Auður

Auðunn Lúthersson er 22 ára tónlistarmaður sem kemur fram undir nafninu Auður. Hann var nýlega tekinn inn í RBMA (Hudson Mohawke, Aloe Blacc, Katy B og Evian Christ) af yfir 4500 umsækjendum. Að undanförnu hefur hann verið á bakvið tjöldin við lagasmiðar hjá einhverjum helstu nöfnum í íslensku hip-hoppi og poppi. Þar á meðal lagið “Strákarnir” með Emmsjé Gauta. Auk þess var hann í framhaldsnámi FÍH í djassgítarleik. Hann frumsýndi nýverið myndbandið við lagið “South America” sem hann leikstýrði sjálfur með Árna Beinteini.

Útgáfutónleikar Gísla Pálma í kvöld

Smekkleysa tilkynnir

…að annað upplag plötu Gísla Pálma verður dreift í verslanir í þessari viku. Á sama tíma fagnar Gísli Pálmi útgáfu fyrstu plötu sinnar með útgáfutónleikum í kvöld, þann 4. Júní, í Gamla Bíó.

Platan, sem kom út þann 16. apríl síðastliðinn, ber nafnið Gísli Pálmi, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda ásamt því að vera ein mest selda rapp plata síðustu ára.

Gísli Pálmi hefur fengið þá Sölva Blöndal og Egil Tiny úr Quarashi til að taka nokkur lög. Fleiri sem fram koma eru Sturla Atlas, Gervisykur og Vaginaboys.

Miðaverð er 2.900 kr. og er sala aðgöngumiða í Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 35., og á tix.is

Ný plata og tónlistarmyndband frá Mosi Musik

Í fréttatilkynningu segir:

Fyrsta plata Mosi Musik kom út þann 25. apríl og ber hún nafnið I am you are me. Um er að ræða 12 laga plötu sem spannar nokkrar tónlistastefnur. Hljómsveitin er þekkt fyrir fjölbreytileika í sinni músík en oft hefur reynst erfitt að skilgreina tónlist Mosi Musik í einu orði og hefur hún verið kölluð allt frá “Epic power disco” (Chris Sea fyrir Rvk Grapevine) yfir í “The future sound of pop music” (Lewis Copeland) en hljómsveitin kallar sjálf tónlistina “Electro Power Pop Disco”.

Mosi Musik frumsýndi nýtt tónlistarmyndband 18. Maí við lagið “I Am You Are Me” en í laginu rappar hún Krúz með sveitinni.

Jón Teitur Sigmundsson og Hollendingurinn Joost Horrevorst leikstýra myndbandinu en sem framleitt er af Nágranna.

Fyrsta myndband Átrúnaðargoðanna

Í fréttatilkynningu segir:

Átrúnaðargoðin er nýtt rappband sem hefur vakið talsvert umtal þrátt fyrir að hafa látið lítið fyrir sér fara hingað til. Meðlimir eru þeir Guðjón Heiðar og Bragi Björn en hvorugur þeirra hafa verið áberandi í rappsenunni á Íslandi til þessa. Guðjón kom fram í lagi Futuregrapher, “Think” en hafði þar á undan verið í rokksveitinni Palindrome og satíru strákabandinu 3G´s sem átti nokkur vinsæl lög um aldamótin. Bragi hefur sungið með blúsrokkbandi og undanfarið einbeitt sér að ljóðalestri með ljóðskáldunum í Fríkirkjunni.

Upptökustjóri hljómsveitarinnar er enginn annar en gangandi goðsögnin Gnúsi Yones, einn af stofnmeðlimum Amaba Dama og Subterranean. Hann hefur áður stjórnað upptökum fyrir Ojba Rasta, Reykjavíkurdætur, Cell7 og Amaba Dama sem öll hafa notið mikilla vinsælda. Gnúsi Yones segir þetta um Átrúnaðargoðin:

Trúleysingjar muna finna guð og trúaðir munu fremja sind þegar þeir átta sig á guðdómlegu orkunni frá þessum tvemur vitleysingum!

Nú er fyrsta tónlistarmyndband drengjanna tilbúið en það er við lagið „Lífið er Strigi“. Myndbandið var tekið upp, samið og leikstýrt af Braga Birni Átrúnaðargoði. Strákarnir koma svo fram á tveimur tónleikum í júní ásamt Blaz Roca á Spot í Kópavogi og Gauk á Stöng svo það verðu spennandi að fylgjast með þeim í sumar.

Cheddy Carter á Kex Hostel í kvöld

Cheddy Carter

Í kvöld mun hip-hop hljómsveitin Cheddy Carter frumflytja nýtt efni fyrir gesti og gangandi á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.

Cheddy Carter er nýtt hip-hop band sem saman stendur af Fonetik Simbol, IMMO og Charlie Marlowe. Hljómsveitin var stofnuð í byrjun árs 2014 og hefur síðan þá eytt sínum tíma í að skola niður nautakjöti og ostum með rauðvíni í hljóðveri sínu.

Meðlimir Cheddy hafa unnið saman undir öðrum formerkjum síðan árið 2002 og má segja að Cheddy Carter sé ein af þeim fáu sem halda lífi í íslensku hip-hopi á enskri tungu.

Kalel Cosmo gefur út smáskífuna Earth Rise

Kalel Cosmo

Tónlistarmaðurinn Kalel Cosmo hefur gefið út sína fyrstu smáskífu sem ber nafnið Earth Rise. Hugmyndin á bak við smáskífuna er geimurinn og ferðalag í gegnum tíma og rúm sem myndar fjögur samtengd en fjölbreytt lög plötunnar; “Earth Rise”, “Lost in time”, “Perihelion” og “Welcome to my world”. Lögin eru samin og tekin upp af Kalel sjálfum og einkennist tónlistin af popp-innskotinni raftónlist með nútíma hip-hop ívafi.

Platan er komin í sölu á Gogoyoko en jafnframt er hægt að hlusta á plötuna og hala henni ókeypis niður á Soundcloud.

Cell7 gefur út sína fyrstu sólóplötu

CELL7

Í síðustu viku kom út fyrsta sólóplata tónlistarkonunnar Cell7. Í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér er greint svo frá:

Cell7 vakti mikla athygli þegar hún kom fram í Hjómskálanum með lagið sitt “Afro Puff” og tilkynnti um leið að hún væri með plötu í smíðunum. Í byrjun nóvember kom svo út platan CELLF, sem er fyrsta sólóverk Cell7. Platan er afar vönduð og valinn maður í hverju rúmi. Tónlistin er að mestu unnin með Gnúsa Yones/Earmax, en saman komu þau fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Subterranean. Introbeats (úr Forgotten Lores) pródúserar einnig tvö lög á plötunni og bassafimi Andra Ólafssonar úr Moses Hightower fer ekki framhjá neinum sem hlustar á plötuna. Platan er fjölbreytt og má það ekki síst þakka framlagi söngkvennana Sunnu, Drífu og Lori Wieper. Cell7 sótti innblástur í ýmsar tónlistarstefnur og platan mun vafalaust höfða til breiðari hóps en eingöngu hip hop hlustenda. Óhætt að segja að hér sé á ferðinni plata sem á engan sinn líka í íslenskri tónlistarsögu.

Nýtt efni frá Original Melody

originalmelody

Í gær kom út nýtt lag frá Original Melody sem ber nafnið “Indiana Jones”. Lagið fjallar um hina óumflýjanlegu hlið lífsins, dauðan en með laginu hvetur sveitin hlustendur til þess að njóta lífsins á meðan tækifærið er til staðar.

Original Melody er eina Hip-Hop hjómsveitin á Íslandi sem rappar á ensku og er skipuð þremur röppuðum; IMMO, Charlie Marlowe og Sub-K, og einum pródúsent, Fonetik Simbol. Lagið inniheldur einnig góða gesti á borð við Ara Bragi Kárason á trompet, Birki Blæ Ingólfsson á saxófón, Berg Þórisson á básúnu og Bartóna Kallakórs Kaffibarsins.

Original Melody – Kool Aid

Original Melody - Apollo Sessions

Original Melody gaf út nýtt lag í gær. Heitir það “Kool Aid” og er fyrsti singull af væntanlegri EP plötu sem ber nafnið Apollo Sessions og kemur út 7. júní næstkomandi. Í kjölfarið munu fylgja þrjár aðrar EP plötur og er Apollo Sessions því fyrsti hluti af fjórum. Þess má geta að Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson þenur raddböndin með Original Melody í laginu.

Original Melody – Kool Aid

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt lag frá Gabríel

Gabríel

Út er komið glænýtt lag frá grímuklædda tónlistarmanninum Gabríel. Nefnist það “Gimsteinar” en þeir Krummi Björgvinsson og Opee sjá um raddirnar að þessu sinni. Þetta er fjórða lagið sem Gabríel sendir frá sér, en áður hefur hann gefið út lögin “Stjörnuhröp”, “Sólskin” og “Gleymmérei”.

Veglegt myndband verður gert við lagið en framleiðslan á því verður í höndum SNARK Films, sem einnig framleiddu myndbandið við “Gleymmérei”, en áætlað er að frumsýna myndbandið um miðjan næsta mánuð.

Gabríel – Gimsteinar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lady Boy Records

Lady Boy Records er ný íslensk plötuútgáfa sem þeir Frímann Ísleifur Frímannsson og Nicolas Kunysz stofnuðu fyrir um meira en ári síðan. Út er komin á vegum útgáfunnar safnplata sem nefnist einfaldlega Lady Boy Records 001 en á henni er að finna lög eftir listamenn á borð við Ghostigital, Krumma, Bix, Úlf, Rafstein og Futuregrapher.

Heyra má dýrðina í heild sinni hér að neðan.

IMMO sendir frá sér Barcelona

IMMO, sem gefið hefur út tvær plötur með Original Melody, gefur nú út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Barcelona en hún kemur í búðir 14.desember næstkomandi. Titillag plötunnar fjallar um afdrifaríkt atvik sem átti sér stað í Barcelona þegar ókunnugur maður beit neðri vör rapparans af.

Á plötunni fær IMMO góða gesti í lið með sér. Retro Stefson bræðurnir, Unnsteinn og Logi, koma við sögu í sitthvoru laginu þar sem þeir sýna á sér skemmtilega hlið. Söngkonan Valborg Ólafsdóttir (The Lovely Lion) syngur í lagi þar sem IMMO fjallar um hvernig hann tekst á við þær afleiðingar Barcelona atviksins. Þá slær IMMO á létta strengi með Friðriki Dór en á plötunni má einnig finna bandarískan rappara að nafni LO, Opee og söngvarana Þorstein Kára og Jason Nemor. Öll lög plötunnar eru pródúseruð af Fonetik Simbol, nema eitt, þar sem Logi úr Retro Stefson leysir Fonetik af.

Poetrix og Ármann Ingvi

Rapparinn Poetrix og söngvarinn Ármann Ingvi (úr Who Knew) hafa gefið saman út nýtt lag sem nefnist “Út í sígó”. Sjálfir segjast þeir hafa ákveðið “…að kíkja útúr skápnum með lag sem hentar illa underground/indí ímyndinni sem við höfum unnið hörðum höndum að t.d. með því að flytja einungis lög sem eiga enga möguleika á útvarpsspilun.”

Lagið verður að finna á væntanlegri plötu Poetrix sem hann vinnur nú að með mörgum af bestu hljóðfæraleikurum landsins og má þar m.a. nefna Ómar Guðjónsson Gítarleikara, Jakob Smára Magnússon bassaleikara, Einar Scheving trommuleikara og Tómas Jónsson hljómborðsleikara.

Halleluwah gefur út myndband

Í gær gaf tvíeykið Halleluwah út myndband við lag sitt ”K2R”, sem gefið var út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Í lok október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin ”K2R” á A-hlið, og ”Whiplashes” á B-hlið.

Myndbandið má sjá á Vísi.

Myndbandinu er leikstýrt af hinum sænska Måns Nyman, en hann hefur m.a. gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía eins og Rebeccu og Fionu, Markus Price o.fl.

Nýtt lag og myndband frá Gabríel

Hér gefur að líta þriðja lagið frá grímuklædda tónlistarmanninum Gabríel, en áður hefur hann gefið út lögin “Stjörnuhröp” og “Sólskin”.

Við gerð lagsins fékk Gabríel til liðs við sig vel valda listamenn, en það eru þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, sem sér um sönginn, og Emmsjé Gauti sem rappar. Fleiri tónlistarmenn lögðu einnig hönd á plóginn, en Ómar Guðjónsson spilar á gítar í laginu og Kjartan Hákonarson sér um blásturinn.

Til að fylgja laginu eftir var framleitt íburðarmikið og metnaðarfullt tónlistarmyndband í svokölluðum “one shot” stíl, sem felst í því að eingöngu var notuð ein kvikmyndatökuvél og allt myndbandið tekið í einni töku frá byrjun til enda. Umfangið var mikið, en í kringum 100 aukaleikarar komu að gerð myndbandsins, sem var tekið á upp á fallegum blíðviðrisdegi í Reykjavík. Leikstjórn var í höndunum á Eilífi Erni Þrastarsyni, en hann gerði m.a. myndbandið við lagið “Passaðu þig” með rapparanum Nadiu, sem naut mikilla vinsælda fyrr á árinu.