Nýja múm platan seld fyrst í heiminum á gogoyoko

Sing a Long to Songs You Don’t Know, nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar múm, er nú fáanleg fyrst í heiminum, til hlustunar og kaups á gogoyoko.com

Nýja múm platan

Smellið hér til að kaupa plötuna

Ákveðinn hluti af sölu plötunnar, eða 10%, rennur til mannúðarsamtakana Refugee United. Samtökin aðstoða flóttamenn, sem þurft hafa flýja heimaland sitt, að komast að nýju í samband við fjölskyldu, ættingja og vini. Þau eru ein af þeim góðgerðar- og umhverfisverndarsamtökum sem gogoyoko.com vinnur með, en eitt af markmiðum gogoyoko.com er að hvetja og auðvelda listamönnum og tónlistarunnendur að láta gott af sér leiða gegnum tónlistarkaup, sölu og notkun síðunnar.

www.refunite.org

Verið með þeim fyrstu í heiminum til að eignast nýju múm plötuna og styrkið um leið gott og þarft málefni.

Smellið hér til að kaupa plötuna

múm – Sing Along (Radio Edit)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýja múm platan á gogoyoko

Sing a Long to Songs You Don’t Know, nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar múm, verður fáanleg fyrst í heiminum, til hlustunar og kaups, á gogoyoko.com frá og með mánudeginum 17. ágúst.

Þetta þýðir að platan verður fyrst fáanleg í heiminum (world exlusive) á gogoyoko.com, 1-4 vikum fyrir eiginlega útgáfudaga plötunnar. Platan kemur formlega út í Evrópu þann 24. ágúst hjá Morr Music og í Norður Ameríku hjá Euphono þann 24. ágúst, og verður þá fáanleg á geisladisk, vínyl og stafrænu formi. Hún mun að sjálfsögðu halda áfram að fást á gogoyoko.com eftir formlega útgáfu.

Ákveðinn hluti tónlistarsölu plötunnar, eða 10%, rennur til mannúðarsamtakana Refugee United. Samtökin aðstoða flóttamenn, sem þurft hafa flýja heimaland sitt, að komast að nýju í samband við fjölskyldu, ættingja og vini. Þau eru ein af þeim góðgerðar- og umhverfisverndarsamtökum sem gogoyoko.com vinnur með, en eitt af markmiðum gogoyoko.com er að hvetja og auðvelda listamönnum og tónlistarunnendur að láta gott af sér leiða gegnum tónlistarkaup, sölu og notkun síðunnar.

Skráið ykkur því gogoyoko.com og verið með þeim fyrstu í heiminum til að eignast nýju múm plötuna.

múm – Sing Along (Radio Edit)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Agent Fresco gefa lag á gogoyoko

Agent FrescoÁ miðvikudaginn auglýstum við styrktartónleika Agent Fresco sem haldnir verða annað kvöld á Batteríinu en þar kemur sveitin fram ásamt Mammút, Dikta og Cliff Clavin. Ágóðinn mun renna til fjármögnunar tónleikaferðar sveitarinnar til Bretlandseyja og mun hún án efa verða til að bæta samskipti þjóðanna.

Meðlimir Agent Fresco eru þó ekki vanir að þyggja án þess að gefa eitthvað á móti og hafa því sett glænýja útgáfu af laginu “Silhouette Palette” á gogoyoko en þar má hala laginu níður endurgjaldlaust gegn inn- eða nýskráningu.

Silhouette Palette (Summer Session) á gogoyoko

gogoyoko : sátt og sanngirni í sölu og útgáfu á tónlist

gogoyoko.com er vefur sáttar og sanngirni í sölu og útgáfu á tónlist. Um er að ræða markaðstorg fyrir tónlist þar sem kaupa má tónlist beint af rétthafa.

gogoyokoTónlistarfólk og plötuútgáfur fá beinan aðgang að aðdáendum tónlistar – milliliðalaust.

Það kostar ekkert að vera með! Skráðu þig frítt á gogoyoko hér

 • Sem rétthafi setur þú tónlistina inn á síðuna til sölu, ákveður verðið og fær 100% af söluhagnaðinum
 • gogoyoko.com annast fyrir þig greiðslur á VSK og greiðslur til STEF og greiðslumiðlunar
 • Þú færð hluta af auglýsingatekjum síðunnar sem miðast við þá hlustun sem tónlist þín hlýtur á gogoyoko
 • Auglýsingartekjurnar skiptast á milli gogoyoko.com (50%), tónlistarfólks / plötuútgáfa (40%) og góðgerðarmála (10%)

Þú hefur kannski ekki tíma til að kynna þér alla kosti gogoyoko en skráðu þig a.m.k. hér – þá eru auknar líkur á því að þú klárir dæmið seinna.

gogoyoko.com hefur m.a. starfað með eftirfarandi aðilum að sátt og sanngirni í tónlist:

 • STEF, FÍH
 • Smekkleysa, 12 tónar, Kimi Records, Sena
 • Björk, Hjálmar, Múm, Sigur Rós, Herbert Guðmundsson, Buff, KK ofl.

Skráðu þig núna. Það er einfalt og ókeypis.

Öllum spurningum tökum við fagnandi. Skrifaðu okkur póst á support@gogoyoko.com

Tékkið líka á gogoyoko blogginu en þar má m.a. finna mögnuð myndbönd á borð við þetta:

Mugison murmurs and plays Murr Murr from gogoyoko on Vimeo.

Innipúkaleik gogoyoko er lokið

InnipúkinnInnipúkaleik gogoyoko er lokið og hefur vinningshöfunum verið send skilaboð í gegnum Facebook. Farið því í einum grænum hveli og tékkið á innboxinu ykkar á Facebook og athugið hvort einhver frá gogoyoko hafi sent ykkur smá glaðning til að redda helginni.

Nú rétt í þessu var verið að tilkynna hvaða DJ-ar munu þeyta skífum á hátíðinni og verðar eftiraldir á ásnum og tvistinum á Innipúkanum:

 • Árni Sveins
 • DJ Benson
 • DJ Mokki
 • Gísli Galdur
 • Terrordisco

Hér er svo eitt lag með FM Belfast (sem verða einmitt að spila á Innipúkanum) til að koma ykkur í gírinn.

Skemmtið ykkur vel og varlega um helgina!

FM Belfast – Par Avion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

gogoyoko gefur miða á Innipúkann

Innipúkinngogoyoko ætlar að gefa 4 miða á tónlistarhátíðina Innipúkann sem haldin verður um verslunarmannahelgina.  Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig frítt sem notandi á gogoyoko.com, fara svo á Facebook síðu gogoyoko og skrifa gogoyoko notendanafn þitt þar ásamt sérstökum skilaboðum frá gogoyoko.

Hérna eru reglurnar skref fyrir skref:

 1. Skráðu þig frítt á www.gogoyoko.com og fylltu inn allar notendaupplýsingar.
 2. Farðu á Facebook síðu gogoyoko www.facebook.com/gogoyoko og skrifaðu á “vegginn” notendanafn þitt á gogoyoko ásamt skilaboðunum “(notendanafn) supports fair play in music : www.gogoyoko.com”.

Dæmi:

Dæmi

Vinningshafar verða tilkynntir í hádeginu föstudaginn 31. júlí hér á Rjóminn.is og á gogoyoko blogginu. Haft verður samband við vinningshafa ásamt fyrirmælum um hvar þeir geta nálgast vinninginn um leið og þeir hafa verið tilkynntir.

gogoyoko kynnir: Grapevine Grand Rock #7

gogoyokoNæstkomandi föstudagskvöld fara fram tónleikar á ölkránni Grand Rokk þar sem fram koma tónlistarmennirnir og hljómsveitirnar Sin Fang Bous, Borko, Hildur Guðnadóttir og Adda. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við miðbæjarblaðið Reykjavík Grapevine og tónlistarveituna gogoyoko.com. Eru hljómleikarnir þeir sjöundu í tónleikaröðinni Grapevine Grand Rock, en þar er fremsta tónlistarfólki landsins stillt upp við vegg og jafnvel gert að óvæntum bólfélögum með sérlega ánægjulegum árangri, líkt og fyrri tónleikar raðarinnar vitna skýrt um.

Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og kostar einungis 1000 kr. inn.

Gogoyoko opnar

Tónlistarbúðin og netsamfélagið gogoyoko.com opnar á morgun, fimmtudaginn 9. júlí 2009 á Íslandi. Íslendingar verða þar með fyrstir til að fá fullan aðgang að gogoyoko, en fleiri lönd munu fylgja í kjölfarið.

gogoyoko er nýr vettvangur og tónlistarveita þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni á framfæri og í sölu á alþjóðavísu, án milliliða, og verið í beinu sambandi við sína áhangendur.

Með opnun gogoyoko geta allir tónlistarunnendur á Íslandi skráð sig inn á síðuna og stofnað sína eigin gogoyoko notendasíðu. Í gegnum notendasíðunar er hægt að hlusta á tónlist, raða lögum inn í spilarann sinn og tengjast hljómsveitum og listamönnum. Listamenn og hljómsveitir geta sömuleiðis stofnað notendasíður á gogoyoko og sett tónlist sína beint í sölu. Þeir ákveða sjálfir verðið á einstökum lögum og plötum – og geta selt tónlistina milliliðalaust til tónlistarunnenda.

Það eina sem þú þarft að gera til að vera með á gogoyoko er að heimsækja www.gogoyoko.com og skrá þig. Og það besta er að það er algerlega frítt!