Eistnaflug 2012 keyrð í gang

Rokkhátíðin Eistnaflug var sett í áttunda sinn á Neskaupstað í gærkvöldi. Það var í höndum hinnar ungu og íslensku harðkjarnasveitar, In Company of Men að kveikja á græjunum og hita vel. Aðstandendur telja að um 1300 manns hafi sótt hátíðina í Egilsbúð í gærkvöldi og enn streyma gestir að Neskaupstað. Auk In Company of Men léku m.a.  Momentum, Moldun, Hellvar, Wistaria,  Gone Postal, Innvortis og Sólstafir fyrir flösuþeytingum og sveiflu í gærkvöldi.
Tónleikar hefjast að nýju klukkan 15 í dag og standa fram eftir kvöldi. Meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Dr.Spock, Vicky, The Vintage Caravan, Hljómsveitin Ég, Celestine, Endless Dark, Skálmöld og Severed Crotch svo eitthvað sé nefnt.

Hátíðinni lýkur svo á laugardag með framkomu Botnleðju, I Adapt, Muck, Dimmu og bandarísku sveitarinnar Cephalic Carnage auk fjölda annarra listamanna.

Enn er hægt að nálgast miða við hurð í Egilsbúð, Neskaupstað fyrir komandi kvöld en einnig er hægt að nálgast dagspassa fyrir annan hvorn daginn á 5.000 krónur stykkið.

Eistnaflug haldið í áttunda sinn

Eistnaflug verður haldið í áttunda sinn dagana 12 – 14 júlí næstkomandi í Egilsbúð í Neskaupstað.

42 hljómsveitir spila á hátíðinni þar á meðal Cephalic Carnage frá Bandaríkjunum, Sólstafir, Skálmöld, Botnleðja, I Adapt, Momentum, Synarchy frá Færeyjum, The Vintage Caravan, Muck, Plastic Gods, Vicky ofl. Nánari upplýsingar og lista yfir hljómsveitir má finna á Eistnaflug.is

Miðasalan er i fullum gangi og kostar einungis 8500 krónur í forsölu. Miðarnir eru að fara hratt núna eftir mánaðarmót.

Lazyblood og Reykjavík! gefa út smáskífu með tónlistinni úr The Tickling Death Machine

Hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! hafa sent frá sér smáskífu í sameiningu með lögum sem er að finna í jaðarsöngleiknum The Tickling Death Machine, en hann hefur farið og fer enn sigurför um heiminn með sína öfgakenndu, en furðu raunverulegu, sýn á síðustu daga mannkyns. Lögin er aðeins fáanleg á tónlistarveitunni gogoyoko.

Nánar er fjallað um söngleikinn The Tickling Death Machine, hér að neðan.

Fyrstu þungarokkslögin

Ákvað að endurbirta gamla færslu vegna umræðu sem kom upp á milli nokkurra tónlistarspekúlanta varðandi gamalt þungarokk.

Ég rakst fyrir tilviljun á tæplega 3 ára gamlan umræðuþráð á Netinu þar sem heitar umræður höfðu myndast um hvað væri almennt talið fyrstu eiginlegu þungarokkslögin. Eins og gefur að skilja voru ekki allir sammála. Margir nefndu “Helter Skelter” með Bítlunum sem fyrsta þungarokkslagið á meðan aðrir töldu “Born To Be Wild” með Steppenwolf vera það fyrsta. Eftir að einn gestur spjallrásarinnar hafði hinsvegar komið því á framfæri að útgáfa Blue Cheer á “Summertime Blues” væri, tímalega séð, fyrsta þungarokkslagið virtust þó allir sammála um það.

Mig langar að blanda mér í þessa umræðu og vonandi hefja nýja hér á Rjómanum með því að birta hér þau 3 lög sem ég hef sjálfur talið vera með fyrstu almennilegu þungarokkslögunum. Athugasemdir eru vel þegnar og eldheitar umræður enn frekar. Hvað finnst þér?

Iron Butterfly – In-A-Gadda-Da-Vida (1968)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Black Sabbath – Black Sabbath (1971)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kiss – God of Thunder (1976)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Azoic – Gateways

Azoic er ný íslensk þungarokkssveit sem inniheldur m.a. meðlimi úr Atrum, Beneath og Offerings. Azoic stefnir á að gefa út sýna fyrstu plötu, Gateways, á næstu misserum og mun hún verða gefin frítt á Netinu þegar að því kemur.

Meðfylgjandi eru tvö lög af plötunni og er um að gera að hækka alveg upp í ellefu svo flösuþeytarinn í manni vakni nú örugglega af værum blundinum.

Azoic – Apeiron

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Azoic – Monasterium

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kontinuum gera samning við Candlelight Records

Íslenska trega-rokk sveitin Kontinuum hefur skrifað undir plötusamning við hið fornfræga þungarokks útgáfufyrirtæki Candlelight Records sem hefur gefið út marga áhrifaríka listamenn þungarokksins s.s Opeth, Emperor, Killing Joke og nú Orange Goblin, Fear Factory ofl. Sveitina skipa Birgir Már Þorgeirsson, Ingi Þór Pálsson, Engilbert Hauksson og Kristján Heiðarsson.  Meðlimir sveitarinnar eru ekki nýgræðingar í öfgarokki, þeir eru bendlaðir við sveitirnar Potentiam, Dark Harvest, I Adapt og Ask the Slave. Von er á fyrstu plötu sveitarinnar Earth Blood Magic innan tíðar.

Entombed snýr aftur!

Gleðjast nú flösuþeytarar nær og fjær! Entombed snýr aftur!

Entombed kemur frá Svíþjóð og var stofnuð 1987 fyrst undir nafninu Nihilist. Hér er á ferðinni ein vinsælasta dauðarokksveit frá upphafi og hefur sveitin áður heimsótt Ísland við mikla hylli rokkara.

Með ellefu breiðskífur og fjöldan allan af stutt- og smáskífum útgefnum er Entombed ein reynslumesta sveitin í heiminum í dag með þúsundir tónleika um allan heim að baki. Hér er á ferðinni alvöru dauðarokkstónleikar á heimsmælikvarða.

Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 9. júní næstkomandi á Gamla Gauknum og er miðasala hafin á Miði.is

Entombed – State of emergency

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sólstafir með myndband og tónleika

Rokkhljómsveitin Sólstafir sendi frá sér tvöföldu plötuna Svartir Sandar á haustmánuðum síðasta árs. Platan hefur fengið einróma lof gagnrýnenda, náð inn á metsölulista á Íslandi og Finnlandi, verið á toppi fjölda lista yfir bestu rokkplötur ársins 2011 hér heima sem og erlendis og var til að mynda valin besta íslenska platan árið 2011 af Morgunblaðinu.

Í dag var fyrsta myndbandið við lag af plötunni frumsýnt á þýsku Metal Hammer síðunni, en myndbandið er við lag númer tvö á fyrri plötunni – „Fjara“. Myndbandið gerðu Bowen Staines og Gunnar B. Guðbjörnsson en dúóið ættu íslenskir tónlistaráhugamenn að kannast við þar sem þeir eru mennirnir á bak við Airwavesmyndina Where’s the Snow?! og vefþættina Sleepless in Reykjavík svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandinu kennir ýmissa grasa; hefðbundið íslenskt landslag kemur við sögu en nær að halda sér klisjulausu með viðbótum eins og blóðugum uppvakningum og skeggjuðum pípureykingarmönnum. Rjóminn er að minnsta kosti hrifinn, myndbandið má sjá hér að neðan.

Þann 9. febrúar munu Sólstafir svo ásamt fjölda gesta – í fyrsta og eina skipti – flytja plötuna í heild sinni og stefnir allt í hörku tónleika. Tónleikarnir fara fram í Gamla bíó (Íslensku óperunni) og má nálgast miða hér.

 

Potentiam

Potentiam er ein af fyrstu Íslensku svart-rokk hljómsveitunum en lítið hefur farið fyrir sveitinni síðustu ár. Potentiam hefur gefið út þrjár plötur í fullri lengd síðan sveitin hóf störf 1997. Fyrstu tvær skífurnar voru gefnar út í gegnum Avantgarde Music en sú þriðja í gegnum Schwarzdorn Productions í Þýskalandi. Potentiam vinna nú að fjórðu plötunni sem mun vonandi líta dagsins ljós fljótlega á nýju ári.

Meðfylgjandi er endurhljóðblandað, óútgefið lag með svietinni sem frjálst er til niðurhals.

Potentiam – Shapes of Illicit Flows

Quarashi Anthology

Út er komin safnplata hljómsveitarinnar Quarashi sem nefnist Anthology en um er að ræða 42 laga safnpakka frá 8 ára ferli hljómsveitarinnar. Tónlist.is býður uppá tvö áður óútgefin (og óheyrð) Quarashi lög í kaupbæti með plötunni en þau verða aðeins fáanleg hjá okkur. Þetta eru lögin “Shady Lives” sem var gert með Opee árið 2003, stuttlega eftir að “Mess it Up” varð vinsælt og lagið “An Abductee” sem var gert fyrir Jinx en rataði ekki á plötuna.

Anthology pakkinn sjálfur er svo stútfullur af vinsælu og sjaldgæfu efni frá Quarashi. Sjaldan eða aldrei hefur hljómsveit náð að gera upp feril sinn með jafn skilvirkum hætti án þess þó að vera einungis að gefa út áður útgefið efni. Pakkinn er því bæði hugsaður fyrir þá sem vilja eignast öll vinsælustu lög sveitarinnar í hvelli og hörðustu aðdáendurna sem vilja fá meira fyrir sinn snúð. Þannig vill sveitin kveðja aðdáendur sína – með því að tryggja að hinsta útgáfa Quarashi sé sem glæsilegust.

Quarashi – Shady Lives (feat. Opee)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sólstafir með hlustunarveislu á Bakkusi

Rokkhljómsveitin Sólstafir stendur fyrir hlustunarveislu þar sem nýjasta platan þeirra, Svartir Sandar, verður spiluð í heild sinni fyrir utan eitt lag sem hljómsveitin mun spila “live”. Platan verður til sölu á staðnum og léttar veitingar í boði.

“Við erum mjög sáttir við viðtökurnar sem platan hefur fengið”, segir Sæþór Maríus Sæþórsson, gítarleikari hljómsveitarinnar, en nýjusta afurð Sólstafa hefur víða fengið fullt hús stiga hjá gagnrýnendum og fyrsta upplag er uppselt í forsölu. Platan kemur út föstudaginn 14. október í Evrópu og 18. október í Bandaríkjunum.

Fjöldi gesta úr ólíkum áttum koma fram á plötunni. Þar má nefna Gerði G. Bjarklind útvarpsþulu, Ragnheiði Eiríksdóttur úr Hellvar, Steinar Sigurðsson saxófónleikara, Halldór Á. Björnsson úr Esju (og Legend) og Hallgrím Jón Hallgrímsson sem áður var í Tenderfoot.

Hlustunarveislan verður á Bakkusi laugardaginn 15. október á milli kl. 18.30 og 20.00.

Sólstafir – Fjara

Iceland Airwaves ’11: Liturgy

Allir verða að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Og metal- og aðrir harðkjarnahausar ættu geta fengið eitthvað fyrir sinn hjá amerísku svartmáls sveitinni Liturgy. Bandið á að baki sér tvær breiðskífur; Renihilation, frá árinu 2009, og Aesthethica sem kom út í maí á þessu ári á vegum Thrill Jockey. Músíkin er níðþung, riffin þéttofin og sem betur fer: engir vandræðalegir, sinfonískir tilburðir. Þeir sem eru með blæti fyrir líkfarða verða því miður að leita á önnur mið, því eftir því sem ég best veit þá eru hér á ferðinni fjórir, Brooklynskir stælgæjar (þýðing á enska orðinu hipster, fundin í orðabók).

Liturgy þeyta flösunni aðfaranótt sunnudags kl. 00.20 á Amsterdam.

Liturgy – Returner (af Aesthethica)

Sólstafir – Fjara

Sólstafir senda frá sér tvöfalda plötu þann 14. október næstkomandi hjá Season of Mist útgáfunni. Mun hún heita Svartir Sandar og verður meðfylgjandi lag, “Fjara”, þar að finna. Ef eitthvað er að marka þetta fyrsta lag sem tónlistarunnendur fá að njóta af plötunni væntanlegu er ljóst að von er á góðu frá þessum mögnuðu rokkurum.

Sólstafir – Fjara

Ný lög og tónleikaferð Myrká

Hljómsveitin Myrká frá Akureyri mun halda í sína aðra tónleikaferð til Bandaríkjanna þann 16. september og mun þar koma fram á 8 tónleikum í New York og New Jersey. Lokatónleikar sveitarinnar verða svo á The Saint í New Jersey þar sem margar af þekktustu hljómsveitum Bandarkíkjanna koma reglulega fram.

Í tilefni tónleikarferðarinnar mun hljómsveitin einnig gefa út fyrstu tvö lögin af annari plötu sveitarinnar sem væntanleg er síðar á árinu en fyrri plata Myrká kom út í byrjun árs 2010. Nýju lögin heita “By your tree” og “Hypothetical world”. Lögin eru fáanleg á www.myrkamusic.com og www.gogoyoko.com.

Myrká mun svo halda burtfarartónleika á Dillon Rockbar í kvöld, fimmtudaginn 15. september, ásamt hljómsveitinni Dark Harvest. Tónleikarnir hefjast kl 22:00.

Frekari upplýsingar og dagskrá tónleikaferðarinnar má finna á www.myrkamusic.com.

Nokkrar áhugaverðar útgáfur í september

Annie Clark, betur þekkt sem St. Vincent, sendi frá sér sína þriðju hljóðversplötu í vikunni. Spekúlantar höfðu beðið skífunnar af mikilli óþreygju enda hefur stúlkan stimplað sig inn sem sérlega hugmyndríkur og frambærilegur lagasmiður á síðustu árum. Platan ber titilinn Strange Mercy og hefur raunar hlotið einróma lof gagnrýnenda á undanförnum dögum. Lagið hér að neðan, “Surgeon”, er fyrsti singúll plötunnar og gefur fögur fyrirheit.

St. Vincent – Surgeon

Spencer Seim og Zach Hill eru aðalsprautur stærðfræðirokksveitarinnar Hella. Tripper, fimmta breiðskífa bandsins, kom út núna á dögunum og getur undirritaður vottað að platan er full af eðal gítarhávaða og taktrúnki. Á síðustu breiðskífu dúetsins var dúettnum breytt í kvintett en á þessari skífu eru félagarnir aftur orðnir tveir. Hlýðið á fyrstu smáskífuna, “Yubacore”, hér að neðan.

Hella – Yubacore

Bandaríski tónlistarmaðurinn Toro y Moi kom og lék fyrir Airwaves-gesti í fyrra. Þá til að kynna sína fyrsu breiðskífu Causers of This. Núna er númer tvö komin út, Underneath the Pine, og gefur hún þeirri fyrri ekkert eftir. Toro y Moi framreiður hrærigraut af rokki, poppi, elektróník og fólki og er útkoman nokkuð hressileg. “How I Know” er þriðja smáskífa plötunnar.

Toro y Moi – How I Know

Wilco, með Jeff Tweedy fremstan meðal jafningja, gefur út sína áttundu hljóðversplötu í lok mánaðarins. The Whole Love kallast gripurinn og er það dBpm, útgáfufélag Wilco-manna, sem gefur út. Fyrsta lagið af plötunni, “I Might”, hefur nú fengið sjálfstætt líf á netinu og ber lagið þess merki að dulítil stefnubreyting eigi sér stað frá síðustu plötu. Allt gott og blesssað.

Wilco – I Might

Svo er um að gera að kíkja á ögn eldri færslur, ef þær skildu hafa farið framhjá ykkur, því:

Sóley í hljómsveitinni Seabear gaf út sína fyrstu breiðskífu, We Sink, á dögunum.

Rokkafarnir í Ham sendu frá sér Svik, Harm og Dauða.

Hljómsveitin 1860 gáfu út sína Sögu.

Hermigervill gaf út ábreiður af vinsælum íslenzkum lögum.

Hellvar smellti í breiðskífuna Stop the Noise.

Nýtt lag frá Trust the Lies

Íslenska post-hardcore sveitin Trust The Lies hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir “Remember These Moments”. Það var ekki minni maður en sjálfur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem sá um upptökur en lagið verður að finna á væntanlegri sjálftitlaðri plötu sveitarinnar sem væntanleg er í lok árs.

Trust The Lies – Remember These Moments