Ástþór Óðinn – Leiddu hjarta mitt

Rapparinn Ástþór Óðinn hefur sent frá sér nýtt lag. Sjálfur segir hann þetta hugsanlega vera eitt mesta tónverk sem hann hefur tekið þátt í en lagið er sannarlega tilkomumikið. Lag og söngtexti er eftir Elínu Halldórsdóttur og rapp eftir Ástþór sjálfan. Félagar úr Gospelkór HR syngja og einnig Barnakór Fjallalindar. Hallvarður Ásgeirsson spilar á gítar.

Original Melody

Ein af áhugaverðustu hip-hop sveitum landsins, Original Melody, gaf þann 1. þessa mánaðar út sína aðra plötu og nefnist hún Back & Forth. Sveitin er skipuð þeim Fonetik Simbol (a.k.a. Helgi Lárusson), sem er upptökustjóri og plötusnúður hennar og þremur röppurunum: Immo (a.k.a Ívar Schram), Shape (a.k.a Þór Elíasson) og S.Cro (a.k.a. Ragnar Tómas Hallgrímsson).

Meðlimir sveitarinnar voru svo yndislegir að senda okkur þrjú lög af nýju plötunni lesendum Rjómans til ánægju og yndisauka og látum við þau svo sannarlega fljóta með hér að neðan. Original Melody geriðisvovel!

Original Melody – Back & Fourth

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Original Melody – Cosa Say

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Original Melody – The Truth

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Erpur og Bjartmar í Fuglabúrinu

Tónleikaröðin Fuglabúrið heldur áfram í vetur á Café Rósenberg og er samstarfsverkefni FTT (Félags tónskálda og textahöfunda), Rásar 2 og Reykjavík Grapewine. 6 tónleikar hafa verið negldir niður og þeir fyrstu verða þriðjudagskvöldið 26.október n.k. Fulltrúar ólíkra kynslóða leiða saman hesta sína í Fuglabúrinu og að þessu sinni eru það orðsins menn, þeir Bjartmar Guðlaugsson og Erpur Eyvindarson sem koma fram, sitt í hvoru lagi og ef guðirnir leyfa saman líka.

Tónleikarnir hefjast kl.21.00 og miðaverð er 1.500 kr.-

Bjartmar og Bergrisarnir – Sagan

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BlazRoca – Stórasta land í heimi

Í Annan Heim með Rökkurró komin út á vínyl.

Jólin koma snemma fyrir vínylperrana. Ekki nóg með að Bloodgroup hafi endurútgefið Dry Land á vínyl, eins og fram kom hér í morgun, heldur hafa elskurnar í Rökkurrró gefið út plötuna sína, Í Annan Heim, á vínyl líka. Platan er fáanleg í verslun 12 tóna Skólavörðustíg á meðan byrgðir endast.

Það er upplagt fyrir áhugasama að skottast upp í 12 Tóna á miðvikudaginn kl 17:30 þar sem Rökkurró mun leika á Off-venue Airwaves tónleikum og grípa sér eitt stykki í leiðinni. Þess má að auki geta að vínyllinn er einnig er fáanlegur á netinu á þessari slóð.

Rökkurró – Sjónarspil

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt lag með Bróðir Svartúlfs

Bróðir Svartúlfs vinna nú hörðum höndum að nýrri plötu sem koma mun út um mitt næsta ár. Er sveitin með hendurnar fullar af nýju efni og ákváðu því að taka upp lag sem þeir hafa spilað á tónleikum undanfarna mánuði við góðar undirtektir og heitir “Velkomin”. Um upptökur sá Tóti úr Agent Fresco og fóru þær fram í bæði Hljóðmúla og Tóney.

Bróðir Svartúlfs opnuðu nýlega heimasíðu með ítarlegu efni um sveitina þar sem þeir skrifa reglulega og videóblogga. Slóðin er www.brodirsvartulfs.com

Bróðir Svartúlfs – Velkomin

Ramses – Óskabarn Þjóðarinnar

Þann 12. nóvember næstkomandi mun einn af þekktari röppurum landsins, Ramses, gefa út plötuna Óskabarn Þjóðarinnar. Þó enn sé verið að leggja lokahönd á plötuna hefur Ramses þegar sett tvö lög af plötunni í spilun og hljóma þau hér að neðan. Reyndar mun Ramses setja á netið, fram að útgáfu plötunnar, eitt lag á viku á heimasíðu sinni www.egerramses.com og er því um að gera fyrir áhugasama að fylgjast vel með.

Ramses – Komdu með mér

Ramses – Er ég fer að emsíast

Úr Pósthólfinu

Þá er komið að því enn og aftur, lömbin mín, að bregða undir sig betri fætinum og valhoppa ofan í pósthyrslur Rjómans. Þar er alltaf eitthvað spennandi, óvænt og ánægjulegt að finna. Við skulum sjá hversu snemma Jólin koma í þetta skiptið.

Zach Hill – Memo to the man
Zach er einn fjölhæfasti trommarinn í bransanum í dag og hefur unnið með heilum helvítis helling af nafntoguðum listamönnum sem margir hverjir koma fram á nýjustu plötu kappans sem nefnist Fat Face. Meðal þeirra sem leggja honum lið eru Devendra Banhart, No Age, Guillermo Scott Herren (Prefuse 73), Greg Saunier (Deerhoof), Nick Reinhart (Tera Melos, Bygones) og Robby Moncrieff (Raleigh Moncrieff). Meðfylgjandi er fyrsta lag plötunnar sem væntanleg er 19. október næskomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cusses – Custody Master
Skemmtilega hávaðasamt tríó með fljóðbylgju gítar sem minnir óneitanlega á bernskubrek Yeah, Yeah, Yeah’s.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Peelander-Z – E-I-E-I-O
Létt flippað tríó frá Brooklyn sem básúnar hér yfir allt og alla pönk og ska útgáfu sinni af barnaþulunni amerísku “Old McDonald”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Wagner Logic – Years From Now
Enn eitt tríóið, í þetta skipti frá Alaska. Lagið er tekið af nýútkominni samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kaka – Below this sun
Það finnst öllum kökur góðar og ekki er verra ef þær eru sænskar. Lagið er tekið af annari plötu Kaka, Candyman, sem væntanleg er snemma á næsta ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Mike – Lights and Sounds Mixtape
Tæplega 40 mínútna hipster mix þar sem margir af nafntoguðustu listamönnum samtímans eru teknir fyrir á einn hátt eða annan. Inniheldur m.a. lög með Friendly Fires, Chromeo, Yeah Yeah Yeahs, The Eurythmics, Major Lazer, Big Boi og Kanye West.

Rapp fyrir Indíhausa

Hér eru nokkur nýleg rapplög sem ég get hiklaust mælt með fyrir indíhausa og hina tvo sem lesa Rjómann.

Atmosphere – Freefallin

Ný fjörtíu og einnar mínútu “EP”-plata með íslandsvinunum í Atmopshere kom út fyrr í mánuðinum. Hún nefnist To All My Friends, Blood Makes the Blade Holy og er að mínu mati eitt það besta sem þeir Slug og Ant hafa gert í langan tíma. Slug tekst alltaf að koma manni í gott skap með hrakfallasögum og bjartri sýn á ömurleika hversdagsins.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Listener – Ozark Empire, or a snake oil salesman comes to your town

Listener kalla tónlistina sína taltónlist (talk-music), en sú stefna passar frábærlega inn í flokkinn “rapptónlist fyrir indíhausa”. Brjálað skítugur taktur í gangi þarna.

Original Melody – Long Time Coming

Hérna er eitt brakandi ferskt lag frá íslensku eðalsveitinni Original Melody sem er að gefa út sína aðra plötu, Back and Fourth, í byrjun Október. Þeir munu spila á Airwaves og mun Rjóminn að öllum líkindum vera þar í fremstu röð að slamma.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Das Racist – Ek Shaneesh

Bloggheimar hafa slefað yfir þessu fyrirbæri í langan tíma og nú eru Rasistarnir að brjótast upp á yfirborð indíheimsins með plötunni Sit Down, Man. Þetta fyllir alla múltíkúltí-hipstermæla, sem er að sjálfsögðu frábært.

Ástþór Óðinn

Ástþór Óðinn er rappari frá Reykjanesbæ og er meðfylgjandi hans nýjasta lag. Ástþór gaf nýverið út plötuna Both Ways en lagið sem hér heyrist var reyndar eitt þeirra sem ekki komst á plötuna þar sem það passaði ekki við heildarsvip hennar. Lagið fjallar um þráhyggju, tilvistarkreppu og það hvernig góðir hlutir gerast fyrir þá sem gefast ekki upp.

Both Ways fæst á www.tonlist.is og www.gogoyoko.com

Ástþór Óðinn – Front2Back

Þrjár góðar á mánudegi

The Good Natured – Prisoner
Lag sem finna má á Be My Animal, b-hlið nýjustu smáskífu The Good Natured, sem kemur út þann 1. nóvember næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Day Of The Woman
Á morgun kemur út platan Day Of The Woman en það er samvinnuverkefni þriggja tónlistarmanna. Hér er um að ræða tilkomumikla blöndu af tilraunakenndu hip-hop, post-rock, nýsækadeliku og raftónlist sem er vel þess virði að kynna sér nánar. Heyra má plötuna í heild sinni hér að neðan en einnig má hala henni niður endurgjaldslaust með því að smella á viðeigandi tengil í spilaranum.

Boy Eats Drummachine
Úr því að maður er farinn að tala hér um tilraunakennt hip-hop tel ég algerlega nauðsynlegt að láta 20 beats, nýjustu plötu Boy Eats Drummachine, fylgja með. Er þetta önnur plata þessa frumlega taktsmiðs á árinu en í mars gaf hann út hina stórgóðu Hoop and Wire en hún kemur sterklega til greina sem ein af plötum ársins að mínu mati.

Nýtt erlent

Hér eru nokkur ný lög erlendis frá sem sum hver hafa ekki verið fyrirferðamikil í almennri tónlistarumræðu. Það eru því góðar líkur á að lesendur vorir hafi farið á mis við þessi ágætu lög og flytjendur þeirra og skal úr því bætt hér með. Hin lögin er svo spáný og brakandi fersk.

Javelin – Oh! Centra
Íkornarapp, Nintendo hip hop og tilvísanir í Salt n’ Pepa? Er hægt að byðja um mikið meira? Lagið er að finna á fyrstu breiðskífu þessa tvíeikis frá Brooklyn sem heitir No Mas.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Steel Train – You and I Undercover
Tilfinningaríkt, stórt og útblásið en fallegt og grípandi lag. Tekið af EP plötunni Steel Train is Here.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Civil Civic – Less Unless
Hressilegt partý hér á ferð með heimsendafössi og bjögun dauðans. Tekið af EP plötunni EP1.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sufjan Stevens – Too Much
Enn eitt lagið af væntanlegri plötu Sufjan sem heitir The Age of Adz.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Menomena – Five Little Rooms
Þessi frábæra Portland sveit er tilnefnd til Grammy verðlauna (fyrir plötuumslag reyndar) fyrir plötuna Mines sem kom út fyrr á árinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MP3 hýsing í boði The Burning Ear og Chrome Waves

Forgotten Lores á Faktorý

Miðvikudagskvöldið 15. september ætlar Forgotten Lores gengið að halda tónleika og DJ-set á Faktorý. Gamanið hefst stundvíslega kl. 22:00 og kostar litlar 1000 kr. inn.

Hið upprunalega FL Group fór aldrei á hausinn! Það er enn í grimmum plús og enn að sýna ykkur hvernig á að gera þetta með tíu ára samstaf í rassvasanum.
Eftir tvær tímamóta plötur er sú þriðja á leiðinni og munu hinir fimm fræknu taka gamalt og gott í bland við nýtt og ferskt efni. Fyrir litlar þúsund krónur færðu ekki aðeins góða og eftirminnilega kvöldskemmtun heldur munt þú einnig styrkja FL við framleiðslu nýs myndbands – yeah!

Dyrnar opna 21:00 og húllumhæið hefst á slaginu 22:00. Ekki koma seint!

Forgotten Lores – Who got’dis here

Úr pósthólfinu

Enn og aftur hefur ritstjóri verið heimtur úr helju eftir æsilega svaðilför um hyldjúpar hvelfingar pósthólfa Rjómans. Úr för sinni snéri hann heim með eftirfarandi gersemar:

The Kindergarten Circus – Twin Evils
Einhverskonar blanda af White Stripes, Black Sabbath og Iggy Pop and The Stooges. Tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar sem heitir No More Wizards og kemur út þann 5. næsta mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Return To Mono – Framebraker
Áferðafallegt og menntað rafpopp frá þessu tríói frá San Francisco. Lagið er titillag nýjustu plötu sveitarinnar sem væntanleg er þann 10. nóvember næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Lonely Forest – Live There
Tekið af samnefndri  EP plötu sveitarinnar sem kemur út á morgun.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Gay Blades – Try To Understand
Af væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út fimmta október og heitir Savages.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moby – Feeling So Real (Don Diablo remix)
Ofur DJ-inn Don Diablo tekur gamla rave klassíkerinn hans Moby og skellir í hressilega þeytivindu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pro~Ef – Brown Out Mix
Afar hugvitsamleg og áheyrileg blanda af jazzi, hægu hip-hoppi og skeífuþeytingum. Fyrsta plata Pro~Ef er væntanleg þann 21. þessa mánaðar og heitir Compression Chamber.

Hannes Smith – 5810
Myndband sem Gunnar Konráðsson gerði við tónlist Hannes Smith en myndbandið er einskonar kveðjugjöf Gunnars og til minningar um dvöl Hannes Smith hér á landi.

15 plötur á 15 mínútum

Eitt vinsælasta athæfið meðal tónlistarunnenda þessa dagana, þá sérstaklega á Facebook, er að búa til lista með yfirskriftinni “15 plötur á 15 mínútum”. Ritstjóri ákvað að misnota stöðu sína og taka þátt í fjörinu og þá auðvitað með tilheyrandi tóndæmum eins og Rjómans er von og vísa.

1. Kiss – Destroyer
Fjórða plata Kiss sem kom út 1976 og var pródúseruð af Bob Ezrin sem m.a. gerði The Wall með Pink Floyd. Þessi mun ávallt vera mín uppáhalds plata.

Kiss – God of thunder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2. Weezer – Weezer
Fyrsta plata Weezer (sú bláa) er af flestum talin þeirra besta plata. Verður bara betri með tímanum.

Weezer – The World Has Turned And Left Me Here

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Rentals – The Return of The Rentals
Eftir að Matt Sharp, fyrrum bassaleikari Weezer, sagði skilið við sveitina stofnaði hann hljómsveitina The Rentals og gaf hún út þessa mögnuðu plötu sem er stútfull af ljúfsáru og grípandi rokki.

The Rentals – Friends of P

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4. Public Enemy – It Take A Nation of Millions To Hold Us Back
Án nokkurs efa ein merkasta og mikilvægasta hip-hop plata sem út hefur komið. Náði 48 sæti á lista Rolling Stone yfir bestu plötur sögunnar.

Public Enemy – Don’t Believe The Hype

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5. Beck – Mellow gold
Platan sem fangaði tilvistarkreppu og tilgangsleysi hinnar svokölluðu X-kynslóðar, sérstaklega með laginu “Loser”.

Beck – Loser

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

6. Radiohead – OK Computer
Magnum opus þeirra Thom Yorke og félaga í Radiohead. Ein besta plata sem gerð hefur verið.

Radiohead – Let Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

7. Mates of State – Bring it Back
Ljúf og grípandi plata frá hjónakornunum og Íslandsvinunum Gardner og Hammel sem teljast verður þeirra besta til þessa.

Mates of State – Fraud in the ’80s

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

8. Interpol – Antics
Þó platan sé í raun beint framhald af forvera sínum, Turn On The Bright Lights, ber hún vitni um aukið öryggi í útsetningum og lagasmíðum og sýnir að með útgáfu hennar náði sveitin að fullkomna hljómheim sinn og ímynd.

Interpol – Last Exit

9. Squarepusher – Hard Normal Daddy
Fyrsta plata Squarepusher hjá Warp útgáfunni. Er hún óður til rave senunnar í Chelmsford, þar sem Tom Jenkinson ólst upp, og er að mörgum talin ein áhrifamesta platan innan IDM og drum n’ bass stefnunnar.

Squarepusher – Beep Street

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

10. Vampire Weekend – Vampire Weekend
Hin heillandi og frumlega planda of barrokk – og afrópoppi og grípandi tónsmíðar eru blanda sem fáir gátu staðist. Þar á meðal ég.

Vampire Weekend – M79

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

11. The Moody Blues – In Search of The Lost Chord
Þemaplata af psychedelic timabili sveitarinnar sem kom út 1968. Á henni sýnir sveitin allar sínar bestu hliðar og fjölhæfni í tónsmíðum og flutningi.

The Moody Blues – House of Four Doors

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

12. Figurines – Skeleton
Önnur breiðskífa þessarar dönsku indie rokk sveitar sem fengið hefur skammarlega litla athygli utan heimalandsins.

Figurines – Other Plans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

13. Flaming Lips – Clouds Taste Metallic
Wayne Coyne voru að mínu mati upp á sitt allra besta á síðasta áratug síðust aldar. Þessi sjötta breiskífa sveitarinnar er með aðgengilegri verkum sveitarinnar og stútfull af létt geggjuðum og grípandi poppsmellum.

Flaming Lips – Bad Days

14. Pixies – Doolittle
Það þarf nú varla að fjölyrða um hana þessa. Klassík!

Pixies – Where Is My Mind?

15. Metallica – Master of Puppets
Hér eru Metallica upp á sitt allra besta og Cliff heitinn Burton í fullu fjöri. Áhrif hans á lagasmíðar sveitarinnar voru ómetanleg og eftir ótímabært fráfall hans árið 1986 tók að margra mati að halla undan fæti hjá Metallica. Meðfylgjandi lag er til vitnis um hversu frjótt samstarf þeirra Hetfield, Ulrich og Burton var.

Metallica – Orion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt erlendis úr öllum áttum

Byrjum þessa yfirferð á plötusnúðaparinu The Hood Internet, sem samanstendur af þeim Aaron Brink og Steve Reidell, en remix þeirra og samgrautun laga eru farin að njóta talsverða vinsælda i ákveðnum kreðsum. Þykja þeir minna á bútasaumsfyrirbærið Girl Talk en þó með mikið fágaðari og danshæfari nálgun og meiri áherslu á hip-hop. Meðfylgjandi eru þrjú mix þar sem lög nokkura af góðvinum Rjómans fá létta andlitslyftingu.

The Hood Internet – Shoeing Horses in 1901 (Phoenix x Why?)


The Hood Internet – Giving Up The Sunshowers (M.I.A. x Vampire Weekend)

The Hood Internet – Simple X-plosion (Diverse x Andrew Bird)

Adebisi Shank – International Dreambeat
Ótrúlega litríkt og upphefjandi hetjurokk sem fangar mann við fyrstu hlustun. Lagið er af plötu sveitarinnar sem nefnist einfaldlega This Is The Second Album Of A Band Called Adebisi Shank.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El-P – Meanstreak in 3 parts
Frammúrstefnulegt hip-hop frá Brooklyn plötusnúðnum EL-P. Tekið af pötunni Weareallgoingtoburninhellmegamixxx3.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PVT – The Quick Mile
Tekið af nýjustu plötu PVT (sem áður hétu Pivot) og heitir Church With No Magic.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Juliette Commagere – Impact
Ljúfur poppsmellur frá þessari ágætu söngkonu sem áður vann með böndum eins Puscifier og Avenged Sevenfold.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beats Antique – Les Enfants Perdus
Nýmóðins trip-hop með afrískum og austurlenskum áhrifum. Lagið var gefið út sérstaklega til styrktar börnum á Haítí.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lotus Feet – Early Bird
Fullkomið ný-sækedelískt heimatilbúið popp. Tekið af plötunni Animals In The Attic sem nálgast má til niðurhals frítt og löglega hér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pop Winds – Feel It
Tilraunakennt pop í anda Animal Collective. Tekið af plötunni The Turquoise.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kanye West og Bon Iver gera lag saman

Það heyrist skammarlega lítið af rappi hér á Rjómanum. Úr því skal nú bætt með meðfylgjandi lagstúf frá Kanye West og fjölbreyttu og fríðu föruneyti hans sem m.a. inniheldur indie hetjuna Bon Iver (eða Justin Vernon eins og hann heitir réttu nafni). Lagið er að finna á fimm laga plötu sem er samvinnuverkefni Kanye West og Jay-Z og heitir Watch the Throne.

Kanye West – Monster (Feat. Nicki Minaj, Jay-Z, Rick Ross, Bon Iver)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The DJ Shadow Remix Project

DJ Shadow, sem teljast verður með frægari plötu- og takkasnúningamönnum sögunnar, hefur um árabil safnað í kringum sig stórum hópi aðdáenda sem margir hverjir hafa sent honum remix og ábreiður af hans eigin lögum. Skuggasnúður hefur nú tekið saman úppáhalds remixin sín og gefið út á safnplötunni The DJ Shadow Remix Project en hún fæst gefins með hverjum keyptum hlut úr búðinni hans.

Meðfylgjandi er stykkið í heild sinni en þarna er að finna nokkrar magnaðar útgáfur af þekktum lögum meistarans eins og “Organ Donor” og “Building Steam with a Grain of Salt”.

The DJ Shadow Remix Project