Sérstök strengjaútgáfa af Vulnicura er komin út

Tónlistin á upprunalegu Vulnicura samanstendur af elektrónískum bítum, áhrifamiklum laglínum og frábærum strengjaútsetningum eftir Björk sem hafa verið fluttar á tónleikum með 15 manna strengjasveit. Hin nýja órafmagnaða útgáfa plötunnar, samanstendur einungis af strengjum rödd og einleik Unu Sveinbjarnardóttur.

Björk notar eina Viola Organista hljóðfærið í heiminum á plötunni. Hljóðfæri sem var upprunalega hannað af Leonardo Da Vinci en ekki byggt fyrr en eftir hans lífstíð. Upptökur á hljóðfærinu voru gerðar í Kraká (Póllandi) af Slawomir Zubrzycki sem jafnframt smíðaði það.

Kimono vantar hjálp ykkar að endurútgefa plötur þeirra á vínyl

Kimono

Til að fagna 13 ára afmæli sínu ætlar hljómsveitin Kimono að endurútgefa á vínyl plöturnar Mineur-Aggressif (2003), Arctic Death Ship (2005) og Easy Music for Difficult People (2009). Til að útgáfan verði að veruleika óskar sveitin eftir aðstoð aðdáanda sinna og tónlistarunnenda víðsvegar og hefur hún farið af stað með forsölu-herferð til að hjálpa til við að framleiða og dreifa plötunum. Hver plata kemur í takmörkuðu upplagi og verður endurhljóðjöfnuð (re-mastered) og pressuð á glæsilegan 180 gr. vínyl í númeruðum tvöföldum (gatefold) hulstrum. Hver plata mun innihalda listaverk í sérstakri útgáfu, þar á meðal einstakar myndir frá Hugleiki Dagssyni og textablöðum inni í albúminu.

Nánari upplýsingar um forsöluherferðina má finna á vefsíðunni Karolinafund.

Umræddar plötur má heyra í heild sinni hér að neðan:

Útgáfur Synthadelia Records

Nú eru 9 nýjar útgáfur komnar út frá íslensku plötuútgáfunni Synthadelia Records. Í þetta sinn eru þetta bæði endurútgáfur af fyrri plötum frá listamönnum útgáfunnar auk nýrra platna nú rétt fyrir jólin.

Með nýjar plötur má nefna Samsara, Trausta Laufdal, Michael Dean Odin Pollock & Sigga Sig og svo gamlar plötur í endurútgáfu með Lokbrá, Hjörvari (Stranger) og Indigo. Einnig væntanlegar fyrir jólin eru plötur með Grúsku Babúsku, Enkídú og jóladiskó með Sir Dancelot úr rafrænu deildinni.

Snemma á næsta ári eru svo a.m.k tvær nýjar plötur væntanlegar með þeim Indigo og Hjörvari.

Synthadelia Records hefur áður gefið út á fimmta tug platna síðan á jóladag 25. Desember árið 2010, þegar þeir félagar Vilmar Pedersen og Jón Schow stofnendur Synthadelia gáfu út sitt eigið lag “Let the Party Start” á netinu undir sama nafni og útgáfan.

Botnleðja gefur út safnplötu og heldur útgáfutónleika í Austurbæ

Botnleðja - Þegar öllu er á botninn hvolft

Botnleðja er með líflegri og skemmtilegri jaðarsveitum síðustu áratuga og er það afar ánægjulegt fyrir Record Records að hlotnast þann heiður að gefa út fyrstu safnplötu sveitarinnar er nefnist Þegar öllu er á botninn hvolft. Til að fagna þessari veglegu útgáfu heldur Botnleðja útgáfutónleika í Austurbæ, fimmtudagskvöldið 27. júní. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. júní kl. 10:00 á Miði.is.

Þegar öllu er á botninn hvolft er tvískipt safnplata sem inniheldur tvo geisladiska. Fyrri diskurinn inniheldur átján lög og þar af eru sextán bestu lög þeirra af breiðskífum sveitarinnar, sem eru fimm talsins. Einnig inniheldur fyrri diskurinn tvö glæný lög, „Slóði“ og „Panikkast“ sem er þegar farið að hljóma á öldum ljósvakans. Seinni diskurinn innheldur áður óútgefnar upptökur, ábreiður sveitarinnar á lögum tónlistarmanna eins og Devo og Megas, enskar útgáfur laga, endurhljóðblandanir og tónleikaupptökur með Botnleðju sem ávallt hefur þótt frábær tónleikasveit.

Ný smáskífa frá Steve Sampling

Steve Samplin - Courage

Föstudaginn síðastliðinn kom út á vegum Möller Records smáskífan Courage með íslenska raftónlistarmanninum Steve Sampling ásamt söngvaranum Simon Latham. Skífan inniheldur tvö lög, smáskífuna “Courage” og B hliðina “Catch my breath again” og syngur Simon Latham í því fyrra.

Arnþrúður

Arnþrúður

Í gær kom út maxi singullinn “Arnþrúður” með tónlistarmanninum Skurken. Verkið inniheldur endurgerðir eftir mörgum af vinsælustu raftónlistarmönnum landsins, m.a. Ruxpin, Futuregrapher, Tanya & Marlon ofl. “Arnþrúður” er tekin af plötunni Gilsbakki, sem kom út árið 2011 og fékk frábæra dóma – bæði hér heima og erlendis. Hægt er að nálgast “Arnþrúði” á vefsvæði Möller Records – gegn því að viðkomandi tvíti um hana eða pósti á facebook.

Dias

Hljómsveitinni Dias, sem bar sigur úr bítum í keppninni Sumar í Sýrland hérna um árið og lenti einnig í 3. sæti í Remix Keppni Blaz Roca, var að gefa út nýtt, eldhresst lag sem heitir “Girls”.

Af því að Dias hefur ekki fengið inni á Rjómanum áður er annað ekki hægt en að skella eins og einu lagi til viðbótar með. Hér að neðan hljómar því eitt af eldri lögum sveitarinnar, lagið “If you.”

Pop Kings – The Master Pop

Ching Ching Bling Bling gengið hefur partíað mikið í gegnum árin með Pop Kings plötuna hans Dr. Gunna á fóninum, sem útgáfan hans Erðanúmúsik gaf út árið 2000. Þetta meistaraverk var gefið út í takmörkuðu upplagi á sínum tíma í 100 tölusettum eintökum en hefur einnig verið fáanlegt frítt til niðurhals á síðu Dr. Gunna. CCBB fannst tími til kominn að hróður plötunnar bærist víðar og fékk leyfi til að dreifa henni stafrænt til fólks áfram. Hún er nú þegar í boði sem ókeypis niðurhal á heimasíðu Ching Ching Bling Bling og verið er að kanna hversu opnar stóru erlendu netbúðirnar eru fyrir að bjóða upp á plötur frítt í ótakmarkaðan tíma en það er eindregin ósk Dr. Gunna. Eins og segir Orðskviðunum: Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.

Dr. Gunni samdi plötuna og tók upp árið 2000 eins og áður sagði en plötuumslagið teiknaði hann sem ungur drengur árið 1975. Hann gerði sér það oft að leik að hanna plötuumslög fyrir ímyndaðar hljómsveitir og var meira að segja með ímyndað plötufyrirtæki. Það hét Holy Records og “gaf út” einar 50 plötur/umslög. Þau umslög eru því miður týnd en The Master Pop með Pop Kings varðveittist. Þegar þetta löngu gleymda umslag kom aftur upp á yfirborðið 25 árum seinna gerði Dr. Gunni sér lítið fyrir, lét drauminn verða að veruleika og samdi lög við plötutitlana. Meðlimir Pop Kings voru og eru þeir kumpánar Tony Bee, Wiljams’ Kidd, Ringo Far og Billy Tover.

Stansað Dansað Öskrað

Í tilefni útgáfu heimildarmyndar um ísfirsku hljómsveitina Grafík og að 30 ár eru liðin frá stofnun hennar verður efnt til sýningar og tónleika í Austurbæ 1. desember n.k. Þar munu m.a. hljóma vinsælustu lög hljómsveitarinnar, lög á borð við “Mér finnst rigningin góð”, “Þúsund sinnum segðu já” og “Presley”. Þessi lög eru farin að skipa fastan sess í flóru íslenskra popplaga og hafa ýmsir tónlistarmenn séð ástæðu til að gera ábreiður af þeim þ.á.m. hljómsveitin Hjálmar og hljómsveitin Ourlives í samstarfi við Barða Jóhansson.

Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Myndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004.

Jafnframt fylgja með tveir diskar með úrvali laga hljómsveitarinnar ásamt tveimur nýjum lögum þ.á.m. laginu “Bláir fuglar” sem þegar er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Lagið er samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga.

Grafík – Húsið og Ég

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Quarashi Anthology

Út er komin safnplata hljómsveitarinnar Quarashi sem nefnist Anthology en um er að ræða 42 laga safnpakka frá 8 ára ferli hljómsveitarinnar. Tónlist.is býður uppá tvö áður óútgefin (og óheyrð) Quarashi lög í kaupbæti með plötunni en þau verða aðeins fáanleg hjá okkur. Þetta eru lögin “Shady Lives” sem var gert með Opee árið 2003, stuttlega eftir að “Mess it Up” varð vinsælt og lagið “An Abductee” sem var gert fyrir Jinx en rataði ekki á plötuna.

Anthology pakkinn sjálfur er svo stútfullur af vinsælu og sjaldgæfu efni frá Quarashi. Sjaldan eða aldrei hefur hljómsveit náð að gera upp feril sinn með jafn skilvirkum hætti án þess þó að vera einungis að gefa út áður útgefið efni. Pakkinn er því bæði hugsaður fyrir þá sem vilja eignast öll vinsælustu lög sveitarinnar í hvelli og hörðustu aðdáendurna sem vilja fá meira fyrir sinn snúð. Þannig vill sveitin kveðja aðdáendur sína – með því að tryggja að hinsta útgáfa Quarashi sé sem glæsilegust.

Quarashi – Shady Lives (feat. Opee)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bang Gang í Rokklandi á sunnudaginn

Barði kemur í opinbera heimsókn í Rokkland á morgun og því ætti enginn að missa af. Rokkland er á dagskrá Rásar 2 á sunnudögum kl. 16.05 og er endurtekinn á þriðjudagskvöldum kl. 22.10. Svo má auðvitað hlusta á vefnum í 4 vikur eftir flutning hér : http://dagskra.ruv.is/nanar/10726/

Eins og lesendur Rjómans vita eflaust er nýútkomið safn bestu laga Bang Gang en þar má einnig finna þekjur fjölda listamanna á lögum sveitarinnar. Meðal þeirra er þessi magnaða útgáfa Singapore Sling á laginu “One More Trip” og hljómar það hér að neðan.

Singapore Sling – One More Trip (Bang Gang cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bubbi – Sögur af ást, landi og þjóð

Í ár eru 30 ár síðan fyrsta sólóplata Bubba Morthens kom út en það var platan Ísbjarnarblús sem kom út 17. júní 1980. Af því tilefni er nú komin út þreföld plata með 60 lögum Bubba frá öllum ferlinum og eru hljómsveitirnar þá taldar með, Utangarðsmenn, Ego, Das Kapital, MX 21 og GCD.

Þessi glæsilega ferilsútgáfa kemur einnig út í sérútgáfu í takmörkuðu upplagi sem inniheldur plöturnar þrjár ásamt DVD-mynddiski með myndböndum frá ferlinum og völdum tónleikaupptökum. Ferilspakkinn inniheldur 60 lög, eins og áður sagði og er eitt nýtt lag á meðal þeirrra en það er nýja lagið “Sól” sem hefur heyrst á útvarpsstöðvum landsins undanfarnar vikur og hefur fengið afar góðar viðtökur.

Með útgáfunni fylgir veglegur bæklingur með myndum frá ferlinum og mikið af áður óbirtum myndum. 30 ára ferilsútgáfa Bubba fékk nafnið Sögur af ást, landi og þjóð en með því heiti er vísða til ýmissa minna í útgáfum og textagerð Bubba í gegnum árin.

Bubbi – Blindsker (með Das kapital)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt íslenskt á gogoyoko

Kalli – Last Train Home
Kalli, sem flestir þekkja sem söngvara Tenderfoot, gaf þann 1. september síðastliðinn út sólóplötuna Last Train Home á vegum Smekkleysu. Hér er á ferð einstaklega ljúft, fágað og áheyrilegt kántrý.

Ensími – Gæludýr
Þessi fornfræga rokksveit er vöknuð af átta ára útgáfudvala og gefur í dag út þennan merkigrip. Skylduhlust!

Ólöf Arnalds – Innundir Skinni
Frábær plata frá Ólöfu sem á allt gott skilið enda er hún án efa einn af okkar fremstu lagasmiðum.

amiina – Puzzle
Stúlknasveitin er orðin að kvintett og hljómar fyrir vikið heilsteyptari og þéttari. Mjög góð plata!

Gus Gus – 15 ára
Safnplata frá þessum höfðingjum sem spannar feril þeirra síðustu fimmtán árin.

Orphic Oxtra – Orphic Oxtra
Eldhress og ölvuð balkan- og klezmer gleði frá einni efnilegustu sveit landsins.

Jóhann G. og Óðmenn

Í ár eru 40 ár liðin síðan tvöfalda albúm Óðmanna, sem var fyrsta íslenska „double albúmið“, kom út og því tímabært að fagna tímamótunum. Þessi samnefnda plata varð eina breiðskífa sveitarinnar áður en samstarfinu lauk en hún hefur þó lifað góðu lífi í manna minnum allt frá því hún kom út. Platan var tekin upp í Kaupmannahöfn um haustið 1970 og var valin plata ársins af gagnrýnendum sama ár.

Þessi merki gripur var endurútgefinn á heimsvísu fyrr á árinu á vegum Normal Records sem, auk þess að gefa út Bollywood tónlist, virðist sérhæfa sig í endurútgáfu sígildra rokkplatna.

Óðmenn – Orð-Morð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Óðmenn – Þær Sviku

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars er það að frétta af fyrrum forsprakka Óðmanna, Jóhanni G. Jóhannssyni, sem hóf farsælan sólóferil eftir að Óðmenn hættu, að hann gaf nýverið út plötuna Johann G in English sem er heildarsafn laga hans á ensku. Með honum á plötunni eru fjöldinn allur af kunnustu flytjendum landsins og má m.a. nefna Daníel Ágúst, Stefán Hilmarsson, Emilíu Torrini, Stínu Ágústsdóttur og systkynin KK og Ellen.

Plötur Jóhanns og Óðmann má nálgast á Broadjam vef Jóhanns en þar er einnig að finna flestar ef ekki allar útgáfur á vegum þessa afkastamikla lagasmiðs.

JohannG – No need for goodbyes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stina August – Dead man’s dance

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG og Stefanía Svavarsdóttir – Critic song

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

JohannG – Gone forever

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

We Were So Turned On : A Tribute to David Bowie

Þann 6. september síðastliðinn kom út safnplatan We Were So Turned On : A Tribute to David Bowie af Manimal Vinyl styrktar War Child samtökunum í Bretlandi. Á plötunni má heyra tónlistarmenn á borð við Duran Duran, Carla Bruni, Devendra Banhart, Vivian Girls, Edward Sharpe and the Magnetic Zeros og A Place to Bury Strangers spreyta sig á lögum Bowie en þetta er, svo ég best veit, eina tribjút platan sem gerð hefur verið með hans blessun.

Það er skemmst frá því að segja að platan er stórgóð skemmtun og frábær upplifun og einkar áhugavert er að heyra alla helstu smelli Bowie í jafn ólíkum og óvenjulegum útsetningum. Einnig grunar mig að þetta áhugaverða framtak muni brúa kynslóðabilið og vekja áhuga yngra fólks verkum Bowie. Svo er auðvitað málefnið bæði þarft og gott.

Devendra Banhart and Megapuss – Sound And Vision

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

A Place To Bury Strangers – Suffragette City

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Warpaint – Ashes To Ashes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Best of Bang Gang

Hljómsveit Barða Jóhannssonar, Bang Gang ætti að vera landsmönnum að góðu kunn. Eftir að hafa starfað í rúman áratug við góðan orðstír er nú búið að safna bestu lögum sveitarinnar á eina plötu Best of Bang Gang. Bestu Bang Gang lögin inniheldur m.a. “Sacred Things”, “So Alone”, “Sleep”, “Stop In the Name of Love”, “The World Is Gray”, “I Know You Sleep”, “So Alone”, “Find What You Get” sem öll hafa hljómað í viðtækjum landsmanna og því orðin eins og fjölskylduvinir.

Þetta samansafn af bestu lögum sveitarinnar hefur einnig að geyma annan geisladisk þar sem fremstu flytjendur landsins gera lög Bang Gang að sínum eigin. Hljómsveitirnar og flytjendurnir sem eru í þessum pakka eru: Dikta, Mammút, Daníel Ágúst, Páll Óskar, Bloodgroup, Ourlives, Singapore Sling, Eberg, Bjarni Þór Jensson (Cliff Clavin) og Arnar Guðjónsson (Leaves).

Til þess að gera útgáfuna ennþá veglegri má finna mikið af aukaefni á Tónlist.is. eða samtals 13 aukalög. Fylgja þau lög bæði með geisladisknum og eins ef diskarnir eru keyptir beint á tónlist.is eru þetta hvort tveggja endurhljóðblandanir og óútgefið efni.

Bang Gang – So Alone

Bang Gang – Stop in the name of love