Markaðssetning tónlistar á tölvuöld

Hvernig eiga tónlistarmenn að markaðssetja tónlist sína í dag? Er social media svarið? Þurfa tónlistarmenn að vera með blogg, prófíla á öllum helstu samfélagsvefum, myndbönd á YouTube, senda skilaboð á Twitter og láta vita af sér reglulega á Foursquare? Hvernig á fólk eiginlega að snúa sér í þessu?

Þessi náungi er með svarið!

Meira 80’s

Fun Boy ThreeÉg fann mig knúinn til að grafa upp gamla færslu til að fylgja eftir magnaðri umfjöllun Magnúsar hér á undan um Naked Eyes.

Einn daginn var ég að grúska eitthvað og fann eitt gamalt og gott kennt við hið vafasama 80’s tímabil sem mér finnst vera alger gullmoli. Þetta var einn af þessum gleymdu smellum sem nauðsynlegt er að draga fram í dagsljósið.

Lagið sem um ræðir er “The Lunatics (Have Taken Over the Asylum)” með enska tríóinu Fun Boy Three en sveitin sú var starfrækt frá 1981 til 1983. Var sveitin skipuð þeim Terry Hall, Neville Staple og Lynval Golding en hana stofnuðu þeir eftir að þeir hættu í hinni fornfrægu ska-sveit The Specials.

Það sem vakti einna helst áhuga minn á þessu lagi á sínum tíma var tengingin við ástandið hér á landi og þá sérstaklega hina svökölluðu útrás en á meðan hún stóð sem hæst má segja, eins og vísað er í í titli lagsins, að geðsjúklingarnir hafi tekið stjórnina á geðveikrahælinu.

Fun Boy Three – The Lunatics (Have Taken Over the Asylum)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jónsi smeykur?

Um helgina bárust þær fregnir að Jónsi úr hinni miklu Sigur Rós, hefði ákveðið að hætta við tónleika sína í plötuverslunum og litlum rýmum í Ameríku.

Jónsi hélt órafmagnaða tónleika í Origami plötubúðinni í Los Angeles á dögunum og sagði þá reynslu afar óþægilega og ekki fyrir hann. Fannst honum einkar óþægilegt að standa svo nærri aðdáendum sínum i þröngu rými og að plötuverslanatónleikar séu ekki hans heimavöllur.

Jónsi hefur þar með hætt við alls fimm órafmagnaða tónleika í Utah, Illinois, Georgia, Texas og Norður-Karólínu á tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin en heldur sínu striki á stærri sviðum.

Laugardalshöllin er sömuleiðis enn á dagskrá hjá einu af óskabörnum þjóðarinnar en hægt er að nálgast miða á midi.is. Tónleikarnir fara fram þann 29.desember nk. þar sem íslenskir aðdáendur Jónsa fá loksins að baða sig í sólóefni kappans.

Nú er um að gera að næla sér í miða og sjá til þess að okkar manni líði vel þegar hann heimsækir sína heimahöll í desember.

Heimild: NME

Jónsi – Go Do (acoustic)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hvernig á að gera “viral” video

Hér er fyrirlestur Tim nokkurs Sadowsky á TED ráðstefnu sem haldin var í vor en þar segir hann frá samstarfi sínu við hljómsveitna OK Go við gerð hins margfræga myndbands við lag sveitarinnar “This too shall pass”. Það er einkar áhugavert að skyggnast á bakvið tjöldin veð gerð myndbandsins og einnig að heyra Sadowsky segja frá hvaða lærdóm hann dró af samstarfi sínu við hljómsveitna og gerð myndbandsins. Myndbandið við lagið er sýnt í lok fyrirlestursins.

Plumtree – Scott Pilgrim

Ég skellti mér á kvikmyndina Scott Pilgrim vs. the World núna á laugardaginn, vitandi ekki neitt um myndina eða bakgrunn hennar. Það má með sanni segja að myndin sú hafi blásið af mér sokkana og skilið mig eftir í sæluvímu, og ég mæli með henni við alla, nema kannski mömmu mína, hún myndi ekkert skilja í þessum látum.

Fyrir ókunnuga þá má nefna að myndin er gerð eftir teiknimyndasögunum Scott Pilgrim eftir Bryan Lee O’Malley sem er Kanadískur að uppruna. Söguhetjan er bassaleikari í ótrúlega svölu bandi sem heitir Sex Bob-omb. Hann verður ástfanginn af hinni fögru Ramonu en sá böggull fylgir skammrifi að fyrrum ástmenn og ástkonur, samtals sjö að tölu, skora hann á hólm og verður hann að sigra þau öll í æðisgengnum bardögum upp á líf og dauða. Hljómar eins og tóm vitleysa? Það er akkúrat það sem myndin er, tóm steypa frá upphafi til enda og einmitt það sem er svo skemmtilegt.

En þetta er nú ekki kvikmyndablogg, enda kvikmyndir upp til hópa leiðinlegar, nema auðvitað það sé fullt af tónlist í þeim. Ekki ómerkari menn en Beck og Broken Social Scene eiga lög í myndinni. Það er hinsvegar mun skemmtilegra að grafa upp gamla og algerlega óþekkta sveit, Plumtree, sem nokkuð kemur við sögu á bakvið tjöldin.

Hljómsveitin Plumtree var stofnuð í Halifax á Nýfundnalandi árið 1993 af fjórum telpum sem þá voru á aldrinum 14-17 ára. Árið 1995 kom út fyrsta stóra platan þeirra, Mass Teen Fainting, en þær voru þá þegar að hita upp fyrir virtari sveitir eins og Jale og Velocity Girl. Önnur platan, Predicts the Future, kom svo út árið 1997 og innihélt meðal annars slagarann “Scott Pilgrim”. Lagið er skíteinfalt grípandi popplag með rifnum gítörum. Nafnið sjálft er upprunnið úr nafnaruglingi, en þær stöllur áttu kunningja að nafni Scott Ingram og Philip Pilgrim, og rugluðu einhverntíman nöfnum þeirra saman sér til ómældrar kátínu:

“I was 19 or 20 when I wrote the lyrics to ‘Scott Pilgrim’ and in the throes of probably half a dozen crushes at the time,” Carla Gillis said. “There is one person who comes to mind because he was someone I’d liked for many years but, even at that, I think the lyrics came out of a general feeling of liking people but being afraid to act on those feelings.” The name itself was an inside joke among the band members- a friend named Scott Ingram had his name juxtaposed with another acquaintance named Philip Pilgrim.” (sjá hér)

Ekki bara var lagið þeirra innblástur fyrir Bryan heldur hljómsveitin sem slík, og nafnið Plumtree kemur fyrir hér og þar í verkum hans, sem og nöfn meðlimanna. Carla Gillis, söng- og gítarleikkona sveitarinnar skrifar um það hér hvernig lagið varð til, en sagan endar svo:

“”Scott Pilgrim” became the B-side to The Inbreds’ glorious “North Window,” a limited-edition release on wax that landed in the hands of then-fledgling cartoonist Bryan Lee O’Malley. Bryan was a fan of the east coast scene and was once one of just three people in attendance at a sad-sack Plumtree show at The Whippet Lounge in London, Ontario. He liked our song enough to use its name for the title character in a comic book he was writing about a slacker musician who falls for a girl with seven evil exes. That comic became a series, that series became a hit, that hit series just became a movie.”

Texti lagsins er einfaldur:

I’ve liked you for a thousand years.
I can’t wait until I see you.

You can’t stand to see me that way.
No matter what I do, no matter what I say.
Yeah!

Sveitin hætti svo störfum árið 2000.

Kíkjum þá á myndbandið við þetta ágæta lag, og sjáum hvað það hefur til brunns að bera:

MP3: Plumtree – Scott Pilgrim

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þess má svo geta að annað lag með Plumtree heyrist örstutt í myndinni, það er lagið “Go!

Þannig er nú það.

15 plötur á 15 mínútum

Eitt vinsælasta athæfið meðal tónlistarunnenda þessa dagana, þá sérstaklega á Facebook, er að búa til lista með yfirskriftinni “15 plötur á 15 mínútum”. Ritstjóri ákvað að misnota stöðu sína og taka þátt í fjörinu og þá auðvitað með tilheyrandi tóndæmum eins og Rjómans er von og vísa.

1. Kiss – Destroyer
Fjórða plata Kiss sem kom út 1976 og var pródúseruð af Bob Ezrin sem m.a. gerði The Wall með Pink Floyd. Þessi mun ávallt vera mín uppáhalds plata.

Kiss – God of thunder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2. Weezer – Weezer
Fyrsta plata Weezer (sú bláa) er af flestum talin þeirra besta plata. Verður bara betri með tímanum.

Weezer – The World Has Turned And Left Me Here

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Rentals – The Return of The Rentals
Eftir að Matt Sharp, fyrrum bassaleikari Weezer, sagði skilið við sveitina stofnaði hann hljómsveitina The Rentals og gaf hún út þessa mögnuðu plötu sem er stútfull af ljúfsáru og grípandi rokki.

The Rentals – Friends of P

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4. Public Enemy – It Take A Nation of Millions To Hold Us Back
Án nokkurs efa ein merkasta og mikilvægasta hip-hop plata sem út hefur komið. Náði 48 sæti á lista Rolling Stone yfir bestu plötur sögunnar.

Public Enemy – Don’t Believe The Hype

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5. Beck – Mellow gold
Platan sem fangaði tilvistarkreppu og tilgangsleysi hinnar svokölluðu X-kynslóðar, sérstaklega með laginu “Loser”.

Beck – Loser

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

6. Radiohead – OK Computer
Magnum opus þeirra Thom Yorke og félaga í Radiohead. Ein besta plata sem gerð hefur verið.

Radiohead – Let Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

7. Mates of State – Bring it Back
Ljúf og grípandi plata frá hjónakornunum og Íslandsvinunum Gardner og Hammel sem teljast verður þeirra besta til þessa.

Mates of State – Fraud in the ’80s

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

8. Interpol – Antics
Þó platan sé í raun beint framhald af forvera sínum, Turn On The Bright Lights, ber hún vitni um aukið öryggi í útsetningum og lagasmíðum og sýnir að með útgáfu hennar náði sveitin að fullkomna hljómheim sinn og ímynd.

Interpol – Last Exit

9. Squarepusher – Hard Normal Daddy
Fyrsta plata Squarepusher hjá Warp útgáfunni. Er hún óður til rave senunnar í Chelmsford, þar sem Tom Jenkinson ólst upp, og er að mörgum talin ein áhrifamesta platan innan IDM og drum n’ bass stefnunnar.

Squarepusher – Beep Street

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

10. Vampire Weekend – Vampire Weekend
Hin heillandi og frumlega planda of barrokk – og afrópoppi og grípandi tónsmíðar eru blanda sem fáir gátu staðist. Þar á meðal ég.

Vampire Weekend – M79

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

11. The Moody Blues – In Search of The Lost Chord
Þemaplata af psychedelic timabili sveitarinnar sem kom út 1968. Á henni sýnir sveitin allar sínar bestu hliðar og fjölhæfni í tónsmíðum og flutningi.

The Moody Blues – House of Four Doors

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

12. Figurines – Skeleton
Önnur breiðskífa þessarar dönsku indie rokk sveitar sem fengið hefur skammarlega litla athygli utan heimalandsins.

Figurines – Other Plans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

13. Flaming Lips – Clouds Taste Metallic
Wayne Coyne voru að mínu mati upp á sitt allra besta á síðasta áratug síðust aldar. Þessi sjötta breiskífa sveitarinnar er með aðgengilegri verkum sveitarinnar og stútfull af létt geggjuðum og grípandi poppsmellum.

Flaming Lips – Bad Days

14. Pixies – Doolittle
Það þarf nú varla að fjölyrða um hana þessa. Klassík!

Pixies – Where Is My Mind?

15. Metallica – Master of Puppets
Hér eru Metallica upp á sitt allra besta og Cliff heitinn Burton í fullu fjöri. Áhrif hans á lagasmíðar sveitarinnar voru ómetanleg og eftir ótímabært fráfall hans árið 1986 tók að margra mati að halla undan fæti hjá Metallica. Meðfylgjandi lag er til vitnis um hversu frjótt samstarf þeirra Hetfield, Ulrich og Burton var.

Metallica – Orion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Chipophone

Hér á Rjómanum höfum við af og til birt myndbönd frá fólki sem smíðað hefur sín eigin hljóðfæri með forvitnilegum árangri. Fáir hafa þó smíðað eins vígalegt hljóðfæri og hinn sænski Linus Akesson en hann bjó til 8 bita hljómborð úr gömlu rafmagnsorgeli til að spila svokallaða “chiptune” eða “chip” tónlist sem margir kannast við úr gömlum tölvuleikjum eins og Tetris og Super Mario Bros.

Hér að neðan er myndband þar sem Linus kynnir þessa smíð sína og flytur nokkur sígild lög úr tölvuleikjum fortíðarinnar. Ég verð að játa að nördinn í mér dauðlangar að eignast svona grip.

Fræðast má nánar um The Chipophone á heimasíðu Linus Akesson.

The U.S. vs. John Lennon

Hér er í fullri lengd heimildamynd David Leaf og John Scheinfeld frá 2006 um Bítilinn John Lennon, líf hans og umbreytingu frá tónlistarmanni yfir í aktívista og hvernig hann varð þyrnir í augum Bandarískra yfirvalda. Þessi er algert skylduáhorf fyrir tónlistaráhugamanninn.

Black Sabbath

Í ár eru 40 ár liðin síðan samnefnd plata ensku sveitarinnar Black Sabbath kom út en hún var, að mínu viti, sú plata sem hafði hvað mest áhrif á þungarokksöguna og markar í raun upphafið af þungarokki sem tónlistarstefnu. Platan kom út föstudaginn 13. febrúar 1970 og hlaut um leið frábærar viðtökur. Náði hún áttunda sæti á breska listanum og tuttugasta og þriðja sæti á hinum ameríska Billboard lista og sat þar sem fastast í heilt ár.

Þeir Ozzy, Tony, Geezer og Bill flytja okkur hér titillag plötunnar í frábærri live sjónvarps upptöku sem fór fram stuttu eftir að platan kom út. Þið getið rétt ímyndað ykkur viðbrögð friðelskandi hippana þegar þeir heyrðu þessa drungalegu tóna fyrst.

Framtíðin í tónlistarupplifun?

Nú þegar dauði tónlistariðnaðarins virðist yfirvofandi, ef marka má tónlistarmenn á borð við Thom Yorke, leita menn logandi ljósi að nýjungum sem gætu bjargað tónlistarsölu.

Raftónlistarmaðurinn Jeff Mills gæti mögulega verið búinn að finna svarið, þó ekki væri nema tímabundið, en nýlega gaf hann út, í takmörkuðu upplagi, plötu sem er bæði geisladiskur og 5 tommu vínyl plata. Hægt er að spila plötuna bæði í geislaspilara og á plötuspilara. Er útgáfa þessi, sem heitir Sleeper Wakes, partur af stærra verkefni er kallast The Occurrence Project og geta áhugasamir nálgast eintak á vefverslun Axis Records.

Hvort þessi samruni stafrænnar og analog tækni sé það sem koma skal skal ósagt látið en víst er að uppátækið hefur fengið töluverða athygli og hefur án efa aukið hróður og tónlistarsölu Jeff Mills.

Nú er bara spurning hvað mönnum dettur í hug næst?

Moondog

Einn af áhugaverðustu tónlistarmönnum síðustu aldar var án efa hinn bandaríski Louis Thomas Hardin (1916-1999) sem alla jafna gekk undir listamannanafninu Moondog. Í tilefni fæðingardags hans fann ég mig knúinn að rifja stuttlega upp snilligáfu þessa sérstæða furðufugls – en hann hefði orðið 94 ára í dag.

Moondog missti sjónina 16 ára gamall og var að mestu sjálflærður í tónlist. Hann varð þekktur fyrir að standa nær ætíð á sama horninu í New York, klæddur heimasaumuðum víkingabúningi, og flytja þar tónlist sína og skáldskap. Tónlistin hans var ansi sérstæð en hann blandaði saman áhrifum úr frumbyggjatónlist, jazzi og klassískri tónlist og voru óvenjulegir hrynjandar hans aðalsmerki.

Moondog – Death, When You Come To Me (af Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – All Is Loneliness (af More Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog út fjölda smáskífna, ep-planta og breiðskífna á árabilinu 1949-1957, sem innihalda frábærar taktpælingar sem og undursamlegar lagasmíðar. Eftir mikla útgáfutörn dró Moondog sig í hlé frá hljómplötuútgáfu og stóð næstu tólf árin á 6. breiðgötu í Manhattan áður en forsvarsmenn Columbia útgáfunnar drógu hann inn í stúdíó árið 1969 til að taka upp. Hann var að sjálfsögðu orðin mikil költ-fígúra á þessum tíma og hafði m.a. Janis Joplin tekið lagið hans “All Is Loneliness” upp en með útgáfu Moondog (1969) og Moondog 2 (1971) glæddist áhugi á tónlist hans töluvert. Á þeirri fyrrnefndu er líklega frægasta lag hans “Lament I, ‘Bird’s Lament'” en það átti óvænta endurkomu á dansgólfum fyrir nokkrum árum og heyrist nú á hverjum virkum degi í Ríkisútvarpinu sem upphafsstef útvarpsþáttarins Víðsjár.

Moondog – Lament I, ‘Bird’s Lament’ (af Moondog, 1969)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – Down Is Up (af Moondog 2, 1971)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog gat nú loksins uppfyllt draum sinn um að flytja til Evrópu og frá árinu 1974 og til dauðadags bjó hann í Þýskalandi. Hann byrjaði fljótlega að semja og taka upp tónlist á ný og þar gerði hann 10 plötur til viðbótar. Þessar skífur eru æði fjölbreyttar, t.d. gerði hann plötur með kammersveit, orgelspili, big-bandi, saxófónsveit eða bara sjálfum sér að syngja og spila á píanó.

Moondog – Do Your Thing (af H’arts Songs, 1978)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog  & The London Saxophonic – Paris (af Sax Pax for a Sax, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er því af nógu af taka af tónlist eftir Moondog og flest er framúrskarandi. Ef einhverjir vilja kynna sér tónlist hans betur má mæla með safnplötunum The Viking Of 6th Avenue, sem er frábært yfirlit tónlist hans, og The German Years 1977-1999 þar sem fókusinn er á seinni hluta ferilsins.

Því miður eru til ansi fá myndskeið með Moondog, en þetta stutta klipp hér er úr kvikmyndinni The Moving Finger (1963):

Lærðu að elska…

Það að list hafi áhrif á mann er gríðarlega einstaklingsbundin tilfinning, tilfinning sem er sjaldnast studd rökum, a.m.k. ekki rökum sem eru sýnileg í fyrstu. Maður þarf að grafa djúpt í sálarlífið og undirmeðvitundina til þess að finna þessa strengi sem tengja mann listinni svo náið. Þess vegna getur það oft verið erfitt að útskýra fyrir öðrum hvað það er sem heillar mann við tiltekið verk, maður veit það varla sjálfur.

Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með að velja mér uppáhalds. Hvort sem það er litur, matur, staður, bíómynd eða tónlistarmaður. Það sem er í mestu uppáhaldi virðist alltaf svo ómerkilegt þegar maður ætlar að reyna að setja puttann á það sem heillar mann. Þrír hljómar, vers-viðlag-vers og einfaldur texti geta snert mann á einhvern djúpstæðan hátt sem er óskiljanlegur öðrum.

Ég ætlast þess vegna ekki til þess að allir skilji aðdáun mína á nútímaskáldinu, teiknimyndasögu-og alþýðutónlistarmanninum Jeffrey Lewis, en ég ætla samt að reyna að útskýra hana.

…Jeffrey Lewis

don’t let showmanship become more important than honesty,
if you don’t want to be so many singers you see.
You don’t have to act crazy to do something amazing,
you can be just like you should and still do something really good.
And even when you know there’s nobody listening,
say it to yourself because it’s good to your health.
I know nothing makes sense if you think too much,
religion, a pigeon, radios and television.
Though it takes so much strength just not to suck,
and not to be a cynic but defer another gimmick.”

-Jeffrey Lewis – Don’t let the record labels take you out for lunch-

Við fyrstu hlustun gæti tónlist Jeff Lewis jafnvel hljómað eins og slappur brandari; veik og hálf-nördaleg röddin, ofhlaðnir bulltextarnir og gítarhljómar svo einfaldir að litla frænka þín gæti spilað þá eftir fyrsta gítartímann sinn. En ef skyggnst er undir yfirborðið leynist þar ljóðrænn snillingur með einstakan hæfileika til þess að segja sögur sem lýsa hinu mannlega ástandi og orða hugsanir á einfaldan og hnyttinn hátt, hvort sem að lagið fjallar um það að flytja í nýja íbúð, ástarsorg eða það að vera nauðgað af tvífara Will Oldham á yfirgefnum lestarteinum. Hann er intellektjúal bítnikkskáld myndasögukynslóðarinnar og Bob Dylan YouTube-kynslóðarinnar.

Jeffrey Lightning Lewis hóf ekki að semja tónlist fyrr en hann var orðinn rúmlega tvítugur. Eftir að hafa verið í nokkrum blúsrokk böndum og Greatful Dead ábreiðuhljómsveitum í mennta- og háskóla hafði hann misst alla trú á því að tónlist gæti skipt máli. En það breyttist þegar að hann heyrði í lo-fi goðsögninni Daniel Johnston í fyrsta skipti. Hið fullomlega skeytingarleysi fyrir hljómi, kunnáttu og tækni og hin algjöra áhersla á að nota listina til einlægrar og sannrar tjáningar opnaði augu hans fyrir því sem hægt var að afreka með tónlist.

Jeff hóf að semja tónlist á kassagítar pabba síns eftir þessa uppljómun sína, og tók upp á lítið fjögurra rása upptökutæki. Hann bjóst ekki við að gefa upptökurnar nokkurn tímann út.

Tónlistin var alþýðutónlist, einfaldar melódíur og textinn í aðalhlutverk, ýmist sunginn eða talaður (stundum næstum því rappaður). Áhrifin komu aðallega frá myndasögum, New York-borg, Pönki, Amerískri alþýðu-tónlist, mannkynssögu, bókmenntum og indíkúltúr. Lögin voru skondnar smásögur og ævisögulegar pælingar um hversdagslega hluti, oft á tíðum svo opinskáar að sársaukafullt er að hlusta á þær.

Hann ákvað að mögulega væru þessi lög nógu góð til þess að deila með öðrum og fór að spila á tónleikum og selja upptökurnar. Fljótt var hann farinn að vekja þónokkra athygli innan hinnar svonefndu Anti-Folk senu í New York rétt fyrir aldamótin, þar sem hópur tónlistarlegra utangarðsmanna byrjaði að safnast saman á open-mic kvöldum á Sidewalk kaffihúsinu á austurhluta Manhattan. Flestir listarmennirnir spiluðu órafmagnaða tónlist með Gerðu-Það-Sjálfur (D.I.Y.) og pólitískum viðhorfum pönksins með meiri áherslu á texta, innlifun og gleði en hæfileika og færni. Þessi einkenni hafa verið kjarninn í tónlist Jeffs alla tíð.

Vinir hans úr New York senunni, Kimya Dawson og Adam Green úr The Moldy Peaches hjálpuðu honum að komast inn undir hjá Rough Trade útgáfunni í Bretlandi og árið 2001 kom út frumraunin, The Last Time I Did Acid I Went Insane.

,,Einsamall maður er einlægur, en við innkomu annars hefst hræsnin.” sagði Ralph Waldo Emerson og á það vel við tónlistina. Sá sem semur tónlist bara fyrir sjálfan getur ekki verið annað en fullkomlega einlægur í sköpun sinni, en aðeins við vitneskjuna um að annar muni heyra verkið breytist sköpunarferlið. Listamaðurinn verður meðvitaður um sjálfan sig, listina og þau viðbrögð sem hún mun fá. Það er á þeim tímapunkti sem að margir listamenn fara útaf brautinni og byrja að hugsa um hvernig þeir líta út. Við viljum að öllum líki við okkur og reynum að gera það sem við teljum að geðjist öðrum. Við viljum sýnast klárari, fyndnari, fallegri og meira hipp og kúl en við erum. Listamaðurinn fer að semja tónlist sem hann heldur að aðrir vilji að hann geri. Broddurinn hverfur og allir listamennirnir byrja að hljóma eins, og þeir sem synda á móti straumnum fá litla eða enga athygli.

Í þennan listræna heiðarleika hefur Jeff einbeitt sér við að halda, og þar af leiðandi ekki verið í uppáhaldi hjá tískumótandi miðlum í tónlistarbransanum (indí-yfirvaldið Pitchforkmedia virðist m.a. ekki hafa mikið álit á Jeff, eða reyndar nokkrum sem hefur komið úr Anti-Folk senunnni ef út í það er farið). Ég reyndar skil vandamálið sem gagnrýnendur standa frammi fyrir þegar þeir meta plöturnar, þær eru gríðarlega ójafnar. Þegar listamaður gerir tónlist gagngert fyrir sjálfan sig verða til gullmolar en einnig hellingur af dóti sem á ekkert erindi við aðra. En persónulega fyrir mig bæta demantarnir allt annað upp.

Snilldin í list Jeff’s felst í stórkostlegum hæfileika til þess að segja sögur á einfaldan, einlægan og frumlegan hátt. Flest lögin endurspegla níhílíska heimsmynd en þó ávallt með jákvæðum boðskap fullum af von og bjartsýni. Einlægni felst nefnilega í því að þora að horfast framan í grimman heiminn án þess að falla í pytt sýndarmennsku eða sýnikalisma. Að taka öllu sem gríni og kaldhæðni er huglaus flótti frá raunveruleikanum, en að takast á við hann með bros á vör er hugrekki.

Jeff sver sig í ætt við marga aðra alþýðutónlistarmenn þar sem hann er hvorki sérstaklega fær hljóðfæraleikari né söngvari, tónlistin er aðeins miðill fyrir orðin, sögurnar og tilfinningar. Hann tjáir sig einnig á svipaðan hátt í myndasögunum, sem eru ýmist ævisögulegar eða vísindaskáldsögur. Teikningarnar og sögurnar eru einfaldar og húmorinn og sjálfsháð í fyrirrúmi. Oft virðast listformin skarast, annars vegar í lögum um uppvakninga og ofurhetjur og hins vegar rímuðum myndasögum. En það er helst í því sem að hann kallar ,,low-budget heimildarmyndir” sem að formin sameinast fullkomlega í eitthvað nýtt og ferskt. Þar rekur hann sögu einhvers fyrirbæris í söng og teikningum. Það er sérstaklega skemmtilegt fyrir áhugamenn um tónlist að fara í gegnum sögu Rough Trade, The Fall, K-records og sérstaklega hinn 8 mínútna langa, og 1500 orða, ljóðabálk The Complete History of the Development of Punk on New York’s Lower East Side from 1950 to 1975. YouTube hefur reynst honum góður vettvangur til að miðla listinni, því að ,,í eigin persónu” njóta sjarmi og gáfur Jeffs sín enn betur en á plötunum.

Jeff Lewis hefur gefið út 5 breiðskífur (þar af eina aðeins með lögum eftir bresku anarkó-pönksveitina Crass) og fjöldann allan af lögum á sjálfútgefnum stuttskífum, safnplötum og samvinnuplötum. Hann skipuleggur ennþá allar tónleikaferðir sínar sjálfur og sefur ósjaldan á gólfum vina og aðdáenda um allan heim til þess að láta enda ná saman á ferðalögunum.

Að velja nokkur lög úr safni á annað hundruð laga er ekki auðvelt mál, en hér eru 5 lög (eitt af hverri breiðskífu),og svo fjögur myndbönd. Saman gefur þetta fólki vonandi ágætis mynd af list Jeffrey Lewis.

Jeffrey & Jack Lewis – Williamsburg Will Oldham Horror (af City & Eastern Songs [2005])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis & The Junkyard – If Life Exists (af Em Are I [2009])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis – East River (af The Last Time I Did Acid I Went Insane [2001])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis & The Jitters – End Result (af 12 Crass Songs [2007])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jeffrey Lewis – If You Shoot The Head You Kill The Ghoul (af It’s The Ones Who’ve Cracked That The Light Shines Through [2003])

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Complete History of the Development of Punk on New York’s Lower East Side from 1950 to 1975.
http://www.youtube.com/watch?v=88QLxLHQW_M

The Chelsea Hotel Oral Sex Song
http://www.youtube.com/watch?v=lfQzqgsch8w

Low-Budget History of Communism in China
http://www.youtube.com/watch?v=-ryogcssMvg

Gestablogg : Atli Bollason velur 100 bestu plötur áratugarins

Ég veit ekki hversu margar plötur sem hafa komið út undanfarinn áratug ég hef heyrt. Sexhundruð? Sjöhundruð? (iTunes segir 915, en það getur varla verið rétt.) Hér reyni ég alltént að tína til hundrað þeirra sem snertu í mér (einhverskonar) streng. Listinn er svo sterkur að plötur sem eru við botn listans eru algjörlega frábær verk, og það er sárt að geta ekki komið fleirum að. Líklega verður að draga mörkin einhvers staðar. Kannski að ég ráðist í gerð listans „Hundrað næstbestu plötur áratugarins” við tækifæri.

Strokes - Is this itÞegar ég segi „bestu” á ég við einhvers konar blöndu af „faglegu” mati og „persónulegu” mati, þ.e. annars vegar einhvers konar blöndu af því sem ég, í krafti þekkingar minnar, áhuga og innsæis, met sem listrænt og/eða sögulegt gildi viðkomandi plötu, og hins vegar þeirrar þýðingar sem hver plata hefur öðlast fyrir mig í ljósi þess samhengis sem ég hef hlustað á hana í, hvernig hún hafði áhrif á skilning minn á plötum sem á undan komu eða fylgdu í kjölfarið, hrein tilfinningaleg áhrif tónlistarinnar á mig og annað í svipuðum dúr. Líklega vegur hið síðarnefnda ögn, jafnvel talsvert, þyngra á þessum lista. Þá skal haft í huga að ég heyri fleiri plötur vikulega (gamlar og nýjar, hvorutveggja hefur áhrif á skilning minn) og einnig verða breytingar á persónu minni og aðstæðum sem verða klárlega til hrókeringa á sætum, en gætu einnig haft stórtækari breytingar. Til að mynda er árinu 2009 líklega ekki gerð nógu góð skil þar sem ég á enn eftir að heyra og/eða melta og bindast fjöldamörgum plötum sem komu út á því ári. Þá eru ótaldar plöturnar sem ekki eru enn komnar út. Þá skal einnig tekið fram að plötur þar sem ég kom sjálfur mjög nálægt flutningi tónlistarinnar teljast ekki með.

Plata er ekki óvéfengjanlegt hugtak og allra síst á tímum niðurhals. Með plötu á ég almennt við plötu „í fullri lengd”, sem þýðir yfirleitt yfir 30 mínútur. Ein plata sem kom til greina á þennan lista er engu að síður undir þeirri lengd og eflaust eru til EP-plötur sem eru lengri. Líklega er best að styðjast við skilgreiningu listamannsins sjálfs eða talsmanns hans. Þá tel ég bara með plötur sem komu út í föstu formi; á geisladiski eða vínylplötu. Um réttmæti þessa skilyrðis má deila en ég tel að fast form sé til vitnis um ákveðinn metnað og vilja til að plötunni sé tekið af alvöru og fjallað um hana sem slíka. Safnplötur, tónleikaplötur og endurútgáfur teljast ekki til „platna” hér, skilyrðið er að um sé að ræða safn laga sem eru flutt í þessum búningi í fyrsta sinn af sama eða svipuðum hópi listamanna í öllum lögum.

Sigur Rós - Ágætis ByrjunÁ enskum málsvæðum hefur skapast hefð fyrir því að áratugir hefjist í upphafi árs sem endar á núlli og ljúki við lok árs sem endar á níu. Þar sem popptónlist og skrif um hana er vettvangur sem sækir mikið í engilsaxneska hefð verður hér einnig miðað við árin 2000-2009. Oft er hins vegar erfitt að segja til um hvenær plötur „komu út.” Ágætis byrjun Sigur Rósar kom t.d. út árið 1999 á Íslandi en ári síðar annars staðar í heiminum. Annað sérkennilegt dæmi er fyrsta plata múm, sem var til sölu á Þorláksmessu 1999 þótt árið 2000 sé prentað á umslaginu. Um þetta má eflaust ræða fram og aftur en eftirfarandi regla er í gildi hér: Íslenskar plötur teljast hafa komið út á því ári sem er tiltekið á umslagi íslenskrar útgáfu plötunnar. Plötur annars staðar að úr heiminum teljast hafa komið út á því ári sem þær komu út „á heimsvísu” hafi þær á annað borð gert það. Ef um ræðir plötu sem hefur komið út á mjög litlu svæði en samt komið fyrir eyru mín þá gildir sama regla og um þær íslensku. Yfirleitt skiptir þetta litlu máli, nema í bláupphafi og við lok áratugarins.

100. Liars – Liars
99. Dungen – Ta Det Lugnt
98. The Futureheads – The Futureheads
97. Ulrich Schnauss – A Strangely Isolated Place
96. Max Tundra – Parallax Error Beheads You
95. Chromatics – IV (Night Drive)
94. Girls – Album
93. Peter Björn & John – Writer’s Block
92. Grizzly Bear – Yellow House
91. The Thrills – So Much for the City
90. Björk – Vespertine
89. The Knife – Silent Shout
88. LCD Soundsystem – LCD Soundsystem
87. Belle & Sebastian – Dear Catastrophe Waitress
86. Boards of Canada – Geogaddi
85. Mogwai – Happy Songs for Happy People
84. Radiohead – In Rainbows
83. Bon Iver – For Emma, Forever Ago
82. Luomo – Vocalcity
81. Radiohead – Amnesiac
80. Belle & Sebastian – Fold Your Hands Child, You Walk Like a Peasant
79. Portishead – Third
78. Sonic Youth – Murray Street
77. Prefuse 73 – One Word Extinguisher
76. Suburban Kids With Biblical Names – #3
75. Sam Amidon – All Is Well
74. Tortoise – Standards
73. Architecture in Helsinki – Fingers Crossed
72. Islands – Return to the Sea
71. Isan – Lucky Cat
70. Interpol – Turn on the Bright Lights
69. The Rapture – Echoes
68. Broken Social Scene – You Forgot it in People
67. Madvillain – Madvillainy
66. Sigur Rós – ( )
65. Animal Collective – Strawberry Jam
64. Junior Boys – So This Is Goodbye
63. Badly Drawn Boy – The Hour of Bewilderbeast
62. Dntel – Life is Full of Possibilities
61. múm – Yesterday Was Dramatic, Today is OK
60. Jens Lekman – Night Falls over Kortedala
59. Menomena – Friend and Foe
58. Wilco – Yankee Hotel Foxtrot
57. Vashti Bunyan – Lookaftering
56. Rúnk – Ghengi Dahls
55. Los Campesinos! – Hold on Now, Youngster…
54. Panda Bear – Young Prayer
53. Justice – Cross
52. Mammút – Karkari
51. The Books – Lemon of Pink
50. My Morning Jacket – Z
49. Fennesz – Venice
48. The Shins – Chutes Too Narrow
47. Yeah Yeah Yeahs – Fever to Tell
46. Animal Collective – Merriweather Post Pavilion
45. Joanna Newsom – The Milk-Eyed Mender
44. The Besnard Lakes – Are The Dark Horse
43. LCD Soundsystem – Sound of Silver
42. Tim Hecker – Harmony in Ultraviolet
41. Isolée – We Are Monster
40. Sufjan Stevens – Michigan
39. Animal Collective – Feels
38. Vampire Weekend – Vampire Weekend
37. The Thermals – The Body, The Blood, The Machine
36. Panda Bear – Person Pitch
35. Belle and Sebastian – The Life Pursuit
34. Super Furry Animals – Rings Around the World
33. Beck – Sea Change
32. Max Tundra – Mastered by Guy at the Exchange
31. WOMEN – WOMEN
30. Jens Lekman – Oh You’re So Silent Jens
29. Air – Talkie Walkie
28. Fleet Foxes – Fleet Foxes
27. Stars of the Lid – And Their Refinement of the Decline
26. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons
25. Junior Boys – Last Exit
24. Air – 10.000 Hz Legend
23. Ólöf Arnalds – Við og við
22. PAS/CAL – I Was Raised on Matthew, Mark, Luke & Laura
21. Art Brut – Bang Bang Rock and Roll
20. Girl Talk – Night Ripper
19. The Clientele – God Save the Clientele
18. Deerhunter – Microcastle
17. The Field – From Here We Go Sublime
16. Dirty Projectors – Bitte Orca
15. The Avalanches – Since I Left You
14. Neon Indian – Psychic Chasms
13. Cut Copy – In Ghost Colours
12. Arcade Fire – Funeral
11. Mu – Afro Finger and Gel
10. Of Montreal – Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
9. Franz Ferdinand – Franz Ferdinand
8. Bright Eyes – I’m Wide Awake, It’s Morning
7. Daft Punk – Discovery
6. Radiohead – Kid A
5. Animal Collective – Sung Tongs
4. Ben Frost – Theory of Machines
3. The Strokes – Room on Fire
2. The Unicorns – Who Will Cut Our Hair When We’re Gone?
1. The Strokes – Is This It

Skoðun mín er enn sú sama og fyrir fimm árum þegar ég réðst í gerð lista af svipaðri gerð. Það er eitthvað við rykið sem Strokes þyrluðu upp sem gerir hljómsveitina enn ómótstæðilega í mínum huga. Þótt tilgerð komi eflaust upp í huga margra þegar minnst er á Strokes þá er samt einhver hreinleiki yfir þeim; hrein ást á hefðbundnu kúli, rafmagnsgíturum og leðurjökkum, bjór, stórborgum, sætum stelpum; rokki. Þeim er skítsama. Casablancas nennir varla að syngja. Gítarsólóin eru ekki til að speisa út við eða sína fram á tækni eða hugkvæmni, þau eru melódíur til að syngja með, alveg eins og lögin sjálf: hnitmiðuð, svöl, grípandi – sígild. Meiraðsegja trommur og bassi fá að bregða sér í krókahlutverkið – hvernig er hægt að standast dansandi bassann í titillaginu eða furðunákvæmt bítið sem kynnir „Hard to Explain” til leiks? Hljómurinn er nægilega hrár til að mynd af fimm strákum um tvítugt í bílskúr framkallist dauflega, nægilega fágaður til að maður nenni að setja plötuna á fóninn aftur og aftur. Og aftur og aftur. Dást svo að skammlausri myndinni á umslaginu og næfurþunnu letrinu áður en hún fær að rúlla einu sinni eða tvisvar enn.

Ég heyrði Is This It í fyrsta skipti fyrir rúmum átta árum og í hvert sinn sem hún nær eyrum minum minnist ég þess hvernig mér leið: Eftir að hafa hlustað þungur á brún á skrítna raftónlist og sístígandi síðrokk um árabil hugsaði ég, loks með bros á vör, „hvað er þetta eiginlega?” Ég var ekki einn um að spyrja og skuggi Strokes er enn sterkur þótt ógreinilegur sé.

Upphaflega færslu má lesa hér : http://bollason.blogspot.com/2009_12_01_archive.html

Rokklundarnir í Hoffman stefna á útgáfu í lok mánaðarins.

HoffmanDrengirnir í Hoffman hafa verið góðkunningjar ljósvakans í ríflega hálfan áratug en hafa þó tekið sér drjúgar pásur hér og þar í gegnum ferilinn. EP platan Bad Seeds kom út um mitt ár árið 2004 og hreytti af sér smellum á borð við „Others” og síðar „60 Seconds Billy”. Náði það síðarnefnda efsta sæti vinsældarlista X-ins 97,7 og veitti hljómsveitinni vænan byr undir vængi.

Þó sem vinsældir sveitarinnar jukust, hvarf sveitin fljótt aftur úr sviðsljósinu um nokkurt skeið eða allt þar til smellurinn „Jukebox Girl” fór að heyrast á útvarpsstöðum landsins. Lagið, þó í eldri kantinum í lagabunka sveitarinnar, náði gífurlegum vinsældum og tókst sveitinni að endurheimta toppsæti á vinsældarlistum.
Íþróttabandalag Vestmannaeyja var þá heiðrað af strákunum nýverið með laginu „Slor og Skítur” sem fékk fína spilun á sólríkum dögum í sumar.

Hoffman hafa gefið sér vænan tíma til að vinna sér inn aðdáendur en ríða nú loks á vaðið með sína fyrstu breiðskífu sem hlotið hefur nafnið „Your Secrets Are Safe With Us”. Platan, sem tekin var upp í Island-hljóðverinu í Vestmannaeyjum er sögð innihalda ellefu lög og að sögn Ólafs Kristjáns Guðmundssonar, söngvara sveitarinnar, var ferlið bæði áhugavert og skemmtilegt. Segir Ólafur jafnframt að typpabrandarar og brennivínsdrykkja hafi ráðið hve mestum ríkjum við upptökur en einnig hafi það verið gott að komast í heimahaga þar sem rólegheit og lítið stress réði ríkjum. Sömuleiðis vill söngvarinn meina að margt hafi komið á óvart.

„Tónlistin er mun frábrugðnari en áður. Melodían er ríkari og sömuleiðis var mun meira lagt í textagerð en áður. Einnig skiptir gríðarlega miklu máli að hafa fært fólk sér til aðstoðar”, segir Ólafur og lofar upptökustjórann Axel „Flex” Árnason í hástert; „Axel náði algjörlega að kreista út nýjar hliðar á okkur. Tímasetningar og það að finna ákveðin augnablik til að taka upp kafla hjá okkur var ótrúlegt.” útskýrir Ólafur.
„Hann náði til dæmis út úr mér frábærri vinnu þegar ég var raddlaus rétt undir morgunn eitt kvöldið. Það má heyra í síðasta lagi plötunnar, „We are numb”. Hann náði okkur virkilega til að koma okkur sjálfum á óvart í gegnum ferlið. Sem var frábært!”.

Að sögn forsprakkans mun sveitin vera dugleg við að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og bætir hann við að flestir ættu að vera sáttir við afurðina; „Þetta er í raun plata fyrir alla. Hvort sem þú sért rokkari eða poppari. Línan á milli þessarra tveggja stefna er svo þunn í dag. Ég efast um að platan verði okkar aðdáendum fyrir vonbrigðum.”

Platan Your Secrets Are Safe With Us er væntanleg í lok mánaðar en heyra má fyrsta smellinn sem samnefndur er plötunni, á MySpace-síðu sveitarinnar sem og á öldum ljósvakans. Skulum við þar með vona að rokklundarnir frá Vestmannaeyjum séu komnir til að vera til lengdar í þetta skiptið.

www.myspace.com/hoffmanis

Skátar kveðja

Hljómsveitin Skátar hyggst leggja sig á hillurnar nú í sumarlok eftir sex ára óslitið starf í þágu skríti- og skronk rokk og róls.  Ásamt Skátum koma fram nokkrar af vinasveitum þeirra sem eiga allar sameiginlegt að vera hliðhollar rafmagnsgíturum og fánaberar jaðarrokks eins og það var á fyrri hluta tíunda áratugarins – en að sjálfsögðu með hánútímalegum blæbrigðum. Þetta eru hljómsveitirnar Reykjavík!, Sudden Weather Change og Me, The Slumbering Napoleon.

Tónleikarnir fara fram á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu næstkomandi föstudagskvöld og hefst gamanið kl. 21:00 og kostar 1000 íslenskar krónur inn.

Skátar

Stiklað á stóru í Skátasögunni

Hljómsveitin Skátar hefur starfað með mismunandi liðskipan frá því um vorið 2003 og hefur hljómsveitin komið við víða og að margra mati farið sínar eigin leiðir í bæði lagaútsetningum, útgáfu og framgöngu.

Skátar sendu frá sína fyrstu breiðskífu árið 2004 sem hefur reyndar verið kölluð þröngskífa og EP-plata af mörgum þar sem hún er rétt rúmur hálftími að lengd.  Til samanburðar hafa Skátar oft sagt að “Reign In Blood” með Slayer er styttri en þessi Skáta-skífa sem heitir svo mikið sem “Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga”.  Skífan rataði meðal annars til eyrna enska útvarpsmannsins John Kennedy hjá XFM í London sem hefur verið aðdáandi sveitarinnar æ síðan.  Eftir að hafa heyrt lög af skífunni í þætti hans höfðu hljómplötuútgáfurnar Moshi Moshi Music og EMI samband við Skáta og óskuðu eftir að gefa sveitina út en Skátar afþökkuðu pent.

Árið 2005 kom út þröngskífan “Skrew the Elves, Fokk the System” í afar takmörkuðu upplagi.  Árið 2007 kom loks út breiðskífan “Ghost of the Bollocks to Come” og var söngvarinn Markús Bjarnason þá genginn til liðs við hljómsveitina.  Til gamans má geta að Markús var búsettur í Færeyjum þegar skífan kom út og brugðu Skátar til þess að fá Reykjavík! og Jan Mayen til að spila lögin sín í útgáfuhófinu og vakti það mikla lukku og athygli.

Tónleikar voru haldnir um allar trissur og eru eftirminnilegir tónleikar í Bræðslunni á Borgarfirði Eystra, Aldrei fór ég suður og á tónlistarhátíðum á borð við Iceland Airwaves, In The City í Manchester og nú síðast á Swn Festival í Cardiff í Wales.

Í ár gaf sveitin út vínil- og stafrænu smáskífuna “Goth báðum megin” og hefur hún fengið frábærar undirtektir hjá aðdáendahóp Skáta sem er að mati sveitarinnar yndislegur.

Íransk-sænskir tónar

lalehÞeir sem hafa eitthvað fylgst með heimsfréttum í fjölmiðlum undanfarnar vikur (og þá á ég ekki við mbl.is) ættu að hafa tekið eftir þeirri ringulreið sem nú ríkir í Íran. Eftir að upp komst um möguleg svik í nýafstöðnum forsetakosningum hafa þúsundir manna tekið þátt í endalausum mótmælum síðustu vikur og hafa fjölmargir látið lífið í átökum sem þeim fylgja.

Það er þó ekki ætlunin að láta dæluna ganga um ástandið ytra, heldur að deila með lesendum Rjómans heldur skemmtilegri tíðindum frá Íran, eða ungri söngkonu sem rak á fjörur mínar fyrir nokkru síðan og er ættuð þaðan. Stúlkan heitir Laleh Pourkarim og er búsett í Svíþjóð, en hún er hálf sænsk og hálf írönsk. Það er ekki oft sem maður heyrir rætur tónlistarmanna jafn listilega fléttaða inn í tónlist þeirra og hér er raunin og verður tónlistin mun persónulegri og áhugaverðari fyrir vikið. Sem dæmi má nefna sönginn, en Laleh tekur til þess bragðs að syngja á ensku, sænsku og írönsku á nýjustu plötu sinni, Me and Simon og er ekki annað hægt að segja en að það komi ansi vel út.

Laleh er nokkuð þekkt í Svíþjóð, hefur áður gefið út tvær plötur og verið tilnefnd til/unnið fjölda verðlauna. Tónlist hennar er kannski best lýst sem innihaldsríku poppi  með óvenjulegu sniði, en best er auðvitað að hlusta sjálfur og mynda sér eigin skoðun og því eru hér nokkur tóndæmi af Me and Simon. Áhugasamir geta svo kynnt sér Laleh nánar hér.

Simon Says

Big City Love


Laleh – Farda (á írönsku)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laleh – Snö (á sænsku)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Woodstock tónlistarhátíðin 40 ára

Woodstock posterÍ ár eru 40 ár liðin síðan Woodstock hátíðin margfræga var haldin var í smábænum Bethel í New York fylki frá 15. til 18. ágúst 1969. Talið er að um hálf milljón manns hafi verið á hátíðinni en upphaflega gerðu skipuleggjandur ekki ráð fyrir að meira en 50.000 manns á svæðinu. Meðal þeirra listamanna sem fram komu voru : Ravi Shankar, Joan Baez, Santana, Canned Heat, Grateful Dead, Creedence Clearwater Revival, Janis Joplin, Sly & the Family Stone, The Who, Jefferson Airplane, Joe Cocker (sem varð fyrst frægur eftir að hafa komið þar fram), The Band, Blood, Sweat & Tears, Crosby, Stills, Nash & Young, Neil Young og svo að sjálfögðu Jimi Hendrix sem endaði hátíðina á eftirminnanlegan hátt eins og sjá má í heimildarmyndinni hér að neðan.

Woodstock hátíðin er einn merkilegasti viðburður tónlistarsögunnar og án efa hápunktur hippatímabilsins. Heimildarmynd um hátíðina sem kom út ári seinna má án efa finna út á næstu myndbandaleigu en hún er algert skylduáhorf fyrir hvern tónlistaráhugamann. Þess má að lokum geta að væntanleg er sannsöguleg mynd um hátíðina sem nefnist Taking Woodstock en leikstjóri hennar er Ang Lee.

Jimi Henrix- Live at Woodstock ’69 – 56:39

Spennandi kvikmyndir á næstunni

Þó svo að Rjóminn sé mestmegnis tileinkaður hinum mörgu geirum tónlistar er ekki úr vegi að fjalla um annars konar listir þegar við á. Eftir heldur óspennandi kvikmyndabylgju síðustu mánuði glittir nú í athyglisverðar myndir innan um grámygluna og er því tilvalið að skella inn sýnishornum úr þeim fyrir áhugasama. Það má finna ágætis lög í brotunum, til að mynda með Arcade Fire, The Smiths og Reginu Spektor og hvetjum við alla til að kíkja í bíó þegar sýningar hefjast!

Fyrsta má nefna kvikmynd sem margir bíða spenntir eftir, eða uppfærslu Tim Burton af Lísu í 34908Undralandi í samstarfi við Disney. Myndin mun halda í söguþráð teiknimyndarinnar frá 1951 en með tilkomu Burton má búast við að hún verði töluvert myrkari en sú mynd. Hún skartar m.a.  Johnny Depp í hlutverki óða hattarans og Helenu Bonham Carter í hlutverki hjartadrottningarinnar auk þess sem Danny Elfman semur tónlistina og má því með sanni segja að væntingarnar séu háar enda hópur fólks sem hefur lengi unnið saman og oftast tekist frábærlega upp.

Áætlað er að frumsýna kvikmyndina þann 5. mars 2010.

Önnur kvikmynd sem búist er við að slái í gegn er einmitt líka gerð eftir vinsælum barnabókum;  Where the Wild Things Are. Hana þekkja eflaust færri en Lísu í Undralandi en bókin er eftir Maurice Sendak og fjallar um strákgemlinginn Max sem býr til sína eigin draumaveröld eftir að hafa verið sendur í háttin án þess að fá kvöldmatinn sinn. Þar eru skrímsli í skógi sem krýna hann konung sinn og ýmsar furðuverur líta dagsins ljós. Myndbrotið lítur ansi skemmtilega út en það er Spike Jonze sem leikstýrir myndinni.

where_the_wild_things_are_movie_image__3_

Áætlað er að frumsýna kvikmyndina þann 16. október 2009.

258-Film_Review_500_Days_of_Summer.sff.standalone.prod_affiliate.78

Síðast en ekki síst er það svo nýjasta mynd hins lítt þekkta leikstjóra Marc Webb en hún ber heitið 500 Days of Summer og skartar þeim Zooey Deschanel og Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverkum. Myndin er svokölluð „ekki“-ástarsaga og verður að segjast að mynd sem byrjar á setningunni „I love The Smiths“ getur ekki klikkað. Tónlistin í myndinni er ekki af verri endanum en auk The Smiths fá lög með Feist, Doves og She & Him að hljóma, en Zooey Deschanel er einmitt annar helmingur síðastnefndu sveitarinnar sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir ekki svo löngu síðan.

Myndina er þegar byrjað að sýna í Bandaríkjunum og því ætti ekki að vera of langt þar til við Íslendingarnir fáum að berja hana augum.