Skandinavísk miðvikudagsblanda

Oh No Ono – Kom Ud Og Leg
Íslendingar munu fá að sjá þessa frábæru dönsku sveit stíga á stokk á Airwaves eftir rétt tæpan mánuð. Meðfylgjandi er glænýtt lag með sveitinni, þeirra fyrsta sem sungið er á dönsku (eins furðulega og það hljómar nú), en það er samið í kringum tónverk danska tónskáldsins Karsten Fundal sem heitir “Ritornello del Contratio”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hi-Horse – 7th Street Ninjas
Það er finni að nafni Jani Kamppi sem er víst heilinn á bakvið Hi-Horse. Hann blandar saman taktfastri og dansvænni popptónlist saman við blúsgítarspil með afar áhugaverðum árangri. Væntanleg er platan Concrete Clouds.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Philco Fiction – Dan iel
Norskt tríó sem spilar örlítið drungalega blöndu af jazz og poppi með örlitlum keim af trip hoppi. Gæti verið norska útgáfan af Portishead. Lagið er af plötunni Give Us To The Lions sem kom út í apríl á þessu ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tomas Halberstad – Add To All The Noise
Hressilegt, og dansvænt popp að hætti sænskra með feitum synth. Tekið af tveggja laga smáskífunni Autumn Fall AA sem Tomas gaf aðdáendum sínum í tilefni haustkomunar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ghost – City Lights
Það ættu eflaust einhverjir að kannast við The Ghost en þetta færeyska dúó spilaði hér á landi á Airwaves 2008 ef mig minnir rétt. Í sumar kom út fyrsta plata þeirra félaga sem heitir War Kids. Meðfylgjandi er myndbandið við fyrstu smáskífuna af plötunni, lagið “City Lights”.

Grandchildren

Grandchildren er eitt heitasta indie bandið í netheimum í dag. Sveitin er á samningi hjá Green Owl plötuútgáfunni, sem m.a. gaf út The Very Best, og því ljóst að eitthvað jákvætt og frumlegt hljóti að leynast í tónlist þeirra. Í lok næsta mánaðar er væntanleg frá Grandchildren fyrsta breiðskífa sveitarinnar og hefur hún hlotið titilinn Everlasting. Tónlist Grandchildren, sem skipuð er sex afar fjölhæfum tónlistarmönnum (þeir skipta víst reglulega um hljóðfæri milli laga á tónleikum), er best lýst sem bræðingi af tilraunakenndu og örlítið hrjúfu listapoppi, með rafrænu ívafi og heimstónlistar tengingum umvöfðum í ljúfum og upphefjandi laglínum. Hljómar eins og formúla fyrir velgengni ekki satt?

Meðfylgjandi er lagið “Saturn Returns” sem er, að ég held, fyrsta smáskífan af væntalegri plötu sveitarinnar.

Grandchildren – Saturn Returns

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tónleikahald um helgina

Sódóma Reykjavík kynnir í samstarfi við Haffa Haff “Pride is Free” upphitunartónleika fyrir Gay Pride í kvöld, föstudaginn 6. ágúst kl 23:00. Frítt inn!

——

Super Mama Djombo munu halda tónleika í kvöld á Nasa. Hljómsveitarstjórinn Atchutchi mætir en hann er þekktasta ljóð- og tónskáld Gíneu-Bissá og hefur verið leiðtogi hljómsveitarinnar frá upphafi. Húsið opnar kl. 21 við ljúfa tóna eldri tónlistar frá Gíneu-Bissá en síðan stígur hljómsveitin á svið kl. 22 og kyndir upp veisluna fram að miðnætti. Þá verður spiluð eldri og nýrri danstónlist frá Afríku sunnan Sahara undir stjórn félaga í Afríku 20:20. Hljómsveitin stígur síðan á svið á nýjan leik um kl. 01:30 og spilar fram eftir eftir nóttu.

Auk tónleika í Nasa mun hljómsveitin koma fram á tveimur útitónleikum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um verslunarmannahelgina auk minni atburða, í Reykjavík og á Akureyri á Græna hattinum þ. 7. ágúst.

——

Mikill fögnuður verður í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði annaðkvöld, laugardagskvöldið 7. ágúst, en þá mun hljómsveitin Miri fagna útkomu breiðskífu sinnar, Okkar, sem Kimi Records gaf út í júní síðastliðnum.

Ásamt Miri munu Sudden Weather Change, sem gáfu nýlega út 7″ plötuna The Whaler, koma fram sem og hin seyðfirska hljómsveit Broken Sound sem skipuð er ungum og efnilegum piltum á aldrinum 14 – 17 ára. Að tónleikum loknum mun það svo falla í hlut plötusnúðsins Unnsteins Manuels Stefánssonar, úr Retro Stefson, að halda uppi góðri stemmningu fram eftir nóttu. Aðgangseyrir inn á útgáfufögnuð þeirra Miriliða er einungis 1500.kr. Tónleikarnir hefjast 21:30.

Miri – Góða Konan

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sudden Weather Change – The Whaler

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Brimful of Asha

Það kannast eflaust flestir við hið ágæta lag Cornershop “Brimful of Asha” frá 1997 sem Fatboy Slim gerði ódauðlegt með einstaklega dansvænu og grípandi rímixi ári seinna. Færri vita hinsvegar að lagið er óður til Asha Bhosle, einnar frægustu dægurlaga og Bollywood söngkonu indverja fyrr og síðar.

Í “Brimful of Asha” er indverskur kvikmyndakúltur yrkisefnið en Asha Bhosle er ein frægasta “playback” söngkona indverja og hefur hún sungið vel yfir 12.000 lög á ferlinum. Í indverskum kvikmyndum er það hefð að leikarar syngi ekki sjálfir og eru þá svokallaðir “playback” söngvarar, eins og Asha Bhosle og systir hennar Lata Mangeshkar (sem einnig er minnst á í laginu), kallaðir til.

Margir vilja meina að dýpri boðskap sé að finna í textanum við “Brimful of Asha”. Á sanskrít/hindí þýðir Asha “von” og er því haldið fram að höfundur lagsins, Tjinder Singh, sé þarna að syngja um vonina sem fólk getur fundið í lífinu með því að hlusta á tónlist. Í tilfelli höfundar lagsins séu það 45 snúninga plötur sem veita honum von og stuðning en í textanum segir hann sjálfur “Everybody needs a bosom for a pillow; mine’s on the 45.”

Meðfylgjandi er sjálft lagið sem hér um ræðir, eins og það hljómar eftir meðferð Fatboy Slim, og svo að sjálfsögðu “Dum Maro Dum”, einn helsti smellur Asha Bhosle.

Cornershop – Brimful of Asha (Fatboy Slim remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Asha Bhosle & Chorus – Dum Maro Dum

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Innipúkinn telur í!

Sjálfur Raggi Bjarna kemur fram ásamt hljómsveit á Innipúkanum í Reykjavík um Verslunarmannahelgina! Raggi er spenntur fyrir að koma fram á Innipúkanum og mun æfa sérstakt prógram fyrir tónleika sína á hátíðinni.

Aðrar sveitir sem staðfest er að komi fram á Innipúka-hátíðinni í ár eru; Árstíðir, Berndsen, Jan Mayen, Markús & the diversion sessions, Me, the slumbering Napoleon, Mr. Silla, Nóra, Nóló, Ojba Rasta, Retró Stefson, Retron og Snorri Helgason.

Líkt og í fyrra stendur Innipúkinn yfir í þrjá daga; hefst föstudaginn 30. júlí -og lýkur 1. ágúst. Fyrir valinu sem heimili Innipúkans í ár eru tónleikastaðirnir Sódóma og Venue, sem standa hlið við hlið á Tryggavötunni, auk Naustins milli Tryggavötu og Hafnarstrætis sem lokað verður fyrir bílaumferð.

Naustin á milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis verður lokað fyrir bílaumferð á meðan tónlistarhátíðin stendur yfir og þar mun fara fram sjóðheit dagskrá og gamlir kunningjar líkt og pop-quiz, tónlistarmarkaður og veitingasala verða á svæðinu.

Miðaverði á Innipúkan er stillt í hóf og er aðeins 2.900 kr. fyrir alla þrjá dagana. Miðasala hófst í gær, fimmtudaginn 22. júlí, á Midi.is.

Í fyrra seldist upp og því hvetja skipuleggendur hátíðarinnar alla til að tryggja sér miða í tíma.

Innipúkinn á Facebook

Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir – Smell Like Teen Spirit

10 bestu erlendu lögin sem af er ári

Ég hef stundum tekið mér það ritstjórnarlega bessaleyfi að birta hér yfirlit yfir bestu lög ársins, innlend sem erlend. Nú er árið meira en hálfnað og mörg margslungin og grípandi tónsmíðin fengið að hljóma í eyrum manns þessa fyrstu sjö mánuði þess. Mér fannst því tilvalið að velja tíu lög erlendis frá sem heillað hafa mig sem mest sem af er ári og lítur listinn einhvern veginn svona út (í engri sérstakri röð):

Shearwater – Castaways
Ljúfsárt og tilfiningamikið lag af plötunni The Golden Arpichelago sem kom út í byrjun árs.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fang Island – Daisy
Upphefjandi og stórkallalegt gleðirokk með smá fortíðarljóma af samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ratatat – Party With Children
Klárlega partýlag sumarsins á mínu heimili. Er af fjórðu plötu dúósins sem þeir gefa út hjá XL Recordings og heitir einfaldlega LP4.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Magnetic Fields – You Must Be Out of Your Mind
Opnunarlag Realism, tíundu plötu sveitarinnar. Undarlega grípandi lag sem sest á heilann á manni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MGMT – Song For Dan Treacy
Ef ég væri neyddur til að velja eitt lag sem stæði uppúr af þessum 10 sem hér eru talin upp þá yrði þessi óður til fyrverandi forsprakka Television Personalities fyrir valinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wovenhand – The Threshing Floor
Þungt og drífandi lag með austurlenskum þjóðlagaáhrifum. Tekið af plötunni Threshing Floor.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Corte Real – Marveline Brown
Fallegt ljúfsárt lag flutt á sannan franskan melankólískan hátt. Er af sjálfútgefinni plötu sveitarinnar sem heitir St. Luis.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Boy Eats Drum Machine – Hoop + Wire
Hressileg vitleysa sem fær mann til að brosa og dilla sér. Lagið er titillag plötunnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Akai – Breath
Súrsætt vellíðunarpopp af ágætis plötu sem nefnist The Coldest Hour Is Just Before The Dawn.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lightspeed Champion – The Big Guns of Highsmith
Fágað barokk popp með söngleikjaívafi og einhverskonar 70’s hljóðgervla tilvísunum. Tekið af plötunni Life is Sweet! Nice to Meet You.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peace

Amnesty International og Buffetlibre hrundu af stað verkefninu Peace í apríl síðastliðinn sem ætlað var að verða fyrsti tónlistaratlasinn á Netinu. Gáfu listamenn frá um 50 löndum vel yfir 180 lög til verkefnisins sem fólki gafst svo kostur á að hala niður gegn afar sanngjörnu fjárframlagi. Verður afraksturinn notaður til styrktar baráttu Amnesty International gegn mannréttinfabrotum og rannsókna á þeim.

Verkefninu líkur á mánudaginn næstkomandi og því hver að verða síðastur að styrkja þetta mikilvæga málefni og verða sér úti um eðal tónlist í leiðinni. Meðal listamanna sem lagt hafa verkefninu lið eru Micah P. Hinson, Ra Ra Riot, Dan Deacon, Someone Still Loves You Boris Yeltsin, Apostle Of Hustle, Bonde Do Role, Mogwai, I’m From Barcelona og Amiina & Kippi Kaninus frá íslandi.

Meðfylgjandi er lag tengt Peace verkefninu með The Hidden Cameras sem er eitt það besta sem ég hef heyrt á árinu.

The Hidden Cameras – The Mild Mannered Army

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wovenhand – The Threshing Floor

Ein áhugaverðasta plata sem ég hef heyrt nýlega er The Threshing Floor með Denver sveitinni Wovenhand. Var hún stofnuð fyrir rétt rúmum áratug af David Eugene Edwards, fyrrverandi forsprakka alt-country sveitarinnar 16 Horsepower og hafa einar átta plötur litið dagsins ljós síðan þá. Tónlist Wovenhand er einstök og mikilfengleg blanda af amerískri þjóðlaga- og sveitatónlist, austurlenskum og frumbyggja (indíána) áhfrifum, industrial post-rokki og afar trúarlegum yrkisefnum. Útkoman er tilfinningarík, þung, myrk og afar tilkomumikil. Hér er sannarlega á ferð plata sem vert er að kynna sér nánar.

Wovenhand – The Threshing Floor

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wovenhand – His Rest

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Croisztans

Dansk/Íslenska/Croisztanska hljómsveitin Croisztans sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu en hún ber hið virðulega og volduga nafn VODKA.

Hljómsveitin Croisztans var stofnuð árið 1997 í Danmörku af fjórum íslendingum, einum dana og einum frakka.  Hljómsveitin starfaði í 2 ár og áorkaði á þeim tíma tvo evróputúra og einn vetur á Íslandi. Hljómsveitin var síðan endurstofnuð í Kaupmannahöfn árið 2004 með töluverðum mannabreytingum. Sexmenningarnir hafa skapað sér nafn í Danmörku með sérdeilis líflegum og kraftmiklum tónleikum.

Croisztans er undir sterkum áhrifum frá austur-evrópskri þjóðlagatónlist og pönki og halda því fram að þeir komi frá hinu undirokaða smáríki Croisztan, í austur Evrópu. Söngur þeirra er á Croisku, og textarnir fjalla um frelsisbaráttu, Croiska þjóðhætti og drykkjuskap.

Croisztans hata að vera líkt við aðrar hjómsveitir, en fyrir þá sem þekkja austur- evrópskt „polka-punk“ þá koma Gogol Bordello upp í hugann.  Croisztans hafa áður sent frá sér albúmið Karta – árið 1998 (ófáanlegt) og Croi Ir Gne Liberi (enn fáanlegt) – árið 2007.  Croisztans eru væntanlegir til Íslands haustið 2010 – til að fylgja plötunni eftir. Annars eru þeir tilbúnir til að spila í skírnum, fermingum, giftingum og jarðarförum – hvenær sem er.

Hljómsveitina Croisztans skipa:

Siggi Óli Pálmason: Söngur
Jón Óskar Gíslason: Gítar
Gunnar Guðmundsson: Trommur
Anders Sylvest: Bassi
Chr. Viktor Rasmussen: Harmonika
Emil Slagtøjvhitz: Ásláttur

Croisztans – Snorri Hver?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Amadou & Mariam

Amadou & Mariam koma með vorið til Reykjavíkur og fylla Laugardalshöllina af fjöri þann 12. maí á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík. Parið, sem vakið hefur heimsathygli fyrir líflegan tónlistarbræðing sinn, lék nýverið fyrir Obama við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Ósló og hinni virtu Lollapalooza tónlistarhátíð í Chigaco. Þau koma nú hingað til lands með stóra hljómsveit og sannkallaða heimstónlistarstemmningu sem lofuð hefur verið í hástert og samanstendur af rafmangsgíturum, kúbverskum lúðrum, egypskum ney flautum, sýrlenskum fiðlum, indverskum tablas trumbum og margvíslegum ásláttarhljóðfærum frá Malí.

Nú hefur íslenska hljómsveitin Retro Stefson bæst við dagskrá tónleikana. Unnsteinn Manuel Stefánsson söngvari og gítarleikari sveitarinnar er mikill aðdáandi Amadou & Mariam og flýgur sérstaklega heim úr tónleikaferð FM Belfast í Evrópu til að taka þátt í tónleikunum.

Tónlistarviðburður sumarsins er í Laugardalshöll 12. maí. Miðasala fer fram á Midi.is, verslunum Skífunnar og vef Listahátíðar, www.listahatid.is. Í boði eru sæti í stúku á 4.500 krónur og á gólfi nær sviði á 5.500 krónur.

Amadou & Mariam – Sabali

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Retro Stefson – Life

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.