Ný plata frá Girl Talk

Mash-up tónlistarmaðurinn og höfundarréttarþrjóturinn Gregg Gillis, var að gefa út sína fimmtu plötu undir listamannsnafninu Girl Talk. Skífan nefnist All Day og fæst gefins frá og með deginum í dag. Platan inniheldur dansvæna mixtúru af píkupoppi, rappi og klassískum dægurlögum, svipaða þeirri sem hljómaði á plötunum Night Ripper og Feed the Animals, sem öll mannsbörn ættu að þekkja. Meðal þeirra fjölmörgu sem lenda í hakkavélinni eru Black Sabbath, Fugazi, Cindy Lauper, N.W.A og Herbie Hancock. Gregg mælir með því að hlustað sé þessa hljóðrænu klippimynd í heild sinni, en ekki í lagaformi. Það ætti að hámarka stuð-áhrifin.

Það má ná í plötuna á heimasíðu Illegal Arts útgáfunnar eða bara hlusta á hana hér fyrir neðan.

Girl Talk – All Day

BEAKR

BEAKR er listamannsnafn Micah Smith en hann mun hafa samið og fiktað með elektróník og hip-hop undanfarinn áratug eða svo. Hans helsta viðfangsefni þessi misserin er að klæða lög nafntogaðra indie listamanna í glansandi diskógalla eða danshæf átfitt hverskonar. Hefur hann m.a. haft fingurna í lögum listamanna á borð við Lykke Li, Spoon, Hot Chip, Feist, Beach House, Vampire Weekend og Matt & Kim.

Meðfylgjandi eru þrjú remix frá kappanum sem eflaust þykja hæf til undirleiks við afturendaskak helgarinnar.

Feist – Sea Lion Woman (BEAKR remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Temper Trap – Sweet Disposition (BEAKR electro remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hot Chip – I Feel Better (BEAKR electro remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt íslenskt á gogoyoko

Kalli – Last Train Home
Kalli, sem flestir þekkja sem söngvara Tenderfoot, gaf þann 1. september síðastliðinn út sólóplötuna Last Train Home á vegum Smekkleysu. Hér er á ferð einstaklega ljúft, fágað og áheyrilegt kántrý.

Ensími – Gæludýr
Þessi fornfræga rokksveit er vöknuð af átta ára útgáfudvala og gefur í dag út þennan merkigrip. Skylduhlust!

Ólöf Arnalds – Innundir Skinni
Frábær plata frá Ólöfu sem á allt gott skilið enda er hún án efa einn af okkar fremstu lagasmiðum.

amiina – Puzzle
Stúlknasveitin er orðin að kvintett og hljómar fyrir vikið heilsteyptari og þéttari. Mjög góð plata!

Gus Gus – 15 ára
Safnplata frá þessum höfðingjum sem spannar feril þeirra síðustu fimmtán árin.

Orphic Oxtra – Orphic Oxtra
Eldhress og ölvuð balkan- og klezmer gleði frá einni efnilegustu sveit landsins.

Lokahóf DIREKT tónleikaseríunnar á Venue

Lokahóf DIREKT tónleikaseríunnar á TING fer fram á Venue, Tryggvagötu 22, laugardagskvöldið 6. nóvember. Lokahófið hefst strax í kjölfar tónleika Hjaltalín, Wildbirds & Peacedrums og Schola Cantorum sem fara fram í Fríkirkjunni og hefjast kl. 20.00.

Formleg dagskrá hófsins hefst kl 23.00. Þegar líður á kvöldið verður opnað á milli frá Venue inn á barinn Bakkus.

Fram koma:
Skatebård (no)
Captain Fufanu

Allir gestir tónleikaseríunnar Direkt fá frían aðgang í hófið.

Einhverjir miðar verða einnig seldir við hurð (eftir því sem rými leyfir) og kostar 1.000 krónur inn. Engin forsala, þannig að eina leiðin til að tryggja aðgang er miði á tónleika.

Skatebård – Future (Darklight Version)

Captain Fufanu – Unkind

Worriedaboutsatanremix

Íslandsvinirnir í worriedaboutsatan höfðu samband og vildu deila með okkur þremur lögum sem þeir hafa nýlega sett í nýjan búning. Lögin eru eftir Lundúnarsveitina Clock Opera, Manchesterbandið Spokes og White Hinterland en það er listamannsnafn söngkonunnar Casey Dienel.

Lögin er öll frjáls til niðurhals!

Clock Opera – A Piece of String (worriedaboutsatan remix)

Spokes – We Can Make It Out (worriedaboutsatan remix)

White Hinterland – Icarus (worriedaboutsatan remix)

Nýtt lag frá UMTBS

Ég hef það frá öruggum heimildum að tónleikar Últra Mega Teknóbandsins Stefáns á laugardaginn hafi verið magnaðir, en það er ekki efni þessarar færslu. Í miðju hátíðarbrjálæðinu sendu ÚMTBS frá sér nýtt lag. Lagið heitir “Zoo in Sight” (súisæd?) og heldur áfram hinni stórundarlegu tónlistarlegu þróun Teknóbandsins. Einhverju sinni líkti ég þeim við The Fall, en nú langar mig helst að kalla þá hina íslensku Aqua.

Hægt er að hlusta á lagið á Myspace og Gogoyoko svæði bandsins.