðargestir á tjaldstæðið rétt við bæinn þar sem útigrillin voru tendruð og fólk nærði sig. Fyrir þá sem ekki vildu tún og hraun var kaffihúsið Sif hinn besti kostur. Þar gátu hátíðargestir nært sig með köldum kranabjór, háklassa kjúklingabringu a la Sif og eins og einu staupi af íslensku brennivíni.

Um klukkan 20.00 hófust leikar og hafði bæst virkilega í hópinn. Grófar tölur áætluðu að hátt í 300 manns myndu sækja hátíðina að þessu sinni. Hafði þá fjöldi gesta margfaldast frá jómfrúarhátíðinni árið áður. Það var í höndum þeirra Árna Vektor og DJ Andre (eins skipuleggjenda hátíðarinnar) að bjóða fólkið velkomið í Félagsheimilið Röst og gerðu þeir það með sóma. Þeim fylgdu svo Inferno 5/Jafet Melge og í samblandi við myndlistaverk Guðmunds Þórs (Mumma) virkaði þetta allt saman stórfenglega. “Mummi” sýndi retro og svarthvítar hreyfimyndir í bland við landslagsfilmur sem hann hafði einnig tekið upp á staðnum við komu sína þetta árið. Frábært! Ekki var hljóðkerfi Óla Ofur síðra og áttu þeir Tonik (Anton Kaldal) og síðar Steve Sampling eftir að nýta sér það til fulls. Sá síðarnefndi hefur undanfarið fengið frábæra dóma fyrir plötu sína, The Optimist, sem út kom í apríl sl. undir merkjum TomTom Records. Tonik hefur sömuleiðis sent frá sér breiðskífu í samstarfi við TomTom en gripur sá nefnist Snapshot One og kom út í febrúar. Stemmingin og andinn innan sem utan veggja félagsheimilisins var magnaður. Voru það ekki einungis rafþyrstir tónleikagestir sem sáu sér fært að líta á kvöldið, heldur höfðu kanínur, hvítir kettir og fuglar ákveðið að fylgja með. Dýralífið, fegurð nærliggjandi náttúru, tónlistin og viðhorf og viðmót gesta sýndi það og sannaði í eitt skipti fyrir öll að elektrónísk tónlist á svo sannarlega upp á borðið hér á landi.

Skurken (Jóhann Ómarsson) hefur löngum verið einn af þekktari rafónlistarmönnum hérlendis og henti í góða blöndu af dansvænni og þægilegri elektróník sem sýndi og sannaði styrk hans á sínu sviði. Ögn drifkeyrðara en fyrri listamenn kvöldsins sem gerði það að verkum að fólk gat dillað sér örlítið og gaf næstu mönnum, Plat, byr undir báða vængi. Plat blönduðu (líkt og Tonik fyrr um kvöldið) hljóðfærum á borð við gítara og bassa í sitt sett og kom það mjög vel út. Hönd í hönd leiðist tónlistin og því meira bland, því betra. Loks var það í höndum Orang Volante (Atli Þorvaldsson) og Captain Fufanu að klára kvöldið. Klukkan var orðin nokk margt, eða um tvö og dreifðust gestir um reykrými, hátíðarsalinn og baksviðssvæði mun meira en áður en bæði bönd sáu vel um sitt og áttu gott sett. Captain Fufanu á framtíðina fyrir sér í rafheiminum en þessir ungu strákar hófu að koma fram fyrir ekki svo löngu síðan og hafa áunnið sér gott orðspor fyrir hresst og þétt elektró. Meira af þessu strákar! Kapteinninn henti fólki út á vit ævintýrana en um þrjúleytið dreifðist fólk jafnt um tjaldstæði sem önnur svæði Hellisands og tók gleðin völd. Safnaðist brosmilt og ánægt fólk að bifreiðum sínum og tjöldum og keyrði tónlistina og gleðina fram undir morgun. Það heyrðist vel og sát að tónleikagestir höfðu ekki séð eftir því að líta við á Extreme Chill Festival 2011: Undir Jökli. (Von er á myndum ásamt myndbrotum frá hátíðinni á næstu dögum)

Synthadelia – Let the Party Start EP

Fyrsta EP plata raftónlistar dúósins Synthadelia sem skipað þeim Vilmari Pedersen og Jóni Schow er komin út. Platan heitir Let the Party Start en á henni eru þrjú dansvæn lög með þó nokkrum 80’s áhrifum. Á plötunni er allt fullt af grípandi synthum og bíti, í bland við vel heppnaða vocoder rödd Vilmars, sem hæfir vel á dansgólfinu eins og titillinn gefur til kynna. Þetta er sem sagt mikil gleði og partý plata sem ætti að kæta landann í sólinni í sumar.

Let the Party Start kom út á sunnudaginn síðastliðinn á iTunes og Napster, en fer á tonlist.is og gogoyoko í vikunni. Hún mun svo detta inn á cirka 50 aðrar stórar búðir á netinu á næstu dögum og vikum eins og t.d Amazon. Enn er óvíst með útgáfu á Vinyl og CD. Þess má geta að plötuútgáfan Synthadelia Records, sem gefur plötuna út og er í eigu þeirra Vilmars og Jóns, er að leita að samstarfsaðilum á útgáfu á CD og Vinyl.

Hægt er að hlusta á lögin frítt á Soundcloud eða kaupa þau á iTunes. Ekki láta eina af partý plötum ársins framhjá þér fara.

Synthadelia – Let the Party Start

Bloodgroup og Captain Fufanu á Sódóma 14.maí

Komandi laugardag verður sveittasta próflokapartýið á Sódomu Reykjavík. Hljómsveitinar Bloodgroup og Captain Fufanu leiða saman hesta sína, en sjóðandi samstarf þeirra hefur verið uppspretta mikillar gleði síðustu vikur. Bloodgroup DJ set, Captain Fufanu live set og Bloodgroup live set!

Húsið opnar klukkan 22:00 og tónleikar hefjast klukkan 23:00. Einungis 1000 kr. inn.

Bloodgroup – Overload

Captain Fufanu – My Cipher

Nýtt íslenskt : FM Belfast, Mammút og fleiri

Það er orðið skammarlega langt síðan maður birti hér nýja og nýlega íslenska tónlist og verður reynt að bæta fyrir það hér með. Byrjum þetta á nýju lagi frá FM Belfast af væntanlegri plötu þeirra sem heita mun Don’t Want To Sleep og kemur út á heimsvísu hjá Morr Music í næsta mánuði.

Þar á eftir er brakandi ný fyrsta smáskífa af væntanlegri nýrri plötu Mammúts.

Svo koma nokkur vel valin lög úr ýmsum sexum, sjöum og áttum. Þau þarfnast öngva skýringa sérstakra. Leyfum einfaldlega tónlistinni að njóta sín.

FM Belfast – New Year

Mammút – Bakkus

Logi Fkn Pedro – Miles Away ft. Haribo

Hljómsveit H.A. Jónssonar – Vindbelgur dagsins er Creep

Þóror Georg – Thrive (demo)

Low Roar – Just a habit

Solaris Sun Glaze

Atla Bollason kannast tónlistarunnendur íslenskir eflaust við en kappinn sá elur nú manninn í Kanada og fremur þar tónlist undir listamannsnafninu Solaris Sun Glaze. Nýverið tók hann gamla Belle & Sebastian B-hlið, “Winter Wooskie” og setti í glansdansbúning og einhenti á veraldarvefinn. Þetta ætti nú að framkalla fiðring í fótum tjúttglaðra sem inn um gleðinar dyr í kvöld, ekki satt?

Solaris Sun Glaze – Winter Wooskie

Nýtt tilraunaverkefni frumflutt á Reykjavík Music Mess!

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Lazyblood munu frumflytja nýtt tónverk undir nafninu “The Tickling Death Machine” á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess. Tónverkið sem að hluta til er dansverk og inniheldur mikið af leikrænum tilþrifum, er samið af meðlimum hljómsveitanna sérstaklega fyrir listahátíðina Kunsten Festival des Arts í Brussel í maí en gestir Reykjavik Music Mess fá tækifæri til að mæta á generalprufuna.

Hljómsveitin Reykjavík! hefur verið áberandi í tónlistarlífi landans síðustu ár en Lazyblood er öllu óþekktari. Hún er skipuð listaparinu Ernu Ómarsdóttur danshöfundi og Valdimar Jóhannssyni tónlistarmanni en hann er einnig í hljómsveitinni Reykjavík!. Erna og Valdi hafa unnið mikið saman síðustu árin þar sem Valdi hefur samið og spilað tónlist fyrir dansverk Ernu og þau sýnt víðsvegar um allan heim.

Kunsten festival des arts (www.kfda.be) í Brussel er ein mikilvægasta listahátíð í Evrópu. Þar hafa margir helstu listamenn heims úr öllum listgreinum komið við og sýnt og spilað. Hún er að sama skapi mjög tiraunakennd og hafa umboðsmenn, skipuleggjendur og áhugafólk um listir víðsvegar úr heiminum lagt komur sínar þangað til að sjá það nýjasta leikhúsi, tónlist, dansi og myndlist.

Eins og fyrr segir verður verkið flutt á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess sem haldin verður um miðjan apríl á Nasa og í Norræna húsinu í Reykjavík.

Lazyblood – Once upon a time (demo)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Alex Metric og Bloodgroup á Nasa 4 Mars

Alex Metric kom sá og sigraði á síðustu Iceland Airwaves hátíð. Síðastliðna mánðuði hefur hann verið að slá í gegn um alla Evrópu með slagara sínum “Open Your Eyes” sem hann gerði í samvinnu við Steve Angello einum af meðlimum Swedish House Mafia. Nú stendur hann í ströngu að að vinna að sinni fyrstu breiðskífu sem mun koma út í sumar og verður gefinn út hjá útgáfurisanum EMI. Platan mun innihalda nýtt efni ásamt slagaranum “Sabotage” sem hann endurhljoðblandaði fyrir Beastie Boys og er buið að vera gríðarlega vinsælt á öldum ljósvakans

Upphitun verður í höndum Bloodgroup en þau eru núna að klára eins og hálfs mánaðar Evrópu túr og verða þetta síðustu tónleikar þeirra á Íslandi þar til þau taka sér góða pásu til að vinna nýtt efni. Öllu verður til tjaldað og má því búast við frábærum tónleikum.

Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð aðeins 1500 kr.

Steve Angello & Alex Metric – Open Your Eyes (Original Mix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

M.I.A. spilar á Roskilde

Einn umtalaðasti og flottasti listamaður samtímans er án efa tamíltígurinn Mathangi “Maya” Arulpragasam sem er best þekkt undir listamannsnafninu M.I.A. Hefur það nú verið staðfest að hún muni troða upp á Hróaskeldu hátíðinni í sumar og bætist hún þar með í fámennan en fríðan hóp listamanna sem þegar hafa boðað komu sína á þessa fornfrægu hátíð. Má teljast nokkuð líklegt að tónleikar hennar verði einn af hápunktum hátíðarinnar og að fáir verði sviknir af eldfimu, rammpólitísku og dansvænu hip-hoppinu sem hún er þekkt fyrir.

Spennan magnast.

M.I.A. – Born Free

Glæsilegt Geisp!

Chicago sveitin YAWN framreiðir dans, elektróník eða sækadelískt transað popp með afró bítum. Þessi setning er góð ástæða fyrir því að maður á kannski ekki að vera að rembast við að skilgreina músík. Þetta hjálpar þér eiginlega ekki neitt. Það hjálpar hins vegar mjög að tékka á tónlistinni.

Þeir eru líka það svalir að þú þarft ekkert að rembast við að stela músíkinni þeirra því nýja EP platan er í boði alveg ókeypis á síðunni þeirra.

(ZIP skrá með EP plötu YAWN)

Sveitin var stofnuð fyrir um fimm árum þegar strákarnir voru saman í menntaskóla. Þeir hafa verið duglegir að undanförnu og eru á fullu að vinna að stórri plötu sem er væntanleg í vor. Það verður mjög spennandi að heyra hana og hvort þeim tekst að fylgja þessari fínu EP plötu eftir. Þeir hafa verið að túra með Local Natives og eru meðal þátttakenda á South By Southwest hátíðinni sem vonandi gefur þeim frekari byr í seglin.

YAWN – Kind of Guy

YAWN – Kind Of Guy from Druid Beat on Vimeo.

Lög ársins – Guðmundur

Mér þykir hugmyndin um að taka saman lista yfir “lög ársins” í rauninni fremur fáránleg. Hvernig í ósköpunum á að færa rök fyrir því að eitt stakt lag sé endilega betra en eitthvað annað án samhengis eða einhverskonar afmörkunar? Sérstaklega ef þau koma nú úr sitthvorri áttinni, eru sett fram á gjörólíkan hátt eða með ólíkum markmiðum? Þessvegna kýs ég að kalla þennan lista “Upphálds lögin mín frá árinu 2010“. Ég er að tala á persónulegum nótum, gera grein fyrir persónulegri upplifun og hirði lítið um rökfærslur eða argúment. Ég vona bara að þið hafið gaman af – því það er akkúrat tilgangur þessarar færslu.

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Íslenskt:

10. Jónsi – Animal Arithmetic

“Animal Arithmetic” er að mínu mati sterkasta popplag Jónsa á frumburði hans, Go. Samuli, finnski trommarinn knái, fer á kostum í laginu og Jónsi rekur hverja melódíuna á fætur annarri. Textinn er reyndar vandræðalega vondur, en það breytir því ekki að hér er á ferðinni virkilega flott og grípandi lag.

9. Skúli Sverrisson – Her Looking Back

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skúli Sverrisson útbýr dulúðlega stemningu á annarri plötu sinni í Seríunni. “Her looking back” er sú smíð sem hreyf hvað mest við mér. Seyðandi hljóðfæraleikurinn og draumkenndur hljóðheimurinn í bland við grípandi melódíurnar mynda dásamlega fagra heild.

8. Útidúr – Fisherman’s Friend

Fyrsta plata stórsveitarinnar Útidúr inniheldur ansi marga efnilega kandídata, s.s. hina þrælíslensku “Ballöðu” og titillag plötunnar, “This Mess We Made”. “Fisherman’s Friend” stendur þó uppúr – hressandi heilalím framreitt í poppskotnum búningu en þó undir framandi áhrifum. Flutningur að öllu leiti til fyrirmyndar, grípandi og skemmtilegt.

7. Prinspóló – Skærlitað gúmmelaði

Fyrst þegar ég heyrði “Skærlitað gúmmelaði” hélt ég að The Dodos væru að flytja fyrir mig nýtt lag. Þegar prinsinn Svavar fór að syngja varð það þó ljóst að afurðin var alíslensk. Hrár krafturinn og hófstilltur tryllingurinn gera þetta lag að einu því hressasta sem út hefur komið í ár. Prinsinum tekst líka að sýna fram á að það þarf ekkert að vera að flækja hlutina til að smíða skemmtileg lög. Ekkert jukk hér á ferð!

6. Ólöf Arnalds – Crazy Car

Dúett Ólafar með Rassa Prump er afar lágstemdur og fallegur. Rétt eins og lagið hér á undan, þá liggur galdurinn í einfaldleikanum og einlægum fluttningi. Áður en ég vissi af var ég farinn að blístra lagið í strætó án þess að skammast mín og raula það á bókhlöðunni.  Rólegt og rómantískt, í krúttskilningnum þó. Bara gott, gott.

5. Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þessi singúll númer tvö hjá Jónasi og Ritvélunum hans vann á mig með hverri hlustuninni. Þetta er ofboðslega flott og vandað popplag – og svo er textinn svona dásamlega margræður og spennandi. Virkilega vel gert.

4. Sudden Weather Change – The Whaler

Djöfull er Sudden ógeðslega kraftmiklir og flottir í þessu lagi! Þéttur gítarmúrinn kallar fram gæsahúð á völdum köflum og keyrslan fær mann til að hrista höfuðið svolítið duglega. Ég bið ekki um mikið meira en það.

3. Miri – Draugar.

“Draugar” er eina sungna lag plötunnar Okkar og að mínu mati það best heppnaða. Þetta er alveg ekta “allt-í-botn-lag”; Örvar í Múm leiðir okkur í gegnum draumkenndan gítarheim og svo skellur keyrslan á manni af fullum krafti undir lok. Sándið, sem er í höndum Curvers, er algjör bölvuð snilld.

2. Seabear – Cold Summer

Það er langt síðan ég hef heyrt lag sem jafn fallega byggt upp og “Cold Summer”. Það grípur kannski ekki við fyrstu hlustun, en þegar maður er farinn að kannast við sig í þessu nöturlega sumarlagi, þá fara blómin að springa út í allri sinni dýrð.

1. Apparat Organ Quartet – Pólýnesía

Lag ársins á Orgelkvartettinn Apparat. Hér er ýmislegt kunnuglegt á ferð en Apparat er samt enganveginn að endurtaka sig. Aldrei bjóst ég við að heyra þá félaga svona poppaða – en það klæðir þá bara vel!

Uppáhalds lögin mín árið 2010 – Erlent:

10. MGMT – Flash Delerium

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég var lítt hrifinn af Congratulations, nýjustu plötu MGMT. Aftur á móti tók ég ástfóstri við þennan fyrsta singúl bandsins. Þó svo að stíft sé sótt í arf rokksins, þá er eitthvað ofboðslega ferskt og hressandi við þetta lag. Ég meina, hvað er langt síðan þið hafið heyrt blokkflautusóló í índírokklagi? Ætli að það hafi bara ekki verið The Unicorns árið 2003?

9. Avey Tare – Laughing Hieroglyphic

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag Avey Tare er afskaplega ávanabindandi á mjög undarlega hátt. Kannski er það taktsmíðin, eða hljóðgervlarnir, eða sönglínurnar. Eða eitthvað allt annað. Ég er bara ekki viss. En eitt veit ég þó: Avey Tare stendur sig vel einn og óstuddur.

8. Broken Social Scene – World Sick

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Opnunarlag Forgiveness Rock Album er dýrðlegt dæmi um hvernig hægt er að nostra við og skreyta einfalda lagasmíði. Að vanda er pródúsering á bandinu til fyrirmyndar; frumleg og áhugaverð. Þetta lag er glöggt dæmi um sköpurnargleði Broken Social Scene.

7. Vampire Weekend – Diplomat’s Son

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Diplomat’s Son” sameinar aðalsmerki og einkenni Vampire Weekend í einu lagi. Það er glaðlegt en samt pínu angistarfullt, undir greinilegum afro-beat áhrifum en sver sig samt í ætt við amerískt indírokk, melódíur stíga dularfullan dans við hrynjandi og textinn er svo fullkomlega einfaldur og naív. Og þessar taktbreytingar! Þær gera mig alveg vitlausan.

6. Four Tet – Sing

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um “Sing”. Þetta er besta fyrirpartí sem ég hef lent í þetta árið. Það er bara svo einfalt.

5. Beach House – Silver Soul

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dúónum Beach House er að takast að festa sig í sessi sem ein af mínum uppáhalds böndum síðustu ára. Bandið virðist vera ótæmandi brunnur sköpunnar; hver snilldarplatan kemur á fæti annarrar. “Silver Soul” af Teen Dream er tregafullt og fallegt popplag sem ég hreinlega fæ ekki nóg af.

4. LCD Soundsystem – All I Want

Þessi óður James Murphy til David Bowie er hápunktur þriðju plötu LCD Soundsystem. Bandið sækir í fornan popparf og endurvinnur á sinn frumlega máta. Útkoman er dansvænt og áhugavert rafpopp sem flestir ættu að getað tengt eða dillað sér við. Ég vona svo sannarlega að This is Happening sé ekki síðasta plata LCD Soundsystem líkt og lýst var yfir.

3. Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyond Mountains)

Þegar ég heyrði “Sprawl númer tvö” í fyrsta sinn, þá ætlaði ég alveg að vera með stæla út í það. Ég skildi ekki alveg hvað Arcade Fire voru að reyna að áorka með þessu Blondie-lagi sínu. En svo þýddi bara ekkert að vera með stæla: þetta er ógeðslega grípandi og gott popplag!

2. Caribou – Odessa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

“Sing” er besta fyrirpartí þessa árs en “Odessa” er hinsvegar besta partíið. Caribou klippir og límir saman snilldarlegt stuðmósaík sem auðvelt er að hrífast af. Sömplin eru svöl, bassalínan er feit, taktarnir þéttir og söngur Daniels Snaith er eitthvað svo yndislega ámátlegur.

1. Titus Andronicus – A More Perfect Union

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sko. Fyrst þrumar Abraham Lincoln yfir þér, svo tekur við ný-pönk stemning í anda Against Me!, eftir það ómar eðal gítarrokk að hætti Dinousaur Jr. – svona heldur þessi ófyrirsjáanleg atburðarás endalaust áfram. Hinar og þessar stefnur rokksins eru ýmist endurskapaðar, skopstældar eða afbakaðar í þessu sjö mínútna verki. Titus Andronicus útbýr hér lag sem er allt í senn kraftmikið, grípandi, óþolandi, eitursvalt, melódískt, kaótískt, fyndið, frumlegt, kunnuglegt,  … ég er læt þetta gott heita. Hlustið bara á þessa snilld!

Erlent úr öllum áttum

Meðfylgjandi er nýtt erlent efni úr öllum áttum, stefnum og straumum. Athygli skal vakin á nýju lagi frá frá Dan Bejar og félugum í Destroyer en hann virðist seint ætla að verða uppiskroppa með grípandi og áheyrilegt popp kappinn sá. Svo er þarna í lokin forvitnileg upptaka frá BBC þar sem Gorillaz þekja The XX slagarann “Crystalised”. Allt þarna á milli er svo auðvitað hlaðborð hlaðið kræsingum fyrir skilningarvitin.

Destroyer – Chinatown

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The High Dials – Uruguay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blackbird Blackbird – Modern Disbelief

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sane Smith – Not In Love (Crystal Castles ft. Robert Smith Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Conner Youngblood – Monsters

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Foster The People – Pumped Up Kicks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pains Of Being Pure At Heart – Heart In Your Heartbreak

Tom Williams & The Boat – True Love Will Find You In The End (Daniel Johnston Cover)

Gorillaz – Crystalised (The XX Cover)