Rjómajól – 16. desember

white stripes?Hljómsveitin The White Stripes er eiginlega alltaf í jólalitunum (þ.e. þegar þau eru ekki svartklædd) enda líta þau oft út eins og jólabrjóstsykurstafirnir sem minna okkur alltaf á jólin. Það er því við hæfi að heimsækja White Stripes í jóladagatali dagsins en þau syngja einmitt fyrir okkur um “Candy Cane Children”. Lagið kom út á sjö-tommunni Merry Christmas from the White Stripes árið 2002 en á b-hliðina má heyra Jack lesa stutt jólaguðspjall og Meg svo enda svo á “Silent Night” (eða a.m.k. reyna það).

The White Stripes – Candy Cane Children

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Story of the Mag/ Silent Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 15. desember

Bandaríska hljómsveitin Parenthetical Girls hefur verið í nokkru dálæti hjá mér undanfarið ár, eða síðan ég rataði óvart á tónleika með þeim í fyrra. Sveitin hefur gefið reglulega út jóla-ep-plötur og sú fjórða, The Christmas Creep, kom út nú á dögunum. Plöturnar hafa komið út í afar takmörkuðu upplagi en finna má nokkrar þeirra sem frítt niðurhal á heimasíðu sveitarinnar.

Á The Christmas Creep flytja Parenthetical Girls tvö óhefðbundin jólalög; þekju af ekki-jólalaginu “Thank God It’s Not Christmas” eftir Sparks (sem er þó sett í jólalegan búning) og svo hið frumsamda “Flowers For Albino” sem fjallar um loftárásina á Machester á Þorláksmessu 1940 (oft kölluð “The Christmas Blizz”). Það má sem sagt vænta óvenjulegrar jólastemningar frá Parenthetical Girls þessi jólin.

Parenthetical Girls – Thank God It’s Not Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Parenthetical Girls – Flowers For Albino

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo skellum við tveim eldri jólalögum sveitarinnar af Christmas With Parenthetical Girls (2004) og A Parenthetical Girls Family Christmas (2006) en hið síðarnefnda er einskonar óbeint framhald af samnefndum smelli Wham! sem við heyrðum einmitt í flutningi Erlend Øye fyrr í rjómajóladagatalinu!

Parenthetical Girls  – A Christmas Memory

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Parenthetical Girls  – Last Christmas, Pt. II

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 14. desember

The Flaming Lips hafa líklega gert næstum því allt sem hægt er að gera ef maður er í hljómsveit – og margt sem engum hafði dottið i hug áður. Í fyrra sendi sveitin m.a. frá sér jóla-geimmyndina Christmas on Mars sem er með því furðulegra sem sveitin hefur tekið sér fyrir hendur. Og svo hafa þeir félagar einnig verið hörkuduglegir í jólalagagerðinni! Í tilefni útgáfu Christmas on Mars í fyrra sendu Flaming Lips frá sér tveggja laga smáskífu með frábærum útgáfum af “Silent Night” (sem rennur út í Spacemen 3 lagið “Lord Can You Hear Me?”) og “It’s Christmas Time Again”. Hljómsveitin hafði einnig sent frá sér nokkur jólalög á ýmsum safnplötum í gegnum tíðina og fylgja tvö hér með í bónus!

The Flaming Lips – Silent Night / Lord Can You Hear Me?

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Flaming Lips – It’s Christmas Time Again

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Flaming Lips – A Change At Christmas (Say It Isn’t So)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Flaming Lips – White Christmas (demo for Tom Waits)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eldheitir aðdáendur Flaming Lips geta svo fengið sér ansi skemmtilegt jólaskraut sem þeir félagar hafa búið til; jólfetus! Fræðist nánar um það í jólauglýsingu hljómsveitarinnar:

Rjómajól – 13. desember

Í jóladagatalinu í dag finnum við fyrir eina verstu jólaplötu sem komið hefur út. Já, ég veit að við lofuðum að Rjóminn myndi sniðganga vonda jólatónlist en hljómplatan Christmas in The Stars: Star Wars Christamas Album með C3PO og R2-D2 er svo hrikalega vond að hún fer hringinn og er orðinn einstaklega skemmtileg (á sérstaklega vondan hátt).

Á plötunni heyrum við C3PO í miklu jólastuði hrífa R2-D2 með sér og fabúlera um jólaundirbúning og hvað í ósköpunum þeir ættu að gefa wookie í jólagjöf! Úff! Hljómplatan kom út árið 1980 og þykir líkt og hinn alræmdi The Star Wars Holiday Special jólaþáttur vera mikill lýtir að á sögu Star Wars. Ég er viss um að George Lucas myndi glaður vilja brenna öll eintök af þessari plötu ef hann kæmist yfir þau. Þess vegna verðum við barasta að tékka á tveimur hljóðdæmum…

Star Wars – Christmas In The Stars

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Star Wars – Sleigh Ride

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 12. desember

Þegar gluggi dagsins á jóladagatalinu er opnaðar birtist sænskur jólaelgur og greinileg að við eru komin til Svíþjóðar. Hafið samt ekki áhyggjur því Abba eru sem betur fer víðsfjarri en í staðinn heyrum við í Jens Lekman, The Knife og Suburban Kids With Biblical Names syngja inn jólin með sínu sænska nefi.

Jens Lekman – Run Away With Me

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Knife – Christmas Reindeer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Suburban Kids With Biblical Names – Jullåten 2004

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 11. desember

Það er örugglega mikil gleði hjá Daniel Smith og fjölskyldu í hljómsveitinni Danielson um hver jól, enda er sveitin með kristnari indí sveitum sem fyrir finnast, og kemur það því varla mikið á óvart að sveitin skuli hafa tekið upp nokkur jólalög. Þá er þó ekki allt upp talið því Daniel Smith rekur líka útgáfufyrirtækið Sounds Familyre sem undanfarin tvö ár tók saman jólasafnplöturnar A Familyre Christmas vol. 1 & 2 og eru þær gefins á heimasíðu útgáfunnar! Þar má finna jólalög með Soul-Junk, I Was King, Sufjan Stevens, Half-handed Cloud og mörgum fleirum, en tékkum á Danielson:

Danielson – Christmas Eve Nite

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Danielson & Lillyidaelin – Holly Jolly Christmas Coookie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 10. desember

Ég á ansi erfitt að ímynda mér að Mark E. Smith, leiðtogi hinnar gamalgrónu sveitar The Fall, sé mikið jólabarn og þykir mér líklegra að hann eyði jólunum á barnum með bjórglas og rettu í hendi fremur en að dansa í kringum jólatréð. Þess vegna er einmitt svo skemmtilegt að hlusta á jólatónlist með The Fall en fyrir nokkrum árum sendi hljómsveitin frá sér jólasmáskífuna (We Wish You) A Protein Christmas og er það líklegra með furðulegri jólalögum sem samin hafa verið. Það var þó ekki fyrsta ferð sveitarinnar í jólalagaland því The Fall flutti einnig tvö gamalgróin jólalög í þætti John Peel árið 1994. Þau má finna á hinu massíva (og frábæra) The Complete Peel Session boxi sem ætti að vera til á hverju heimili – rokkum inn jólin…

The Fall – (We Wish You) A Protein Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Jingle Bell Rock

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Hark The Herald Angels Sing

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 9. desember

Hljómsveitin Grandaddy er því miður fallin frá en tókst á ferli sínum að senda frá sér eitt jólalag. Það var árið 2000 sem Grandaddy gaf út lagið “Alan Parsons in a Winter Wonderland” sem er að sjálfsögðu útúrsnúningur úr jólalaginu ofspilaða “Winter Wonderland”. Hljómsveitarmeðlimir hafa þó snúið hressilega út úr textanum og uppfært hann upp á proggarann Alan Parson. Grandaddy setur svo að sjálfsögðu sinn skemmtilega svip á lagið, enda kom það út í kjölfar hinnar frábæru plötu The Sophtware Slump.

Grandaddy – Alan Parsons in a Winter Wonderland

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 8. desember

Sufjan-christmascoverÍ dag býður Rjómajóladagatalið okkur upp á hinn ómótstæðilega Sufjan Stevens. Það verður seint sagt að Sufjan sé ekki jólabarn – þeir sem fóru á tónleika hans í Fríkirkjunni hér um árið muna kannski eftir uppblásnu jólasveinunum sem hann henti til mannfjöldans – en auk þess hefur hann hefur samið ógrynni jólalaga sem mörg hver hafa ratað á disk. Hæst ber að nefna fimmfalda jóladiskinn Songs for Christmas en hann innihélt fimm smáskífur með bæði frumsömdum lögum sem og túlkun Sufjans á klassískum, kristilegum jólalögum. Skífurnar voru teknar upp á árunum 2001 – 2006 og voru upphaflega hugsaðar sem jólagjafir handa vinum og vandamönnum Sufjans en voru síðan gefnar út  í lok ársins 2006. Sufjan hefur síðan haldið þeim sið að semja og taka upp jólalög fyrir vini sína og hafa einstaka plötur lekið á netið, þar á meðal skífa frá í fyrra sem ber hið skemmtilega nafn Songs For Christmas, Vol. 8: Astral Inter Planet Space Captain Christmas Infinity Voyage. Já. Einmitt.

Hér fyrir neðan má hlýða á lög af jólaplötu Sufjans frá því í fyrra auk myndbands sem fylgdi Songs for Christmas pakkanum og inniheldur skemmtilegt teiknitónlistarmyndband.

„Christmas in the Room“

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

„The Child With The Star On His Head“

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

sufjan_xmas3_dennyrenshawSufjól Stevens

Rjómajól – 7. desember

Fyrir nokkrum árum var gaukað að mér ansi áhugaverðri jólaplötu sem heitir A Very Bootie Christmas og inniheldur allskyns afbakanir og mash-up af jólalögum. Þar má því heyra jólalög í öllum áttum snúið á alla vegu og blandað við ýmsar aðrar tónlistarstefnur. Í jólaglugga dagsins valdi ég tvö lög af þessari plötu … en þeir sem vilja heyra meira geta hlaðið niður allri plötunni hér!

Corporal Blossom — White Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Payroll – Another Xmas Day Can Only Disappoint U

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 6. desember

Af öllum þeim órafjölda jólalaga sem samin hafa verið eru bara örfá sem staðist hafa ítrekaðar ofspilanir. Það geta líklega flestir sammælst um það að “Happy Xmas (War Is Over)” með John Lennon & Yoko Ono er eitt af fáum lögum sem enn eru þolanleg. Að sjálfsögðu hafa tugir tónlistarmanna ákveðið að þekja lagið og hægt er að fullyrða að allar standa frumgerðinni að baki. Rjóminn gróf þó upp tvær þekjur af laginu sem gaman er af, enda engir aukvisar þar á ferð. Fyrst tékkum við á The Polyphonic Spree sem heldur sig nálægt frumgerðinni með barnakór o.s.frv. en svo er röðin komin að sjálfum Antony Hegarty sem nær nýjum víddum í lagið með aðstoð furðufuglsins Boy George.

The Polyphonic Spree – Happy Xmas (War Is Over)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Antony & George – Happy Xmas (War Is Over)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 5. desember

Einn af litríkustu persónum tónlistarsögunnar er án vafa háróma ukulele spilarinn Tiny Tim, sem hvað þekktastur er fyrir smellinn frábæra “Tiptoe Thru the Tulips”. Þó að frægðarsól hans hafi risið hæst undir lok 7. áratugarins var hann að til dauðadags, en þekktasta seinni tíma verk hans er líklega jólaplatan Tiny Tim’s Christmas sem kom út 1995. Á þeirri skífu renndi Tiny Tim í öll helstu smelli jólatónmenntanna og flutti með eigin nefi. Útkoman er að sjálfsögðu stórskemmtileg – og skrýtin og eru hér tvö vel valin lög af plötunni:

Tiny Tim – Rudolph The Red Nosed Reindeer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tiny Tim – O Holy Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Og svo ef einhver skyldi óvart vera kominn í of mikið jólaskap skulum við dempa jólaandann með því að hlusta á hið óborganlega ósmekklega lag “Santa Claus Has Got The AIDS This Year” sem Tiny Tim gaf út á miðjum 9. áratugnum.

Tiny Tim – Santa Claus Has Got The AIDS This Year

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 4. desember

Á þessum föstudegi eru það danirnir í The Raveonettes sem birtast í jóladagatali Rjómans. Og af því að Raveonettes hafa verið svo duglega í jólalagagerðini eru lögin í dag tvö – svo það er tvöföld jólagleði! “The Christmas Song” er af indíjólasafnplötunni Maybe This Christmas Tree frá árinu 2004 en “Come On Santa” er af frábærri jóla-EP Raveonettes, Wishing You a Rave Christmas, sem kom út fyrir síðustu jól. Þeir sem ætla sér að skreyta um helgina og vilja fá öðruvísi jólastemningu ættu endilega að tékka á þeirri skífu, enda eru hin jólalögin á henni ekki síðri.

The Raveonettes – The Christmas Song

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Raveonettes – Come On Santa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 3. desember

Last_Christmas_WhamEitís-jólaslagarinn “Last Christmas” eftir popparana í Wham! hefur nú ansi oft verið færður í nýjan jólasveinabúning – og oft með æði mismunandi árangri. Satt að segja þykir mér upprunalega útgáfan alveg óborganleg – hún grípur einhvernveginn allt það sem var gott og slæmt við níunda áratuginn.

Hérna heyrum við ábreiðu hins norska Erlend Øye, forsprakka Kings of Convenience. Honum tekst nú töluvert betur en George Michael að draga fram melankólíuna í laginu en það heldur þó sínum jólalega blæ. Lagið er tekið af safnplötunni Seasonal Greetings þar sem Múm, Low, Badly Drawn Boy og fleiri góðir listamenn lokka fram jólaskapið. Nokkuð gott bara!

Erlend Øye – Last Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 2. desember

Þegar rjómajóladagatalið er opnað í dag koma í ljós góðvinir okkar í Yo La Tengo – eða Jóla Tengo eins og við ættum kannski að kalla þau. Þrátt fyrir að meðlimir sveitarinnar sé flestir gyðingar þá er Yo La Tengo ekki óvön jólalögum. Fyrir hátíðirnar 2002 gaf sveitin nefnilega út 3 laga jóla-ep-ið Merry Christmas From Yo La Tengo sem fer alltaf á fóninn hjá mér fyrir hver jól. Meðal laganna er þekja af hinu ofurskemmtilega “Rock N Roll Santa” eftir költ söngkonuna Jan Terri (sem gegnið hefur í endurnýjun lífdaga á YouTube) og að sjálfsögðu rokka Yo La Tengo lagið hressilega upp.

Yo La Tengo – Rock N Roll Santa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jan Terri gerði svo sjálf bráðskemmtilegt myndband við lagið árið 1994 og er um að gera að rifja það upp:

Rjómajól – 1. desember

R-423752-1111686578Það er kominn 1. desember og tími til að gægjast í fyrsta jólalagagluggann á aðventunni. Þar leynist fáheyrt jólalag með þýsku súrkálsrokkurunum í Can sem ætti að gleðja lesendur. Eftir nokkur ár af framúrstefnulegum rokkpælingum og nær endalausu grúvi fengu þeir félagarnir sem sagt þá hugmynd að gera jólalag. Þeir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur lögðu til atlögu við “Silent Night” – eða “Heims um ból” eins og við Íslendingar þekkjum það betur. Lagið kom út á 7″ fyrir jólin 1976 en hefur reyndar ekki notið náð þeirra Can manna síðan og hefur því miður aldrei verið endurútgefið. Það hefur þó hlotið jóla-költ status og er frábær byrjun á desember mánuði á Rjómanum.

Can – Silent Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jólarjómi í desember!

Nú í desember ætlum við Rjómverjar að leggja okkar af mörkum til að koma lesendum í jólaskapið. Það er nefnilega fátt hvimleiðara en blessuð sömu þreyttu jólalögin sem hamrast á hlustum almennings á aðventunni og því bjóðum við á Rjómanum upp á aðra valkosti. Á hverjum degi til jóla opnast nefnilega jóladagatal Rjómans og óvænt og öðruvísi jólalög koma í ljós – sem eru þó umfram allt öll skemmtileg. Fylgist því með á Rjómanum í desember og hlustið á hvaða jólarjómi kemur úr dagatalinu á hverjum morgni.

jolarjomi_stort