Hafdís Huld í viðtali á ITN

Söngkonan Hafdís Huld er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Bretland. Fyrir stuttu kom hún við hjá ITN í London sem sjá um fréttaflutning fyrir bæði Channel 4 og ITV í Bretlandi og dreifa þeir viðtölum sínum víða um heim. Í viðtalinu talar Hafdís um nýja lagið “Kónguló”, samskipti við hinn Franska Kóngulóarmann, og nýju plötuna sem væntanleg er í haust. Einnig flytur hún órafmagnaða útgáfu af “Kónguló” ásamt Alisdair Wright.

Alain Robert hinn Franski Kóngulóarmaður hefur nú haft samband við Hafdísi Huld og list yfir ánægju sinni með lagið. “I did listen your song many times and i really apprecite the lyrics. It is very cool having somebody who is dedicating me a song.”

Hafdís skrifar um bréfið frá Alain á Íslensku blogg síðunni sinni í gær.

Myndbandið við “Kónguló” hefur einnig verið tekið til sýninga í verslunum Topshop um allan heim, en lagið “Tomoko” af fyrstu plötu Hafdísar Dirty Paper Cup var einnig tekið inn á spilunarlista Topshop verslananna á sínum tíma.

8 Tracks

Ég er allur í því að kynna mér nýjustu tónlistartengdu vefþjónusturnar. 8 Tracks er ein af þeim en þar gefst notendum kostur á að búa til sitt eigið mixteip og deila því með vinum og vandamönnum. Tengja má 8 Tracks við aðrar vefþjónustur eins og Twitter og Last.fm og auðvitað er gefinn kostur á að “embedda” mixið á heimasíðu eða blogg eins og ég hef gert hér að neðan. 8 Tracks er létt og skemmtileg tónlistarþjónusta og tilvalin fyrir þá sem vilja kynnast nýrri og framandi tónlist.

The Hook

FourÞað muna eflaust flestir eftir laginu “The Hook” af plötunni Four með blúsrokkurunum Amerísku í Blues Traveler. Lagið náði talsverðum vinsældum um allan heim á árunum ’94 til ’96 og var Ísland þar engin undantekning enda lagið enn spilað mjög reglulega á dægurlagastöðvum landsins.

Ég komst að því um daginn að það er lítil en afar fróðleg saga á bakvið lagið sem kítlaði tónlistarnördinn í mér töluvert. Titill lagsins vísar í það fyrirbæri í tónlist sem oftast er kallað “húkk” eða “krókur” en það gæti t.d. verið grípandi laglína eða viðkunnanlegur hljómagangur sem einkennir viðkomandi lag eða tónsmíð. Í texta lagsins segir hinn dygri söngvari sveitarinnar, John Popper, að það skipti nánast engu máli um hvað hann syngi því lagið sé svo grípandi og það sé það eina sem fái hlustandan til að hlíða á lagið aftur og aftur.

Til að gera lagið eins viðkunnanlegt og grípandi og hægt var leituðu liðsmenn Blues Traveler á náðir hins þýska barokk meistara Johann Pachelbel og fengu hljómaganginn úr hans þekktasta verki, “Canon í D dúr”, lánaðan (hljómagangurinn er að grunninum til sá sami þó hljómarnir séu eilítið öðruvísi). Þeir sem þekkja þessa frægu tónsmíð Pachelbel ættu flestir að vera sammála um að þar sé á ferð eitt auðþekkjanlegasta og vinsælasta verk klassíksrar tónlistar.

“The Hook” vísar einnig augljóslega í söguna um Pétur Pan og baráttu hans við Kaftein Krók og nær lagahöfundur að fletta saman ævintýrið um “krókinn” og tónlistarfyrirbærið “krók” á snilldarlegan hátt í einni setningu undir lok lagsins “no matter how much Peter loved her, what made the Pan refuse to grow, was that the Hook brings you back

Blues Traveler – The Hook

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pachelbel – Canon in D

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.