Tónleikatvenna L’Esprit du Clan 19. til 20. nóvember.

Þegar menn hugsa um stórar evrópskar þungarokkssveitir dettur sjálfsagt flestum fyrst í hug sveitir frá löndum eins og Bretlandi, Norðurlöndunum og jafnvel Þýskalandi og Hollandi. Frakkland er hins vegar land sem hefur kannski ekki verið mikið í sviðsljósinu hvað þungarokkið varðar, en hefur samt verið duglegt að ala af sér sveitir sem skapa frumlega tónlist í háum gæðaflokki. Sveitir á borð við Gojira, Scarve, Eths og Deathspell Omega koma þar upp í hugann.

L’Esprit Du Clan, (Spirit Of The Clan í enskri þýðingu) er ein þessara sveita. Hún var stofnuð fyrir hartnær 18 árum, árið 1992 í París, þegar meðlimirnir voru enn á menntaskólaaldri. Sameiginlegur smekkur á kraftmikilli tónlist með sterku pólitísku ívafi var lykilatriðið bakvið stofnun bandsins og á næstu árum vakti sveitin mikla athygli. Áður en fyrsta plata þeirra, EP platan Chapitre 0 (Kafli 0), kom út 1999 var nafnið l‘Esprit du Clan orðið vel þekkt í París og víðar. Í kjölfarið fylgdu stór tónleikaferðalög þar sem sveitin stimplaði sig svo um munaði inn í þungarokksgeirann og fljótlega náðust samningar við Virgin Records.

Í fyrra kom út nýjasta platan Chapitre IV: L’Enfer C’est Le Notre (Chapter 4: This Hell Is Ours) þar sem sveitin skartar stíl sem er reiðari en áður. Er það mál manna að þessi plata lyftir bandinu á nýjan stall á borð við það allra besta í metalheiminum. Með yfir 400 tónleika í gegnum árin í farteskinu hefur sveitin getið sér afar gott orð sem sterkt tónleikaband, og því verða tónleikar þeirra hér á landi eitthvað sem enginn rokkari verður svikinn af.

Fyrri tónleikar l‘Esprit du Clan verða föstudaginn 19. nóvember í Hellinum, TÞM. Húsið opnar 20:00 og hefjast tónleikarnir hálftíma seinna. Um upphitun sjá Changer og Angist.
Ekkert aldurstakmark – 1.500 kr inn.

Seinni tónleikarnir eru laugardaginn 20. nóvember á Sódóma Reykjavík. Húsið opnar 22:00 og hefst fjörið 23:30. Um upphitun sjá Changer, Skálmöld og Angist.
18 ára aldurstakmark – 1.500 kr inn.

Esprit du Clan – Et Caetera

L‘Esprit du Clan – Reverence

noise – Divided

Hljómsveit: noise
Plata: Divided
Útgefandi: noise (2010)

Í nær áratug hefur hljómsveitin noise sett svip sinn á rokksenu Íslands. Allt frá því að hafa skriðið úr bílskúrnum árið 2001 og tekið þátt í Músíktilraunum með ágætum árangri. Hljómsveitin gaf svo út sína fyrstu breiðskífu tveimur árum síðar og nú, árið 2010, sendir hún frá sér sína þriðju; Divided.

Tvíburabræðurnir Einar Vilberg og Stefán Vilberg Einarssynir hafa leitt sveitina áfram í breytilegu formi allt frá útgáfu fyrstu plötu en nú hafa bræðurnir tekið höndum saman við þá Arnar Grétarsson og Egil Rafnsson, sem fóru mikinn með rokksveitinni Sign.

Divided tekur á móti hlustanda með mun meira poppi en sveitin er þekkt fyrir. Stab In The Dark byggir á fínni laglínu sem sest ofan á einfaldan og þungan gítar sem fleytir laginu loks í verulega grípandi viðlag. Lagið, sem hefur fengið þónokkra útvarpsspilun, er hreint, einfalt og grípandi popp/rokk sem boðar þónokkrar breytingar í herbúðum noise.

Hljómsveitin má sannarlega eiga það að hún kann að grúva vel í rokkinu og koma sveitir á borð við Silverchair ,Velvet Revolver og oftar en ekki Alice in Chains (svo eitthvað sé nefnt) upp í hugann en þó helst sveitin þétt og sjálfstæð. Sea of Hurt lyktar vel af áhrifum frá Ástralíu á 10.áratuginum og Beautiful Distraction tengir sveitina við yngra rokk stórsveita í kringum aldamót. Áhrifin eru greinileg en þó engan veginn kæfandi.

Lögin The Brightest Day og Divided eru einna sterkust þegar fram í sækir á plötunni. Hröð og þungt riff í bland við sterkan söng gera lögin grípandi, dáleiðandi og oftar en ekki að örlitlum fiðringarvald fyrir neðraveldið.

noise heldur rígfast í klassíska orgíu (ef ég má orða það á þann veg) gítars, bassa og slagverka en nú eru lögin frekar skreytt harmoníum og raddútsetningum og rödd Einars er orðin mun meira hljóðfæri en áður. Textar eru ágætir á plötunni og örlítið opnari en áður. Heavy Mellow er auðskiljanlegt og endar plötuna eins og góðum rokkskífum sæmir; með góðri ballöðu í anda rokkgoða 9.áratugarins.

Platan er ekki sú frumlegasta en er heldur ekki að reyna að finna upp hjólið. Hér er einfaldlega verið að tala um þétta, grúví, grípandi og vel hljómandi rokkplötu sem ætti ekki að svíkja neinn aðdáenda rokksins né sveitarinnar sjálfrar. noise hefur hér gefið út sitt besta efni hingað til og tók það ágætis tíma að fullkomna verkið. Þetta er það sem þeim greinilega hentar best og þeir finna sig best í og það er ekkert nema gott. Plötuna má að sjálfsögðu nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko og í öllum helstu plötuverslunum.

noise fagnar útgáfu Divided á Sódóma Reykjavík í kvöld og opnar húsið kl. 22. Miðaverð er 1000 krónur við hurð og sjá Ten Steps Away og Coral um upphitun.

Einkunn: 4

Saktmóðigur

Hljómsveitin Saktmóðigur, sem á tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir, skellti sér í stúdíó fyrr á árinu og tók upp efni sem verður vonandi gefið út á breiðskífu á næstu mánuðum. Þar á meðal er meðfylgjandi lag, “2007”, sem þegar hefur verið gefið út sem smáskífa á gogoyoko. Við bíðum spennt eftir að heyra meira frá þessari fornfrægu sveit.

Saktmóðigur – 2007

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Útgáfutónleikar Momentum

Laugardagskvöldið 2. október verða haldnir útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Momentum. Þar verður fagnað útgáfu plötunnar Fixation, at Rest sem kom út 14. maí síðastliðinn. Skífan, sem er fyrsta breiðskífa(en sú þriðja í röðinni) sveitarinnar, hefur verðið að fá góðar undirtektir (m.a. hér á Rjómanum) og hefur hún meðal annars verið nefnd sem hugsanleg plata ársins.

Tónleikarnir fara fram á Faktorý, þar sem Grand Rokk var eitt sinn til húsa- Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík. Ásamt Momentum koma fram sveitirnar Muck og Gone Postal. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 og er aðgangseyrir er 1000 kr. Momentum mun spila plötuna í heild sinni og verða þeim til halds og trausts “gesta-spilarar” sem komu einnig þar fram. Molestin Records og Momentum hvetja alla til þess að mæta og láta sem flesta vita af tónleikunum, því þarna fer fram viðburður sem enginn ætti að missa af.

Kimi Records kvöld á Airwaves hátíðinni haldið í þriðja sinn

Útgáfufélagið Kimi Records verður með sérstakt kynningarkvöld (e. showcase) á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves þann 13. október, á fyrsta degi hátíðarinnar. Sjö hljómsveitir koma fram á hátíðinni og eiga þær það allar sameiginlegt að standa að útgáfu breiðskífu á árinu. Stafrænn Hákon, Snorri Helgason, Prinspóló, Miri, Benni Hemm Hemm, Swords of Chaos og Sin Fang. Kvöldið fer fram á Venue og hefst kl. 19:30.

Sin Fang Bous © Matthias Ingimarsson

Til marks um öflugt útgáfuár hjá Kimi Records eru nokkrar hljómsveitir sem ekki komast að á Kimi Records kvöldinu. Má þar nefna til dæmis S.H. Draum en Kimi Records gefur út plötuna Goð+ nú í október. S.H. Draumur kemur fram á Nasa fimmtudagskvöldið 14. október ásamt kimono, Ham og Reykjavík!. Einnig er Retro Stefson fjarri góðu gamni en þau koma þess í stað fram á Nasa á föstudagskvöldinu 15. október. Önnur breiðskífa þeirra, Kimbabwe, kemur út 18. október eða mánudaginn eftir Airwaves hátíðina.

Þetta er í 3ja sinn sem Kimi Records stendur að sérstöku kynningarkvöldi á Airwaves hátíðinni. Ávallt hafa þau verið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar og hljómsveitirnar hafa flestar fengið tækifæri til að spila tvisvar á opinberri dagskrá hátíðarinnar, sem gefur gestum hátíðarinnar fær á að kynna sér enn frekar hljómsveitir á mála hjá Kimi Records.

Stafrænn Hákon – Emmergreen

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Snorri Helgason – Ólán

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Prins Pólo – Underwear (FM Belfast cover)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Miri – Góða Konan

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Benni Hemm Hemm – FF ekki CC

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Swords of Chaos – Skeletons Having Sex on a Tin Roof

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sin Fang Bous – Advent in Ives garden

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The End is Near as Your Teeth með Swords of Chaos

Hljómsveitin Swords of Chaos sendi í gær frá sér hljómplötuna The End is Near as Your Teeth á vegum jaðarútgáfunnar Kimi Records. Hljómplötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hljómsveitin á harðan og tryggan aðdáenda hóp hér á landi eftir að hafa tryllt fólk með æsandi tónleikum og brjálaðri sviðsframkomu. Í tilefni af útgáfunni ætlar hljómsveitin að halda útgáfutónleika á Faktorý bar föstudaginn 1. október. Hljómsveitirnar Reykjavík!, Markús & The Diversion Sessions og Logn munu hjálpa þeim að gera kvöldið ógleymanlegt. Forsala miða er hafin í Havarí og er miðaverð litlar 1.000 kr.

Í tilefni af því að Swords of Chaos hafa nú loks endurheimt bassaleikara sinn tímabundið úr heimsreisu með Jónsa ætla þeir að halda litla tónleika í Menningarmiðstöðinni Havarí næstkomandi laugardag kl. 16:00, tilgangurinn er að æfa sig aðeins fyrir opnum dyrum og leyfa fólki að finna smjörþefinn að því sem koma skal.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tónleikahald næstu daga

Miðvikudagsblús er í kvöld á Café Rósenberg þar sem Blue Monday og Beebee and the bluebirds leika listir sínar. Blue monday var stofnuð um mitt ár 2009 til þess að svala spilaþorsta meðlima á ýmiskonar blústónlist, allt frá Snooks Eaglin og Leadbelly til yngri spámanna allt til dagsins í dag. Beebee and the bluebirds var stofnuð í lok síðasta árs og spila þau fjölbreyttan blús og blússkotna tónlist ásamt frumsömdu efni.

Leadbelly – Black Betty

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fimmtudagskvöldið 23. september verður rafmagnað á Faktorý. Á neðri hæðinni verður Full Moon partý með Dj Tomma White & Sir Dancelot. Á efri hæðinni munu svo Tonik, Ljósvaki og Futuregrapher halda tónleika. Frítt er inn á alla þessa skemmtun og fjörið hefst stundvíslega kl. 22:00 á báðum hæðum.

Futuregrapher – Yellow Smile Girl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laugardaginn 25. september heldur hljómsveitin Ask the Slave útgáfutónleika á Faktorý til að fagna útgáfu af sinni annari breiðskífu, The Order of Things. Ask the Slave hefur frá fæðingu sinni 2004 fundið sér heimili í íslenskri þungarokkssenu og öðlast þar goðsagnakendan orðstír fyrir frumleika og kraftmikla sviðsframkomu. Hljómsveitin hefur spilað með ógrynni íslenskra og erlendra hljómsveita og verið ómissandi þáttakandi á þugnarokkshátíðinni Eistnaflug í gegnum árin. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessum tónleikum meðal íslenskra rokkhunda. Um upphitun sér hljómsveitin Malneirophrenia og byrja tónleikarnir kl 23.00.

noise gefa út Divided

Í dag, 13.september, kemur út þriðja breiðskífa íslensku rokksveitarinnar noise. Fjögur ár eru nú liðin frá útgáfu annarrar breiðskífu sveitarinnar, Wicked og lítur nú dagsins ljós platan Divided.

Platan var tekin upp í Tankinum undir stjórn Önundar Pálssonar á sumarmánuðum 2008 en Jolyon Thomas fíngerði hina og þessa hluti fyrir sveitina í London stuttu síðar.
Platan er gefin út af hljómsveitinni sjálfri en bræðurnir og forsprakkar sveitarinnar Einar Vilberg og Stefán Vilberg eru titlaðir pródúsentar plötunnar. Lagið Stab In The Dark er fyrsta smáskífa plötunnar en myndabandi við lagið var smellt á netið um helgina og má skoða hér að neðan. Þar sést skarta nýjum meðlimum sveitarinnar, þeim Agli Erni Rafnssyni og Arnari Grétarssyni sem rokkunnendur ættu að kannast við úr hljómsveitinni Sign. Myndbandið vann sveitin með fyrirtækinu Localice.

Hægt er að nálgast plötuna í öllum plötuverslunum landsins og að sjálfsögðu hjá vinum okkar hjá gogoyoko.

15 plötur á 15 mínútum

Eitt vinsælasta athæfið meðal tónlistarunnenda þessa dagana, þá sérstaklega á Facebook, er að búa til lista með yfirskriftinni “15 plötur á 15 mínútum”. Ritstjóri ákvað að misnota stöðu sína og taka þátt í fjörinu og þá auðvitað með tilheyrandi tóndæmum eins og Rjómans er von og vísa.

1. Kiss – Destroyer
Fjórða plata Kiss sem kom út 1976 og var pródúseruð af Bob Ezrin sem m.a. gerði The Wall með Pink Floyd. Þessi mun ávallt vera mín uppáhalds plata.

Kiss – God of thunder

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2. Weezer – Weezer
Fyrsta plata Weezer (sú bláa) er af flestum talin þeirra besta plata. Verður bara betri með tímanum.

Weezer – The World Has Turned And Left Me Here

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Rentals – The Return of The Rentals
Eftir að Matt Sharp, fyrrum bassaleikari Weezer, sagði skilið við sveitina stofnaði hann hljómsveitina The Rentals og gaf hún út þessa mögnuðu plötu sem er stútfull af ljúfsáru og grípandi rokki.

The Rentals – Friends of P

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4. Public Enemy – It Take A Nation of Millions To Hold Us Back
Án nokkurs efa ein merkasta og mikilvægasta hip-hop plata sem út hefur komið. Náði 48 sæti á lista Rolling Stone yfir bestu plötur sögunnar.

Public Enemy – Don’t Believe The Hype

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5. Beck – Mellow gold
Platan sem fangaði tilvistarkreppu og tilgangsleysi hinnar svokölluðu X-kynslóðar, sérstaklega með laginu “Loser”.

Beck – Loser

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

6. Radiohead – OK Computer
Magnum opus þeirra Thom Yorke og félaga í Radiohead. Ein besta plata sem gerð hefur verið.

Radiohead – Let Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

7. Mates of State – Bring it Back
Ljúf og grípandi plata frá hjónakornunum og Íslandsvinunum Gardner og Hammel sem teljast verður þeirra besta til þessa.

Mates of State – Fraud in the ’80s

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

8. Interpol – Antics
Þó platan sé í raun beint framhald af forvera sínum, Turn On The Bright Lights, ber hún vitni um aukið öryggi í útsetningum og lagasmíðum og sýnir að með útgáfu hennar náði sveitin að fullkomna hljómheim sinn og ímynd.

Interpol – Last Exit

9. Squarepusher – Hard Normal Daddy
Fyrsta plata Squarepusher hjá Warp útgáfunni. Er hún óður til rave senunnar í Chelmsford, þar sem Tom Jenkinson ólst upp, og er að mörgum talin ein áhrifamesta platan innan IDM og drum n’ bass stefnunnar.

Squarepusher – Beep Street

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

10. Vampire Weekend – Vampire Weekend
Hin heillandi og frumlega planda of barrokk – og afrópoppi og grípandi tónsmíðar eru blanda sem fáir gátu staðist. Þar á meðal ég.

Vampire Weekend – M79

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

11. The Moody Blues – In Search of The Lost Chord
Þemaplata af psychedelic timabili sveitarinnar sem kom út 1968. Á henni sýnir sveitin allar sínar bestu hliðar og fjölhæfni í tónsmíðum og flutningi.

The Moody Blues – House of Four Doors

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

12. Figurines – Skeleton
Önnur breiðskífa þessarar dönsku indie rokk sveitar sem fengið hefur skammarlega litla athygli utan heimalandsins.

Figurines – Other Plans

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

13. Flaming Lips – Clouds Taste Metallic
Wayne Coyne voru að mínu mati upp á sitt allra besta á síðasta áratug síðust aldar. Þessi sjötta breiskífa sveitarinnar er með aðgengilegri verkum sveitarinnar og stútfull af létt geggjuðum og grípandi poppsmellum.

Flaming Lips – Bad Days

14. Pixies – Doolittle
Það þarf nú varla að fjölyrða um hana þessa. Klassík!

Pixies – Where Is My Mind?

15. Metallica – Master of Puppets
Hér eru Metallica upp á sitt allra besta og Cliff heitinn Burton í fullu fjöri. Áhrif hans á lagasmíðar sveitarinnar voru ómetanleg og eftir ótímabært fráfall hans árið 1986 tók að margra mati að halla undan fæti hjá Metallica. Meðfylgjandi lag er til vitnis um hversu frjótt samstarf þeirra Hetfield, Ulrich og Burton var.

Metallica – Orion

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Swords of Chaos eru að koma!

Fyrsta breiðskífa Swords of Chaos er nú loks tilbúin til útgáfu og mun koma út 3. september næstkomandi. Platan verður hinsvegar fáanleg í forsölu hjá Gogoyoko frá og með miðvikudeginum 25. ágúst.

The End is Near as Your Teeth heitir gripurinn og kemur út á jaðarútgáfufélaginu Kimi Records. Breiðskífan inniheldur 11 lög eftir þá Albert Finnbogason (gítar), Ragnar Jón Hrólfsson (trommur), Úlf Alexander Einarsson (söngur) og Úlf Hansson (bassi). Hljómsveitin hefur unnið að plötunni undanfarin tvö ár og fyrst núna í sumar urðu allir aðilar ásáttir um að ekki yrði gert betur. Meðal þeirra sem leggja þeim lið á plötunni er tónlistarkonan Kira Kira og sex manna brasssveit.

Um upptökur sá Friðrik Helgason, Aron Arnarsson sá um hljóðblöndun og Helmut Elrer hljómjafnaði. Umslagshönnun var í höndum Söru Riel og Svavar Pétur Eysteinsson sá um uppsetningu.

Í tilefni af forsölu þá ætlar hljómsveitin að halda for-útgáfutónleika og hlustunarteiti á Venue miðvikudaginn 25. ágúst kl. 21. Raunverulegir útgáfutónleikar verða hinsvegar haldnir 24. september á Faktorý og verða þeir auglýstir betur síðar.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ask the Slave – The Order of Things

Mikil eftirvænting ríkir meðal íslenskra rokkhunda eftir annari breiðskífu hljómsveitarinnar Ask the Slave, sem nefnist The Order of Things, og kemur í verslanir föstudaginn 20 ágúst.

Olnbogabarnið Ask the Slave hefur frá fæðingu sinni 2004 fundið sér heimili í íslenskri þungarokkssenu og öðlast þar goðsagnakenndan orðstír fyrir frumleika og kraftmikla sviðsframkomu.

The Order of Things er sannkallaður “Magnus Opus” hljómsveitarinnar. Þar er ýmsum tónlistarstefnum spyrnt saman við leikræna tjáningu og sveiflast sveitin óhikandi öfganna á milli. Platan einkennist af ringulreið og karnivalískri fegurð, sem endar með magnaðri einræðu stórleikarans Ólafs Darra Ólafssonar.

Ask the Slave hefur spilað með ógrynni íslenskra og erlendra hljómsveita og verið ómissandi þáttakandi á þungarokkshátíðinni Eistnaflug í gegnum árin. Eftir sveitina liggur Ep-platan Point to be Made (2005) og breiðskífan Kiss Your Chora (2007).

Plötuna má heyra í heild sinni á Bandcamp síðu sveitarinnar.

Severed Crotch útgáfu/kveðjutónleikar 14. ágúst

Hljómsveitin Severed Crotch gaf út plötuna The Nature of Entropy í sumar og til þess að halda almennilega upp á það heldur sveitin magnaða tónleika á Sódóma laugardagurinn 14. ágúst. Platan er fyrsta breiðskífan frá svöðusársklofinu og inniheldur hún 9 lög.

Hvað kveðjuna varðar þá er Gunnar trommuleikari sveitarinnar að flytja af landi brott og verður þetta því síðasta giggið hjá klobbanum allavega þetta árið.

Hljómsveitirnar Angist, Manslaughter og Gone Postal munu sjá um að hita lýðinn upp áður en aðal númerið stígur á stokk.

Frítt verður á tónleikana og því allir sem flösu geta þeytt hvattir til að mæta.

Meðfylgjandi er stórglæsilegt hassneyslumyndband Severed Crotch við lagið “Spawn of Disgust”.

Kveðjutónleikar Beneath

Dauðarokkshljómsveitin Beneath heldur kveðjutónleika á Sódómu Reykjavík næstkomandi föstudag, 16. júlí. Ástæðan er sú að Jóhann gítarleikari er að flytja erlendis og verður því lítið um tónleikahald hjá hljómsveitinni næsta árið. Ásamt Beneath munu Severed Crotch, Gone Postal, Gruesome Glory og Offerings spila á þessum tónleikum og eftir tónleikana mun DJ Gyða halda uppi fjörinu. Frítt er inn á tónleikana og 18 ára aldurstakmark. Húsið opnar klukkan 22:00 og fyrsta hljómsveit stígur á svið 22:30.

Beneath gáfu í febrúar út sína fyrstu plötu, þröngskífuna Hollow Empty Void sem var gefin út af plötufyrirtækinu Mordbrann Musikk. Platan hefur fengið góða dóma og hljómsveitin vinnur nú að því að koma út sinni fyrstu stóru plötu. Beneath var fyrsta íslenska þungarokkshljómsveitin til að spila á hinni virtu tónlistarhátið Wacken Open Air í Þýskalandi í fyrra og er nýlega komin til landsins aftur frá Þýskalandi þar sem þeir spiluðu á Death Feast Open Air tónlistarhátíðinni.

Meðlimir Beneath eru vel kunnir íslensku þungarokks senunni en þeir ýmist starfa eða hafa starfað með Sororicide, Changer, Atrum og Diabolus svo eitthvað sé nefnt.

Beneath – Oblivious

Eistnagleði Kimi Records

Sumargleði Kimi Records hefst á Eistnaflugs rokkkvöldi á Sódómu Reykjavík miðvikudaginn 7. júlí kl. 21:00 og munu Reykjavík!, Retron, Me, The Slumbering Napoleon, Klink og Haukur Morðingi (sem jafnframt er kynnir) stíga á stokk. Er tilgangurinn er að hita upp fyrir Eistnaflug en  hljómsveitirnar sem koma fram munu einnig spila á Eistnaflugi um komandi helgi.

Miðaverð er 1.000 kr.

Retron – Toll of Forgotten Temples

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Me, The Slumbering Napoleon – She’s a Maniac

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rokkland í beinni frá Roskilde á sunnudaginn

Rokkland verður sent út beint frá Hróarskelduhátíðinni næsta sunnudag! Hátíðin hófst formlega í gær og mun fjöldi frábærra listamanna mun stíga á stokk, t.d; Gorillaz, Jack Johnson, Muse, Prince, Prodigy, Patti Smith, Them Crooked Vultures, Alice in Chains, Kasabian, LCD Soundsystem, Florence & The Machine, Motörhead, The National, Pavement, Sick of it all, Vampire Weekend, FM Belfast, Sólstafir og Biffy Clyro og ég veit ekki hvað og hvað.

Tveir af hljóðmönnum Rásar 2 eru í lykildjobbi á Hróarskeldu í ár. Þeir Hjörtur Svavarsson og Gunnar Gunnarsson munu sjá um upptökur á þriðja stærsta sviðinu (ODEON). Þar munu þeir vinna í glæsilegum upptökutrukk í samstarfi við DR. DR sér um eitt svið, Sænska útvarpið SR um eitt svið, og RÚV – Rás 2 um eitt. Þeim til aðstoðar er einn besti upptökumaður DR sem er líka hljómborðsleikari hljómsveitarinnar TV2!

Gorillaz – Superfast Jellyfish (featuring Gruff Rhys and De La Soul)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Alice In Chains – Rooster

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Motorhead – Ace Of Spades

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pavement – Carrot Rope

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

FM Belfast – Underwear

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Myndband frá Endless Dark

Sigurvegarar hins íslenska arms Global Battle of the Bands, Endless Dark frá Ólafsvík voru að senda frá sér myndband, við sumarslagarann “Cold Hard December”. Myndbandið var tekið upp í Bretlandi og notast var við risastóra viftu til þess að ná fram epískum vindáhrifum.

Dimma, Sólstafir og Swords of Chaos á Sódóma

Þungarokksveitirnar Dimma, Sólstafir og Swords of Chaos koma allar fram á Metalmessu á Sódómu við Tryggvagötu laugardaginn 26.júní.

Sólstafi þekkja allir íslenskir þungarokksunnendur en sveitin hefir verið starfandi síðan 1995 og gefið út tvær breiðskífur og fjölmargar smáskífur. Þeir ætla að nota tækifærið og hita upp fyrir tónleika sína á Hróarskeldu um næstu helgi.

Dimma var stofnuð árið 2004 og hefur einnig gefið út 2 breiðskífur og farið m.a.í tónleikaferð til bandaríkjanna.
Þetta verða einu tónleikar Dimmu á Íslandi á árinu.

Swords of Chaos er ung harðkjarnasveit sem er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu sem kemur út í sumar og verður spennandi að fá að heyra lög af frumburðinum á Sódómu.

Tónleikarnir hefjast tímanlega á miðnætti og er aðgangseyrir aðeins kr. 1200. Aldurstakmark er 18 ár.

Sólstafir – Köld

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Black Sabbath

Í ár eru 40 ár liðin síðan samnefnd plata ensku sveitarinnar Black Sabbath kom út en hún var, að mínu viti, sú plata sem hafði hvað mest áhrif á þungarokksöguna og markar í raun upphafið af þungarokki sem tónlistarstefnu. Platan kom út föstudaginn 13. febrúar 1970 og hlaut um leið frábærar viðtökur. Náði hún áttunda sæti á breska listanum og tuttugasta og þriðja sæti á hinum ameríska Billboard lista og sat þar sem fastast í heilt ár.

Þeir Ozzy, Tony, Geezer og Bill flytja okkur hér titillag plötunnar í frábærri live sjónvarps upptöku sem fór fram stuttu eftir að platan kom út. Þið getið rétt ímyndað ykkur viðbrögð friðelskandi hippana þegar þeir heyrðu þessa drungalegu tóna fyrst.