Bangoura Band – Asante

Bangoura Band er 9 manna hljómsveit sem hefur verið starfrækt síðan í ársbyrjun 2013. Hún spilar afríska tónlist og er stofnandi hljómsveitarinnar frá Guineu í vestur afríku. Meðfylgjandi er myndband við fyrstu smáskífuna af væntanlegri fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem ætti að sjást í hillum verslana nú rétt fyrir jól.

Hljómsveitina skipa:

Albert Sölvi Óskarsson – Baritone saxophone
Atli Þór Kristinsson – Guitar
Baba Bangoura – Congas
Cheick Ahmed Tidiane Bangoura – Bongo / Shekere
Elvar Bragi Kristjónsson – Trumpet
Pétur Daníel Pétursson – Drums
Sindri Magnússon – Bass
Sólveig Morávek – Tenor saxophone
Valbjörn Snær Lilliendahl – Guitar

Wish I Knew – ný smáskífa með Önnu Sóley

Söngkonan og lagasmiðurinn Anna Sóley hefur sent frá sér nýja smáskífu sem nefnist “Wish I Knew”. Stíllinn er persónulegy jazzað fönk í sálrænum búningi. Tríóið sem spilar á upptökunni er skipað einvala liði, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Pétur Sigurðsson á bassa og Mikael Máni Ásmundsson á gítar.

Upptaka, hljóðblöndun og tónjöfnun var í höndum Birgis Jóns Birgissonar og voru herlegheitin tekin upp í Sundlauginni.

Nýtt og nýlegt íslenskt

1860

Við hefjum þessa yfirferð á splunkunýrri hljómsveit sem kallar sig Blóðberg. Hljómsveitin spilar dansvænt rafpopptónlist og hefur seinustu mánuði unnið að sex laga smáskífu þar sem sungið er bæði á íslensku og ensku. Upptökur fóru fram í Hljómi á Seltjarnarnesi og var upptökustjórn í höndum Páls Orra Péturssonar.

Meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið víða við á sínum tónlistarferli og hafa leikið með hljómsveitum á borð við Lovely Lion, Ásgeiri Trausta, Ylju, Orphic Oxtra, Útidúr, Fjallabræðrum, Vicky og Of Monsters and Men.

Eðalsveitin 1860 sendi í upphafi síðasta mánaðar frá sér plötuna Artificial Daylight og verður hún að teljast skylduhlustun fyrir alla tónlistarunnendur. Hér er vænt hljóðbrot af plötunni.

Hljómsveitin Johnny And The Rest sendu nýverið frá sér nýtt lag sem ber það skemmtilega nafn, “Mama Ganja”. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu strákanna og hefur lagið fengið mjög góðar viðtökur.

Triphop sveitin Urban Lumber, sem komin er með nýja söngkonu, Kareni nokkra Pálsdóttur, er komin með nýtt lag. Sveitn er á fullu að klára plötu og er von til að hún komi út í haust.

Það heyrist allt of lítið frá djössurum þessa lands hér á Rjómanum finnst mér og skal nú bætt fyrir það. Hér að neðan má heyra upptökur jazz kvartettins Kliður hjá Rás 2 en hann var stofnaður haustið 2012 og spilar melódískan jazz með skandinvískum blæ. Lög hópsins koma öll úr smiðju meðlima og hafa vakið athygli fyrir öðrvísi hljóðfæraskipan, enda þykir bandið hafa nokkuð sérstakan hljóm.

Fyrst við erum í jazz deildinni er gráupplagt að heyra nýjustu plötu píanistans Sunnu Gunnlaugs sem kallast Distilled. Með henni á plötunni spila Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur.

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að múm gaf nýverið út plötuna Smilewound. Á henni er m.a. að finna þennan hressilega lagstúf.

Þriðjudagsmyndbönd

Ég veit ekki með ykkur hin en ég bíð í ofvæni eftir nýrri plötu Okkervil River. Hún mun kallast I Am Very Far og kemur út fyrri hluta maímánaðar og eins og áður er það útgáfufyrirtækið Jagjaguwar sem gefur sveitina út. Nú nýlega sendu þau frá sér myndband við lagið “Wake and Be Fine”.

Okkervil River – Wake and Be Fine

Ekki er langt síðan Rjóminn greindi frá nýju lagi frá The National sem má heyra í kvikmyndinni Win Win. Lagið heitir “Think You Can Wait” og skartar Sharon Van Etten í bakröddum. Að ósekju hefði mátt leyfa laginu að njóta sín betur í myndbandinu og sleppa hljóðrásinni úr myndinni en hvað veit ég svo sem…

The National – Think You Can Wait

Raphael Saadiq er enginn venjulegur töffari en þessi 44 ára gamli Ameríkani spilar alvöru sálartónlist. Hann sendi nýverið frá sér myndband við lagið “Stone Rollin” sem má finna á samnefndri plötu hans sem kemur út í næsta mánuði. Hér drýpur smjör.

Raphel Saadiq – Stone Rollin’

Að lokum hafa svo strákarnir í Fleet Foxes skilað frá sér myndbandi við lagið “Grown Ocean” en eins og hvert mannsbarn veit er ekki nema tæpur mánuður í að plata þeirra, Helplessness Blues, komi út.

Fleet Foxes – Grown Ocean

Músiktilraunir : Estrógen

Estrógen er samansett af fjórum drengjum sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og eru allir í kringum tvítugsaldurinn. Hugmyndin á bak við tónlist sveitarinnar er að vera mjög frjálslegir í spilun og reyna á spunahæfileika hljómsveitarmeðlima. Hljómur sveitarinnar þykir hrár en hægt er að lýsa honum sem blöndu af Metal, Rokki og Djassi. Þó sækja meðlmir sveitarinnar innblástur úr öllum áttum og segjast þeir ávallt reyna að gera eitthvað nýtt.

Estrógen – Ónefnt lag

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músiktilraunir : Virtual Times

Rjóminn hefur í dag umfjöllun sína um þær hljómsveitir sem keppa munu á Músiktilraunum í ár en það er Reykjavíkursveitin Virtual Times sem ríður á vaðið.

Virtual Times kom fyrst saman um sumarið 2009. Sveitin samanstendur af fjórum strákum af höfuðborgarsvæðinu, á aldrinu 17-22 ára og leikur blöndu jazz/fusion/funk. Virtual times hefur komið fram á nokkrum tónleikum, m.a. Unglistar hátíðinni og svo sigraði sveitin vorið 2010 í hljómsveitarkeppninni Nótan sem haldin er í Hafnarfirði .

Meðlimir sveitarinnar eru þeir Kári Árnason (Bassi), Aron Ingi Ingvason (Trommur), Tómas Jónsson (Hljómborð) og Rögnvaldur Borgþórsson (Gítar).

Virtual Times – Róbot

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ferlegheit

Ofan af Skaga berast blúsaðir og fjörugir síðrokkstónar með fönkuðu og sækadelísku ívafi. Það er ungur og efnilegur sex manna flokkur sem kallar sig Ferlegheit sem framkalla þessa tóna en þau gáfu út sína fyrstu plötu, You can be as bad as you can be good, þann 3. janúar síðastliðinn og munu útgáfutónleikar verða haldnir í Tjarnarbíó fimmtudaginn 20. næstkomandi.

Frumburð sveitarinnar má að sjálfsögðu nálgast á gogoyoko.

Valdimar og Moses Hightower spila í Slippsalnum í kvöld

Í kvöld munu hljómsveitirnar Valdimar og Moses Hightower leiða saman hesta sína í Slippsalnum (Nema Forum) á Mýrargötu. Húsið opnar kl. 20, en kl. 21 mun fyrsta hljómsveit hefja leik. Miðaverð er 1000 kr.

Hljómsveitirnar tvær eiga margt annað sameiginlegt en að heita mannanöfnum. Báðar leika þær sálarinnblásna og blásaraskotna popptónlist með íslenskum textum, báðar hafa þær ómað ótt og títt í útvarpi allra landsmanna, og báðar gáfu þær út frumburði sína árið 2010.

Skyldumæting!

Valdimar -Hverjum degi nægir sín þjáning

Moses Hightower – Bílalest út úr bænum

Miðvikudagsmix : Nýtt erlent

Hér er ein allsherjar lagasúpa af erlendis hipster-indie og remixum sem, eftir því sem mig minnir (afar óáræðanlegt minni það reyndar), hefur ekki heyrst hér á Rjómanum áður. Sum þeirra laga sem heyra má hér að neðan eru af mörgum talin vera með þeim betri á árinu og því um að gera að leggja einbeitt og afar vandlega við hlustir.

Myndin hér að ofan er úr myndbandinu við lagið “Bombay” með El Guincho.

Small Black – Camouflage

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Massive Attack – Paradise Circus feat. Hope Sandoval (Gui Boratto Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El Guincho – Bombay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gorillaz – Stylo (Alex Metric Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Levek – Look On The Bright Side

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

British Sea Power – Living Is So Easy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hosannas – The People I Know

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Generationals – Trust

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tape Deck Mountain – P.I.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ruby Suns – Cranberry

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Útgáfutónleikar Valdimars í Fríkirkjunni

Hljómsveitin Valdimar gaf út plötuna Undraland fyrir stuttu og í tilefni þess blæs hljómsveitin til heljarinnar útgáfutónleika þann 27. nóvember nk. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Óhætt er að fullyrða að flestallir sem mætt hafa á tónleika með þessari frábæru sveit hafi beðið óþreyjufullir eftir gripnum. Hljómsveitin unga hefur heillað alla sem mætt hafa á tónleika með þeim og varð fulltrúi Geimsteins þar engin undantekning. Á fyrstu tónleikum sveitarinnar var staddur Björgvin Ívar Baldursson frá Geimsteini og reif hann þá beint í stúdíó í upptökur. Útkoman heillaði alla þar á bæ svo ekkert annað kom til greina en að gefa plötuna út undir merki útgáfunnar.

Þetta verða engir venjulegir Valdimar tónleikar, því ekkert verður til sparað í að gera tónleikana sem glæsilegasta. Með hljómsveitinni mun leika sérskipuð tíu manna blásara- og ásláttarsveit.

Miðasala á Miði.is

Grapevine Grassroots 21

Tuttugasta og fyrsta Grapevine Grassroots kvöldið verður haldið hátíðlegt föstudaginn 12.nóvember klukkan 21:00 með tónleikum og fjöri. Þar munu hljómsveitirnar Valdimar, Fu Kaisha og Benjamín og Helvítis Jazzararnir koma fram.

Valdimar er nefnd eftir söngvara hljómsveitarinnar, látunsbarka sem er einnig dágóður básúnuleikari. Bandið er nýbúið að klára frumraun sína Undraland sem vafalítið mun vekja athygli tónþyrstra.

Fu Kaisha hefur vakið lukku fyrir raftóna sína. Hann er hluti af Weirdcore rafsenunni og á einmitt lag á nýjustu safnplötu þess batterís. Safnplötuna má nálgast á weirdcore.com.

Benjamín og Helvítis Jazzararnir eru heldur nýjir af nálinni. Þeir smelltu sér saman til að spila frumsamin jazzskotin sönglög með kunnuglegu sándi en fersku bíti.

Eins og venjulega er ókeypis inn á tónleikana sem munu hefjast klukkan 21:00 á Hemma og Valda, föstudaginn 12. nóvember.

Valdimar – Undraland

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fu Kaisha – Grasneragighc

Helgi Valur & The Shemales – Electric Ladyboyland

Miðvikudaginn þriðja nóvember ber það til fregna að tónlistarmaðurinn Helgi Valur sendir frá sér sína þriðja plötu, Electric Ladyboyland. Auk Helga Vals kemur að plötunni fjöldi listamanna undir samnefnaranum The Shemales, en hópinn skipa sumir af frambærilegustu fulltrúum reykvísku tónlistarsenunnar. Má þar helst telja til Kára Hólmar Ragnarsson (básúna), Arnljót Sigurðsson (bassi), Magnús Tryggvason Eliassen (trommur), Jón Elísson (píanó) og Hallgrím Jónas Jensson (selló). Upptökum stjórnaði Magnús Árni Øder (Benny Crespo’s Gang, Lay Low).

Áður hefur Helgi gefið frá sér plöturnar Demise of Faith (2005) og The Black man is God, The White Man is the Devil (2009) en á þessari nýjustu plötu eru það ekki málefni á borð við trú eða húðlit sem verða fyrir barðinu á samfélagsrýni Helga Vals heldur er hér tekist á við á eina af rótgrónustu hugsmíðum samfélagsins, kynið.

Hér er brakandi fersk popptónlist á ferðinni þar sem hárbeittir krókar og skotheld grúv byggja traustann ramma utan um frumlega laga- og textagerð Helga Vals sem dansar fimlega um þá hárfínu línu að taka sig mátulega alvarlega.

Platan verður fáanleg á gogoyoko og tonlist.is og í öllum betri plötuverslunum landsins en Record Records sér um dreifingu.

Helgi Valur & The Shemales – Run 4 Cover

Diskóeyjan

Út er komin hljómskífan Diskóeyjan í flutningi Prófessorsins og Memfismafíunnar. Óhætt er að segja að þessi nýjasta afurð Memfismafíunnar valdi straumhvörfum á íslenska diskó- og fönkbarnaplötumarkaðnum.

Diskóeyjan er hugarfóstur þeirra Braga Valdimars Skúlasonar, Óttars Proppé og Guðm. Kristins Jónssonar (Kidda Hjálms), sem fá til liðs við sig hóp valinkunnara og ástsælla listamanna til að gæða eyjuna lífi. Lög og textar eru eftir Braga Valdimar sem sendi frá sér Barnaplötuna Gillligill ásamt Memfismafíunni fyrir tveimur árum. Óttarr bregður sér hlutverk gamals kunningja af íslensku tónlistarsenunni, Prófessorsins, en hann er mörgum að góðu kunnur úr sveitinni Funkstrasse. Kiddi sá um að taka herlegheitin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði.

Diskóeyjan – Dvergadans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moses á þönum

Moses Hightower spriklar duglega næstu tvær vikur þegar hljómsveitarmeðlimir skreppa heim frá meginlandi Evrópu til að spila á Airwaves. Hljómsveitin spilar í Iðnó á fimmtudagskvöldið kl. 22.30, en komist fólk ekki þá má finna off-venue gigg hér.

Moses slær tvær flugur í einu höggi í þessari ferð og helgina eftir Airwaves verður farið í Bílalest út úr bænum ásamt Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum framtíðarinnar og þrennir tónleikar haldnir: Á Stokkseyri, á Sódómu Reykjavík og á Græna hattinum á Akureyri.

Til að hita upp fyrir þessa tónleika alla saman má hér hlusta á „snilldarverk“ (H.H., Mbl.) Mosesar, plötuna Búum til börn:

Moses Hightower – Underwear (FM Belfast cover)

Glímuskjálfti í Moses Hightower

Það er óhætt að segja að nettur glímuskjálfti sé hlaupinn í hljómsveitina Moses Hightower, en sálarkvartettinn alíslenski undirbýr nú lokahrinu sumartónleika til þess að fylgja eftir nýrri plötu sinni, Búum til börn. Það fer hver að verða síðastur að berja sálarundrið augum, því að í lok ágúst tvístrast hljómsveitin umhverfis hnöttinn þegar meðlimirnir halda út til náms.

Föstudagskvöldið 20. ágúst kl. 22.30 verða í Hafnarhúsinu tónleikar á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur, þar sem auk Moses Hightower kemur fram hin eina sanna Ellen Kristjánsdóttir ásamt hljómsveit. Til að hita upp fyrir tónleikana spilar hljómsveitin kl. 17 í Eymundsson v. Skólavörðustíg.

Á Menningarnótt tekur Moses sannkallað maraþonprógramm og spilar 6 sinnum: Kl. 13 í Nikita-garðinum, kl. 15 á Ingólfstorgi á Bylgjusviðinu, kl. 16 fyrir utan Faktorý, kl. 17.30 í Máli og menningu, kl. 19 í Slippsalnum (Íslensk gáskatónlist) og kl. 21 á Óðinstorgi á vegum Norræna félagsins.

Miðvikudagskvöldið 25. ágúst er svo komið að kveðjutónleikum hljómsveitarinnar í Slippsalnum, en þar ætlar húsráðandinn og fyrrum Stuð-/Spilverksmaðurinn Valgeir Guðjónsson að hita upp fyrir Moses, sem og taka nokkur lög með hljómsveitinni. Það verður forvitnilegt að sjá þetta samstarf með tilliti til þess hve oft Moses Hightower hefur verið líkt við t.d. Spilverk Þjóðanna.

Nýtt lag frá Squarepusher

Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar goðsagnir raftónlistarinnar senda frá sér nýtt efni. Enn fréttnæmara hlýtur að þykja þegar menn skipta um útgáfur eins og Squarepusher hefur gert í þessu tilfelli. Reyndar er tilflutningurinn aðeins háður þessu eina lagi í þetta skiptið en Squarepusher, eða Tom Jenkinson eins og hann heitir réttu nafni, ákvað að gefa nýjasta lag sitt “Cryptic Motion” út hjá Ed Banger frekar en Warp útgáfunni sem hann hefur haldið tryggð við meirihluta ferils síns.

Menn velta því fyrir sér hvort þetta nýjasta útspil Squarepusher marki enn frekari breytingar á tónlistarstefnu hans en hann hefur síðustu ár fært sig frá raftónlistinni yfir í frammúrstefnulegt fönk og jazz. Gæti það verið að kóngur IDM stefnunnar sé að “verða teknó”?

Meðfylgjandi er lagið “Cryptic Motion” í tveim útgáfum og myndband með Tom Jenkinson á tónleikum þar sem hann flytur lagið “Hello Meow” af plötunni Hello Everything sem kom út 2006.

Squarepusher – Cryptic Motion Edits

Squarepusher – Hello Meow

Búum til börn með Moses Hightower

Búum til börn með Moses Hightower

Nú er hægt að nálgast Búum til börn, sálarplötuna alíslensku, á rafrænu formi á síðunum gogoyoko.com, tonlist.is og bandcamp.com. Auk þess má panta geisladiskinn á netverslun Record Records, þar sem er útsala í gangi.

Platan hefur nú verið fáanleg í efnisheiminum í nokkrar vikur, og er ekki  annað að sjá en að sumarskotið sálarpoppið renni prýðilega ofan í mörlandann. Þannig veitti Andrea Jónsdóttir plötunni 9 af 10 mögulegum í Popplandi og talaði um „texta ársins“, en Hugrún Halldórsdóttir á Morgunblaðinu gaf 5 stjörnur af 5 og áleit plötuna „snilldarverk.“ Lagið „Vandratað“ situr nú í áttunda sæti vinsældalista Rásar 2.

Hljómsveitin hefur þá verið lúsiðin við lifandi flutning í sumar. Hún hélt veglega útgáfutónleika í Iðnó, og fékk þar til liðs við sig fjórtán meðspilara og tónlistarkonuna Sóleyju. Moses kom auk þess fram á Rósenberg ásamt Svavari Knúti, á Sódómu ásamt Ojba Rasta!, á hátíðinni Funk í Reykjavík, og nú síðast á Græna hattinum á Akureyri ásamt þeim Bryndísi Jakobsdóttur og Mads Mouritz, svo fátt eitt sé nefnt. Næst mun hljómsveitin koma fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina, og fjöldi annarra tónleika eru á döfinni.

Moses Hightower – Vandratað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.