Ómar Guðjónsson sendir frá sér nýtt lag

Gítarleikarinn margfrægi Ómar Guðjónsson hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist “Veistu hvað?”. Geri ég passlega ráð fyrir að það sé af væntanlegri sólóplötu hans. Áður hefur Ómar gefið út undir eigin nafni þrjár plötur, þ.á.m. Fram Af, en fyrir hana hlaut hann Íslensku Tónlistarverðlaunin.

Veistu Hvað? – Ómar Guðjónsson

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Contalgen Funeral – Pretty Red Dress

Lagið “Pretty Red Dress” er eftir Andra Má Sigurðsson og var tekið upp live í fyrrakvöld í Stúdíó Benmen en það er stúdíó sem Fúsi nokkur Ben starfrækir á Sauðárkróki. Contalgen Funeral mun spila á Melodica Festival næstu helgi og var á Gærunni á Sauðárkróki síðustu helgi. Sveitin hefur enn ekki gefið út plötu en hún mun að öllum líkindum vera í vinnslu.

Meðlimir Contalgen Funeral eru: Andri Már Sigurðsson – söngur og gítarbanjó, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir – skeiðar og söngur, Gísli Þór Ólafsson – kontrabassi og baksöngur, Sigfús Arnar Benediktsson – trommur, Kristján Vignir Steingrímsson – gítarar og Bárður Smárason – básúna.

Contalgen Funeral – Pretty red dress

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

SunnuJazz vekur stormandi lukku

Undanfarna mánuði hefur jazz-húsband á Faktorý farið hamförum á sunnudagskvöldum. Bandið, sem kallar sig Faktorý Fantastic, er skipað þeim Baldri Tryggvasyni á gítar, Daníel Geir Sigurðssyni á bassa og trompet, Helga Kristjánssyni á trommur og Steinari Sigurðssyni á saxafónn.

Mætingin hefur verið að aukast jafnt og þétt og nú er svo komið að færri komast að en vilja. Því hefur verið ákveðið að færa jazzinn í spluknunýjan hliðarsal á Faktorý svo allir gestir fái að njóta gleðinnar. Hliðarsalurinn er nýjasta afsprengi Faktorý-fjölskyldunnar, en þar er nú kominn nýr bar, ný klósett og poolborð.

Hljóðfæraleikarar og söngvarar eru hvattir til að mæta og spreyta sig með bandinu.

Jazzinn byrjar 21:30 Frítt inn!

Nýtt íslenskt : FM Belfast, Mammút og fleiri

Það er orðið skammarlega langt síðan maður birti hér nýja og nýlega íslenska tónlist og verður reynt að bæta fyrir það hér með. Byrjum þetta á nýju lagi frá FM Belfast af væntanlegri plötu þeirra sem heita mun Don’t Want To Sleep og kemur út á heimsvísu hjá Morr Music í næsta mánuði.

Þar á eftir er brakandi ný fyrsta smáskífa af væntanlegri nýrri plötu Mammúts.

Svo koma nokkur vel valin lög úr ýmsum sexum, sjöum og áttum. Þau þarfnast öngva skýringa sérstakra. Leyfum einfaldlega tónlistinni að njóta sín.

FM Belfast – New Year

Mammút – Bakkus

Logi Fkn Pedro – Miles Away ft. Haribo

Hljómsveit H.A. Jónssonar – Vindbelgur dagsins er Creep

Þóror Georg – Thrive (demo)

Low Roar – Just a habit

Reykjavik Music Mess: Agent Fresco

Ein farsælasta rokksveit Íslands í dag, Agent Fresco, hefur verið iðin við tónleikahald allt frá sigurkvöldi Músíkiltrauna árið 2008 en drengirnir gáfu út frumburð sinn A Long Time Listening seint á síðasta ári. Hljómsveitin hélt svo upp á útgáfuna fyrir fullu húsi gesta í Austurbæ fyrir skömmu síðan og voru tónleikarnir að mörgum taldir þeir bestu í langan tíma á hinum íslenska markaði. Virðast öll hlið vera að opnast fyrir þessa ungu og efnilegu drengi en Hróarskelduhátíðin hefur boðið drengjunum að koma fram á Pavilion Junior sviði hátíðarinnar í ár ásamt stuðdrengjunum í Who Knew og fleirum góðum.

Sveitin hugar að erlendum markaði í auknu mæli og er von á fleiri tilkynningum um utanlandsævintýri Agent Fresco á næstu misserum. Gestir Reykjavik Music Mess ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa drengi en sveitin er þekkt fyrir afar þétta og líflega sviðsframkomu sem dregur jafnt aldraðan jazz-unnenda sem ungan málmhaus að sér.

Agent Fresco kemur fram í Norræna húsinu sunnudagskvöldið 17.apríl nk. klukkan 22.30.

Músiktilraunir : Estrógen

Estrógen er samansett af fjórum drengjum sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og eru allir í kringum tvítugsaldurinn. Hugmyndin á bak við tónlist sveitarinnar er að vera mjög frjálslegir í spilun og reyna á spunahæfileika hljómsveitarmeðlima. Hljómur sveitarinnar þykir hrár en hægt er að lýsa honum sem blöndu af Metal, Rokki og Djassi. Þó sækja meðlmir sveitarinnar innblástur úr öllum áttum og segjast þeir ávallt reyna að gera eitthvað nýtt.

Estrógen – Ónefnt lag

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músiktilraunir : Virtual Times

Rjóminn hefur í dag umfjöllun sína um þær hljómsveitir sem keppa munu á Músiktilraunum í ár en það er Reykjavíkursveitin Virtual Times sem ríður á vaðið.

Virtual Times kom fyrst saman um sumarið 2009. Sveitin samanstendur af fjórum strákum af höfuðborgarsvæðinu, á aldrinu 17-22 ára og leikur blöndu jazz/fusion/funk. Virtual times hefur komið fram á nokkrum tónleikum, m.a. Unglistar hátíðinni og svo sigraði sveitin vorið 2010 í hljómsveitarkeppninni Nótan sem haldin er í Hafnarfirði .

Meðlimir sveitarinnar eru þeir Kári Árnason (Bassi), Aron Ingi Ingvason (Trommur), Tómas Jónsson (Hljómborð) og Rögnvaldur Borgþórsson (Gítar).

Virtual Times – Róbot

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Groundfloor

Groundfloor er afar áhugaverð íslenskt sveit sem stofnuð var af Ólafi Tómas Guðbjartssyni gítarleikara og söngvara og Haraldi Guðmundssyni kontrabassaleikara árið 2003. Lengi vel spiluðu þeir félagar eingöngu tveir saman áður en ákveðið var að stækka bandið. Fyrsta plata Groundfloor, Bones, var tekin upp í Gróðurhúsinu 2005 en kom ekki út fyrr en þremur árum seinna og hætti sveitin fljótlega eftir það. Haraldur flutti til Austurríkis og Ólafur til Danmerkur og þótti því skiljanlega erfitt að halda bandinu gangandi. Plötunni var þó komið í sölu og fór hún mjög vel af stað og tóku evrópubúar efninu okkar sérstaklega vel. Skipulagði sveitin nokkra tónleika í Austurríki og hélt svo tónleika með nýju bandi á Ítalíu 2009. Næsta vetur flutti Ólafur svo til Salzburg til að vinna að nýju efni.

Groundfloor – Bound to your head

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýja platan ..this is what´s left of it inniheldur 9 lög sem að sögn Haraldar “eiga að tákna það eina sem eftir stendur eftir hið gríðarlega fjárhagslega niðurbrot og náttúruhamfarir sem gengið hafa yfir íslenskt samfélag og fjölmiðlar erlendis hafa fylgst mjög náið með“. Í Austurríki hóf sveitin samvinnu við litla plötubúð sem áður hafði séð um dreifingu á fyrstu plötu hennar í Austurríki og er nú fyrsta upplag þeirrar nýju uppselt. ..this is what´s left of it var tekin upp í Salzburg 2009 – 2010 en Sigurdór Guðmundsson sá um hljóðblöndun. Umslagið fékk einnig íslenskt handbragð en það var hannað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttir.

Haraldur segir að þar sem Austurríki hafi tekið Groundfloor vel hafi sveitin ákveðið að einblína á miðevrópumarkað, þ.e.a.s. Austurriki, Þýskaland og Ítalíu, til að byrja með og hefja árið á stuttum túr um Austurríki með þrennum tónleikum í lok janúar og í byrjun febrúar. Stefnan er síðan sett á lengri tónleikaferð næsta haust.

Auk Ólafs og Haraldar skipa Groundfloor þau Þorvaldur Þorvaldsson óperusöngvari á trommur, Harpa Þorvaldsdóttir óperusöngkona á píanó og söng og Julia Czerniawska á fiðlu, en öll eru þau (eða voru) nemendur við tónlistarháskólann Mozarteum í Salzburg.

Svo er bara að bíða og vona að við samlandar þeirra fáum að sjá sveitina stíga á stokk hér heima í allra næstu framtíð.

Groundfloor – Rapture

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Útgáfutónleikar Valdimars í Fríkirkjunni

Hljómsveitin Valdimar gaf út plötuna Undraland fyrir stuttu og í tilefni þess blæs hljómsveitin til heljarinnar útgáfutónleika þann 27. nóvember nk. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Óhætt er að fullyrða að flestallir sem mætt hafa á tónleika með þessari frábæru sveit hafi beðið óþreyjufullir eftir gripnum. Hljómsveitin unga hefur heillað alla sem mætt hafa á tónleika með þeim og varð fulltrúi Geimsteins þar engin undantekning. Á fyrstu tónleikum sveitarinnar var staddur Björgvin Ívar Baldursson frá Geimsteini og reif hann þá beint í stúdíó í upptökur. Útkoman heillaði alla þar á bæ svo ekkert annað kom til greina en að gefa plötuna út undir merki útgáfunnar.

Þetta verða engir venjulegir Valdimar tónleikar, því ekkert verður til sparað í að gera tónleikana sem glæsilegasta. Með hljómsveitinni mun leika sérskipuð tíu manna blásara- og ásláttarsveit.

Miðasala á Miði.is

Stina August – Concrete World

Stína Ágústsdóttir, sem lesendur Rjómans eiga að kannast við sem söngkonu hljómsveitanna Nista og AXXE, var að gefa út hér á landi plötu undir listamannsnafninu Stina August. Heitir platan Concrete World en á henni fer Stína út í hálfgerða tilraunastarfsemi með lög meistara Jóhanns G. Jóhannssonar og segist sjálf fara “…ótroðnar slóðir með þetta en með fullu leyfi höfundar”.

“Ég fékk líka með mér alveg svakalega góða tónlistarmenn en það vill þannig til að ég þekki eiganda eins þekktasta stúdíós í Toronto og hann er með góð sambönd við sessjónleikara” segir Stína og bætir við broskarli í tölvupóstinn. “Svo var þetta mixað og masterað á Íslandi í Gróðurhúsinu”.

Stína er nú komin 7 mánuði á leið og verður því skiljanlega lítið um tónleikahald til að fylgja eftir plötunni. Myndband við titillag plötunnar er hinsvegar í vinnslu og vinnur maður að nafni Andrew Gene nú horðum höndum af því að koma því saman.

Meðfylgjandi er titillag plötunnar, sem fékk glimrandi dóma í Mogganum fyrir stuttu, og lagið “Too Much Left Of You” sem einhverjir kannast eflaust betur við sem “Hvers vegna varst ekki kyrr?” í flutningi Pálma Gunnarssonar.

Stína August – Concrete World

Stína August – Too Much Left Of You

Útgáfutónleikar Rúnars Þórissonar

Rúnar Þórisson tónlistarmaður og gítarleikari hljómsveitarinnar Grafik verður með útgáfutónleika í Tjarnarbíó 9. nóvember kl 20.30 í tilefni útgáfu hljómplötunnar Fall. Hljómsveitina skipa ásamt Rúnari þau Arnar Þór Gíslason trommuleikari, Jakob Magnússon bassaleikari, Birkir Rafn Gíslason gítarleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari, Jóhann Stefánsson trompetleikari og söngvararnir Hjörvar Hjörleifsson, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir. Þá verður strengjasveit og blástur með í allmörgum lögum sem og stúlkur úr Skólakór Kársness. Miða er hægt að kaupa á www.midi.is eða við innganginn og er aðgangseyrir kr. 1500.

Rúnar Þórisson – When I Was

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjaltalín og Wildbirds & Peacedrums í Fríkirkjunni

Hljómsveitin Hjaltalín og sænski dúetinn Wildbirds & Peacedrums leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardagskvöldið 6. nóvember. Báðar sveitir munu koma fram ásamt íslenska kammerkórnum Schola Cantorum sem m.a. hefur sungið með Björk á tónleikum hennar hérlendis sem erlendis og unnið með Sigur rós. Hér er um að ræða einstaka tónleika sem eru hluti af tónleikaröðinni Direkt á norrænu listahátíðinni Ting, sem haldin er samhliða veitingu Norrænu menningarverðlaunanna í bókmenntum, kvikmyndum og tónlist í Reykjavík.

Wildbirds & Peacedrums tóku upp nýjustu breiðskífu sína, Rivers, með Schola Cantorum hér á Íslandi í upphafi ársins. Þau hafa leikið með kórnum á völdum tónleikahátíðum erlendis, m.a. hinni virtu All Tomorrow’s Parties í boði bandarísku hljómsveitarinnar Pavement, en koma nú fram saman á tónleikum á Íslandi í fyrsta sinn. Einstakur söngstíll Mariam Wallentin söngkonu Wildbirds & Peacedrums hefur verið líkt við Nina Simone, og tónlist dúettsins þykir einstakur magnaður bræðingur af poppi, jazz og raftónlist.

Miðasala á tónleikana fer fram á Midi.is og verslun Máls og menningar, Laugavegi 18.

Sérstakt forsöluverð er aðeins 2.900 krónur.

Hjaltalín – Stay By You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wildbirds and Peacedrums – Fight For Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wildbirds And Peacedrums – The Drop

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skver

Kvartettinn Skver hefur sent frá sér sínu fyrstu breiðskífu. Kvartettinn er leiddur af Steinari Guðjónssyni gítarleikara (Coral) en ásamt honum leika þeir Helgi Rúnar Heiðarsson á saxafón (Orphic Oxtra, Blæti), Leifur Gunnarsson á kontrabassa (Tepokinn) og Höskuldur Eiríksson á trommur (Plastic Gods). Tónlistin er í grunninn jazz en aldrei er langt í pop og rokk eins og heyra má á meðfylgjandi sýnishornum.

Platan fæst í 12 Tónum og Smekkleysu en einnig má eignast plötuna stafrænt og streyma á gogoyoko.com

Skver – Ó,ó

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skver – The Guv’nor

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rúnar Þórisson – Fall

Rúnar Þórisson tónlistarmaður og gítarleikari hljómsveitarinnar Grafik gefur á morgun út nýjan sólódisk. Rúnar hefur um árabil bæði fengist við rafgítarleik og klassískan gítarleik og leikið á tónleikum hér heima m.a. Iceland Airwaves, Listahátíð, Myrkum Músikdögum, Aldrei fór ég suður og erlendis m.a. á menningarhátíðinni Nordischer Klang. Diskurinn sem ber heitið Fall hefur verið í vinnslu s.l. 2-3 ár og er gefinn út 5. október, á fæðingadegi bróður hans, Þóris Arnars, sem lést fyrir fáum árum. Áður hefur komið út undir Rúnars nafni diskurinn Ósögð orð og ekkert meir sem kom út árið 2005.

Kveikjan að nýja diskinum er að hluta tengdur leikhúsi og tónlist sem Rúnar samdi við leikverk sem Draumasmiðjan setti upp ekki fyrir svo löngu síðan. Öll lög og textar, upptökustjórn, útsetningar og að stórum hluta hljóðfærleikur er í höndum Rúnars. En hann nýtur jafnframt aðstoðar reyndra hljóðfæraleikara og ber að nefna Arnar Þór Gislason trommuleikara og Jakob Magnússon bassaleikara. Þá er mikið um söng og raddir sem m.a. kemur úr börkum Hjörvars Hjörleifsonar, Gísla Kristjánssonar, Láru og Margrétar dætra Rúnars, Elízu Newman, Hrólfs Sæmundssonar og Rúnars sjálfs. Þá leikur strengjasveit í allmörgum lögum og Skólakór Kársness syngur í tveimur en á þessari plötu lagði Rúnar ekki síður vinnu í útsetningar, texta og lög en hljóðfæraleikinn. Platan er tekin upp í R&R stúdío, í Bergsmáranum heima hjá Rúnari, í Bæjarlind og Ealing Recording í London og mixuð í R&R studíó með Birki Rafni Gíslasyni. Diskurinn er tileinkaður móður Rúnars, Guðmundu Jóhannsdóttur auk þess sem einstök lög og textar eu að vissu marki tenging við nánustu fjölskyldu og vini en textarnir taka á einstaklingsbundinni og samfélagslegri upplifun, kreppu, eftirsjá, von, ást, náttúru, spillingu og valdi.

Rúnar er að leika á Iceland Airwaves fimmtudaginn 14. október á Sódóma kl. 20.20 en útgáfutónleikar verða að öllu óbreyttu í nóvember.

Rúnar Þórisson – When I Was

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Skandinavísk miðvikudagsblanda

Oh No Ono – Kom Ud Og Leg
Íslendingar munu fá að sjá þessa frábæru dönsku sveit stíga á stokk á Airwaves eftir rétt tæpan mánuð. Meðfylgjandi er glænýtt lag með sveitinni, þeirra fyrsta sem sungið er á dönsku (eins furðulega og það hljómar nú), en það er samið í kringum tónverk danska tónskáldsins Karsten Fundal sem heitir “Ritornello del Contratio”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hi-Horse – 7th Street Ninjas
Það er finni að nafni Jani Kamppi sem er víst heilinn á bakvið Hi-Horse. Hann blandar saman taktfastri og dansvænni popptónlist saman við blúsgítarspil með afar áhugaverðum árangri. Væntanleg er platan Concrete Clouds.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Philco Fiction – Dan iel
Norskt tríó sem spilar örlítið drungalega blöndu af jazz og poppi með örlitlum keim af trip hoppi. Gæti verið norska útgáfan af Portishead. Lagið er af plötunni Give Us To The Lions sem kom út í apríl á þessu ári.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tomas Halberstad – Add To All The Noise
Hressilegt, og dansvænt popp að hætti sænskra með feitum synth. Tekið af tveggja laga smáskífunni Autumn Fall AA sem Tomas gaf aðdáendum sínum í tilefni haustkomunar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Ghost – City Lights
Það ættu eflaust einhverjir að kannast við The Ghost en þetta færeyska dúó spilaði hér á landi á Airwaves 2008 ef mig minnir rétt. Í sumar kom út fyrsta plata þeirra félaga sem heitir War Kids. Meðfylgjandi er myndbandið við fyrstu smáskífuna af plötunni, lagið “City Lights”.

Glímuskjálfti í Moses Hightower

Það er óhætt að segja að nettur glímuskjálfti sé hlaupinn í hljómsveitina Moses Hightower, en sálarkvartettinn alíslenski undirbýr nú lokahrinu sumartónleika til þess að fylgja eftir nýrri plötu sinni, Búum til börn. Það fer hver að verða síðastur að berja sálarundrið augum, því að í lok ágúst tvístrast hljómsveitin umhverfis hnöttinn þegar meðlimirnir halda út til náms.

Föstudagskvöldið 20. ágúst kl. 22.30 verða í Hafnarhúsinu tónleikar á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur, þar sem auk Moses Hightower kemur fram hin eina sanna Ellen Kristjánsdóttir ásamt hljómsveit. Til að hita upp fyrir tónleikana spilar hljómsveitin kl. 17 í Eymundsson v. Skólavörðustíg.

Á Menningarnótt tekur Moses sannkallað maraþonprógramm og spilar 6 sinnum: Kl. 13 í Nikita-garðinum, kl. 15 á Ingólfstorgi á Bylgjusviðinu, kl. 16 fyrir utan Faktorý, kl. 17.30 í Máli og menningu, kl. 19 í Slippsalnum (Íslensk gáskatónlist) og kl. 21 á Óðinstorgi á vegum Norræna félagsins.

Miðvikudagskvöldið 25. ágúst er svo komið að kveðjutónleikum hljómsveitarinnar í Slippsalnum, en þar ætlar húsráðandinn og fyrrum Stuð-/Spilverksmaðurinn Valgeir Guðjónsson að hita upp fyrir Moses, sem og taka nokkur lög með hljómsveitinni. Það verður forvitnilegt að sjá þetta samstarf með tilliti til þess hve oft Moses Hightower hefur verið líkt við t.d. Spilverk Þjóðanna.

Járn eftir Styrmir Sigurðsson

Styrmi Sigurðssyni muna eflaust margir eftir sem öðrum helmingi dúósins Belafonte ásamt Söru Marti Guðmundsdóttur. Styrmir er nú mættur með nýtt pródjekt en það er tónlist fyrir heimildamyndina Járn eftir Guðberg Davíðsson. Mun myndin vera dramatísk saga af fjölskyldu á Mýrum í Dýrafirði og örlögum hennar. Styrmir segir að í grunninn hafi verið lagt upp með að nota mest hljóðfæri sem ættu heima í slíku umhverfi t.d. gamla falska píanettu og fótstigið orgel.

“Ég fékk Helga Svavar Helgason (Hjálmar/Flís) og Daníel Friðrik Böðvarsson (Moses Hightower/Reginfirra) til liðs við mig. Við fórum einn dag í hljóðver og tókum þar upp grunna sem flestir standa nokkuð óhreyfðir.” segir Styrmir og bætir svo við. “Síðan fór ég aftur með píanettuna heim í bílskúr og hélt áfram. Píanettan hélt illa stillingu en hljómaði alltaf betur og betur eftir því sem hún varð falskari. Þetta fékk síðan að þróast og sums staðar var loks baðað alls kyns rafgítar-atmosum eða elektróník.”

Styrmir vinnur nú að því að koma tónlistinni fyrir Járn út í einhverri mynd en þar sem hann er upptekinn við annað og stærra verkefni er óvíst hvort af því verður í bráð. Þangað til getum við notið tónlistarinnar á Bandcamp síðu Styrmis en þar má heyra nokkra búta úr tónlistinni fyrir myndina.

Meðfylgjandi eru fimm bútar úr “Járn” eftir Styrmir Sigurðsson (veljið lögin með því að smella á örina við titil lagsins).