Reginfirra og gestir á Faktorý laugardagskvöld

Hin óviðjafnanlega jazz-sveit Reginfirra, sem skipuð er þeim Ingimar Andersen (saxófónn), Daníel Friðrik Böðvarssyni (gítar), Kristjáni Tryggva Martinssyni (hljómborð) og Magnúsi Trygvasyni Elíasen (trommur), gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Hún heldur tónleika á Faktorý ásamt Moses Hightower og Asamasada annað kvöld, laugardagskvöldið 14. ágúst.

Húsið opnar kl. 22 og byrja tónleikarnir kl. 23. Aðgangseyrir er 1000 kr.

Meðfylgjandi er lagið “Pump” af nýútkominni plötu Reginfirru.

Nýtt lag frá Squarepusher

Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar goðsagnir raftónlistarinnar senda frá sér nýtt efni. Enn fréttnæmara hlýtur að þykja þegar menn skipta um útgáfur eins og Squarepusher hefur gert í þessu tilfelli. Reyndar er tilflutningurinn aðeins háður þessu eina lagi í þetta skiptið en Squarepusher, eða Tom Jenkinson eins og hann heitir réttu nafni, ákvað að gefa nýjasta lag sitt “Cryptic Motion” út hjá Ed Banger frekar en Warp útgáfunni sem hann hefur haldið tryggð við meirihluta ferils síns.

Menn velta því fyrir sér hvort þetta nýjasta útspil Squarepusher marki enn frekari breytingar á tónlistarstefnu hans en hann hefur síðustu ár fært sig frá raftónlistinni yfir í frammúrstefnulegt fönk og jazz. Gæti það verið að kóngur IDM stefnunnar sé að “verða teknó”?

Meðfylgjandi er lagið “Cryptic Motion” í tveim útgáfum og myndband með Tom Jenkinson á tónleikum þar sem hann flytur lagið “Hello Meow” af plötunni Hello Everything sem kom út 2006.

Squarepusher – Cryptic Motion Edits

Squarepusher – Hello Meow

3 Raddir og Beatur halda brottfaratónleika á Faktorý

3 Raddir & Beatur halda brottfaratónleika á Faktorý miðvikudaginn 11 ágúst. Húsið opnar kl. 21 og byrja tónleikarnir stundvíslega kl. 22.

Á efnisskránni verða gömul og ný lög, að sjálfsögðu öll að hætti þessara stórkostlegu skemmtikrafta. Beatur verður hress að vanda með gamanmál sem honum einum er lagið. Látið ykkur ekki vanta því svo fara þau til heimsborgarinnar Oslo og ekki verður aftur snúið fyrr en dregur nær Jólum.

Aðgangseyrir er 1000 kr.

3 Raddir & Beatur – Not Fair (Lily Allen cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt lag með Retro Stefson

Ein efnilegasta og hressilegasta sveit landsins er án efa Retro Stefson. Þau Unnsteinn og félagar hans í sveitinni vinna nú hörðum höndum að nýrri plötu og hafa sent frá sér splúnkunýtt lag sem að öllum líkindum verður á væntanlegri skífu. Heitir lagið “Kimba” og er þrusugóður bræðingur af jazzi, diskó og eðal gamaldags rokki og róli.

Hér er svo myndband við lagið sem gert var fyrir Iceland Inspires tónleikana sem fram fóru þann fyrsta júlí síðastliðinn.

The Flashbulb

Einn af mínum uppáhalds raftónlistar listamönnum í gegnum tíðina er Benn nokkur Jordan en hann gengur allra jafna undir listamannsnafninu The Flashbulb. Í byrjun þessa mánaðar gaf hann út, undir nafni The Flashbulb, sína 15 breiðskífu og nefnist hún Arboreal. Er platan, líkt og mörg fyrri verk hans, hugsuð sem heilstætt verk þar sem ólíkar stefnur mætast í oft afar tilfinningamikilli samsuðu. Rauði þráðurinn er þó elektróníkin, hinn brotni taktur og teygðu hljóð, fjölhæfni Benn Jordan (hann er afar öflugur gítaleikari, trommari og hljómborðsleikari) og svo auðvitað hæfilegur skammtur af jazz.

The Flashbulb – We, The Dispelled

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Meira nýtt frá Ariel Pink

Ein af skemmtilegri plötum ársins hingað til er platan Before Today með Ariel Pink’s Haunted Graffiti sem kom út fyrir stuttu. Það er engin lognmolla í kringum Ariel Pink því í júlí er væntanleg 5 laga EP platan Ariel Pink with Added Pizzazz, sem eins og nafnið gefur til kynna er samstarfsverkefni Pinks og frídjasssveitarinnar Added Pizzazz frá Texas. Þeir sem hafa kynnt sér tónlist Ariel Pink vita að það er aldrei hægt að vita hvernig næsta útgáfa mun hljóma en það er nokkuð öruggt að hún verði annað hvort snilld eða stórfurðuleg, mig grunar að þessi hallist að því síðara…

Ariel Pink with Added Pizzazz – In The Heat Of The Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars þá gerði Ariel Pink’s Haunted Graffiti nýlega myndband við hið frábæra “Bright Lit Blue Skies”, sem a.m.k. ætti að vera einn af sumarsmellunum í ár, en myndbandið er að sjálfsögðu stórskemmtilegt líka.

Tortoise á tónleikum

Ég var minntur á það fyrir nokkrum dögum hvað Tortoise er mögnuð tónleikasveit og gat ekki setið á mér að kíkja á nokkur brot af sveitinni í fullu fjöri. Meðal þess sem ég rakst á var þessi frábæri flutningur félaganna á “Salt The Skies” af It’s All Around You (2004) en í því má sjá John McEntire fara stórkostlegum hamförum á trommunum:

Einnig fann ég upptku af heilum tónleika með Tortoise í Werchter sem eru ekki síður frábærir  … almáttugur hvað ég þarf að fara að komast á tónleika með þessari hljómsveit aftur!

Flying Lotus

Ein af áhugaverðari plötum sem undirritaður hefur heyrt á árinu er geimóperan Cosmogramma með listamanni sem kallar sig Flying Lotus. Flying Lotus er listamannsnafn Steven Ellison en hann er talinn með færari upptökustjórum og fartölvutónlistamönnum í dag. Á plötunni ægir saman dubstep, jazz, IDM, hip-hop, danstónlist og ótal öðrum tónlistarstílum og á einhvern ótrúlegan tekst Fly Lo, eins og Ellison er jafnan kallaður, að búa til hið áheyrilegasta (þó vissulega ekki aðgengilegasta) verk úr öllu saman sem ögrar um leið flestum lögmálum viðkomandi tónlistarstefna.

Ég mæli eindregið með þessari.

Flying Lotus – And the World Laughs with You (feat. Thom Yorke)

Draumur Sunnu Gunnlaugs

Rjómanum barst bréf frá Sunnu Gunnlaugs, einum áhugaverðasta jazzara landsins, þar sem hún kynnir afar spennandi og óhefðbundið verkefni til að fjármagna sína nýjustu útgáfu.

Í bréfinu segir m.a.:

Ég hljóðritaði nýjan disk í New York í fyrra og er að nota óvenjulega leið í gegnum síðuna Kickstarter.com til að fjármagna útgáfu og útvarpsherferð í Bandaríkjunum. Þetta kallast “microfunding” á ensku og er gert þannig að stuðningsmenn og tónlistarunnendur geta heitið vissum upphæðum og fá viss fríðindi í staðinn… þ.e.a.s. ef við náum takmarkinu sem er $2500 fyrir 10. júní. Þetta er frekar algengt í rokkbransanum en sjaldgæfara hjá jazzistum og veit ekki til að þetta hafi verið gert á Íslandi. Ég hef fram til þessa einungis kynnt þetta á netinu, Twitter, Facebook og póstlistanum mínum og er búin að ná 61% fjármögnun. Nú vantar bara herslumuninn.

Rjóminn hvetur alla tónlistarunnendur sem vettlingi geta valdið að leggja Sunnu lið og hjálpa henni að ná takmarki sínu og gera drauminn að veruleika. Farið yfir á Kickstarter.com og kynnið ykkur málið.

Fylgist með Sunnu á Twitter, Facebook og www.sunnagunnlaugs.com

Sunna Gunnlaugs – Það búa litlir dvergar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sunna Gunnlaugs – Mindful

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sunna Gunnlaugs – Heim nú reikar hugurinn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tónleikaserían gogoyoko Live í kvöld

Scott McLemore og Hammond Tríó Þóris Baldurssonarí kvöld á Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 27

Tónleikaserían gogoyoko Live heldur áfram eftir frábært opnunarkvöld Sumardaginn fyrsta (22. apríl) þar sem fram komu Myrra Rós, Johnny Stronghands og sigurvegarar Músíktilrauna Of monsters and men. Á næsta tónleikakvöldi, sem er í kvöld, er það jazzinn sem ræður ríkjum á Klapparstígnum þar sem fram koma; Scott McLemore og Hammond Tríó Þóris Baldurssonar.

Scott McLemore er bandarískur trommari búsettur í Reykjavík sem gefið hefur út breiðskífuna Found Music hjá Fresh Sound Talent Records þar sem m.a. koma fram tónlistarmennirnir Tony Malaby, Ben Monder og Ben Street. Hammond Tríó Þóris Baldurssonar er skipað; Þóri Bladurssyni (hammond), Jóel Pálssyni (sxafón) og Einari Scheving (trommur).

Tónleikarnir verða teknir upp og aðgengilegir til hlustunar og kaups á gogoyoko.com degi eftir að tónleikarnir fara fram.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.00, en miðasala hefst klukkustund áður. Miðaverð er 1.000 krónur og eru miðar seldir við inngang.

Scott McLemore – Icelandic Poptune

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog

Einn af áhugaverðustu tónlistarmönnum síðustu aldar var án efa hinn bandaríski Louis Thomas Hardin (1916-1999) sem alla jafna gekk undir listamannanafninu Moondog. Í tilefni fæðingardags hans fann ég mig knúinn að rifja stuttlega upp snilligáfu þessa sérstæða furðufugls – en hann hefði orðið 94 ára í dag.

Moondog missti sjónina 16 ára gamall og var að mestu sjálflærður í tónlist. Hann varð þekktur fyrir að standa nær ætíð á sama horninu í New York, klæddur heimasaumuðum víkingabúningi, og flytja þar tónlist sína og skáldskap. Tónlistin hans var ansi sérstæð en hann blandaði saman áhrifum úr frumbyggjatónlist, jazzi og klassískri tónlist og voru óvenjulegir hrynjandar hans aðalsmerki.

Moondog – Death, When You Come To Me (af Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – All Is Loneliness (af More Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog út fjölda smáskífna, ep-planta og breiðskífna á árabilinu 1949-1957, sem innihalda frábærar taktpælingar sem og undursamlegar lagasmíðar. Eftir mikla útgáfutörn dró Moondog sig í hlé frá hljómplötuútgáfu og stóð næstu tólf árin á 6. breiðgötu í Manhattan áður en forsvarsmenn Columbia útgáfunnar drógu hann inn í stúdíó árið 1969 til að taka upp. Hann var að sjálfsögðu orðin mikil költ-fígúra á þessum tíma og hafði m.a. Janis Joplin tekið lagið hans “All Is Loneliness” upp en með útgáfu Moondog (1969) og Moondog 2 (1971) glæddist áhugi á tónlist hans töluvert. Á þeirri fyrrnefndu er líklega frægasta lag hans “Lament I, ‘Bird’s Lament'” en það átti óvænta endurkomu á dansgólfum fyrir nokkrum árum og heyrist nú á hverjum virkum degi í Ríkisútvarpinu sem upphafsstef útvarpsþáttarins Víðsjár.

Moondog – Lament I, ‘Bird’s Lament’ (af Moondog, 1969)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – Down Is Up (af Moondog 2, 1971)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog gat nú loksins uppfyllt draum sinn um að flytja til Evrópu og frá árinu 1974 og til dauðadags bjó hann í Þýskalandi. Hann byrjaði fljótlega að semja og taka upp tónlist á ný og þar gerði hann 10 plötur til viðbótar. Þessar skífur eru æði fjölbreyttar, t.d. gerði hann plötur með kammersveit, orgelspili, big-bandi, saxófónsveit eða bara sjálfum sér að syngja og spila á píanó.

Moondog – Do Your Thing (af H’arts Songs, 1978)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog  & The London Saxophonic – Paris (af Sax Pax for a Sax, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er því af nógu af taka af tónlist eftir Moondog og flest er framúrskarandi. Ef einhverjir vilja kynna sér tónlist hans betur má mæla með safnplötunum The Viking Of 6th Avenue, sem er frábært yfirlit tónlist hans, og The German Years 1977-1999 þar sem fókusinn er á seinni hluta ferilsins.

Því miður eru til ansi fá myndskeið með Moondog, en þetta stutta klipp hér er úr kvikmyndinni The Moving Finger (1963):

Squarepusher

Það er varla annað hægt en að fylgja eftir færslu um meistara Aphex Twin með myndbút af öðrum og jafnvel merkari snilling, sjálfum Squarepusher (eða Tom Jenkinson eins og mamma hans kallar hann). Ef einhver á eitthvað í Richard D. James á tónlistarsviðinu þá hlýtur Tom Jenkinson að komast næst því að skáka honum þar. Jenkinson er jú ekki bara fær í hljóðsmölun, taktsmíð og takkasnúningum heldur líka sprenglærður músikant eins og sést á meðfylgjandi myndbandi þar sem hann fer fimum höndum um bassagígjuna.

Svona gera bara atvinnumenn!

Naked City

Í tilefni dagsins finnst mér viðeigandi að fjalla örlítið um hina mögnuðu sveit Naked City sem leidd var af jazzgeggjaranum John Zorn. Sveitin var starfandi á árunum frá 1988 til 1993 og gaf út 6 plötur auk safnplötu og heildarsafns verka sinna á þeim tíma. Zorn hefur sjálfur lýst Naked City sem einhverskonar tónlistarlegi tilraunaeldhúsi þar sem þolmörk hinnar hefðbundnu hljómsveitar (með hefðbundinni hljóðfæraskipan) voru könnuð.

Óhætt er að segja að útkoman hafi verið slík að sjaldan eða aldrei hefur annað eins heyrst á plötu fyrr né síðar. Tónlist Naked City má  helst lýsa sem stjarnfræðilega tilraunakenndri og trylltri blöndu af jazz, avant-garde, grind core, dauðarokki, country, surf, rockabilly og nánast öllum öðrum mögulegum tónlistarstefnum. Til að blanda gráu ofan á svart, er tónlistinni svo pakkað inn í einhverskonar hryllings, sadó-masó, anime pakka af japanskri fyrirmynd. Tónlistarleg fyrirmynd Naked City er hinsvegar að hluta að finna í tónsmíðum Carl Sterling, sem samdi tónlist fyrir teiknimyndir Warner Bros. um miðja síðustu öld, en þaðan sótti John Zorn hugmyndir sínar.

Naked City var skipur þeim John Zorn, Bill Frisell, Wayne Horvitz, Fred Frith, Yamatsuka Eye og Joey Baron. Þess má svo geta að Mike Patton kom oft fram á tónleikum með sveitinni en hann hefur oft nefnt Zorn og Naked City sem einn stærsta áhrifavald sinn í tónlistinni.

Hér eru nokkur tóndæmi með Naked City en þau er öll að finna á plötunum Torture Garden og Grand Guignol.

Naked City – NY Flat Top Box

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Snagglepuss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Speadfreaks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Blood Duster

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Boba

Fönksveitina Boba skipa fjórir einstaklingar en það eru þeir Sæmundur á trompet, Ingólfur á gítar, Róbert á trommur og Snorri á bassa. Hafa þeir búnir að spila saman í ein þrjú ár og hafa komið fram á ýmsum stöðum á þeim tíma. Sveitin tók nýlega upp tvö lög í heimastúdíói og má heyra afraksturinn á YouTube síðu sveitarinnar.

Hafði Boba ætlað sér að halda tónleika á Batteríinu í kvöld ásamt hljómsveitinni Nammidag en af augljósum ástæðum verður ekkert af þeim. Hafa tónleikarnir því verið færðir Jakobsen og opnar húsið klukkan 21:00. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu viðburðarins.

Ornette Coleman áttræður

Við skrifum nú ekki oft um jazz hér á Rjómanum og mættum ef til vill gera meira af því. Eins og af fyrirsögninni má ráða er ansi góð ástæða fyrir þessum skrifum því nú í dag á bandaríski saxófónleikarinn Ornette Coleman stórafmæli og fagnar 80 árum á þessari jarðkringlu. Fyrir þá sem ekki þekkja er Ornette Coleman einn af helstu frumkvöðlum jazz tónlistarinnar og hefur verið í framvarðarsveit framúrstefnujazzins í yfir 50 ár.

Þekktasta og áhrifamesta hljómplata Coleman er líklega The Shape of Jazz to Come (1959) en í allt hefur hann gefið út um fimmtíu plötur á ferlinum en fyrir síðustu plötu sína, Sound Grammar (2006), hlaut Coleman bæði Grammy og Pulitzer verðlaunin.

Ornette Coleman hefur haft gífurleg áhrif, bæði í jazzi sem og í öðrum tónlistarstefnum, og meðal fjölmargra ólíkra tónlistarmanna sem tilgreint hafa hann sem áhrifavald eru  John Zorn, Frank Zappa, Lou Reed, Patti Smith, Sonic Youth, Moby, Red Hot Chili Peppers og Yo La Tengo.

Við óskum Ornette að sjálfsögðu til hamingju með afmælið og rifjum upp nokkur gömul lög úr smiðju meistarans.

Ornette Coleman – Eventually (af The Shape of Jazz to Come (1959))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ornette Coleman – Kaleidoscope (af This Is Our Music (1960))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ornette Coleman – Rock The Clock (af Science Fiction (1972))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.