Stúlknasveitin Dream Wife

Dream Wife

Hin nýstofnaða stúlknahljómsveitin Dream Wife hefur gefur út myndband við lag sitt “Chemistry”. Meðlimir sveitarinnar eru bæði af íslenskum og breskum uppruna. Hljómsveitin var stofnuð fyrr á þessu ári og hefur nú komið fram víðs vegar á Englandi. Þær spila draumkennt, brimbrettapop með áhrifum frá „Grunge“ senu tíunda áratugsins. Tískan frá tíunda áratugnum einkennir útlit hljómsveitarinnar.

Sveitin er leidd áfram af söngkonunni Rakel Mjöll. Hún stundar nám í sjónlistum við Listaháskólann í Brighton þar sem hún kynntist hinum meðlimum Dream Wife, hinar bresku Bella og Alice. Einnig syngur hún í hljómsveitinni Halleluwah sem hún er í ásamt forsprakka Quarashi, Sölva Blöndal.

Þrátt fyrir að sveitin hafi aðeins verið starfandi í stuttan tíma er margt um að vera. Næst á dagskrá hjá Dream Wife er að spila á tónlistarhátíðinni Dot to Dot í Bristol og síðan munu þær leggja af stað í tónleikaferðalag um Kanada í byrjun sumars. Þær munu einnig stoppa stutt við í Bandaríkjunum, þar á meðal í New York. Stefnt er á að spila í Reykjavík í lok sumars. Í síðasta mánuði gáfu þær út netútgáfu af smáskífu að nafni The Pom Pom EP en Þorbjörn Kolbrúnarson tónlistarmaður, sem hefur verið búsettur í London undanfarin ár, sá um hljóðvinnslu.

Egill – Lou Reed

Lou Reed

Meðfylgjandi er lag frá huldulistamanninum Agli. Hann vill helst ekki koma fram í eigin persónu að sinni og bað um, í gegnum krókaleiðir, að lagið sem heitir “Lou Reed” fengi að hljóma hér. Nánari upplýsingar og fleiri lög væntanleg.

Það ber að taka það fram að listamaðurinn sem hér er á ferð er ekki undirritaður.

Knife Fights

Knife Fights cover

Hljómsveitin Knife Fights gaf um daginn út plötuna I Need You To Go To Hell. Sveitin hefur verið starfandi í rúmt ár og er skipuð meðlimum úr m.a Morðingjunum, Gang Related og Just Another Snake Cult.

Platan var tekin upp í stúdíó Sýrlandi síðasta sumar og sáu þeir Finnbogi Vilhjálmsson og Friðrik Helgason um upptökur og frágang.

Nýtt lag frá Unu Stef

Lagasmiðurinn, söngkonan og tónlistamaðurinn Una Stef hefur gefið út lagið “I´ll be there” sem var tekið upp í Stúdíó Paradís í Reykjavík. Lagið er önnur smáskífa af breiðskífu Unu Stef sem er væntanleg í maí. Áður hefur hún sent frá sér lagið “Breathe”.

Rjóminn hlakkar til að heyra meira efni frá þessari hæfileikaríku stúlku.

Áhugasamir geta fundið Unu Stef á Facebook og Youtube reikningi hennar.

Ný plata frá Just Another Snake Cult

Cupid Makes a Fool of Me

Í lok síðasta mánaðar kom út nýjasta plata Just Another Snake Cult en hún nefnist Cupid Makes a Fool of Me. Platan er að öllu leiti samin, flutt, útsett, forrituð, hljóðblönduð og hljóðjöfnuð, hönnuð, klippt, skorin og límd af hljómsveitinni sjálfri. Það eru þau Þórir Bogason og Helga Jónsdóttir sem leiða sveitina en með þeim á plötunni koma m.a. fram Tumi Árnason, Tyler Martin, Shelby Turner og Dylan McKeever.

Nýtt frá Snorra Helgasyni

Snorri Helga og co.

Snorri Helgason, sem gaf út hina stórgóðu plötu Winter Sun fyrir rétt rúmum tveimur árum, er klæddur og kominn á ról með nýja plötu. Autumn Skies heitir platan sú og hefur fyrsta smáskífa plötnnar “Summer is almost gone” þegar farin að hljóma reglulega á öllum betri útvarpsstöðvum.

Þórir Georg gefur út It’s a Wonderful Life

Þórir Georg

Tónlistarmaðurinn Þórir Georg sendi nýverið frá sér plötuna It’s a Wonderful Life. Plötuna má nálgast á Bandcamp síðu listamannsins, sem og aðrar úgáfur hans, en platan mun einnig koma út á geisladisk í afar takmörkuðu upplagi og verður fáanleg í völdum plötubúðum.

Þórir Georg hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Gavin Portland, Ofvitarnir, Deathmetal Supersquad og Singapore Sling. Auk þess gaf Þórir út undir listamansnafninu My Summer as a Salvation Soldier um árabil.

Ný íslensk tónlist

The Third Sound - For A While

Hljómsveitin The Third Sound var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist “For a While…” sem finna má á væntanlegri plötu sem koma mun út í sumar á vegum Fuzz Club Records. Lagið má nú nálgast á gogoyoko.

Sebastian Storgaard, sem fram kemur undir listamannsnafninu Slowsteps, gaf nýverið út sitt fyrsta lag. Lagið, sem nefnist “Color Calling”, hefur þegar komist í spilun hjá Rás 2 og fengið umfjöllun á erlendum tónlistarvefum.

Gísli Þór Ólafsson, sem lesendur Rjómans ættu að kannast við sem listamannin Gillon, vinnur nú að sinni annarri sólóplötu. Bláar raddir heitir hún en á plötunni eru lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók hans Þrítengt frá árinu 1996. Upptökur eru komnar langt á leið, en það er tekið upp á Sauðárkróki í Stúdíó Benmen og er upptökustjórn í höndum Fúsa Ben. Fyrirhugað er að gefa plötuna út í byrjun sumars.

Fyrsta smáskífan af óútkominni hljómplötu hljómsveitarinnar GRÍSALAPPALÍSA er komin á gogoyoko og heitir lagið “Lóan er komin”.

Á gogoyoko er einnig að finna glæsilega nýja plötu Útidúr sem nefnist Detour.

Er eitthvað að fara fram hjá Rjómanum? Er komið út spennandi íslenskt efni sem Rjóminn ætti að vita af? Sendið Rjómanum línu.

Evulög

Evulög

Evulög er samvinnuverkefni þeirra Gímaldins (Gísla Magnússonar) og Evu Hauksdóttur. Tónlistin er eftir neðanjarðarpopparann Gímaldin en textarnir eftir Evu. Ýmsir listamenn koma fram á plötunni og má þar m.a. nefna Megas, Láru Sveinsdóttur, Karl Hallgrímsson og Rúnar Þór.

Pascal Pinon – Bloom

Lag af Twosomeness, nýútkominni plötu Pascal Pinon. Hljómsveitin er í skipuð þeim tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum. Platan er unnin í nánu samstarfi við Alex Somers, en hann hefur áður unnið að plötum með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós.

Ló eftir Hermann Stefánsson

Til að útkskýra plötuna eftir Hermann Stefánsson, sem tekin var upp og pródúseruð af Gísla “Gímaldin” Magnússyni, er best að gefa listamanninum sjálfum orðið:

Ló er alternatív dogmakántríplata, samin og upptekin á einu kvöldi, ýtt á Rec og byrjað að syngja án þess að hafa hugmynd um hvert fyrsta orðið á að vera, næsti hljómur, næsti hringur, samin með einfaldleikann að leiðarljósi, með hægan takt að reglu, en líka með svindli, með hálfkaraða texta á párblöðum í vasanum, hálfa hljómaganga úr fikti í minninu. Nokkurs konar vandlega undirbúin og algerlega óvænt hugljómun, sjálfskennsl utan úr geimnum.

Vonandi segir þetta ykkur eitthvað. Platan, sem er gjöf, hljómar eitthvað á þessa leið:

Nýtt frá Prins Póló

Þá er komið að því að vekja Rjómann úr rotinu og færa ykkur aftur ferska íslenska tóna. Meðfylgjandi er nýjasta lag Prinspóló en það fjallar um að vera hress og leiður og góður í tólinu. Ákveðin naumhyggja einkennir lagið og er það það fyrsta sem Prinsinn flytur vopnaður Casio skemmtara eingöngu.

Synthadelica í sókn. Gefa út Jóhann Kristinsson og Indigo

Áhugaverðir tónar berast okkur frá netútgáfunni Synthadelika en þar á bæ hafa menn verið iðnir við að gefa út íslenskt jaðarpopp og dreifa á hinar ýmsu tónlistarveitur. Umræddir tónar koma frá listamönnunum Jóhanni Kristinssyni, af væntanlegri breiðskífu hans, og Indigo, sem einnig hyggur á breiðskífu útgáfu.

Eitthvað hefur mér reynst erfitt að finna upplýsingar um þessa listamenn, fyrir utan að Jóhann hefur áður gefið út tvær plötur, en tónlist þeirra segir jú allt sem þarf og látum við hana því hljóma. Gerið svo vel.

Erlent tónaflóð

Þá er komið að því að fjalla aðeins um erlenda tónlist sem Rjómanum hefur borist undanfarið. Þetta er nú mikið til tónlist sem, þrátt fyrir að vera afar áheyrileg, nær sjaldnast að fljóta upp á yfirborðið og því um að gera að gef’enni gaum. Hver veit nema einhver af þessum ágætu listamönnum nái almennri hylli? Aldrei að vita. Þið heyrðuð þá allavega fyrst hér á Rjómanum.

Wintersleep – Nothing Is Anything (Without You)
Sennilega besta lagið af þeim sem fá að hljóma í þessari færslu að mínu mati. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar Hello Mum sem kemur út þann 12. júní næstkomandi.

Lux – The Window
Seattle band sem hljómar, eins og einn gagnrýnandinn orðaði það, “…eins og My Bloody Valentine að ráðast á The Ravonettes með eldgömlum synthesizer“. Nokkuð viðeigandi finnst mér.

Emil & Friends – Polish Girl (Neon Indian Cover)
Enn meira synth-eitthvað og í þetta skiptið frá Brooklyn. Alls ekki verra en það sem hljómar hér að ofan.

Tango In The Attic – Mona Lisa Overdrive
Viðkunnanlegt og örlítið fössí indie rokk frá Skotlandi. Alltaf hægt að treysta á að skoskurinn skili af sér einhverju bitastæðu á hverju ári.

Sick Figures – No Comfort
Forvitnilegt dúó hér á ferð sem flytur einhvað sem þeir kalla “saloonrock” en það mun vera bræðingur af pönki, kabarett tónlist, þjóðlagatónlist og blús. Sannarlega eitthvað til að kanna nánar.

Matthew de Zoete – The Good Life
Mjúkt, hlýlegt og kósí popplag sem festist nokkuð áreynslulaust í toppstykkinu og ómar þar í nokkurn tíma að hlustun lokinni. Það er nú ekki hægt að byðja um mikið meira af góðu popplagi nú til dags.

The Secret Love Parade – Mary Looking Ready
Enda þetta á þessari fínu plötu frá Hollensku chillwave sveitinni The Secret Love Parade. Fullt af grípandi lögum umvöfnum í 80’s fortíðarljóma, hljóðgerflum og töff gítarriffum á köflum. Plata sem vinnur á með hverri hlustun.

Nýtt íslenskt

Eins og farið hefur fram hjá fáum lesandanum þá er búið að vera ansi hljótt hér á Rjómanum undanfarið. Til að bæta fyrir þögnina og fylla í tómið skelli ég hér fram akfeitri og alíslenskri tónlistarfærslu par excellence. Njótið vel.

Two Step Horror – Strip

Tekið af plötunni Bad Sides & Rejects sem kom út fyrir nokkrum dögum. Platan er gefin út í tilefni ársafmælis frumburðar Two Step Horror, Living Room Music, og var við það tækifæri ákveðið að taka saman lög sem sópað hafði verið undir teppið og gefa út. Frábært framtak það.

M-Band – Misfit

M-band er einstaklingsverkefni Harðar Más Bjarnasonar sem nýverið gaf út afar frambærilega samnefnda sex laga EP plötu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vax – Come’on

Nýtt lag frá þessari ágætu hljómsveit sem loksins er farin að láta í sér heyra eftir nokkra mánaða dvala. Hér er kunnugleg og kósý hippastemming alsráðandi í nokkuð grípandi og vel fljótandi lagi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gunman & The Holy Ghost – A Way Back From Civilization

Tekið af plötunni Things to regret or forget með Gunman & The Holy Ghost sem er hliðarverkefni Hákons nokkurs Aðalsteinssonar sem margir kannast eflaust við úr sveitum á borð við Hudson Wayne og Singapore Sing. Dimm, drungaleg og eytursvöl músik sem myndi sóma ser vel í hvaða David Lynch mynd sem er.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þórir Georg – Janúar

Góðvinur Rjómans hann Þórir Georg sendi frá sér plötuna Janúar í janúar. Eðal lo-fi post-punk með trommuheila, suði og surgi. Eintóm hamingja.

Gillon kominn á hljómplötu

Út er komin platan Næturgárun með tónlistarmanninum Gillon. Nætugárun er safn 9 laga sem samin voru á tímabilinu 1997-2010. Platan var tekin upp af Sigfúsi Arnari Benediktssyni í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki.

Öll lög og textar eru eftir Gísla Þór Ólafsson nema lagsins „Næturkossar“ þar sem Óli Þór Ólafsson er meðhöfundur. Auk þess eru tvö ljóð á plötunni eftir aðra höfunda, „Gyðjan brosir“ eftir Geirlaug Magnússon og „Um mann og konu“ eftir Jón Óskar.

Höfundur hefur áður gefið út 5 ljóðabækur á tímabilinu 2006-2010, seinast Sæunnarkveðju – sjóljóð, en Næturgárun er hans fyrsta plata.

Útgáfan er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.

Low Roar komin út um allan heim

Fyrsta plata Low Roar, sem er einstaklingsverkefni Ryan Karazija, er komin út þann 1. þessa mánaðar um heimsbyggða alla. Ryan, sem búsettur hefur verið hér álandi í nær tvö ár og er giftur íslenskri konu, samdi plötuna og tók upp að mestu heima í stofu síðasta vetur. Segja má að þessi fallega en ljúfsára platan endurspegli að miklu leiti tilfinningar höfundarins á þessum tímamótum sínum hér í ókunnugu landi og lífið sem hann skyldi við heima.

Diskurinn er kominn í vel valdar búðir hér á landi eins og t.d. Smekkleysu, 12 Tóna og Eymundsson auk þess sem hægt er að kaupa hann á gogoyoko.

Meðfylgjandi er eitt besta lag plötunnar og eitt af betri lögum ársins hér á landi þetta árið.