Bubbi – Sögur af ást, landi og þjóð

Í ár eru 30 ár síðan fyrsta sólóplata Bubba Morthens kom út en það var platan Ísbjarnarblús sem kom út 17. júní 1980. Af því tilefni er nú komin út þreföld plata með 60 lögum Bubba frá öllum ferlinum og eru hljómsveitirnar þá taldar með, Utangarðsmenn, Ego, Das Kapital, MX 21 og GCD.

Þessi glæsilega ferilsútgáfa kemur einnig út í sérútgáfu í takmörkuðu upplagi sem inniheldur plöturnar þrjár ásamt DVD-mynddiski með myndböndum frá ferlinum og völdum tónleikaupptökum. Ferilspakkinn inniheldur 60 lög, eins og áður sagði og er eitt nýtt lag á meðal þeirrra en það er nýja lagið “Sól” sem hefur heyrst á útvarpsstöðvum landsins undanfarnar vikur og hefur fengið afar góðar viðtökur.

Með útgáfunni fylgir veglegur bæklingur með myndum frá ferlinum og mikið af áður óbirtum myndum. 30 ára ferilsútgáfa Bubba fékk nafnið Sögur af ást, landi og þjóð en með því heiti er vísða til ýmissa minna í útgáfum og textagerð Bubba í gegnum árin.

Bubbi – Blindsker (með Das kapital)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Nice – America

Meðfylgjandi er upptaka frá BBC frá 1968 þar sem hljómsveitin The Nice fer hamförum í flutningi sínum á “America” eftir Leonard Bernstein. Keith Emerson, sem seinna gekk í Emerson, Lake & Palmer, var frægur fyrir að misþyrma hammond orgelum og sést vel hér hvers vegna.

Já börnin góð. Svona gerðu menn þetta í gamla daga!

Af fingrum fram með Ragga Bjarna og Jóni Ólafs í Salnum

Vinsælasti söngvari íslenskrar dægurlagasögu, Ragnar Bjarnason, verður gestur Jóns Ólafssonar á sviði Salarins í Kópavogi, n.k. fimmtudag, 18.nóvember en þessi “spjallþáttur á sviði” , Af Fingrum Fram, fór aftur af stað í byrjun mánaðarins þegar Gunnar Þórðarson sat fyrir svörum auk þess að fara í gegnum sín vinsælustu lög.

Það sama verður uppi á teningnum í tilfelli Ragnars sem er orðinn 76 ára og hefur því marga fjöruna sopið á gríðarlega löngum og gifturíkum ferli. Kvikmynd um feril Ragnars, Með Hangandi Hendi, er nú sýnd í kvikmyndahúsum og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Hann er flytjandi vinsælasta lags landsins í dag, “Allir eru að fá sér”, ásamt þeim BlazRoca og XXXRotweiler. Rappararnir munu heiðra Ragnar með nærveru sinni þetta kvöld og flytja þennan smell með honum. Auk þessu munu Ragnar og gestgjafinn Jón leika og syngja öll þekktustu lög söngvarans síunga auk þess sem skemmtisögur verða ekki skornar við nögl.

Herlegheitin hefjast kl.20.30.

Ragnar Bjarnason – Nótt í Moskvu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ragnar Bjarnason – Vörkvöld í Reykjavík

Ragnar Bjarnason – Smell Like Teen Spirit

Nýtt íslenskt á gogoyoko

Kalli – Last Train Home
Kalli, sem flestir þekkja sem söngvara Tenderfoot, gaf þann 1. september síðastliðinn út sólóplötuna Last Train Home á vegum Smekkleysu. Hér er á ferð einstaklega ljúft, fágað og áheyrilegt kántrý.

Ensími – Gæludýr
Þessi fornfræga rokksveit er vöknuð af átta ára útgáfudvala og gefur í dag út þennan merkigrip. Skylduhlust!

Ólöf Arnalds – Innundir Skinni
Frábær plata frá Ólöfu sem á allt gott skilið enda er hún án efa einn af okkar fremstu lagasmiðum.

amiina – Puzzle
Stúlknasveitin er orðin að kvintett og hljómar fyrir vikið heilsteyptari og þéttari. Mjög góð plata!

Gus Gus – 15 ára
Safnplata frá þessum höfðingjum sem spannar feril þeirra síðustu fimmtán árin.

Orphic Oxtra – Orphic Oxtra
Eldhress og ölvuð balkan- og klezmer gleði frá einni efnilegustu sveit landsins.

Written in Blood Vol. 1 – 5

Eins sú hyldjúpasta tónlistarlega gullnáma sem ég hef haft þá ánægju að kafa ofan í nýlega birtist mér í formi safnplatnanna Written in Blood sem maður að nafni Nate Ashley setti saman. Segir sagan að hann hafi verið allan síðasta áratug að safna saman tónlistinni í þetta stórmerkilega safn en það inniheldur sjaldgæfa, óútgefna og illfáanlega tónlist úr hryllingsmyndum síðustu hálfrar aldar.

Safnið inniheldur vel yfir 100 lög og er þar að finna verk eftir meistara eins og Ennio Morricone, Johan Soderqvist, Lalo Schifrin, François de Roubaix, Hans Zimmer, Roy Budd og John Carpenter.

Erfitt er að nálgast Written in Blood safnið en áhugasömum bendi ég á að athuga vef Nate Ashley, www.lefthandedlabel.com, eða tónlistarbloggið Ghostcapital en þar er sérstök kynning á safninu.

Ég hvet alla alvöru tónlistaráhugamenn, grúskara, safnara og tónlistarnörda að kynna sér þetta einstaka safn og verða sér úti um eintak sé þess kostur. Hver myndi annars ekki vilja eiga gullmola eins og þá sem hér fylgja í safninu?

Ennio Morricone – Magic and Ecstacy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lalo Schifrin – Scorpio’s Theme

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

François De Roubaix –  Les Dunes D’Ostende

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bruno Nicolai – La Dama Rossa Uccide Sette Volte (Preludio & Titoli)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

15 plötur á 15 mínútum

Eitt vinsælasta athæfið meðal tónlistarunnenda þessa dagana, þá sérstaklega á Facebook, er að búa til lista með yfirskriftinni “15 plötur á 15 mínútum”. Ritstjóri ákvað að misnota stöðu sína og taka þátt í fjörinu og þá auðvitað með tilheyrandi tóndæmum eins og Rjómans er von og vísa.

1. Kiss – Destroyer
Fjórða plata Kiss sem kom út 1976 og var pródúseruð af Bob Ezrin sem m.a. gerði The Wall með Pink Floyd. Þessi mun ávallt vera mín uppáhalds plata.

Kiss – God of thunder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2. Weezer – Weezer
Fyrsta plata Weezer (sú bláa) er af flestum talin þeirra besta plata. Verður bara betri með tímanum.

Weezer – The World Has Turned And Left Me Here

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Rentals – The Return of The Rentals
Eftir að Matt Sharp, fyrrum bassaleikari Weezer, sagði skilið við sveitina stofnaði hann hljómsveitina The Rentals og gaf hún út þessa mögnuðu plötu sem er stútfull af ljúfsáru og grípandi rokki.

The Rentals – Friends of P

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4. Public Enemy – It Take A Nation of Millions To Hold Us Back
Án nokkurs efa ein merkasta og mikilvægasta hip-hop plata sem út hefur komið. Náði 48 sæti á lista Rolling Stone yfir bestu plötur sögunnar.

Public Enemy – Don’t Believe The Hype

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5. Beck – Mellow gold
Platan sem fangaði tilvistarkreppu og tilgangsleysi hinnar svokölluðu X-kynslóðar, sérstaklega með laginu “Loser”.

Beck – Loser

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

6. Radiohead – OK Computer
Magnum opus þeirra Thom Yorke og félaga í Radiohead. Ein besta plata sem gerð hefur verið.

Radiohead – Let Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

7. Mates of State – Bring it Back
Ljúf og grípandi plata frá hjónakornunum og Íslandsvinunum Gardner og Hammel sem teljast verður þeirra besta til þessa.

Mates of State – Fraud in the ’80s

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

8. Interpol – Antics
Þó platan sé í raun beint framhald af forvera sínum, Turn On The Bright Lights, ber hún vitni um aukið öryggi í útsetningum og lagasmíðum og sýnir að með útgáfu hennar náði sveitin að fullkomna hljómheim sinn og ímynd.

Interpol – Last Exit

9. Squarepusher – Hard Normal Daddy
Fyrsta plata Squarepusher hjá Warp útgáfunni. Er hún óður til rave senunnar í Chelmsford, þar sem Tom Jenkinson ólst upp, og er að mörgum talin ein áhrifamesta platan innan IDM og drum n’ bass stefnunnar.

Squarepusher – Beep Street

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

10. Vampire Weekend – Vampire Weekend
Hin heillandi og frumlega planda of barrokk – og afrópoppi og grípandi tónsmíðar eru blanda sem fáir gátu staðist. Þar á meðal ég.

Vampire Weekend – M79

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

11. The Moody Blues – In Search of The Lost Chord
Þemaplata af psychedelic timabili sveitarinnar sem kom út 1968. Á henni sýnir sveitin allar sínar bestu hliðar og fjölhæfni í tónsmíðum og flutningi.

The Moody Blues – House of Four Doors

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

12. Figurines – Skeleton
Önnur breiðskífa þessarar dönsku indie rokk sveitar sem fengið hefur skammarlega litla athygli utan heimalandsins.

Figurines – Other Plans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

13. Flaming Lips – Clouds Taste Metallic
Wayne Coyne voru að mínu mati upp á sitt allra besta á síðasta áratug síðust aldar. Þessi sjötta breiskífa sveitarinnar er með aðgengilegri verkum sveitarinnar og stútfull af létt geggjuðum og grípandi poppsmellum.

Flaming Lips – Bad Days

14. Pixies – Doolittle
Það þarf nú varla að fjölyrða um hana þessa. Klassík!

Pixies – Where Is My Mind?

15. Metallica – Master of Puppets
Hér eru Metallica upp á sitt allra besta og Cliff heitinn Burton í fullu fjöri. Áhrif hans á lagasmíðar sveitarinnar voru ómetanleg og eftir ótímabært fráfall hans árið 1986 tók að margra mati að halla undan fæti hjá Metallica. Meðfylgjandi lag er til vitnis um hversu frjótt samstarf þeirra Hetfield, Ulrich og Burton var.

Metallica – Orion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ég minni á Bee Gees

Eða réttara sagt þá bræður Gibbagibb, Barry, Robin, og Maurice, og feril þeirra fyrir diskó. Það vita það nefnilega furðu fáir en Bee Gee’s áttu farsælan feril sem létt sýrðir mjúkpopparar áður en þeir gerðust ókrýndir kóngar næturlífsins með sándtrakkinu við kvikmyndina Saturday Night Fever. Á þessum áhugaverðari hluta ferils þeirra bræðra var það Robin Gibb sem sá um forsönginn en saman sömdu þeir alla sína smelli sem og að framleiða dágóðan slatta af hitturum fyrir aðra listamenn.

Hafi menn áhuga á að kynnast fyrstu verkum hinna brosmildu og vel tenntu Bee Gees mæli ég eindregið með að viðkomandi grafi upp fyrstu fjórar plötur sveitarinnar sem hún gaf út, eftir að þeir bræður fluttu aftur til Englands frá Ástralíu og gerðust heimsfrægar poppstjörnur. Þetta eru plöturnar Bee Gees 1st (1967), Horizontal (1968), Idea (1968) og tvöfalda þemaplatan Odessa sem kom út snemma árs 1969.

Meðfylgjandi eru tvö lög. Það fyrra er af plötunni Bee Gees 1st en hitt er byrjunarlag Horizontal. Bæði lögin sýna hvernig bræðrunum tókst til við að spreyta sig á óhefðbundnu formi sækadelikunnar og má í þeim báðum heyra eitt af einkennis hljóðfærum þeirrar tónlistarstefnu, mellótronið.

Þetta er gott stöff góðir hálsar. Hlustið vel.

Bee Gees – Every Christian Lion-Hearted Man Will Show You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bee Gees – World

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Enn bætist við á Airwaves 2010

Eins og kom fram í gær hefur sænska poppstjarnan Robyn bæst í hóp þeirra sem spila á Iceland Airwaves hátíðinni í ár og nú hefur raftríóið Moderat frá Berlín bæst við en það samanstendur af þeim þýska Sascha Ring, betur þekktur sem Apparat, og þeim Gernot Bronsert og Sebastian Szary sem skipa Modeselektor. Moderat er ein umtalaðasta og virtasta sveitin í raf/danstónlistar geiranum í dag og hefur fengið framúrskarandi dóma bæði fyrir plötur sínar og ekki síður fyrir frammistöðu sína á tónleikum.

Robyn – Dancing On My Own

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moderat – Rusty Nails

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fleiri stórgóðir erlendir listamenn hafa einnig verið kynntir til leiks: Frá Bretlandi koma Factory Floor og Silver Columns, frá Kanada kemur Snailhouse, frá Bandaríkjunum Toro Y Moi og svo Hundreds frá Þýskalandi.

Factory Floor – Lying

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Toro Y Moi – Leave Everywhere

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Snailhouse – Clean Water

Hundreds – I love my Harbour

Tilgangur Iceland Airwaves er auðvitað að skemmta sem flestum en ekki síður að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis. Gerðir hafa verið samstarfssamningar við tónlistarhátíðina The Great Escape og miðla eins og Clash, Dazed and Confused, Sonicbids o.fl. til að styrkja þetta markmið Airwaves. Einnig er tryggt að aðilar frá tónlistarhátíðum eins og Eurosonic, Roskilde, By:Larm o.fl. mæti á hátíðina. Hátíðin er þannig gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn og einskonar gluggi fyrir erlendan markað.

Nokkur íslensk bönd hafa einnig bæst í hópinn að undanförnu og við kynnum með stolti: Lay Low, For A Minor  Reflection, Captain Fufanu, Haffa Haff, Togga, Bigga Bix, Nolo, Me The Slumbering Napoleon, Rökkurró, Endless Dark, Didda Fel og Emmsje Gauta.

Miðasala á Airwaves hefur farið fyrr af stað í ár en undanfarið. Nú þegar hafa fjölmargir miðar á hátíðina selst. Miðverð er kr. 13.500 en sérstakur afsláttur fyrir félaga í Vildarklúbbi Icelandair er enn í boði. Þann 1. september hækkar miðaverðið svo því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst á www.icelandairwaves.is.

Enska landsliðið 1990

Þó að Englendingar séu búnir að heltast úr heimsmeistaralestinni í ár, er engu að síður við hæfi að rifja upp hina tímalausu snilld “World in Motion” sem hljómsveitin New Order samdi fyrir HM 1990.  Hljómsveitin fékk hjálp frá leikmönnum liðsins við flutninginn, en það hefur verið hefð í Englandi að liðið syngi baráttulag fyrir hverja heimsmeistarakeppni (Fabio Capello, þjálfari, afnam hefðina í ár). Takið sérstaklega eftir stórkostlegu framlagi John Barnes undir lok lagsins.

Black Sabbath

Í ár eru 40 ár liðin síðan samnefnd plata ensku sveitarinnar Black Sabbath kom út en hún var, að mínu viti, sú plata sem hafði hvað mest áhrif á þungarokksöguna og markar í raun upphafið af þungarokki sem tónlistarstefnu. Platan kom út föstudaginn 13. febrúar 1970 og hlaut um leið frábærar viðtökur. Náði hún áttunda sæti á breska listanum og tuttugasta og þriðja sæti á hinum ameríska Billboard lista og sat þar sem fastast í heilt ár.

Þeir Ozzy, Tony, Geezer og Bill flytja okkur hér titillag plötunnar í frábærri live sjónvarps upptöku sem fór fram stuttu eftir að platan kom út. Þið getið rétt ímyndað ykkur viðbrögð friðelskandi hippana þegar þeir heyrðu þessa drungalegu tóna fyrst.

Sannleikurinn um Bitter Sweet Symphony

Eflaust vita flestir tónlistarspekingar söguna af tilurð lagsins “Bitter Sweet Symphony” með hljómsveitinni Verve og lagaflækjurnar, deilurnar og dómsmálið sem sveitin stóð í við Rolling Stones út af því. Fyrir þá sem ekki vita þá skal sagan rakin hér í stuttu máli.

Árið 1966 kom út platan The Rolling Stones Songbook með The Andrew Oldham Orchestra en á henni mátti finna útsetningar af nokkrum þekktum Rolling Stones lögum fyrir sinfóníuhljómsveit. Á þessari ágætu plötu, sem í ljósi sögunnar verður að teljast alger gullmoli, er m.a. að finna lagið “The Last Time” sem Stones höfðu gefið út og gert vinsælt árið áður. Úr þessi lagi, í flutningi og útsetningu The Andrew Oldham Orchestra, sömdu Richard Ashcroft og félagar í Verve um að fá að nota, það sem þeir töldu vera “stuttan hljóðbút”, sem undirstöðu í lag sem seinna kom til með að heita “Bitter Sweet Symphony”.

Þarna liggur einmitt hundurinn grafinn. Skilningur Verve á því hvað kalla má “stuttan hljóðbút” er klárlega ekki sá sami og annara og ætti ekki að vefjast fyrir neinum sem heyra vill að túlkun þeirra á þessu hugtaki er afar frjálsleg. Eftir að hafa heyrt “Bitter Sweet Symphony” þegar það kom út um sumarið 1997 fóru ABKCO Records, fyritæki Allen Klein sem á höfundaréttinn af efni Stones frá fyrstu árum sveitarinnar, í mál við Verve og útgáfufélag þeirra. Það skyldi engan undra að samkomulag náðist í málinu, þar sem höfundarétturinn var dæmdur ABKCO Records og þeim félugum Jagger og Richards sem sömdu upphaflega lagið, enda ljóst að “Bitter Sweet Symphony” var lítið annað en endurgerð af Andrew Oldham útgáfunni með trip-hop takti og texta eftir Ashcroft.

Nú er komið að þér, lesandi góður, að dæma sjálfur um í þessu máli. Hvort kom nú á undan, hænan eða eggið? Hvað finnst þér?

The Verve – Bitter Sweet Symphony

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Andrew Oldham Orchestra – The Last Time

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Týndu Pink Floyd lögin

Hin ágæta sveit Pink Floyd fór á sínum tíma í gegnum nokkur skeið og er það mat þess sem hér skrifar að það skemmtilegasta var sækadelíska skeiðið þegar Syd Barrett leiddi sveitina. Frá þessu tímabili eru þónokkrar smáskífur, breiðskífan Piper at the Gates of Dawn (1967) og hluti A Saucerful of Secrets (1968). Einnig eru til nokkur óútgefin lög frá tímabilinu, sem með tíð og tíma hafa ratað á hina ýmsu bútlega. Þar á meðal eru tvö afar súr lög eftir Syd Barrett sem tekin voru upp haustið 1967, á sama tíma og nokkur lög sem enduðu á Saucerful og smáskífum, og voru líkast til seinustu lögin sem Barrett samdi áður en hann yfirgaf sveitina til að einbeita sér að geðveiki sinni.

Pink Floyd hafði hugsað lögin “Scream Thy Last Scream” og “Vegetable Man” sem væntanlegar smáskífur en jakkafatamennirnir hjá EMI voru á öðru máli og þóttu þau alltof skrýtin til útgáfu. Lögin enduðu því í geymsluhólfum plötufyrirtækisins og hafa aldrei fengið sómasamlega útgáfu. Þessi tvö lög eru stórskemmtilegar vísbendingar um í hvaða átt hljómsveitin hefði kannski þróast ef geðveikin hefði ekki náð Barrett algerlega á sitt vald – þó að líklega hafi hann nú verið langt leiddur þegar hann samdi þau – og hljóma langt frá þeirri músík sem gerði sveitina að stórstjörnum nokkrum árum seinna.

Pink Floyd – Scream Thy Last Scream

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pink Floyd – Vegetable Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tindersticks með nýja plötu

Hin frábæra og á tíðum angurværa sveit Tindersticks sendir frá sér í febrúar frá sér sína 8. skífu (ef sándtrökk, tónleikaskífur og safnplötur eru frátaldar). Platan mun heita Falling Down a Mountain og kemur í kjölfarið á The Hungry Saw sem út kom í fyrra, sú skífa var reyndar með því slakara sem Tindersticks hafa framreitt fyrir áheyrendur en vonast má til að útkoman verði betri nú. Sveitin spilaði eins og flestir muna hér á landi í fyrrhaust og þóttu þeir tónleikar magnþrungir og vonandi að það skili sér á skífunni nýju. Eitt lag hefur verið gert opinbert af gripnum, veskú:

Tindersticks – Black Smoke

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

og rifjum svo upp tvö gömul til gamans

Tindersticks – Another Night In (af Curtains, 1997)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tindersticks – Travelling Light (af Tindersticks II, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pavement saman á ný?

Sá orðrómur hefur heyrst endrum og eins á síðustu tíu árum að stórindísveitin Pavement kunni að taka upp þráðinn á nýju. Fæstir hafa nú lagt mikla trú í slíkar sögusagnir enda voru stofnendur sveitarinnar, Stephen “SM” Malkmus og Scott “Spiral Stairs” Kannberg, víst langt frá því bestu vinir undir lok ferils hennar. Báðir hafa svo verið að dunda sér við annað síðan; Malkmus gefið út fjórar plötur ásamt The Jicks og á tímabili starfrækti Kannberg hljómsveitina Preston School of Industry og er nú að gefa út sólóskífu í október.

Hin ágæta vefsíða Brooklyn Vegan skúbbaði því í gær að samkvæmt afar áreiðanlegum heimildum væri búið að bóka sveitina á nokkra tónleika í Central Park í New York í september á næsta ári. Vefsíðan spekúlerar svo hvort ekki megi vænta heillar tónleikaferðar frá Pavement og þessir tónleikar séu einungis hluti af þeim. Það er kannski ekki tímabært enn að bóka flug – enda engin opinber yfirlýsing komin – en manni má alltaf dreyma, er það ekki?

Pavement – Texas Never Whispers (af Watery, Domestic EP, 1993)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pavement – Father To A Sister Of Thought (af Wowee Zowee, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

—–

edit: Það væri víst óhætt að taka út spurningarmerkið hér í titlinum því Pitchfork hefur fengið það staðfest að sveitin muni spila 21. september 2010 í Central Park … hamingja!

Manstu ekki eftir mér: Megas – Millilending

Aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Veitingastaðnum Nasa fimmtudaginn 10.september næstkomandi. Megas mun þá ásamt Senuþjófunum leika plötu sína Millilending.

Megas - MillilendingÁ tónleikaröð þessari koma fram þekktir íslenskir tónlistarmenn og flytja eigin hljómplötur í heild sinni. Það var hljómsveitin Ensími sem reið á vaðið og lék plötuna Kafbátamúsik fyrir troðfullu húsi þann 11.júní síðastliðinn. Tónleikaröðin er samstarfsverkefni Reykjavík Grapevine og Rafskinnu.

Millilending kom út árið 1975 og er önnur plata Megasar. Á henni er að finna nokkur af þekktustu lögum hans svo sem “Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig”, “Ég á mig sjálf (söngurinn hennar Diddu)”, “Sennilega það síðasta (sem víkingurinn mælti um og eftir fráfall sitt) og “Ragnheiður biskupsdóttir”. Það var hljómsveitin Júdas sem lék með Megas á plötunni en á tónleikunum á Nasa munu það vera Senuþjófarnir sem spila með honum

Millilending var í 38. sæti í kosningu á plötu aldarinnar sem vel valinn hópur sérfræðinga valdi árið 2001 í tengslum við rokksögulega bók Dr. Gunna, “Eru ekki allir í stuði”. Millilending var í efstu 50 sætunum í valinu um 100 bestu plötur Íslandssögunnar í kosningu sem Tónlist.is stóð fyrir á árinu.

Miðasala á tónleikana er á midi.is og í verslunum Skífunnar og er miðaverð aðeins kr.2000.- Tónleikarnir hefjast síðan kl. 22 að kveldi fimmtudagsins 10. september

Tónleikarnir eru gerðir í samstarfi við Rás 2.

Verum þakklát

Jæja, forsetinn er búinn að staðfesta Icesave og önnur hver fjölskylda á landinu er á leiðinni á hausinn. Það þýðir þó ekkert að velta sér upp úr volæði endalaust og betra er að rifja upp boðskap William DeVaughn um að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. “Be Thankful For What You Got” kom út á samnefndri plötu árið 1974 og hefur verið þakið af hinum ýmsu tónlistarmönnum, t.d. tók Arhtur Lee lagið upp með sveit sinni Love á Reel To Real (1974), Massive Attack tækluðu lagið á frumburði sínum, Blue Lines (1991), Yo La Tengo sungu það með sínu nefi á Little Honda EP (1998) og nú síðast árið 2004 byggði Ludacris lag sitt “Diamond In The Back” á smelli DeVaughn (þó hann hafi reyndar snúið boðskap lagsins á haus).

Þó að lagið hafi líklega verið samið með fátæka blökkumenn í huga þá á boðskapurinn ekki síður erindi við Íslendinga, hvort sem þeir séu enn með timburmenn eftir 2007-fylleríið eða höfðu aldrei efni á að taka þátt í því.

Though you may not drive a great big Cadillac
Gangsta whitewalls
TV antennas in the back
You may not have a car at all
But remember brothers and sisters
You can still stand tall

Just be thankful for what you’ve got

William DeVaughn – Be Thankful For What You Got

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Love – Be Thankful For What You Got

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Massive Attack – Be Thankful For What You’ve Got

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Yo La Tengo – Be Thankful For What You Got

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Ludacris – Diamond in the Back

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Óútgefið Elliott Smith lag í leitirnar

Já, það ku vera býsnin öll af óútgefnum Elliott Smith lögum til – eða svo segja sögusagnir að minnsta kosti. Hvenær við pöpullinn fáum svo að heyra herlegheitin er ekki gott að segja, en vonandi verða þessi lög einhvern tímann gefinn út með viðhöfn. Eitt lag poppaði þó upp nýlega og heitir stykkið “Grand Mal”, þessi lagatitill var víst upphaflegt vinnuheiti plötunnar XO (1998) svo líklega er lagið afgangslag frá þeim tíma.

Elliott Smith – Grand Mal

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt frá Daniel Johnston

is andUppáhalds geðsjúklingur jaðarpoppara hefur lengi vel verið Texas-búinn Daniel Johnston, sem fyrir um 30 árum hóf að gefa út heimaframleiddar snældur með einlægri og bráðskemmtilegri músík. Þrátt fyrir að hafa verið ótrúlega afkastamikill hér í eina tíð hefur nýtt efni verið stopult frá kallinum og síðasta eiginlega breiðskífa kom út árið 2003 (ýmsar safn- og tónleikaplötur hafa reyndar komið út síðan). Í október er svo loksins ný plata væntanleg og mun bera heitið Is and Always Was og er lagið “Freedom” það fyrsta sem opinberað er af skífunni.

Daniel Johnston – Freedom

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er ómögulegt að rifja upp feril Johnston í fáum orðum en áhugasömum er bent á hina stórkostlegu heimildarmynd The Devil and Daniel Johnston sem segir ótrúlega sögu tónlistarmannsins og baráttu hans við geðræna kvilla. Daniel hefur að sjálfsögðu haft nokkur áhrif á aðra jaðartónlistarmenn, enda einstakur í sinni röð og meðal þeirra sem tæklað hafa lög hans eru Yo La Tengo, Tom Waits, TV On The Radio, Beach House og Beck. Það er því ekki hægt skilja við Daniel Johnston án þess að finna til einhver tóndæmi af eldri verkum, veskú:

Daniel Johnston – Grievances (af Songs of Pain, 1981)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Daniel Johnston – Casper the Friendly Ghost (af Yip / Jump Music, 1983)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Daniel Johnston – True Love Will Find You In The End (af Retired Boxer, 1984)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Daniel Johnston – Go (af Respect, 1985)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Daniel Johnston – Some Things Last A Long Time (af 1990, 1990)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.