HAM – Svik, harmur og dauði

Eftir rétt um 20 ára bið hélt hin goðsagnakennda sveit HAM loks í hljóðver og tók upp nýja plötu! Platan hefur hlotið nafnið Svik, harmur og dauði og kemur út á vegum Smekkleysu þann 1. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu eiginlegu hljóðversplötu HAM frá því að Buffalo Virgin kom út árið 1989 og því ljóst að margir hafa beðið lengi með eftirvæntingu eftir nýju efni frá hljómsveitinni.

Nú þegar hefur landanum gefist tækifæri á að heyra forsmekkinn af því sem koma skal með laginu „Ingimar“ sem hefur trónað ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðvana undanfarnar vikur. Þá hefur hljómsveitin sent frá sér nýtt lag sem má gera ráð fyrir að fái að hljóma á öldum ljósvakans, en það er lagið „Dauð hóra“.

Til að fagna langþráðri bið munu HAM-liðar blása til heljarinnar útgáfutónleika þann 8. september næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir á Nasa og sér hljómsveitin Swords of Chaos um upphitun.

Á menningarnótt næstkomandi laugardag gefst aðdáendum sveitarinnar tækifæri til að taka forskot á sæluna og panta plötuna áður en hún kemur í verslanir. Það er hægt að gera í verslun Smekkleysu við Laugaveg þar sem hægt verður að forpanta plötuna á sérstöku tilboðsverði og fá um leið kóða til niðurhals. Einnig verður þar hægt að tryggja sér miða á útgáfutónleikana á tilboðsverði jafnt sem tónleikamiði og plata verða seld saman með sérstökum afslætti. Miðasala fer einnig fram á midi.is frá og með laugardeginum nk.

HAM – Ingimar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bandaríska Svartmálmssveitin Negative Plane í Reykjavík 6. Ágúst

Bandaríska Svartmálmshljómsveitin Negative Plane mun enda sinn fyrsta Evróputúr með tónleikum í Reykjavík laugardaginn 6. ágúst. Íslensku svartmálmssveitirnar Abominor, Chao og Svartidauði sjá um upphitun. Tónleikarnir verða haldnir á Café Amsterdam, og verður 18 ára aldurstakmark inn. Húsið opnar klukkan 22:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 22:30. Miðaverð er 2500 kr. Ekkert verður til sparað varðandi hljóð og sviðsmynd, en hljóðkerfið verður stækkað og sviðið skreytt í anda kvöldsins.

Negative Plane – Advent Of The Beast

Ferðin til Heljar á Sódóma

Færeyska doom metal hljómsveitin Hamferð og Skálmöld munu leggja í tveggja vikna tónleikaferðalag í júlí. Fyrri vikunni verður varið á Íslandi þar sem sveitirnar munu spila í Reykjavík, Húsavík og á Eistnaflugi. Seinni vikuna munu hljómsveitirnar spila í Tvøroyri, Þórshöfn og á G!Festival í Færeyjum.

Hamferð var stofnuð í Færeyjum að hausti til árið 2008. Frumraun þeirra, Vilst er síðsta fet, var gefin út af færeysku útgáfunni Tutl í desember á síðasta ári. EP-ið þeirra hefur fengið frábæra dóma um allan heim og hafa þeir verið lofaðir fyrir frammistöðu sína á tónleikum. Í desember á síðasta ári var Hamferð tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin í Færeyjum á Planet Awards verðlaunahátíðinni. Þetta tónleikaferðalag er í fyrsta skipti sem Hamferð spilar utan Færeyja.

Skálmöld þarf vart að kynna fyrir rokkþyrstum Íslendingum, en fyrsta plata þeirra, Baldur, var einnig gefin út af Tutl. Skálmöld undirrituðu nýlega samning við Napalm Records um útgáfu á plötu sinni um allan heim og þeir hafa verið staðfestir á Wacken Open Air og Heidenfest á þessu ári.

Sveitirnar munu koma fram á tvennum tónleikum á Sódóma Rvk á morgun, þriðjudaginn 5.júlí. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 17:30 og eru þeir fyrir alla aldurshópa og verður aðgangseyrir 1000 kr.

Seinni tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir inn á þá tónleikar 1500 kr.

Hamferð – Harra Guð Títt Dýra Navn og Æra

Nýtt lag frá HAM

Hin goðsagnakennda rokksveit HAM hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist “Ingimar” og verður það að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar Svik, Harmur og Dauði sem væntanleg nú í lok ágúst.

HAM – Ingimar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Angist á Sódóma í kvöld

Hljómsveitin Angist hefur undanfarið verið að taka upp sína fyrstu plötu, EP sem inniheldur fimm ný lög. Verið er að leggja lokahönd á plötuna og ætlar hljómsveitin því að halda fjáröflunartónleika til þess að koma gripnum út.

Angist til halds og trausts verða hljómveitirnar Chao, Bloodfeud, Bastard og Abominor og verður þetta því heljarinnar veisla!

Það kostar 1000 kr. inn og opnar húsið kl 22:00 og fyrsta band fer á svið stundvíslega klukkan 22:30.

Eistnaflug 2011

Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í Neskaupstað dagana 7. til 9. júlí næstkomandi. Slær þar upp rjóminn af íslenskum rokkhljómsveitum ásamt fjórum erlendum sveitum: Triptykon frá Sviss, The Monolith Deathcult frá Hollandi, Secrets of the Moon frá Þýskalandi og Hamferð frá Færeyjum.

Af íslenskum sveitum er einna helst að nefna Eirík Hauksson sem treður upp ásamt hljómsveit settri saman af meðlimum Skálmaldar og Ham, svo auðvitað Skálmöld og Ham, Sólstafir, Dr. Spock, Brain Police, Atrum, Beneath, Mammút, Momentum, Sign og svo mætti lengi áfram telja. Allar aðrar hljómsveitir, dagskrá hátíðarinnar sem og aðrar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.eistnaflug.is.

Triptykon – Shatter

The Monolith DeathCult – Wrath of the Ba’ath

Ham – Transylvania

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sólstafir – Köld

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fjáröflunartónleikar Angistar

Hljómsveitin Angist hefur undanfarið verið að taka upp sína fyrstu útgáfu, EP sem inniheldur fimm lög og eru þau öll ný, þ.e.a.s hafa ekki verið tekin upp áður. Verið að leggja lokahönd á plötuna og ætlar sveitin því að halda fjáröflunartónleika til þess að koma gripnum út.

Föstudaginn 1. júlí verður því haldin heljarinnar veisla á Sódómu. Angist til halds og trausts verða hljómveitirnar Chao, Bloodfeud, Bastard og Abominor. Litlar 1000 kr. kostar inn og opnar húsið kl. 22:00 en fyrsta band fer á svið klukkan 22:30 stundvíslega.

Ophidian I gera samning við SFC Record

Dauðarokks hljómsveitin Ophidian I skrifaði nýverið undir plötusamning við SFC Records (Soul Flesh Collector). verður það að teljast afar góður árangur miðað við að sveitin hefur aðeins spilað á tvennum tónleikum og voru þeir báðir haldnir hérlendis.

SFC Records hefur gefið út bönd eins og Sickening Horror, Katalepsy, Cephalic Impurity ofl. Von er á plötunni í byrjun árs 2012, og verður plötuumslagið gert af Marco Hasmann en hann þykir með bestu myndlistarmönnum innan dauðarokks senunar.

Ophidian I inniheldur m.a. meðlimi úr tveim stærstu dauðarokks hljómveitum íslands, þeim Severed Crotch og Beneath.

Ophidian I – The Discontinuity Of a Fundamental Element

Sólstafir landa stórum samningi

Hljómsveitin Sólstafir skrifaði nýverið undir veigamikinn samning við franska/ameríska útgáfufyrirtækið Season of Mist. Upptökur og hljóðblöndun nýrrar plötu eru langt komnar og ný tvöföld geislaplata væntanleg í haust.

Season of Mist er ungt og ört stækkandi fyrirtæki sem hefur nokkra af risunum í þungarokksheiminum á sínum snærum. Þar ber helst að nefna hljómsveitirnar Morbid Angel, Mayhem, Jarboe, Watain, Atheist, The Dillenger Escape Plan og Cynic.

„Við vorum í samningaviðræðum við þrú stór fyrirtæki, en fleiri sýndu einnig áhuga“ útskýrir Sæþór Maríus Sæþórsson, gítarleikari Sólstafa. „Hin tvö fyrirtækin eru reyndar stærri en Seasons, en annað þeirra er hálfgerð risaeðla á meðan Seasons of Mist hefur verið á stöðugri uppleið síðustu ár. Þeir samþykktu einnig flesta okkar skilmála og voru virkilega reiðubúnir til að koma til móts við okkur. Til að mynda lofa þeir okkur „priority release“ sem þýðir í raun að okkar útgáfa verður aðal útgáfa þeirra á því tímabili sem platan kemur út.“

Sólstafir hafa verið við upptökur á nýrri plötu síðastliðinn mánuð og er von á tvöfaldri geilsaplötu frá þeim í haust. „Við höfðum áhyggjur af því að nýja efnið okkar væri of langt fyrir venjulegan geisladisk og þegar á hólminn var komið reyndist það rétt“, segir Sæþór. „Við bjuggumst ekki við því að Seasons tæki það í mál að gefa út tvöfaldan geisladisk, en þegar við bárum þetta undir þá tóku þeir mjög vel í hugmyndina. Þegar þar var komið við sögu gátum við enganveginn beislað sköpunarkraftinn og sömdum því eitt lag til viðbótar í hljóðverinu, en það er nú ekki dæmigert fyrir okkur.“

Season of Mist gefur út nýja tvöfalda geislaplötu með Sólstöfum í haust og í kjölfarið hefst þéttskipuð tónleikadagskrá þar sem hljómsveitin spilar víðast hvar um Evrópu og einnig í Bandaríkjunum.

Sólstafir – Köld

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Roskilde 2011: Bring Me To The Horizon

Það eru ekki einungis hugljúfir og krúttlegir tónlistarmenn sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni 2011 en bresku metalcore hundarnir í Bring Me To The Horizon ætla að sprengja allt í loft upp á hátíðinni í ár. Hljómsveitin hefur undanfarin ár staðið fremst á meðal jafningja á Bretlandseyjum í sínum geira tónlistar en sveitin var stofnuð í Sheffield á Englandi árið 2004. Bring Me To The Horizon hafa sent frá sér þrjár breiðskífur og bætt á sig húðflúrum hvern dag síðan. Helflúraðir og gjörsamlega sturlaðir á sviði stefnir sveitin á allsvaðalega tónleika á Roskilde 2011 en nýjasta plata sveitarinnar, There is A Hell, Believe Me I´ve Seen It, There Is A Heaven, Let´s Keep It A Secret, kom út árið 2010 og skaust beint á toppinn í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

Aðdáendur metalcore senunnar ættu ekki að láta sig vanta á tónleika Bring Me To The Horizon á Roskilde 2011.

Skálmöld og Sólstafir á Nasa

Föstudaginn 29. apríl næstkomandi leiða tvær af stærstu þungarokkshljómsveitum landsins saman hesta sína og halda stórtónleika á Nasa við Austurvöll. Skálmöld og Sólstafir eru fyrir margra hluta sakir ólíkar sveitir og hafa ólíkan bakgrunn, en sameinast í kraftmiklu, þjóðlegu þungarokki sem snertir taugar bæði hins almenna Íslendings og hörðustu rokkara.

Báðar hljómsveitirnar hafa nýlega skrifað undir plötusamninga erlendis og er heilmikil spilamennska framundan það sem eftir lifir ári hér heima og utan. Velgengninni þykir því rétt að fagna með þessum stórtónleikum þar sem ekkert verður til sparað.

Miðasala fer fram á www.midi.is og er miðaverð 2.500 krónur.

Reykjavik Music Mess: Fossils (DK)

Danski ofurdúettinn Fossils heimsækir klakann með tromuskinn og bassagítar að vopni. Þungarokkið er keyrt í botn og fuzz-ið er til fyrirmyndar. Hraðinn er góður og stuðið mergjað. Aðdáendur hinnar amerísk/íslensku sveitar DLX/ATX ættu hér að faðma frændur sína í Fossils.

Fossils sendu frá sér plötuna Meat Rush í nóvember síðastliðinn og er hægt að hlusta á plötuna í heild sinni á vefsíðu þeirra en platan inniheldur 9 frumsamin rokklög þar sem bassaleikur og trommuleikur er afbragð.

Fossils frá Danmörku stíga á svið föstudagskvöldið (í kvöld) klukkan 23.30 á Sódóma Reykjavík og hita flösuþeytingar frygðina upp fyrir kvöldið.

Reykjavik Music Mess: Agent Fresco

Ein farsælasta rokksveit Íslands í dag, Agent Fresco, hefur verið iðin við tónleikahald allt frá sigurkvöldi Músíkiltrauna árið 2008 en drengirnir gáfu út frumburð sinn A Long Time Listening seint á síðasta ári. Hljómsveitin hélt svo upp á útgáfuna fyrir fullu húsi gesta í Austurbæ fyrir skömmu síðan og voru tónleikarnir að mörgum taldir þeir bestu í langan tíma á hinum íslenska markaði. Virðast öll hlið vera að opnast fyrir þessa ungu og efnilegu drengi en Hróarskelduhátíðin hefur boðið drengjunum að koma fram á Pavilion Junior sviði hátíðarinnar í ár ásamt stuðdrengjunum í Who Knew og fleirum góðum.

Sveitin hugar að erlendum markaði í auknu mæli og er von á fleiri tilkynningum um utanlandsævintýri Agent Fresco á næstu misserum. Gestir Reykjavik Music Mess ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa drengi en sveitin er þekkt fyrir afar þétta og líflega sviðsframkomu sem dregur jafnt aldraðan jazz-unnenda sem ungan málmhaus að sér.

Agent Fresco kemur fram í Norræna húsinu sunnudagskvöldið 17.apríl nk. klukkan 22.30.

Antares

Frá Hornafirði kemur með látum melódíska dauðarokkssveitin Antares en þessum þétta kvintett hef verið lýst sem Lamb of God okkar íslendinga. Sveitin hefur enn ekki afrekað að spila með sumum af stærri spámönnum þessa tónlistargeira hérlendis en slíkt mun sannarlega standa til bóta, enda vakti sveitin verðskuldaða athygli fyrir tveimur árum á Músíktilraunum.

Antares hefur þegar gefið út, á eigin vegum, EP plötuna Insomnia en sveitin leitar nú að útgáfufélagi sem aðstoða mun hana við frekari útgáfu og væntanlega landvinninga.

Meðfylgjandi eru tvö lög af áðurnefndri EP plötu.

Antares – Fatal Words

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Antares – Insomnia

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Today is the Day

Hin fornfræga noise-rocksveit Today is the Day kemur fram á tónleikum á Sódóma Reykjavík Laugardaginn 2. Apríl. Frægust er hljómsveitin fyrir plötur sínar Temple of the Morning Star frá 1997 og noise-coremeistaraverkið In the Eyes of God frá 1999, en sú síðarnefnda var samin í samstarfi við Brann Dailor, trommara Mastodon, sem var trommari sveitarinar á þessum tíma en gítarleikar Mastodon, Bill Kelliher, spilaði á bassa á plötuni. Í ljósi þessa var einmitt fyrsta Mastodon platan, Remission, undir miklum áhrifum af In the Eyes of God.

Forsprakki hljómsveitarinar, og eini stofnmeðlimur sem er ennþá í henni, Steve Austin er þekktur upptökustjóri í metalheiminum og hefur m.a tekið upp plötur með Lamb of God, Converge og Deadguy. Einnig er hann þekktur fyrir sérvisku sína og að það sé erfitt að vinna með honum, enda er sveitin á sínum ellefta trommara, en á síðustu plötu sinni, þeirri fyrstu og einu sem gefin var út af eigin útgáfufyrirtæki Steve´s, Supernove Records, áður en hann samdi við Black Market Activities, er einmitt níðlag er fjallar um Relapse Records, heimili Today is the Day í heilan áratug.

Today is the Day er hljómsveit sem allir 25+ kannast við, enda var hún mikið í deigluni hér á landi á gullaldarárum sínum, en nú er tækifæri til þess að bera arfleifð þeirra áfram til næstu kynslóðar.

Sveitin leikur á tveimur tónleikum sama dag. Hinir fyrri eru fyrir alla aldurshópa og hefjast kl 15:00, en hinir síðari eru með 20 ára aldurstakmarki og opnar húsið kl 22:00. Á seinni tónleikunum hita sveitirnar Klink, Momentum og Celestine upp, en þær eru allar að koma úr lævpásum og frumflytja nýtt efni á tónleikunum.

Today is the Day – The Descent

CoreFest á Sódóma

Miðvikudaginn 30. mars munu hljómsveitirnar Moldun, Wistaria og Trust the Lies troða upp (ásamt öðrum óstaðfestum böndum) á CoreFest á Sódóma Reykjavík. Byrjar ballið klukkan 21:00 og kostar 1000 kr. í beinhörðum peningum inn.

Facebook

Trust The Lies – Trust The Lies

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Músiktilraunir : Estrógen

Estrógen er samansett af fjórum drengjum sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og eru allir í kringum tvítugsaldurinn. Hugmyndin á bak við tónlist sveitarinnar er að vera mjög frjálslegir í spilun og reyna á spunahæfileika hljómsveitarmeðlima. Hljómur sveitarinnar þykir hrár en hægt er að lýsa honum sem blöndu af Metal, Rokki og Djassi. Þó sækja meðlmir sveitarinnar innblástur úr öllum áttum og segjast þeir ávallt reyna að gera eitthvað nýtt.

Estrógen – Ónefnt lag

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Momentum, Ask the Slave og Caterpillarmen á Faktorý

Momentum hefur lengi verið talin ein öflugasta hljómsveit sem íslenskt öfgarokk hefur gefið af sér. Nýjasta plata sveitarinnar Fixation, at Rest hefur komið viða við á listum yfir bestu plötur ársins 2010 og hefur hlotið frábæra dóma á íslandi og í erlendum tímaritum á borð við Metalhammer og Kerrang.

Ask the Slave hafa undanfarið vakið athygli fyrir myndband þeirra við lagið “Sleep Now”. Stutt er síðan sveitin gaf út sína aðra breiðskífu The Order of Things sem var ein af plötum ársins 2010 að mati Ómars Eyþórssonar á X.977.

Caterpillarmen spila tilraunakennda tónlist sem einkennist af spilagleið og líflegri sviðsframkomu. Þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu er nefnist einfaldlega Caterpillarmen.

Tónleikar verða Laugardaginn 12. mars á Faktorý, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík. Þeir hefjast kl 23:00 og er aðgangseyrir 1000 kr.