Prinspóló Jukkar yfir vefinn

Þann 10. nóvember kemur út hljómplatan Jukk með Prinspóló en þangað til ætla aðstandendur að gefa aðdáendum færi á að hlýða á alla plötuna endurgjaldslaust á glænýjum vef: www.prinspolo.com.

Skapari Prinspóló er Breiðhyltingurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar þessi lærði heimspeki hálfan vetur í lok síðustu aldar, nam síðan grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands og reyndi án árangurs að útskrifast þaðan sem hljómlistamaður. Hann var í sveit sem barn þar sem hann lærði söng með aðstoð vasadiskós og heyhrífu. Hann starfar nú sem hönnuður hjá Kimi Records og rekur menningarmiðstöðina Havarí ásamt ástkonu sinni og vini. Þess á milli dælir hann tilfinningum sínum inn á segulband. Á bak við Jukk er frekar einföld speki. Allt er jukk sem ekki á sér aðrar eðlilegar skýringar. Jukk er lýsing á atburði, ástandi eða verkfæri sem allir þekkja en á sér enga hliðstæðu. Jukk er skortur á ótilkvaddri hugsun. Allt er einhverntímann jukk. Kimi Records gefur út Jukk.

Verði ykkur að góðu: www.prinspolo.com

Prinspóló – Mjaðmir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Útgáfutónleikar Amiinu

Rjóminn þáði gott boð Amiinu og skellti sér á útgáfutónleika sveitarinnar á miðvikudagskvöldið á skemmtistaðnum Nasa. Þar fögnuðu þau, ásamt viðstöddum, útkomu plötunnar Puzzle en áður hafði Amiina gefið út plötuna Kurr sem kom út árið 2007.

Það var lágstemmd og örlítið heimilisleg stemmning á Nasa þetta kvöldið. Við félagarnir ákváðum að staðsetja okkur beint fyrir aftan mixerborðið í þeirri von að þar væri sándið sem best og urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Mixermaður kvöldsins, sem ég kann því miður ekki deili á, fær sérstakt hrós fyrir fagmannlega frammistöðu sína en honum tókst að skila vandmeðafarinni tónlist Amiinu nánast fullkomlega til áhorfenda.

Sin Fang Bous sáu um upphitun og stóðu sig ágætlega í því hlutverki. Var flutningur þeirra vandaður en kannski helst til áreinslulaus og jafnvel eilítið tilþrifalítill á köflum. Sumir gætu þó haldið því fram að upphitunarsveitir eigi að halda aftur af sér á sviði til að skyggja ekki á aðal númerið en sjálfum finnst mér ég alltaf pínulítið svikinn ef hljómsveitir leggja ekki allt sitt í flutninginn hvort sem þær eru að hita upp eða ekki.

Að flutningi Sin Fang Bous loknum var komið að Amiinu að stíga á stokk. Breytingar hafa orðið á liðskipan sveitarinnar frá því á síðustu plötu sveitarinnar en trommuleikarinn Magnús Tryggvason Eliasssen og raftónlistarmaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson, eða Kippi Kaninus eins og hann kallar sig, hafa gengið til liðs við þær Eddu Rún Ólafsdóttur, Hildi Ársælsdóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur. Er þessi breyting tvímælalaust Amiinu til góðs en nýju meðlimirnir bæta algerlega nýrri vídd við hljóm sveitarinnar og gefa henni bæði meiri dýpt og breidd.

Amiina á Inspired By Iceland tónleikunum

Lög Amiinu eru oft dáleiðandi og dreymin. Þau byrja oftar en ekki með rólegu forspili og löngum tónum en ná svo flugi með hægri en öruggri uppbyggingu og enda sum með tilfinningamiklum og upphefjandi endakafla. Lögin eru mjög myndræn, jafnvel “cinematic” ef ég má nota það orð, og til þess fallin að leyfa hlustandanum að gleyma sér í eigin hugsunum á meðan flutningi stendur. Á þessum útgáfutónleikum tókst Amiinu að miðla þessu einstaklega vel með öruggum flutningi, frábærum hljómi og draumkenndri lýsingu.

Það getur reynst hljómsveitum sem spila mjög lagstemmda tónlist erfitt að halda salnum uppteknum og með athyglina á tónlistinni og sviðinu og fer þá oft kliður og flösku- og glasahljóð að yfirgnæfa tónlistina. Þessu tók maður varla eftir þetta kvöldið og hefði jafnvel á köflum mátt heyra saumnál detta þegar angurværustu og mýkstu hljómarnir léku um salinn. Maður getur ekki annað en dregið af þessu þá áliktun að Amiina hafi gjörsamlega átt salinn og athygli allra sem þar voru. Sem er reyndar alveg skiljanlegt miðað við frammistöðu þeirra.

Amiina stóð sig einstaklega vel þetta kvöldið þrátt fyrir að margar hindranir (lítið svið, mikill fjöldi gestaflytjenda, fjöldi hljóðfæra, snúruvesen, vælandi brunakerfi o.s.frv.) hafi verið í vegi þeirra. Það verður spennandi að fylgjast með sveitinni og áframhaldandi þróun tónlistar hennar og hafi ég kost á að sjá Amiinu á tónleikum aftur mun ég sannarlega ekki láta mig vanta. Ég mæli með að þið látið sjá ykkur líka.

Sin Fang Bous – Catch the Light

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Amiina – Over and Again

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Superchunk og Pavement eru snúin aftir

Tvær goðsagnakenndar og áhrifamiklar rokkveitir frá tíunda áratugnum eru komnar aftur og hafa á síðustu vikum verið að gera sig digrar. Þetta eru Slacker-kóngarnir í Pavement og Pönk-poppkrakkarnir í Superchunk. Bæði böndin eiga það sameiginlegt að hafa verið í forsvari fyrir uppreisn óánægðra unglinga gegn vinsælli tónlist þess tíma, uppreisn sem fólst í upphafningu á sköpunarkrafti og sjálfstæði í stað upptökutækni og útlits. Pavement voru að gefa út BestOf-plötu um daginn og komu af þeirri ástæðu fram hjá grínistanum Stephen Colbert á Comedy Central, en Superchunk sem voru að gefa út plötuna Majesty Shredding heimsóttu spjallþáttarstjórnandann Jimmy Fallon og tóku lagið. Óháð því hvað segja má um áhrif eða gæði hvors bands fyrir sig, þá er alveg á hreinu hvort bandið er skemmta sér betur.

Takið eftir John Darnelle úr The Mountain Goats í mega stuði á hristunni og bakröddum.

Útgáfutónleikar Amiinu

Amiina heldur útgáfutónleika á Nasa miðvikudaginn 22. september í tilefni útkomu plötunnar Puzzle sem er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar. Miklar breytingar hafa orðið á hljómsveitinni síðan fyrri platan Kurr kom út en síðan þá hafa raftónlistarmaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson (aka Kippi Kaninus) og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen gengið til liðs við sveitina.
Húsið opnar 20.30 og mun hin frábæra hljómsveit Sin Fang Bous spila á undan.

Amiina play “Hilli”. Video by Vincent Moon

Amiina – Over and Again

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tónleikahald á næstunni

Uppskeruhátíð Wierdcore
Annað kvöld, föstudaginn 17.september, mun Weirdcore halda allsherjar tónleika og uppskeru hátíð eftir gott sumar. Fram koma nokkrir af sterkustu raftónlistarmönnum landsins: Fu Kaisha, Futuregrapher, Ruxpin og Biogen. Mikið verður lagt í að hafa alla umgjörð sem besta og eiga dansfíklar því von á góðu. Opnað verður klukkan 23 og er, ótrúlegt en satt, frítt inn!

Fu Kaisha – Porth

Biogen – Acid upbeat

Nóra og Pascal Pinon í Bókabúð Máls og Menningar
Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð bjóða upp á girnilegan menningarbræðing í Bókabúð Máls og menningar á milli 15 – 17 næstkomandi laugardag. Bræðingurinn inniheldur meðal annars lifandi tónlistarflutning kammersveitarinnar Frjókorn, Unnur Sara Eldjárn syngur og leikur á gítar og svo munu stúlkurnar í hljómsveitinni Pascal Pinon leika nokkur lög. Fleiri uppákomur, eins og ljóðalestur og ukulele-flutningur, verða einnig á boðstólnum. Að lokinni dagskrá nemenda MH, eða um kl. 17:30 mun hin rómaða hljómsveit Nóra leika lög af plötunni Er einhver að hlusta?

Pascal Pinon – Ósonlagið

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nóra – Sjónskekkja

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Varsjárbandalagið á Faktorý
Laugardagskvöldið 18. september. Efri hæðin opnar kl. 22:oo og hefst tónleikahald stundvíslega kl. 23:00. Aðgangseyrir er 1000 kr. Hljómsveitin Varsjárbandalagið heldur uppi rífandi austur-Evrópustuði hvar sem hún kemur. Á efnisskránni eru gyðingatónlist og balkanmúsík ásamt slangri af íslensku efni og eigin tónsmíðum í austantjalds-anda.

Varsjárbandalagið – Of Margir Krossar

Changer, Morðingjarnir og Vicky á Sódóma
Á Sódóma, laugardagskvöldið  18. september, eru lokatónleikar í tónleikaþrennunni Rokk Pönk Metall þar sem Hljómsveitirnar Changer, Vicky og Morðingjarnir spila saman. Tónleikar þessir eru einnig útgáfupartý Changer þar sem að þeir voru að gefa út sína 3. breiðskífu sem nefnist Darkling. 1000 kall inn.

www.reverbnation.com/changericeland

Morðingjarnir – Manvísa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýtt erlent

Hér eru nokkur ný lög erlendis frá sem sum hver hafa ekki verið fyrirferðamikil í almennri tónlistarumræðu. Það eru því góðar líkur á að lesendur vorir hafi farið á mis við þessi ágætu lög og flytjendur þeirra og skal úr því bætt hér með. Hin lögin er svo spáný og brakandi fersk.

Javelin – Oh! Centra
Íkornarapp, Nintendo hip hop og tilvísanir í Salt n’ Pepa? Er hægt að byðja um mikið meira? Lagið er að finna á fyrstu breiðskífu þessa tvíeikis frá Brooklyn sem heitir No Mas.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Steel Train – You and I Undercover
Tilfinningaríkt, stórt og útblásið en fallegt og grípandi lag. Tekið af EP plötunni Steel Train is Here.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Civil Civic – Less Unless
Hressilegt partý hér á ferð með heimsendafössi og bjögun dauðans. Tekið af EP plötunni EP1.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sufjan Stevens – Too Much
Enn eitt lagið af væntanlegri plötu Sufjan sem heitir The Age of Adz.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Menomena – Five Little Rooms
Þessi frábæra Portland sveit er tilnefnd til Grammy verðlauna (fyrir plötuumslag reyndar) fyrir plötuna Mines sem kom út fyrr á árinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MP3 hýsing í boði The Burning Ear og Chrome Waves

Kría Brekkan heldur tónleika í Norræna Húsinu

Tónlistarkonan Kría Brekkan heldur tónleika í Norræna húsinu mánudagskvöldið 27. september kl. 22, en tónleikarnir eru hluti af dagskrá RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Á tónleikunum mun Kría flytja frumsamda tónlist undir kvikmyndinni The Fall of the House of Usher eftir Jean Epstein, en myndin er frá árinu 1928 og er byggð á sögu eftir Edgar Allan Poe.

Kría heitir réttu nafni Kristín Anna Valtýsdóttir, en hún gerði garðinn frægan með hljómsveitinni múm um langt skeið. Hún hefur þó unnið með mörgum öðrum sveitum, svo sem Stórsveit Nix Noltes, Slowblow, Mice Parade og Animal Collective.

Kría Brekkan – Solush

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kría Brekkan – Wildering (Suil Version)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kria Brekkan – Place of You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þriðjudagsmix

Þá er haustið loksins hafið af alvöru og eins og lög gera ráð fyrir fylgir þungum hrammi þess aukið stress. Leti og léttvægi sumarsins víkur fyrir kröfum um aukin afköst nú þegar yfirmenn og kúnnar taka að tínast aftur til vinnu eftir sumarfrí. Þetta þýðir einnig að minni tími gefst til að sinna tónlistarbloggi sem unnið er af einskærri hugsjón. En maður reynir þó. Hér eru allavega nokkur vel valin lög til þess að lífga upp á þennan þriðjudagsmorgun.

Maserati – Pyramid of the Moon

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

FUNDERSTORM – 2000 Kids

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Brando Skirts – Bohomeless

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Manic Street Preachers – Umbrella (Rihanna cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mean Wind – Gleam Leaf Green

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Darlingside – Malea

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Edward Sharpe and the Magnetic Zeros – Home

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MP3 hýsing í boði : MBV, Chromewaves, thefmly, Kickkicksnare og Obscure Sound

Twee Tími – Seapony

Ég skal játa ég er óskaplega veikur fyrir þessu undarlega fyrirbæri sem kallast Twee Pop á ágætri ensku. Skilgreiningin á orðinu “twee” er í grófum dráttum eitthvað sem er ægilega krúttlegt og sætt. Það er nú einmitt tilfellið í flestum eða öllum þeim lögum sem ég ætla á næstu vikum (eða árum) að draga fram í dagsljósið hér, undir kaflaheitinu “Twee Tími”. Þeir sem fyrirlíta krúttlegt popp geta því hæglega forðast þessa pósta.

Twee er hinsvegar ekki alltaf bara sætt og krúttað, heldur líka röff og pönkað. Hljóðfæraskipan getur verið í meira lagi undarleg og stundum skiptir ekki máli hvað maður getur heldur hvað maður gerir. Mörkin milli Twee og annara tónlistarstefna geta sömuleiðis verið nokkuð óljós, til að mynda eru stefnur sem kallast C-86, Jangle og eitthvað sem virðist vera kallað “Anorak” nátengdar, og alla jafna er þetta allt sett undir regnhlífarhugtakið “Indie Pop”. Sjálfum hugnast mér lítt svona skilgreiningar, ef tónlist hreyfir við manni þá er það gott og blessað sama hvaða nafni hún nefnist.

Eftir ítarlegar rannsóknir hef ég komist að því að margir sem aðhyllast, og spila, svona músík hafa jafnt gaman af The Carpenters, Burt Bacharach og Serge Gainsbourg sem og Ramones og My Bloody Valentine. Oft er því sameinað á skemmtilegan hátt það sem mér finnst sjálfum best í tónlist, grípandi laglínur og rifnir gítarar. Hljómsveitin Seapony frá Seattle minnir hinsvegar um margt á þá eðal sveit Beat Happening. Hún inniheldur Jen og Danny úr Transmittens (sem ég hef aldrei heyrt nefnda heldur) og vin þeirra Ian. Fátt veit ég meira um bandið en hér eru tvö lög sem ég vona þið hafið gaman af.

Seapony á Facebook | Ye olde Myspace

Sunnudagstónlist

Það er eitthvað við sunnudaga sem fær mann til að vilja hlusta á ákveðna tegund tónlistar. Sunnudagar sem þessi, votur haustdagur, kallar á ljúfsár og jafnvel örlítið sorgleg lög. Ég setti saman smá mixtape handa ykkur til að ylja ykkur með kaffinu. Svo er bara að skríða undir sæng og láta ljúfa tónana leika um.

Lagalistinn er þessi:

1. Castaways með Shearwater
2. Oslo Novelist með Grand Archives
3. Young Bride með Midlake
4. Fables með The Dodos
5. King Of Carrot Flowers Part 1 með Neutral Milk Hotel
6. 100,000 Thoughts með Tap Tap
7. Just to See My Holly Home með Bonnie “Prince” Billy
8. Roots of Oak með Donovan
9. Safe Travels með Peter & The Wolf
10. The Monitor með Bishop Allen
11. Exodus Damage með John Vanderslice
12. God’s Highway með Tobias Froberg
13. And Now The Day Is Done með Ron Sexsmith

Ath. að lögin geta birst í annari röð en hér að ofan og að ekki er hægt aðhlaupa yfir nema 3 lög.

Nýtt erlent

Þá er komið að því enn eina ferðina að fara á hinn stóra akur Alnetsins og finna nokkur vel valin lög erlendis frá lesendum Rjómans til ánægju og yndisauka. Meðfylgjandi eru sjö afar áheyrileg lög frá jafn mörgum flytjendum. Njótið vel.

Kula Shaker – Ruby
Hver man ekki eftir slagaranum “Tattva” með Kula Shaker sem gerði það gott fyrir um fimmtán árum síðan? Nú er þessi enska nýsækadelíska poppsveit mætt aftur með plötuna Pilgrims Progress en meðfylgjandi lag er einmitt að finna á henni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Arab Strap – Daughters Of Darkness
Áður óútgefið lag með þessum þunglyndu Skotum. Lagið er að finna á Scenes of a Sexual Nature box setti sem kom út í apríl.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lower Dens – I Get Nervous
Af plötunni Twin-Hand Movement sem kom út 19. síðasta mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sunglasses – Referee
Hressileg poppgleðisýra af samnefndri EP pötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ferraby Lionheart – Pocketknife
Af plötunni Jack of Hearts sem kom út 3. þessa mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Film School – Heart Full of Pentagons
Tekið af plötunni Fission sem kemur út 31. þessa mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

She Sir – Lemongrass
Tekið af Yens 7″ sem kom út í byrjun árs.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tónleikar í æfingarhúsnæði Sudden Weather Change á menningarnótt

Sudden Weather Change ætla að bjóða öllum sem vilja að koma á ótrúlega skemmtilega menningarnæturtónleika í æfingarhúsnæðinu sínu fyrir neðan Tónlistarþróunarmiðstöðina (TÞM) að Hólmaslóð númer tvö úti á Granda.  Ætla þeir að spila öll lögin af væntanlegri EP-skífu sem þeir félagar voru að taka upp með Ben Frost.

Nolo munu líka stíga á stokk en undir lokin munu Sudden strákarnir taka lagið með þeim og verður þá lagið “The Saan Rail” frumflutt.

Munu Sudden bjóða uppá grillaðar pylsur og kakó og fleira góðgæti en annars er það bara BYOB.  Eftirá munu allir safnast saman fyrir utan æfingarhúsnæðið og horfa á flugeldasýninguna frá öðru sjónarhorni. Svo verður bara stuð fram á rauða nótt.

Tónleikarnir byrja stundvíslega klukkan 21:00 en byrjað verður að grilla kl. 20:00

Sudden Weather Change – The Whaler

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nolo – Pretty Face

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Weezer – The 8-bit Album

Pterodactyl er lítið netlabel sem sérhæfir sig útgáfu tölvuleikjatónlistar eða svokallaðrar “chip” tónlistar. Þar á bæ hafa menn tekið sig saman og gefið út, frjálsa til niðurhals, safnplötu til heiðurs nördrokksveitinni Weezer. Útkoman er nokkuð skondin og áhugaverð og verður að segjast að sum lög hljóma jafnvel betur svona heldur en upprunalega.

Áhugasamir geta nálgast plötuna hér.

Buddy Holly – nordloef

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The World Has Turned And Left Me Here – Bit Shifter

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dad Rocks!

Geimfarinn Snævar

Maður er nefndur Snævar Njáll Albertsson og listamannsnafn hans er Dad Rocks!. Hann er pabbinn sem rokkar en nafnið fékk hann frá barnungri dóttur sinni sem er einnig er hans helsti innblástur og andargift. Snævar blandar saman órafmögnuðum gítar, píanói, harmonikku, trompet, klappi og stappi og örlitlu hip-hoppi til að framkalla afar áhugaverða blöndu af psych-folk og lo-fi kántrí tónlist. Sem Dad Rocks! nefnir Snævar listamenn eins og Bill Callahan, Owen, Why?, Akron/Family og Do Make Say Think sem helstu áhrifavalda. Þó er ekki með góðu móti hægt að benda á beinar tilvitnanir í þessa listamenn í tónlist Dad Rocks! og er það vel.

Snævar er allra jafna söngvarinn í dönsku hljómsveitinni Mimas en hefur nú stigið fram á sjónarsviðið einn síns liðs og hefur þegar gefið út EP plötuna Digital Age sem fáanleg er stafrænt bæði á gogoyoko og Bandcamp. Einnig má nálgast físískt eintak á vef Kanel Records.

Dad Rocks! – Aroused by Hair

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dad Rocks! – Nothing Keeps Up

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Norn

Á netinu kemur út heill hellingur af íslensku efni sem kemur ekki fyrir sjónir almennings annaðhvort vegna þess að listamennirnir nenna/geta ekki auglýst efnið eða af því að það er of mikið úti á jaðrinum til þess að fólk kynni sér það. Eitt slíkt band er Norn sem er skipuð þeim Alexöndru (Tentacles of Doom) og Fannari (Deathmetal Supersquad og Tentacles of Doom). Í apríl settu þau inn á netið 3 lög sem þau tóku með dyggri aðstoð Þóris Georgs. Tónlistin er að þeirra sögn drungapönk í anda Wipers, Christian Death og Vonbrigða. Lögunum má hlaða niður af mediafire, alveg ókeypis. En til að auðvelda ykkur þetta ætla ég að setja upp fyrsta lagið Nótt hérna fyrir neðan.

Norn – Nótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5 ný á mánudegi

Það er fátt betra til að rífa mann upp eftir helgina og takast á við nýja vinnuviku en glæný og fersk tónlist af tegund þeirri sem kennd er við indie. Hér eru því fimm lög sem vakið hafa hvað mest umtal á Netinu síðustu daga. Ef Internetið segir að það sé gott þá á það ekki að geta klikkað, eða hvað?

Frankie Rose and The Outs – Little Brown Haired Girls
Þann 21. september næstkomandi mun fyrsta plata Frankie Rose, sem einhverjir kannast eflaust við úr sveitum eins og Crystal Stilts, Dum Dum Girls og Vivian Girls, koma út. Í fréttatilkynningu segir að platan hljómi eins og “…ef Cocteau Twins og Shangri-Las hafi komist yfir tímavél og ákveðið að gefa út plötu saman með Phil Spector sem upptökustjóra”. Miðað við hljóðdæmið hér að neðan þá hljómar það nokkuð nærri lagi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Best Coast – Boyfriend
Af plötunni Crazy for You sem kemur út þann 27. þessa mánaðar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

School of Seven Bells – Windstorm
Af plötunni Disconnect From Desire sem kemur út á morgun.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Thermals- I Don’t Believe You
Af væntanlegri fimmtu plötu sveitarinnar sem heita mun Personal Life.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Maps & Atlases – Solid Ground
Af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Perch Patchwork, sem kom út á fimmtudaginn síðasta.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Jóhann Kristinsson – Tigers (live)

Um daginn héldu Jóhann Kristinsson og Jón Þór Ólafsson (Isidor, Lada Sport, Dynamo Fog) tónleika á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Flutningur þess fyrrnefnda var tekinn upp og er kominn í heild sinni á netið. Um að gera að tjekka á því, sem og nýju plötunni hans Tropical Sunday, enda gæðstöff.

Nýtt erlent

Byrjum á aðal númerinu. Út er komin ný plata með !!! (Chick-Chick-Chick) og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar sem heyrt hafa. Sjálfur hef ég nú ekki heyrt nema nokkur lög og verð að játa mig allt annað en yfir mig hrifinn. Meðfylgjandi lag er þó alveg þolanlegt áheyrnar enda með grípandi takt og töff bassagang.

!!! – AM/FM
Af Strange Weather, Isn’t It? sem væntanleg er þann 23. eða 24. ágúst næstkomandi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Crocodiles – Sleep Forever
Titillag nýjust plötu sveitarinnar sem væntanleg er á næstunni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Phantogram – You Are The Ocean
Tekið af plötunni Eylid Movies.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Whitesand Badlands – Blank Czech
Tekið af 7″ Blank Czech/Humans #1 sem hægt er að nálgast hér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Viernes – Glass Windows
Tekið af Sinister Devices, nýlegri fyrstu plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Guidance Counselor – I Don’t Wanna Think
Af samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Weezer – Represent
Rivers Cuomo er víst ægileg fótboltabulla og samdi þetta lag til stuðnings Bandaríska landsliðinu á HM. Lengi getur vont versnað!

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.