Nýtt frá Þóri Georg

Tónlistarmaðurinn Þórir Georg senia frá sér nýverið lagið “Afmæli” en það er að finna á væntanlegri breiðskífu hans, I Will Die and You Will Die and it Will be Alright, sem kemur út í lok október hjá Kimi Records. Lagið er tilraun Þóris til að semja hið klassíska ástarbréf til eiginkonu sinnar og varð til á afmælisdegi hennar, 4. september 2011, er Þórir beið eftir að hún kæmi heim úr vinnunni. Á smáskífunni er að auki að finna b-hliðar lagið “Aldrei” sem og fyrstu upptöku Þóris á “Afmæli”.

Svavar Knútur – Ölduslóð

Hinn ljúfi og einlægi Svavar Knútur sendi frá sér nýja plötu sem nefnist Ölduslóð um miðjan síðasta mánuð. Á henni er að finna 10 ljúfsár og tilfinningarík lög, sungin ýmist á ensku eða íslensku, sem látið hafa vel í eyrum Rjómans. Mun þetta vera þriðja plata söngvaskáldsins en á henni nýtur hann m.a. aðstoðar tékknesku söngkonunar Markéta Irglová, Helga Hrafns Jónssonar og Péturs Grétarssonar.

Meðfylgjandi eru tvö lög af plötunni en hið fyrra flytur Svavar ásamt hinni tékknesku Irglová.

Shearwater

Eitt af áhugaverðari atriðum sem undirritaður ætlar sér að sjá á komandi Airwaves hátíð er Texas-sveitin Shearwater sem stofnuð var 1999 af nokkrum meðlimum Okkervil River. Sveitin hefur gefið út einar átta plötur og kom sú nýjasta, Animal Joy, út í byrjun þessa árs.

Shearwater flytur örlítið tilraunakennda en afar fágaða og oft ljúfa tónlist. Það mætti nota skilgreininguna “fólk-rokk með keim af kántrí” til að lýsa tónlist sveitarinnar en hún er, að mér finnst, talsvert dýpri og persónlegri en það.

Hér er myndband af Jonathan Meiburg, forsprakka sveitarinnar, að flytja hið stórgóða lag “Castaways” af plötunni The Golden Archipelago sem kom út fyrir um tveimur árum.

Hér eru svo tvö lög með Shearwater svona til að gefa ykkur smá hugmynd um hvernig sveitin hljómar í öllu sínu veldi. Þeir sem vilja kynnst bandinu betur er bent á að verða sér út um þríleikinn sem plöturnar Palo Santo (2006), Rook (2008) og The Golden Archipelago (2010).

High and Low

High and Low var stofnuð í lok árs 2010 af Þorvaldi Þorvaldssyni söngvara og gítarleikara. Þorvaldur hefur undanfarin ár búið úti í Þýskalandi og starfar þar sem tónlistarmaður. Annar Íslendingurinn í sveitinni, auk Þorvaldar, er kontrabassaleikarinn Haraldur Guðmundsson og hafa þeir starfað saman um árabil, m.a. í hljómsveitunum Groundfloor og Soundpost. Aðrir meðlimir High and Low eru Austurríkismaðurinn Camillo Mainque-Jenny (trommur) og Þjóðverjarnir Isabella Standl (Söngur) og Stefan Bachmann (Klarinett/Saxófónn).

Fyrsta plata sveitarinnar, Narrow Road, verður gefin út fyrir Þýskalandsmarkað af Timezone-Records og kemur hún út þann 28. September næstkomandi. Platan fer þá einnig í alþjóðlega digital dreifingu og verður m.a. fáanleg á gogoyoko.com.

Contalgen Funeral gefa út Pretty Red Dress

Í sumar kom út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Contalgen Funeral. Platan inniheldur 12 lög, flest samin af söngvara- og gítarbanjóleikara bandsins, Andra Má Sigurðssyni, en hann stofnaði hljómveitina árið 2010 ásamt gítarleikaranum Kristjáni Vigni Steingrímssyni. Árið 2011 bættist restin af bandinu við, Gísli Þór Ólafsson (kontrabassi og baksöngur), Sigfús Arnar Benediktsson (trommur og fleiri hljóðfæri), Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (söngur, skeiðar og greiða) og Bárður Smárason (básúna og baksöngur).

Bandið er frá Sauðárkróki og þar starfrækir Sigfús Arnar Benediktsson stúdíóið Stúdíó Benmen og var platan tekin þar upp undir hans stjórn í byrjun þessa árs. Áður hafði komið út stuttskífan Gas Money.

Á Sauðárkróki var einnig nýlega haldin tónlistarhátíðin Gæran en bandið kom fram þar og hefur einnig spilað á þessu ári á Blúshátíð í Reykjavík, Rauðasandur Festival og á Bræðslunni. Í fyrra spilaði bandið á Iceland Airwaves og verður þar einnig í haust.

Tónleikaröð Súfistans : Snorri Helgason

Föstudaginn 24. ágúst næstkomandi kemur Snorri Helgason fram á hinni sívinsælu tónleikaröð Súfistans í Hafnarfirði.

Snorri á að baki litríkan feril bæði sem einyrki og sem meðlimur hinnar gríðarvinsælu Sprengjuhallar sem gaf út 2 tvær metsöluplötur á stuttum líftíma sveitarinnar.

Árið 2009 kom fyrsta plata Snorra, I’m Gonna Put My Name On Your Door út og svo fyrir tæpu ári síðan gaf hann út plötuna Winter Sun sem hefur hlotið mikið lof bæði hérlendis og erlendis.

Tónleikarnir byrja á slaginu 16:00, frítt er inn og ef veður leyfir þá bregður Snorri sér út á pall undir berum himni og lætur leika.

Snorri Helgason – Mockingbird

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cheek Mountain Thief gefur út breiðskífu

Breiðskífan Cheek Mountain Thief með Cheek Mountain Thief kom út á vegum Kimi Records föstudaginn 17. ágúst. Hljómsveitina leiðir breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay (Tunng) en aðrir meðlimir eru íslenskir. Platan inniheldur 10 lög úr smiðju hans og flokkast sem folk tónlist undir vægum sýruáhrifum.

Meðal gesta á plötunni má nefna Mugison, Sindra Má Sigfússon (Seabear, Sin Fang), Sigurlaugu Gísladóttur (Mr. Silla, múm) og Bartónar, karlakór Kaffibarsins.

Um upptökur sá Mike Lindsay sjálfur en um hljóðblöndun sá Gunnar Tynes (múm). Umslagshönnun var á höndum listamannsins Hörpu Daggar Kjartansdóttur. Platan kemur samtímis í Evrópu á vegum breska útgáfufélagsins Full Time Hobby.

Nýtt lag frá Contalgen Funeral

Út er komið lagið “Not Dead Yet” með Contalgen Funeral en lagið er undanfari fyrir fyrstu breiðskífu bandsins Pretty Red Dress. Hljómsveitin er nýbúin að spila á Rauðasandur Festival og kemur fram á Bræðslunni í lok júlí og á Gærunni í ágúst.

Contalgen Funeral – Not Dead Yet

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Synthadelica í sókn. Gefa út Jóhann Kristinsson og Indigo

Áhugaverðir tónar berast okkur frá netútgáfunni Synthadelika en þar á bæ hafa menn verið iðnir við að gefa út íslenskt jaðarpopp og dreifa á hinar ýmsu tónlistarveitur. Umræddir tónar koma frá listamönnunum Jóhanni Kristinssyni, af væntanlegri breiðskífu hans, og Indigo, sem einnig hyggur á breiðskífu útgáfu.

Eitthvað hefur mér reynst erfitt að finna upplýsingar um þessa listamenn, fyrir utan að Jóhann hefur áður gefið út tvær plötur, en tónlist þeirra segir jú allt sem þarf og látum við hana því hljóma. Gerið svo vel.

Ummi kemur með sumarið

Listamaðurinn Ummi Guðjónsson sem sendi frá sér smáskífuna “Bergmálið” fyrr á árinu sendir nú frá sér nýja smáskífu sem ber nafnið “Sumarið er komið aftur” og er hún önnur smáskífan af væntanlegri breiðskífu Umma sem koma mun út síðar á þessu ári.

Tónlistarmenn sem lögðu hönd á plóg við upptökur smáskífunar, ásamt Umma sem syngur og spilar á gítar, munnhörpu og ukulele eru: Íris Birgisdóttir – söngur, Kåre Jonesen – bassi, Kristoffer Jul Reenberg – orgel, Snorri Sigurðarson – trompet og Ritvélastjórinn Jónas Sigurðsson sem spilar á trommur og gítar. Um hljóðblöndun sá Hafþór Karlsson.

Edward Sharpe and The Magnetic Zeros – Here

Eitt það áhugaverðasta sem borist hefur mér til eyrna nýverið erlendis frá er nýja platan frá nýaldarhippagenginu í sveitinni Edward Sharpe and The Magnetic Zeros. Á henni hefur þessum hárfagra og skeggjaða hóp tekist á einstakan hátt að hræra saman hinum ýmsu stefnum og straumum í afar bragðmikla tónasúpu sem, eins og allar góðar súpur, bragðast ávallt betur þegar hún er hituð upp daginn eftir (myndlíkingin er kannski orðin frekar óljós en ég held flestir viti hvað ég meina).

Platan mun koma formlega út núna eftir helgi en hana má þó heyra í heild sinni hér að neðan í boði NPR.

Nýtt lag frá 1860

Ljúflingarnir í 1860 sendu í gær frá sér nýtt lag af væntanlegri breiðskífu sem áætlað er að komi út í haust. Lagið heitir “Go Forth” og hljómar hér að neðan í allri sinni angurværu dýrð.

Erlent á Airwaves 2012 : Daughter og Django Django

Það ætti ekki að hafa fraið fram hjá neinum að undirbúningur fyrir næstu Airwaves hátíð er fyrir löngu hafinn og þegar búið að tilkynna fyrstu staðfestu atriðin. Allir vita eflaust að Sigur Rós mun vera aðal númerið á hátíðinni og þá mögnuðu sveit þarf nú varla að kynna fyrir neinum. Hinsvegar er búið, eins og áður sagði, að bóka nokkur glæsileg bönd erlendis frá sem fæstir kunna einhver deili á og því ekki úr vegi að heyra og sjá hvað þau hafa upp á að bjóða.

Daughter (UK)
Frá Lundúnarborg kemur Elena Tonra sem gengur undir listamannsnafninu Daughter. Flytur hún ásækna og örlítið tilraunakennda folk-tónlist með ambient post-rokk hljómhjúp einhverskonar. Meðfylgjandi er frumburður Daughter, EP platan His Young Heart.

Django Django (UK)
Líkt og Daughter kemur kvartettinn Django Django frá höfuðstað englands en meðlimir sveitarinnar kynntust í listaskóla í Edinborg fyrir um fjórum árum. Sveitin flytur sækadelískt indie-rokk sem skreytt er með tilvísunum í fjöldan allan af ólíkum tónlistarstefnum. Meðfylgjandi er nýútkomin 7″ frá sveitinni sem nefnist Storm.

Erlent tónaflóð

Þá er komið að því að fjalla aðeins um erlenda tónlist sem Rjómanum hefur borist undanfarið. Þetta er nú mikið til tónlist sem, þrátt fyrir að vera afar áheyrileg, nær sjaldnast að fljóta upp á yfirborðið og því um að gera að gef’enni gaum. Hver veit nema einhver af þessum ágætu listamönnum nái almennri hylli? Aldrei að vita. Þið heyrðuð þá allavega fyrst hér á Rjómanum.

Wintersleep – Nothing Is Anything (Without You)
Sennilega besta lagið af þeim sem fá að hljóma í þessari færslu að mínu mati. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar Hello Mum sem kemur út þann 12. júní næstkomandi.

Lux – The Window
Seattle band sem hljómar, eins og einn gagnrýnandinn orðaði það, “…eins og My Bloody Valentine að ráðast á The Ravonettes með eldgömlum synthesizer“. Nokkuð viðeigandi finnst mér.

Emil & Friends – Polish Girl (Neon Indian Cover)
Enn meira synth-eitthvað og í þetta skiptið frá Brooklyn. Alls ekki verra en það sem hljómar hér að ofan.

Tango In The Attic – Mona Lisa Overdrive
Viðkunnanlegt og örlítið fössí indie rokk frá Skotlandi. Alltaf hægt að treysta á að skoskurinn skili af sér einhverju bitastæðu á hverju ári.

Sick Figures – No Comfort
Forvitnilegt dúó hér á ferð sem flytur einhvað sem þeir kalla “saloonrock” en það mun vera bræðingur af pönki, kabarett tónlist, þjóðlagatónlist og blús. Sannarlega eitthvað til að kanna nánar.

Matthew de Zoete – The Good Life
Mjúkt, hlýlegt og kósí popplag sem festist nokkuð áreynslulaust í toppstykkinu og ómar þar í nokkurn tíma að hlustun lokinni. Það er nú ekki hægt að byðja um mikið meira af góðu popplagi nú til dags.

The Secret Love Parade – Mary Looking Ready
Enda þetta á þessari fínu plötu frá Hollensku chillwave sveitinni The Secret Love Parade. Fullt af grípandi lögum umvöfnum í 80’s fortíðarljóma, hljóðgerflum og töff gítarriffum á köflum. Plata sem vinnur á með hverri hlustun.

Dathi – Dark days

Dathi (Daði Jónsson) er tónlistarmaður frá Dalvík sem semur óþægilega dimma akústik tónlist þar sem dökkar hliðar lífsins er aðal umfangsefnið. Sumt er án efa uppgjör en annað hvernig lífið kemur honum fyrir sjónir í dag og er óhætt að segja að það séu engar hamingju nótur slegnar í tónlistinni hjá Dathi. Sumir syngja um björtu hliðar lífsins en það verður einhver að taka upp hanskann fyrir dökku hliðunum og það gerir Dathi og á mjög hreinskilinn og opinskáan hátt.

Dathi er búinn að gefa ú 2 plötur. Sú fyrri heitir Self Portrait og kom út 2010 en sú seinni Dark Days sem kom út í fyrra.

Dathi – Dark Days

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dathi – Bitter Sweet Tears

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt myndband og plata með Joe Dubius

Andri Már Sigurðsson, eða Joe Dubius eins og hann kallar sig, hefur sent frá sér sólóplötuna Rainy Day in the Park. Andri er meðlimur hinnar mögnuðu skagfyrsku sveitar Contalgen Funeral. Búið er að gera myndband við lagið “One horse town” en það skaut og klippti Stefán Friðrik Friðriksson.

Platan fæst í Skagfirðingabúð og verður eftir helgi til sölu syðra, í 12 tónum og hjá Smekkleysu.

Joe Dubius er nú á leið til Frakklands, um miðjan mánuðinn þar sem hann mun ferðast um og koma fram á tónleikum.

Tilbury – Exorcise

Sú íslenska plata sem við tónlistarnördarnir höfum beðið eftir hvað mest er Exorcise með hljómsveitinni Tilbury. Nú hefur hún loksins litið dagsins ljós og það að sjálfsögðu á gogoyoko. Okkur er því ekkert að landbúnaði en að skella tólunum á toppstykkið og básúna yfir skilningvitin, eins og bandið orðar það sjálft, hinu dramatíska folk-poppi þeirra.

Tilbury er hálfgert all-star band ef svo mætti kalla en það er skipað meðlimum sveita á borð við Jeff Who?, Valdimar, Hjaltalín og Sin Fang. Tónlistarunnendur eiga því sannarlega von á góðu. Því get ég lofað.

The Lovely Lion

Reykjavíkursveitina The Lovely Lion kannast eflaust einhverjir við frá nýliðnum Músiktilraunum. Þessi efnilegu ungmenni, leidd af söngkonunni Valborgu Ólafsdóttur, sendu nýverið frá sér nýtt lag en það er með því áheyrilegast sem undirritaður hefur heyrt frá íslenskri ungsveit lengi. Hér er afar spennandi sveit á ferð sem vert er að hafa á tónlistarradarnum.

The Lovely Lion – Into The Forest

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.