Ólafur Arnalds fagnar útgáfu í Salnum í kvöld

ÓlafurHið unga og athyglisverða tónskáld Ólafur Arnalds, fagnar útgáfu plötu sinnar Found Songs í Salnum í Kópavogi í kvöld.
Ólafur gaf plötuna út erlendis fyrir allnokkru síðan undir merkjum Erased Tapes en gefur nú sjálfur út plötuna hér á landi á meðan Afkimi aðstoðar við dreifingu.

Í fréttatilkynningu segir;
Found Songs er sjö laga stuttskífa með merkilega sögu sem hófst í apríl á þessu ári. Þá hóf Ólafur gerð lagaraðar, Found Songs, þar sem ætlunin var að semja sjö lögeitt á dag í viku – til að halda listsköpun sinni gangandi og nýta hugmyndir sem ekki höfðu náð að rata á fyrri plötur hans. Verkefnið var óvenjulegt á marga vegu, til dæmis voru lögin afhjúpuð og gefin frítt til niðurhals samstundis og þau voru fullkláruð í gegnum vefsíðuna Twitter, prýdd list frá aðdáendum Ólafs í gegnum myndasíðuna Flickr. Á endanum höfðu rúmlega 100.000 manns halað verkefninu niður.

Found Songs hefur fengið frábæra dóma hér heima og erlendis og fékk m.a. fjórar stjörnur af fimm hjá tímaritinu UNCUT og komst á lista yfir bestu plötur ársins hjá Milk Factory og MusicOHM.

YouTube: Ólafur Arnalds – Ljósið

Ólafur mun fljúga til landsins sérstökum tæknimönnum hingað til lands til að aðstoða sig við tónleikana en þeir hafa unnið með honum úti um þónokkurt skeið. Sömuleiðis segir Ólafur þetta stærstu uppsetningu sína hérlendis frá upphafi.

Hljómsveitin Hudson Wayne sér um upphitun en miðaverð er 2000 krónur. Tónleikar hefjast um 20.00.

Teljum við hér á Rjómanum að enginn ætti að láta þessa tónleika framhjá sér fara!

Found Songs á Gogoyoko
Miðasala á tónleika Ólafs í Salnum

gogoyoko gefa miða á Jólagraut Hjálma og Hjaltalín

Jólagrautur 2009Dúllurnar hjá gogoyoko eru í þvílíkt góðu jólaskapi og gefa miða á dansiböll og samkomur hverskonar eins og enginn sé morgundagurinn. gogoyoko ætlar að bjóða nokkrum heppnum notendum á hinn árlega Jólagraut, sem þetta árið er framreiddur af gæðasveitunum Hjálmum og Hjaltalín, og haldinn er á NASA annaðkvöld.

Til þess að komst í lukkugrutarpottinn þá þarftu ekki annað en að:

 1. Skrá eða nýskrá þig inn á gogoyoko.com
 2. Fara á Jólaprófíl gogoyoko : http://www.gogoyoko.com/go/gogoyokoxmas09
 3. Skilja eftir smá jólakveðju auk símanúmers og netfangs.

Erfiðara var það ekki. Jólasveinninn mun svo hafa samband við þá heppnu um hádegisbil á morgun.

Nánir upplýsingar um viðburðinn er að finna á Facebook síðu hans.

P.S. Sérstakur leynigestur mætir á svæðið (pssst…það er múm!)

Hjaltalín – Stay By You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjálmar – Manstu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jólabarn dagsins: Gylfi Blöndal

gylfi2Gylfi Blöndal hefur undanfarin ár verið með þrautseigustu mönnum í íslensku tónlistarsenunni. Hvort sem það hefur verið í markaðsbransanum eða í hljóðverinu með sitt eigið efni. Hljómsveit Gylfa, Kimono, fagnaði útgáfu sinnar fjórðu breiðskífu, Easy Music For Difficult People, á árinu en Gylfi leikur þar á baritone-gítar ásamt fleiru. Þar að auki sér Gylfi um ýmis markaðsmál og samskipti á vefsíðunni Gogoyoko.com.
Gogoyoko býður tónlistarfólki að selja sína eigin tónlist á sinn eigin máta og hefur Gylfi ásamt öðru góðu fólki séð um síðuna við góðan orðstír.

Nú á árinu tók Gylfi einnig að sér bókunarstörf á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík og hefur suðið í eyrum tónþyrstra borgarbúa vart dvínað síðan.
Kimono
er ein þeirra sveita sem leikur á X-Mas tónleikum X-ins 97.7 á föstudaginn kemur á Sódóma Reykjavík.
Gylfi Blöndal
er jólabarn dagsins:

Hvað viltu í jólagjöf? : Góða músík á vínyl
Besta jólaminningin? : Pabbi að hlaupa með styttu af engli sem eldur hafði læsts í í gluggakistu. Hljómar skelfilega og ekki eins og besta jólaminningi, en mér fannst þetta bara svo hetjulegt hjá gamla. Hann skaðbrenndist að sjálfsögðu en bjargaði jólunum í leiðinni. Tók einn fyrir liðið.
Besti jólamaturinn? : Kalkúnn með öllu heila klabbinu
Besta músíkin í stressinu? : Ólafur Arnalds – Found Songs
Færðu ennþá í skóinn? : Já, en yfirleitt bara litla steina.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Nei (eða ég hef þurrkað það út úr minninu.
Hin fullkomnu jól? : Í faðmi elskunnar, góður matur, góð músík og gott lesefni.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Góður prímus!

Við hér á Rjómanum þökkum Gylfa kærlega fyrir og óskum honum og hans gleðilegra jóla og velgengni á komandi ári!

Easy Music For Difficult People á Gogoyoko

Snorri Helgason fagnar útgáfu í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld

SnorriheSnorri Helgason, fyrrum meðlimur Sprengjuhallarinnar, hefur nú sent frá sér sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið I´m Gonna Put My Name On Your Door en fyrsta smáskífa plötunnar, Freeze Out, fékk væna spilun fyrr á árinu og vakti lukku meðal landans.

Snorri mun koma fram ásamt velvalinni hljómsveit en það eru þeir Birgir Ísleifur Gunnarsson og Þorbjörn Sigurðsson úr Motion Boys og Sigurður T. Guðmundsson úr Sprengjuhöllinni sem aðstoða Snorra við flutninginn.
Um upphitun sjá faðir Snorra, Helgi Pétursson og félagar hans í Ríó Tríó en einnig ætlar Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar að stíga á stokk.

Aðgangseyrir er 1500 krónur og hefjast tónleikar stundvíslega klukkan 20.30 í Þjóðleikhúskjallaranum.

I´m Gonna Put My Name On Your Door á Gogoyoko

Jólabarn dagsins: Kristófer Jensson

Kristófer2Kristófer Jensson, betur þekktur sem Kristó, hefur gert það gott undanfarið sem aðalsöngvari hljómsveitarinnar Lights on The Highway en að mati Kraums á sveitin eina af betri íslensku plötum ársins 2009, Amanita Muscaria. Ásamt  því að fylgja plötunni eftir hefur Kristó, ásamt kunningjum og vinum, átt góðu gengi að fagna með Alice in Chains tribute á árinu sem er að líða. Hljómsveit hans Lights on The Highway leikur á Sódóma annað kvöld ásamt OurLives og The Viking Giant Show og vinnur nú að tónleikaferðalagi um Bandaríkín og Kanada á næsta ári.
Kristó er jólabarn dagsins á Rjómanum.

Hvað viltu í jólagjöf? : Frið á jörð…. eða eitthvað svoleiðis…
Besta jólaminningin?
: Veit ekki með bestu, en sterkasta minningin er þegar kviknaði í Atla bróðir í stofuni heima..Aldrei setja kerti við hliðina á konfektskálinni!
Besti jólamaturinn? : Purusteik / Rjúpur
Besta músíkin í stressinu? : Pinback, Sufjan Stevens, Grizzly Bear, Midlake…
Færðu ennþá í skóinn? : Já…táfýlu og fótasveppi
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Já nokkrum sinnum…
Hin fullkomnu jól? : Eru skáldskapur…en það er hægt að hafa það skrambi gott með fjölskyldunni…
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Sparibaukur -eða helvítis hellingur af peningum…. annað hvort.

Við hér á Rjómanum þökkum Kristó kærlega fyrir innlitið og óskum honum og hljómsveitarfélögum hans gleðilegra jóla og góðs gengis á komandi ári!

Amanita Muscaria á Gogoyoko

gogoyoko gefur miða á Jól Jólsson hátíðina

—– Fréttatilkynning—–

Jól Jólssongogoyoko vill vekja athygli þína á hinu risavaxna tónleikaskrímsli sem hlotið hefur heitið Jól Jólsson.  Þetta fimbulstóra kvöld fer fram á Hótel Íslandi á n.k. föstudagskvöld.

gogoyoko er meðal bakhjarla kvöldsins þar sem mikið af gogoyoko listamönnum koma fram á kvöldinu.    Nægir að nefna Gus Gus, FM Belfast, Ben Frost, Egil Sæbjörnsson, Sykur, BB & Blake og Oculus.

Hægt er að hlusta á alla þessa listamenn og fleiri á sérstökum Jól Jólsson prófil á gogoyoko : http://www.gogoyoko.com/artist/joljolsson

gogoyoko er í blússandi Jólaskapi og ætlar að gefa nokkrum heppnum notendum miða á kvöldið. Eina sem þú þarft að gera er eftirfarandi :

 1. Skrá þig inn eða nýskrá frítt á gogoyoko.com
 2. Fara á Jól Jólsson prófilinn : http://www.gogoyoko.com/artist/joljolsson
 3. Skilja þar eftir smá Jólakveðju í “What’s up?” boxinu ásamt netfangi eða símanúmeri.

Meira var það ekki. Við drögum svo út nokkra heppna notendur um hádegisbil á föstudaginn.

Annars er allar upplýsingar um viðburðinn að finna hér.  Miðasalan er í fullum gangi á midi.is og í verslunum Skífunnar.

Jólakveðja, kossar og knús.
Starfsfólk gogoyoko

Yfirlýsing frá gogoyoko.com vegna Dags íslenskrar tónlistar

gogoyoko.com hvetur Íslendinga til að kaupa íslenska tónlist á degi íslenskrar tónlistar – og hafnar boði STEF um að gefa eftir innheimtu höfundarréttargjalda

gogoyokogogoyoko.com hvetur Íslendinga til að kaupa íslenska tónlist á Degi íslenskrar tónlistar – og styðja þannig við íslenska tónlist og tónlistarmenn.

gogoyoko.com hefur fengið fregnir af því að STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, ætli að gefa eftir allar greiðslur til tónskálda og eigenda flutningsréttar á Degi íslenskrar tónlistar. Með þessum hætti er ákveðnum tónlistarbúðum á netinu gefin kostur á að gefa íslenska tónlist, með samþykki útgefanda.

Í kjölfar eftirgrennslan var okkur, gogoyoko.com, um kl 12.20 í dag boðið að gera slíkt hið sama.

 • Við viljum hvorki né getum gefið tónlist listamanna, nema með fullu samþykki þeirra listamanna sem eiga í hlut.
 • Við höfum ekki tök á að fá samþykki þeirra listamanna sem eru með tónlist sína í sölu á gogoyoko.com með þetta skömmum fyrirvara.
 • Við hefðum gjarnan viljað fá upplýsingar um að STEF hyggðist gefa eftir greiðslur til höfunda þennan dag með meiri fyrirvara.
 • Við höfum því hafnað þessu boði STEF.

gogoyoko.com er stofnað af listamönnum, fyrir listamenn, og er grunnhugmynd fyrirtækisins að bjóða listamönnum upp á sem besta þjónustu þar sem þeir fá sem mest fyrir sölu á tónlist sinni.

 • Við höfum fengið beiðnir frá listamönnum og hljómsveitum sem vilja fá að gefa tónlist sína, eitt lag eða fleiri, í lengri eða skemmri tíma, á gogoyoko.com
 • Við höfum reynt að mæta þessum þörfum
 • En höfum ávallt fengið NEI frá STEF um að þetta sé hægt, nema höfundarréttargjöld séu greidd, sem eru 12 krónur af hverju lagi að lágmarki.
 • Við þetta er að bæta að íslenskir tónlistarmenn þurfa sjálfir að greiða gjöld til STEF fyrir þá diska sem þeir gefa sjálfir út og/eða dreifa sér til kynningar, og á því eru ekki gerðar undantekningar.

Okkur þykja þessi vinnubrögð STEFs skjóta skökku við.

Á meðan við vonum að allir þeir listamenn sem verið er að gefa tónlist með á morgun séu samþykkir þessum ráðahag, hvetjum við fólk til að kaupa íslenska tónlist á Degi íslenskrar tónlistar.

gogoyoko.com er tónlistarbúð og samfélag á netinu þar sem þú getur keypt tónlist beint af tónlistarmönnum og hljómsveitum, sem og plötuútgáfum í þeim tilvikum sem listamenn eru með plötusamning. Listamenn og hljómsveitum er gefin kostur á að gefa hluta af tónlistarsölu sinni til góðgerðarmála og því rennur hluti tónlistarsölu, auk auglýsingatekna gogoyoko.com, til mannúðar og umhverfismála.

Frekari upplýsingar veitir Haukur Davíð Magnússon, framkvæmdastjóri gogoyoko, S: 828 2478 / haukur@gogoyoko.com

Futuregrapher

Futuregrapher - Yellow Smile Girl Áhugamenn um íslenska raftónlist ættu að taka gleði sína því út er komin platan Yellow Smile Girl EP með Futuregrapher en hún inniheldur remix af nokkrum þekktum raftónlistarmönnun. Meðal þeirra eru t.d. Biogen, Hypno, ThizOne, Inner Sleeve og Skyage svo einhverjir séu nefndir. Þess ber að geta að Inner Sleeve, sem gerir Dynastic mixið, er Steini nokkur Fjeldsted, sem margir muna eflaust eftir í Quarashi flokknum sáluga.

Yellow Smile Girl EP er einskonar kynning á væntanlegri LP plötu frá Futuregrapher sem kemur út í febrúar á vegum Weirdcore.

Yellow Smile Girl EP fæst á gogoyoko.com

Futuregrapher – Yellow Smile Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjaltalín – Terminal

Hjaltalín -TerminalHlustaðu á nýja plötu hljómsveitarinnar Hjaltalín í heild sinni frítt – og kauptu á sérstöku tilboðsverði frá og með föstudeginum 20. nóvember á gogoyoko.com.

Ný hljómplata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Terminal, kemur í verslanir mánudaginn 23. nóvember. Platan verður hins vegar aðgengileg öllum gestum gogoyoko.com frá og með föstudeginum 20. nóvember. Geta því allir notendur síðunnar hlustað á plötuna í heild sinni frítt – og keypt hana á sérstöku tilboðsverði alla helgina.

Nýja platan verður seld á sérstöku tilboðsverði alla helgina sem er 7,9 evrur, það er u.þ.b. 1.460 krónur. Sömuleiðis mun fyrri plata sveitarinnar Sleepdrunk Seasons (4,5 evrur, 832 kr) og smáskífan “Suitcase Man” sem inniheldur þrjár útgáfur af laginu (1 evra, 185 kr) vera á tilboðsverði.

Íslenskt, já takk!

Íslenskir tónlistarmenn eru heldur betur í gír þessa dagana og er útgáfugleðin engu lík. Eins og fram kemur hér að neðan eru Me, The Slumbering Napoleon að gefa út sína fyrstu breiðskífu og halda upp á það seinna í dag á Havarí.

Segðu ekki frá (með lífsmarki)Megas og Senuþjófarnir voru að gefa út veglegan 27 laga disk með tónleikaupptökum sem enginn aðdáandi meistarans má láta fram hjá sér fara. Segðu ekki frá (með lífsmarki) heitir gripurinn og inniheldur öll bestu lög Megasar í eldhressum og kófsveittum útsetningum.

Megas og Senuþjófarnir – Kvöld í Atlavík

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BB&BLAKEDúóið BB/BLAKE sem samanstendur af þeim Veru Sölvadóttur and Magnúsi Jónssyni leikara og fyrrum GusGus liðsmanni. Gáfu þau nýlega út sína fyrstu samnefndu plötu og er þar á ferð frekar myrkt en afar danshæft rafsuðupopp. Plötuna má nálgast á gogoyoko.com

BB&BLAKE – Spy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hoffman - Your Secret Is Safe With UsRokksveitin Hoffman gaf í síðasta mánuði út plötuna Your Secrets Are Safe With Us en titill plötunnar á víst að vísa í hið frábæra efnahagsástand okkar Íslendinga. Axel “Flex” Árnason sá um upptökur, mixermennsku og masteringu og er útkoman hjá þeim félugum með mestu ágætum.

Hoffman – Ride & Right

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fleiri plötur eru væntanlegar á næstu dögum og vikum og mun Rjóminn að sjálfsögðu leitast við að færa ykkur fréttir og tóndæmi eins fljótt og auðið er.

Útgáfutónleikar Bróður Svartúlfs

Bróðir SvartúlfsAlveg frá því að Bróðir Svartúlfs sigraði Músíktilraunir í mars á þessu ári hafa tónlistarunnendur á Íslandi (og víðar) beðið með hjartað í buxunum eftir plötu frá bandinu. Strákarnir hafa unnið dag og nótt að því að klára frumburðinn, sem er samnefndur sveitinni. Platan er 6 laga stuttskífa og var tekin upp að mestu í Sundlauginni, en eitt lag í Tankinum á Flateyri. Í tilefni af því að skífan er nú loksins, loksins tilbúin ætla Svartúlfur og bræður hans að heiðra Reykvíkinga með nærveru sinni. Þeir munu spila á Sódóma Reykjavík, laugardaginn 31.október ásamt Múgsefjun og Agent Fresco.

Húsið opnar klukkan 22:00 og hefjast hljómleikarnir stuttu seinna, aðgangseyrir er litlar 500 krónur og verður platan að sjálfsögðu til sölu á útsöluprís.

Platan er einnig fáanleg hjá gogoyoko

www.myspace.com/brodirsvartulfs
www.myspace.com/agentfresco
www.myspace.com/mugsefjun
www.okidoki.is

gogyoko kynnir: Grapevine Grand Rock #10

Fréttatilkynning

Iceland Airwaves upphitun

FeldbergTíunda, og langt því frá síðasta gogoyoko Grapevine Grand Rock kveld fer fram föstudaginn 9. október n.k. á Grand Rokk við Smiðjustíg. Að þessu sinni koma fram sjentilmannarokksveitin Jeff Who?, hið hrjúfa tríó Morðingjarnir, Feldberg, sem er samstarfsverkefni Eberg og söngkonunnar Rósu Ísfeld og síðast en ekki síst, Mr. Fogg, sem er erlendi gestur kvöldsins, en hann verður hérlendis á vegum Ólafs Arnalds, en þeir ku vera að vinna saman að tónlistarsköpun. Hljómleikarnir hafa aukinheldur tvennan tilgang; að hita upp fyrir væntanlega Iceland Airwaves hátíð, og að fagna útgáfu nýs Iceland Airwaves þemaðs tölublaðs Reykjavík Grapevine.

Húsið opnar kl. 22:00 og aðeins kostar kr. 1.000 inn

www.gogoyoko.com

www.myspace.com/jeffwhoband

www.myspace.com/mordingjarnir

www.myspace.com/feldbergmusic

www.myspace.com/mrfoggisapopstar

HAVARÍ opnar á laugardag

HavaríVerslunin HAVARÍ opnar laugardaginn 19. september kl. 13 að Austurstræti 6 (Milli Gyllta kattarins og Shalimar). Búðin mun opna með miklu havaríi og hefja forsölu á nýjustu breiðskífu Hjálma, IV. Léttar og karabískar veitingar verða á boðstólnum auk þess sem Hjálmarnir sjálfir kíkja í heimsókn, taka lagið og árita nokkur eintök. Ýmis tilkippileg tilboð verða í gangi á opnunardegi á geisladiskum og vínylplötum frá Kimi Records og Borginni, fatnaði frá gogoyoko og fleira. Verslunar- og menningarglaðir borgarbúar ættu því að gera sér far um bregða sér í bæinn og njóta góðrar stundar í HAVARÍ.

Havarí er samstarfsvettvangur fjögurra fyrirtækja á sviði tónlistar og hönnunar, Kimi Records, Borgin hljómplötur, gogoyoko og Skakkapopp. Þar mun að sjálfsögðu fást tónlist, tónlistartengdur varningur, myndlist, veggspjöld, fatnaður og annað sem verslunarstjórum dettur í hug að bjóða upp á. Búðin verður opin fram að jólum og mun standa fyrir allskyns viðburðum, tónleikum, sýningum og fleira.

www.facebook.com/hahavari
www.gogoyoko.com
www.kimirecords.net
www.skakkapopp.is
www.borginmusic.com

Upplýsingar veita:
Svavar Pétur Eysteinsson, 849-1995
Berglind Häsler, 663-5520

Hjálmar – IV : forsala hjá gogoyoko

Fjórða plata Hjálma, sem heitir einfaldlega IV, fæst nú í sérstakri forsölu hjá tónlistaveitunni gogoyoko auk þess sem eldri plötur sveitarinnar eru á sérstökum gjafaprís.

Hjálmar - IV

Smellið hér til að kaupa plötuna

Það er langt síðan jafn mikil eftirvænting hefur ríkt vegna útkomu íslenskrar plötu og jafnvel enn lengra síðan áhugi erlendis frá hefur verið jafn mikill og nú. Ekki nema furða þar sem viðkunnanlegt og afslappað lopapeysu-reggí drengjanna í Hjálmum nær að bræða jafnvel hörðustu teflon sálir.

Eins og frægt er orðið fóru Hjálmar til Jamaíka, vöggu reggí tónlistarinnar, og tóku meirihluta plötunnar upp m.a. upp í gamla stúdíóinu hjá sjálfum Bob Marley. Þeir fengu til liðs við sig suma af færustu session spilurum landsins (sem sumir hverjir eru goðsagnir innan tónlistargeirans) og voru meira að segja svo lánsamir að taka upp á sömu tæki og spila á sömu hljóðfæri og gamlar hetjur eins og Marley heitinn notuðu á sínum tíma. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að þessi Jamaíkaferð Hjálma gefur plötunni einstakann blæ og er sem aukinn gæðastimpill á annars frábæra tónist.

Hjálmar verða að spila á Réttum – Reykjavík Roundup sem fram fara 23. – 26. september.

Hjálmar – Manstu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Réttir. Reykjavik Round-Up.

Réttir. Reykjavik Round-Up.
Í Reykjavík dagana 23.-26. september.

Réttir. Reykjavík Round-up.Fjölmargir aðilar í íslensku tónlistarlífi sameina krafta sína og koma að skipulagningu tónleikaseríunnar Rétta sem fer fram á sama tíma og Reykjavik International Film Festival (RIFF) og hin alþjóðlega You Are in Control ráðstefna um nýjar leiðir í dreifingu á tónlistar, menningar- og afþreyingarefnis og aukin tækifæri í markaðssetningu á netinu.

Réttir fara fram 23.-26. september, en þungamiðja dagskrárinnar snýst um fyrstu þrjá dagana; miðvikudag til og með föstudags.

Meðal þeirra sem koma að skipulagningu Rétta og verða með tónleikakvöld í seríunni eru; gogoyoko.com, Kimi Records, Borgin plötuútgáfa, Melodica Acoustic Festival, OkiDoki, Trúbatrix, Reykjavik Grapevine tímaritið og fleiri aðilar.

Staðirnir sem notaðir verða á Réttum eru; NASA, Sódóma og Batteríið.

Miðaverði á Réttir er stillt í hóf og kostar aðeins 3.500 krónur á alla dagskrána, svo lengi sem húsrúm leyfir.
Miði frá Midi.is fæst skipt fyrir armband á tónleikaseríuna frá og með 23. september á tónleikastöðunum sjálfum.

Hljómsveitir og listamenn:

 • Mugison
 • Hjálmar
 • Hjaltalín
 • FM Belfast
 • Megas & Senuþjófarnir
 • Agent Fresco
 • Ólöf Arnalds
 • Dikta
 • Retro Stefson
 • Ólafur Arnalds
 • Bloodgroup
 • Sykur
 • Berndsen
 • Sudden Weather Change
 • Fallegir menn.

Fleiri hljómsveitir og listamenn verða kynntar til leiks á næstu dögum og vikum.

Byrjum vinnuvikuna á…

Heroes of Popular Wars
Hressilegt og illflokkanlegt pínu 80’s, pínu sækadelískt, indie rokk. Lagið er af plötunni Church & McDonald sem teljast verður þess virði að þefa uppi. Efa ekki að við eigum eftir að heyra meira frá þessari áheyrilegu sveit og Stephe Sykes, heilanum á bakvið hana.

Heroes of Popular Wars – A Bus Called Further

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Brendan Benson
My Old Familiar FriendÞað kannast eflaust fleiri við Jack White heldur en Brendan Benson en þeir félagar eru einmitt saman í ofurgrúbbunni The Raconteurs. Persónulega finnst mér Brendan Benson miklu áhugaverðari tónlistarmaður en hinn nafntogaði félagi hans og hvet ég ykkur því til að elta uppi nýjustu sólóplötu kappans sem heitir My Old Familiar Friend og er nýútkomin.

Brendan Benson – A Whole Lot Better

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Color Turning
Flott sveit sem hljómar eins og afbrigði af Radiohead, Pink Floyd og, ef tekið er mið af fyrstu tónum lagsins hér að neðan, King Crimson. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessari sveit frá Borg Englanna en þeirra fyrsta plata heitir Good Hands Bad Blood og kemur út um miðjan mánuðinn og er þegar farin að fá fína umfjöllun hér og hvar á alnetinu.

The Color Turning – Marionettes in Modern Times

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

múm
Auðvitað má ekki byrja nýja vinnuviku (eða mánudag yfir höfuð) án þess að hlíða á undurfagra, krúttlega og jákvæða tóna frá elskunum í múm. Nýja platan, Sing Along To Song You Don’t Know, er ein sú besta sem komið hefur frá sveitinni og verður án efa á topp 5 listum okkar tónlistarnördanna þegar við gerum upp tónlistarárið. Platan fæst að sjálfsögðu hjá gogoyoko.

múm – Sing Along (radio edit)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plastik Joy

Plastik Joy - 3:03Dúóið Plastik Joy, sem skipað er hinum ítalska Cristiano Nicolini og íslendingnum Fannari Ásgrimssyni, gaf nýega út sína fyrstu plötu. Platan heitir 3:03 og vísar nafnið í þann tíma næturinnar er upptökutörn hvers dags lauk almennt.

Cristiano og Fannar kynntust fyrir rétt tæpum fjórum árum þar sem þeir félagar stunduðu nám í Barcelona en þeir uppgötvuðu fljótt að þeir deildu sama áhuga á litlum heimatilbúnum hljóðfærum og leikföngum og leitinni að hljómum og hljóðum óháð tónlistarstefnum.

Tónlistarlegur bakgrunnur Cristiano liggur aðallega í heimatilbúnni elektróník á meðan Fannar ólst upp við hefðbundið þjóðlagarokk. Þessi áhrif eru greinileg á plötunni en þar renna þau saman í draumkennda og seiðandi heild. Ímyndið ykkur t.d. undirspil við eldrautt sumar sólsetur eða andartökin milli svefns og vöku og þá fáið þið ágæta mynd stemmingunni.

3:03 með Plastik Joy fæst nú hjá gogoyoko

Plastik Joy – Medispiace (ft. S.Kawasaki)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.