Jólaglaðningur frá Bedroom Community

Þriðja árið í röð býður Bedroom Community hlustendum sínum upp á frítt jólamix, Yule, þegar keypt er í gegnum vefbúð útgáfunnar. Mix þetta inniheldur áður óútgefin lög frá öllum Bedroom Community listamönnunum: Ben Frost, Valgeiri Sigurðssyni, Nico Muhly, Daníel Bjarnasyni, Sam Amidon, Puzzle Muteson & Paul Corley – auk gesta á borð við söngkonuna Dawn Landes, raftónlistarmanninn Scanner og víóluleikarann Nadiu Sirota.

Melchior sendir frá sér Jólasmell

Hljómsveitin Melchior kynnir jólalagið, “Jólin koma brátt”. Það laðar fram þann spenning sem unga fólkinu er svo eiginlegur í aðdraganda jólanna. Lagið er Melchiorlegt en nokkuð rokkað. Er það aðgengilegt á tonlist.is, gogoyoko og Fésbókarsíðu sveitarinnar.

“Jólin koma brátt” var samið fyrir kvikmynd Hilmars Oddssonar, Desember, sem verður í jóladagskrá RÚV í ár. Þar er það sungið sérstaklega smekklega af Lay Low.

Lagið verður líka á næstu plötu Melchiors, en upptökur fyrir plötuna eru langt komnar og kennir þar ýmissa safaríkra Melchiorgrasa.

Hljómsveitin Melchior er skipuð þeim Hilmari Oddssyni, Hróðmari I Sigurbjörnssyni og Karli Roth, sem syngja og leika á gítara og hljómborð, Kristínu Jóhannsdóttur söngkonu, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni slagverksleikara. Í jólalaginu leikur Steingrímur Guðmundsson á trommur.

Rjómajól – 24. desember

Jæja, þá eru Rjómajólunum að ljúka þetta árið – þau byrjuðu með meistara Tom Waits og því er við hæfi að fá hann til þess slá botninn í þau og syngja inn alvöru jólin. Tom Waits er ekki vanur að víla neitt fyrir sér og syngur fyrir okkur hið hátíðlegasta af öllum hátíðarlögunum “Silent Night” á sinn einstaka hátt og ætti að koma öllum rétta skapið fyrir jólin…

Rjóminn óskar lesendum öllum gleðilegrar hátíðar!

Tom Waits – Silent Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 23. desember

Nú í næstsíðasta glugga Rjómajólanna koma nokkrir góðkunningjar Rjómans. Fyrst ber að nefna Sufjan Stevens, sem hefur verið ansi duglegur í jólalagaframleiðslu eins og lesendur Rjómans ættu að þekkja. Fyrir nokkrum árum kom út box sett með jólastuttskífum með Sufjan og sögusagnir segja að fleiri slíkar jólaplötur séu til óútgefnar. Jólaplata númer 8 lak þannig á netið fyrir nokkrum árum, en plötur númer 6 og 7 eru enn sveipaðar dulúð – tja þar til núna. Á dögunum voru nefnilega The National bræðurnir Aaron og Bryce Dessner í heimsókn á BBC að spila jólalög af plötum, þar á meðal tvö óútgefin lög sem þeir tóku upp með Sufjan og Richard Parry úr Arcade Fire. Sagan segir að þetta efni sé að finna á hinni enn óútgefnu Song For Christmas Vol. 6 – Gloria! og verðum við ekki bara að trúa því? Lagið “Barcarola (You Must Be a Christmas Tree)” er frumsamið af Sufjan og ætti að gleðja þá sem bíða í ofvæni eftir að týndu jólaplöturnar hans leki í netheima.

Sufjan Stevens – Barcarola (You Must Be a Christmas Tree)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hitt lagið í rjómajóladagatalaglugga dagsins er hinsvegar glænýtt og það er hinn ofurofvirki Bradford Cox, eða Atlas Sound, sem flytur “Artificial Snow”. Fyrir utan að vera á fullu með Deerhunter þá gaf Atlas Sound út heilar fjórar plötur á jafnmörgum dögum fyrir um mánuði og því kemur varla á óvart að Cox lætur sér ekki nægja að gefa út eina útgáfu af laginu, heldur má hlaða niður heilum fimm mismunandi útgáfum af “Artificial Snow” á vefsíðu Deerhunter.

Atlas Sound – Artificial Snow (Notown Version)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 22. desember

Fyrir Jólin 2004 gáfu Þráinn Óskarsson (úr Hudson Wayne) og Þórir Georg Jónsson (My Summer As A Salvation Soldier) út fjögurra laga heimabruggplötu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að hún sé ófáanleg í dag.

Á henni var að finna eitt frumsamið lag eftir hvorn tónlistarmann fyrir sig, en einnig tóku þeir báðir ábreiður af þekktum jólalögum.

Brothætt rödd Þóris gerði stuðlag Mariuh Carey, All I Want For Christmas Is You, að jólaballöðunni sem það hefði átt að vera.

Þráinn beitti hins vegar sínum djúpa bassa á nostalgíusöng Irvines Berlin White Christmas, með  mínimalískum slæd-gítar undirleik.

Þráinn Óskarsson – White Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þórir Georg Jónsson -All I Want For Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 21. desember

Rjómajólin verða þjóðlagaskotin í dag. Fyrst heyrum við í Texas-bandinu Okkervil River sem tileikna Otis Redding þetta jólalag sitt. Lagið fékk ég upp í hendurnar á vafri um daginn, og hef raunar ekki hugmynd um af hvaða plötu lagið er tekið af. Það síðara er leikið og samið af fólkrokkurunum í Blitzen Trapper. Lagið nefnist “Christmas is Coming Soon” og er tekið af plötunni I’ll Stay ’til after Christmas þar sem listamenn á borð við Au Revoir Simone, Parenthetical Girls, Au, ásamt fleirum leggja í púkk.

Okkervil River – Listening to Otis Redding at Home During Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blitzen Trapper – Christmas is Coming Soon

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 20. desember

Ég veit ekki hvort það er mjög jólalegt um að líta í Atlanta, Georgíu í desember en það stöðvar að minnsta kosti ekki Íslandsvina í of Montreal að semja jólalög. Að þessu sinni eru jólalög dagsins tvö, í hinu fyrra syngja Kevin Barnes of félagar um uppáhalds jólin sín á meðan í því síðara velta þau fyrir sér stöðu dýranna um jólin, ekki er vanþörf á!

of Montreal – My Favorite Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

of Montreal – Christmas Isn’t Safe For Animals

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 19. desember

Um árabil hef ég sankað að mér svokölluðum moog plötum þegar ég hef rekist á. Um er að ræða hljómplötur sem komu út undir lok 7. áratugarins og vel fram á þann 8. og innihéldu allskyns tónlist spilaða á Moog hljóðgervilinn margfræga. Svo skemmtilega vill til að árið 1970 komu út tvær jólamoogplötur, Christmas Becomes Electric með The Moog Machine og Switched On Santa með Sy Mann, og er jólarjómi dagsins tileinkaður þeim. Plöturnar innihalda báðar synthískar útgáfur af þekktum jólaslögurum og ættu að koma fólki í rafmagnaða jólastemmningu.

Sy Mann – Rudolf The Red-nosed Reindeer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sy Mann – Jingle Bells

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Moog Machine – Carol Of The Bells

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Moog Machine – Deck The Halls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 18. desember

Í jólarjómaglugga dagsins leynist glænýtt lag og er það ekki af verri endanum. Vinir okkar í Beach House gáfu út frábæra plötu, Teen Dream, í blábyrjun ársins og ljúka svo frábæru ári með því að senda frá sér nýtt lag, “I Do Not Care For The Winter Sun”. Lagið kalla þau sjálf hátíðarlag og þótt ekki sé beint sungið um jólin þá má greina sterka jólastemmningu, það heyrist jafnvel hreindýrabjöllu. Sjálfum hefur mér alltaf þótt sterk vetrarstemmning í tónlist Beach House og því virkar það eiginlega gráupplagt að sveitin skuli skelli í eitt lag fyrir hátíðarnar. Nýja lagið má svo fá frítt með því að kíkja á heimasíðu Beach House.

Beach House – I Do Not Care For The Winter Sun

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

XMAS – X977

Hinir árlegur X-mas tónleikar fara fram á Sódómu Reykjavík í kvöld, föstudagskvöldið 17. desember. Aðgangseyrir er 977 kr. og rennur allur ágóði óskiptur til Stígamóta.

Þær sveitir sem koma fram eru :

Dikta
Endless Dark
Ensimi
Cliff Clavin
Agent fresco
XIII
Bloodgroup
59´s
Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar
Sing for me Sandra
Hoffman
Bárujárn
Króna
Noise
High Class Monkey

Húsið opnar kl 20.00 og fer fyrsta band á svið kl 20:30.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar – Hamingjan Er Hér

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dikta – Just Getting Started

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Agent Fresco – Silhouette Palette

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Króna – Maðurinn sem vildi verða Guð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 17. desember

Áður en byrjað var að rokka í kringum jólatréð, var blúsað í kringum það.

Upp úr jóladagatali Rjómans spretta nú þrír frábærir blústónlistarmenn, allir fæddir fyrir ca.120 árum.

Arthur ‘Blind Blake’ hefur verið kallaður konungur Ragtime-gítarsins. Hann tók upp u.þ.b. 80 lög á árunum 1926-32 þeirra á meðal Lonesome Christmas Blues.

Blind Lemon Jefferson hafði áhrif á nánast alla blúsara sem á eftir honum komu, og samdi einn magnaðasta blússlagara allra tíma; See That My Grave is Kept Clean.  Christmas Eve Blues kom út árið 1928 og á bakhliðinni á smáskífunni var annað hátíðarlag Happy New Year Blues. Blind Lemon lést ári eftir upptökuna, 36 ára gamall.

Þjóðlagablúsarinn Leadbelly var dæmdur fyrir morð árið 1918 og sá fram á að eyða ævinni í fangelsi en var náðaður af ríkisstjóranum eftir að hafa samið lag um hann og flutt á fangelsisskemmtun. Eða svo segir sagan. Leadbelly var mikill barnavinur og samdi þónokkuð af barnalögum, þar á meðal On a Christmas Day.

Blind Blake – Lonesome Christmas Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blind Lemon Jefferson – Christmas Eve Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leadbelly – On a Christmas Day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jólaljós Ívars Helgasonar

Ívar Helgason sendi í lok nóvember frá sér sína fyrstu sólóplötu Jólaljós. Hann syngur víða í desember og verða næstu tónleika haldnir á sunnudaginn kl. 20:00 í Hafnarfjarðarkirkju en aðeins kostar 500. kr. á tónleikana.

Jólaljós er einlæg og metnaðarfull plata og á hana valdi Ívar mörg af sínum eftirlætis jólalögum. Efnisskráin spannar allt frá stórum kraftmiklum útsetningum að einlægum, litlum stefjum. Lögin eru afar fjölbreytileg og í bland við vel þekkt jólalög eru á plötunni þrjú ný lög. Tvö frumsömdu laganna eru eftir Ívar, en titillagið, “Jólaljós” er eftir Jónas Þóri við texta sr. Hjálmars Jónssonar.

Meðal annarra laga á plötunni eru “Ó helga nótt” sem allir þekkja, “Vonandi um jólin” sem þekkt er í flutningi Stevie Wonder, “Heyrðu englasönginn” sem betur er þekkt sem “Do you hear what I hear” og “Söngur klukknanna”, sem margir þekkja úr kvikmyndinni Home alone. Lögin eru öll flutt á íslensku og líta margir nýir íslenskir textar dagsins ljós á plötunni.

Rjómajól – 16. desember

Jóladagatalsgluggi dagsins færir okkur hugsanlega verstu jólalögin hingað til. Þau eru raunar svo slæm að þau fara hringinn og verða alveg stórkostleg!

Hvaða snilld er þetta, spyrjið þið? Jú, að sjálfsögðu hljómsveitin Nablakusk. Ekki indíkrúttin í Naflakusk, heldur forverar þeirra í Nablakusk, með bé-i. Það er óttalega lítið hægt að finna um þessa sveit, ömmu undirritaðrar áskotnaðist platan ‘Jólakusk‘ með hljómsveitinni árið 1998 þegar hún kenndi meðlimum sveitarinnar í Árbæjarskóla. Því er enga mynd af þeim að finna og fær mynd af jólasveinum í Árbæjarskóla að fylgja með.

Hljómsveitina skipuðu þeir Tommi, Þorsteinn, Egill, Andri, Óli, Þórir, Elmar, Gummi, Krilli, Bjarni, Hólmar, Jónas, Árni, Hilli, Baldur og Bent sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir nú í dag. Gaman væri að vita hverjir strákarnir í rununni á undan eru og ef lesendur skildu vita það væri ekki vitlaust að deila því með okkur hinum.

Strákakórinn falski syngur einlæglega um naflakusk í jólasamhengi á plötunni Jólakusk og er útkoman – þótt ótrúlegt megi virðast – einstaklega hátíðleg. Lög á borð við „Hátíðarkusk“ („Ég er með hátíðarkusk/Ég er með klístrað naflakusk/Sama hvert sem ég fer/Ég finn það hlaðast upp á mér/Eftir feita steik/Kemst ég ekk’á kreik/Því spikið er mér ofviða“) eru nú orðinn fastur liður jólanna: undirspil laufabrauðsútskorninga og smákökubakstra. Í rauninni eru jólin ekki kominn fyrr en Kuskið er sett á fóninn.

Það er því ekki seinna vænna en að leyfa ykkur, lesendur kærir, að heyra nokkur lög og finna hinn sanna anda jólanna færast yfir!

Nablakusk – Benjamín bumba

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nablakusk – Hátíðarkusk

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 15. desember

Í dag er það sjaldheyrður gullmoli sem kemur úr jóladagatalinu og er hann íslenskur – og jú svona semí jólalag. Síðla árs 1988 gáfu Sykurmolarnir út smáskífuna Birthday (Christmas Mix) sem innihélt þrjár endurhljóðblandanir Jesus & Mary Chain bræðranna Jim og William Reid af þessum smelli sveitarinnar. Útgáfurnar nefndust “Christmas Eve”, “Christmas Day” og “Christmas Present” og virka þær bara nokkuð rökrétt samblanda af þessum tveimur sveitum:

The Sugarcubes – Birthday (Christmas Eve)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Sugarcubes – Birthday (Christmas Day)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Sugarcubes – Birthday (Christmas Present)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tíu árum seinna sömdu svo The Jesus and Mary Chain sjálfir lag sem nefndist “Birthday” og syngja í því um jólin – tilviljun?

The Jesus and Mary Chain – Birthday

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jóladagatal Amiina

Elskurnar í Amiina eru í miklu jólaskapi og hafa sett upp á heimasíðu sinni, aðdáendum sínum og tónlistarunnendum öllum til mikillar ánægju, jóladagatal þar sem ýmislegt góðgæti leynist. Í dag birtir Hildur Ársælsdóttir, einn meðlima sveitarinnar, uppskrift að dýrindis jólagóðgæti en einnig hafa leynst í dagatalinu ýmis tóndæmi og myndbönd svo eitthvað sé nefnt.

Fylgist endilega með þessu skemmtilega framtaki fram að jólum á www.amiina.com

Amiina – Seoul Recorders