The U.S. vs. John Lennon

Hér er í fullri lengd heimildamynd David Leaf og John Scheinfeld frá 2006 um Bítilinn John Lennon, líf hans og umbreytingu frá tónlistarmanni yfir í aktívista og hvernig hann varð þyrnir í augum Bandarískra yfirvalda. Þessi er algert skylduáhorf fyrir tónlistaráhugamanninn.

The Carrie Nations

Eitt af skemmtilegum fyrirbærum í tónlistarsögunni eru hljómsveitir sem ekki eru til í raun og veru, þ.e. hljómsveitir sem eru búnar til í ákveðnum tilgangi, eins og t.d. fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Uppáhaldshljómsveitin mín, sem hefur aldrei verið til, er stúlknasveitin The Carrie Nations úr kvikmyndinni Beyond The Valley of the Dolls frá árinu 1970. Tildrög myndarinnar voru þau að 20th Century Fox kvikmyndaverið átti réttinn til þess að gera framhald af kvikmyndinni Valley of the Dolls (1967) en eftir nokkur ómöguleg handrit datt yfirmönnum Fox það snjallræði að fá leikstjórann Russ Meyer til þess að gera myndina. Meyer var einkum þekktur fyrir að hafa hærra brjósta hlutfall en gengur og gerist í kvikmyndum sínum og fékk hann hinn upprennandi kvikmyndagagnrýni Roger Ebert til þess að skrifa handritið. Þeir ákváðu fljótt að gera frekar paródíu af Valley of the Dolls en framhald og átti útkoman svo lítið sem ekkert skylt við upprunalegu kvikmyndina.

The Carrie Nations – Come with the Gentle People

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Carrie Nations – In The Long Run

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beyond The Valley of the Dolls fjallar um stúlknasveitina The Kelly Affair sem leitar frægðar og frama í Hollywood. Eftir að pródúserinn Ronnie “Z-Man” Barzell tekur stúlkurnar undir verndarvæng sinn breytir hann nafni þeirra í The Carrie Nations og sveitin slær í gegn. Við tekur hið venjubundna líf rokkstjarna: dóp, kynlíf, rokk og ról … lesbíulosti, klæðskipti og morð! Sem sagt hin frábærasta skemmtun.

Tónlistin sem The Carrie Nations flytur í kvikmyndinni mætti skilgreina sem einhvers konar sækadelíska sálarmúsík og er hreint út sagt frábær. Eins og ætla má þá koma leikkonurnar ekkert nálægt tónlistarflutningnum heldur þykjast spila og syngja, með mis-sannfærandi árangri. Lögin í kvikmyndinni voru samin af Stu Phillips og sungin af Lynn Carey með Barböru Robinson í bakröddum. Þegar kom að útgáfu sándtrakksins flæktust málin vegna samnings Lynn Carey fyrir og lögin voru tekin upp að nýju með söng Amy Rushes. Benda má að nýleg endurútgáfa sándtrakksins inniheldur báðar útgáfurnar af Carrie Nations lögunum svo nördar geta skemmt sér við samanburð.

The Carrie Nations – Find It

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Carrie Nations – Sweet Talking Candyman

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi tekið myndinni fálega á sínum tíma hefur hún hlotið uppreisn æru á síðari árum og lendir ósjaldan á listum yfir uppáhaldskvikmyndir gagnrýnenda í dag. Áhorfendur hrifust þó frá upphafi af myndinni sem varð ein af stærstu smellum Fox árið 1970 og hlaut fljótt költstatus. Meðal þeirra sem hrifust af Beyond the Valley of the Dolls var hljómsveitin Sex Pistols og umboðsmaður þeirra, Malcolm McLaren, fékk Meyer og Ebert til þess að gera kvikmyndina Who Killed Bambi? með meðlimum Sex Pistols í aðalhlutverki árið 1977. Fox átti að fjármagna verkefnið en forsvarmenn kvikmyndaversins fengu sjokk við lestur handritsins og hættu við þátttöku sína þegar aðeins nokkrir dagar voru liðnir af tökum. Kvikmyndin var því aldrei gerð en áhugsamir geta skoðað handritið á bloggi Roger Eberts.

Á YouTube eru fjölmörg klipp úr Beyond the Valley of the Dolls og m.a. hin fínasta heimildarmynd um gerð kvikmyndarinnar. Kíkjum að lokum aðeins í partý hjá Ronnie “Z-Man” Barzell en þar má sjá Strawberry Alarm Clock spila í bakgrunni:

Ný lög frá Vampire Weekend, Beck ofl. í vampýrumynd

Það má með sanni segja að Twilight myndaflokkurinn sé með þeim leiðinlegri sem komið hafa í kvikmyndahús á síðustu árum. Framleiðendum kvikmyndanna má þó hrósa fyrir að velja áhugaverða músík í myndirnar og kynna vampýruóðum unglingum fyrir áhugaverðum tónlistarmönnum. Í New Moon frá síðasta ári áttu m.a. Thom York og Grizzly Bear lög og í nýjustu kvikmyndinni, Eclipse, má heyra Beck og Bat For Lashes leiða saman hesta sína og ný lög frá Fanfarlo, Band of Horses – og svo að sjálfsögðu Vampire Weekend (það hlaut að koma að því!) Tékkum á tveimur af sándtrakkinu!

Vampire Weekend – Jonathan Low

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beck & Bat For Lashes – Let’s Get Lost

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Blonde Redhead í Dungeons & Dragons

Tríóið Blonde Redhead samdi og spilaði nýlega tónlist fyrir væntanlega heimildarmynd um hlutverkaleikinn Dungeons & Dragons sem nefnist The Dungeons Masters og verður hún frumsýnd innan skamms. Myndina gerði kvikmyndagerðarmaðurinn Keven McAlester, sem áður gerði hina fínu You’re Gonna Miss Me sem fjallaði um snillinginn hugsjúka Roky Erickson úr sækadelíusveitinni The 13th Floor Elevators, og verður fróðlegt að sjá hvernig að hann tæklar hlutverkjaleikjanörda. Upphafs- og endalög The Dungeons Masters hafa verið gerð opinber, spyrnt saman í einn lítinn mp3 – veskú:

Blonde Redhead – Il Padroni (Main Theme/Final Reprise From The Dungeon Masters)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rjómajól – 13. desember

Í jóladagatalinu í dag finnum við fyrir eina verstu jólaplötu sem komið hefur út. Já, ég veit að við lofuðum að Rjóminn myndi sniðganga vonda jólatónlist en hljómplatan Christmas in The Stars: Star Wars Christamas Album með C3PO og R2-D2 er svo hrikalega vond að hún fer hringinn og er orðinn einstaklega skemmtileg (á sérstaklega vondan hátt).

Á plötunni heyrum við C3PO í miklu jólastuði hrífa R2-D2 með sér og fabúlera um jólaundirbúning og hvað í ósköpunum þeir ættu að gefa wookie í jólagjöf! Úff! Hljómplatan kom út árið 1980 og þykir líkt og hinn alræmdi The Star Wars Holiday Special jólaþáttur vera mikill lýtir að á sögu Star Wars. Ég er viss um að George Lucas myndi glaður vilja brenna öll eintök af þessari plötu ef hann kæmist yfir þau. Þess vegna verðum við barasta að tékka á tveimur hljóðdæmum…

Star Wars – Christmas In The Stars

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Star Wars – Sleigh Ride

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Heimildamynd um Ólaf Arnalds til sýnis á netinu

Heimildamyndin Himininn er að hrynja…en stjörnurnar fara þér vel eftir Gunnar B. Guðbjörnsson fylgir eftir tónlistarmanninum Ólafi Arnalds frá tónleikum hans á Airwaves til tónleikaferðalagi hans um Bretland árið 2008, en þeir tónleikar voru lokahnykkurinn á margra mánaða tónleikaferðalagi Ólafs. Myndin er ágætis kynning á tónlistarmanninum og má sjá hana hér að neðan, í þremur pörtum.

Heimildarmynd um Wesley Willis

Mig langar að vekja athygli lesenda á ansi áhugaverðri heimildarmynd um utangarðstónlistar- og myndlistarmanninn Wesley Willis. Willis varð mikið költ á síðasta áratug þegar hann sendi frá sér hvern diskinn á eftir öðrum með eigin músík, lögin hljómuðu reyndar oft mjög svipuð en bráðskemmtilegir textar vógu á móti. Willis söng m.a. um allar helstu stórstjörnur 10. áratugarins, gosdrykki, skyndibita og ofurhetjur, en meðal smella hans voru “I Wupped Batman’s Ass”, “Alanis Morrisette”, “Rock ‘N’ Roll MacDonalds” og “Cut the Mullet”. Pitchfork-TV sýnir núna heimildarmyndina Wesley Willis’s Joy Rides frá 2008 í eina viku og hvet ég alla til að kíkja og kynnast snillingnum!

Sigur Rós í kvikmynd

1Á næsta ári kemur út bresk kvikmynd sem nefnist „The Boys Are Back“. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hljómsveitin Sigur Rós mun ljá myndinni tónlist sína. Sjö Sigur Rósar lög og eitt lag með Riceboy Sleeps að auki munu heyrast í myndinni. Samkvæmt heimildum Rjómans eru lögin „Illgresi“, „Festival“, „Fljótavík“, „Straumnes“, „Ára bátur“, „Inní mér syngur vitleysingur“ og „Samskeyti“. Þau eru því öll af nýjustu plötu sveitarinnar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, fyrir utan „Samskeyti“ sem var á ( ). Að sögn leikstjórans Scott Hicks notaði hann lög sveitarinnar tímabundið sem tónlist myndarinnar en fannst þau passa svo vel inn í að hann hafði samband við sveitina til að fá leyfi fyrir þeim. Hann hafði heyrt að hljómsveitin væri varasöm á það í hvað tónlist þeirra væri notuð en lagði upp í ferð til Íslands til að sýna þeim myndina – og þeir „einfaldlega elskuðu hana“.

Eins og margir muna slógu Sigur Rós fyrst rækilega í gegn erlendis eftir að hafa leyft lög sín að hljóma í Hollywood-myndinni Vanilla Sky. Eftir kvikmyndina Heima er svo ljóst að þeir eru engir nýgræðingar í samantvinnuðum kvikmyndum og tónlist og ætti því að vera spennandi að sjá útkomuna.

Thom Yorke og Grizzly Bear í vampýrustuði

Það eru ekki bara aðdáendur unglingavampýrumynda sem bíða eftir kvikmyndinni New Moon, sem er númer tvö í Twilight seríunni sem virðist tröllríða jarðkringlunni um þessar mundir. Tónlistaráhugamenn hafa ekki síður ástæðu til að hlakka til því hljóðrás myndarinnar mun vera skreytt með allskyns áhugaverðri nýrri músík. Þar má meðal annars heyra lög með Thom Yorke, Editors, Death Cab For Cutie sem og dúetta milli Bon Iver og St. Vincet og svo milli Grizzly Bear og Victoru Legrand úr Beach House. Sándtrakkið er væntalegt á geisladiski á næstu vikum en nokkur lög hafa fundið sér leið í netheima. Þau sem ég hafði áhuga á eru meðal þeirra og hljóma bæði últra vel, svei mér þá:

Grizzly Bear – Slow Life (Feat. Victoria Legrand)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Thom Yorke – Hearing Damage

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokk og ról á RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð (RIFF) stendur yfir dagana 17.-27. september og eins og fyrri ár þá er af nóg að taka fyrir tónlistarunnendur sem og kvikmyndaböffa. Á hátíðinni er sér flokkur fyrir tónlistarmyndir sem nefnist Sound on Sight og í honum eru sjö kvikmyndir að þessu sinni, þar á meðal þrjár nýjar íslenskar heimildamyndir um Hjálma, Ólaf Arnalds og Eistnaflug tónlistarhátíðina.

Sounds on Sight (smellið á titil fyrir nánari upplýsingar)

Bráðna (UK) 2009, Philip Clemo

Eistnaflug 2008 (ICE) 2009, Atli Sigurjónsson

Er ég nægilega svartur, að þínu mati? (SWE) 2009, Göran Olsson

Himininn er að hrynja … en stjörnurnar fara þér vel (ICE) 2009, Gunnar B. Guðbjörnsson

Hróarskelda (DK) 2008, Ulrik Wivel

Hús fullnægjunnar (US) 2009, Jesse Hartman

Hærra ég og þú (ICE) 2009, Bjarni Grímsson & Frosti Jón Runólfsson

Fjöldi annarra tónlistartengra kvikmynda eru einnig sýndar; vísindaskáldsöguvestrasöngleikjamyndirnar Stingray Sam og The American Astronaut eftir Cory McAbee, Amadeus eftir heiðursgestinn Milos Forman, tónleikakvikmyndin Neil Young Trunk Show í leikstjórn Jonathan Demme sem er lokamynd hátíðarinnar og svo er fágætt tækifæri til að sjá költ söngvamyndina Rocky Horror í kvikmyndahúsi á RIFF.

Að auki eru nokkrir tónleikar skipulagðir í kringum hátíðina; Olivier Mellano flytur nýja, frumsamda tónlist við klassískan vegatrylli Stevens Spielberg, Duel (1971), í Iðnó 20. og 21. september. Leikstjóri og aðalleikari Húss fullnægjunnar, Jesse Hartman, heldur tónleika á Batteríinu 24. september (einnig hluti af Réttum tónleikahátíðinni). Svo er það hljómsveitin Malneirophrenia spilar tvenna tónleika í tilefni RIFF, í Hinu húsinu 17. september þar sem tónlist Nino Rotta úr Guðföðurnum er í aðalhlutverki og svo á Bakkusi 24. september þar sem sveitin spilar frumsamda tónlist við kvikmynd Tod Browning, The Unknown (1927), en frítt er inn á báða tónleika Malneirophrenia.

Nánari upplýsingar um sýningar og miðaverð er að finna á heimasíðu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, riff.is.