Myndir frá sýningu Bjarkar í MoMA

SAMSUNG CSC

Um helgina opnaði í MoMA (Museum of Modern Art) í New York yfirlitssýning um feril Bjarkar Guðmundsdóttur, sem vart hefur farið fram hjá neinum.

Sýningin sem tekur á margþættum verkum tónskáldsins, tónlistarmannsins og söngkonunnar, Bjarkar, spannar rúm 20 ára af ferli listamannsins. Björk hefur ávallt verið áræðinn, skapandi og á margan hátt hefur hún verðið leiðandi í popptónlist samtímans á hverjum tíma, hvað hljóm, myndbanda-/kvikmyndagerð, tísku og notkun og þróun nýrra hljóðfæra varðar í tónlistarsköpuninni.

segir Klaus Biesenbach sýningarstjóri MoMA

Sýningin hefur fengið gríðarlega umfjöllun í helstu fjölmiðlum heims, svo og á samfélagsmiðlum. Alls staðar má finna fyrir undirliggjandi aðdáun og virðingu á verkum og ferli Bjarkar.

DSC_0266 DSC_0304 DSC_0340 DSC_0359 DSC_0401 SAMSUNG CSC SAMSUNG CSC SAMSUNG CSC SAMSUNG CSC

Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu

Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu
Í fréttatilkynningu segir

Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ opnar fyrstu sérsýningu sína laugardaginn 14. mars. Fyrsti listamaðurinn sem tekinn verður fyrir er stórsöngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar – Einksafn poppstjörnu“. Hann fagnar einmitt 45 ára afmæli sínu þann 16. mars og er því tilvalið að opna yfirlitssýningu yfir líf hans og störf þessa ákveðnu helgi.

Páll Óskar er mikill safnari og mun sýningin vera sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni verða allir sérhannaðir búningar og fatnaður af tónleikum hans – allt frá Rocky Horror sýningu leikfélags MH frá árinu 1991 til dagsins í dag, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull- og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Persónulegir munir Palla verða ekki langt undan og gefst gestum meðal annars kostur á að skoða hinn fræga Nokia 6110 síma sem hann átti í ein 14 ár!

Sýningin verður gagnvirk. Gestir geta skellt sér í hljóðeinangraðann söngklefa, valið sér tóntegund og sungið Pallalögin í þar til gerðu hljóðveri og fengið upptökuna með sér heim. Einnig geta gestir prófað að hljóðblanda nokkur vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum og gert eigin útgáfu af völdu lagi.

Þá geta gestir komið sér huggulega fyrir og horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og hlustað á gamla útvarpsþætti Palla eins og “Sætt og Sóðalegt” og “Dr. Love”.

Sýningin verður opnuð formlega þann 14. mars kl. 15:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Helgina 14.-15. mars er Safnahelgi á Suðurnesjum en þá helgi verður ókeypis inn á öll söfn á Suðurnesjum og verður opnun sýningarinnar „Páll Óskar – Einksafn poppstjörnu“ hluti af Safnahelgi. Sýningarstjóri er Björn G. Björnsson.

Stelpur rokka! Rokksumarbúðir í Reykjavík og kvennarokkbúðir!

Stelpur Rokka!

Stelpur rokka! munu halda rokksumarbúðir fyrir 12 til 16 ára stelpur í þriðja skipti í sumar dagana 16. til 27. júní. Einnig munu Stelpur rokka! bjóða upp á kvennarokksumarbúðir fyrir konur 20 ára og eldri, helgina 30. maí til 1. júní.

Í rokkbúðunum læra stelpur á hljóðfæri, þær spila í hljómsveit og semja lag. Þær taka þátt í vinnusmiðjum, vinna náið með sjálfboðaliðum, fá tónleikaheimsóknir frá virtum tónlistarkonum og flytja lag á lokatónleikum fyrir framan fullan sal fjölskyldu og vina.

Rokksumarbúðirnar starfa ekki í hagnaðarskyni og eru þær skipulagðar og framkvæmdar af kvenkyns sjálfboðaliðum sem einnig eru tónlistarkonur. Markmið samtakanna er að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi og verða að leiðandi afli í jafnréttismiðuðu tónlistarstarfi á Íslandi.

Skráning hefst þann 3. maí í rokkbúðirnar og kvennarokkið og er viðmiðunarþátttökugjald 25.000 krónur í rokkbúðirnar í Reykjavík en 17.500 krónur í kvennarokkbúðirnar. Engri stúlku verður vísað frá sökum fjárskorts. Niðurgreidd og frí pláss eru einkuð ætluð stelpum af erlendum uppruna og efnaminni stelpum.

Stelpur rokka! hafa síðustu þrjú ár byggt upp sérþekkingu á jafnréttismiðuðu tónlistarstarfi. Stelpur rokka eru hluti af Rokkbúðabandalaginu, sem eru regnhlífasamtök rokkbúða út um allan heim og sóttu 5 fulltrúar Stelpur rokka! ráðstefnu rokkbúðabandalagsins í Philadelphia í Bandaríkjunum í mars síðastliðnum. Stelpur rokka! gegna einnig formennsku í Evrópuráði rokkbúðabandalagsins, en markmið Evrópuráðsins er að koma á fót fleiri rokkbúðum í Evrópu.

Stelpur rokka! stefna einnig norður til Akureyrar í júlí og er nánari upplýsinga að vænta fljótlega af rokkbúðum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um Stelpur rokka! má finna á heimasíðunni www.stelpurrokka.org og í síma 6965438 (Áslaug framkvæmdastýra)

Katla Volcano & 4 other Icelandic Legends loksins fáanleg í verslunum

Villi GoðiVilhjálmur Goði, sem mörgum er kunnugur úr fjölmiðlum, hefur undanfarin ár unnið við fararstjórn og þjónustu við erlenda ferðamenn. Honum fannst tilfinnalegur skortur á skemmtilegum útgáfum af íslenskum þjóðsögum fyrir ferðamenn. Hann ákvað að endurskrifa 5 vinsælar þjóðsögur þannig að skemmtilega væri með farið, en að innihaldi og boðskap sagnanna væri sýnd full virðing. Þannig varð geisladiskurinn Katla Volcano & 4 other Icelandic Legends til.

Diskurinn inniheldur söguna um Kötlu, Gullfoss, skessuna Gilitrutt, Ævintýrið um Jóru í Jórukleif (Öxará) og meira að segja sögu um marbendil. Sögurnar eru á ensku, og eru framreiddar á skemmtilegan og lifandi hátt með tilheyrandi látum og effektum fyrir fólk með skopskyn.

Sögurnar eiga það sameiginlegt að gerast á og í kringum nokkra af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, og í textum inni í disknum er fjarlægð þeirra frá höfuðborginni og nokkrar aðrar staðreyndir teknar fram til fróðleiks.

Diskurinn átti að koma í dreifingu í byrjun júní, en allt fyrsta upplag seldist upp áður en hægt var að koma því í verslanir.

Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk

ylir

ylir

Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur hafið umsóknarferli sitt fyrir verkefni sem fyrirhuguð eru á árinu 2013.

Umsóknarferlið er opið fyrir tónlistarmenn, hljómsveitir, hópa og félagasamtök. Stjórn sjóðsins vill hvetja tónlistarmenn, sem og aðra sem hyggja á tónleikahald í Hörpu, úr öllum geirum tónlistar til að kynna sér umsóknarferlið og þá möguleika sem stuðningur sjóðsins getur boðið upp á við tónleikahald í tónlistarhúsinu. 

Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í húsinu.

Sjóðurinn einsetur sér að styðja við verkefni af ólíkum toga og vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í Hörpu. Meðal þeirra þátta sem stjórn sjóðsins lítur til í afgreiðslu umsókna er að verknið nýti möguleika Hörpu sem tónlistarhúss og hafi möguleika á að höfða til nýrra áheyrandahópa.

Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk, sem síðar fékk nafnið Ýlir, var stofnaður í lok árs 2010 þegar Menningarsjóði SPRON var slitið með úthlutun til ýmissa mennta-, menningar- og góðgerðarmála.

Alls var 80 milljónir króna varið til stofnunar þessa tónlistarsjóðs sem ætlaður er til þess að veita ungu og efnilegu tónlistarfólki tækifæri á að koma fram í hinu nýja tónlistarhúsi, Hörpunni um ókomin ár.

Fyrsta verkefni sjóðsins fór fram í mars á þessu ári þegar sjóðurinn studdi við Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskóla sem fram fóru í Hörpu. 

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið og umsóknareyðublað má finna á nýopnaðri vefsíðu sjóðsins; www.ylir.is

Umsóknarfrestur er til 20. janúar. 
 


Frekari upplýsignar veita;

Arna Kristín Einarsdóttir,  situr í stjórn Ýlis, S: 691 7671
Eldar Ástþórsson, situr í stjórn Ýlis, S: 869 8179
Mist Þorkelsdóttir, situr í stjórn Ýli, S: 564 1081
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, S: 528 5008

Ameríkuævintýri Ævintýri Of Monsters and Men greint í þaula

Rjómverjinn Björgvin Ingi sem búsettur er í Chicago varð hugsi þegar hann sá að miðarnir á Ameríkutúr Of Monsters and Men seldust eins og heitar lummur. Í hverri borginni á fætur annarri seldust miðarnir upp og jafnvel tvisvar á örskömmum tíma því víða voru tónleikarnir fluttir á stærri staði til að mæta eftirspurn. Hvernig gat hljómsveit frá Íslandi sem enginn hafði séð áður selt urmul af tónleikamiðum í borgum þar sem allt er morandi af frábærum tónleikum? Hvernig í ósköpunum vissu allir þessir Ameríkanir af hljómsveitinni.

Björgvin spurði þessara og fleiri spurninga og tók sig til (í miðjum próflestri) og setti saman kynningu um ævintýri Of Monsters and Men í Ameríku sem nú er að finna á Slideshare. Kíkið á.

The Scaffold

Það er nú fátt jafn gleðilegt í sögu gleði- og grínpopptónlistar og Liverpool-sveitin The Scaffold. Þessi merka sveit var skipuð þeim Mike McGear (sem hét réttu nafni Peter Michael McCartney og var bróðir Bítilsins Paul McCartney), Roger McGough og John Gorman.

The Scaffold, sem starfaði með hléum milli áranna 1965 -1977, átti nokkra slagara á sínum tíma og náði einn þeirra, lagið “Lily The Pink”, m.a. fyrsta sæti á smáskífulistanum í Bretlandi. Annað lag sem mikillar hylli naut var lofsöngurinn “Thank You Very Much” en það náði fjórða sæti á breska listanum.

Þar sem enginn þriggja meðlima The Scaffold kunni að spila á hljóðfæri af neinu viti unnu þeir jafnan með hinum ýmsu listamönnum og komu margir nafntogaðir einstaklingar þar við sögu. Fyrir utan Paul og Lindu McCartney og The Wings (auðvitað hjálpaði Bítillinn litla bróður), spiluðu Jack Bruce, Elton John, Graham Nash og Jimi Hendrix allir undir með tríóinu á fyrstu árum þess og Tim Rice, sem síðar átti eftir að semja Jesus Christ Superstar ásamt Andrew Lloyd Webber, söng meira að segja bakraddir í einu lagi.

Hér að neðan eru þrjú vel valin lög. Hittararnir áðurnefndu og svo hressilegt flipp með skátasönginn “Gin Gan Goolie”. Ég held að menn þurfi að vera ansi miklar teflonsálir fái þessir gleðisöngvar þá ekki til þess að brosa þó ekki væri nema út í annað.

The Scaffold – Lily The Pink

The Scaffold – Thank you very much

The Scaffold – Gin Gan Goolie

Amon Tobin

Það kannast eflaust flestir unnendur raftónlistar við Amon Tobin en hann er af mörgum talinn einn fremsti raftónlistarmaður samtímans. Hann fylgir nú eftir útgáfu sinnar nýjustu plötu, ISAM, með hreint einstökum, tæknivæddum tónleikum og sviðsmynd sem á sér fáar hliðstæður.

Meðfylgjandi er stutt kynningarmynd um framleiðslu tónleikanna, sviðsmyndarinnar og tækninnar á bakvið alla uppákomuna og að sjálfsögðu platan góða, ISAM, ásamt athugasemdum við hvert lag frá meistaranum sjálfum.

‘ISAM’ – Full album with track-by-track commentary from Amon Tobin by Amon Tobin

Ellismellur: Handskrift Khonnors

Orðið ellismellur hefur þessa merkingu í huga mér: eitthvað sem tilheyrir ekki okkar tíma en er samt brakandi ferskt og skemmtilegt. Eitthvað fornt sem er ekki síður viðeigandi í samtímanum; eitthvað sem hefur lifað lengi en heldur áfram að þroskast – kannski eins og ostur eða vín. Í tónlistarlegu samhengi snýst ellismellurinn þannig um nostalgísk rokkmóment, falda fjársjóði eða upprifjun á gleymdum, góðum, gömlum tímum.

Orðið ellismellur er þó sennilega engan veginn rétt til þess að lýsa þeirri tónlist sem hljómar á fyrstu breiðskífu raftónlistarmannsins Khonnor. Hljómar raunar eins og fjarstæða. Handwriting er í fyrsta lagi samin af 18 ára óhörnuðum unglingi og ekki er liðinn áratugur síðan skífan kom fyrst út. Þannig er ekkert gamalt eða retro við plötuna; hún vísar ekki nema að litlu leyti aftur til fortíðar. Þar að auki vakti hún aldrei athygli á almennum plötumarkaði og komst ekki inn á einn einasta metsölulista. Er það ekki algjörlega andstæða þess að vera smellur? En samt: Handwriting fór að miklu framhjá mörgum tónlistargrúskurum þrátt fyrir að vera þrusugóð plata. Í því hraða samfélagi sem við lifum í má líta svo á að hún sé gömul og þar að auki gleymd. Það er mikil synd þar sem að hér á ferðinni smellin plata. Plata sem á ekkert síður erindi inn í spilarann í dag og á þeim tíma sem hún var gefin út.

Handwriting kom út árið 2004 á vegum Type Records; þetta er lítil, óháð plötuútgáfa sem gerir út frá Bretlandi og hefur m.a. gefið út íslenska nýklassíkerinn Jóhann Jóhannson. Hinsvegar var skífan tekin upp í kjallara Khonnors sjálfs í New Hampshire. Sagan segir að Connor Long, eins og hann heitir réttu nafni, hafi tekið hana upp á nokkurra mánaða tímabili með hljóðnema sem fylgdi forriti til að læra þýsku. Þá var hann 17 ára. Einnig hef ég heyrt að hvíslandi söngstíl Khonnors megi rekja til þess að hann hafi ekki viljað láta foreldra sína vita hvað hann var að bralla; hann átti jú að vera að læra þýsku – ekki semja tónlist. En þessa sögu get ég því miður ekki selt á uppsprengdu verði. Ágæt saga samt, ekki satt?

Ef við snúum okkur hinsvegar að plötunni sjálfri en ekki goðsögnunum kringum hana, þá má segja að við fyrstu hlustun bjóði Handwriting áheyranda kannski ekki upp á margt. Á milli skruðninga og suðs má vissulega greina dáleiðandi hljóðgervla og söng – en samt heyrir maður nú bara mestmegnis suð. Þar að auki dofna öll lögin út og þegar maður er rétt að ná í skottið á þeim, þá eru þau hreinlega á enda runninn. Sumt vissulega aðgengilegra en annað en á sama tíma einhvern vegin ofboðslega undarlegt. En því oftar sem maður hlustar – því betri verður platan (svona eins og gengur og gerist).

Ég ætla að reyna að lýsa þessu betur fyrir ykkur. Í grunninn er hljóðheimur Khonnors akústískt-elektrónískur; þar hittast kassagítar og rödd, hljóðgervlar og stafræn taktgerð. Með þetta hráefni skapar Khonnor ofboðslega melódískan og aðlaðandi heim; frumlegan en tormeltan. Hann vefur suðandi hljóðskúlptúrum í kringum þetta allt, svo melódíurnar týnast svolítið – þar til að áheyrandi er orðinn kunnugur þessari veröld, þá fara hlutirnir að gerast.

Lagasmíðarnar eru í raun fremur einfaldar; viðkunnalegur hljómagangur á kassagítar skreyttur með rafdútli, eða dreymandi, ambískir hljóðgervlar sem Khonnor raular yfir. En unglingurinn hefur þó merkilega naskt eyra fyrir smáatriðum og fegurð. Hljóðheiminum verður seint lýst sem dýrum eða stórum, hann er raunar afskaplega lágstemmdur og naumhyggjulegur. Aftur á móti er hann heilsteyptur, fullskapaður og sérlega fagur. Í því liggur að minnsta kosti hluti galdursins.

En fyrst ég fór að ræða um Khonnor, þá neyðist ég til að vikka sjóndeildarhringinn aðeins. Drengurinn á bakvið Khonnor er nefnilega lúmskt afkastamikilll og fjölbreyttur tónlistarmaður. Ef við hendum út neti Intersins með nafn Connor Long sem möskastærð má nefnilega fiska ýmistlegt upp úr djúpinu. Um árabil hefur kauði laumað út stuttskífum á vefinn undir ýmsum nöfnum. Grandma, Gaza Faggot og i, cactus eru allt einn og sami maðurinn, þ.e. Connor Long. Verkefnin er eins og ólík og þau eru mörg en eiga það þó sameiginlegt að vera í grunninn raftónlist.

Sem i, cactus framreiðir Connor einstaklega áheyrilegt og melódískt átta-bæta rafpopp. Fyrsta plata i, cactus kom út árið 2003, þ.e. ári fyrr en Handwriting, og birtist þá á síðunni 8-bitpeoples.com. Tónlistin er ekki alveg hundrað prósent 8-bit heldur nýtir hann sér ,,Geimbojinn“ sem þema á plötunni og fléttar saman við aðra syntha sem hafa aðeins fleiri bæt en leikjatölvan fyrrnefnda. Þetta gerir það að verkum að þeir sem ekki hafa týnt sér í nördisma 8-bæta tónlistar ættu líka að geta notið. Á síðast ári gaf hann svo út smáskífuna China Shipping Co. Lagið gaf hann út sem .mp3-skjal en í möppu fylgja svo með öll sömplin sem tónlistarmaðurinn vefur músíkina úr. Þetta er svolítið skemmtilegt, því það gefur aðdáendum færi á að endurhljóðblanda China Shipping Co. án þess að það sé eitthvað brjálað maus.

Fyrsta útgáfa Connors er hinsvegar undir nafninu Grandma. Stuttskífan Spinach Gas Room Spaghetti Straps kom út árið 2002, og inniheldur m.a. hið stórskemmtilega He Near Krxern sem heyra má hér að neðan. Sama ár kom svo önnur stuttskífa frá Grandma, en hún nefndist Bopping Around In A Skin Car og inniheldur fjögur lög rétt eins og hin. Í dag eru plötur Ömmunnar orðnar fjórar talsins og margt af því efni er bara ansi vel heppnað.

Að lokum er það svo hann Gaza Faggot. Gazastrandar homminn hefur gefið út eina plötu, Welcome to Softbo. Softbo er mun tilraunarkenndari en nokkuð annað sem kappinn hefur gert, en engu að síður heldur Connor fast í höfundareinkenni sín. Platan inniheldur sjö lög sem öll eru ólík innbyrðis en eiga það þó sameiginlegt að búa yfir einhverju kitlandi og spennandi elementi.

Allar þessar útgáfur Connor eru mjög naumhyggjulegar og hráar. Í því er ákveðinn sjarmi en raunar vildi ég óska að einhvert plötufyrirtæki með svolítinn pening á bankabókinni myndi taka kappann á arma sér og splæsa í alvöru hljóðversplötu. Connor er nefnilega klár og skemmtilegur tónlistarmaður sem enn hefur ekki, að mínu mati, fengið að blómstra eins og skildi. Kannski vill hann bara hafa þetta svona, hvað veit ég, en fróðlegt væri þó að heyra drenginn ganga lengra með tónlistarsköpun sína.

Hvað sem því líður þá er ellismellurinn Handwriting orðinn ómissandi hluti af plötusafninu mínu og hefur fengið að hljóma við ýmis tilefni. Platan er persónleg, frumleg og passlega skrítin sem gerir hana að því sem hún er.

Khonnor – Man From The Anthill (af Handwriting)

Khonnor – Megan’s Present (af Handwriting)

i, cactus – yellow cactus (af i, cactus)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

i, cactus – China Shipping Co.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Grandma – He Near Krxern (af Spinach Gas Room Spaghetti Straps)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gaza Faggot -Horse With Gold Teeth (af Softbo)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýjasta æðið í tónlistarheiminum: Playbutton

Nú þegar geisladiskurinn er hverfandi miðill og æ fleiri neytendur sækja í ólöglegt niðurhal leita tónlistarmenn sífellt nýrra leiða til að gera tónlist sína að spennandi söluvöru. Er þar skemmst að minnast nýrrar plötu Sin Fang þar sem hipster húðflúr fylgdu með í kaupbæti.

Eitt nýjasta æðið þessa dagana er svokallað Playbutton, en því má lýsa sem nælu sem spilar tónlist. Eða eins og slagorð þeirra segir; „af hverju að bara spila plötu þegar þú getur klæðst henni líka?“

Það er bandaríska fyrirtækið Parte LLC sem sérhæfir sig í Playbutton og þegar hafa nokkur þekkt nöfn úr tónlistarheiminum ákveðið að taka þátt, m.a. The Pains of Being Pure at Heart og Mount Eerie.

Playbutton virkar eins og geisladiskur, þ.e. ekki er hægt að breyta uppröðun laga eða niðurhala þeim. Á baki nælunnar má finna alla helstu takka (play,pause,skip og vol) og gengur hún fyrir endurhlaðanlegum rafhlöðum.

Þá er bara spurningin hvað svona græja kostar?

www.playbutton.co

Rafmagnslaust á Norðurpólnum!

Rjóminn hefur hlerað að verið sé að hleypa af stokkunum nýrri tónleikaröð í byrjun mars á Norðurpólnum sem hingað til hefur helst verið þekktur sem sviðlistamiðstöð. Hugmyndin er að stefna saman tveimur ólíkum hljómsveitum á einu kvöldi og nota eins lítið rafmagn og kostur er við flutninginn. Böndin koma fram í sitthvoru lagi og auk þess er ætlunin að þau vinni saman í einhverri mynd, t.d. í formi myndbands, lags, gjörnings eða jafnvel myndlistar. Tónleikarnir verða fyrsta fimmtudag hvers mánaðar fram á haustið og verða þeir fyrstu haldnir 3. mars.

Á meðal hljómsveita sem hafa staðfest þátttöku sína eru Orphic Oxtra, Valdimar, Of Monsters and Men, Mugison og Stórsveit Reykjavíkur með Samúel J. Samúelsson í broddi fylkingar.

Rjóminn heldur áfram að hlera og mun flytja frekari fregnir af þessum spennandi viðburði!

Mugison – Haglél

Orphic Oxtra – Ekki núna

Valdimar – Næturrölt

Of Monsters and Men – Little talks

Sagan bakvið lögin – Heiða

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Ragnheiður Eiríksdóttir, betur þekkt sem Heiða í Hellvar og áður Heiða í Unun, er fertug um þessar mundir. Stúlkan hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hún sló rækilega í gegn með Unun um miðjan 10unda áratuginn, en hún byrjaði sinn hljómsveitarferil árið 1987 í Útúrdúr en þar lék á bassa Sverrir sem enn er að spila með henni í Hellvar og sem var í Texas Jesús sælla minninga. Sóló verkefnið Heiða Trúbador hefur verið til frá ’89 og ’93-4 var hún í Sovkhoz með töppum eins og Magga úr Dýrðinni og Jónasi úr Soma Og síðan hefur hellingur gerst, Unun, Heiða og Heiðingjarnir, harðkjarnasveitin Dys,  Eurovision og nú síðast Hellvar sem hún stofnaði árið 2004 með unnusta sínum, hinum geitaskeggjaða Elvari. Það væri til að æra óstöðugan að gera þessu góð skil hér, svo við snúum okkur bara að tónlistinni sjálfri.

Þar sem öllum landsmönnum og ömmu þeirra líka, hefur verið boðið á afmælistónleika Heiðu í kvöld, föstudaginn 28. janúar á Bakkus (sem er í sama húsi og Gaukurinn var), þá datt okkur í hug að fá Heiðu til að líta aðeins yfir smá hluta af ferlinum og spila nokkur tóndæmi í leiðinni, þrjú myndbönd og þrjú lög. Gefum Heiðu orðið:

 

Vé la gonzesse” með hljómsveitinni Unun. Lag eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson. Það kom út á Æ sem var fyrsta plata Ununar og kom út árið 1994. Það var gaman að taka upp þessa plötu, vann í sjoppu á daginn og fór á kvöldin upp í stúdíó og söng, fannst allt sem ég sagði halló, því Gunni og Þór voru svo reyndir í svona stúdíóvinnu og ég bara súkkulaðikleina. Stóð mig prýðilega samt. Í þessu lagi hjálpaði ég heilmikið við textagerðina, enda tala ég frönsku eftir að ég bjó í Marseille. Vé la gonzesse er einmitt Marseille-slangur og þýðir “Sjáðu þessa gellu þarna”. Það voru einhverjir afskaplega frjóir og listrænir einstaklingar sem tóku það upp á sitt eindæmi að myndskreyta lagið og sendu okkur svo bara vhs-spólu með myndbandinu.

Ég vildi að einhver gerði svona fyrir Hellvar líka, það er svo mikið vesen að gera myndband. Við í Hellvar reyndum sko að taka upp myndband við lagið “Nowhere” og eigum nokkrar HD-spólur með efni, en klikkuðum á því að klippa saman. Ef einhver kann á myndbandagerð og vill klippa fyrir okkur myndband úr efninu sem til er (ókeypis) eða gera skreytingu eftir eigin höfði við lag að eigin vali (ókeypis) þá bara segi ég já takk!

Dauði kötturinn“. Lag sem Örlygur Smári og ég sömdum fyrir bíómyndina Didda og dauði kötturinn eftir Kikku, textinn er eftir Kikku (Kristlaugu Maríu Pétursdóttur). Myndin er frá árinu 2003 og myndbandið var tekið upp sumarið á undan. Man hvað það var ótrúlega frábært að taka þetta myndband upp, það var fullkomið veður og þessir krakkar þarna voru allir meira og minna ofvirkir og klifrandi í trjánum og hoppandi og skoppandi. Þetta hafði afar smitandi áhrif á mig og ég var orðin alveg snar-ofvirk sjálf þegar myndbandið var tilbúið. Mæli svo með myndinni við alla, hún er glæpamynd fyrir börn á öllum aldri.

Onthology and booze“. Lag og texti eftir mig. Óútkomið og verður á Heiðu trúbador-plötu sem er í vinnslu. Lagið er samið úti í Berlín eina andvökunóttina þegar ég var að hugsa allt of mikið. Hugsa stundum allt of mikið, og þá koma lög. Pælingin með textanum kom út frá hugtakinu “nýjar byrjanir” og “hálfnað verk þá hafið er”. Þú byrjar á einhverju og þá er það hálfnað, en hvað svo? Ég bið um að fá að klára hluti sem ég byrja á (eins og kannski þessa trúbadoraplötu). Svo er eitt erindi í laginu bæði á ensku og íslensku.

Like oatmeal cake and tea
I am in search of me
Onthology and booze
I am in search of you

á íslensku hljómar það:

Hafrakex og smér
ég er að leita að mér
Verufræði og vín
ég er að leita þín

Þess má geta að ég er við það að ljúka Meistararitgerð minni í heimspeki, og skrifa þar um þýska verufræði, svo bón mín í textanum hefur ef til vill borið árangur.

Þetta myndband er tekið á Trúbatrix off-venue-giggi á Airwaves 2008, og það voru hrikalega háværir Svíar á fylleríi þarna. Lét þá heyra það, og þá steinhéldu þeir kjafti.

Heiða – 103. mars (af plötunni Svarið, 2000)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta lag er skemmtilegt af rosalega mörgum ástæðum fyrir mig persónulega. Það var samið þegar ég bjó á Hávallagötunni í kjallara og hafði fengið gamalt 4-track reel-to-reel tæki lánað hjá Andrew McKenzie, vini mínum. Ég elska svona græju og fannst svo gaman að fá þetta gamla hlýja teip-sánd í heima-upptökur af demóum. Lagið og textinn birtust nánast í heilu lagi, og svo þegar ég var að gera 1. sólóplötuna mína Svarið með Curver árið 2000, þá ákváðum við að taka þetta upp á mjög furðulegum stað. Ég fékk hljómsveitina Geirfuglana til að mæta á neðanjarðarkvennaklósettið í Bankastræti og þar vorum við búin að setja upp stúdíó. Svo var bara talið í og lagið spilað og sungið inn þar. Ástæðan fyrir því að Bankastrætisklósettið varð fyrir valinu er að ég hafði verið að syngja eitthvað meðan ég var að þvo mér um hendurnar eftir pisserí einu sinni, og ég áttaði mig á þvi hvað það var flott náttúrulegt bergmál þarna. Röddin hljómaði bara rosalega vel þarna inni. Það er því lítið sem ekkert búið að eiga við röddina sem við heyrum á upptökunni, þetta er bara gamla góða Bankastrætisklósettsándið.

Þetta er lag og texti eftir Elvar minn, og samið fyrir hljómsveitina Heiðu og Heiðingjana, sem gerði plötuna 10 fingur upp til guðs árið 2003. Textinn er nú eitthvað djók bara, en lagið er sjúklega grípandi og auðvitað er soldið Sonic í þessu, án þess að það sé eitthvað afgerandi. Það furðulega við þetta lag er að það er bæði hrikalega einfalt og mjög flókið því það er kafli þarna í miðjunni þar sem eitt hljóðfæri heldur fjórskiptum takti en hin eru öll í þrískiptum takti. Það hefur eflaust verið hugmynd frá Bigga Baldurs, sem trommaði með Heiðingjunum. Ég var sú sem hélt fjórskipta á móti hinum öllum og það var sjúklega erfitt að gera það læf, þurfti alveg að kreista aftur augun og hætta að spila með hinum í bandinu og bara telja í hausnum 1,2,3,4,1,2…..en það tókst alltaf.

Nowhere er góð samvinna milli mín og Elvars og kom út á Hellvar-plötunni Bat out of Hellvar árið 2007. Upprunalega lagahugmyndin er frá Elvari og svo gerði ég einhverja sönglínu sem honum fannst ljót og ég þurfti svoleiðis að berjast fyrir, því mér fannst hún einmitt ekki ljót heldur flott. Honum fannst hún svo rosaflott skömmu síðar, því hún nefnilega vinnur á, og þetta er sönglínan í laginu í dag. Textinn er minn og fjallar um sálarástand nútímamannsins sem verður fyrir áreiti útvarps, sjónvarps, vef- og prentmiðla og finnst hann vera að kafna. Allt þetta áreiti leggst á taugakerfi fólks í dag og sumir bara höndla það ekki. Ég upplifði þetta soldið sterkt þegar ég kom aftur til Íslands eftir að hafa verið í Berlín í eitt ár, þar sem ég var ekki með sjónvarp og útvarp og skildi ekki þýskuna það vel, svo prentaðar auglýsingar höfðu ekki eins sterk áhrif á mig heldur. Ég slakaði alveg svakalega á og fannst ég frjáls undan einhverjum klafa, þar sem alltaf er verið að segja mér hvað ég eigi að gera: Keyptu þetta, farðu þangað, gerðu þetta,….ég fékk nett áfall þegar ég kom aftur til Íslands og skriðan féll á mig af fullum þunga. Svo hefur mig langað að semja lagatexta sem heitir NOWHERE síðan ég sá þetta orð skrifað á vegginn á kvennaklósettinu á Thomsen einu sinni. Finnst það lúkka svo vel, þetta orð.
 Hellvar

Og hvað er svo framundan hjá Hellvar?

Hellvar tók upp plötu fyrir síðustu jól sem nú er verið að dúlla við, mixa og gera umslag og svoleiðis. Platan mun heita Stop that Noise eftir einu laginu sem þar verður að finna. Stop that Noise sáum við á plaggati frá vinnueftirlitinu sem var að minna fólk á að nota eyrnahlífar, þetta var eitthvað svona heyrnarverndarátak. Á íslenska plaggatinu stóð Niður með hávaðann! en ég heillaðist af Stop that Noise og fannst einmitt að ég gæti samið texta sem fjallaði um svona noise sem fólk heyrir inni í hausnum á sér þegar það er að missa vitið. Ég sem gjarnan texta um fólk sem er ekki í andlegu jafnvægi, finnst það mjög auðvelt….hmmm? Segir það eitthvað um mig? Ja, það gæti sagt eitthvað um mig stundum, en ég er líka oft alveg pollróleg bara í jóga að dreypa á tebolla. En stelpan í textunum mínum er semsagt alltaf alveg að fara að snappa. Aftur að nýju Hellvar-plötunni: Fyrsti singull er lagið Ding an sich sem er þýskt heimspekihugtak ættað frá Immanuel Kant og þýðir Hluturinn í sjálfu sér. Textinn er um einhvern frumkraft sem allir hafa inni í sér og birtist í mismunandi myndum. Minn frumkraftur er rokk og ról og ég þarf að næra hann og senda hann út í heiminn. Platan er soldið góð, held ég. Aron Arnarsson tók hana upp og það er gaman að vinna með honum. Hann er mjög ákveðinn en á sama tíma virkilega hugmyndaríkur upptökustjóri. Hann kallaði fram það besta í öllum í Hellvar, og gerði það að verkum að upptökusessjónið, sem var ein helgi, varð bara eins og draumur. Nú bíðum við spennt eftir að fá fleiri mix og að platan verði tilbúin. Hún kemur út í mars, en fyrr á rafrænu formi á gogoyoko, en þar er núna hægt að fara og versla sér Ding an sich.

Njótið!

Hellvar, og hin stórkostlega æðislega Elana frá New York, spila á Bakkus í kvöld kl 21.15. Allir velkomnir og kostar ekkert inn. Aldurstakmark er þó eflaust í gildi, 20 ár hljómar t.d. skynsamlega. Bakkus er í sama húsi og gamli Gaukurinn, Sódóma er á efri hæðinni.

Gerð frægasta myndbands Sigur Rósar

Nýlega birtist á Vísi.is gömul klippa sem upphaflega var tekin fyrir Ísland í dag árið 2001. Hún er af tökustað í Hvalfirði þegar Sigur Rós voru við upptökur á frægu myndbandi sínu við Viðrar vel til loftárása og í henni er rætt við leikstjórana Árna & Kinski, aðalleikara myndbandsins (sem í rauninni mætti telja til hljóðstuttmynda) og hljómsveitarmeðlimi.

Myndbandið þekkja eflaust flestir, en það sýnir fótboltaleik ungra stráka sem á að eiga sér stað í anda gömlu ungmennafélaganna á sjötta áratugnum. Meðlimir Sigur Rósar eru í feluhlutverkum í myndbandinu og endirinn er óvæntur.

Klippuna frá tökustað má sjá hér og svo er ekki úr vegi að rifja upp kynnin við myndbandið sjálft en það má horfa á hér að neðan.

Fræðslukvöld ÚTÓN : Stafræn markaðssetning og samfélagsmiðlar

ÚTÓN er í svakalegu fræðslustuði í nóvember og kynnir nú fræðslukvöld um stafræna markaðssetningu og samfélagsmiðla sem haldið verður í Norræna húsinu 22. nóvember frá kl.19.30-22.00. Aðalfyrirlesarinn er Ariel Hyatt, sérfræðingur í markaðssetningu á netinu og samfélagsmiðlum.

Markmiðið með kvöldinu er að gefa tónlistarfólki og þeim sem vinna í tónlistarbransanum hagnýt ráð og hugmyndir um hvernig nýta megi samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter, Youtube og Flickr til að markaðssetja verkefni og styðja við tónlistarferilinn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ariel, sem á og rekur Cyber PR í New York, kemur til Íslands en fræðslukvöldin hennar hafa notið mikilla vinsælda. Ariel hefur víðtæka reynslu af markaðssetningu á netinu og hefur á síðustu 13 árum verið fulltrúi yfir 1400 tónlistarmanna.

Námskeiðsgjald er 5000 krónur og 3000 krónur fyrir félagsmenn FTT, , FÍH, FÍT og FHF. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn og létt hressing. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Skráning er hjá greta@islandsstofa.is

Nánari upplýsingar veitir Tómas Young hjá tomas@icelandmusic.is og í síma 511 4000.

Tónlistarstund með Arnari Eggerti

Monitor, fylgirit Morgunblaðsins, er að færa sig aftur upp á skaftið, m.a. með stuttum netþáttum. Einn þátturinn nefnist Tónlistarstund með Arnari Eggerti. Þar fær helsti tónlistargagnrýnandi Moggans, AET, að sitja við borð og flytja einræðu um eina plötu hverju sinni. Í fyrsta þættinum fjallar hann um aðra breiðskífu Ólafar Arnalds; Innundir Skinni. Takið eftir helgimyndinni af öðrum menningarrýni (og áður tónlistargagnrýnanda) Moggans Árna Matt á veggnum.

Ferskt í fókus: Bowen Staines

Bowen Staines er nafn sem væntanlega nokkrir kannast við úr tónlistarlífi Íslendinga en Bowen hefur verið einkar duglegur við að styðja við íslenskt tónlistarlíf með líflegri umfjöllun undir merkjum fyrirtækis síns Dont Panic. Bowen, sem hefur verið iðinn við að heimsækja klakann undafarin ár, vinnur nú að tveimur tónlistarmyndböndum en flestir ættu að þekkja til hans vegna heimildarmyndarinnar Where´s The Snow? sem sýnd var um daginn, þar sem Iceland Airwaves hátíðin 2009 er kynnt og könnuð.

Bowen lagði á Suðurnes ásamt hljómsveitinni Rökkurró í vikunni og tók þar upp myndband við lag þeirra Sólin Mun Skína og að hans sögn gengu tökur vel. Myndbandið var tekið í yfirgefinni og hálf hruninni hlöðu í Grindavík og að sögn Bowen gengu tökur vel:

“The video has this really flowing, organic look to it – since the building is pretty much crumbling in on itself, we (not so) wisely decided to put the band on the 2nd Floor of the building, and did all these crane shots through the windows and holes in the floor I can’t wait to see how it comes out.”
Bowen Staines

Bowen rýkur beint frá Suðurnesjum á Sauðárkrók um komandi helgi og þar tekur næsta verkefni við. Myndband við lagið Velkomin eftir Bróðir Svartúlfs. Hljómsveitin, sem á rætur sínar að rekja á Krókinn, mun þá klæða sig í sirkusklæðaburð og söngvari sveitarinnar, Arnar Freyr, fer í hlutverk ringmaster í sirkus Bróðir Svartúlfs um komandi helgi. Bowen lýsir myndbandinu frekar hnitmaðað:

“…we’ll have crazy costumes, Roman-orgy masks, and probably close to 100 extras for the shoot; Helgi (piano) was able to track down an old theater building in town, and we’re turning it into this crazy carnival – since the song has that “f’ed-up, disturbing-circus” feel to it, Arnar will be playing the evil Ringmaster, complete with top hat and curly mustache.”
Bowen Staines

Spennandi verður að sjá hvernig til tekst hjá Bowen og hljómsveitunum en myndböndin eru þá væntanleg á næstu vikum.

Rjóminn þakkar Bowen Staines fyrir innlitið og óskar honum velgengni í áframhaldandi starfi hans í tengslum við íslenskt tónlistarlíf.

Strange Powers: Stephin Merritt and the Magnetic Fields

Meðfylgjandi er trailer fyrir heimildamynd sem margir af lesendum Rjómans ættu að vera talsvert spenntir fyrir. Myndin heitir Strange Powers og er um Stephin Merritt, hinn magnaða indie lagasmið og forsprakka The Magnetic Fields. Myndin var tekin til sýninga í kvikmyndahúsum vestanhafs í gær og því vonandi ekki langt þangað til hún berst að ströndum Klakans í einhverju formi.