Nýtt óútgefið efni frá múm

Hljómsveitina múm þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum en þessi ágæta sveit hefur nú sent frá sér nýja plötu með áður óútgefnu efni. Platan, sem inniheldur 15 óútgefin lög frá árunum 1998-2000, hefur hlotið nafnið Early Birds og fæst hún í forsölu eingöngu á gogoyoko fram til 1. júní.

Hér er sannarlega um hvalreka á strendur tónlistarunnenda að ræða.

Pop Kings – The Master Pop

Ching Ching Bling Bling gengið hefur partíað mikið í gegnum árin með Pop Kings plötuna hans Dr. Gunna á fóninum, sem útgáfan hans Erðanúmúsik gaf út árið 2000. Þetta meistaraverk var gefið út í takmörkuðu upplagi á sínum tíma í 100 tölusettum eintökum en hefur einnig verið fáanlegt frítt til niðurhals á síðu Dr. Gunna. CCBB fannst tími til kominn að hróður plötunnar bærist víðar og fékk leyfi til að dreifa henni stafrænt til fólks áfram. Hún er nú þegar í boði sem ókeypis niðurhal á heimasíðu Ching Ching Bling Bling og verið er að kanna hversu opnar stóru erlendu netbúðirnar eru fyrir að bjóða upp á plötur frítt í ótakmarkaðan tíma en það er eindregin ósk Dr. Gunna. Eins og segir Orðskviðunum: Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.

Dr. Gunni samdi plötuna og tók upp árið 2000 eins og áður sagði en plötuumslagið teiknaði hann sem ungur drengur árið 1975. Hann gerði sér það oft að leik að hanna plötuumslög fyrir ímyndaðar hljómsveitir og var meira að segja með ímyndað plötufyrirtæki. Það hét Holy Records og “gaf út” einar 50 plötur/umslög. Þau umslög eru því miður týnd en The Master Pop með Pop Kings varðveittist. Þegar þetta löngu gleymda umslag kom aftur upp á yfirborðið 25 árum seinna gerði Dr. Gunni sér lítið fyrir, lét drauminn verða að veruleika og samdi lög við plötutitlana. Meðlimir Pop Kings voru og eru þeir kumpánar Tony Bee, Wiljams’ Kidd, Ringo Far og Billy Tover.

Stansað Dansað Öskrað

Í tilefni útgáfu heimildarmyndar um ísfirsku hljómsveitina Grafík og að 30 ár eru liðin frá stofnun hennar verður efnt til sýningar og tónleika í Austurbæ 1. desember n.k. Þar munu m.a. hljóma vinsælustu lög hljómsveitarinnar, lög á borð við “Mér finnst rigningin góð”, “Þúsund sinnum segðu já” og “Presley”. Þessi lög eru farin að skipa fastan sess í flóru íslenskra popplaga og hafa ýmsir tónlistarmenn séð ástæðu til að gera ábreiður af þeim þ.á.m. hljómsveitin Hjálmar og hljómsveitin Ourlives í samstarfi við Barða Jóhansson.

Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Myndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004.

Jafnframt fylgja með tveir diskar með úrvali laga hljómsveitarinnar ásamt tveimur nýjum lögum þ.á.m. laginu “Bláir fuglar” sem þegar er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Lagið er samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga.

Grafík – Húsið og Ég

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt mixtape frá ritstjóra

Það hefur verið frekar rólegt hjá okkur hér á Rjómanum undanfarið sökum anna ritstjórnarmeðlima. Til að bæta lesendum okkar færsluskortinn henti ég í eitt einstaklega áheyrilegt mixtape með eðal 60’s og 70’s sýrupoppi og blúsaðri freak-folk stemmingu. Smellið bara á “play” og njótið.

Rjómalagið 2.nóvember: Savanna Tríóið – Á Sprengisandi

Það virðist vera hálfgerð regla að þegar tónlistarmenn ætla að leita í hinn íslenska þjóðlagaarf þurfa þeir að gera það á steingeldan og leiðinlegan hátt.  Sem er merkilegt því að arfleifð íslenskrar tónlistar er á vissan hátt mjög spennandi – rímur, langspil (wikipedia kallar það “traditional icelandic drone zither”! Hversu geggjað er það?), þorraþrælar, draugar og svo framvegis. Þjóðlagatónlist virðist fyrst og fremst vera ætluð útlendingum með fantasískar hugmyndir um landið, en ekki af kreatívum Íslendingum sem vilja leita í söguna til að skapa eitthvað nýtt. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar að sjálfsögðu – Hrafnagaldur Sigur Rósar er kannski besta dæmið (held reyndar að það sé ekki hægt að takast illa til ef þú færð Steindór Andersen með þér í lið).  Svo hefur reyndar sumum tekist að taka útlendingapakkann með trompi. Savanna Tríóið gerði a.m.k. eina eðalplötu með íslenskum þjóðlögum: Folk Songs From Iceland árið 1964.  Reyndar er hún greinilegt viðbragð við þjóðlagavakningunni sem var í gangi á sama tíma í Bandaríkjunum. Það breytir því þó ekki að hún er stórkostlega skemmtileg – og þá sérstaklega upphafslagið, banjódrifin útgáfa af “Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns við texta Gríms Thomsen.

Savanna Tríóið – Á Sprengisandi

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómalagið 31.október: A-Cads – Down the Road

Suður-Afríska 60’s bílskúrsrokkbandið A-Cads átti a.m.k. einn megahittara í heimalandinu “Hungry for Love” en náði ekki að slá í gegn annars staðar í heiminum og varð bandið mjög skammlíft. Ég man ekkert hvar ég rakst fyrst á “Down the Road” en lagið hefur ítrekað fengið að hljóma í iTunes-inu mínu síðan. Það heitir í sinni upprunalegu útgáfu “(That Place) Down the Road a Piece” og er eftir lagahöfundinn og skemmtikraftinn Don Raye. The Rolling Stones, Chuck Berry og Jerry Lee Lewis hafa allir spreytt sig á laginu en engum tekist jafn vel til og A-Cads.

A-Cads – Down the Road

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

p.s. þessi útgáfa er reyndar frekar geggjuð líka.

Tommy

Fortíðarljóminn hefur heltekið mig undanfarna daga. Nýlega tók ég mig til og gróf upp rokkóperuna Tommy sem The Who gáfu út 1969. Sjálfur hef ég mest dálæti á tónlistinni við kvikmyndaútgáfuna af Tommy sem leikstýrt var af Ken Russell og kom út 1975 en þar eru í aðalhlutverkum Roger Daltrey, söngvari The Who, ásamt þeim Ann-Margret, Oliver Reed, Eric Clapton, Tina Turner, Elton John og Jack Nicholson.

Meðfylgjandi eru brot úr myndinni þar sem þeir Elton John og Eric Clapton eru í aðalhlutverkum. Elton sem “The Champ” og Clapton sem “The Preacher”. Ég ætla ekki að fara nánar út í söguþráð myndarinnar en mæli eindregið með að áhugasamir skelli sér á næstu leigu og leigi sér eintak. Svo verður auðvitað ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvort leikhúsin hér á landi taki sig ekki til að setji verkið upp í staðin fyrir að hjakka á Hárinu eða Jesus Christ Superstar enn eitt skiptið enn?

Elton John – Pinball Wizard

Eric Clapton – Eyesight To The Blind

Rjómalagið 20. ágúst

Í kvöld er menningarnótt í henni Reykjavík. Ef eitthvað er að marka veðurspánna þá ætla veðurguðirnir að færa okkur þriggja flösku veður til að fullkomna hátíðarhöldin. Það er því við hæfi að Rjómalag dagsins sé gullfallegur óður Sigurður Þórarinssonar til höfuðborgarinnar í flutningi Ragnars Bjarnasonar. Það efa ég ekki, ef spáin stenst, að sindra muni vesturgluggar, sem brenni í húsunum, rétt um það leiti sem hámenningin fer að snúast yfir í andhverfu sína.

Ragnar Bjarnason – Vorkvöld í Reykjavík

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Meðfylgjandi mynd er eftir Ingva Lár á Flickr

Rjómalagið 7.ágúst: Patsy Cline – Three Cigarettes in the Ashtray

“Three Cigarettes in the Ashtray” með kántrýdrottningunni Patsy Cline er fullkomið sunnudagslag. Lagið, sem er eftir Eddie Miller og W.S. Stevenson, er ágætis dömp-ballaða,  en silkimjúk og tregafull rödd Patsy tekur lagið upp á annað plan. Hvort sem að maður er að jafna sig eftir erfiða helgi eða undirbúa sig fyrir erfiða viku, er Patsy Cline alltaf yndislegt meðal.

p.s. hefur einhver gert rannsókn á breyttri lengd popplaga í gegnum tónlistarsöguna? Þau hafa klárlega lengst síðan á sjötta áratugnum að minnska kosti. Ég held t.d. að nánast ekkert lag með Patsy fari yfir þrjár mínútur. Less is more?

The Scaffold

Það er nú fátt jafn gleðilegt í sögu gleði- og grínpopptónlistar og Liverpool-sveitin The Scaffold. Þessi merka sveit var skipuð þeim Mike McGear (sem hét réttu nafni Peter Michael McCartney og var bróðir Bítilsins Paul McCartney), Roger McGough og John Gorman.

The Scaffold, sem starfaði með hléum milli áranna 1965 -1977, átti nokkra slagara á sínum tíma og náði einn þeirra, lagið “Lily The Pink”, m.a. fyrsta sæti á smáskífulistanum í Bretlandi. Annað lag sem mikillar hylli naut var lofsöngurinn “Thank You Very Much” en það náði fjórða sæti á breska listanum.

Þar sem enginn þriggja meðlima The Scaffold kunni að spila á hljóðfæri af neinu viti unnu þeir jafnan með hinum ýmsu listamönnum og komu margir nafntogaðir einstaklingar þar við sögu. Fyrir utan Paul og Lindu McCartney og The Wings (auðvitað hjálpaði Bítillinn litla bróður), spiluðu Jack Bruce, Elton John, Graham Nash og Jimi Hendrix allir undir með tríóinu á fyrstu árum þess og Tim Rice, sem síðar átti eftir að semja Jesus Christ Superstar ásamt Andrew Lloyd Webber, söng meira að segja bakraddir í einu lagi.

Hér að neðan eru þrjú vel valin lög. Hittararnir áðurnefndu og svo hressilegt flipp með skátasönginn “Gin Gan Goolie”. Ég held að menn þurfi að vera ansi miklar teflonsálir fái þessir gleðisöngvar þá ekki til þess að brosa þó ekki væri nema út í annað.

The Scaffold – Lily The Pink

The Scaffold – Thank you very much

The Scaffold – Gin Gan Goolie

Ching Ching Bling Bling

Hið vinalega og vænlega útgáfufyrirtæki Ching Ching Bling Bling er í stórsókn þessa dagana og dælir út hverri plötunni á fætur annari. Blingarar hafa einnig verið iðnir við að koma afurðum sínum í dreyfingu um jarðkringluna og geta tónlistarunnendur víðsvegar um heiminn nú nálgast þær á ekki minna en 40 tónlistarveitum á Netinu. Ein þeirra er hin stórgóða tónlistarveita Bandcamp en þar má heyra allar plötur útgáfunnar, gamlar sem nýjar.

Ching Ching Bling Bling á Bandcamp

Ég læt hér fylgja með eitt gamalt og gott með Pornopop af plötunni .​.​.​and the slow songs about the dead calm in your arms sem kom út 2006.

The White Stripes hætta

Hinn gríðarlega magnaði systkina og/eða hjónadúett The White Stripes hefur opinberlega lagt upp laupana.  Í gær birtu þau Jack og Meg White tilkynningu á heimasíðu sinni þess efnis að ekki kæmu út fleiri nýjar plötur frá sveitinni, né kæmi hún fram á tónleikum aftur. Ástæðurnar eru ekki ljósar, en samkvæmt fréttatilkynningunni er það ekki vegna listræns ágreinings, skorts á vilja til að halda áfram né heilsubrests sem þau hætta, heldur einfaldlega til að halda í það fallega sem bandið hefur gert. Barnæskan hefur verið gegnumgangandi þema hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, og því kannski skiljanlegt að hún hafi hætt um leið og komið var inn á táningsaldurinn.

The White Stripes – I fought Piranhas [af The White Stripes]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Hello Operator [af De Stijl]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes var stofnuð í Detroit í Michigan-fylki Bandaríkjanna árið 1997 og því komin á fjórtánda árið. Upprunalega spilaði sveitin pönkað blúsrokk, einfaldar trommur Meg slógu taktinn undir skrækri rödd og skítugum gítar Jacks. Fyrstu tvær plöturnar voru frábærar í öllum sínum hráleika, en sveitin slóg fyrst í gegn með þriðju plötu sinni White Blood Cells, en þá var hljómurinn orðinn poppaðri og slípaðri, og í stað gamallra delta-blúskóvera kom hættulega grípandi gítarrokk. The White Stripes voru strax sett í flokk með öðrum bandarískum rokkböndum sem komu fram á svipuðum tíma, böndum sem litu aftur í tímann eftir áhrifavöldum, voru retro í bæði hljóm og útliti og hétu allar The [eitthvað].

The White Stripes – Hotel Yorba [af White Blood Cells]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Stripes slitu sig þó fljótt úr þeirri skilgreiningu, á meistaraverkinu Elephant gerðu þau ýmsar tilraunir með hljóminn, og sömdu í leiðinni mest grípandi melódíu hins nýja árþúsundar í laginu “Seven Nation Army”. Hljómsveitin varð æ skrýtnari, Jack White undarlegri í háttum, en á sama tíma mikilvirkari. Hann kastaði út sífellt fleiri plötum með hinum fjölmörgu aukaverkefnum sínum, og var í rauninni orðið ljós fyrir þónokkru að White Stripes væri ekki lengur aðal.

Hljómsveitin gaf út 6 breiðskífur á ferlinum, þá síðustu Icky Thump árið 2007. Það er óhætt að segja að meistaraverkin White Blood Cells (2001), Elephant (2003) munu lifa góðu lífi þangað til að dúettinn tekur kombakk eftir ca. 30 ár.

The White Stripes – Bone Broke [af Icky Thump]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Little Ghost [af Get Behind Me Satan]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Black Math [af Elephant]

Rjómajól – 1. desember

Já! Rjómajólin, eins og Jóladagatal Rjómans er kallað, er nú haldin heilög annað árið í röð. Hugmyndin með Rjómajólunum er að rifja upp kynni við skemmtileg, sjaldheyrð og/eða áhugaverð jólalög. Nú eða bara sína fram á að jólalög þurfa ekkert endilega að vera gjörsamlega óþolandi. En fyrst og fremst erum við auðvitað að reyna að lokka fram jólaskapið í fólki og hressa það á þessum dimmustu tímum ársins. Daglega munum við opna einn glugga þar sem finna má jólalegt góðgæti úr ýmsum áttum. Ég vil benda lesendum á að með því að velja flokkinn Jól er hægt að fá allar færslurnar á eina síðu, ásamt því að hægt er grúska í Rjómajólum ársins 2009. Vonandi njótið þið vel og eigið notalega aðventu!

Þegar við opnum gluggann í dag má sjá mynd af einum af (sér)vitringunum þremur. Það er meistarinn Tom Waits vafinn í jólaseríu með sitt stórkostlega lag “Christmas Card From A Hooker In Minneapolis”. Lagið kom fyrst út á plötunni Blue Valentine frá árinu 1978. Jólakort portkonunnar er nú kannski ekkert sérstaklega jólalegt en við látum það liggja á milli hluta í þetta skiptið.

Tom Waits – Christmas Card From A Hooker In Minneapolis

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.