BlazRoca ft. Emmsjé Gauti – Elskum þessar mellur

BlazRoca (e.þ.s. Erpur Eyvindarson) og Emmsjé Gauti hafa verið heldur ósáttir með hina teprulegu þöggun FM957 á nýju lagi þeirra, “Elskum Þessar Mellur”. Nú er komið myndband við slagarann og lítur nokkuð vel út. Þó að þetta sé langt frá því að vera það besta sem ég hef heyrt frá Erpi, þá kemur lagið manni alveg í rétta fílinginn svona á laugardegseftirmiðdegi, rétt áður en maður dettur í grillvökvann.

Nýtt erlent

Meiri músik er eina ráðið við grámyglunni sem tekin er við af sólinni og sumrinu sem við vorum farin að venjast hér í sumar. Meðfylgjandi eru nokkur vel valin ný lög erlendis frá sem líkleg eru til að lýsa upp tilveruna hjá einhverjum. Njótið vel.

Mark Ronson and The Business INTL – Lose It (In The End) (featuring Ghostface Killah)
Af væntanlegri plötu Ronson, Record Collection, sem koma mun út þann 27. næsta mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fox In The Henhouse – Fears
Af væntanlegri samnefndri plötusveitarinnar sem kemur út 12. október næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Shapes And Sizes – Tell Your Mum
Af nýútkominni þriðju plötu sveitarinnar sem heitir Candle To Your Eyes.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Drums – Down By The Water
Af samnefndri plötu sveitarinnar sem kemur út þann 14. næsta mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Cloud Cult – You’ll Be Bright (Invocation P. 1)
Af plötunni Light Chasers sem er þegar fáanleg í stafrænu formi en væntanleg í september á disk og vínyl.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Úr pósthólfinu – annar hluti

Þá er komið að síðbúnum seinni hluta svaðilfara ritstjóra um myrkar og djúpar hvelfingar pósthólfa Rjómans. Fyrri hluta geta áhugasamir nálgast hér.

Conner Youngblood
Tvítugur strákur frá Dallas í Texas sem vinnur nú hörðum höndum að koma tónlist sinni út til eyrna alheimsins. Hér er um að ræða tilfinningaríka kvikmyndatónlistarlega tónlist með rafrænu ívafi sem er vel þess virði að gefa nánari gaum.

Conner Youngblood – Colored Ghost

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Conner Youngblood – Like an Iceberg

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Baron Bane – Sordid Eyes
Nýjasta nýtt frá þessari sænsku sveit sem kemur frá Gävle (þaðan sem The Deer Tracks og Twiggy Frostbite ofl. koma) og Stokkhólmi. Plata í fullri lengd er væntanleg.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pro~EF
Einn af uppáhalds skífuþeyturum Rjómans er án efa Cheldon Paterson en hann gengur allra jafna undir listamannsnafninu Pro~EF. Hér er nýtt 45 mínútna mix frá kappanum sem er með því besta sem hann hefur sent frá sér.

Converse býður upp á sumar

Það virðist vera móðins hjá hinum ýmsu fyrirtækjum að fegra ímynd sína með því að fá áhugaverða tónlistarmenn til liðs við sig. Yfirleitt gengur þetta út á að aðdáendur gefa upp netföng sín í skiptum fyrir frítt niðurhal á nýjum lögum og má svo ætla að fyrirtækin sendi reglulega auglýsingar á þá sem freistast.

Skóframleiðandinn Converse fékk nýlega tónlistarmennina Kid Cudi, Rostam Batmanglij (úr Vampire Weekend) og sveitina Best Coast til þess að leggja saman í púkk og gera lag. Útkoman heitir “All Summer” og er hinn áheyrilegasti sumarsmellur. Og viti menn … það má hala laginu frítt niður á heimasíðu Converse án þess að vera böggaður með auglýsingaflóði síðar meir

Kid Cudi, Rostam Batmanglij & Best Coast – All Summer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Miðvikudagsremix

Það virðist vinsælla sport nú en nokkurn tíma áður að remixa lög og splæsa þeim saman við hvert annað. Á valhoppi mínu yfir nokkra vel valda vefi rakst ég á nokkur forvitnileg remix og allavega tvö mashup sem mér fannst ég verða að deila með ykkur. Gamli Streets slagarinn endurbættur og samgrautur Mobb Deep og Sigur Rósar standa uppúr að mínu mati.

The Streets – Don’t Mug Yourself (Mr. Figit Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

M.I.A. – Teqkilla (Lost my fone out wiv Nicki Minaj Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tone-E – Golden Ghostwriter (Jurassic 5 vs. RJD2)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Emancipator – Shook (Mobb Deep vs. Sigur Ros)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Four Tet – A Joy (Koushik’s Instrumental Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Florence & The Machine – Addicted to Love (Arthur Baker Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eitt og annað úr póstkassanum

Þá er komið að okkar reglulega lið að athuga hvað leynist í pósthólfi Rjómans. Okkur berast reglulega innsendingar erlendis frá sem vert er að birta og oftar en ekki leynast sannir gullmolar inn á milli. Við skulum sjá hvað kom upp úr krafsinu í þetta skiptið.

Twilite – Fire
Pólskt band sem segist undir áhrifum frá Bon Iver, Kings Of Convenience og Jose Gonzalez. Mjög áheyrileg og ljúf tónlist í alla staði. Voru að gefa út EP plötuna Else en á henni fannst mér lagið “Fire” einna best. Áhugasamir geta nálgast plötuna á Bandcamp vef sveitarinnar : http://twilite.bandcamp.com

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

ProF – Day Scheming
Cheldon Paterson, betur þekktur sem ProF, sendi nýverið frá sér sína fyrstu sólóplötu sem hann kallar The Door -Lost World. Hér er á ferð ágætis instrumental hip-hop með allskonar tilvitnunum úr heimi rafrænnar tónlistar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tvö massív DJ set bárust Rjómanum frá hinum hýperaktívu og ofurhressu Buffetlibre plötusnúðum. Kallast hið fyrra “Atlas” á meðan seinna mixið, sem er tribjút til EdBanger, heitir að sjálfsögðu “Edbangerism”. Meðal listamanna sem eiga lög þarna eru Björk, Editors, Justice, Klaxons, Mr. Oizo og Happy Mondays. Nú munu hlaunir skakast!

Buffetlibre – Atlas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Buffetlibre – EdBangerism

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Joanna Newsom og The Roots

Í næstu viku kemur út plata The Roots How I Got Over og má núna hlusta á plötuna í heild sinni á mæspeisi sveitarinnar. Að þessu sinni er ekki bara tónlistarfólk úr hip-hop geiranum sem kíkir í heimsókn því The Roots eru farnir að gera hosur sínar grænar fyrir indí-inu. Þær Amber Coffman, Angel Deradoorian og Haley Dekle úr Dirty Projectors opna nýju plötuna með samsöngi sínum og svo byggir The Roots lög á sömplum frá Monsters of Folk og Joanna Newsom. Við höfum þegar heyrt Monsters of Folk lagið svo nú skulum við hlusta á “Right On” sem nýtir “The Book of Right-On” af frumburði Newsom, The Milk-Eyed Mender, frá árinu 2004.

The Roots – Right On (feat. Joanna Newsom & STS)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýlegt Indí-Rapp

Ég hef verið í svolitlum hip-hop fíling undanfarna daga og ætla að deila með ykkur því sem fengið hefur að hljóma í eyrum mínum.

Ghostpoet – Gone
Ghostpoet er listamannsnafn Lundúnarbúans Obaro Ejimiwe, sem er þó fæddur í Coventry og á ættir að rekja til Nígeríu. Orðstír hans er að breiðast um netið á ógnarhraða en honum hefur verið lýst sem hálfsofandi The Streets og Dizzie Rascal á deyfilyfjum. Fyrsta plata Draugaskáldsins, The Sound of Strangers EP, kemur út þann 21.júní, og er upptökum stjórnað af íslandsvinkonunni Mica Levi (Micachu & The Shapes).

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Theophilus London – Humdum Town
Frá Brooklyn kemur eðal-hipsterinn Theophilus London. Á myspace svæði sínu nefnir hann meðal annars Ace of Base, The Ramones, Quincy Jones og The Smiths sem áhrifavalda sína. Theophilus er líklega best klæddi rappari dagsins í dag, en hann kemst ekki inn á Rjómann fyrir það eitt, heldur færir hann okkur eitursvala stuðbræðinginn “Humdum Town”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hoodie Allen (feat. Marina & The Diamonds) – You Are Not a Robot
Ókei, ég viðurkenni það. Ég tjekkaði á þessu lagi upprunalega vegna hljómsveitarnafnsins. En lagið reyndist ansi ferskt. Hin Grísk-Velska söngkona Marina, sem hefur verið að fá þónokkra athygli undanfarið, veitir þeim hjálparrödd.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sage Francis – Slow Man
Hið undarlega, en ávallt áhugaverða, rímnaskáld Sage Francis gaf um daginn út sína fjórðu breiðskífu Li(f)e um daginn. Það er mikill gestagangur á plötunni, meðlimir Sparklehorse, Death Cab For Cutie, Grandaddy og sjálfur Yann Tiersen koma við sögu. Á laginu “Slow Man” eru það hins vegar John Convertino og Joey Burns úr Calexico sem sjá um tónlistina.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Flying Lotus

Ein af áhugaverðari plötum sem undirritaður hefur heyrt á árinu er geimóperan Cosmogramma með listamanni sem kallar sig Flying Lotus. Flying Lotus er listamannsnafn Steven Ellison en hann er talinn með færari upptökustjórum og fartölvutónlistamönnum í dag. Á plötunni ægir saman dubstep, jazz, IDM, hip-hop, danstónlist og ótal öðrum tónlistarstílum og á einhvern ótrúlegan tekst Fly Lo, eins og Ellison er jafnan kallaður, að búa til hið áheyrilegasta (þó vissulega ekki aðgengilegasta) verk úr öllu saman sem ögrar um leið flestum lögmálum viðkomandi tónlistarstefna.

Ég mæli eindregið með þessari.

Flying Lotus – And the World Laughs with You (feat. Thom Yorke)

31.maí – Hinn alþjóðlegi R.Kelly-coverlagadagur

…að minnsta kosti finnst mörgum að það ætti vera til svoleiðis hátíðardagur. Rjóminn hefur þess vegna ákveðið að leggja sitt af mörkum og koma fyrsta alþjóðlega R.Kelly-coverlagadeginum af stað. Vonandi vilja sem flestir taka þátt með okkur.

Það hefur verið ákveðið trend hjá amerískum ný-þjóðlagasmiðum að lýsa yfir aðdáun sinni á R.Kelly, manninum sem setti R-ið í R’n’B. Ég er búinn að safna saman nokkrum stórkostlegum ábreiðum frá ólíklegum áhangendum kappans.

Bonnie ‘Prince’ Billy – The Worlds Greatest

Will Oldham hefur ótal oft nefnt Kelly sem einn mesta áhrifavald sinn í tónlist.  Þessi frábæra útgáfa af slagaranum The Worlds Greatest kom út á ábreiðuplötunni Ask Forgiveness frá 2007.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sam Amidon – Relief

Sam Amidon er nýbúinn að gefa út plötuna I See The Sign á hinni íslensku gæðaútgáfu Bedroom Community. Platan er án vafa ein af þeim sem mun standa upp úr á árinu hjá mér. Öll lögin er gömul amerísk þjóðlög, nema þetta. En ótrúlegt en satt er þessi gæsahúðarútgáfa af Relief einn af hápunktum plötunnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Devendra Banhart – Little Monkey/ Step in the Name of Love

Uppáhaldsplatan mín með freak-folkaranum Devendra Banhart er deiliskífa sem hann gerði með söngkonunni Jana Hunter árið 2005.  Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema af því að þar leynist gullmolinn Little Monkey sem þróast síðan yfir í dansslagara R.Kelly, Step in the Name of Love.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Montt Mardié – Det Bästa i Världen

Sænski indípopparinn David Olof Peter Pagman sem kallar sig Montt Mardié og gefur út hjá Hybris útgáfunni (Familjen, El Perre Del Mar, Juvelen), tók sig til og sænskaði The Worlds Greatest. Útkoman er bara þónokkuð góð.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo skulum við láta nýjasta lagið frá meistaranum fljóta með. Sign of a Victory er alveg brakandi ferskt úr súkkulaðiverksmiðju kappans (kom opinberlega út í dag). Lagið verður þemalag heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fer fram í S-Afríku eftir tæpar tvær vikur. Frumbyggjafílingur, friðarboðskapur og yndislega grípandi laglína. Epískt!

R.Kelly – Sign of a Victory

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Roots vs. Monsters of Folk

The Roots gefa út nýja plötu, How I Got Over, eftir mánuð og eins og oft áður er mikill gestagangur hjá þeim . Það eru þó ekki bara gestir úr hiphoppinu sem líta við því meðal þeirra sem ljá The Roots liðsinni eru Monsters of Folk, Joanna Newsom og meðlimir úr Dirty Projectors. Hljómsveitin hefur gert lagið “Dear God 2.0” opinbert en það er í raun endurgerð á samnefndu lagi sem Monsters of Folk gáfu út í fyrra og hljómar það einhvern veginn svona eftir yfirhalningu The Roots:

The Roots – Dear God 2.0 (feat. Monsters of Folk)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Steve Sampling

Rétt fyrir síðustu Jól kom út hiphop platan Milljón mismunandi manns með taktasmiðnum og upptökustjóranum Steve Sampling ásamt mörgum af reyndustu og færustu röppurum landsins.

Platan er svokölluð “concept plata” sem segir einfalda sögu um langa nótt í lífi ungs manns í reykjavík og fær hver rappari það hlutverk að túlka sömu söguhetjuna í mismunandi andlegu ástandi og mismunandi tíma sólarhringsins. Var platan þannig unnin að Sampling skrifaði grófan söguþráð og deildi honum síðan á milli listamannanna ásamt viðkomandi lagi og sáu þeir svo um framhaldið.

Að þessu verkefni koma þungaviktamenn í íslenskri rappsenu og má m.a. nefna DiddaFel og Byrki úr Forgotten Lores, Gnúsa Yones a.k.a Magse (oftast kenndur við Subterranian), Steina úr Quarashi, G.Maris og Marlon Pollock.

Steve Sampling – Klukkan fimm (feat. Gnúsi Yones)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Óskalögin fyrir helgina

Það er komið vor og annar hver maður er með hor. Það er skella á með helgi og margur námsmaðurinn annað hvort á leiðinni að fagna próflokum eða sveittur að lesa fyrir síðustu prófin. Hér að neðan eru sérvalin lög Rjómans til að leiða horgemsa jafnt og námsmenn (djammandi eða lesandi) inn í helgina og hreyfa og hressa þá við.

Þetta er skíturinn gott fólk!

Ratatat- Party With Children

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gorillaz – Superfast Jellyfish (Don Diablo Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Robot USA – Ill Style

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sleigh Bells – Tell ‘Em

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wolf Parade – What Did My Lover Say (It Always Had To Go This Way)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Books – Beautiful People

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dink – Ohio

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Muse  –  Knights of Cydonia (Nostalgia Dubstep Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eldgos á eyju

Í tilefni óvenjumikillar eldgosavirkni hér á landi undanfarnar vikur skulum við rifja upp smá eldgosapopp!

Islands – Volcanoes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Volcano Choir – Island, IS

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Anti-Pop Consortium – Volcano (Four Tet Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stereolab – Eye of the Volcano

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beck – Volcano

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Steve Sampling ásamt 3ju hæðinni og Quadruplos

No Licence Recordings í samvinnu við Kimi records og Venue kynna stórtónleika í tilefni af útgáfu tímamótaplötunar Milljón mismunandi manns á nýjasta klúbbi borgarinnar, Venue í Tryggvagötu 22,  föstudagskvöldið 9. Apríl.

Platan birtist á gogoyoko.com í desember en verður nú loksins fáanlega á geisladiski sem verður á sérstöku tilboðsverði á tónleikunum, en svo að sjálfsögðu fáanlegur í öllum betri hljómplötuverslunum.

Fram koma:

Dj Moonshine & Dj Sverrir
3ja Hæðin (G.maris, Jói Dagur, Arnar Funi o.fl)
Steve Sampling ásamt Birki B, DiddaFel, B.kay, G.Maris, Marlon, Brjánsa, Gnúsa Yones, Steinari Fjeldsted og Dabba T.
Quadruplos

Húsið opnar kl 22 og 500 kallinn inn.

Ekki missa af því besta í íslenskri hiphop & raftónlist!

Facebook Event

Steve Sampling – Klukkan fimm (feat. Gnúsi Yones)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bróðir Svartúlfs – EP

Einkunn: 4,0
Útgáfuár: 2009
Útgáfa: Sjálfútgefið

Um hinn íslenska rappheim leikur ferskur norðanvindur.

Bróðir SvartúlfsÁ þröngum rappbúllum Reykjavíkurborgar hefur myndast kæfandi svitastybba sem festir sig í fötum og hári þeirra sem þar halda til. Endurnýjunin í íslensku rappi er sorglega lítil – enda senan smá. Ástríðufullar kempur halda henni gangandi á meðan færri og færri nýliðar bætast í hópinn.

Það sem er hins vegar gott við smæð senunnar er að rappararnir geta ekki með góðu móti lokað sig  af og verið fullkomlega sjálfbærir. Rappið verður að leita um víðari völl en einungis á sléttur hipp-hoppsins. Erpur rappar með Steindóri Andersen og Sykri, Quarashi, Fræ og Fallegir Menn hafa einnig farið langt frá hinni hefðbundnu formúlu og tekist vel til. Þegar múrar eru brotnir er hægt að byggja eitthvað nýtt og ferskara upp úr rústunum, og það er einmitt það sem Bróðir Svartúlfs reyna að gera.

Bróðir Svartúlfs var stofnuð af fimm ungum drengjum á Sauðárkróki í september 2008. Litlum sögum fer af þeim fyrr en þeir komu sáu og sigruðu Músíktitilraunir í Mars 2009. Tónlistin var eitraður kokteill epísks rokks og tilfinningaþrungins rapps (Jú, ég hélt líka að þessi blanda hefði verið fullreynd á nu-metal árunum, en greinilega ekki, því að ljóðrænar rímur Arnars Freys falla fullkomlega að dramtísku rokki hljómsveitarinnar).

Undir lok síðasta árs kom svo út frumraunin, sex laga stuttskífa samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp að mestu í tankinum á Flateyri og í Sundlauginni í Mosfellssveit.

Á plötunni eru textar, flæði og innlifun Arnars í algjöru lykilhlutverki á meðan hljóðfæraleikararnir virka eins traust riddarasveit honum að baki. Píanó gegnir oftast aðalhlutverki í undirleiknum, en trommurnar og bassinn halda taktinn. Gítarinn kemur svo sterkur inn annaðhvort með fínum gítarlínum eða yfirdrifnum gítarsólóum sem ýmist ganga fullkomlega upp (,,Rólan…”),  reyna örvæntingafullt að yfirgnæfa rappið (,,Alinn upp…”) eða leiðast út í gjörsamlega tilgangslausa fingraleikfimi (,,Gullfalleg útgáfa…”).

Hið mikla magn orða og setninga sem rapparar geta koma fyrir í einu lagi, og sú staðreynd að margir þeirra nýta formið meira eins og smásögu frekar en ljóð, á það til að reynast þeim  tvíeggjað sverð.  Því að ef umfjöllunarefnið er hlustandanum fjarlægt tekst honum ekki að samsama sig með flytjandanum (nema að frásögnin sé þeim mun betri). Ég hef aldrei skotið mann eða mangað hóru og næ því litlum tilfinningatengslum við bófarapp. Arnari Frey tekst hins vegar lystilega vel að halda textunum hæfilega óræðum og opnum fyrir túlkunum án þess þó að vera að reyna að fela merkinguna (eða merkingarleysið eins og 99,7% allra popp-og rokktextasmiða).

,,Röddin í mér er ekki hærri en í manninum mér við hlið / sögurnar mínar eru ekki betri / hrafnasparkið sem ég rita / munurinn felst í því að veröldin veitir honum il / á meðan ég get bara öskrað mér til hita”

Rímurnar eru hver annarri betri, einlæg, innhverf ljóð um sálarlíf manneskjunnar í sorgum og átökum hversdagsins og raunveruleikaflóttann sem oft er auðveldasta leiðin út. Umfjöllunarefnin eru slík að hver maður getur sett sig í spor aðalpersónunnar.

,,Ég hélt eins fast og fingurnir leyfðu mér um kulinn og lífvana lófann. / Vissi að dagarnir væru taldir, vildu þó ekki missa tak / Það er svo pínlegt að gera það eina rétta, en það eina rétta er að sleppa / og vita að ekki neitt verði eins og það var”

Flestir textarnir eru í myrkari kantinum, fara frá því að vera öfga-tilfinningaþrungnir yfir í meinfyndnir og þegar að hamingjan nær að troða sér í gegnum tregann er undirtónninn engu að síður ávallt alvarlegur.

,,Svo hvernig get ég annað en glott? / Það er stelpan sem að kyssir mig / og áfengið sem að fyllir mig / og allt það sem að hjálpar við að myrða mig / en er bara svo gott / Litlir sólargeislar sem að hafa bölæðið á brott”

Textarnir eru aðgengilegir og áreynslulausir en þó yfirfullir af frumlegum myndhverfingum, áhugaverðri notkun tungumálsins og tekst að vera algjörlega lausir við klisjur og slík leiðindi. Þeir sýna greinilega að Arnar Freyr er einhver besti ungi textasmiður landsins í dag.

,,það er allt farið fjandans til ég sit eftir einn og örvilna / ég get ekki hangið neins staðar, það er búið að skera á snöruna. / Mér hefur aldrei fundist ég vera eins lifandi á ævinni / það hljómar vel að segja þetta en tilfinningin hræðir mig”

Ég get í fullri alvöru sagt að öll lögin á plötunni eru góð. Það er erfitt að gera upp á milli en bestu hlutar plötunnar eru þegar að texti og tónlist vinna hvað best saman. Að þessu sögðu get ég samviskusamlega haldið því fram að bestu lögin séu ,,Rólan Sveiflast Enn” og ,,Augun” .

,,Rólan Sveiflast Enn” fjallar á stórkostlegan hátt um það hvernig ævintýraþrá og barnsleg heimsmynd þarf að víkja fyrir alvöru lífsins. Draumar brotna í öreindir sínar en ný sýn á hlutina fylgir í kjölfarið. Þegar við þurfum að takast á við erfiðleika og sársauka fullorðinsáranna sjáum við einfaldleika og sakleysi æskunnar í hillingum.

,,skegg óx og tímans tennur / rifu í sig barnslegt hold / ryð afmyndaði paradís / sem brotnaði niður /og gull varð loks að mold”

Trommurnar slá taktinn; hermars í anda riddaranna sem afreka hetjudáðir sínar á leikvellinum og  hermannanna sem heyja persónuleikastyrjaldir við eigið sjálf á vígelli hversdagsins. Spiladósin eykur enn á endurminningastemmninguna. Undir lokin kemur svo bjagaður rafgítar sterkur inn og gítarsólóið verður klímaxið í einstaklega grípandi og eftirminnilegu lagi (minnir einna helst á tilrauna-indí-rokk-rappbandið Why?).

Hitt besta lag plötunnar að mínu mati er Augun. Án nokkurra ýkja þá fæ ég gæsahúð, hroll og vott af andlega fullnægjandi taugaáfalli í hvert einasta skipti sem ég hlusta á það.. Ég gerði meira að segja tilraun á sjálfum mér við gerð þessarar rýni með því að greina nákvæmlega þessi líkamlegu áhrif. Ég var reyndar hræddur um að eyðileggja áhrifin með því að hlusta of oft, en viti menn, það skipti engu máli, þau virðast alltaf jafn mikil.

Lagið hefst á píanóspili sem plægir jarðveginn með einmanalegum mollhljómum og svo sker rafmagnsgítarinn hljóðmyndina og hin hljóðfærin fylgja í humátt á eftir og setja virkilega þyngd í lagið. Eftir rúma mínútu er krafturinn aftur minnkaður og Arnar Freyr byrjar rólega.

,,Í fyrsta skipi í alltof langan tíma snertast augnaráðin, engin orð / augun segja allt sem segja þarf” smátt og smátt byggist spennan upp. Ég byrja að anda hraðar. Í textanum er uppgjör óumflýjanlegt.

„…og þegar þú sjálfur þykist vera blindur er ey undarlegt að á hnútnum í maga þínum strekkist bara / í fyrsta skipti í allt of langan tíma snertast augnarráðin / þúsund orð”

Þarna byrjar hrollurinn að færast úr maganum á mér yfir í aftari hluta líkamans og upp eftir bakinu.

Spennan byggist upp.

,,…undarlegt að erfiðast getur verið að opna dyrnar ef að lykillinn er liggjandi í þínum eigin vasa”

Hraðinn eykst og hjartslátturinn í takt. Sársaukafull játning:

,,Ég viðurkenni, ég hef gerst sekur um að hlusta ekki á eigið hjarta þegar það talar sem hæst, en næst og framvegis þá rita ég heilræðin bakvið eyrað svo ég geti loks að nýju sofið vært”

Áfergjan er orðin næstum því óþolandi mikil. Allar tilfinningaflóðgáttir hafa verið opnaðar og það er engin leið að stoppa.

Og svo kemur það. Augnablikið sem breytir öllu. Augnablikið sem uppbygging hefur stefnt að og hún fullkomnast í.

Sekúndubrotsþögn, eins og lognið á undan storminum.

Og svo…

Rafmangsgítarinn ýskrar eins og nögl á krítartöflu. Nístir sér inn í bakið á mér. Og svo brestur stíflan. Hinn óbærilegi þungi tilverunnar finnur sér farveg í hljóðfærum nokkurra sveitastráka frá Sauðárkróki og skekur líkama minn.

Stórkostlegt lag!

Það sem betur hefði mátt fara á plötunni var kannski helst hversu magur og skerandi  gítarhljómurinn er í rokkaðri köflum (mætti vera margfalt feitari/þyngri að mínu mati) og svo fannst mér uppröðunin eiginlega virka frekar óúthugsuð. Meiri tilraunamennska í lagauppbyggingu, hljóðfæranotkun og útsetningum hefði líka gert plötuna fjölbreyttari og að öllum líkindum áhugaverðari. En þetta eru allt smáatriði.

Í heildina finnst mér  þessi frumraun Bróðir Svartúlfs frábær. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvert þeir stefna næst. Ég vona svo sannarlega að þeir staðni ekki, heldur haldi áfram að þróast, geri tilraunir með þann hljóðheim sem þeir eru að skapa og verði óhræddir við prófa nýja hluti. Ég sé fyrir mér að næsta plata verði heimspekileg þemaplata sem fylgi söguhetju frá tilfinningalegu áfalli yfir þröskuldinn að níhilisma og geðveiki. Einhverskonar íslensk blanda milli A Grand Don’t Come For Free eftir The Streets og Nausea eftir Jean-Paul Sarte (bara hugmynd).

Hinn ferski norðanvindur getur hæglega róast og orðið að ljúfum andvara, en líklegra þykir mér þó að hann magnist upp í eitthvað meira. Veðurfréttirnar munu hljóma eitthvað á þessa leið: Varað er við stormi á öllu landinu, með stórsjó og úrkomu. Festið niður allt lauslegt, byrgið fyrir glugganna og í guðs bænum haldið ykkur innandyra.

Bróðir Svartúlfs – Rólan Sveiflast Enn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mánudagsmæða

Hvað er betra í upphafi nýrrar viku en að berja niður mánudagsmæðuna með því að tékka á nokkrum ferskum tónum. Hér eru ýmis lög sem hafa verið að sýslast um veflendur undanfarið, allt frá glænýjum lögum frá Goldfrapp, Gorillaz og Magnetic Fields til hressra remixa og svo ansi áhugaverðs mashöpps af Bítlunum og Wu-Tang…

Goldfrapp – Rocket

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gorillaz – Stylo (f. Bobby Womack & Mos Def)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

High Places – On Giving Up

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

She & Him  –  In The Sun

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Magnetic Fields – You Must Be Out of Your Mind

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Parenthetical Girls – Evelyn McHale

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The xx – VCR (Matthew Dear Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Neon Indian – Deadbeat Summer (Afghan Raiders Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Antlers – Two (Buffetlibre Remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wu Tang vs The Beatles – Got Your Money

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bestu lög 2009 : Fyrsti hluti

Einhverntímann hótaði ég því að birta hér lista yfir bestu lög síðasta árs að mati ritstjóra. Hef ég nú loksins tekið mig til, safnað saman slatta af efni, og birti hér með. Sökum umfangs verð ég að skipta þessu niður í tvær eða jafnvel þrjár færslur og lítur sú fyrsta út einhvernveginn svona:

A.C. Newman – The Heartbreak Rides
Einsktaklega viðkunnanlegt lag frá forsprakka The New Pornographers. Tekið af annari sólóplötu kappans sem kom út á árinu og nefnist Get Guilty.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjálmar – Manstu
Skeggjaða lopapeysu reggí sveitin Hjálmar fór til Jamaíku og settust að í gamla stúdíóinu hans Bob Marley. Notuðu þeir gamla session karla sem spiluðu með Bob heitnum og einstaka hljóðfæri líka eins og t.d. snerillskinn ofl. Útkoman er náttúrulega alger snilld!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Grand Archives – Silver Among the Gold
Fyrsta af allavega þremur lögum sem The Grand Archives eiga í þessari samantekt minni og eru af nýju plötunni Keep in Mind Frankenstein. Ljúfsárt kátrískotið indie klikkar sjaldan.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nesey Gallons – Aurora Borealis
Lo-fi er svaka trend þessa dagana en ég verð þó að játa að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af slíku. Þetta lag náði þó að heilla enda með eindæmum límkennt og grípandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Big Pink – Dominos
Fáránlega grípandi lag sem er algerlega á pari við “Time To Pretend” með MGMT hvað klístur varðar. Verð reyndar að játa að þetta er eiginlega eina lagið af plötu The Big Pink, A Brief History of Love, sem er þess virði að minnast á.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Here We Go Magic – Fangala
Grípandi lag með skemmtilegri sveiflu af samnefndri plötu Here We Go Magic, sem er samvinnu verkefni nokkurra listamanna leitt af söngvaranum og lagasmiðnum Luke Temple.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Dodos – Fables
Heyrði þetta lag fyrst þegar ég sá Dodos spila á Roskilde síðasta sumar og brenndist laglínan þá strax föst á heilann á mér. Án efa eitt af bestu lögum síðasta árs.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

God Help the Girl – Musicians, Please Take Heed
God Help The Girl nýtt hliðarprójekt hjá Stuart Murdoch úr Belle And Sebastian’s. Klikkar ekki frekar en annað sem frá því ágæta fólki kemur.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lenka – Trouble Is a Friend
Já, ég veit. Þetta er voða mainstream og allt það. Þetta er samt hrikalega grípandi og skemmtilegt lag og ber höfuð og herðar yfir margt af því sem poppmaskínan agalega vestanhafs gat af sér í fyrra.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hermigervill – Starlight
Undrabarnið Hermigervill sendi frá sér eina af allra bestu plötum síðasta árs og varð hún því miður svoldið undir í öllu flóðinu. Á plötunni tekur hann nokkra sígilda íslenska smelli og færir þá í  60’s moog búning með smá hip-hop dúllum til skrauts. Gamli Trúbrot hittarinn “Starlight” ber af, ekki spurning.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.